sunnudagur, mars 01, 2009

Fyrsti í afmæli búinn :- )))))

Well well well
Vá hvað er langt síðan síðast...
En í dag var fyrsti í afmæil hjá Oliver þar sem hann var með familíu afmælið í dag... Það gekk líka svona svakalega vel!! Dagurinn byrjaði á því að amma fór með Oliver í ljós meðan ég var í skólanum svo var það bara heim í smá afslöppun áður en gestirnir komu en þeir fyrstu komu klukkan 14:00 þegar afmælið byrjaði*!!!! Við fengum sko fullt af góðum gestum og Oliver fékk fullta af peningum og föt í afmælispakkanum, og er hann ægilega ánægður með það!!! En núna eru þeir bræður frekar þreyttir og við eigum nú svolítið eftir að skipuleggja afmælið á morgun en þá koma bekkjarbræður hans Olivers til okkar, verður eflaust svaka fjörugt. En ég lifi nú í voninni að þetta fari að róast þar sem þeir eru nú alveg að verða 11 ára....
Annars er búið að ganga á ýmsu síðan síðast, það er búið að ákveða að hann Kriss okkar þarf að fara í það að láta taka úr sér nefkirtlana (þeir eru of stórir) en hann er ekki með sykursýki. En hann er búinn að fara í sykurpróf svo við vonum að þetta fari nú að taka enda hjá honum en það er búið að vera nóg að gera hjá okkur Kriss í læknaheimsóknum. Þurfum svo að heyra í honum Einari okkar eftir helgina heyra hvenær Kriss kemst að í aðgerðina...
Að öðru leyti er bara nóg að gera hjá okkur öllum í skólanum, íþróttum og skemmtunum. Við kvörtum sko alls ekki yfir aðgerðarleysi hér..
Svo eignuðust þeir bræður annað sett af tvíburafrændum, en hann Óli bróðir hans Bj. var að eignast twins. Svo þeir synir mínir eru komnir með fullt af frændum.
En jæja þá er best að fara í að skipuleggja afmælið á morgun svo við getum gert eitthvað skemmtilegt.
Over and out.
Ritarinn og synir hennar

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home