sunnudagur, febrúar 08, 2009

Við í HELGARFRÍI

Dúdda mía hvað við ELSKUM helgarfrí!!!!
Vikan er búin að líða rosalega hratt, að vísu hefur hann Kriss minn "sjúklingurinn" litli það ekki alveg nógu gott, hann kvartar ENN yfir höfuðverkjum samt sem áður er búið að auka strax við lyfjaskammtinn hans (mér líst bara ekki nógu vel á það). Svo er annað sem mér finnst líka áhyggju efni það er hvað augnsteinninn í honum er stór og svo er hann alltaf með augun á floti og þá sérstaklega á kvöldin, kannski er þetta eitthvað sem maður þarf ekki að hafa áhyggjur af en mér stendur bara ekki á sama þegar við erum að tala um höfuðið eða augun á barninu.. Sjáum hvort hann Þorkell telji þetta eðlilegt en Kriss minn fer til hans á miðvikudaginn en þá er LÆKNADAGURINN MIKLI hjá honum Kriss, fer til bæði Þorkels og Einars Ó þá. Eins lítur hann Kriss minn ekki alltof vel alltaf út, er grámyglulegur/hvítur í framan sem er alls ekki líkt honum. Vona að þetta verði nú ekki eilífðar vesen, ég hef bara ekki orku í það!!! En auðvita vill ég gera allt til að honum Kriss mínum fari að líða betur :-)))) Litla stríðnispúkanum mínum...
Við heyrðum bæði í honum Jóni á fimmtudeginum og föstudeginum ekki nógu gott að maður sé farin að tala við lækna daglega en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín. Veit ekki hvað þetta er í mér en ég hef frekar miklar áhyggjur af honum Kriss mínum .... Það er ekki alveg ábætandi þessa dagana.
En þeir bræður eru búnir að vera rosalega góðir, alveg til fyrirmyndar. Oliver náttúrlega alveg ótrúlegur eins og alltaf og alltaf hægt að stóla á hann!!!! Hann þessi elska sést vart hér heima, er ýmist á æfingum eða úti að leika. Svo er hann byrjaður aftur í ljósum, ofnæmið að stríða okkur!!!! Og sér hann um allt sjálfur...
Kriss minn er ótrúlega harður af sér, þrátt fyrir allt!!! Kvartar ekki og kveinar eins og karlmönnum sæmir.. Nei hann bítur FAST á JAXLINN.. Duglegur strákur!!!!!! Er oft þreyttur eftir skóladaginn sem er heldur ekki alveg nógu sniðugt. En við vonum það besta og hann fari að komast í fyrra horf og ég þurfi að fara að hafa FYRIR HONUM...
Ég er bara á fullu í skólanum, fer í fyrsta lokaprófið á þessari önn á mánudaginn!!! Bara gaman að því. Á mánudaginn er það líka foreldraviðtal hjá strákunum svo það er nóg að gera :-)
Helgin já ekkert planað, í dag fór Oliver í ljós og við kíktum svo til Löngu og Langa í kaffi. Ég og Oliver fórum svo saman heim þar sem Oliver vildi fara að leika, ég þurfti að fara að læra en Kriss vildi fara með ömmu á rúntinn (svo ég gæti lært). Á morgun þarf ég líka að læra en ég veit ekki alveg hvert planið er með strákana ef Oliver fer ekki að leika þá ætla þeir bræður að kíkja í bíó en Oliver vann 2 miða í bíó í vikunni og ætlar að bjóða bróðir sínum í bíó (svo góður við hann).
En segjum þetta gott í bili.
Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig foreldraviðtalið gekk og hvað kemur út úr næstu læknaheimsóknum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home