miðvikudagur, janúar 21, 2009

Vikan byrjuð

Þá er komin þriðjudagurinn 20.janúar spáið í því búnir 20 dagar af nýju ári og mér finnst bara eins og jólin hafi verið í síðustu viku....
Annars þá var dagurin í gær frekar ÞREYTTUR hjá okkur, var frekar erfitt að vakna fyrir alla en þetta hafðist sem betur fer allt saman. Mamma sótti Kriss og Oliver sá um að koma sér sjálfur á æfingu og heim :-) nema hvað svaka duglegur eins og alltaf þessi elska.. Ég var sem sagt í skólann alveg að sofna !!!! En þetta hafðist allt saman.. Þegar ég kom heim var Reynir að skoða hvað Oliver ætti að læra fyrir prófið í dag og Kriss kominn upp í rúm, já bara lúxsus.....
En sem sagt Oliver byrjaði í prófum á mánudaginn, byrjaði með einu stafsetningarpróf í dag voru hins vegar 3 próf það var lestur, málfræði og enskuprófi frekar mikið á einum degi en Oliver fannst það bara í góðu lagi, kvartaði ekkert yfir því..
Ég sótti svo Kriss eftir skóla í dag og leiddist honum það ekki lét mig vita af því að hann hefði komið heim með "bangsabrauð" sem hann hefði bakað og var það rosa flott hjá honum og bragðgott var Kriss 100% vissum að það væri bara svona gott af því að hann hefði bakað það og enginn annar..
Annars voru það bara róleg heit hjá okkur í kvöld, Oliver fannst hann ekkert þurfa að læra þar sem það væri stærðfræðipróf á morgun!!! Kriss las eins og alltaf fyrir mig og nú er það bara heimalærdómur hjá mér, skila inn verkefni á morgun :-)))
Well well well
Segjum þetta gott í bili..
Over and out

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home