miðvikudagur, mars 04, 2009

Langt síðan síðast

En dúdda mía,
þeir félagar, þ.e.a.s bekkurinn hans Olivers stóð sig svo vel í afmælispartýinu, ég vissi ekki að þetta gæti orðið svona AUÐVELT. Þeir voru voða góðir allir saman :-) ég sagði svo klukkan 19:30 að nú væri afmælið búið þar sem Kriss minn átti nú bráðum að fara að sofa, strákarnir fóru þá nema Kriss og Arnar þeir fengu að vera aðeins lengur.. Svo var ekkert smá fyndið þegar Kriss minn fór að sofa þá sagði hann við strákana "jæja farið þið heim núna ég er að fara að sofa". hehehehhe
En þeir voru svaka góðir og afmælið heppnaðist svo vel, strákunum var skipt í 2 lið og fóru út í Ratleikinn og svo endaði það þannig að þeir komu tilbaka nánast á sömu mínútunni því var ákveðið að verðlauna ekki eitt lið frekar en annað heldur bara "jafntefli".... Fengu því allir smá verðlaun þegar þeir fóru heim :-))))))
Vikan hefur síðan bara gengið sinn vanagang, allir í skólanum, svo eru það íþróttir, heimalærdómur og vinna. Bara allt gengið voða vel hjá okkur...
Kriss mínum tókst það að "gleyma" gleraugunum í skólanum en það var nú ekki mikið mál þau biðu hans daginn eftir í stofunni hans. Oliver lenti svo í því að týna GSM símanum sínum líka í skólanum og eins var það lítið mál þar sem síminn beið hans í stofunni hans daginn eftir.
Annars er bara SKÍTA kuldi á Íslandi í dag, búið að vera kalt, snjór, frost, hálka og viðbjóður í marga dag (ég var ógeð bjartsýn og hélt að veturinn væri búinn) en NEI svo er nú ekki....
Á morgun förum við Oliver svo á fyrsta fundinn út af sumarbúðunum á morgun, verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu..
Segjum þetta gott í bili..
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home