fimmtudagur, apríl 27, 2006

Kíktum á Tannsa í dag...

Góðan daginn,
Hvað segið þið þá???
Við segjum sko bara fínt, erum samt öll eitthvað LÖT og ÞREYTT eftir daginn.. Var náttúrulega farið eldsnemma á fætur eins og alltaf svo fór Oliver extra snemma í skólan þar sem þau fóru á safn í dag, Kriss var hins vegar bara heima hjá mömmu sinni og eyddi stærstum parti dags út í garði að leika, jafnvel þó svo hér væri EKKI SÓL en samt ágætis hitastig.
Við Kriss löbbuðum svo á móti Oliver þegar skólinn var búinn í hádeginu og hafði Oliver sko frá miklu að segja var að segja okkur frá öllu því sem hann sá á safninu í dag og greinilega skemmti hann sér rosalega vel. Svo þar sem það var svo lítil kennsla í dag þá fékk hann líka lítið heimanám sem var sko bara fínt, þar sem við ákváðum að taka strætó niður í bæ til Tannsa.. Það var sem sagt lærdómur og útivera þangað til við fórum til Tannsa. Vorum komin aðeins of snemma svo við röltum bara um bæinn í smá stund. Svo fórum við og kíktum á Tannsan og Oliver var rosalega ánægður með hann og það var sko minnsta mál í heimi að biðja þarna um deyfingu fyrir Oliver (Tannsinn sagði meiri segja að sér þætti mun meiri ástæða til að deyfa börn en fullorðna þar sem börnin gætu kvekts og ekki viljað fara aftur til Tannsa) og já svo talaði þessi Tannsi bara þessa líka fínu Ensku svo við vorum í góðum málum.. Hann byrjaði bara strax að kíkja á þetta og auðvita líka allar aðrar tennur sagði að Oliver væri ekki með neina skemmd bara þessar 3 brotnu tennur og vildi hann bara laga fullorðins tennurnar tvær ekki barnatönnina. Við Kriss biðum bara á biðstofunni meðan hann reddaði Oliver og þetta var ekkert mál, Oliver labbaði út eins og ekkert hefði gerst og fannst þetta nú bara minnsta mál í heimi bara ánægður að það væri búið að laga tennurnar. Svo sagði Doksinn okkur að hér í Lúx á maður að koma með börnin sín á 6 mánaða fresti til Tannsa, svo það var ákveðið að mamma hringir aftur í haust og pantar þá tíma fyrir Oliver og Kriss (leist svo vel á karlinn).. Að vísu hafði Tannsinn smá áhyggjur af Oliver þar sem hann er að fá svo stórar fullorðinstennur (ekkert óeðlilega) en er með svo rosalega smár barnatennur að hann hefur áhyggjur af plássinu sem eftir er, gerir sem sagt ráð fyrir því að það verði ekki alveg nógu mikið pláss fyrir allar fullorðinstennurnar en hann sagði þetta er ekkert mál við bara fylgjumst með þessu reglulega og þá er hægt að grípa inni strax ef með þarf.. Lét okkur líka vita af því að þetta hefði verið svona frekar leiðinlegt brot á tönnum þar sem þetta eru horni sem við notum mest sem brotnuðu af sagði að það yrði því að passa tennurnar og hann myndi fylgjast líka mjög vel með þeim..
Eftir Tannsan fórum við að labba rosa mikið niður í bæ og skoða mannlífið (en þvílíkt magn af fólki, hvaðan kom það allt vá þetta var ekki alveg nógu hentugt fyrir okkur og þreyttumst við því fyrr eða já urrðum bara pirruð) vorum samt dágóðan tíma í bænum og tókum svo strætó heim. Þetta var bara ljúft.. Þegar við komum heim voru þeir bræður sko mjög vægt til orða tekið að KAFNA úr HUNGRI áttu ekki til orð yfir hvað þeir væru svangir, svo það var farið beint í ísskápinn svo leti, eru búnir að vera að leika og horfa á TV. Enda er maður eitthvað dasaður eftir bæjarferðina...
Verður eflaust ekki mikið mál að koma þeim bræðrum í bælið í kvöld enda er skóli hjá þeim báðum á morgun...
Jæja segjum þetta bara gott í bili...
Kv. Oliver með fínu TENNURNAR, Kriss og Gamla settið

RISA STÓRT **BROS**

Já hann Oliver okkar labbaði út af Takewondo æfingunni með alvöru SÓLHEIMA BROS, vá hvað hann var ánægður og GLAÐUR.. Af hverju skyldi það vera??? Jú okkar maður lenti í 3. sæti á mótinu sem hann tók þátt í um helgina... Já hann var sko ánægður og foreldrarnir STOLTIR af stráknum sínum þetta gat hann!!!! Já þetta var tóm gleði.. Bara frábært og flott.. En við erum að tala um þetta mót var til klukkan 21 (þakka fyrir að við fórum heim fyrr en það enda áttum við svo sem ekki von á því að okkar maður myndi fá medalíu en svona kom hann okkur skemmtilega á óvart)....
Annars byrjaði þessi dagur bara nokkuð vel, strákarnir fóru á fætur og var það sko óvenju lítið mál, fengu sér að borða og út. Pabbi keyrði þá svo í skólan (var á vinnubíl frá Óla Disk) og fannst Kriss það ekkert smá sport að fá að sitja frammí en það eru sem sagt bara 3 sæti frammí. En Kriss fannst þetta sko bara frábær byrjun á góðum miðvikudegi að byrja hann í vinnubíl.
Mamma mætti svo í hádeginu að sækja Kriss, fórum smá stund heim og sóttum svo Oliver, drifum okkur heim þar sem Oliver langaði svo í SKONSUR (já sko alvöru ömmu skonsur) svo Ma henti í svoleiðis og fengu þeir heitar skonsur í hádeginu ekki amalegt það!!!
Eftir hádegi fóru allir í skólan og laumaði Oliver því nú að mömmu sinni að sér langaði nú alveg líka í Pönnslur (vá hann elskar allt svona gamaldags mat alveg merkilegt ) svo mamma ákvað nú að vera góð og henti í pönnslur og reddaði þeim meðan þeir voru í skólanum.
Kristofer var svo sóttur í skólan og var ekkert smá glaður að sjá mömmu sína enda frekar þreyttur og pirraður (erfitt að vera svona langan dag eftir langt frí), drifum okkur í skólan til Olivers að sækja hann líka þar sem það var ÚRHELLIS RIGNING úti.
Fórum beint heim í pönnslur og lærdóm (ekkert smá sem þeir gátu borðað af pönnslunum). Kriss var bara í róleg heitunum enda þreyttur meðan Oliver lærði, Oliver fékk miða með heim sem sagði að í fyrramálið á hann að mæta 10 mín fyrr í skólan þar sem þau eru að fara á safn á morgun (verður örugglega gaman þar sem Oliver hrífst ekki bara af gamaldagsmat heldur líka af söfnum og svona gamaldagshlutum).
Svo var kominn tími á það að drífa sig á Takewondo æfingu og skutlaði Ma Oliver fyrst á æfingu, svo kíktu hún og restin af körlunum á það hvar Tannsinn væri sem við ætlum að kíkja á á morgun (vonandi að hann vilji deyfa Oliver til að laga tennurnar). Kíktum við svo öll á Oliver á æfingunni (alltaf gaman af því fyrir alla). Drifum okkur svo heim eftir æfinguna þar sem klukkan var orðin svo margt og kominn svefntími fyrir Stubbinn okkar...
Já svona var þessi miðvikudagur okkar bara skemmtilegur og þá aðallega fyrir Oliver.
Segjum þetta gott í bili
Kv. Oliver Medalíukarl, Kristofer og Gamla settið

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Frábær þriðjudagur...

Helló,
Já þá er þessi þriðjudagur loks á enda, þetta var sko stór skrítinn dagur þegar við Oliver vöknuðum þá var svona hálf kuldlegt úti, greinilega verið rigning í nótt (já ég er að tala um +15°C) svo já ég skutlaði Oliver á bílnum ekki mikið mál, fór heim og þá var hann Kriss minn að skríða á fætur. Var í stuði enda búinn að fá að sofa NÓG!!!
Svo ákváðum við Bjarni að fara með Kriss í smá bíltúr og jú jú mín fór út í síðbuxum, síðermabol og jakka (vá það var sko svo kallt að mínu mati) fórum svo heim í smá afslöppun áður en við ákváðum að fara labbandi að sækja Oliver í hádeginu (jú jú kuldaskræfunni fannst of gott veður til að nota bílinn en samt kallt) og ég varð næstum eins og bráðið smjörlíki þegar ég kom heim, löngu farin úr jakkanum og búinn að bretta vel upp á ermarnar á bolnum enda kominn þessi líka bongóblíða og sólin byrjuð að skína. Ákváðum að drífa okkur heim eftir skóla og fara að þrífa almennilega útihúsgögnin okkar þar sem veðrið var svo æðislegt. Oliver lærði meiri segja úti svo fínt var veðrið, Kriss var náttúrulega bara úti að leika sér og ekkert annað.. Nema hvað!!!
Vorum svo bara úti að chilla þangað til hita skúrinn gekk yfir þá hélt kuldskræfan ég að komið væri vont veður og rak alla inn. Þeir bræður voru nú samt farnir út stuttu síðar, enda aftur kominn bóngóblíða...
Bílinn var meiri segja þrifinn og læti. Voru úti þangað til það kom kvöldmatur og var hann nú ekki af verri endanum heimabökuð pizza og þeir bræður gjörsamlega elska það!!! Enda var mikið borðað. Eftir matinn var það svo bælið fyrir Kriss og sofnaði hann mjög fljótt, Oliver fékk hins vegar að vaka lengur. Er farin í bælið núna enda er langur skóladagur hjá þeim á morgun svo það er eins gott að vera vel út hvíldur.
Endum þetta á því að óska henni Kristínu frænku/systir til hamingju með afmælið, skvísan á sko afmæli í dag, eflaust veisla á þeim bæ sem við missum af!!!!
Segjum þetta gott í dag.
Kv. Oliver, Kriss útistrákur og Sófasettið

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Loksins venjulegur skóladagur....

Jæja þá er lífið að fara í venjulegar skorður hjá okkur LOKSINS LOKSINS... Dagurinn byrjaði því eldsnemma hjá okkur Ma þurfti að ræsa karlana sína út og koma þeim af stað fyrir skólan. Voru svaka duglegir báðir tveir að fara á fætur og ekkert mál. Svo keyrði Pabbi þá í skólan þar sem hann var að fara beint í vinnuna svo það var nú ekki mikið mál, voru báðir sáttir við að fara í skólan enda það held ég bara langþráð hjá þeim.
Svo í hádeginu kom Mamma labbandi að sækja Kriss og vitir menn hún þurfti svona aðeins að æsa sig og arba á hana Carinu (vá kemur kanski ekki mörgum á óvart að ég skuli æsa mig) en já þegar ég kem eru krakkarnir úti að leika og allt í góðu með það, svo kom 3 stórir strákar og fara í það að reyna að rífa gallabuxurnar niður um Kriss (ekki að það hafi gengið alveg átakalaust fyrir sig enda okkar maður með belti og hafði ég áhyggjur af því að þeir myndu hreinlega bara rífa buxurnar svo mikil voru lætin) svo já ég kalla á Kriss að koma bara til mín og festi bara beltið enn betur og Kriss labbar hnarreistur niður á skólalóðin aftur og labbar að einum stóra stráknum og segir " Du bist eine kleine Barbie madchen" og hljóp hlæjandi í burt og mömmu fannst þetta bara gott hjá honum að svara fyrir sig, en NEI þar endaði þetta ekki heldur fóru þeir að berja minn mann fyrir að svara fyrir sig og já já Kriss lamdi frá sér en þarna fylltist hjá minni mælirinn (ég hljóp inn á skólalóðina þar sem já þær 5 kellurnar sem eiga að hugsa um þessi börn bara löbbuðu fram og tilbaka og voru ekkert að fylgjast með, sagði við Carinu hingað og ekki lengra held þú ættir frekar að eyða orkunni í það að fylgjast með því sem gerist hér á skólalóðinn heldur en að eyða henni í að labba fram og tilbaka og fylgjast ekkert með (og já ég var rauð í framan af reiði) lét hana heyra það og hinar líka og sá til þess að hún myndi nú skamma strákana fyrir að hegða sér svona og sagði að ef þetta kæmi fyrir aftur að það væri verið að slást á skólalóðinni og ekkert aðhafst myndi ég kvarta yfir þeim) já maður lætur ekki vaða yfir sig eða SÍN BÖRN, NEI EKKI Berglind Bredda. En hingað til hef ég ekki skipt mér af þessu þar sem mitt barn hefur verið látið í friði en um leið og snert er á mínu barni þá snertir málið mig ekki satt!!!!! Enda held ég að það hafi gjörsamlega dottið af þeim andlitið og þær ekki átt von á þessu. En þær hafa greinilega bara ekki kynnst fólki eins og mér hingað til...
En já við Kriss löbbuðum ánægð heim úr skólanum, fórum heim, Kriss beint út í garð og ég að hengja út enda þessi líka RJÓMABLÍÐA hjá okkur enn einn daginn.. Drifum okkur svo aftur út að sækja Oliver.
Fórum svo öll saman heim í hádeginu, Kriss vildi bara vera í garðinum enda ekkert smá gott veður.. Ákvað svo Oliver bara að taka strætó í hádeginu í skólan, þar sem Kriss vildi ekki fara neitt bara vera í garðinum.. Við vorum svo bara í róleg heitunum þangað til við ákváðum að labba á móti Oliver þegar skólinn var búinn. Vá það var æðislegt veður og gengu þeir bræður BERIR AÐ OFAN HEIM, svo æðislegt var veðrið, Kriss rauk svo beint út í garð þegar við komum heim og Oliver skellti sér á svalirnar að læra enda ekki hægt að sitja inni í þessu veðri. Vorum svo úti fram að kvöldmat og þá fyrst var farið inn, fengu sér að borða og svo var það sturta fyrir Kriss enda var hann skítugur frá TOPPI til TÁAR eftir útiveruna, eftir sturtuna var það bara bælið enda var hann drulluþreyttur. Oliver fór hins vegar smá í PS2 og fékk svo að sjá smá Simpsons svo var það bælið fyrir hann þar sem það er skóli á morgun.
Svo nú eru allir komnir langt inn í draumalandið...
segjum þetta gott af okkur í bili.
Kv. Lúxararnir

mánudagur, apríl 24, 2006

FYRSTI ALVÖRU SLAGURINN Í DAG.......

Já hvað haldið þið???
Eflaust að synir okkar hafi verið að gera eitthvað af sér, en NEI svo skemmtilega vill til að svo er ekki í þessu tilfelli.. Hann Oliver okkar var að keppa í Takewondo í dag...
Dagurinn byrjaði mjög snemma, allir á fætur og borða þar sem við áttum að vera mætt í íþróttahúsið klukkan 07:40 og jú jú það tókst og gott betur en það.. Þaðan var haldið til Frakklands já hvert veit ég ekki alveg en einhver bær þar!!! Fundum þar íþróttahúsið sem keppnin fór fram í (það skal tekið fram að við héldum að Oliver væri að fara að sýna en svo var nú ALLS EKKI hann var að slást/keppa og það í fyrsta skipti á ævinni)...
Vorum orðinn frekar óþolinmóð þegar loksins átti að fara að koma að Oliver var tekið klukkutíma hlé og allir fengu sér að borða.. Oliver var sko ekki vitund stressaður bara hlakkaði til að fá að slásta. Svo kom að því loksins að okkar maður steig inn í hringinn og Mamman með litla hjartað fékk sting í magan og verk fyrir hjartað og allan pakkan.. Oliver stóð sig að sjálfsögðu eins og HEJTA, þó svo hann hafi aldrei prufað svona áður fékk 5 heil stig sem var sko meira en margir aðrir fengu en því miður nægði það honum ekki, hann tapaði leiknum sem var svo sem allt í lagi, hann gekk hnarreistur út af vellinum og það fannst mömmu hans skipta meira máli jafnvel þó svo hann væri slasaður (fór ekki að gráta fyrr en hann var kominn út af vellinum og mamma hans knúsaði hann sá alveg að hann var meiddur og var að láta hann vita að það væri sko í góðu lagi að gráta maður væri ekkert minni maður fyrir vikið svo hann grét smá og krakkarnir sem eru að æfa með honum komu öll að segja honum hversu vel hann hefði staðið sig svo okkar strákur var stoltur) en mamman þessi með litla hjartað var með tárin í augunum (já fyrir ykkur sem þekkið mig ekki þá tárast ég já eða græt alveg vinstri hægri útaf strákunum mínum, tökum dæmi fyrsta skrefið, þegar Oliver lærði að lesa, þegar hann stóð sig vel á prófi, þegar Oliver lærði að hjóla já það eru sko óteljand atriðin sem ég hef tárast og grátið yfir (allt gleði tár svo gott að losna við þau)).. Hænu mamman var sem sagt ROSALEGA STOLT AF HETJUNNI SINNI og sagði honum það endalaust oft (ekki það að Oliver hafi endilega alltaf nennt að hlusta á mig en það er svo aftur allt annar handleggur en honum finnst ég oft gera alltof mikið úr smá atriðum)....
Við vorum svo í marga klukkutíma að horfa á svo kom þjálfarinn og sagði að við þyrftum ekki að vera neitt lengur þarna sem passaði ákkúrat þar sem karlinn okkar var að fara að vinna svo við ákváðum að yfirgefa svæðið já 12 klukkutímum eftir að við lögðum af stað!!!! Vorum frekar þreytt, pirruð og svöng þegar við loksins komumst heim tæpum 13 tímum eftir að við lögðum af stað, vá hvað var gott að komast heim.. Strákarnir fengu sér að borða og svo var það sturta og bælið enda allir þreyttir...
Hringdum nú samt aðeins í Ömmu og fengum að heyra hvernig Danóferðin hennar hefði verið og hvernig hann Tómas Ari okkar hefði það... En stubburinn okkar er sem sagt á spítalanum í þessum pikkuðu orðum er kominn með berkjubólgu og á líklega að sofa á spítalanum í nótt svo Amma sæta ætlaði að drífa sig heim til Kristínar til að vera með hann Jón Egil okkar (ætli hann geti ekki eitthvað fengið ömmu til að spilla sér víst hann er bara einn heima, verður gaman að vita það?? Enda má það alveg það vantar alveg helminginn af honum..)
Sendum honum Tómasi Ara okkar hlýja og góða strauma.. Harkaðu af þér strákur!!!!
Segjum þetta annars gott í bili...
Kv. Oliver slagsmálahundur, Kriss og Gamla settið

sunnudagur, apríl 23, 2006

Meiri sól, meiri sól meiri sól....

Vá þá er annar yndislegur sólardagur búinn núna klukkan 22:10 eru enn 17°C á svölunum hjá okkur sem er náttúrulega bara LJÚFT og ekkert annað. Þetta er sko svona ekta veður fyrir sóldýrkendur eins og mig (gæti legið allan daginn í sólbaði)...
Dagurinn byrjaði ELDSNEMMA já hann Kriss okkar vaknaði áður en pabbi kom heim úr vinnunni og var sko alls ekki sáttur við það að karlinn væri enn að vinna og ekki gat Ma platað hann með því að segja að það væri enn pínu nótt þar sem það var svo bjart úti og sólin byrjuð að sýna sig..
Svo Ma ákvað á endanum að fara niður með strákinn, hann fékk sér að borða og svo fór Mamma með hann langan göngutúr inn í skóg (ákvað að leyfa Oliver að sofa út í dag, enda átti hann það alveg skilið).
Þegar göngutúrnum lauk vildi Kriss fá meira að borða og það var nú bara í góðu lagi og sagði að það væri sko komið sólbaðsveður á svalirnar og við ættum að fara að ná í sængur og teppi til að viðra út á svölum og jú jú við fórum í þetta allt. Náðum held ég bara að vekja Oliver með látunum í okkur, Oliver dreif sig svo á fætur og fékk sér að borða með okkur. Svo var ákveðið að skella sér á svalirnar enda klukkan orðinn rúmlega hádegi. Við fórum saman út og höfðum það notalega Oliver las fyrir Kriss og voru þeir svaka góðir. Bauð Oliver svo Kriss með sér út í garð að leika (en þeir vildu ekki fara út í göngutúr eða á róló bara vera heima) svo mamma hafði til handa þeim vatn í flösku og saltstangir svo þeir gætu haft með sér nesti út, og voru þeir bara eins og ljós í garðinum (gat sú Gamla því alveg legið bara í sólbaði, ekkert smá huggulegt, Oliver er líka orðinn svo duglegur að vera með Kriss á alveg heiður skilið fyrir það)..
Loksins fengust þeir svo inn og fóru þá bara að leika sér inni vildu fá að kæla sig aðeins sem var nú bara í góðu lagi.
Svo seint um síðar kom pabbi nú loksins heim úr vinnunni og þvílík fagnaðarlæti þeir voru ekkert smá sáttir við það að fá karlinn heim þó svo hann væri drulluþreyttur.
Tóku það sko ekki í mál að fara út á róló eða göngutúr með mömmu sinni eftir að karlinn kom heim vildu bara vera hjá honum sem var sko alveg skiljanlegt.
Voru svo bara eins og ljós fram að kvöldmat, voru eitthvað tregir að koma upp að borða en svo sagði mamma þeim að þeir fengu smá nammi eftir kvöldmat og þá komu þeir sko hlaupandi að borða (kanski voru þeir bara svona góðir í allan dag þar sem þeir fengu ekkert nammi fyrr en eftir kvöldmat og þá var það mjög lítið sem þeir fengu). Eftir kvöldmatinn fengu þeir að fara niður að horfa á smá TV áður en bælið kallaði á Kriss, Oliver var líka sendur snemma í bælið þar sem við erum að fara eldsnemma í fyrramálið með Oliver á sýningu í Frakklandi. Takewondo klúbburinn er eitthvað að fara að sýna sig og sjá aðra á morgun..
Svo þetta var bara yndislegur sólardagur hjá okkur hérna í Lúxlandinu og vonum við sko að þetta sé bara rétt að byrja :-) við elskum alveg gott veður og þá sérstaklega ég!!!!
Jæja segjum þetta gott í bili..
Kv. Bræðurnir

föstudagur, apríl 21, 2006

Æðislegt VEÐUR hjá okkur í dag...

Vá þvílík RJÓMABLÍÐA sem var hér í dag og er reyndar enn klukkan 21:00 er 20°C hiti hjá okkur ekki amalegt það eða hvað???? Veit því miður ekki hvað hitinn fór í dag, en það var eitthvað hátt með mikill sól.
Dagurinn byrjaði eins og allir hinir Kriss okkar vaknaði fyrstur og ákvað að fara inn til Olivers að glápa á Dýrin í Hálsaskógi og leyfði Oliver það ekkert mál. En í staðinn bað Oliver Ma um að baka pönnslur a la Amma (vá Ma sem aldrei hefur áður bakað pönnslur varð að standa sig í stykkinu núna). Og jú jú sú Gamla gat þetta alveg en þær hefðu ekki getað tekið þátt í neinni keppni en góðar voru þær víst!!!! Oliver var sko alveg í skýjunum með hana Mömmu sína sem bakaði pönnslur og já já gerði súkkulaðibitakökur í gær, hann var í sæluvímu strákurinn.
Eftir pönnslu át þá fóru feðgarnir saman út á róló og upp í skóla að leika en Ma fékk að vera heima í SÓLBAÐI (vá hvað það var æðislegt). Þeir feðgar voru sko heillengi úti að leika, Oliver hringdi nú samt í Ma og bað hana að koma með eitthvað að drekka þar sem þeir voru að kafna úr hita og svita og hefðu alls ekki getað hugsað sér að labba heim svona þyrstir og jú hvað gerir mamma ekki fyrir strákana sína dreif sig í föt og út með vatn (hljóp svo nánast heim í sólbað aftur)...
Þegar þeir komu svo loksins heim fór Kriss beint út í garð að leika meira en Oliver fór smá stund inn í tölvuna kom svo út á svalir til Mömmu, og var þá ákveðið að allir skyldu bara skella sér í garðinn þangað til sá Gamli myndi GRILLA. Vorum við bara öll úti að leika og skemmta okkur ekkert smá GAMAN að hafa svona GOTT veður. Það voru sko allir í stuði skal ég segja ykkur..
Svo fór sá Gamli að grilla og við hin að slappa af (að vísu var Kriss úti þangað til það var kallað á hann í mat, ótrúlega duglegur að leika sér svona úti í garði). Svo var bara matur frekar seint og svo bælið fyrir Kriss okkar en Oliver fær nú að vaka aðeins lengur í dag þar sem við þurfum öll að fara rosa snemma að sofa á morgun. Oliver er að fara á Takewondo sýningu (að sýna náttúrulega) á sunnudaginn og þurfum við að mæta upp í íþróttahús hérna klukkan 07:40 á sunnudagsmorguninn og svo er keyrt í halarófu til Frakklands þar sem sýningin fer fram, verður bara stuð hjá okkur á sunnudaginn...
Sólarkveðjur frá okkur til ykkar...
Lúxararnir með Rjómablíðuna.

GLEÐILEGT SUMAR :-)

Gleðilegt sumar
Vonandi að allir hafa fengið jafn æðislegan dag og við í dag, að vísu hefði sólin mátt sýna sig mun meira en hitastigið var samt hátt svo þetta var fínn dagur í dag...
Kriss okkar vaknaði að sjálfsögðu eins og alltaf fyrstur og vildi fara á fætur en ákvað svo bara að fá að leggjast í rúmið hjá Ma og Pa og horfa á Dýrin í Hálsaskógi og held ég að allir hafi verið rosalega glaðir með þess ákvörðun hans!!!!
Ma fór nú svo á fætur og náði að draga okkur fram úr að vísu ákvað hún bara að leyfa Oliver okkar að sofa enda ekki hægt að draga hann alltaf á fætur við fyrsta hanagal eða hvað???
Ma og Kriss settust svo bara út á svalir jafn vel þó svo að sólin væri ekki alveg að sýna sig!! Voru bara að leika og lesa. Kriss bað svo um að fá að fara í föt og fara út í garð og vitir menn hann er orðinn svo duglegur að koma sér sjálfur í stígvélin að hann fór út í stuttermabol, stuttbuxum og stígvélum (nennti ekki að bíða eftir sokkum og skóm NEI TAKK)... Var svo heillengi út að leika, svakalega duglegur að dunda sér í garðinum..
Á endanum bauð Pabbi strákunum út, og fóru þeir feðgar allir saman út í skóla hjá Oliver með körfubolta með sér og voru þar fullt af krökkum og svo á rólóin hérna rétt hjá og þar var hún Charlie að leika sér.. Voru þeir feðgar úti þangað til sá Gamli þurfti að fara að drífa sig heim svo hann gæti lagt sig smá áður en hann færi að vinna, vildi Oliver ekki vera eftir á róló þar sem Charlie var bara ein þar (vildi ekki vera einn að leika við stelpu)... Svo komu þeir heim, karlinn náði að leggja sig smá og fóru Oliver og Kriss í garðinn að leika sér (vá hvað er nú gott að hafa garð) voru þar heillengi eða þangað til Ma stóð Kriss að verki að vera að hlaupa út með brauðpokan þá ákvað hún að nú væri greinilega kominn tími til að elda ofan í þá bræður kvöldmatinn... Meðan þeir borðuðu, hnoðaði Ma smákökudeigið sem hún og Oliver voru að gera. Fengu þeir svo heita smáköku í eftirrétt í kvöld og ekki leiddist þeim það!!! Finnst svona sætabrauð svo gott (vá hvaðan ætli þeir hafi það????)
Kriss fór svo bælið, frekar þreyttur og lúinn eftir daginn (já það tekur á að vera að allan daginn). Sofnaði frekar fljótlega. Oliver okkar er hins vegar eins og ljós upp í herberginu sínu í PS2 og grunar Ma nú að hann sé orðinn vel þreyttur líka.. Já þessir dagar þegar Vorið fer í gang taka á því þá er maður sko úti allan daginn, sem er sko bara hið besta mál...
Segjum þetta gott á þessum FYRSA DEGI SUMARS....
Verði nú góð hvert við annað.
Kv. Lúxararnir

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Grasið slegið í dag!!!!!

Vá hvað er góð GRASLYKT hjá okkur núna, já karlinn fór sem sagt í það í kvöld að slá blettinn (getum ekki verið minni menn en nágrannarnir eða hvað??)...
Dagurinn byrjaði eins og allir hinir Kriss fyrstur á fætur!!! Fórum svo að koma okkur á fætur hægt og rólega, um það leyti sem við vorum kominn niður kom sá Gamli heim úr vinnunni já hann sem sagt var að vinna í nótt!!! Ma ákvað því bara að fara með Kriss í bíltúr fórum til Germaníu að versla í matinn... Tókum okkur góðan tíma í það enda vorum við bara 2 saman í þessum business í dag, Oliver vildi frekar vera heima og karlinn fékk að sofa!!!!!
Þegar við Kriss svo loksins komum heim drifu þeir bræður sig út í garð að leika enda alveg æðislegt veður... Ma ákvað því bara að hafa matinn snemma svo við gætum farið eitthvað saman út eftirmatinn. Fengum við núðlumat A la Amma í matinn sem er sko í miklu uppáhaldi hjá þeim bræðrum, var því vel borðað áður en við skelltum okkur út....
Oliver ákvað að fara á hjólinu meðan við hin löbbuðum bara, Oliver fór á róló og þar var hann Sallúka (hvernig sem það er nú skrifað) bekkjarbróðir hans þar svo Oliver varð bara eftir á róló meðan við hin fórum í göngutúr í skóginn... Tókum langan góðan göngutúr, komum svo við á rólónum aftur á leiðinni heim og voru þá miklu fleiri krakkar komnir á róló svo Oliver vildi bara fá að vera áfram sem var sko bara í góðu lagi (ekki svo oft sem krakkarnir hér eru úti að leika).. Já ég gleymdi alveg að segja frá því að þeir bræður fóru út á stuttermabol og stuttbuxum. Við hin Gamla settið og Kriss fórum hins vegar heim og beint út í garð að leika, karlinn að laga sláttuvélina, þegar græjan komst svo í lag ákvað karlinn að slá grasið og við Kriss þvældumst bara fyrir (Kriss náttúrulega bara til að stríða). Ákváðum svo að fara að raka grasið saman eða já Kriss tók fjórhjólið sitt og keyrði yfir grasið sem ég rakaði saman og hló sig alveg máttlausan af því svaka fyndið, ha!!!!!!!
Vorum svo úti lengi eftir það eða þangað til við föttuðum hvað klukkan var mikið, var þá Kriss okkar drifinn inn fékk að borða, svo sturtu þar og bælið!!!! Já vorum alltof lengi úti enda fattar maður ekkert hvað tímanum líður í svona góðu veðri/bjart mikið lengur, maður er ekki alveg búinn að ná þessu enn...
Svo það mætti segja það að þessi síðasti dagur VETRAR hafi bara verið alveg frábær með góðu veðri.
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Lúxararnir

Súkkulaðihátíðin BÚIN...

Góða kvöldið,
Vá hvað þetta er búinn að vera rólegur og góður dagur hjá okkur og fann maður mikinn mun á Stubb okkar (þar sem í dag var ekkert súkkulaði, engin sykur)...
Stubbur okkar vaknaði náttúrulega fyrstur og hljóp hann niður að kíkja á Oliver þar sem Oliver sofnaði í sófanum í gærkvöldi og ekki þótti Kriss það leiðinlegt að Oliver gæti bara kveikt strax á sjónvarpinu fyrir sig... Voru þeir niðri svaka góðir bara að leika sér. Ma ákvað svo að skella sér aðeins út og vildum við bræður þá bara vera heima og vorum eins og ljós meðan hún var í burtu ekkert vesen (já Unglingurinn á heimilinu er bara orðinn svo duglegur að passa að það er ekkert venjulegt, bara duglegur drengurinn)...
Þegar Ma kom svo heim var ákveðið að skella sér í föt og fara eitthvað út enda var æðislegt veður hjá okkur í dag hitinn fínn og sólin fékk að sýna sig svona annað slagið... Ákváðum við að skella okkur í göngutúr niður í bæ, bara notalegt. Um það leyti sem við vorum að fara út kom karlinn heim úr vinnunni svo við buðum honum með okkur í bæinn og jú hann hélt það nú!!! Tókum langan góðan göngutúr í bænum, ma náði að kíkja í H&M og fann þar kvartbuxur á okkur bara flottar. Skelltum okkur svo á MacDonalds uppáhalds staðinn okkar :-), fengum okkur að borða og svo út aftur, enda var já veðrið bara gott!!!!
Fórum svo bara heim í róleg heitin enda ekkert annað hægt í stöðunni, vorum að leika okkur og slappa af, svo var bara bælið sem beið Kristofers og var hann greinilega þreyttur stubburinn okkar sofnaði á mettíma (ég er að tala um 2 síðustu súkkulaðidagana hefur bara verið vesen að ná honum niður til að fara að sofa, svo greinilega hefur sykurinn þessi áhrif á hann)... Oliver fær nú að vaka eitthvað lengur þar sem skólinn hjá þeim byrjar ekki fyrr en næsta mánudag svo við eigum tæpa viku eftir af frí, bara notalegt enda á hitinn að hækka mikið hjá okkur í þessari viku á að vera komið í og yfir 20°C fyrir vikulok... Bara huggulegt..
Endum þetta á því að segja "GÓÐA FERÐ AMMA SÆTA, njóttu þess nú að komast í vorblíðuna í Danaveldi, já og GÓÐA SKEMMTUN".
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir með VORVEÐRIÐ GÓÐA

mánudagur, apríl 17, 2006

Hrakfallabálkur Mömmuson

Góða kvöldið
Jæja þá eru þessir páskar því miður búnir en fríið hjá strákunum er út vikuna svo við fáum að sofa aðeins meira út sem betur fer...
Kriss vaknaði annan daginn í röð frekar seint, miðað við aldur og fyrri störf, svo ég lifi í voninni að hann sé bara að fara að verða sama svefnburkan og hann Oliver okkar... "Ég lifi í draumi...."
Annars fórum við á fætur og var þá hann Oliver okkar kominn niður, vá má sko ekki gleyma aðalatriðinu hann Kriss sofnaði upp í hjá Oliver í gær og voru þeir bræður eins og ljós þangað til báðir sofnuðu ekkert smá góðir :-)))))) en já við förum svo bara niður í leti.....
Þeir bræður fóru svo saman út í garð að leika og sáum við þá hvar var verið að kveikja í svona gömlum spýtum hér rétt hjá og ákváðum því að skella okkur út í göngutúr og kíkja á þetta!!! Vá hvað var góð lykt af brennandi spýtunum, en já við löbbuðum þar hjá og ákváðum að taka bara góðan göngutúr inn í skóg líka.. Vorum dágóðan tíma á röltinu, það skal tekið fram að allir fóru út á bol eða peysu í dag, svaka fínt veður... Eitthvað voru linar á honum Kriss okkar lappirnar þar sem hann gerði ekki annað en að detta í dag svo fékk hann viðurnefnið "Hrakfallabálkur Mömmuson" en hann og mamma löbbuðu saman, langt langt á undan körlunum, löbbuðum mikið hraðar en þeir... Tókum svaka fínan göngutúr og voru allir að kafna úr þorsta þegar við loksins komum heima enda búið að hlaupa mikið og hamast allan tíman úti... Bara gaman hjá okkur...
Við Kriss drifum okkur heim og vorum búin að svala þorsta okkar og gott betur en það þegar þeir feðgar loksins dingluðu á bjöllunni... Vorum sko langt á undan!!! Jafn vel þó svo Kriss væri algjör Hrakfallabálkur í dag...
Komum heim og fengum okkur að borða fóru svo pabbi og Kriss upp að horfa á bíó (veit ekki hvort þeir eru sofnaðir eða hvað) en Ma og Oliver fóru saman niður og fengu sér HEITA FRANSKA SÚKKULAÐI KÖKU vá þvílíkt nammi en við erum sko gjörsamlega eftir okkur núna af sykri og eigum fullt fat af köku eftir, vill ekki einhver kíkja í heita köku til okkar?? Bara spyr!
Annars hefur mest lítið af páskaeggi verið borðað í dag og geri ég bara ráð fyrir því að þeir bræður hafi fengið nóg í gær :-))))))))) svo restin af páskaeggjunum verður bara á laugardaginn, komið alveg nóg af sykuráti í bili....
Segjum þetta gott í bili...
Biðjum bara að heilsa ykkur að sinni...
Kv. Hrakfallabálkur Mömmuson og Co.

sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilega Páska :-)

Vá þá er súkkulaðihátíðin löngu byrjuð hjá okkur.. Vá hvað þetta er nú yndislegt það jafnast ekkert á víð Íslenskt Páskaegg!!
Dagurinn byrjaði nú óvenju seint á þessu heimili en að sjálfsögðu vaknaði samt Kristofer fyrstur nema hvað! En hann nennti ekki einu sinni á fætur strax bað bara um að mamma myndi kveikja á Dýrunum í Hálsaskógi.. Stuttu seinna vaknaði nú samt Oliver og dreif í því að finna páskaeggin sín (mamma faldi sko hans páskaegg í gærkvöldi en greinileg á alltof léttum stöðum þar sem hann fann þau bæði STRAX ) og þá tók við kvöl og pína jú því Ma sagði morgunmat fyrst svo mætti opna páskaeggin (því það er nú nógu erfitt samt að fá þá bræður til að borða morgunmat) og jú þeir voru nú ekki lengi að því að skófla í sig morgunmatnum til að fá smá SYKUR... Svo voru eggin opnuð og Oliver las málsháttinni fyrir þá bræður...
Eftir smá sykurát fóru þeir svo bara að leika sér. Ma og Pa skelltu sér svo aðeins út á bensínstöð en bræðurnir nenntu ekki með svo Oliver var heima að passa Kriss og gekk það bara eins og í sögu þeir voru sko eins og ljós þegar við komum heim (Oliver hefur nokkrum sinnum áður verið einn heima með Kriss (þeir eru þá bara með GSMinn hans Olivers við hendina ef eitthvað er) og þetta hefur alltaf gengið eins og í sögu, Oliver kann sko alveg að vera góður við bróðir sinn og Kriss getur alveg hlýtt Oliver þ.e.a.s ef fullorðna fólkið er ekki heima til að skipta sér af)...
Þegar ma og pa voru svo kominn heim ákváðu strákarnir að skella sér út í garð að leika og jú jú græddu þeir ekki meira súkkulaði (stelpurnar í húsinu við hliðin á komu færandi hendi með poka með páskaeggjum í, vá þetta var nú orðið of mikið)... Voru þeir svo duglegir út að leika meðan Ma og Pa voru að gera matinn kláran að þeir fengust ekki einu sinni inn í mat!!! Við fengum svo Rabba og Ella (sem vinna með pabba) í mat og enn var ekki hægt að fá okkur til að borða... Við vorum bara svaka stilltir, enda hafði Kriss náð í skálina með páskaeggjunum í og vorum við bara á beit í henni... mömmu fannst við svo óvenju hljóðlátir að hún tékkaði nú á okkur og vitir menn við á kafi, svo skálin var bara fjarlægð ekkert annað hægt í stöðunni. Enda kom líka sykurkastið svo í ljós, en mamma gat nú reddað sér, því um það leyti sem karlarnir voru að fara í vinnuna náði hún að fá okkur upp að borða, við matarborðið bauð svo Oliver Kriss í bíó inn til sín enda klukkan orðin frekar margt (já miðað við Kristofers svefntíma) og jú Kriss þáði bíóið. Fóru þeir bræður svo saman inn til Olivers eftir matinn, komnir í náttfötin og búnir að bursta! Ekkert mál og eru enn inni hjá Oliver og hefur bara ekki heyrst í þeim. Oliver bauð meiri segja Kriss að sofa inni hjá sér í nótt og það þótt Kriss ekkert smá spennandi sagði sko JÁ HÁ við því boði!!! Sem segir okkur að hann Oliver á það sko alveg til að vera SVAKALEGA GÓÐUR við bróðir sinn!!!
Ég vill sko alls ekki fara upp að trufla þá, þeir koma bara niður þegar myndin er búinn þ.e.a.s ef þeir verða ekki bara sofnaðir áður....
Þeir eiga sko enn eftir FULLT af páskaeggi svo þeir fá aftur meiri sykur á morgun. Ákváðu það samt áðan ef þeir myndu ekki klára allt í dag þá gætu þeir bara fengið páskaegg aftur næsta laugardag og leist Ma sko vel á þá hugmynd.
Segjum þetta gott af okkur Súkkulaðigrísunum í bili...
Kv. Lúxararnir

laugardagur, apríl 15, 2006

Alveg að koma Páskar.....

Jæja þá fer loksins súkkulaðihátíðin að ganga í garð, okkur til mikillar gleði, var rétt í þessu að fela 2 páskaegg fyrir hann Oliver en hann vildi endilega að mamma myndi fela sín egg. Vildi helst líka að Mamma myndi líka fela eggin hans Kriss en við sjáum nú til með það!!!
Annars byrjaði dagurinn náttúrulega eins og alltaf, hann Kriss okkar vaknaði en í dag ákvað hann að lesa fyrir foreldra sína las "Bláu könnuna" já þá líka skemmtilegu bók, right!!! Svo fórum við nú á fætur enda ekkert annað í boði!!
Ákváðum að skella okkur út í göngutúr enda var ágætisveður ekki nein sól en samt ágætur hiti.. Fórum í langan góðan göngutúr að vísu fór hann Oliver á hjólinu sínu en hann var sko alltaf langt langt á undan okkur og bað á endanum bara um fá húslykla til að fara bara heim, nennti ekki að bíða eftir 0kkur lengur!!!
Drifum okkur heim og þá fóru Ma og Kriss á bensínstöðina og keyptum ís handa liðinu. Fórum svo heim og fengum okkur ís!!! Eftir það tók við vinna hjá Pabba, Kubbar hjá Oliver (er að kubba gröfu) og Kriss ákvað að fara frekar í það að horfa á Dýrin í Hálsaskógi heldur en að hjálpa kellunni að taka til!!!!!
Fengum okkur svo bara að borða og við tók tóm leti hjá okkur Kriss alla vegana!!!
Við Kriss ætlum núna að kíkja á hann Svamp Sveinsson vin okkar meðan Oliver Kubbar....
Annars verður bara gaman að fá alvöru Íslenskt páskaegg á morgun...
En segjum þetta bara gott í bili...
Þangað til á morgun...
Addý..
Kv. Lúxararnir

föstudagur, apríl 14, 2006

Föstudagurinn LANGI...

Helló
Dagurinn í dag byrjaði óvenju seint, þar sem Kriss okkar er orðinn svo stór, að vísu fór hann að tala við Pabba sem var bara nýkominn heim úr vinnunni, en svo leyfði hann Karlinum að fara upp að sofa og fljótlega kom nú Oliver niður og var bara að passa bróðir sinn.. Þegar ma kom svo niður sá hún til þess að strákarnir myndu nú fá sér að borða.. Stutt seinna var svo dinglað hjá okkur já Pósturinn að koma með PÓST já á Föstudaginn Langa (það leið næstum yfir mig).... En ég ákvað bara í staðinn að við ættum bara að skella okkur með strætó í bæinn... Fyrst þurftu nú allir að klæða sig og gera sig ready og um það leyti sem við vorum klár vaknaði karlinn svo við drógum hann bara með okkur í bæinn í strætó.. Og þar fékk ég nú annað sjokkið já ALLAR BÚÐIR niðri í bæ voru opnar þetta er greinilega hér bara eins og venjulegur föstudagur! Það var sko allt opið allar fatabúðir og allur pakkinn.. Við spókuðum okkur í bænum í smá rigningarúða en ekkert alvarlegt. Svo kom sú gamla með þá hugmynd að labba bara heim og jú það voru allir til í það, að vísu kom svona aðeins meiri rigningarúði en við lifðum þetta alveg af.. Tókum smá svona krók á leiðinni heim fórum í gegnum svona smá skóg á leiðinni bara sport ekki satt??? Svo þegar heim var komið fóru allir að borða, pabbi fór svo að vinna en við hin ætluðum að slappa af, sem endaði þannig að Ma og Kriss fóru að þvo þvott og taka smá til og Oliver fór að kubba bíl svo já það var svo sem ekki mikil afslöppun en samt...
Svo já erum við núna að setjast niður þýðir ekkert annað, Kriss á að fara að fara í bælið enda alveg kominn tími á það hjá honum, Oliver ætlar að fara í PS2 að leika sér, við hin förum bara í leti eða já ég fer að koma mér í American Idol stellingar...
Svo já það mætti segja að þetta hafi verið mjög svo óvenjulegur Föstudagurinn Langi hér í Lúxlandi bara allt opið!!
En svona er það bara, sinn er siðurinn í hverju landi...
Á nú nokkra góða brandara frá Danó en ég ætla ekki að fara að rifja þá upp hér!!!!
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir

Ice Age 2

Jæja jæja jæja
Þá er komið fimmtudagskvöld og við búinn að gera já bara LETILEGA hluti í allan dag... Kriss okkar vaknaði að sjálfsögðu FYRSTUR eins og alltaf og fór Ma með honum niður og voru þau sko bara að chilla þangað til Oliver kom niður, þá fóru þeir bræður að skemmta sér!!! Ma fór svo upp og píndi Pabba á fætur svo við gætum farið að gera eitthvað.. Þegar allir voru komnir í föt og ready til að fara út kom Ma með frábæra hugmynd, já við ættum bara að skella okkur í bíó og sjá "Ice Age 2" og jú jú það var ekkert uppselt og ekki neitt svo við kíktum bara í bíó. Ekkert smá huggulegt svindluðum og fengum okkur NAMMI og KÓK þó svo það væri ekki nammidagur enda vorum við í bíó. Skemmtum okkur öll stórvel á myndinn enda var þetta bara nokkuð fyndin mynd, það gátu alla vegana allir hlegið, að vísu nennti Kriss ekki að sitja í sætinu sínu alveg allan tíman en var nú samt duglegur þessi elska....
Eftir bíóið drifum við okkur heim og þá ákvað Kriss að skella sér út að leika (ekki í besta veðrinu í bænum en það var svona já Rigningarlegt, bara skítaveður að okkar mati) enda var hann ekki mjög lengi úti... Kom bara inn og bað um að fá að sjá Dýrin í Hálsaskógi og ekkert RUGL... Fékk það og Oliver fór bara í PS2... Eftir bíóið fór Kriss að leika sér eða meðan Ma var að myndast við að búa til heimagerða pizzu, vá gerðum alltof mikið deig (það endaði þannig að hver gat búið til sína eigin pizzu og allir með rosalega mikinn afgang, verður greinilega pizza hér næstu dagana)... Svo kom matur og allir rosalega ánægðir með sitt!! Eftir matinn stakk Kriss af (nennti ekki að fara að sofa) en Pabbi náði honum nú á endanum og fóru þeir feðgar svo saman upp.. Oliver unglingur fór hins vegar niður að glápa á TV þar sem hann sagði að sér liðið ekki nógu vel (vonum bara að hann sé ekki að fara að fá neina pest nennum því sko ekki)...
Það mætti segja að Skírdagur hjá okkur hafi verið sannkallaður LETIHRÚGU DAGUR...
Endum þetta á því að óska honum Sæmundi stór vini okkar til hamingju með daginn í dag, vonum að hann hafi átt góðan dag með fullt af tertum :-)
Biðjum að heilsa ykkur í bili...
Kv. Lúxararnir

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Miðvikudagurinn fyrir Páska

Well well well
Þá er sko komið miðvikudagskvöld hjá okkur og við öll búinn að eiga alveg yndislegan dag skal ég segja ykkur... Eins og alla hina dagana vaknaði Kriss fyrstur og fór bara á fætur (já hann nennir ekkert að liggja upp í NEI bara fara niður og gera eitthvað) og það var nú í góðu lagi þar sem Pabbi fór fram úr með honum og já Kriss sjálfbjarga fór og náði sér í brauð og álegg og fékk sér bara morgunmat (já til hvers að biðja um hjálp ef maður getur reddað sér sjálfur ég bara spyr?).. En þeir feðgar voru bara niðri að chilla þegar Ma dreif sig á fætur, hún ákvað að skella sér í búðina og versla það sem vantaði í Páskamatinn (þar sem hér er allt lokað um páskana að vísu er Mallið opið á Laugardaginn en það er bara alltof sumt)... Kriss vildi bara vera heima að leika við Pabba á meðan sem var nú í góðu lagi...
Oliver vaknaði nú á endanum og fór niður og var með feðgunum að chilla... Ma vildi nú endilega fá okkur með sér út í bíltúr (þar sem það var smá rigning úti) og jú jú allir vildu fara með út að henda rusli, Oliver ákvað að vísu að fara frekar upp í skóla að leika sér, þegar við vorum að klára að henda í gáminn kom sko úrhellisrigning svo Pabbi hringdi í Oliver og sagði hingað og ekki lengra við sækjum þig!!! Sem við og gerðum en Oliver vildi þá bara frekar fara heim og klára þýskuprófið, en að koma með í bíltúr og það var nú bara í góðu lagi!!!
Við hin fórum í smá bíltúr og svo heim, keyptum já lyklaborð í leiðinni (þar sem mamma hefur ómögulega getað munað eftir því hingað til) og jú jú það var bara lyklaborðið sem var ónýtt ekkert annað engin vírus og ekki neitt.. Svo nú getum við farið að pikka inn alla stafi á okkar tölvu!!!!
Komum svo heim og ákvað þá Kriss að fara út í garð að leika sér (ótrúlegt hvað hann getur dundað sér þar einn), eftir smá stund úti kom hann inn með poka með fullt af páskaeggjum (svona litlum) í og sagði að karlinn í húsinu við hliðina á hefði verið að gefa sér "súkkulad" eins og Kriss kallar það og að hann hefði sagt "Merci" við hann fyrir... Kriss er í miklu uppáhaldi hjá einum nágrannanum og er alltaf að græða nammi þar!!!
Kriss dreif sig svo aftur út og var úti heillengi!!! Kom svo inn um það leyti sem Ma og Pa voru að baka kleinur eða já Ma gerði deigið (fékk smá hjálp frá Oliver) pabbi steikti þær svo og þeir bræður voru ekkert smá ánægðir með þetta uppátæki foreldra sinna (voru sko duglegir að troða í sig þeim)...
Oliver og Bjarni fóru svo í Trivial (eða já þeir voru að spyrja hvorn annan út úr spurningunum úr spilinu en voru ekki að spila)... Voru þeir bræður svo að leika sér og eitthvað bara svona afslöppun það sem eftir lifði dags....
Ma kom svo og lét Kriss vita að nú væri kominn svefntími og var hann ekkert ánægður með það en um það leyti sem Ma byrjaði að lesa fyrir hann þá sofnaði hann strax, greinilega mikið þreyttur eftir alla útiveruna!!! Svona er það nú bara... Unglingurinn liggur hins vegar upp í sófa að horfa á einhverja mynd, bara gaman hjá honum heyrist mér... Hann fer nú samt að fara í bælið fljótlega enda kominn tími á það að hann fari í bælið svona í fyrra fallinu...
Jæja segjum þetta gott af okkur í dag...
Held við ættum að fara að setja inn fleiri myndir, gerum það á næstu dögum....
Kv. við í Lúx

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Oliver námshestur...

Well well well....
Þá er að koma kvöld hjá okkur hérna í Lúxlandi.. Og við öll bara í LETI og ekkert annað.. Enda var sko vaknaði ógeðslega snemma á þessu heimili eins og vanalega, já Stubburinn okkar er sko algjör MORGUNHANI svo ekki sé meira sagt... En hann vaknaði eldsnemma eða um það leyti sem Pabbi var að fara í vinnuna svo mamma stökk á fætur og fór með honum niður, fengum okkur morgumat saman og svo í sturtu, bara róleg heit hjá okkur í morgun.. Um það leyti sem við vorum að verða búinn að gera okkur ready fyrir daginn vaknaði Oliver til lífsins og þá var það að gera hann ready og við Kriss fórum bara niður á meðan að leika og slappa af!!! Að vísu byrjaði Ma á því að búa til Þýskupróf fyrir Oliver (en hann var búinn að biðja um það líka) en hann kláraði Stærðfræðiprófið sem Ma gerði í gærkvöldi svaka flott hjá honum... Þeir bræður léku sér saman meðan Ma var að búa til prófið, voru svaka góðir á meðan :-)
Þegar Ma var búinn að gera prófið ready kom pabbi heim úr vinnunni og þau ákváðu að skella sér í innkaupaferð til Þýskalands (að versla í páskamatinn) og tóku Kriss með sér þar sem Oliver vildi frekar vera heima og horfa á TV og byrja á þýskuprófinu og jú jú hann fékk það!!!
Þegar þau voru svo búinn í búðinni þá tók við smá afslöppun þar sem þeir bræður léku sér, svo var farið í það að elda matinn frekar svona snemma þar sem allir voru að deyja úr hungri!!! Svo var bara borðað... Eftir matinn fóru feðgarnir niður á horfa á Top Gear (já frekar leiðinlegur þáttur ef ykkur langaði að vita það), og þeir gjörsamlega eru stjarfir yfir honum núna!!!
Svo tekur bara við bælið hjá Stubb okkar og Unglingur fær að vaka lengur þ.e.a.s ef hann verður stilltur því það skiptir víst líka máli...
En svona er það bara, Oliver næstum búinn með Þýskuprófið á bara eina blaðsíðu eftir engin smá dugnaður í drengnum í fríinu sínu.. Sem er sko bara hið besta mál og hjálpar honum vonandi eitthvað fyrir næsta þýskupróf!!!
Annað er svo sem ekki að frétta af okkur bara allt svona við það sama, veðrið var bara alveg ágætt í dag hjá okkur, svaka fínn hiti þegar sólin greyjið fékk tækifæri til að sýna sig en þess á milli var bara Skýjað (hundleiðinlegt)... vonum bara að sólin fari nú að fá að sýna sig almennilega um páskana....
Segjum þetta gott af okkur í bili
Kv. Oliver, Kriss og Gamla settið

Frí og TÓM LETI

Helló
Þá er komið mánudagskvöld og þetta fyrsti virkidagurinn í langan tíma sem strákarnir fá að sofa út, og já bjóst EINHVER við því að hann Kriss okkar myndi sofa út!!! Nei svo heppin vorum við ALLS EKKI, okkar maður var vaknaður rétt rúmlega 07 í morgun og þar sem pabbinn var nýkominn heim úr vinnunni þá fór sú Gamla með honum niður og var hann nú alveg sáttur við það fékk sér morgunmat og vildi svo drífa sig niður í TV og horfa á "Dýrin í Hálsaskógi" en við keyptum það þegar við vorum heima síðast.. Og jú jú Ma gat þá dormað yfir TV með honum en okkar maður sat sko þvílíkt spenntur og lét Ma vita um leið og eitthvað spennandi gerðist!!!! Þegar myndin var svo að klárast vaknaði Oliver og þá fóru þeir bræður að leika sér!!!
Þeir bræður fengu svo að fara upp rétt fyrir hádegi að vekja og djöflast í karlinum!! Bara gaman og mikil læti skal ég segja ykkur...
Þeir héldu svo áfram að leika sér eftir að karlinn fór að vinna fljótlega eftir hádegið þar sem við komumst ekki alveg út (vorum að bíða eftir pakka sem átti að koma heim í dag)... Á meðan bjó Oliver til Rískökur sem sko slóg í gegn hjá þeim báðum voru ekkert smá ánægðir með þær, Kriss sagði meiri segja "Mamma þú kannt að gera svona alls konar gott" ekki það að Oliver átti nú alveg þennan heiður skilið þar sem hann gerði þetta allt sjálfur að vísu setti Ma kökurnar í forminn....
Svo loksins kom pakkinn, þá drifum við okkur út með það sama. Fórum í langan og góðan göngutúr inn í skóginn þar sem Oliver var farastjórinn og réð gjörsamlega ferðinni við Kriss bara eltum hann!!! Bara gaman enda höfðu þeir bara gaman og gott af þessu!!!
Þegar við komum svo heim fóru Ma og Oliver í PS2 að leika og sagði Oliver Kriss að hann ætti bara að vera í hans liðið þar sem hann væri að rústa Ma...
Eftir leikinn var farið í það að elda kvöldmatinn og svo bara afslöppun eftir það!!!
Kriss var svo sendur eldsnemma í bælið en Unglingurinn fær að vaka lengur, þeir feðgar eru að horfa á eitthvað saman í TV svo hann fær að vaka eitthvað lengur enda í Páskafríi....
Jæja best ég fari í það að semja eins og eitt Stærðfræðipróf fyrir Oliver sem vill æfa sig í fríinu...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Við í Lúx

sunnudagur, apríl 09, 2006

Sunnudagur, bara vika í Páska....

Góða kvöldið,
Dagurinn í dag byrjaði eins og allir hinir já Morgunhaninn okkar dreif sig á fætur og fór bara beint niður og ætlaði sér að horfa á TV og þá var hann svo ægilega heppinn að Pabbi var niðri enda nýkominn heim úr vinnunni (fór sem sagt að vinna um nóttina). Svo Kriss fékk TV í morgunsárið.. Svo kom nú Ma niður á endanum og sendi þann Gamla upp að sofa, ákvað hún þá að það yrði bara horft á bíómynd ekkert RUGL og við fundum bíómynd og þegar hún var svona hálfnuð þá kom hann Oliver okkar niður svo hann fékk að horfa á restina með okkur, því eftir bíóið var það beint upp að fá sér morgunmat...
Svo var bara leikur og róleg heit, Ma ákvað svo upp úr hádeginu að fara að kíkja á þann Gamla og sjá hvort hann væri ekki til í að skella sér á fætur og fara að gera eitthvað með okkur og jú jú hann var alveg til í það...
Þá drifu allir sig á fætur og í föt og fórum saman niður í bæ, löbbuðum þennan líka fína Túrista hring í bænum og það var sko fullt fullt af fólki á ferli í miðbænum, enda ljúft veður þó svo sólin hafi nú eitthvað verið í feluleik (var alltaf að fara á bakvið skýin og mín ekki ánægð með það).. Eftir ágætis hring í bænum þá fengu allir sér Ís og fórum svo heim... Fóru þá feðgarnir að leika sér í PS2 fóru í einhvern leik meðan sú Gamla fór að finna til hvað karlinn ætti nú að GRILLA ofan í liðið í kvöldmatnum... Svo tóku nú bara við róleg heit fram að kvöldmatnum. Að vísu þurftu þeir bræður að vera eitthvað óþekkir og gátu bara ekki hætt svo þeim var gefin einn séns ef þeir myndu klúðra honum þá yrði það bara bælið strax eftir mat og vitir menn þeir gátu ekki hætt svo já Karlinn okkar tók á þessu sagði eftir matinn yrði það tannburstun og svo inn í rúm og við það stóð hann.. Þeir voru sko ALLS EKKI sáttir við það að þurfa að fara upp í rúm svona snemma en svona er þetta bara ef maður er óþekkur!!!! Sá Gamli fór upp með Kriss og ætlaði að lesa fyrir hann en Oliver fór bara sjálfur inn til sín og kíkti Mamma á hann áðan og þá var hann sko alls ekki sáttur en var samt kominn upp í rúm að lesa.. Ákveðinn í því að vera sko ekki aftur svona óþekkur á morgun... Vonum að hann standi við það þessi ELSKA..
Svona er það bara, óþekktarormarnir fóru snemma í bælið...
Annars erum við bara í Páskafríi og fríið bara rétt að byrja...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Óþekktarormarnir og Gamla settið

laugardagur, apríl 08, 2006

Laugardagur og EKKERT SÓLBAÐ

helló,
þá er komið laugardagskvöld hjá okkur í Lúxlandinu, sem er nú bara alveg ágætt. Við búin að eiga alveg ágætisdag í dag, að vísu komumst við ekkert í sólbað og vorum við Kristofer bara alls ekkert ánægð með það, en hey megum við KVARTA???? Ég bara spyr?
Stubbur okkar vaknaði ELDSNEMMA í morgun og var bara sjálfum sér nógur, fór að leika sér og dunda sér við vissum bara ekkert af honum fyrr en Ma var að rumska þá kom Kriss hlaupandi og bauðst til að lesa fyrir mömmu sína sem hann náttúrulega fékk að gera.... Ma og Kriss fóru svo saman niður og ákváðu að fá sér morgunmat og drífa sig niður og kíkja á Íslenska Idolið og sjá hver myndi vinna, við getum nú ekki beðið endalaust eftir að sjá úrslitin... Vorum sko ánægð að sjá hann Snorra vinna (enda fannst okkur hann betri en Ína)....
Ma og Kriss fóru svo og klæddu sig og skutluðu Pabba í vinnuna, komu við í búðinni á leiðinni heim (en Oliver unglingur nennti sko alls ekki með út)... Drifum okkur svo heim að tékka á því hvort það væri komið sólbaðsveður eða hvað, en NEI svo gott var það nú ekki... En við hittum nágranna okkar (einn af þeim) og fór hann að spyrja Ma hvort það væri allt í lagi að hann væri alltaf að gefa Kriss súkkulaði (halló okkar maður hefur nú ekkert sagt Ma frá því) og jú jú hann mátti það nú og svo fór hann að segja okkur hvað hann og konan hans væri hrifinn af Kriss og að þau væru alltaf að fylgjast með Kriss þegar hann væri úti að leika (en nota bene Kriss er bara svona yndislegt barn alltaf BROSANDI og bræðir alla með sínu FALLEGA BROSI og hann hættir ekkert fyrr en hann fær sína athygli)... Sem er sko bara hið besta mál hann er alla vegana kominn með aðdáendur á hinum ólíklegustu stöðum....
Fórum svo eftir hádegi og skutluðum Oliver á æfingu, sóttum svo Pabba og kíktum svo öll saman á Oliver á æfingunni... Eftir æfinguna fórum við heim og þá var ákveðið að fara út að hjóla þar sem veðrið var bara alveg ágætt það var svona á bilinu 14°C - 15°C í dag en samt ROK og það leist okkur ekkert á... Þegar heim var komið fór Kriss út í garð að leika sér og Oliver upp í PS2... Svo var bara róleg heit fram að kvöldmat... Eftir kvöldmat fór Oliver aftur inn í PS2 en Kriss fór að leika sér og svo niður með Pabba að kíkja á TV, núna á hann nú samt að fara að drífa sig í bælið enda kominn svefntími fyrir hann (og trúið mér hann Kriss okkar þarf sinn svefn því ef hann fer of seint að sofa þá verður hann þessi elska okkar sko Gudda Geðgóða)...
Jæja svona er það nú bara, við þessi fullorðnu og Unglingurinn ætlum hins vegar að hafa það gott og horfa á bíó þegar Stubbur er sofnaður...
Segjum þetta gott í bili...
Verði góð hvert við annað...
Kv. Lúxararnir

föstudagur, apríl 07, 2006

Annar í SÓLBAÐI :-)

Dagurinn í dag er sko bara búinn að vera ÆÐISLEGUR, já það var farið í skólan í morgun og keyrði sá Gamli þá bræður og það þótti þeim sko ekki leiðinlegt (ef þeir mættu ráða þá væri Karlinn alltaf heima hjá okkur og alltaf heima til að keyra þá í skólan).. En svo mætti ma ein að sækja Kriss í hádeginu og drifum við okkur heim þar sem við ætluðum að labba að sækja Oliver og áttum eftir að taka matinn inn úr bílnum sem sú Gamla var að versla og já Gaskútinn og svona... Drifum við draslið inn úr bílnum og svo örkuðum við af stað eftir Oliver enda var æðislegt veður komið þá.. Þegar við komum svo aftur heim eftir að hafa sótt Oliver drifu allir sig út á svalir í hitana og blíðuna vá hvað þetta var ljúft allt saman lágum eins og SKÖTUR í hitanum bara ljúft og áður en ég vissi af var Kristofer kominn úr ÖLLU og já ég er að tala um úr ÖLLU (náði að tala hann aftur í nærbrækurnar sem betur fer).... Svo var bara leti í hádeginu og ákváðum við af því við vorum svo sein að skutla bara Oliver í skólan eftir hádegi... En eftir skutlið hentumst við Kriss aftur á svalirnar og vorum bara í leti (og vá hvað hann var duglegur að dunda sér og leika sér sjálfur, hann er sko allur að lagast hvað það varðar)... Jæja svo löbbuðum við snemma af stað að sækja Oliver eftir skóla og Kriss söng eitthvað á Lúxemborgísku alla leiðina og mamma hans skyldi ekki NEITT (Kriss fór á stuttubuxum og stuttermabol að sækja Oliver og vakti mikla athygli fyrir það en Lúxararnir eru ekki farnir að klæða sig jafn létt og við skal ég segja ykkur)....
Fórum öll saman heim og þá var farið í algjört afslappelsi fórum á svalirnar að leika og skemmta okkur bara rólegt og fínt... Svo kom nú Karlinn okkar heim og þá var ákveðið að GRILLA enda Ma búinn að redda Gasinu og til kjöt á Grillið vá hvað þetta var ljúft (höfum nefnilega ekki grillað lengi) en þetta var alveg nauðsynlegt til að komast í VOR/SUMAR gírinn skal ég segja ykkur...
Eftir matinn var bara róleg heit svo fóru feðgarnir saman á Takewondo æfingu meðan Ma svæfði hann Kriss okkar sem var sko vel dasaður eftir daginn...
Svo það er ekki hægt að kvarta yfir neinu héðan... Strákarnir báðir komnir í Páskafrí og við Öll kominn í alvöru VORFÝLING...
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Við með þetta fína VORVEÐUR

Sólbað já við komumst í SÓLBAÐ.....

Vá þetta var sko besti dagur ársins SO FAR....
Við Oliver fórum á fætur eldsnemma og leist okkur þá ekkert á veðrið svo Ma skutlaði Oliver í skólan enda var bara +1°C hjá okkur... Ógeð kallt, svo Ma dreif sig inn þar sem Kriss var vaknaður og sagði að þau skyldu sko bara slappa af þangað til þau myndu fara labbandi að sækja Oliver. Svo þegar við ákváðum að labba af stað tók Ma til úlpur, vettlinga og húfur jú því það var bara +1°C en þegar við vorum varla kominn út þá var byrjað að afklæðast því jú það var kominn bara þessi ágætis hiti, og þetta endaði þannig að mamma hélt á úlpum og húfum á leiðinni heim (bara gott á hana hún lét okkur kappklædda út)....
Þegar heim var komið ákvað Ma að prufa að baka Skonsurnar hennar Ömmu, á meðan ákvað Oliver að fara að lesa í bók svo Kriss ákvað að herma eftir bróðir sínum sem var sko í góðu lagi svo Ma sagði þeim nú að tékka bara á hitastiginu á svölunum hvort það væri ekki bara hugmynd að þeir myndu setjast út á svalir og lesa og jú jú þeir bræður voru komnir á nærbrækurnar eftir örfáar mínútur út því það var svo heitt og ljúft og jú komu reglulega inn og náðu sér í nýbakaða Skonsu. Leið bara vel, svo loksins þegar Ma var búinn að redda skonsunum ákvað hún að leggjast bara út hjá strákunum gerði reglulega fínt fyrir okkur öll svo við gátum bara legið og já þetta var bara ljúft, skal ég segja ykkur, þegar heitast var fór hitinn á svölunum upp í +23°C og já já geri aðrir betur, þetta var bara ÆÐI... Enda nutum við þess sko að vera úti á svölunum, strákarnir báðir svaka góðir fundum sér ótal hluti að gera og duglegir að vera saman, hlupum samt reglulega inn til að ná sér í nýja bók eða nýtt dót sem var sko bara í góðu lagi... En þetta var bara ljúft, fórum svo inn og þá voru þeir bræður báðir saddir af öllu skonsu átinu svo það var bara tíkarlegur kvöldmatur jógúrt og svo popp og bíó í eftirrétt.... Enda var hægt að slappa vel af þar sem Oliver kom heim með EKKI NEITT HEIMANÁM (man bara ekki hvort þetta hafi nokkurn tíman gerst áður).. En þau fá líka bara frjálsan dag á morgun þ.e.a.s ef allir eru stilltir (það eiga allir að mæta með allar skólabækur því ef þau eru óþekk fá þau ekki frjálsan dag heldur þurfa að læra), en allir voru beðnir að mæta með spil svo hægt væri að spila.. Bara skemmtilegt, enda kom Oliver út með eitt stærsta BROS í heimi útúr skólanum og byrjaði að láta vita af því að í dag yrði ekkert heimanám og á morgun yrði frjálsdagur, ekki leiðinlegt að fá að heyra þetta í lok skóla dagsins eða hvað.... Enda alveg kominn tími á smá frí hjá þessum ELSKUM...
Nú eru þeir bræður báðir sofnaðir og hafa það gott enda dasaðir eftir daginn....
Jæja segjum þetta gott af okkur úr þessu líka FÍNA VOR VEÐRI....
Kv. Bræðurnir á leiðinni í Páskafrí

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Takewondo Æfing

Jæja þá erum við nýlega komin heim af æfingu eða já við Kriss horfðum nú sem betur fer bara á en Oliver fékk að hamast fyrir allan peninginn nema hvað!!!! Bara fínt skal ég segja ykkur... Oliver fékk að vita að í lok maí verða æfingabúðir í Frakklandi (ef ég man rétt) og hann ræður hvort hann fer þangað enn sem komið er eru bara 2 búnir að skrá sig í æfingabúðirnar svo við ætlum að sjá til þegar nær dregur hvað strákurinn vill gera í þessu...
Annars var þetta bara frekar ljúfur dagur vaknað snemma eins og alltaf og þeir bræður báðir óvenju fljótir á fætur í morgun. Svo var það skóli hjá þeim, og í Kristofers skóla var eitthvert húllumhæ, já já allskyns svona HOLLT matarkyns fram á gangi (sem var verið að bjóða uppá) og úti var búið að setja upp græjur og þrautabraut fyrir eldri krakkana svaka sport hjá okkar manni í dag...Enda kom hann heim með viðurkenningu fyrir að hafa hlaupið 16 hringi fyrir eitthvað (já hvað held þetta myndi flokkast undir hjartavernd er samt ekki alveg 100% viss á því)... Hjá Oliver var hins vegar bara venjulegur skóladagur og ekkert spennandi bara same old same old...
Eftir skóla hjá þeim báðum (voru báðir með langan dag) var farið heim í Grjónagraut og ekkert smá vel borðað af honum eins og alltaf :-) Eftir matinn tók við lærdómur hjá Oliver þar sem við þurftum að klára það allt saman áður en farið yrði á æfingu og svo já var bara chill chill chill og ekkert annað... Fórum svo öll saman á æfingu við Kriss sátum bara eins og KLESSUR og horfðum á meðan hinir hrefyðu sig, ekkert smá gott mál... Svo var það heim og þá tók við bælið hjá Kriss enda komið vel yfir hans svefntíma, svo er Oliver á leiðinni upp núna enda skóli hjá honum á morgun...
Já svo má nú ekki gleyma veðrinu, já veðrið í morgun var frekar KALLT að okkar mati, svo fór nú sem betur fer að hitna þegar líða tók á daginn og var bara orðið þetta fína veður þegar við fórum með Oliver á æfingu... Vonum nú samt að hitinn eigi nú eftir að hækka meira áður en við förum í frí (erum með allskonar hugmyndir af einhverju að gera ef veðrið verður gott svo við verðum bara að krossa fingur ekki satt)....
Það var ákveðið áðan að Ma ætlar að búa til próf handa Oliver í næstu viku (hann sleppur sem sagt í þessari viku (aðallega útaf því að lyklaborðið okkar virkar ekki sem skyldi)) svo já það verður lært í Páskafríinu....
Jæja segjum þetta gott í bili
Bara 2 skóladagar í Páskafrí, jú hú...
Kv. Unglingurinn, Prakkarinn og Co.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Æðislegt veður á Þriðjudegi

Góða kvöldið, góðir hálsar
Já þá er komið þriðjudagskvöld og við búinn að eiga yndislegan dag með æðislegu veðri...
Oliver byrjaði daginn eldsnemma og fór í skólan, mamma skutlaði honum og dreif sig svo heim, vá þegar heim var svo komið var þögn í húsinu svo hún notaði tækifærið og lagði sig bara aftur, vá hvað það var notalegt... Kriss vakti okkur svo eða já eiginlega ekki hann kom bara reglulega að láta vita af sér en var bara duglegur að leika sér... Jæja svo dreif nú Gamla settið sig á fætur og setti Kriss í sturtu og fór í það að klæða sig og svona áður en Oliver var sóttur í hádeginu.. Já Bjarni náði meiri segja að þrífa bílinn fyrir utan, en það var sko bara sól og læti þegar við fórum út...Oliver stóri var svo sóttur í skólan og þá var farið heim, Oliver fékk nú stutt stopp þar sem hann var að fara til Tannsa með pabba sínum... Eitthvað leist þeim nú samt illa á Tannsan, hann vildi bara ekki tala ensku og já ætlaði bara að fixa þessar 2 brotnu fullorðins tennur með Oliver ódeyfðan sem gekk nú ekki svo sagði Tannsi við Oliver "já komdu bara aftur þegar þú villt láta laga tennurnar" svo Bjarni sagði bara já já og dreif sig út með Oliver, leist ekkert á karlinn svo við ætlum að hringja í annan Tannsa á morgun (lágmark að fá almennilega þjónustu fyrir börnin hjá Tannlækni skiptir sko miklu máli, ég tala nú ekki um þar sem við vorum hjá henni Siggu besta Tannsa á Íslandi og þar var einu sinni gert við skemmd í Oliver og þá var hann ódeyfður svo já umhyggjan skiptir sko líka miklu máli).. Látum ekki fara svona með barnið okkar..
Meðan feðgarnir voru hjá Tannsa vorum við Kriss í stuði, fyrst var Kriss í garðinum að leika kom svo upp á svalir þegar hann sá hvað Ma var að gera en já við þrifum alla glugga og báðar svala dyrnar og jú jú svalirnar líka (já það er að koma sólbaðsveður svo eins gott að vera búin að þrífa þetta allt áður ekki satt?), ákváðum svo af því við vorum enn í stuði að þrífa eldhúsgluggana líka að innan og já Kriss sagði "vá hvað er allt hreint hjá okkur núna Mamma" stoltur af því hversu vel við þrifum (en hann Kriss er ekki búinn að tala um annað en hvað gluggarnir séu hreinir í allan dag, veit ekki hvort ég á að misskilja þetta, já kanski er bara alltaf svona skítugt hjá okkur, já hver veit?)....
Karlarnir hringdu svo þegar þeir voru búnir hjá Tannsa og þá var farið til Þýskalands að versla í matinn og já verslað sko alveg fullt enda var ísskápurinn á heimilinu byrjaður að ÖSKRA úr HUNGRI...
Eftir verslunarleiðangurinn og rúntinn var farið heim þar sem Ma og Kriss fóru í það að raða í ísskápinn og upp í skápa, Oliver fór í það að læra og sá Gamli í það að klæða sig í vinnuföt, nóg að gera hjá stórri fjölskyldu...
Svo fengu þeir bræður að fara saman niður að horfa á einn þátt áður en matur kæmi, Oliver ákvað svo að vera svaka stilltur því um leið og Ma kallaði matur kom hann hlaupandi upp en ma þurfti nú að kalla á hann Kriss sinn nokkrum sinnum, en jú hann kom nú á endaum... Svo borðuðu þeir og fljótlega eftir það var það bælið fyrir hann Kriss, bað Kriss um það að Oliver myndi lesa fyrir sig eina blaðsíðu og auðvita lét hann Oliver okkar það eftir Kriss.... Svo las Ma smá meir svo var það bara Draumalandið fyrir Kriss... Oliver fékk að vaka pínu lengur en er samt kominn í bælið núna....
Svo er það bara skóladagur hjá öllum á morgun...
Segjum þetta gott af þessum góða þriðjudegi...
Kv. Við þessi sólarmegin í lífinu

mánudagur, apríl 03, 2006

Ný vika byrjuð ;-) og Stærðfræðipróf

Helló everybody,
Jæja hvað segið þið þá?? Við hérna í Lúxlandinu segjum sko bara GOTT enda hvað annað hægt. Komið þetta fína VOR veður hér (búið að vera marga daga í röð) og Páskaliljurnar að byrja að springa út í garðinum þetta er bara yndislegt....
Nóg um það..
Í dag var sko nóg að gera, Oliver fór á fætur við fyrsta hanagal en það var víst ekki eins auðvelt að koma bróðir hans á fætur, ó NEI Kriss var þreyttur og nennti ekki að fara framúr, en jú jú það tókst nú sem betur fer á endaum... Svo skutlaði Ma strákunum sínum í skólan....
Í hádeginu var svo Gamla settið mætt saman að sækja Kriss fórum í smá bíltúr og pósthúsið áður en Oliver var sóttur.. Svo var farið heim og reynt að troða mat í þá bræður, var frekar mikið erfitt að fá Oliver til að borða en Kriss var sko að drepast úr hungri...
Svo skutluðum við karlinum í vinnu og svo Oliver í skólan enda var langur dagur hjá honum.. Við Kriss drifum okkur heim og vildi Kriss endilega fara út í garð að leika sér í góða veðrinu og það var bara hið besta mál ég gat þá þrifið niðri í sjónvarpsherberginu ákvað meiri segja að þrífa rúðurnar að innan og utan og það þótti Kriss ekki leiðinlegt (ég hafði miklar áhyggjur allan tíman af því að hann myndi gerist Emil í Kattholti og fara að henda Mold í rúðurnar en NEI sem betur fer ekki hann fékk ekki horn og hala fannst bara fyndið að ég væri að þrífa rúðurnar úti).... Kriss kom svo inn á ákkúrat réttum tíma (já þegar ég var að klæða hann úr komu smá haglél, og svo úrhellis rigning)...
Við vorum svo bara að chilla þangað til við fórum og sóttum Oliver í skólan... Verðum að MONTA OKKUR Á HONUM eins og svo oft áður já já okkar maður fékk 49 á stærðfræðiprófinu af 60 mögulegum (sem gera hva 8,2 á íslenskum mælikvarða) það var nú samt frekar sorglegt að hann var með margar klaufavillur en svona er þetta bara, hann er greinilega að flýta sér strákurinn þegar hann er að taka prófin í skólanum þar sem hann er oft að fá 10 þegar hann er að leysa svipuð dæmi hjá Ma... En við erum að sjálfsögðu ánægð með þennan árangur hans Olivers enda alveg klárt hvaðan þessir hæfileikar hans koma... Ekki nokkur spurning, strákurinn er klár eins og Mamma sín (já með stóru Mi)...
En já Oliver kom heim og lærði fullt svo var það bara afslöppun hjá þeim bræðrum þeir voru rosalega góðir saman og svo svakalega duglegir að borða kvöldmatinn (greinilegt að ma hitti í mark í kvöldmatnum)....
Eftir matinn var það smá leikur svo bælið fyrir Kriss enda hann búinn að vera rosalega þreyttur í dag, Oliver fær hins vegar að vaka lengur....
Verð að segja ykkur af honum Oliver ótrúlega, þessi elska, já hann var búinn að fræða okkur foreldra sína um það að það yrði ekki próf í þessari viku í skólanum (sem ég var bara mjög ánægð með) en jú svo segir hann áðan yfir kvöldmatnum, "æji mamma ég væri bara til í að hafa próf í hverri viku, getur þú ekki bara búið til próf sem ég á að taka bara hjá þér, er ekki bara fín hugmynd að þú búir til próf sem er bæði stærðfræði og þýskupróf, jú mér líst vel á það" já hann er nú stundum alveg ótrúlegur... Svo jú jú Ma sagði ef hann vildi þá gæti hún að sjálfsögðu búið til próf hann mætti hugsa þetta í dag og morgun og svo vill ég fá info vill hann taka próf heima á fimmtudag eða ekki... Já hann ræður því sjálfur....
Jæja gott fólk, segjum þetta fínt af upplýsingum í dag...
Kv. Við með VOR veðrið

Æðislegur Sunnudagur með frábæru veðri...

Góða kvöldið góðir hálsar
Vá héðan úr Lúxlandinu segjum við sko bara fínt, enda ekkert annað hægt, búið að vera geggjað veður hjá okkur seinni partinn í dag (er að tala um út að hjóla, ganga á bolnum)..
Dagurinn byrjaði á mjög svo ókristilegum tíma hjá honum Kriss okkar sem er samt orðinn svo fullorðinn að hann fór bara að leika sér sjálfur og leyfði okkur hinum að sofa, svo vaknaði Oliver og þá fóru þeir að leika sér og horfa á TV bara góðir, á endanum fórum við Gamla settið á fætur.... Þá var tóm leti í gangi enda var helli rigning og þoka (ekkert skemmtilegt). Oliver ákvað svo að lesa Matreiðslubókina mína og Mikka og fann þar uppskrift af Pönnslum og bað um að fá að baka svoleiðis sem var sko bara í fínu lagi (sá um nánast allt sjálfur, sá Gamli hjálpaði honum við að setja pönnslurnar á pönnuna)... Svo þeir bræður gúffuðu í sig Pönnslunum...
Þegar fór svo að líða á daginn byrjaði veðrið nú að lagast og var þá ákveðið að fara út, Oliver ákvað að fara á hjólinu svo Kriss heimtaði að fara líka á sínu (fékk á endaum að fara bara á þríhjólinu).. Löbbuðum við frekar langan hring í góða veðrinu enda vá þegar sólin skein var bara æðislegur hiti og flott heit.. Ma labbaði með alla jakkan þar sem hún lét strákana sína út í flíspeysu og var það bara of mikið.. Þeir voru fljótir að fara úr þeim enda bara þessi fíni hiti... Fórum heim og fór Ma þá í það að elda fyrir strákana sína kvöldmat enda var klukkan orðin margt, á meðan fóru þeir feðgar allir í garðinn að leika sér og setja út sólstólana okkar, enda alveg kominn tími á að setja þá út skal ég segja ykkur... Þetta var bara æðislegt... Og voru þeir ekkert sáttir að koma inn rétt fyrir 20 til að borða kvöldmat og fara að sofa, NEI ALLS EKKI.. En þeir þurfa bara að þrauka þessa viku svo er komið frí og þá getum við farið að vaka lengur og sofa út ;-) vá hvað okkur hlakkar til....
En já ef ykkur langar virkilega að vita það þá er grasið á akrinum orðið ROSALEGA GRÆNT og já öll villiblóm löngu byrjuð að springa út og hér í garðinum eru Páskaliljurnar að fara að byrja að opna sig hægt og rólega (sáum í dag að í mörgum görðum eru þær byrjaðar að springa út).. Það er bara komið VOR já þetta sem við erum búin að bíða eftir í marga marga mánuði... En þetta er bara ljúft... Getum ekkert kvartað þó svo það rigni hjá ykkur...
Segjum þetta gott af okkur á þessum yndislega sunnudegi...
Verið nú góð hvert við annað.
Farið vel með ykkur....
Kv. Lúxararnir með Vor veðrið

sunnudagur, apríl 02, 2006

Laugardagur og alla vegana veður....

Góða kvöldið
Vá þá erum við búinn að fá sól með +18°C, rigningu og fullt af henni, haglél og eldingar, og þetta var bara fínt væri samt til að losna við Rigninguna og fá bara SÓL og ++++....
Best að byrja á því sem gerðist í gærkvöldi já Oliver slasaði sig eina ferðina enn á Takewondo æfingu samt ekkert alvarlega, ekki meira en það að hann fór á æfingu í dag...
En já dagurinn byrjaði ELDSNEMMA í morgun hjá Kriss og hann fór bara að dunda sér og ekkert mál, restin af familíunni fékk að sofa út sem var bara ljúft... Svo fórum við á fætur eitt af öðru og var þá farið í það að hafa sig til og fara út... Ekki má gleyma því að í dag er 1. apríl svo við Oliver byrjuðum daginn á því að plata Pabba (Bjarna), svo Reynsa frænda og loks Ömmu sætu, um að gera að nota daginn í það að ljúga ekki satt... Tek það samt fram að hér á blogginu í dag verður ENGIN LYGI við erum búinn með skammtinn....
Oliver var svo keyrður á æfingu og ákváðum við ÖLL að horfa á hann (Oliver var smá svona ragur fyrst enda ekki skrítið miðað við öll áföllinn sem hafa orðið á stuttum tíma en þetta gekk nú sem betur fer yfir hjá honum)... Eftir æfinguna ákváðu karlarnir að skella sér í körfubolta (fóru upp í skóla hjá Oliver) Ma var bara heima að baka súkkulaðiköku handa strákunum sínum.. Svo komu Pabbi og Kriss heim (já Kriss hlandblautur enda búinn að leika sér í báðum pollunum sem voru á leikvellinum, um að gera að hoppa í þeim ekki satt???).. En pabbi hljóp aftur til Olivers með vatn að drekka en það voru einhverjir krakkar úr skólanum að leika sér og Oliver vildi halda áfram að leika með þeim (enda já þetta er svo lítil skóli hér að allir þekkja alla með nafni og allir fá að vera með í leiknum sem er sko bara frábært mál, Ma ákvað með sveitaskólan hérna, aldrei neinn skilin útundan og það skiptir sko miklu máli)...
Oliver kom svo hlaupandi heim þegar úrhellið og haglið byrjaði (enda bara úti á bolnum).. Kom ákkúrat heim í heita köku ekki amalegt það... Eftir kökuna fór svo Oliver að leika sér í PS2 og Kriss að dunda sér og stríða svona eins og honum einum er lagið líkt...
Svo var farið að horfa á Íslenska Idolið (Ma var sko ekki sátt við það að Bríet Sunna datt út, vildi hafa hana áfram enda var hún mun betri en Ína í gær).... Svo fór ma með Kriss að sofa sem sofnaði á nóinu enda var farið aðeins seinna en venjulega með hann í bælið í dag og hann bara má ekkert við því enda vaknar hann svo snemma að honum veitir ekkert af því að fara eldsnemma í bælið líka (já hann er að fara upp í rúm milli klukkan 19 og 19:30 og erum við búinn að seinka þessu um hálftíma núna á síðasta hálfa árinu áður var það í bælið milli 18:30 og 19, hann Kriss okkar er sko að verða 4 ára núna í ágúst og ég held sko að hann Oliver okkar hafi farið mun seinna að sofa á sama aldri)....
Svo núna sefur Kriss, kominn langt inn í draumaheiminn, Unglingurinn er að horfa á TV enda má hann vaka lengur enda laugardagur, Gamli að vinna og ég Prinsessan á bænum að blogga...
Jæja segjum þetta gott af okkur...
Kv. Ég og karlarnir