miðvikudagur, febrúar 04, 2009

MONT MONT MONT og sjúklingasaga

Já þá er best að MONTRASSINN byrji að skrifa...
Jábbs þeir bræður komu heim í gær með vitnisburðinn sinn, Oliver stóð sig rosalega vel að vísu var hann með 3 * 7,0 sem kom mér svona pínu á óvart og var það í svona gimmí fögum (matreiðslu, sundi og málfræði) dróg það svona aðeins niður meðaleinkunina hans en hún var engu að síður 8,1 sem er náttúrulega bara flott, enda lærði drengurinn mest lítið fyrir þessi próf eins og fyrri daginn.. Sem sýnir okkur bara að hann getur þetta alveg og getur þess vegana brillerað ef hann NENNIR... En þetta er að sjálfsögðu afburðarnemandi og stendur sig mjög vel "jábbs maður er stoltur montrass" enda er hann SONUR HENNAR MÖMMU SINNAR... Kriss minn "sjúklingurinn" hennar mömmu sinnar, stóð sig líka rosalega vel en hann fékk ekki neina einkunn en er að standa sig mjög vel í stærðfræði (dúdda mía þeir eru synir mínir, alltaf verið mín sterka hlið (eða var það alla vegana þegar ég var í barnaskóla og fjölbraut á eftir að sanna mína hæfileika á þessu sviði núna))... Og fékk hann fína dóma í öllu sem er bara æðislegt. Svo ég UNGAMAMMAN var rosalega ánægð í gær... Við getum sko það sem við ætlum okkur, þannig er það bara!!!!!
Svo fór "sjúklingurinn" í myndatökuna í dag með Reynsa frænda, held að það hafi verið best fyrir mig :-) litla mömmu hjartað!!!! En hann Kriss minn sannar það svo oft að hann getur það sem hann vill geta og stendur sig rosalega vel þegar þess þarf en hann átti að liggja kjurr í 10 mín og vitir menn það var ekkert mál fyrir minn litla mann!!! Reynir sagði að hjúkkurnar hefðu hrósað Kriss í bak og fyrir og það þurfti ekkert að endurtaka myndatökuna NEI TAKK bara einu sinni og málið er dautt!!! Á morgun hef ég svo ákveðið að hringja í hann Þorkel augnlæknir og panta tíma (maður á ekki alltaf að bíða með svona hluti ha).. Kriss fékk ægilega fínt tattoo í verðlaun hjá hjúkkunum sem fannst minn maður standa sig svo vel. Eftir myndatökuna skelltu þeir frændur sér svo í heimsókn til mín í vinnuna og fóru svo á rölt í miðbænum (voru að bíða eftir að ég yrði búin í vinnunni)...
Við heyrum svo í honum Jóni lækni á fimmtudaginn eða föstudaginn!!! Næsta mánudag er svo foreldrafundur í skólanum, já og próf hjá mér um kvöldið, alveg nóg að gera...
Annars er þetta svona það sem er helst að frétta af okkur..
Pikkum svo meira þegar eitthvað nýtt er að frétta af okkur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home