fimmtudagur, janúar 08, 2009

Jólin búinn!!!!!

Well well well
Þá er komin dayly rútína hjá okkur.... Strákarnir farnir að mæta í skólann og stelpan lufsast í vinnuna (skólanum hjá mér var frestað um viku svo ég byrja ekki fyrr en næsta mánudag). Ekki það að það er búið að setja upp plan fyrir næsta námskeið og ég held ég eigi eftir að verða SVEITT (skylda að mæta með tölvu með sér í tíma) svo ég verð bara að standa mig, þýðir ekkert annað....
En aftur að strákunum, þeir bræður eru búnir að vera svakalega duglegir að vakna og Oliver búinn að vera sérstaklega góður við bróðir sinn. En Kriss alveg tekur út fyrir dægradvöl þessa dagana og vill bara sleppa henni Oliver vorkennir bróðir sínum svo mikið að hann sækir hann snemma á hverjum degi :-) Í gær sóttu Oliver og Krissi hann, tóku hann með sér heim og voru að leika við hann, voru samt mest í einhverjum leik á Fésbókinni. Hefðu samt geta sleppt því að taka hann með sér heim en NEI NEI hann fékk að fljóta með þeim. Kriss var ekkert smá ánægður með það :-) þeir voru svo rosa góðir saman 3 heima þegar ég kom. Kriss las svo fyrir mig og er bara að verða nokkuð góður í lestrinum (sé alla vegana miklar framfarir hjá honum). Svo gaf ég þeim öllum að borða og svo var bara afslappelse (ekki nenntu þeir á þrettánda brennu og horfðu bara á flugeldana út um gluggann).. Kriss gekk aðeins betur að fara að sofa í gær en fyrradag.
Í dag fóru þeir svo aftur í skólann já í rigningunni (rigning 2 daga í röð) löbbuðu saman út í skóla og ekkert mál. Oliver hringdi svo í mig eftir skák æfingu og sagði að hann hefði bara ákveðið að sækja Kriss í dægró og þeir væru saman á leiðinni heim. Dúdda mía hvað ég var glöð, hann getur sko verið svo duglegur hann Oliver minn og góður við bróðir sinn ef á því þarf að halda. En ég er að tala um að hann Oliver minn á alveg heiður skilið, ekki margir 10 ára sem hægt er að stóla svona á og geta tekið svona ábyrgð. Þeir voru svo bara heima að chilla þegar ég kom heim úr vinnunni. Þeir bræður lásu svo báðir heima, svo var farið í það að elda kvöldmat og taka saman jólin. Já það var kominn alveg tími á það (jólin kláruðust náttúrulega í gær). Ég sótti alla kassana niður í geymslu í gær og svo var farið í það að henda í þá í kvöld og taka niður jólatréð. Nú er aftur orðið tómlegt heima hjá okkur (ekkert jólatré) en halló ekki svo margir dagar í næstu jól :-)))))))) Kriss fékk að taka niður smá skraut af trénu áður en hann fór í bælið og minn maður sofnaði mun fyrr í kvöld en hin 2 kvöldin (já nú fer hann eflaust að fara að finna fyrir þreyttunni).. Ekki það hann vildi fá að vaka lengur í kvöld þar esm það var svo geggjað stutt í helgarfríið "góður, það mátti alla vegana reyna ekki satt"!!!!!!!
Nú á bara að taka því rólega næstu daga vikur og mánuði. Förum bara bráðum að telja niður í páskafríið okkar en það er sko næsta frí hér á bæ!!!
Að lokum þá getur hann Kriss minn ekki beðið eftir helginni því þá LOKSINS kemur Reynsi frændi heim frá USA og Kriss hlakkar geggjað mikið til að hitta hann!!!!
Segjum þetta gott í bili..
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home