þriðjudagur, desember 30, 2008

Nóg að gerast í jólafríinu :-))))

Hellú
Jepps þá er þessi frídagur senn á enda!!!!
Þeir bakkabræður sváfu í stofunni "ægilega kósý" þeir tóku svefnsófann út og höfðu fullt af sængum og koddum, skelltu Flakkaranum fram og höfðu það geggjað gott!!!
Þegar ég fór út í morgun HRUTU þeir í takt ægilega kósý :-))) Svo var hringt í mig 11:30 ca þá hafði Kriss vaknað fyrst og ekki tekist að vekja Oliver strax svo hann kveikti á TV og við það vaknaði brósinn.. Þeir voru svo bara heima að chilla í dag og höfðu það geggjað gott, með sófann enn út og kósý!!! Amma kíkti svo við hjá þeim þegar hún var búinn í vinnunni sem var bara notalegt svo kom ég eftir vinnu heim og eldaði Kallapönnukökur (ákváðum að nota Kallann í þær svo hann myndi nú ekki enda í ruslinu). Amma var hjá okkur í mat og ákvað svo að drífa sig snemma heim, þeir bræður voru voða góðir að leika sér inn í herbergi. Meðan Simpsons var í gangi ákvað ég að finna til sundfötin á alla svo við gætum skellt okkur í pottinn í smá stund áður en við færum að sofa. Í lauginni hittum við Elísabetu, Ágúst Eir, Bryndísi og Marín Rún, ég gat því chattað við kellurnar meðan synir mínir djöfluðust í innilauginni og rennibrautinni (Ágúst og Marín létu vart sjá sig voru að gera eitthvað skemmtilegt saman). Við vorum svo til 21:30 ca í sund og ákváðum þá að þetta væri komið gott. En þetta var alveg æðislegt enda var hitinn hjá okkur +8°C (já sæll Bjarni eigum við eitthvað að ræða þetta). Þetta var ekkert smá ljúft og komum við endurnærð heim eftir sundferðina. Kriss fór beint inn í herbergi að halda áfram að raða bílum (veit ekki hvort ég geti sofið inni hjá mér í nótt bílar út um allt gólf). Oliver fór hins vegar fram og kíkti á TV.
Nú fer ég svo bráðum að sofa ætli þeir bræður horfi ekki á mynd eftir að ég skelli mér í bælið :-) því þeir mega jú sofa út eina ferðina enn á morgun, ég er ekkert að öfundast út í þá NEI NEI bara frekar mikið FÚL yfir því að þeir megi sofa á sínu græna meðan ég djöflast í vinnunni. En svona er nú bara lífið ekki satt ????
Segjum þetta gott af okkur í bili.
Kv. Berglind og synir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home