föstudagur, mars 31, 2006

Föstudagur, jú hú bara EIN VIKA í frí...

Góða kvöldið gott fólk,
Já þá er kominn helgi hjá okkur eina ferðina enn í Lúxlandinu... Vá hvað er samt gott að vita af því að það er komin helgi og ekki nema já bara ein vika í Páskafrí, já svona líður tíminn hratt dúllurnar mínar... Vá hvað hann líður hratt, Kriss sem fæddist bara í gær í Ameríku er að fara að verða 4 ára í Lúxemborg... Svona er þetta bara...
Nóg af röfli...
Dagurinn í dag, gekk bara þó nokkuð vel, Oliver vaknaði sjálfur annan daginn í röð og fékk að sjálfsögðu hrós fyrir vikið og það var ákkúrat ekkert mál að vekja hann Kristofer okkar.. Svo var mikið stuð við morgunverðarborðið, mikið hlegið hjá þeim :-))))))))
Svo skutlaði Ma okkur í skólan, og það var sko bara gott og gaman að komast í skólan... Kriss gat náttúrulega ekki setið á sér og byrjaði að brosa til stelpu sem er með honum í bekk meðan þau voru að klæða sig úr og okkar maður vakti svo mikla athygli hjá stúlkunni að pabbi hennar var í því að ýta í hana og segja henni að hugsa bara um það sem hún væri að gera og ekkert annað... En það er eitthvað með hann Kriss, hann á sko ekkert smá auðvelt með að vekja athygli á sér og fá ótrúlegasta fólk til að brosa.. Bóndinn og frúin hans eru bestu vinir Kriss þau brosa bæði út að eyrum þegar þau sjá hann og byrja að vinka um leið og þá tekur Kriss á rás til þeirra og tekur í hendina á þeim... Já þetta er bara hann Kriss okkar í hnotskurn...
En já svo mætti sú Gamla aftur í hádeginu og sótti okkur, Kriss fyrst og skyldi hann svo eftir heima og svo Oliver... Alltaf jafn auðvelt að koma mat ofan í þessa syni okkar, gekk sem sagt ákkúrat ekki neitt hjá mér í hádeginu... Svo var það aftur skóli hjá Oliver sem var sko bara sáttur með það enda var myndmennt eftir hádegi hjá honum í dag og hann vissi alveg hvað þau ættu að gera að halda áfram að vinna í Páskakanínunni sem þau eru að gera...
Ma mætti svo eina ferðina enn að sækja Oliver eftir skóla og við tók heimalærdómur og svo afslöppun fyrir æfinguna (gekk aðeins betur að koma einhverju ofan í þá núna í kvöldmatnum) en Oliver valdi að vera í PS2 eftir heimalærdóm bauð meiri segja Kriss með sér í einn leik (en Kriss er svona eins og Mamma í PS2 veit ekkert hvað hann á að gera svo ég ekki alveg að fatta þessa þolinmæði í Oliver að hafa hann með)....
Svo var það bara bælið hjá Kriss sem reyndi að þrjóskast við augnlokinn sem höfðu nú betur á endanum... Oliver er hinsvegar á fullu núna að púla og verður það alveg næsta rúma klukkaran...
Svo eftir helgina fáum við nú vonandi infó um prófið hans Olivers (en Oliver er orðinn frekar þreyttur á þessu ÖSKRI í mömmu sinni, dregur sko eins lengi og hann getur með að segja henni frá prófum, finnst sú Gamla gera helst til mikið úr þessu hjá honum)...
En segjum þetta bara fínt á þessu föstudagskvöldi...
Eigið góða helgi...
Kv. Lúxararnir

fimmtudagur, mars 30, 2006

Húsið er að gráta alveg eins og ég......

Já það mætti segja að hér sé allt að gráta og líka við þar sem hér er sko úrhellis RIGNING vá hvað er mikil rigning.... Þetta er greinilega ENDALAUST... Sem minnir mig á spurning sem ég fékk í vikunni "hvað er Guð eiginlega að gera þegar kemur haglél" óskum hér með eftir svörum við því... En það komu sem sagt geðveikt HAGL hér í vikunni (hitabeltis hagl er þetta víst kallað)....
Nóg af röfli...
Dagurinn í dag var bara fínn, Oliver vaknaði sjálfur, já ótrúlegt en satt, við vekjaraklukkuna sína og fór á fætur og kom sko mömmu sinni mikið á óvart... En við vorum bara tvö á fótum, Ma skutlaði svo stráknum í skólan þar sem það var sko KLIKKUÐ RIGNING í morgun, vá og þetta var ekki einu sinni DJÓK....
Ma dreif sig svo heim og já fljótlega eftir það vaknaði Kriss þá var farið á fætur og chillað að vísu neitaði okkar maður að fara í föt og úr náttfötunum þar sem það var svo leiðinlegt veður og hann ætlaði sér bara að vera inni í allan dag, bað meiri að segja um það að það yrði kveikt bara á kertum og haft huggulegt sem var sko bara í góðu lagi...
Svo kom Oliver okkar heim, og þá var það lærdómur hjá honum og sá Gamli ákvað að fara að taka til í garðinum og þá heimtaði Kriss nú að fara út í Pollagallan og læti ekkert RUGL ætlaði að vera úti að leika sem var sko í góðu og já já hann ætlaði varla að fást einn seint um síðar..
Þegar svo allir fengust inn þá var ákkúrat að byrja Oliver Twist í TV svo þeir bræður byrjuð að kíkja á hana, svo var það bara matur og aldrei þessu vant voru þeir bræður báðir ROSALEGA DUGLEGIR að borða og já ekkert smá sem þeir gátu borðað í kvöld....
Svo fengu þeir að fara niður með karlinum að kíkja á Simpsons og svo var það bara bælið fyrir Kriss (sem reyndi sko þvílíkt að berjast við augnlokin sem voru orðin helst til þung).... Oliver fær að vaka smá lengur svo er það bælið hjá honum þar sem hann er að fara í Stærðfræðipróf.
Svona var það nú bara..
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir sem eru að vakna til lífsins

Erum ekki DAUÐ....

Góðan daginn,
Þá komst ég í tölvuna hans Reynsa frænda og get þar af leiðandi bloggað smá á hans tölvu, vá hvað það var nú gott að hún var hér.... Vá er að verða geðveik að geta ekki notað alla takkana á hinni, þarf að gefa mér/okkur tíma í að kíkja á þetta....
En nóg um það.
Það er sko búið að vera ógeð mikil RIGNING hjá okkur en samt fínt hitastig og svo já á kvöldi hættir yfirleitt rigningin í smá tíma og sólin sýnir sig og þá er veðrið sko bara yndislegt, en við megum svo sem ekkert kvarta hér er grasið að verða allt GRÆNT og flott og já blóm og tré að lifna við úr dái, þessi tími er sko bara yndislegur og æðislegur og allt það... Vá þetta er bara æðislegt...
En Oliver er enn að brillera í stærðfræðinni veit sko alveg hvaðan hann hefur það og tek það skýrt fram að það kemur EKKI frá Pabba hans ef einhverjum skyldi nú detta það í hug!!!!
En hann er svo sem líka allur að koma til í þýskunni fékk 38 á síðasta prófi og það sem hann er sko stoltastur yfir þessi elska er að hann er ALDREI lægstur á prófunum hérna og það skiptir hann miklu máli, samt sagði hann nú við mömmu sína í gær "mamma ef ég væri í skóla á Íslandi þá fengi ég sko alltaf miklu hærra en hérna því oft kemur fyrir að ég skil ekki alveg hvað ég á að gera það kæmi sko ALDREI fyrir mig á Íslandi".... En það er bara eins og það er, en mamma hans segir honum alltaf hversu heppinn hann er að eiga Mömmu og Pabba sem elska hann og eru að reyna að gera lífið í framtíðinni fyrir hann auðveldar hva ef hann verður alltaf hérna og getur eftir nokkur ár talað reiðbrennandi MÖRG tungumál þá getur hann nú alltaf selt sig dýrt og fengið fína vinnu (og okkar manni þykir það nú ekki leiðinlegt, en ef við verðum áfram hér þá kemur Oliver til með að tala Íslensku, Ensku, Lúxí, Þýsku og Frönsku ekki amalegt að kunna svona mörg tungumál í framtíðinni hvað þá upp á 10 að vera fær um að skrifa, tala og lesa á öllum þessum tungumálum það er sko meira en við pabbi hans getum í dag, sagði við hann að svo þegar hann yrði stærri myndi hann kanski geta lesið Dönsku með mömmu sinni en mamma hans er alveg húkkt á dönskum blöðum).... En auðvita er alltaf erfitt að vera í burtu frá fjölskyldu og vinum en svona er þetta bara þegar maður býr í útlöndum!!! Oliver er náttúrulega líka að brillera í Takewondo vá hvað Mamma verður alltaf stolt þegar hún fer að horfa á strákinn sinn, ófeiminn við að slást við stóru strákana og já duglegur að spraka hátt með látum og allur pakkinn... Já hann Oliver er nú flottur ungur maður (þó svo ég segji sjálf frá)...
Nóg af Stóra stráknum mínum, nú að Stubb sem við elskum líka mikið... Vá hann er sko mikið að þroskast og stækka (sagði svo eitthvað við mömmu sína á Lúxí og Ma skyldi hann bara alls ekki veit ekkert hvað þetta orð þýðir og kann ekki einu sinni að hafa það eftir, vantaði alveg Oliver til að þýða fyrir mig).. Hann er líka duglegur og sáttur í skólanum, hefur náttúrulega aldrei þótt neitt mál að fara í skólan en hann er að verða ánægðir í skólanum sem skiptir miklu máli svo er hann að deyja úr stolti yfir því að fá að fara næsta vetur í Olivers skóla, já maður stækkar mikið við það... Bara fyndið nú eigum við Gamla settið að fylla út umsókn fyrir Kriss og þar er spurt um móðurmál "Íslenska" annað tungumál sem barnið kann "já Ma ætlar bara að skrifa er að læra Lúxí í skólanum" vá þakka fyrir tölvuorðabókina sem við fengum frá Eddý og Langömmu og orðabækurnar sem við eigum á Þýsku/Ensku og já bara www.google.com sem eru með language tools til að þýða hvar værum við án þeirra.... Við værum mjög illa stödd, þetta hefur sko hjálpað okkur mikið... Já eins náttúrulega dönsku kunnátta okkar en það eru nú mörg orð svipuð í dönsku og þýsku þó svo framburðurinn sé allt annar og orðið kanski aðeins öðruvísi skrifað... Já það er að hjálpa okkur núna að hafa búið annars staðar en bara á Íslandi...
Annars bíður Kriss núna spenntur eftir sólinni því þá veit hann að Amma sæta ætlar að koma og vera hjá honum í smá tíma... Jú við erum að kenna honum stafina (gengur svona misvel skal ég segja ykkur, hann er bara ekki sami áhugamaðurinn um þetta og Oliver var á hans aldri, enda bara gott að þeir séu ekki nákvæmlega eins)... Stubbur okkar er svo sem alveg nóg að læra samt, lang yngstur í skólanum en þarf samt að taka þátt í öllu og það bara gerir honum gott ekki satt???
Við Gamla settið erum alla vegana rosalega STOLT og MONTINN af þessum sonum okkar, þeir eru bara duglegir og bíta á jaxlinn ef þess þarf og það veit ég líka hvaðan þeir hafa, bara fyrir ykkur hin að giska... Þeir eru ótrúlega duglegir og duglegir að aðlagast breyttum aðstæðum..
Annars erum við farin að telja dagana niður í Páskafrí en það er bara einn skóladagur eftir af þessari viku og svo öll næsta vika, já fríið byrjar sem sagt 8.apríl og er búið 23. apríl bara ljúft... Hlökkum mikið til að fá að sofa út og gera eitthvað skemmtilegt saman, vonum bara að rigningin verði hætt fyrir þann tíma svo við getum tekið til í garðinum og verið úti að leika okkur...
Segjum þetta gott þangað til í kvöld ....
Kv. Mamma Mont og karlarnir

MONT MONT MONT !!!!!!!!!!!!!!

MONT MONT MONT !!!!!!!!!!!!!!

Varð að monta mig og blogga... Já Oliver duglegi gerði sér lítið fyrir og fékk 38 af 42 stigum mögulegum á stærðfræði skyndiprófi, sem gefur okkur 9,05 sem er náttúrulega rosalega GOTT.... Varð að MONTA MIG....

Get ómögulega pikkað á lyklaborðið...

Verð að koma þessu í lag!!! ASAP

Þangað til þá....

Ekki örvænta ef ég svara ekki e-mailum, ég geri það um leið og þetta verður Komið í lag. Nenni bara ekki að gera alltaf insert fyrir alla stafina sem ekki virka

Kv. Lúxararnir..

þriðjudagur, mars 28, 2006

Talvan í smá hassi

Góða kvöldið

Já þá loksins kemur eitthvað frá okkur…

Talvan í smá hassi neitar að prenta alla stafi.

Af okkur er samt fínt að frétta en gott veður og já strákarnir bara í skólanum…

Nenni því miður ekki skrifa lengra…

Kv. Viđ með tölvu í hassi

sunnudagur, mars 26, 2006

Sunnudagur og búið að breyta klukkunni

Góða kvöldið,
já nú er komið hálfgert kvöld hjá okkur samt er enn BJART úti!! Vorum sem sagt að flýta klukkunni um einn klukkara í dag, og það munar nú alveg um það skal ég segja ykkur.
Dagurinn í dag byrjaði rosalega vel, Kriss vaknaði við fyrsta hanagal og dreif sig fram úr og reyndi að vekja Gamla settið en tókst því miður ekki svo næst hljóp hann niður og réðst á Oliver og náði honum fram úr og gat fengið hann í að kveikja á TV fyrir sig (já já barnatíminn)... Svo fengum við þessi Gömlu að sofa áfram og þeir bræður voru bara eins og ljós bæði að glápa á TV og leika sér bara snilld... Þegar við fórum svo loksins fram úr þá reyndum við að pína í þá bræður morgunmat sem gekk svona misvel en hófst á endanum..
Var svo ákveðið að skella sér niður í miðbæ og kíkja á safn (sem Oliver fór á hér fyrr í vetur með skólanum) rötuðum ekki alveg svo við tókum bara góðan göngutúr niðri í bæ sem var líka bara ljúft enda var +15°C og ekki kvartar maður yfir því eða hvað??? Samt var nú svona grámyglulegt úti og hafði sko HELLI RINGT í alla nótt og morgun, þegar við fórum nú út var þurrt.
Fórum svo heim eftir fínan göngutúr og þá var ákveðið að baka, og ekki leiddist okkur það, það voru Muffins og Kanilsnúðar á boðstólnum, ekki amalegt það!!! Þetta var bara ljúft, fá heita snúða og heitt Muffins...
Strákarnir voru rosa góðir að leika sér saman meðan þetta var sett í ofninn bara eins og ljós svo var borðað...
Ma ákvað svo að skella Kriss í sturtu (lét að vísu karlinn sjá um það) og á nú eftir að henda Oliver í sturtu (en þetta er alveg merkilegt það er sko þvílíkt vesen að koma þeim í sturtuna en þegar þeir fara svo inn þá neita þeir gjörsamlega að fara úr henni, alveg merkilegt)...
Svo verða það bara róleg heit hjá okkur í kvöld enda sunnudagur og skóli hjá öllum í fyrramálið!!
Segjum þetta bara gott í bili...
Kv. Lúxararnir með þetta líka fína VOR VEÐUR....

laugardagur, mars 25, 2006

Laugardagur, Rigning en samt +16°C

Góða kvöldið,
Þá er komið laugardagskvöld hérna hjá okkur og við búin að eiga alveg yndislegan laugardag saman..
Bræðurnir fóru frekar mikið snemma á fætur og fengu að fara niður í barnatíman meðan Gamla fólkið fékk að sofa aðeins lengur, svo kom nú sú Gamla á endanum niður og vildi endilega að við færum að horfa á Idol (þeir voru ekki eins duglegir að horfa og ég).. Eftir Idolið ákváðum við að fara að labba niðri í bæ enda fínt veður og hætt að RIGNA, en það var sko ÚRHELLI hér í morgun svo var bara allt orðið þurrt í kringum hádegið!!! Við fórum á bílnum niður í bæ og lögðum honum og fórum að labba í fína veðrinu og vitir menn mælirinn niðri í bæ sýndi 16°C og ekki þótti okkur það leiðinlegt, ha... Vorum á röltinu þangað til tími var komin til að skutla Oliver á Takewondo æfingu, sem hann fór sko glaður á enda veitir honum ekkert af því að fá að útrása sig smá stráknum!! Við hin fórum smá bíltúr svo heim í leti...
Við fórum svo öll saman að sækja Oliver á æfinguna.. Drifum okkur svo á vitleysingjahælið (Mallið) eftir æfinguna það vantaði sem sagt eitthvað í matinn sem kallinn er að elda núna og það var bara eins og á Klepp þarna inni, fólk gjörsamlega alls staðar og allt í hassi... En við létum okkur hafa það versluðum í matinn og drifum okkur út!!! Vorum ekki að nenna þessu enda var þetta bara að pirra alla að hafa fólk alls staðar!!!
Fórum heim þar sem Oliver fór að vinna í einhverri verkefnabók og lesa smá á þýsku fyrir okkur Kriss (ekki veitir af þar sem honum Oliver finnst framburðurinn hennar Mömmu sinnar því miður alls ekki upp á 10)...
Meðan karlinn er svo að elda matinn, sit ég fyrir framan tölvuna og þeir bræður fundu bíómynd í TV og sitja alveg stjarfir yfir henni.. Kanski maður ætti að setjast í sófan hjá þeim og kíkja á restina???
Segjum þetta gott af okkur í góða veðrinu (já það á að vera fínn hiti alla næstu viku hjá okkur en því miður Rigning á hverjum degi, oh fúllt)...
Segjum bara góða helgi..
Biðjum að heilsa ykkur öllum að sinni
Kv. Lúxararnir

föstudagur, mars 24, 2006

Ömurlegt RIGNING :-(

Góða kvöldið
Já já þá er sko búið að rigna þessi lifandi ósköp hérna hjá okkur í dag, er að tala um að Oliver skipti um úlpu, húfu, skó og sokka í hádeginu!!!!
Dagurinn byrjaði bara nokkuð vel það komust allir á fætur og í mat áður en sá Gamli skutlaði strákunum í skólan (að vísu spurði Kriss Ma áður en þeir lögðu af stað "ætlar þú ekki að skúra" veit ekki hvort þetta var komment um hversu skítugt væri alltaf hjá mér eða hvort honum finnist ég bara alltaf vera skúrandi. Vona alla vegana það síðara)...
Í hádeginu sótti Pabbi, Kriss þegar þeir svo komu heim þá kom Kriss hlaupandi til Mömmu og segja henni að hann vissi um blaðið sem hann fékk í póst og að hann hefði fengið stimpil í bókina í dag (að sjálfsögðu fékk hann mikið hrós fyrir stimpilinn). Blaðið já í dag kom bréf um að við ættum að fara að skrá Kriss í Oliver skóla (en á lóðinni hjá Oliver skóla er svona Stubbaskóli) og fannst honum Kriss okkar það ekkert smá STÓRT SKREF að fá að fara í Oliver skóla, vá það var ekkert smá flott..
Þeir fegðar fóru svo út og sóttu Oliver í RIGNINGUNNI (Oliver allur hlandblautur) Kriss ennþá jafn spenntur út af bréfinu frá skólan (veit ekki hvort Oliver náði að setjast inn í bílinn áður en Kriss kaffærði hann með bréfinu).. Svo var farið heim í hádegismat og afslöppun..
Eftir hádegi var skóli hjá Oliver, en við hin fengum heimsókn af honum Ella sem er að vinna með Pabba, Kriss gjörsamlega lagði Ella greyjið í einelti.. En sem betur fer lifði Elli það af..
Þegar Oliver kom svo loksins heim þá var það heimalærdómur sem beið hans og hann var nú óvenju lítill í dag eða já bara svona meðal kanski, eftir lærdóm fóru Ma og Oliver í keppni í PS2 tölvunni en Oliver fannst kominn tími á það að hann myndi RÚSTA þeirri gömlu í einhverjum leik. Kriss var bara áfram niðri hjá körlunum eða já þangað til hann heyrði hláturinn í okkur Oliver þá kom hann sko hlaupandi upp vildi vita hvað var eiginlega að gerast hjá okkur :-)
Svo erum við bara búin að vera í róleg heitum enda hundleiðinlegt veður úti ekkert smá mikil RIGNING og já leiðindar þoka þetta er bara VIBBI.. Höfum sko bara ekki nennt út að óþörfu í dag..
Ákkúrat núna er Kriss sæti sofnaður og kominn LANGT LANGT inn í Draumalandið, en Unglingurinn á heimilinu er á fullu að hamast enda á Takewondo æfingu (og trúið mér þar inni leiðist okkar manni ekki)... Pabbi keyrði Oliver á æfingu og ætlaði að horfa á strákinn okkar... Verður gaman að heyra sögurnar frá þeim þegar þeir koma heim!!!
Jæja gott fólk segjum þetta gott í dag..
Heyrumst á morgun...
Kv. Karlarnir og ég..

fimmtudagur, mars 23, 2006

Fuglasöngur og sólin að skína....

Vá það var sko ALLS EKKI erfitt að fara fram úr í morgun, nei nei maður vaknaði bara náttúrulega við vekjaraklukkuna nema hvað og þegar maður fór að hreyfa sig heyrðist þessi líka fallegi fuglasöngur og svo sá maður sólina skína, þetta var bara ljúft og vona ég svo INNILEGA að þetta þýði að hingað komi EKKI MEIRI SNJÓR eða svoleiðis VIBBI....
En já það fóru allir frekar snemma á fætur í morgun og var ekkert mál að vakna, Ma keyrði svo Oliver í skóla og jú jú það var sko alveg 2°C hiti sem er náttúrulega ekki neitt en halló það var SÓL og það skipti nú meira máli!!!
Kriss var bara heima með Gamla settinu í morgun og var sko bara í stuði sem var sko alls ekki leiðinlegt... Þegar fór að líða að hádeginu fórum við Kriss labbandi út og sóttum Oliver, tókum svo langan göngutúr heim, enda hafði hitnað vel frá því í morgun og höfðu þeir bræður og að sjálfsögðu Mamman bara gott af þessum göngutúr.. Drifum okkur svo heim þar sem Oliver átti að fara að læra undir próf.... Oliver lærði smá svo fórum við út, byrjuðum í Mallinu þar sem Oliver og Pabbi fóru í klippingu (þeir voru orðnir frekar síðhærðir), Kriss og Ma chilluð bara á meðan í Mallinu.. Svo var farið heim og beint út, Oliver fór að hjóla og Pabbi fór að kenna Kriss að hjóla og gekk það svona já bara ágætlega (held Kriss finnist bara betra að láta ýta sér að nota fæturnar sjálfur).. Komumst að því að hjólið hans Olivers er svona í það minnsta fyrir hann (en það verður ekki skoðað fyrr en í haust, láttum þetta hjól duga út sumarið)...
Fórum svo heim, Oliver var sendur í herbergið sitt (hann varð óþekkur strákurinn) og Kriss var bara í letikasti með Gamla settinu.. Oliver kom nú svo niður á endanum og baðst afsökunar á sinni hegðun og dreif þá Mamma sig með honum upp þar sem hann lærði smá fyrir prófið.. Fékk hann svo að fara niður með Kriss að horfa á TV meðan sá Gamli eldar matinn og sú Gamla bloggar.. Svo verður það kvöldmatur og lærdómur fyrir Oliver á eftir en Kriss fær kvöldmat og svo að skella sér fljótlega í bælið eftir það, enda er skóli hjá þeim á morgun...
Vá samt hvað það er nú ljúft að það sé að koma HELGARFRÍ ég tala nú ekki um ef veðrið verður svona ljúft...
Jæja lestrahestar ég ætla að fara að tékka á kvöldmatnum hvað er að gerast með hann...
Segjum þetta gott af okkur í bili.
Kv. Sú Gamla og Karlarnir hennar.

Vikan rúmlega hálfnuð :-)

Góða kvöldið
Já já þá er bara komið miðvikudagskvöld hér í Lúxlandinu, vá hvað tíminn líður alltaf HRATT maður bara fattar þetta alls ekki, áður en ég veit af verð ég komin á Elliheimili og synir mínir farnir að sjá um mig, ha ha ha:-)))))))))
Nóg um það!!!
Í dag var sko frekar erfitt að vakna á öllum vígstöðum, Kriss ætlaði bara ekki að meika það að þurfa að klæða sig og borða morgunmat (en hann er orðinn algjör Oliver hvað það varðar, en sem betur fer náum við nú yfirleitt að pína í þá einhverju smá áður en þeir fara út)... Svo skutlaði Ma strákunum sínum og voru þeir náttúrulega svakalega ánægðir þegar við svo loksins mættum í skólana!!
Ma kom svo á bílnum í hádeginu að sækja Kriss og fórum við á smá rúnt þangað til Oliver yrði búinn, enda smá tími sem við höfum til að leika okkur.. Svo var Oliver sóttur og við drifum okkur heim þar sem Kriss vildi fá að borða og meira nesti með sér í skólan, Oliver hins vegar vildi ekkert að borða bara drekka og svo leika sér, sem er nú allt í lagi svona stundum, svo léku þeir bræður sér þangað til við fórum í skólan aftur (Oliver var meðal annars að kenna Kriss eitthvað Takewondo í hádeginu bara góður)...
Svo var það skóli aftur eftir hádegi hjá báðum strákunum sem var bara gott fyrir þá að vísu var Kriss frekar mikið þreyttur í hádeginu en var sko ekki lengi að hlaupa út þegar við fórum í skólan aftur þar sem hann veit að dagurinn eftir hádegi byrjar alltaf úti!! Bara gaman!
Það var svo ákveðið í hádeginu að Ma skyldi koma labbandi (um að gera að nota þetta ágætis veður sem var hér í dag til hreyfingar) að sækja Kriss eftir skóla og að Oliver myndi labba heim já eða taka strætó heim eftir skóla!! Og vitir menn allir löbbuðu og við Kriss náðum Oliver hérna á horninu.. Þegar heim var komið tók við heimalærdómurinn hjá Oliver og letilíf hjá Kriss (enda var hann rosalega þreyttur), Oliver greyjið þurfti frekar mikið að læra heima svo við settum bara allt í fluggírinn og Ma eldaði milli þess sem hún hjálpaði Oliver þar sem það var svo Takewondo æfing í kvöld og við þurftum að ná því að klára heimalærdóminn og borða áður en við færum á æfinguna og jú jú auðvita rétt tókst það!!! Sem betur fer...
Við Kriss skutluðum Oliver á æfinguna og ákváðum svo að skella okkur heim á meðan á æfingunni stæði þar sem Kriss var svo þreyttur, Ma ákvað meira að segja að klæða Kriss í náttfötin áður en Oliver yrði sóttur, enda veitti ekkert af því hann Kriss sofnaði um leið og mamma startaði bílnum (þegar við fórum að sækja Oliver enda komið fram yfir svefntíma hjá Kriss).... Kriss svaf svo bara í bílnum alla leiðina og rumskaði þegar við fórum heim rétt til að bursta og pissa!!! Oliver fékk að vaka smá lengur til að ná sér niður eftir æfinguna enda held ég að honum hafi bara ekkert veitt af því...
Nú eru þeir bræður báðir komnir í Draumaheima!!
Svo við segjum þetta bara gott í dag...
Kv. Oliver, Kriss og Co.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Þá kom RIGNINGIN

Góða kvöldið gott fólk
Jæja þá er sko búið að RIGNA hjá mér í dag já á nýbónaða bílinn minn... En vá er rigningin ekki betri en snjórinn og frostið??? Ég bara spyr???
Já þessi dagur byrjaði vel Ma vakti Oliver sem átti nú erfitt með að fara fram úr og um það leyti sem hún var að vekja Oliver kom Kriss niður (já hann átti ekki að fara í skólan)... Það sem sagt vöknuðu allir og Ma skutlaði Oliver og fór að versla í matinn meðan Pabbi og Kriss voru heima...
Ma og Kriss keyrði svo karlinn í vinnuna og sóttu Oliver í hádeginu og já nú urðum við að standa hann flatan þar sem það var svo Íslenskuskóli.. Oliver sem sagt rétt náði að gleypa brauð og drífa sig út aftur.. Meðan Oliver var í Íslenskuskólanum og leika við krakkana fóru Ma og Kriss á rúntinn, um að gera að drepa tíman..
Oliver fannst svo gaman í íslensku skólanum enda bara gaman þar og strákar til að leika við!! Held það sé sko mun meira um stráka heldur en stelpur í eldri hópnum...
Eftir skóla brunuðum við heim og þá var sá Gamli löngu kominn heim... Dreif Oliver sig þá beint í heimalærdóminn meðan Kriss og karlinn skemmtu sér saman.. Eftir heimalærdóm fóru þeir feðgar í eitthvert race í PS2, svaka gaman (þeir eru nefnilega báðir svo tapsárir að það er ekki einu sinni fyndið (já sko Bjarni og Oliver))....
Svo er það núna bara kvöldsnarl og já afslöppun áður en þeir bræður fara í bælið...
Bara svaka góður og rólegur dagur hjá okkur (verst bara hvað ringdi mikið, hefði heldur viljað hafa sólina)...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Bræðurnir og Gamla settið

mánudagur, mars 20, 2006

Vorið komið og Stærðfræðipróf

Helló everybody,
Jæja þá er sko Vorið held ég bara alveg komið, var fínt veður hjá okkur aftur í dag en samt aðeins of mikið af skýjum þarna fyrir sólinni... En þetta kemur allt saman og já við aftur í dag í 2 stafa tölu í plús já já hér voru 14°C sem er sko bara fínt...
Við vöknuðum eldsnemma eins og alltaf svo var það að koma strákunum út og í skólan og gekk það bara ROSALEGA VEL skal ég segja ykkur... Við Kriss ákváðum svo í morgun þegar við sáum Sólina að Gamla settið kæmi gangandi að sækja hann í hádeginu. Svo mættum við labbandi með sólgleraugun hans Kriss að sækja hann í hádeginu og vorum bara á röltinu þangað til Oliver var búinn í skólanum sem var sko bara ljúft enda náði sólin að skína á okkur í hádeginu.. Svo þegar Oliver var búinn var bara race heim, já Dylan, Jason og Oliver hlupu allir af stað heim en við vorum bara í róleg heitunum, Oliver snéri svo við þegar hann fattaði að hann væri ekki með neinn húslykil, þar sem hann ætlaði sko að vera fyrstur heim, nema hvað!!! Þetta var bara eins og beljurnar fyrst á sumrin, gjörsamlega allir krakkarnir hlaupandi úr skólanum bara skemmtilegt skal ég segja ykkur, svona á þetta sko að vera...
Nóg um það eftir hádegið þá skutluðum við Oliver í skólan þar sem það átti að nota ferðina til að fara í búðina...
Eftir búðarferðina fór Ma út á svalir að sóla sig (stoppaði samt mjög stutt við út af skýjunum) en Kriss og Pabbi fóru í það að þrífa og bóna bílinn og svo að sjálfsögðu leika sér í garðinum.
Ma bauð svo Kriss að labba með sér í skólan að sækja Oliver seinni partinn sem Kriss vildi auðvita, en Pa ákvað svo að keyra á móti okkur til að sýna Oliver hversu hreinn bílinn væri, já hann var sko flottur hjá Karlinum...
Oliver fékk svo stærðfræðiprófið sitt aftur og fékk hann 44 stig (7,3 á íslenskum mælikvarða) sem var bara ágætis árangur (Ma var ekki rosalega ánægð) enda reiknaði strákurinn svo prófið upp á 10 hjá Ma á örfáum mínútum (málið er að hann Oliver er bara ekkert að fara yfir prófin bara geri þau og fer svo að teikna eða eitthvað, svo Ma sagði við hann að næst yrði hann að taka extra tíma í það að fara yfir prófið og skoða betur hvað hann væri að gera)...
Oliver fékk sem sagt heiðurinn af því að fara í heimalærdóminn þegar hann kom heim en það var svona allt í lagi ekkert svaka mikið í dag (og auðvita leiðrétta prófið en þau eiga alltaf að gera það og foreldrarnir að kvitta fyrir því að hafa fengið að sjá prófið hjá börnunum sínum)..
Eftir lærdóm var það bara Grjónagrautur en þeir báðu um hann meðan Oliver var að læra og hvað gerir kellan ekki fyrir þessa karla sína (ætla að athuga hvort ég geti ekki bara fengið þá til að borða hafragraut líka, prufa það í vikunni)...
Svo fóru þeir bara að leika sér og Kriss var bara eins og ljós (já hann er allur að koma til hvað dundið varðar)...
Núna liggja þeir svo eins og Ljós saman í sófanum að horfa á Svamp Sveinsson (miklir aðdáendur hans)...
Ætla að fara að drífa Kriss í bælið enda kominn svefntími á hann...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir

sunnudagur, mars 19, 2006

NÝJAR MYNDIR

Vorum að setja inn nýjar myndir sem voru teknar í DAG...
Kv. Berglind

Æðislegt veður á góðum Sunnudegi...

Góða kvöldið,
Vá hvað við erum búin að eiga æðislegan dag og trúið mér EKKI skemmdi veðrið neitt fyrir okkur...
Strákarnir vöknuðu eldsnemma og fóru bara saman tveir niður (vá hvað er nú þægilegt að vera með 2 svona unglinga bara á heimilinu). Pabbi var að vísu niðri en alveg sama ekki heyrðist í þeim bræðrum.. Ma kom svo niður og skipaði öllum upp í morgunmat (þar sem þeir eru eins og áður sagði ekki alveg þeir duglegust í þeim pakka)... Svo fengu sér allir morgunmat og við tók algjör leti.. Oliver og Pabbi fóru upp í PS2 í einhverja keppni meðan við Kriss vorum bara í róleg heitunum. Á endanum gafst sú Gamla upp og heimtaði að allir færu út, þeir feðgar allir með tölu voru ekki eins hrifnir voru vissir um að það væri bara gott Gluggaveður en sú Gamla gaf sig ekki og fóru allir út á endanum... Oliver fór á hjólinu og þar sem hann fór á hjóli varð Kriss líka að fara á sínu hjóli og Ma sendi alla KAPPKLÆDDA út og vitir menn þegar við fórum af stað var bara þetta líka fína veður, vá hvað það var gott þeir voru komnir úr öllu strax.. Svo var hjólað smá og svo farið á róló..
Þegar við komum svo heim neitaði Kriss að fara inn sem var sko alveg skiljanlegt hann ákvað að fara bara út í garð að leika sér svo sú Gamla ákvað að setjast á svalirnar og fylgjast með honum og ég er að tala um ég sat úti á stuttermabol og búinn að bretta buxurnar vel upp (ég ákvað svo að kíkja á hitamælirinn okkar og vitir menn hann sagði hvorki meira né minna en 20°C vá hvað var kominn tími á þetta)... Ég sat úti í dágóðan tíma þar sem Kriss vildi ekki sjá það að fara inn, kom bara ekki til greina!!!!
Hann fékkst nú sem betur fer inn að lokum bara rétt til að fá sér kvöldmatinn og fara í sturtu (en merkilegt með þessa stráka það er alltaf bölvað vesen að fá þá í sturtuna en þegar þeir fara í hana neita þeir að fara úr henni og eru í sturtunni í lengri lengri tíma, stórmerkilegt ha!)...
Eftir mat og sturtu fengu þeir að fara niður þar sem Incredibles myndin var á Disney stöðinni og fá þeir að horfa á hana svo er það bælið fyrir Kriss enda þarf hann að vakna snemma í skólan á morgun.. Ákvað hann ef það yrði svona gott veður aftur á morgun þá ætti mamma að koma labbandi að sækja hann og við ættum svo bara að fara heim að leika okkur í garðinum og við svo sannarlega vonumst til að fá svona gott veður bara ÁFRAM ekki bara á morgun...
Jæja dúllurnar mínar þetta er sko komið nóg af MONTI um VEÐRIÐ...
Vonum að þið hafið átt góða helgi...
Kv. Við með Góða veðrið :-)

laugardagur, mars 18, 2006

Jú hú komin HELGI

Góða kvöldið
Vá ég gleymdi ykkur EKKI í gær ég var bara svo löt þegar við komum heim að við ákváðum að sleppa föstudeginum bara úr....
FÖSTUDAGUR :-)
Vaknað snemma eins og alltaf (að vísu var Kriss ekki að nenna á fætur, mjög svo ólíkt honum), og keyrði Ma svo alla í skólan þar sem það var skóladagur hjá öllum...
Ma mætti svo í hádeginu að sækja Kriss og var strákurinn bara ánægður með það og sagði meiri segja á leiðinni í bílnum heim að það hefði verið skemmtilegt í skólanum !!! Svo fór Ma að sækja Oliver í hádeginu þar sem karlarnir nenntu ekki með.. Og keyrðum við Dylan (fárveikan) og Jason líka heim, mömmu leist ekkert á hann Dylan enda var greyjið búinn að ÆLA á skólaganginum og var eins og LÍK í framan og átti greyjið svo að taka strætó heim en Ma sagði bara NEI hann fær fara með okkur...
Í hádeginu var svo bara slappað af og gert ekki neitt... Við fórum svo öll að keyra Oliver aftur eftir hádegið í skólan og tókum smá rúnt áður en við skutluðum þeim Gamla í vinnuna...
Eftir skóla hjá Oliver var svo farið heim að læra sem var frekar svona mikið enda komin helgi svo við drifum það af og tókum svo afslöppun þar sem það var æfing hjá Oliver um kvöldið og Kriss þurfti því að vaka Extra lengi...
Eftir æfinguna fóru allir heim og beint upp í sófa að horfa á American Idol (Ma má sko alls ekki missa af því)... Svo var bara farið að sofa...
Ekki má gleyma að Oliver fór í stærðfræðipróf á föstudaginn og já sagði að eitt dæmi hefði hann bara hreinlega ekki geta reiknað en hann vonast nú samt til að fá góða einkunn en það kemur nú vonandi í ljós á mánudaginn...
LAUGARDAGUR....
Vá mikil leti í gangi í allan dag og fékk Gamla settið að sofa út meðan þeir bræður fóru niður að horfa á TV, leika sér og fara í tölvuna... þetta var bara GOTT....
Svo fór ma niður og skipað þeim bræðrum að fara upp í morgunmat (en það er nokkuð sem Oliver er rosalega latur við og er Kriss að verða held ég bara alveg eins)..
Svo fórum við nú út þar sem Oliver átti að fara á Takewondo æfingu (svo var bara engin æfing, málið er að síðasta miðvikudag sagði Oliver þjálfari eitthvað um SAMEDI (sem ma veit að er laugardagur) og hélt svo langa ræðu á frönsk og halló ég kann ekki skít í því tungumáli, náði svo ekkert í þjálfaran til að spyra út í hvað væri að gerast á laugardeginum en núna veit ég það já já það var ákkúrat ekki nein æfing).....
Þar sem engin æfing var fórum við bara á rúntinn og kíkja í búðir...
Svo var farið heim þar sem Oliver fór í einhverja leiki í tölvunni en Kriss var eitthvað úti með pabba að skoða bílinn... Þegar þeir svo komu inn fór Kriss í herbergið sitt að leika þangað til matur kom!! Duglegur þessi elska stundum...
Mætti eiginlega segja að þeir séu báðir búnir að láta fara mjög lítið fyrir sér í dag...
En já svo var það bara matur og núna eru þeir að horfa á Laugardagsbíó í TV sitja alveg stjarfir fyrir framan kassan....
Að vísu er nú að koma svefntími á Kriss og þegar hann er sofnaður taka við mikil róleg heit...
Ekki má gleyma að segja frá því að í dag er bara búið að vera fínt veður og já já spáin um Snjókommuna farin, VÁ HVAÐ ÉG VAR GLÖÐ (held án alls gríns að það sé bara að fara að koma VOR hjá okkur :-)))))
Jæja segjum þetta gott í bili af okkur...
Biðjum að heilsa ykkur að sinni...
Kv. Lúxararnir

föstudagur, mars 17, 2006

Fimmtudagur og kanski er VORIÐ ekki að koma :-(

Góða kvöldið
Já ég held bara að það sé ekki að koma VOR hjá okkur, oj bara, það var sko skítkallt í dag og svo já er spáin SNJÓKOMMA eftir helgi bæði mánudag og þriðjudag (halló er ekki komið fram yfir MIÐJAN mars??)....
Nóg af skítakuldanum...
Pa og Oliver fóru saman í morgun og leyfði þeirri Gömlu að sofa (hún að vísu reddaði nestinu fyrst) og jú jú Kriss fór á fætur líka og ég er að tala um að barnið var varla komið á fætur þegar það sagði "Má ég fara niður og horfa á Sjónvarpið" held hann sé að verða MESTI sjónvarpssjúklingurinn á heimilinu (hann sem er sko NÝ BYRJAÐUR að horfa á TV)... En NEI hann fékk ekki að gera það, hann fékk sér að borða og fór svo að leika þegar Pa var að redda Oliver út...
Svo var Kriss bara heima í dag hjá Gömlu hjónunum og fannst það bara fínt enda er hann orðinn svo duglegur að redda sér... Ákváðum að vera bara INNI að skemmta okkur í kuldanum. Ma sótti svo Oliver í hádeginu og fór að elda matinn meðan Oliver lærði og jú jú sú Gamla lét strákinn meiri segja gera smá stærðfræðipróf þar sem hann er að fara í próf í skólanum á morgun. Og auðvita stóð strákurinn sig eins og HETJA hérna heima í prófinu og vonum við að það gangi eins vel í skólanum á morgun :-)
Fengum okkur að borða og svo var bara afslöppun, strákarnir léku sér saman, svo las sú Gamla fyrir þá úr einni af bókunum sem Amma gaf þeim þegar við vorum heima og svo fengu þeir að horfa á TV bara skemmtilegt.... Þar sem engum langaði út í KULDAN... En það var kanski alveg + á mælinum en hann var sko ekki stór var 0,5° í morgun og ég leyfi mér alveg að efast um að hitinn hafi hækkað nokkuð í allan dag... Bara kallt...
Jæja núna eru þeir bræður báðir sofnaðir og komnir í draumaheiminn, við Gamla fólkið ætlum að fara að henda okkur fyrir framan kassan...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir

fimmtudagur, mars 16, 2006

Samband við UMHEIMINN

Oh mæ god hvað það er gott að vera aftur orðin nettengdur, vá þetta er alveg ótrúlegt hvað maður er háður þessu... Ekki getað lesið nein blöð á netinu og bara EKKI NEITT... En jú jú við lifðum þetta af, en mig langar sko ekki að upplifa þetta fljótlega aftur... En hann Elli sem vinnur með Bjarna reddaði okkur í dag sem betur fer :-)
Nóg um það, ég get alla vegana farið að fræða okkar lesendur um okkar daglega líf.. Vona að þið hafði saknað okkar svona smá, því þá vitum við að við erum ómissandi, ha ha ha...
En það sem af er vikunnar er bara búið að vera alveg ágætt, bara þetta venjulega skóli, læra og leika...
Í dag var sko lítið mál að draga þá bræður fram úr bælinu og koma þeim út úr húsi enda fínt veður og allir að fara í skólan...
Svo mætti Gamla settið gangandi að sækja Kriss í hádeginu og ekki þótti honum það leiðinlegt, og ekki skemmdi það neitt að Ma hafði fundið sólgleraugun hans Kriss og Pa tók þau með... Svo löbbuðu við heim í góða veðrinu, drifum okkur heim að borða þar sem allir voru að farast úr hungri. Eftir matinn fór Pabbi út að sækja Oliver í skólan og Ella til að laga tölvuna.. Komu svo heim þar sem Oliver fékk sér að borða...
Við Kriss ákváðum svo þar sem veðrið var svo gott að labba bara í skólan aftur eftir hádegi og ekki hafði veðrið neitt versnað.. Tókum okkur góðan tíma í það að labba, enda ýmislegt að skoða á leiðinni... Oliver fékk hins vegar far með Pabba í skólan enda fóru þeir fyrst í það að skutla Ella heim og eitthvað chill á þeim feðgunum.
Eftir skóla mættu Ma og Pa að sækja Kriss og við skutluðum svo Pa í vinnuna (þar sem Oliver vildi koma sér sjálfur heim sem er nú ekki mikið mál þegar maður er kominn á þenna aldur)...
Við hittumst svo öll hérna fyrir utan hjá okkur og þá var bara að drífa sig inn og klára heimalærdóminn fá sér að borða og gera sig klára fyrir Takewondo æfingu...
Ma og Kriss horfðu svo á æfinguna hjá Oliver (svaka gaman alltaf hjá Oliver). Í bílnum á leiðinni heim af æfingunni sofnaði svo Litli Maður (enda komið vel fram yfir hans svefntíma) en hann vaknaði svo fyrir utan heima og þá var bara að skutla honum í náttföt og bursta tennur, enda held ég að hann hafi ekki verið búinn að leggjast á koddan þegar hann var dottinn út aftur.. Oliver hins vegar en enn að ná sér niður eftir æfinguna (já þeir fá sko að hamst og vera með læti) og liggur því bara upp í rúmi að kíkja á Andrés...
En hann hefur nú bara gott af því að útrása sig ALMENNILEGA á svona æfingu nema hvað!! Já já þó svo það hafi kostað brot úr 2 fullorðinstönnum þá er þetta vel þess virði... Enda ætlar okkar maður sko ekkert að hætta bara halda áfram...
Man nú ekki hvort það var nokkuð sérstakt sem gerðist hjá okkur meðan við vorum netlaus... Já ef það er þá bara treð ég því inn á morgun eða á eftir...
Ætla njóta þess að vera bara ein á fótum og lesa blöðin á netinu...
Góða nótt...
Verði góð hvert við annað....
Kv. Berglind og Co.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Við erum á LÍFI...

Bara svona ÖRSTUTT fyrir okkar dyggustu aðdáendur... Sá Gamli var eitthvað að fikta í tölvunni hérna á sunnudagskvöldið og já við búinn að vera NETLAUS síðan þá en hann Elli sem vinnur með þeim Gamla kom hérna núna rétt áðan og reddaði okkur sem BETUR FER...
Hélt svona án alls gríns að ég myndi fara yfir um, hvernig er hægt að vera TÖLVULAUS ég bara spyr????
En annars bara GEGGJAÐ VEÐUR hjá okkur núna.. Mikið búið að gerast sem ég læt inn í kvöld..
Já verð samt að koma að honum Kriss bara örstutt.... Ma og hann fóru saman að henda pappa og glerjum á mánudaginn sem er ekki frásögu færandi nema hinum megin við götuna er kirkjugarður, svo þegar Ma sest loksins inn í bílinn aftur þá segir Kriss "Mamma er Sandkassi hjá Guð" og auðvita varð maður að svara svona stórri spurningu og jú jú ég hélt það nú sagði að auðvita ætti Guð svoleiðis til fyrir öll litlu fallegu börnin sem væru hjá honum og þá byrjaði flóðið "á Guð gám" "hvenær kemur Guð og sækir fólk" "kemur Guð í bíl eða flugvél" "afhverju sækir hann suma þegar þeir eru sofandi" svo gæti ég endalaust haldið áfram.. Auðvita varð ég að standa mig í stykkinu og útskýra þetta fyrir honum allt saman og segja honum hvað væri uppi hjá Guð.... Stundum er hann þessi elska okkar bara BÍÓ...
En ekki er búinn að vera tóm sæla hjá familíunni síðan við misstum netið...
Já hann Kiddi stóri bróðir hennar Ömmu Dísu dó aðfaranótt mánudagsins... Við vottum fjölskyldu hans og ættingum samúð okkar...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Berglind og Karlarnir

laugardagur, mars 11, 2006

Laugardagur til Lukku

Góða kvöldið
Já þá er hann Oliver okkar að jafna sig eða já með STOKKBÓLGNA efri vör og sár í munninum og 2 brotnar tennur en meira er það svo sem ekki enda alveg ágætur pakki ekki satt???? En hann fór nú samt í dag í Take wondo og var ég ekkert smá ánægð með það að hann skyldi drífa sig aftur af stað. Ég klára vissi nú hvernig ég ætti að segja þjálfaranum á þýsku að okkar maður væri með 2 brotnar tennur og sagði Oliver það í bílnum ægilega klár en já hann Oliver fann nú eitthvað að framburðinum hjá þeirri gömlu, eins gott að hann var með á staðnum til að leiðrétta mig ha.....
Nóg af þessu við sem sagt vöknuðum öll frekar LÖT sem var bara gott vorum bara að chilla og leika fram yfir hádegi þegar Oliver fór á æfinguna, sú Gamla skutlaði Oliver og skyldi hann svo bara eftir og sótti Gamla og Kriss og við fórum í bíltúr og skutluðum svo þeim Gamla í vinnuna og þá var bara komin tími á að sækja Oliver á æfinguna... Og ekki þykir Kriss það leiðinlegt að fara í Take wondo húsið var að sýna mömmu sinni hvernig maður gerir í Take wondo og kenna henni hvernig maður eigi að nota hendurnar til að berjast og fæturnar til að sparka (vá hvað er gott að hann kann þetta allt)....
Við ákváðum að skella okkur í mallið eftir æfinguna og gá hvort við gætum fundið frostpinna handa Oliver þar sem Ma vill ekki að hann borði neitt hart (er hrædd um framtennurnar hans vill ekkert eiga við þær eða koma við þær þar sem hann er svo bólginn ennþá)... Drifum okkur svo heim í ís og vildi þeir bræður að sú Gamla færi nú líka í það að elda mat... Og Oliver var búinn að velja kvöldmat dagsins og jú jú Bjúga var það heillinn.... Enda ekki mikið mál hún mjúk og ekkert mál að borða hana (Oliver má samt bara tyggja með jöxlunum núna ég tek ekki annað í mál)....
Eftir matinn fórum við saman niður og ætluðum að kíkja á Idol og já við urðum GEGGJAÐ FÚL það er bara búið að setja inn á netið fyrstu 10 mínúturnar svo já ekki var horft á það ha... Ákváðum bara í staðinn að kíkja á úrslitin... Svo var bara afslöppun og leikur þangað til Kriss átti að fara að sofa (en hann er sko búinn að vera ógeð þreyttur í dag enda fór hann seint að sofa í gær og er ekki búinn að ná sér eftir það)... Svo Kriss fór snemma í bælið..
Núna ætlum við Oliver að fara að kíkja á einhverja mynd í TV og njóta þess að vera bara tvö ein... Bara gaman hjá okkur...
Jæja dúllurnar mínar, segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Oliver "með brotnu tennurnar", Kriss brosmildi og Gamla settið..

Meira af ÍÞRÓTTAMEIÐSLUNUM

Hvað haldið þið, sú Gamla sá það í morgun þegar hún fór að bursta Oliver að 200 kílóa trukkurinn náði að brjóta upp úr 2 tönnum hjá Oliver (sem betur fer í neðri góm, en SAMT FULLORÐINS TENNUR)...
Geri ráð fyrir því að fara í það eftir helgi að finna Tannlækni til að kíkja á þetta hjá honum... Frekar fúllt svona...
En já svona er það bara að vera í ÍÞRÓTTUM STÓR HÆTTULEGT...
Man núna af hverju ég fór aldrei í svona vibba fyrr en á unglingsárum og var þá aðeins eitt ár í þessum herleg heitum...
Kv. Berglind

Fyrstu ÍÞRÓTTAMEIÐSLIN....

Góða kvöldið
Nú varð sú gamla að setja inn smá infó...
Já dagurinn er búinn að vera rosalega góður hjá okkur, fórum snemma á fætur allir í skólan, enda kominn FÖSTUDAGUR...
Kriss var svo sóttur í hádeginu af Gamla settinu ánægður með það og við chilluðum svo bara þangað til Oliver var búinn þá var farið heim.... Oliver duglegi hjálpaði svo Pabba sínum að búa til miða á Þýsku (gott að einhver í familíunni kann tungumálið) svo fengum við okkur saman að borða og slöppuðum af...
Þegar komið var að skóla hjá Oliver aftur þá fór Oliver sko glaður út enda átti að vera bíó eftir hádegi hjá þeim "ekki amalegt það"... Kriss fór með Gamla settinu á rúntinn og skutla Pabba í vinnuna...
Kriss og Ma sóttu svo Oliver eftir skóla og var hann ánægður með seinni part dags enda var bara gaman að fá bíó og svona... Svo var það heim og beint í lærdóm... Eftir lærdóminn ákváðum við að horfa á bíó það var einhver bílamynd "barna" í TV svo við settumst undir sæng með popp og höfðum það huggulegt saman ekkert smá gott skal ég segja ykkur, þegar myndin svo kláraðist var ákkúrat kominn tími til að hafa sig til fyrir Takewondóið...
Ma og Kriss ákváðu að horfa á æfinguna enda finnst Kriss það bara gaman (verst hvað æfingin er seint á föstudögum) en já alla vegana þá var voða gaman hjá okkar manni þangað til já einhver 2oo kílóa og 2 metra svertingi náði að valta Oliver um koll en sá var ekkert að fylgjast með og var eitthvað að hoppa og sparka þar sem krakkarnir voru að hlaupa til að komast í röðina (en þau mynduðu öll röð til að sparka í boxpúðan og áttu svo að fara aftast og halda áfram koll af kolli) svo já hann náði að setja Oliver í gólfið og ofan á hann og Mömmu stóð nú bara ALLS EKKI á SAMA sá bara blóð og já fannst barnið sitt skjannahvítt en Ma og þjálfarinn hlupu með Oliver á klósettið þar sem það blæddi svo mikið úr nefinu og munninum á honum... Þjálfarinn kíkti og ekki var nefnið brotið talaði bara um blóðnasir og já Oliver okkar á það til að líða mjög illa þegar hann meiðir sig (ég er að tala um hann gæti oft bara ælt og liðið yfir hann út af svona löguðu) en þjálfarinn lét strákinn bíta á jaxlinn og koma aftur inn á æfinguna... Svo já okkar maður var með út æfinguna var eitthvað lítill í sér en þjálfarinn á bara svo sæta dóttir (sem er með þeim á æfingunni en hún er á svipuðum aldri á Oliver) hún hljóp til hans tók utan um hann og vildi vita hvort það væri ekki allt í lagi og passaði Oliver okkar æfinguna... Svo Oliver sæti er með smá bólginn munn og sætur!!!! Gallinn var settur beint í þvottavélina þar sem hann var allur útataður í blóði og það er æfing á morgun og Oliver ætlar ekki að missa af henni....
Jæja ég varð bara að segja frá þessum meiðslum hans Olivers...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir...

fimmtudagur, mars 09, 2006

Vorið er HELD ég að fara að koma....

Góða kvöldið,
Jæja hvað segið þið svo gott, lesendur góðir???
Af okkur í Lúxlandinu er sko bara gott að frétta, búið að vera einhver Rigningarúði meira eða minn í allan dag og já Snjórinn nánast allur FARIN (jú hú) og hvað haldið þið, já ég tók bara eftir því að Villiblómin sem eru búin að koma sér vel fyrir í garðinum hjá mér eru að byrja að springa út, já er það ekki VORBOÐI??? Ég bara spyr??? Ég trúi því alla vegana...
Nóg af röfli...
Oliver Unglingur vaknaði hress og kátur í morgun og var óvenju fljótur að finna sig til, áður en við svo fórum af stað í skólan kom Kriss síkáti niður og truflaði Ma svo mikið að hún gleymdi alveg klukkunni og fattaði ekki fyrr næstum of seint að við þyrftum að fara að hendast af stað í skólan, vorum fyrir utan skólan klukkan 08 já bjallan hringdi um leið og við keyrðum að svo Oliver náði að hlaupa í röðina sína "sem betur fer"....
Kriss var eitthvað voða rólegur heima alveg ótrúlega, Mömmu leist ekkert á hann en hann var til í róleg heit í rúminu þegar Ma kom tilbaka svo fórum við öll saman niður í morgunmat og við borðið bað hann um að fá að horfa bara á TV (og var bara eins og ljós í sófanum, rosalega ólíkt Kriss okkar), nennti svo engan vegin að fara út að labba með Ma að sækja Oliver en Ma tókst nú að draga hann á endanum. Svo þegar við komum heim eftir skóla hjá Oliver þurfti Oliver að fara að læra heimanám og fyrir próf svo Kriss sagði ég ætla bara að vera niðri að horfa á TV á meðan (svo Ma kveikti á Dýrunum í Hálsaskógi fyrir hann og minn maður sat spenntur fyrir framan tækið allan tíman)....
Þegar Oliver svo loksins fékk frí léku þeir sér saman og báðu svo þá Gömlu um að elda fyrir sig, sem var nú ekki mikið mál... Svo var bara matur og bælið fyrir Kriss og hann sofnaði rosalega fljótt (vona að hann sé ekki að verða veikur, hann var nefnilega svo rosalega rólegur í dag og allt mjög svo ólíkt honum Kriss mínum)... Oliver fékk að vaka lengur og taka sér gott frí frá lærdómnum en kíkti svo smá með Ma yfir áður en hann fór í bælið... Enda var frekar mikill lærdómur fyrir þetta próf eins og mér hefur nú fundist fyrir öll prófin eftir áramótin.. En við vonum bara það besta eins og alltaf, vitum að Drengurinn gerir sitt besta og það skiptir sko miklu meira en einhverjar TÖLUR á blaði...
Well folks, segjum þetta gott í bili...
Verið nú góð hvort við annað...
Kv. Lúxararnir

Fullt að gerast og SNJÓRINN AÐ FARA...

Góða kvöldið gott fólk
Já þá loksins skrifar Kellan... Málið er að við vorum svo lengi úti að hún komst bara ekki í þetta fyrr... Já Oliver var á Take wondo æfingu í kvöld og fór Ma með Kriss líka út í nóttina...
Annars gekk dagurinn í dag bara rosalega vel, þeir bræður voru fljótir á fætur og gera sig klára í morgun og þegar við fórum út var sko þvílík SNJÓKOMMA með RISA SNJÓKORNUM, svo þegar Ma var á leiðinni heim var komin slydda...
Ma fór svo í hádeginu að sækja Kriss og þá var sko kominn smá úði, en þegar hún fór út að sækja Oliver var komin RIGNING.. Í hádeginu voru þeir bræður sko bara eins og ljós að leika sér saman og við varla vissum af því, þvílíkur lúxus, ekki skemmdi það neitt fyrir að þeir fengu að vekja pabba sem fékk að sofa út í dag þar sem hann var að vinna í nótt...
Eftir hádegi fóru allir saman út og voru þeir bræður keyrðir í skólan.
Ma mætti svo ein eftir skóla að sækja Kriss og eins og vanalega er Kriss spurður "var gaman í skólanum í dag" þá setti okkar maður upp skrítinn svip og svaraði "nei bara LEIÐINLEGT ekkert gaman", ekki lengi að afgreiða þann pakka eða hvað.. En jú jú okkar maður fékk STIMPIL í dag og já nú er honum hrósað fyrir stimplana svo nú verður gaman að sjá hvort hann sé farin að skilja þetta STIMPLA dæmi...
Oliver duglegi labbaði svo bara sjálfur heim og byrjaði strax á heimalærdómnum þar sem hann veit að það verður að drífa hann af ef við eigum að ná að klára heimalærdóminn og borða áður en farið er á æfingu og gekk það eins og í sögu í dag...
Eftir matinn fórum við Kriss og skutluðum Oliver á æfingu sóttum Pabba í vinnuna og fengum svo að kíkja á Oliver á æfingu og okkar maður er sko farin að sparka fast, ekkert smá flott hjá honum.. Sáum að vísu það að Oliver var ekki alveg að skilja allt (enda tala þeir nánast eingöngu frönsku og Oliver er bara að byrja að læra hana) svo Ma talaði við einhvern strák sem var að þjálfa yngri krakkana og hann kann smá ensku svo Ma sagði að best væri að tala við Oliver á ensku, þýsku eða lúxemborgísku ef hann ætti að skilja hvað hann væri að segja... Svo kom Oliver þjálfari (sá er með svarta beltið) en Oliver okkar virðist skilja hann mjög vel enda talar hann við Oliver á þýsku eða lúxí... Svo nú vita þeir næst hvaða tungumál þarf að nota fyrir hann Oliver okkar en þau voru samt öll svaka góð við hann sem er sko nokkuð sem skiptir okkur MIKLU MÁLI...
Oliver er ákveðin í því að halda áfram í Takewondo sem er bara frábært... Svo nú er bara að setja það inn í skipulagði okkar...
Annars var þetta bara ágætis dagur svona ykkur að segja...
Ekkert merkilegt sem geriðst en það er bara svoleiðis stundum...
Segjum þetta gott af okkur í Lúxlandinu...
Kv. Mamma Mont og karlarnir..

þriðjudagur, mars 07, 2006

MONT MONT MONT....

Góða kvöldið
Best að byrja skrifin á því að MONTA sig eins og svo oft áður... Já Oliver Duglegi kom loksins heim með stærðfræðiprófið í dag (já prófið sem hann tók fyrir frí) og vitir menn Mamma hans þurfti að ÖSKRA (eins og svo oft áður) hann fékk 55 stig af 60 mögulegum (sem gera ca. 9,2 á íslenskum mælikvarða) vá hvað ég varð STOLT.... Já hann er bara DUGLEGUR þessi ELSKA... Og brandarinn er nú ætlar minn maður að safna sér í stór verðlaun (hann ætlar að safna sér fyrir seríu af Simpsons þáttum svo nú þarf hann að koma með NOKKUR GÓÐ PRÓF og þá fær hann seríu og þetta var nokkuð sem hann bað um og já var alveg tilbúinn til að leggja á sig og fá engin verðlaun í nokkur skipti í staðinn).... Já duglegur er hann DRENGURINN og greinilegt hver er Mamma hans :-)
Nóg af monti...
Oliver var svaka duglegur líka að vakna í morgun, dreif sig á fætur og út, ekkert mál... Svo fór Ma heim og lagði sig en um það leyti sem sú Gamla var að sofna vaknaði Kriss og þar sem hann er orðinn TV sjúklingur ákvað Ma að hlaupa niður og sækja Jón Odd og Jón Bjarna á DVD (sem hann fékk þegar Oliver átti afmæli) og kveikja á henni og vá okkar maður bara stein lá það heyrðist ekki í honum meðan myndin var í gangi svo ýtti hann í mömmu sína og lét vita að myndin væri búinn og að hann væri að fara inn til sín að leika... Já Kriss er bara að verða STÓR strákur (þetta hefur hann ekki getað gert hingað til þar sem hann hefur bara ALLS EKKI verið sjónvarpsbarn)... Svo Gamla settið fékk að sofa lengur í morgun, þvílíkur Lúxsus...
Svo var Oliver sóttur í hádeginu og við brunuðum í Íslensku skólan en þá var engin skóli í dag svo við fórum bara heim og Oliver í lærdóm meðan feðgarnir chilluðu niðri...
Eftir lærdóminn var bara afslöppun og smá óþekkt nema hvað!!! Svo ákváðum við að fara upp að borða og eftir matinn er Oliver búinn að vera eins og ljós og hann bauð meiri segja bróðir sínum inn til sín að horfa á Simpsons með sér, já þetta getur hann DUGLEGI strákurinn okkar.. Svo var það bara bælið fyrir Kriss og byrjaði Ma að lesa eina bók sem Amma gaf Oliver "Ekkert að marka" og vorum við bara nokkuð ánægð með hana.... Svo gaman þegar maður byrjar að lesa nýjar bækur og ég tala nú ekki um bækur sem við höfum ekki lesið áður...
Oliver fær að vaka eitthvað smá lengur en hann er sko alveg kominn í svefn stellingar allt tilbúið bara eftir að slökkva á Simpsons.
Mikið er ég ánægð að hafa geta gert eitthvað meðan ég var á Íslandi... Já MÉR tókst að kenna þeim frændum mínum að NAMMI ER GOTT... Já þetta má maður sko alveg... Nú þurfa þeir bara að læra að segja Berglind og svo Berglind NAMMI þá fá þeir alltaf NAMMI hjá mér... ha ha ha ég er bara skemmtileg... Gaf þeim bara nammi gott þegar ég var heima...
Jæja farið nú að láta heyra í ykkur aftur...
Söknum ykkar allra...
Kv. Duglegi, Stóri, Ma og Pa.

FULLT FULLT af snjó á venjulegum Mánudegi...

Góða kvöldið,
Já þá er tekin við hin venjulega daglega rútína okkar, strákarnir í skólan og karlinn í vinnuna... Sem er sko bara alltaf ágætt þó svo við værum náttúrulega öll til í að vera bara áfram í fríi á Íslandinu Góða...
Annars gekk ótrúlega vel að koma strákunum fram úr í morgun (ég þorði sko ekki að vona að þetta myndi ganga svona vel) en jú þetta hafðist sko bara ALLT SAMAN... Svo var það bara að drífa sig út í SNJÓINN og skutla þeim (sko það er FULLT FULLT af SNJÓ hérna hjá okkur en göturnar eru sko AUÐAR og það skiptir nú aðalmáli).... Þegar við vorum búinn að skutla strákunum þurfti Karlinn að ýta einhverri KELLU (sem kunni ekki að keyra bíl, karlinn var við það að henda kellingunni út úr bílnum og losa hann fyrir hann, en nota bene kellinginn var að reyna að moka snjóinn frá dekkjunum með SKÖFU já rúðusköfu, halló frá hvaða plánetu er fólkið hérna)...
Kriss var svo rosalega glaður þegar Ma mætti að sækja hann í hádeginu enda búinn að fara út að leika fullt í snjónum, og fannst honum nú samt frekar fúllt að Pa hefði bara ákveðið að vera heima að moka stéttina í staðinn fyrir það að sækja hann.. En það var sko allt á kafi í snjó út á stétt hjá okkur og það má bara ekki gerast því ef einhver flýgur á hausinn hérna fyrir utan þá er það á okkar ábyrgð, bara svona eins og í Ameríku....
Ma og Kriss fóru svo í búðina að ná í mjólk og eitthvað til að gefa ísskápnum smá fyllingu og fóru svo og sóttu Oliver í skólan... Þegar heim var komið var kominn vinnutími á karlinn og neituðu þeir bræður báðir að fara með í það að skutla honum svo Oliver stóri já þessi 8 ára karl bauðst bara til að passa Kriss meðan Ma myndi skutla karlinum.. Ekki mikið mál og voru þeir eins og ljós á meðan...
Ma og Kriss skutluðu svo Oliver aftur í skólan og fóru bara heim í afslöppun voru í leti stuði... Enda var Kriss vel þreyttur (fór seint að sofa og er bara enn að ná sér eftir MORGUNFLUGIÐ frá Íslandi)... Var alveg að sofna í sófanum hjá Ma en það mátti bara alls ekki gerast... Svo við Kriss drifum okkur út á rúntinn og sóttum svo Oliver...
Sem betur fer var Oliver með frekar lítinn heimalærdóm (þó svo við séum komin með upplýsingar fyrir næsta próf)... Svo Oliver lærði meðan Kristofer lék sér í sínu herbergi og Ma eldaði matinn (en þeir bræður báðu um Hrísgrjónagraut en hann er í miklu uppáhaldi á mínu heimili)....
Svo borðuðum við matinn og vorum heillengi bara í eldhúsinu í afslöppun enda allir enn frekar latir... Svo ákváðu þeir bræður að fara niður saman í smá TV sem var sko bara í lagi.. Svo var það bara bælið fyrir Kriss sem sofnaði sko mjög fljótlega enda greinilega ÞREYTTUR UNGUR MAÐUR... Oliver ákvað bara á sama tíma að fara í sitt herbergi og byrja að horfa á nýju Simpsons seríuna (en hann keypti sér hana fyrir afmælispeninginn eða já hluta af honum).. Svo já það var SNEMMA kominn ró í okkar hús sem er sko bara líka notalegt svona stundum...
Segjum þetta gott af Þreyttum Lúxurum í bili...
Enn og aftur TAKK fyrir Oliver hann er sko í skýjunum yfir öllum bóknum sem hann fékk í afmælisgjöf og auðvita líka ánægður með allt hitt, hann ákvað að við myndum fara í það við fyrsta tækifæri að taka til í hans herbergi og taka allar barnabækur út og setja þær í Kristofers herbergi... En hann lét mig samt við af því að hann yrði svolítið upptekin á næstunni á nefnilega eftir að Kubba svona eins og 4 eða 5 Legó kassa og lesa yfir 30 bækur fyrir utan Andrés blöð og Syrpu... Sem segir mér bara EITT já ætli það endi ekki með því að ég fari í það að taka til í herberginu hans...
Ein spurning svona í lokin??? Hvenær byrja strákar að taka til í herberginu sínu ALVEG SJÁLFIR já og SVÖR ÓSKAST......
Kv. Berglind og Karlarnir 3 í lífi hennar..

sunnudagur, mars 05, 2006

Við komin heim....

Halló Kalló Bimbó
Já þá erum við komin HEIM í Heiðardalinn... Auðvita söknum við samt Íslands og Ömmu sætu en það er bara eins og það er, svona er lífið þegar maður býr í útlöndum skal ég segja ykkur...
Nóg um það..
Það var sko frekar ERFITT fyrir ALLA að vakna í morgun en einhvern vegin hafðist þetta allt saman og við mættum á flugvölinn og í vélina á réttum tíma... Í flugvélinn ákvað Ma að vera góð og leyfa Pa að fara að sofa eftir matinn (en já það var víst hann sem þurfti að keyra heim af flugvellinum og þá verður maður nú að vera vel sofinn) svo hún skipti um sæti við hann og sat á milli þeirra bræðra... Oliver var eins og ljós í vélinn en Kriss var sko bara í stuði þangað til Ma sagði hingað og ekki lengra nú situr þú smá stund kjurr og ég var rétt búinn að klára setninguna þegar Kriss sofnaði, og svaf hann það sem eftir var leiðar.... Oliver náði að taka mjög stuttan lúr í vélinni en restin af familíunni svaf....
Þegar við svo komum til Frankfurt var mikil spenna í körlunum, já hvernig bílaleigubíl ætli við myndum nú fá og voru þeir ákveðnir í því að NEITA öðrum Peugout... En vitir menn við fengum GLÆNÝJAN Audi A6 (hann var keyrður 23 km)... Ekkert smá flottur og voru þeir feðgar sko ánægðir með það og nú skammaðist sín ákkúrat ENGIN....
Svo var bara farið heim enda allir enn þreyttir og lúnir eftir ferðalagið... Að vísu má sko ekki gleyma að segja frá því að hér er sko FULLT FULLT AF SNJÓ.... Já það er búið að SNJÓA vel hérna í Lúxlandi meðan við vorum á Íslandi... Bara allt á kafi að vísu eru göturnar auðar en þá er það upptalið... Allt út í snjó og VIBBA...
Nú á sko að fara SNEMMA í bælið þar sem það er skóli hjá öllum á morgun...
Svona er það nú bara...
Við sátt við okkar ferðalag á Íslandi og allir skemmtu sér vel...
Gátum hitt flest alla sem er sko alltaf skemmtilegast...
Segjum þetta gott í bili af okkur...
Kv. Ma og Karlarnir

Loksins Loksins!!! Við á leiðinni heim, Oh...

Góða kvöldið,
Já þá fer senn að líða að brottför okkar, já við á leiðinni heim aftur, förum eldsnemma í fyrramálið og já við erum ekki alveg að nenna því en svona er þetta bara allt tekur enda...
Dagurinn í dag var alveg frábær, já við héldum smá Afmælisveislu fyrir Oliver Stóra og vá hvað hann fékk mikið í afmælisgjöf, fékk ROSA MARGAR BÆKUR, pening og Legó, allt sem var á óskalistanum hans bara frábært... Minn maður svaka ánægður með ALLT og engu þarf skipta, förum heim með FULLT FULLT af bókum... Veit ekki hvað þær voru margar en okkar maður hætti að telja í 03... Kriss græddi líka smá hann fékk líka bókapakka og já Ma gaf honum "Dýrin í Hálsaskógi" á DVD (en nhún Gugga vinkona mömmu var að mæla með því í gærkvöldi).... Og byrjuðu þeir Kriss, Jón Egill og Tómas Ari að horfa á það í dag áður en afmælið byrjaði....
Vá hvað það var gaman, Oliver alveg í essinu sínu enda fékk okkar maður mikið af gjöfum.
Hann byrjaði daginn í sundi, fór svo til Flóka (sem er gamal bekkjarfélagi) og var hjá honum þangað til Ma hringdi og bað hann vinsamlegast að drífa sig heim þar sem gestirnir væru rétt ókomnir enda komu fyrstu gestirnir á undan Oliver, en hann alveg steingleymdi sér karlinn...
Ma, Amma og Kriss kíktu svo á Langa á spítalan meðan Oliver fór með Pabba að skila Dána heim og eitthvað...
Svo komu allir frekar mikið seint heim og fóru Ma og Oliver í það að pakka niður, Kriss upp í rúm með Ömmu að sofa og karlarnir að horfa á TV..
Vá annars er búið að vera alveg fullt að gera hjá okkur á Íslandi, Oliver stóri fékk að fara í heimsókn í Gamla bekkinn sinn í Kópavogsskóla á fimmtudag og föstudag, og fannst alveg rosalega gaman þar, nema hvað og er síminn búinn að vera rauðglóandi síðan, strákarnir að hringja og vilja fá að leika við Oliver... Kriss fékk að fara í heimsókn í Ömmuskóla á fimmtudag og föstudag eftir hádegi og það var bara ekkert smá sport skal ég segja ykkur...
Svo erum við búinn að gera alveg ótrúlega marga hluti hérna á Íslandinu Góða... Og skemmt okkur þvílíkt vel...
Viljum enda þetta á að þakka öllum Afmælisgestunum fyrir strákana, komun og kveðjuna... Öllum fyrir gestristnina og Perlunum Elísabetu og Þórhildi fyrir að vera bara eins og þær eru, þær eru sko æðislegar og svona vinir eru sko ekki á hverju strái...
Segjum þetta gott af okkur í bili, erum orðin svo ÆGILEGA ÞREYTT núna ætlum að henda okkur smá í bælið áður en lagt verður af stað...
Kossar og knús frá okkur....
Kv. Berglind and the Guys

miðvikudagur, mars 01, 2006

Oliver stóri á AFMÆLI í dag hann er 8 ára í dag...

Vá ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, litla STÓRA BARNIÐ mitt orðið 8 ára, vá hver hefði trúað því að tíminn LIÐI svona hratt.... En já hann náttúrulega þessi elska sefur eins og GRJÓT enda um að gera að njóta þess að vera í fríi nema hvað!!!!
Annars þá var dagurinn í gær frekar viðburðar lítill... Oliver vaknaði hringdi í Róbert vin sinn og fór út og sást ekkert aftur fyrr en um kvöldmatarleytið... Á meðan var Kriss á rúntinum með Pabba bara gaman hjá þeim (eða já ég býst við því, fékk aumingjans Kriss að heyra það að hann líktist pabba sínum en pabbi hans Óla Tóta (múrboltans) fannst hann bara kominn 25 ár aftur í tíman þegar hann sá Kriss en honum fannst Kriss bara nákvæmlega eins og pabbi sinn)....
Pabbi náði svo í Hálfdán og var hann með þeim Kriss á rúntinum, svo þegar Oliver skilaði sér fór hann með þeim (þeir ætluðu í keilu en þar sem allt var upptekið og öll tækin ónýtt fóru þeir bara á rúntinn í staðinn).... Ma fór hins vegar og kíkti á Ömmu löngu sem er sko orðin GÖMUL og ÞREYTT, en svona er það bara enda hún orðin fjörgömul gamla konan...
Fórum svo heim og þá kom Elísabet vinkona mömmu í heimsókn og gaf þeim bræðrum pakka en hún vildi leyfa Oliver að taka forskot á sæluna hvað afmælispakka varðar og hún er nú bara svo yndisleg að hún gefur alltaf Kriss líka pakka (og svo öfugt þegar Kriss á afmæli) og voru þeir bræður svaka ánægðir Oliver fékk FULLT af Tinna bókum (og var fögnuðurinn yfir þeim hjá þeim feðgum mikill) Kriss fékk Jón Odd og Jón Bjarna á DVD (bara snilld) og bók... Svo þeir sofnuðu ánægðir í gærkvöldi strákarnir.... Ekki amalegt að taka forskot á sæluna...
Svo í morgun þegar við vöknuðum var Amma sæta búinn að fara í Bakaríið og kaupa brauð og sætabrauð, já og fékk hún fyrst að kyssa Oliver til hamingju með daginn, og ekki er amalegur pakkinn sem bíður frá Ömmu (já hún var búinn að gefa honum pakka) eins og alltaf fær Oliver pening til að leggja inn á bankabókina sína (og að þessu sinni fær hann að fara sjálfur með peninginn í bankan, gerum það þegar hann vaknar)....
Svo já ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt með honum Oliver okkar í dag þar sem hann á nú AFMÆLI ekki á hverjum degi sem maður á svoleiðis, ha....
Segjum þetta gott í bili..
Vildi bara minna ykkur á hann Oliver minn sem er 8 ára.... Vá hann er bara 8 ára og kann fullt fullt af tungumálum og hefur sko þroskast mikið síðan við fluttum til Lúx fyrir tæpu ári síðan...
Takk fyrir að lesa og endilega kvitta nú í Gestabókina og senda stráknum afmæliskveðju...
Mamma ætlar svo að enda þetta á því að þakka PERLUNUM Elísabetu og Þórhildi fyrir alla hugulsemina en þær þessar elskur buðust til að baka fyrir afmælið hans Olivers (já það eru sko bara ekki allir eins) þökkum við þeim kærlega gott boð og aldrei að vita nema við þiggjum það, kemur í ljós á næstu dögum. En þær eru nú bara svo yndislegar að Mamma gat nú ekki sleppt því að minnast á þetta... Alltaf gott að eiga góða að, TAKK fyrir elskurnar okkar.
Kv. Mamma hans Olivers sem er 8 ára í dag...