laugardagur, ágúst 30, 2008

Afmælisveisla í dag

Well well well
Þá er LOKSINS komið að þessu, í dag höldum við upp á afmælið hans Kristofers og hlakkar hann mikið til. Við ég og hann sváfum bara tvö ein heima í gærkvöldi (hann ætlaði eins og Oliver að sofa hjá Kristínu en ákvað svo bara að koma heim með ömmu og sofa hjá mér). Hann kom heim gubbaði og lagðist upp í sófa og sofnaði!!! Meðan henti ég á terturnar og bakaði skúffukökuna. Í morgun vorum við svo vakin við símann og ætluðum varla að meika það að fara framúr svo löt vorum við!!! Drifum okkur svo á fætur, byrjuðum að búa til GRÆNT KREM þar sem skúffukakan á að vera fótboltavöllur verður gaman að sjá hvernig hún endar (erum ekki alveg búin að klára hana) annað er sko ready hjá okkur, vorum að koma úr sturtu og erum bara að bíða eftir Grams eða Kristínu með meira krem fyrir okkur svo við getum klárað kökuna...
Erum aðeins byrjuð að raða á borðið svo þetta verður allt klárt áður en gestirnir koma :-)))
Bloggum kannski aftur í kvöld um hvað drengurinn fékk í afmælisgjöf...
Segjum þetta gott í bili.
Over and Out

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home