GLEÐILEGT ÁR
Tíminn líður nú bara hratt þegar maður er með svona Góða Gesti... Í gær fórum við með gestina í bíltúr til Belgíu að skoða aðeins þar (já ekki getum við bara sýnt þeim Lúx)... Svo horfðum við öll saman á Kalla og Sælgætisverksmiðjuna en Amma Sæta gaf Oliver hann, af því hann er búinn að standa sig svo vel í skólanum.. Svo var það bara afslöppun enda allir þreyttir eftir Belgíu ferðina okkar...
Í dag var farið frekar seint á fætur svo var Bjarna skutlaði í vinnuna og við hin ákváðum að kíkja bara hérna í okkar Mall í dag enda ekki opið nema til 16... Við gátum nú eitthvað verslað og mikið skoðað (karlpeningnum til mikillar gleði)... Svo fórum við í bíltúr með þau í miðborg Lúxemborgar og að kíkja á Ameríksa her kirkjugarðinn... Gaman að hafa séð eitthvað annað en bara búðir í þessari ferð ekki satt???? Svo komum við heim og byrjuðum að undirbúa kvöldmatinn (erum núna að bíða eftir því að hann Bjarni klári að vinna svo hann geti byrjað að grilla) en já í matinn verður Strútur, Antilópa og Kjúlli allt grillað og Reynsi Grasæta fær fullt af grilluðu grænmeti... Þetta verður bara gott og við orðin svöng og spennt að bíða eftir matnum... Svo í kvöld þá eru það sko fullt af Rakettum sem þarf að sprengja upp en það eru hér 2 fullir höldu pokar af rakettum fyrir strákana(karlana)....
Segjum þetta gott í bili....
Óskum ykkur öllum Gleðilegs árs og þökkum fyrir innlitið og kvittanir í gestabókina á árinu...
Kv. Oliver, Kriss, Gamla settið, Amma Sæta og Reynsi