sunnudagur, desember 28, 2008

Madagascar 2

Well well well
Þá er jólafríið alveg að verða búið hjá MÉR "ritaranum" já stelpan þarf að mæta í vinnu á morgun, þvílíkt RUGL:. En við vorum vel löt í dag hele familien!!!! Strákarnir hennar Kristínar ræstu hérna klukkan 08:45 sem okkur þótti nú helst til snemmt, en Oliver vaknaði með þeim og Kristofer fór nú líka fljótlega fram... Þeir lágu sem sagt allir í sófanum inn í stofu og horfðu á TVið bara ljúft.. Ég fékk því að SOFA aðeins lengur þar sem ég fæ ekki að sofa út á morgun. Í kringum hádegið kom amma færandi hendi hafði henst í búð og kom hér með sitt lítið af hverju svo hægt væri að bjóða þeim upp á hádegismat!!!!!! Þeir voru nú voða góðir allir 4. Svo voru þeir bræður sóttir um klukkan 15 og þá langaði syni mína að skella sér í bíó en við erum búin að vera á leiðinni í marga marga daga eða meira margar margar VIKUR... Það var þá ákveðið að þeir bræður myndu skella sér saman á Madagascar 2 meðan ég myndi fara að versla það sem vantaði í búðinni.. Þetta er nú ekki lengur mikið mál þegar maður er með fullorðið barn á heimilinu!!!! Ég mætti svo bara ákkúrat þegar myndin var búinn að sækja þá ekkert smá flott tímasetning hjá mér :-)))))))))))))) Þeir bræður skemmtu sér stór vel saman í bíó og hafði hann Kriss minn frá mörgu að segja eftir bíóferðina :-) Við drifum okkur svo heim (enda orðið ROSALEGA DIMMT úti). Svo var það bara kvöldmatur og hugguleg heit. Núna er Reynsi frændi í heimsókn er að kveðja strákana þar sem hann er að fara út á morgun. Þeir bræður ætla svo að vaka lengi fram eftir í kvöld og SOFA út á morgun, hehehe gott hjá þeim um að gera að njóta þess meðan það er nú hægt....
Við erum svo að hugsa um sundferð eftir vinnu hjá mér á morgun, jafnvel göngutúr eftir matinn ef það verður rigningarlaust.
Áður en við vitum af verður skólinn byrjaður hjá okkur öllum aftur, ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt áfram og þá sérstaklega þegar maður er í FRÍI og á að vera að njóta þess.....
Segjum þetta gott í bili...
Ákvað að vera sérstaklega dugleg að blogga núna meðan við erum í fríinu....
Kv. Ritarinn og gormarnir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home