Kíktum á Tannsa í dag...
Hvað segið þið þá???
Við segjum sko bara fínt, erum samt öll eitthvað LÖT og ÞREYTT eftir daginn.. Var náttúrulega farið eldsnemma á fætur eins og alltaf svo fór Oliver extra snemma í skólan þar sem þau fóru á safn í dag, Kriss var hins vegar bara heima hjá mömmu sinni og eyddi stærstum parti dags út í garði að leika, jafnvel þó svo hér væri EKKI SÓL en samt ágætis hitastig.
Við Kriss löbbuðum svo á móti Oliver þegar skólinn var búinn í hádeginu og hafði Oliver sko frá miklu að segja var að segja okkur frá öllu því sem hann sá á safninu í dag og greinilega skemmti hann sér rosalega vel. Svo þar sem það var svo lítil kennsla í dag þá fékk hann líka lítið heimanám sem var sko bara fínt, þar sem við ákváðum að taka strætó niður í bæ til Tannsa.. Það var sem sagt lærdómur og útivera þangað til við fórum til Tannsa. Vorum komin aðeins of snemma svo við röltum bara um bæinn í smá stund. Svo fórum við og kíktum á Tannsan og Oliver var rosalega ánægður með hann og það var sko minnsta mál í heimi að biðja þarna um deyfingu fyrir Oliver (Tannsinn sagði meiri segja að sér þætti mun meiri ástæða til að deyfa börn en fullorðna þar sem börnin gætu kvekts og ekki viljað fara aftur til Tannsa) og já svo talaði þessi Tannsi bara þessa líka fínu Ensku svo við vorum í góðum málum.. Hann byrjaði bara strax að kíkja á þetta og auðvita líka allar aðrar tennur sagði að Oliver væri ekki með neina skemmd bara þessar 3 brotnu tennur og vildi hann bara laga fullorðins tennurnar tvær ekki barnatönnina. Við Kriss biðum bara á biðstofunni meðan hann reddaði Oliver og þetta var ekkert mál, Oliver labbaði út eins og ekkert hefði gerst og fannst þetta nú bara minnsta mál í heimi bara ánægður að það væri búið að laga tennurnar. Svo sagði Doksinn okkur að hér í Lúx á maður að koma með börnin sín á 6 mánaða fresti til Tannsa, svo það var ákveðið að mamma hringir aftur í haust og pantar þá tíma fyrir Oliver og Kriss (leist svo vel á karlinn).. Að vísu hafði Tannsinn smá áhyggjur af Oliver þar sem hann er að fá svo stórar fullorðinstennur (ekkert óeðlilega) en er með svo rosalega smár barnatennur að hann hefur áhyggjur af plássinu sem eftir er, gerir sem sagt ráð fyrir því að það verði ekki alveg nógu mikið pláss fyrir allar fullorðinstennurnar en hann sagði þetta er ekkert mál við bara fylgjumst með þessu reglulega og þá er hægt að grípa inni strax ef með þarf.. Lét okkur líka vita af því að þetta hefði verið svona frekar leiðinlegt brot á tönnum þar sem þetta eru horni sem við notum mest sem brotnuðu af sagði að það yrði því að passa tennurnar og hann myndi fylgjast líka mjög vel með þeim..
Eftir Tannsan fórum við að labba rosa mikið niður í bæ og skoða mannlífið (en þvílíkt magn af fólki, hvaðan kom það allt vá þetta var ekki alveg nógu hentugt fyrir okkur og þreyttumst við því fyrr eða já urrðum bara pirruð) vorum samt dágóðan tíma í bænum og tókum svo strætó heim. Þetta var bara ljúft.. Þegar við komum heim voru þeir bræður sko mjög vægt til orða tekið að KAFNA úr HUNGRI áttu ekki til orð yfir hvað þeir væru svangir, svo það var farið beint í ísskápinn svo leti, eru búnir að vera að leika og horfa á TV. Enda er maður eitthvað dasaður eftir bæjarferðina...
Verður eflaust ekki mikið mál að koma þeim bræðrum í bælið í kvöld enda er skóli hjá þeim báðum á morgun...
Jæja segjum þetta bara gott í bili...
Kv. Oliver með fínu TENNURNAR, Kriss og Gamla settið