föstudagur, mars 06, 2009

Fjáröflun 1.

Fyrsta fjáröflunin
Oliver er að fara í sumarbúðir til Danmerkur núna í sumar, verður hann í sumarbúðunum í 4 vikur (allan júlí mánuð). Er CISV (félagasamtökin sem hann er að fara með) með fjáröflun fyrir krakkana, þar sem þeim stendur tilboða að safna sjálf upp í ferðina sína.
Fjáröflunin hjá Oliver verður mánaðarlega og þarf að leggja inn pöntun fyrir 15.hvers mánaðar svo hún fáist afgreidd. Við skilum svo af okkur pöntunum í kringum 20. hvers mánaðar til ykkar.

Í mars er eftirfarandi í boði:

WC rúllur (48. stk í pakka) – 25m, hvítur, tvöfaldur gæðapappír 3.200
WC rúllur (48.stk í pakka) – frá Danco 3.000
Eldhúsrúllur (24.stk í pakka) – hvítur, munstr. rakadrægur 3.200
Eldhúsrúllur (24.stk í pakka) – hvítur frá Danco 3.000
Matarfilma (30cm*300m) og álfilma (30cm*150m) 3.500,
Sorppokar, svartir ruslapokar 50stk/rl. 2.000
Pokapakki – nestip, heimilisp, svartir ruslap., skrjáfpokar 2.000
Kóluspáskaegg 900gr „stórt egg“ 3.500
Túlípanar 10 stk – Rauðir, hvítir, orange, lilla, bleikir 1.500
Eldbakaðar 11“ pizzur, Margarita eða Pepperoni 1.500
Alþrif – Fólksbílar 7.500
Alþrif – Jepplingar 8.500
Alþrif – Jeppar 9.000
Innifalið í alþrifum : Tjöruþvottur og þurrkun, bón, hreinsuð föls, mælaborð og annar vínill hreinsaður að innan, gljái borinn á dekk og annan vínil að utan, rúður þrifnar að innan og utan, teppi og sæti ryksuguð og mottur þvegnar. Þetta eru þrif hjá Albón, Auðbrekku 32 í Kópavogi.


Harðfiskur frá Ísafirði (mjög góður) bæði Ýsa og Steinbítur. 2.000
Hver poki inniheldur 400 gr. (kemur í flökum).

Tannhirðupakki – inniheldur 1. Tannbursta (boðið upp á 3. stærði, barna, unglinga eða fullorðins). 1. Colgate 100 ml tannkremstúpa og tannþráðspakki. Ef teknir eru 3. auka tannburstar með pakkanum þá koma vörurnar í renndum snyrtibuddum.
Verð á pakka 900
Verð með aukaburstum 1.650

Kaffipakkar frá Kaffitári. Inniheldur 2 * 250gr. af möluðu kaffi eða kaffibaunum (hver og einn ræður því), (hægt að fá sitthvora tegundina eða báða pokana eins) mælt er með kaffi sem heitir Gvatemala og er margbrotið kaffi með eftirbragði af súkkulaði Selebes sem hefur sætkenndan kryddkeim sem minnir á hunang eða rjómakaramellur. Verð 1.500

Tepakkar – inniheldur 20.tepoka (4.tegundir af spennandi te-i og eru 5.pokar af hverri tegund í hverjum pakka). Hægt er að velja úr eftirtöldur te-i: Peaceful Dreams, Refreshing Mint, Cranberry tea, Blueberry tea, Maple herbal tea, Ginko Ginger, Green Tea Rooibos, Energy Nirvana, Imperial White tea, Chai tea, Green tea, Energy Slim Aktiv, Green Tea Chai decaf, Rooibos Chai, White Chai Tea, Licorice Spice, Energy Pomegranate.
Verð 1.000

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home