þriðjudagur, september 16, 2008

Fótari og mont...

Well well well
Er ekki alveg ægilega langt síðan ég MONTAÐI mig!! Alveg örugglega en mig langaði svo að monta mig á því hversu ægilega duglegir synir mínir BÁÐIR eru.... Oliver stendur sig gjörsamlega eins og hetja en hann þessi elska kemur þeim bræðrum í skólann á hverjum degi, ég hringi og segji þeim hvenær skuli lagt af stað og sér Oliver um rest!!! Þeir báðir rosalega duglegir að labba í skólann og sjá svona um sig sjálfir!!!! Oliver er náttúrulega líka svo duglegur, hann sér sjálfur um að koma sér á allar æfingar, það er tekin strætó í Kópavogsskóla á blakæfingar og svo fer hann í Fífuna á Karateæfingar ekkert smá duglegur.. Ekki má gleyma því að hann sér líka um það sjálfur að koma sér heim :-))) Ekki margir strákar á hans aldri svona duglegir!!!!
Litla dýrið fór svo í fyrsta skipti á fótboltaæfingu með HK hérna út í Kór, það var labbað með liðið úr dægradvölinni og yfir í Kórinn sem er bara snilld... Svo af því upptekna mamma hans er í skólanum á mánudögum þá labbaði hann þessi elska sjálfur heim og svo kom Amma og sótti hann ekkert smá duglegur!!! Það eru sko alls ekki margir á þeirra aldri sem eru svona duglegir!!! Best að taka það alveg skýrt fram að þetta er sko bara alls ekki sjálfsagt að börnin manns séu svona dugleg!!!
Kriss minn var sáttur á fótboltaæfingunni og ætlar að skella sér aftur á föstudaginn, já maðurinn sem ætlaði ekki á íþróttaæfingar þennan veturinn er kominn bæði í hand- og fótbolta, já fólk hefði átt að hafa meiri áhyggjur af þessu og tala meira um þetta, en ég mamman var alveg pollróleg yfir þessu sagði bara ef hann langar ekki að æfa íþróttir þá er það bara allt í lagi, ég sé engan tilgang með því að pína hann á æfingar sem hann hefur engan áhuga á að mæta á!!! Að vísu vildi ég sjálf að hann myndi prufa handbolta en ég er að tala um að mér finnst fáar íþróttir skemmtilegar en mér finnst geggjað gaman að horfa á handbolta og mér finnst rosa gaman að horfa á blak (já af því ég kann það)... Svo ég er rosalega ánægð með það val þeirra bræðra þ.e.a.s handboltann og blakið!!!! Finnst bara eitt leiðinlegt það er hve lítið úrval er enn sem komið er af íþróttum hérna út í Kór, snilldin væri náttúrulega að hafa þetta allt þar svo þeir bræður gætu bara labbað á æfingu og heim á milli ef svo bæri við!!!!
En best að segja þetta gott af montni og fréttum í bili...
Pikkum inn meira fljótlega...
Kv. Mamma Mont og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home