föstudagur, mars 06, 2009

Allt að gerast....

Það er sko búið að vera stuð á okkur í dag....
Ég sótti Kriss eftir vinnu og hentumst við eftir Oliver sem var að klára blakæfingu og á leiðinni í ljós. Við skutluðumst svo öll með Oliver í ljós.. Eftir ljósin ákváðum við að kíkja á bókamarkaðinn í Perlunni (alveg fastur liður hjá okkur).. Þar fann hann Kriss minn (sem hafði nota bena ákkúrat ekki NEINN áhuga á að fara) sér "matreiðslubók barnanna" ægilega spennandi nú bíð ég spennt eftir því að þeir bræður velji sér eina góða uppskrift úr bókinni og eldi kvöldmat og hafi jafnvel eftirrétt líka :-))))))))))
Eftir markaðsferðina drifum við okkur heim svo ég gæti eldað hrísgrjónagraut fyrir þá í kvöldmatinn en nota bene eins og svo oft áður vorum við á síðasta snúning þar sem við Oliver áttum að mæta á fund í Garðabænum (vissi ekkert hvar þetta var staðsett í þeirri sveit) klukkan 20 og Reynsi frændi vildi koma með okkur....
En auðvita hafðist þetta allt í tíma sérstaklega þar sem við vorum svo heppinn að ramba nánst beint á leikskólann sem fundurinn var haldinn í!!!!! Við vorum sem sagt að fara á fyrsta fundinn af eflaust mörgum útaf sumarbúðunum í Danó. Þar fékk hann Oliver minn að hitta aðra stelpuna sem fer með honum út, strákinn og svo Farastjórann sem mér leist bara rosalega vel á. Við vorum í töluverðan tíma á fundinum fengum frekari upplýsingar um sumarbúðirnar og vorum við bæði orðin rosalega spennt!!! Leist rosalega vel á þetta allt saman. Og þetta verður bara meira spennandi þeim mun nær sem dregur :-))))
Nú erum við svo komin bara í fulla ferð í fjáröflun!!! Jábbs nú á að fara að safna fyrir ferðinni, ekki spurning. Förum á fullt í það en við fáum nýjan sölulista í hverjum mánuði.
Það verður sem sagt fullt spennó að gerast hjá okkur á næstunni, en það á að vera svona hittingur þar sem þau fá að kynnast betur þessi 4 sem eru á leiðinni til Danó og svo má ekki gleyma fararstjóranum sem hann ætlar að kynnast líka. Þau 2 sem mætt voru í kvöld eru bæði árinu eldri en hann Oliver minn. En ég held ég segji þetta gott í bili, ætla að reyna að troða fjáröfluninni okkar hérna inn líka..
Over and out

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home