laugardagur, desember 31, 2005

GLEÐILEGT ÁR

Við óskum ykkur öllum Gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.....
Tíminn líður nú bara hratt þegar maður er með svona Góða Gesti... Í gær fórum við með gestina í bíltúr til Belgíu að skoða aðeins þar (já ekki getum við bara sýnt þeim Lúx)... Svo horfðum við öll saman á Kalla og Sælgætisverksmiðjuna en Amma Sæta gaf Oliver hann, af því hann er búinn að standa sig svo vel í skólanum.. Svo var það bara afslöppun enda allir þreyttir eftir Belgíu ferðina okkar...
Í dag var farið frekar seint á fætur svo var Bjarna skutlaði í vinnuna og við hin ákváðum að kíkja bara hérna í okkar Mall í dag enda ekki opið nema til 16... Við gátum nú eitthvað verslað og mikið skoðað (karlpeningnum til mikillar gleði)... Svo fórum við í bíltúr með þau í miðborg Lúxemborgar og að kíkja á Ameríksa her kirkjugarðinn... Gaman að hafa séð eitthvað annað en bara búðir í þessari ferð ekki satt???? Svo komum við heim og byrjuðum að undirbúa kvöldmatinn (erum núna að bíða eftir því að hann Bjarni klári að vinna svo hann geti byrjað að grilla) en já í matinn verður Strútur, Antilópa og Kjúlli allt grillað og Reynsi Grasæta fær fullt af grilluðu grænmeti... Þetta verður bara gott og við orðin svöng og spennt að bíða eftir matnum... Svo í kvöld þá eru það sko fullt af Rakettum sem þarf að sprengja upp en það eru hér 2 fullir höldu pokar af rakettum fyrir strákana(karlana)....
Segjum þetta gott í bili....
Óskum ykkur öllum Gleðilegs árs og þökkum fyrir innlitið og kvittanir í gestabókina á árinu...
Kv. Oliver, Kriss, Gamla settið, Amma Sæta og Reynsi

föstudagur, desember 30, 2005

Annar í Aðfangadegi

Góða kvöldið góðir hálsar
Já þá er þessi dagur senn á enda og við búinn að gera alveg fullt í dag og fá fullt af pökkum TAKK FYRIR OKKUR...
En já það var vaknað frekar seint og fóru þá karlarnir á flugvöllinn að sækja Ömmu sætu og Reynsa (fóru tímanlega af stað þar sem hér er FULLT FULLT af SNJÓ).. Svo var bara brunnað með þau heim og farið í það að taka upp úr töskunum, já litlir karlar gátu ekki beðið sumir eru búnir að læra það að Amma Sæta er alltaf með eitthvað í pokahorninu... Og það var sko mikil spenna í gangi.. Strákarnir þvílíkt ánægðir með innihaldið í pökkunum, Amma Dísa sendi svo Randalínu sem hitti beint í mark.. Eins fékk Oliver fullan höldu poka frá Nonna og Hrafnhildi (Ömmu og Afa Tvíbbana okkar) af bókum en Oliver er finnst rosalega gaman að lesa svona teiknimynda sögur og fann Hrafnhildur fullt af svoleiðis bókum handa honum og leyndust þar meiri segja í Hin Fjögur Frænku sem eru ekki seld lengur og ekki þótti mínum manni það leiðinlegt... Þegar búið var að rífa upp úr öllum töskum fengum við okkur að borða.. Eftir matinn fór Reynsi frændi með þá frændur sína í langan göngutúr, þeir sýndu honum leiðina inn í skóginn og svo auðvita var kíkt á hana Susie vinkonu okkar... Þegar heim var komið fóru þeir að leika sér með nýja flotta Fjarstýrða Legóbílinn hans Olivers svaka stuð hjá þeim, nema hvað??
Ákváðu svo Ma, Pa, Amma og Kriss að skella sér í smá innkaupaleiðangur í Mallið og voru þá Oliver og Reynsi heima (vildi frekar leika sér í tölvunni og horfa á TV), svo var það bara kvöldmatur og afslöppun...
Þeir bræður búnir að fá þvílíka Lúxus meðferð í dag, Amma las fullt fyrir Kriss og fór með hann upp að sofa og allan pakkan, Oliver búinn að fá fullt af athygli frá Reynsa frænda.. Bara gaman hjá okkur...
Svo á eftir að skipuleggja hvað verður gert á morgun en eitthvað skemmtilegt verður það trúið mér, alltaf stuð þegar maður er með GESTI...
En svona er það nú bara...
Já enn fullt fullt af snjó hjá okkur, vonum að hann endist yfir áramótin þar sem við fengum ENGAN Jólasnjó...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Oliver, Kristofer og Allir hinir...

fimmtudagur, desember 29, 2005

Bara 12,5 tímar í Ömmu Sætu og Reynsa Frænda

Vá nú er sko kominn spenna í húsið, enda stutt í Ömmu sætu og Reynsa... Vá hvað tíminn líður hratt áður en við vitum af verður komið nýtt ár og skólinn byrjaður aftur hjá strákunum...
Nóg um það :-)
Dagurinn í dag byrjaði svona já allt í lagi snemma hjá honum Kriss okkar sem vildi bara drífa liðið út sem hann fékk nú á endanum og minn maður var sko alls ekki ánægður með það þegar hann sá allan snjóinn úti... Ekki ánægður með það strákurinn. En það hafði snjóað vel hjá okkur í nótt.
Við náðum nú að staulast út á endanum fórum smá bíltúr svo heim að prufa hvað ætti að vera í matinn á Gamlárs eða Nýársdag en þetta árið á að vera eitthvað villt og vitir menn við komumst að niðurstöðu það verður Strútur (nokkuð sem við höfum prufað nokkrum sinnum áður) og svo Antilópa (en hún kom skemmtilega á óvart, mjög góð) en við smökkuðum líka Kengúru en vorum ekki eins ánægð með hana.... Svo fórum við aftur út á rúntinn en Feðgarnir ætla að smíða borð fyrir þvottavélina og þurrkaran inn í bílskúr svo þetta sjáist ekki svona vel..
Á endanum drifum við okkur svo heim enda farið að dimma úti og orðið frekar kallt. Fórum heim lögðumst öll smá stund upp í sófa að glápa á TV svo fór Ma tuskuóða í það að þrífa húsið allt hátt og lágt... Oliver duglegi tók svo til hendinni í sínu herbergi, ekkert smá flott hjá honum. Svo nú á bara eftir að koma fyrir dýnunum og setja utan um þær og setja á sængur þá erum við ready fyrir gestina...
Kriss sofnaði frekar seint og var orðinn pirraður eftir því þessi elska en Oliver fær að vaka lengur enda frí og eru þeir feðgar núna að glápa á einhverja mynd...
Verð nú að koma að þeir feðgar velltust um af hlátri í gær þegar þeir horfðu saman á Mr. Bean (en við keyptum 3 DVD diska með honum eitthvert safn) en já alla vegana finnst þeim feðgum hann óendanlega fyndinn....
En segjum þetta gott í bili, best að fara að drífa alla í bælið svo við verðum nú hress og kát þegar við leggjum af stað á flugvöllinn....
Kv. Oliver og Kriss sem bíða spenntir eftir Ömmu Sætu og Reynsa....

miðvikudagur, desember 28, 2005

Bara 26 tímar

Jú hú nú eru bara 26 tímar í það að Amma Sæta og Reynsi lendi í Frankfurt, ekkert smá stutt í þau og við orðin þvílíkt spennt.... Bara skemmtilegt..
Hjá Okkur er ALLT HVÍTT svo ég held að Amma og Reynsi ættu að taka með sér Úlpu, húfu og vettlinga....
Kv. Spenntu bræðurnir í Lúx

þriðjudagur, desember 27, 2005

Snjókorn Falla á allt og alla....

Jú hú bara 2 dagar í Ömmu sætu!!!!
Jæja þá er loksins kominn JÓLASNJÓR til Lúx, Ma hefði viljað fá hann á aðfangadag en svona er þetta bara maður ræður víst ekki öllu.. En það er sem sagt búið að snjóa hjá okkur meira eða minna í allan dag...
Kriss okkar vaknaði eldsnemma og spurði hvort væri nótt eða dagur og Ma sem alls ekki nennti á fætur sagði það er NÓTT en Kriss lét nú ekki plata sig lengi og dreif sig fram úr til að tékka á þessu bara sjálfur og vitir menn það var bara komin dagur... Svo liðið fór allt á fætur enda hvað annað er hægt þegar hann Kriss okkar vaknar??????
Svo fór Kriss með Ma og Pa í Mallið meðan Unglingurinn var heima... Svo voru það bara róleg heit þangað til við ákváðum að drífa okkur út eftir Rakettum já það eru víst að koma áramót... Og jú jú þeir feðgar gátu versla í 2 fulla höldupoka af Rakettum... Svo var farið heim að kubba en þeir feðgar eru að kubba stóra TækniLegóbílinn sem Oliver fékk í Jólagjöf en hann er engin smá smíði sá TRUKKUR...
Svo ætlum við að reyna að fara snemma í bælið svo við getum nú örugglega vaknað að sækja Ömmu sætu....
Gleymdum næstum alvega að segja frá því að Reynsi frændi ætlar að koma með Ömmu sætu til okkar en þetta var bara ákveðið í dag svo það verður sko mikið stuð hjá okkur um áramótin, fáum 2 gesti sem er sko bara alls ekki amalegt eða hvað?????
Höfum svo frétt af því að í ferðatöskunni séu einhverjir pakkar handa okkur svo það verður bara tóm gleði núna 29.des....
Hlökkum GEGGJAÐ TIL....
Kv. Oliver og Kristofer

mánudagur, desember 26, 2005

Jólin jólin alls staðar....

Well, well, well
Þá er kominn annar í jólum og ekki nema 3 dagar í Ömmu sætu, vá hvað tíminn líður nú hratt.. Þetta er bara yndislegt ekki satt, alveg að koma nýtt ár...
Alla vegana sváfum við öll lengi aftur í dag að vísu voru þeir bræður ekki alveg eins hrifnir að liggja endalaust í leti í dag svo við ákváðum að drífa bara alla út fórum að þrífa bílinn (hann var orðinn helst til skítugur) svo var farið í smá bíltúr og ákváðum við svo að verðlauna góða hegðun í dag með bíóferð, því miður var ekki verið að sýna Harry Potter á ensku svona snemma svo við skelltum okkur bara á The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch & the Wardrobe sem var sko bara alveg ágætis afþreying.. Kriss ákvað að vísu bara að leggja sig í bíó enda var þetta frekar löng mynd fyrir svona stubba... Oliver var frekar ánægður með hana.... Þegar við fórum inn í bíóið byrjaði að snjóa alveg á fullu og Ma var rosalega ánægð með það sagði að það yrði eflaust orðið jólalegt þegar við kæmum út en NEI hennar ósk var ekki uppfyllt að sinni þar sem snjórinn var nánast allur farin þegar við komum út úr bíóinu bara svona smá bleyta eftir...
Við drifum okkur svo bara heim eftir bíóið í afslöppun, tóku feðgarnir eitt spil meðan Ma kláraði að lesa bókina sína svo já það var bara róleg heit sem tók við...
Núna er Kriss enn vakandi og í bananstuði enda vaknaði hann seint í morgun og lagði sig í bíó svo við gerum ráð fyrir því að hann fari aðeins seinna að sofa en venjulega... Oliver er kominn upp í sitt herbergi að horfa á Simpsons seríuna sem við fengum í jólagjöf frá Löngu og Langa (horfir á þetta í nýja TVinu sínu sem er ekkert smá flott) gerum ekki ráð fyrir því að Oliver komi fram nema rétt bara til að gera það nauðsynlegasta.....
Svo já það mætti segja að þessi annar dagur jóla sé líka bara rólegur...
Munum ekki hvort við vorum búin að segja ykkur að hann Oliver setti saman Fjarstýrða Legóbílinn í gærkvöldi og gátu þeir feðgar dundað sér smá að leika með hann og Kriss fannst hann alveg æðislegur þessi bíll.... Svo Oliver leyfði honum að prófa hann smá (en passaði samt vel upp á bróðir sinn með NÝJA BÍLINN)....
Segjum þetta gott í bili...
Hlökkum ógeð til að fá Ömmu sætu eftir 3 daga (þeir bræður hafa frétt af því að Amma sé með nokkra jólapakka í töskunni svo já það mætti segja að það verði bara aftur aðfangadagur hjá okkur 29.des, bara skemmtilegt)....
Kv. Oliver Unglingur og Kriss Stóri

sunnudagur, desember 25, 2005

Jól Jól Jól Jól

Gleðileg Jól,
Vá þetta eru sko búin að vera vægast sagt æðisleg jól.. Að vísu vantaði náttúrulega familíuna sko stór fjölskylduna en jú jú við fengum hann Rabba í mat til okkar og það var sko bara fínt.. Við bræður vorum svona frekar spenntir svona eins og gengur og gerist og Kristofer gerði nokkra atlögur að pökkunum ætlaði bara að drífa þetta af og opna alla pakkana.. .En það náðist nú að stoppa það... Svo var borðað og sýndu þeir bræður ekki mikla matarlyst fór svo niður og máttu opna sitt hvorn pakkan meðan við fullorðna fólkið kláruðum að borða... Svo var hamagangurinn orðinn svo mikill svo Oliver brá á það ráð að skipta pökkunum í tvær hrúgur eina merkta sér og aðra merkta Kristofer og já já Ma náði að segja þeim að kíkja hvað stæði á pökkunum (þ.e.a.s frá hverjum hvaða pakka væri) svo já var þetta bara allt í einu búið og pabbi náði ekki að taka eina mynd :-(
Þeir bræður voru sko þvílíkt ánægðir með innihaldið í pökkunum, Kriss fékk mest af Playmó, smá föt og bækur. Oliver fékk TV í herbergið sitt, Legó, bækur, föt og DVD...
Eftir pakkaflóðið lagðist Kriss upp í sófa hjá Pabba og sofnaði en Oliver fór upp í herbergi að kíkja á Kaftein Ofurbrók og svo Strákana... Sem sagt alveg æðislegur dagur og mikið um hamagang....
Í dag JÓLADAG
var sko sofið vel út, þegar Oliver vaknaði og reyndi að vekja liðið sagði Ma honum bara að leggjast upp í hjá þeim og sofa aðeins lengur og já já það gekk eftir.... Allir sváfu ROSALENGI...
Pabbi er svo búinn að vera í því að setja saman Playmó á fullu og setja TVið inn hjá Oliver og tengja það svo hann kæmist í PS2... Svo dagurinn er búinn að vera rosalega rólegur... Verður það fram á kvöld.. Búumst samt fastlega við því að allir sofni seint í dag enda þetta búinn að vera rólegur dagur og liðið svaf ógeð lengi...
Endum þetta á því að ÞAKKA KÆRLEGA FYRIR OKKUR... ÞETTA SLÓG ALLT SAMAN Í GEGN...
Bjóðum ykkur Gleðileg jól...
Kv. Oliver Unglingur og Kriss Playmókarl

laugardagur, desember 24, 2005

GLEÐILEG JÓL, Kertasníkir

GLEÐILEG JÓL DÚLLURNAR OKKAR....
Vonum að þið eigið eftir að eiga yndislega jól og að allir krakkarnir eigi eftir að vera rosalega ánægðir með pakkana sína :-)
Sendum þakkir til okkar TRAUSTU lestravina, gaman að sjá að það eru alla vegana einhverjir að fylgjast með okkur....
Í morgun var vaknað frekar seint og þá hafði Jóli alveg ruglast og skilið pakkana eftir við útidyra hurðina og vitir menn þeir fengu Star Wars sverð og Fótbolta (einn saman) svo þeir hafa eitthvað getað leikið sér í dag...
Hentumst svo smá í Mallið þar sem Feðgarnir áttu eftir að kaupa eitthvaðs má handa Ma... Svo var það heim og þá var það MÖNDLUGRAUTUR og hann Kriss okkar vann verðlaun sem voru sko ekki af verri endanum nei nei það var Sjó orrusta (spil) svo feðgarnir gátu tekið einn leik núna áðan... Núna eru bræðurnir farnir saman inn í Olivers herbergi liggja þar á dýnu á gólfinu og ætla að horfa á Christmas Vacation, meðan Gamla settið eldar matinn....
Gleðileg jól
Skrifum info um pakkana á morgun...
Kv. Spenntu bræðurnir í Lúxlandi....

Ketkrókur, skólafrí og fl.

Mojen,
Þá er komið Þorláksmessukvöld hjá okkur og ENGIN SKÖTULYKT þetta er bara snilld...
Nóg um það, í dag var farið á fætur við fyrsta hanagal og keyrði Ma strákana sína í skólan, Oliver fór með Spil með sér í skólan í dag... Oliver var eins og alltaf keyrður fyrstur svo dreif Ma sig með Kriss og talaði aðeins við hana Carinu (Joffuna) var að spyrja um jólaballið sem væri eftir hádegi og jú jú Kriss átti að mæta klukkan 14 og fara með Carinu yfir í íþróttahúsið svo máttu foreldrar koma þangað ef þeim langaði...
Þegar loksins kom hádegi sóttu Ma og Pa, Kriss sinn fyrst og chilluð smá með honum í bílnum sóttu svo Oliver og var þá ákveðið að kíkja í Mallið karlarnir ætluðu í klippingu en vitir menn það var stappað í Mallinu og nánast engin stæði svo við ákváðum bara að drífa okkur aftur út, fara bara heim og slappa af.. Gerðum við það, keyrðum svo Pa í vinnuna og strákana í skólan... Ma dreif sig svo heim að skipta um föt til að ná jólaballinu með Kriss en já þegar Ma loksins mætti á svæðið var ballið búið :-( málið var að Ma var frekar sein og þar af leiðandi var ekki 1 stæði fyrir utan skólan svo Ma keyrði bara í hringi þangað til hún fann eitt stæði lengst frá skólanum og gjörsamlega hljóp til að missa ekki af því (en miðað við hvenær ballið byrjaði og hvenær Ma mætti þá var ballið alveg í heilar 10 mín max 15 mín)... En Kriss sagði að það hefði ákkúrat engin Jólasveinn mætt og ekki dansaði í kringum jólatré svo hann sagði Ma förum bara aftur á Íslenskt Jólaball :-) svo sagði Kriss Ma ég er svo þreyttur að mig langar bara að fara að sofa en Ma vildi nú ekki leyfa það svo við fórum að sækja Oliver og í bílnum á leiðinni SOFNAÐI Kriss enda greinilega þreyttur. Svo var Oliver sóttur og við fórum heim og skreyttum Gervitréð í Betri stofunni (borðstofunni) biðum svo eftir að Pa kæmi heim til að setja upp alvöru jólatréð niðri í sjónvarpsherbergi en það gekk nú ekki alveg snuðrulaust fyrir sig... NEI það var þessi líka fíni nýji jólatrésfótur sem var eitthvað að stríða karlinum en jú á endanum tókst að koma trénu upp, en við eigum enn eftir að skreyta það förum í það síðar í kvöld...
Kriss ákvað svo að vaka aðeins lengur í kvöld í von um að hann sofi út á morgun (ein bjartsýn)... Oliver fær líka að vaka lengur enda eru þeir bræður LOKSINS KOMNIR í langþráð JÓLAFRÍ...
En segjum þetta gott í bili...
Gleðileg jól kæru vinir og fjölskylda, vonum að þið eigið öll yndislegan dag á morgun...
Kossar og knús.
Lúxbræður...

föstudagur, desember 23, 2005

Ein alltaf að MONTA sig....

Helló,
Verð að MONTA mig ég er svo STOLT Mamma... Já Pabbi fór í gær að sækja Oliver í skólan þar sem Oliver þessi elska okkar ætlaði að gefa kennaranum sínum smá pakka og vildi ekki fara með pakkan sjálfur (hann gaf henni Englakerti og Íslenskt NAMMI)... Svo Pabbi ákvað að spyrja Joffuna hvernig gengi hjá stráknum og vitir menn hann er byrjaður að tjá sig fullt bæði á Lúxí og Þýsku (já hann er SNILLINGUR enda sonur minn) svo fengum við heim einkunarblaðið hans og það var sko bara flott en hér er árinu greinilega skipt niður í 3. annir og hann stóði sig bara eins og hetja (enda sonur hennar Mömmu sinnar)... Og ef þetta heldur áfram svona hjá honum þá held ég við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að hann þurfi að sitja annan bekk aftur....
Svo það er ekki bara að hann sé búinn að hækka GEGGJAÐ mikið í Þýsku (á prófunum) heldur er hann líka byrjaður að tala fullt... En það hefur náttúrulega hjálpað honum mikið að kunna Ensku kennarinn hans talar flotta ensku og svo er hann Pitt sem er með honum í bekk sem talar líka ensku, svo hann hefur sko alls ekki verið mállaus þessi elska okkar (kanski bara eins gott að hann fékk að upplifa það að búa í USA líka og fara í leiksksóla þar, annars hefði hann ekki getað bjargað sér á ensku).....
Kv. STOLTA MAMMAN...

fimmtudagur, desember 22, 2005

Gáttaþefur

Mojen
Já þá er þessi dagur senn á enda...
Í dag var vaknað frekar seint enda Oliver einn að fara í skólan.. En hann lét sig hafa það þar sem hann þarf bara að vakna EINN MEIRI DAG og er svo kominn í jólafrí... Oliver kíkti á hvert innihald sokksins var og svo var farið í það að fæða og klæðast áður en lagt var af stað í skólan... Jú jú við þurftum líka að gera þvagprufu, fengum heim í fyrradag einhverja Healtskýrslu sem við áttum að fylla út og skila inn með þvagprufu... Og Oliver fannst þetta sko hvorki spennandi né skemmtilegt og hvað þá svona snemma á morgnanna....
En já þetta tókst allt saman og kauði komst í skólan..
Kriss fékk að skjótast með Pa þegar Oliver var skutlaði í skólan svo var farið heim og Ma í tiltekta ham enda alveg að koma jól svo þeir feðgar ákváðu bara að flýja, fóru í bæinn saman.. Sóttu svo Oliver og fóru þeir feðgar þá allir saman að borða og komu svo heim.. Þá skipaði Ma Oliver að fara í tiltekt í sínu herbergi og píndi Oliver Kriss með sér í herleg heitin, sem tóku alltof langan tíma enþetta hafðist nú allt saman á endaum sem betur fer... Svo nú er búið að þrífa allt húsið og byrjuðu þeir að gera Gervijólatréð fínt og náði sá Gamli að setja á það seríuna áður en strákarnir fóru að sofa en þeir klára bara tréð á morgun, eins þurfum við að taka inn Alvöru Jólatréð og gera það ready svo það geti komið hjá okkur Jól.....
Annars erum við nánast búin að öllu allt að verða ready sem er bara skemmtilegt...
Oliver fékk lítinn heimalærdóm þar sem það á greinilega líka að vera eitthvað skemmtilegur skóladagur á morgun (alla vegana má hann taka með sér spil í skólan svo já það er bara hið besta mál) eins er að ég held Jólaball hjá Kriss eftir hádegi en ég veit ekki hvort það er bara fyrir börn eða hvort það er fyrir börn og foreldra þarf að kynna mér það á morgun... Svo þetta verður bara fín Þorláksmessa hjá okkur á morgun..
Svo já það mætti segja að dagurinn hafi farið í Jólatiltekt og bæjarrölt....
Segjum þetta bara fínt í bili ekki satt?? Alveg að koma jól...
Endum þetta á því að óska Tvíbbunum okkar Jóni Agli og Tómasi Ara til hamingju með 1.árs afmælið...
Ble ble
Oliver Stóri og Kriss...

Gluggagægir

Helló,
Vá hvað er orðið stutt í þessi yndislegu JÓL...
Í dag vaknaði haninn okkar ELDSNEMMA og bara í stuði.. Svo hann dreif sig niður á klóið og kíkja í sokkinn... Þar fann hann sko Snjókarla styttu... Svo fór hann í það að leggjast upp í rúm hjá Oliver og kela smá við hann, hann ætlaði að athuga hvort hann gæti ekki náð Oliver á fætur þar sem Ma og Pa voru svo þreytt... En á endanum voru allir komnir á ról og strákarnir í miklu stuði enda var langur skóladagur hjá þeim báðum í dag... Allir fóru saman af stað og voru strákarnir keyrðir fyrst og svo sá Gamli... Þegar fór að líða að hádegi sótti Ma svo Kriss sem var sko blautur frá toppi til táar (já hvað hann er að gera þegar krakkarnir eru út að leika er okkur alveg hulin ráðgáta) en Ma og Kriss drifu sig heim og skiptu um alklæðnað á stráknum, svo sóttum við Oliver þegar hann var búinn... Ákváðum við svo að kíkja bara á MacDonalds í hádeginu þar sem karlarnir voru báðir í hádegishléi (ekki amalegt það). Svo var það aftur skóli..
Ma mætti svo ein að sækja Kriss og var Kriss sko alls ekki að skilja af hverju pabbi hans þurfti nú að vinna svona lengi í dag.... Við drifum okkur svo heim og ákváðum að labba á móti Oliver sem vildi endilega fá að labba heim í dag...
Þegar við loksins svo fórum inn þá var ákveðið að fara í það að þrífa efstu hæðina en þar eru þvottahúsið/þurrk herbergið, Svefnherbergið hjá Gamla settinu og Kriss... Strákarnir byrjuðu saman í Kriss herbergi þar sem það var ákveðið að fara í gegnum dótið hans (alla vegana að hluta til) og taka út babiesdótið eins og Kriss kaus að kalla það (vitum nefnilega að það verður fullt fullt af dóti fyrir okkar mann þessi jólin og það varð að ríma til fyrir því).... Við náðum nú að taka í gegn efstu hæðina og stigan niður á næstu í dag... Svo ætlum við að halda áfram á morgun og vonandi náum við alla vegana Olivers herbergi, Borðstofunni, Baðherberginu og Eldhúsinu... Þar sem þeir bræður ætla að skreyta Jólatré í Borðstofunni á morgun.. Svo það er sko nóg að gera á þessu heimili fyrir jólin, en mamma heldur því fram að það komi ekki jól í húsið okkar nema það sé HREINT....
Nú eru karlarnir báðir farnir upp í rúm (Kriss sofnaður)... En við eigum eftir að vakna í 2 meiri daga svo er komið JÓLAFRÍ, Vá hvað okkur hlakkar til....
Jæja dúllurnar mínar, segjum þetta gott í bili...
Kv. Bræðurnir í Jólaskapinu.

þriðjudagur, desember 20, 2005

Bjúgnakrækir

Mojen
Jæja hvað segir þá liðið?? Eru allir að verða tilbúnir fyrir jólin eða hvað??? Nú eru ekki nema 4 dagar í jól....
Dagurinn í dag byrjaði bara nokkuð vel, okkar yndislegi lifandi Hani ræsti út liðið og dreif sig svo niður að kíkja í sokkinn (fannst honum bara verst að hann skyldi ekki ná í Olivers sokk líka)... Svo vakti hann Oliver eða þeir feðgar fóru í það að vekja Oliver og svo var borðaði og henst með Oliver í skólan.. Meðan Oliver var í skólanum fórum við til Þýskalands að klára að gera innkaupin fyrir jólin (vonum að þetta sé að verða búið en það vantar sko ekki pakkana)... Svo skutluðu Ma og Kriss Pabba í vinnuna og sóttu Oliver, þar sem Oliver var ekki með neitt svakalega mikið heimanám bauð Ma upp á það að fara í Mallið en Unglingurinn nennti sko alls ekki með í það ákvað frekar að vera bara heima að læra meðan Kriss og Ma færu í Mallið...
Þegar þau svo komu heim var Oliver búinn með allan heimalærdóminn og búinn að kveikja á TV en Ma náði nú að draga strákinn út í smá göngutúr ákvað bara að bjóða strákunum sínum í Pizzu svo jú Oliver fékkst með út en þegar við vorum búin að labba á Pizzastaðinn þá var bara LOKAÐ svo það var ekkert annað í stöðunni en að labba bara aftur heim og elda mat... Sem við náttúrulega gerðum... Svo var bara borðað og Kriss settur í bælið... Oliver fær að vaka aðeins lengur, en samt er nú skóli hjá öllum á morgun :-)
Snjórinn FLOTTI er sko allur farin, ekkert skemmtilegt ha... Vonum bara að það komi aftur snjór á aðfangadag klukkan 17:00 svo þetta verði nú svakalega jólalegt og flott hjá okkur...
Sendum batnaðarstrauma til Langa sem var í aðgerð í gær...
Endilega farið að senda okkur línu í Gestabókina....
Kv. Oliver og Kristofer

mánudagur, desember 19, 2005

Skyrgámur....

Jóla hvað.... Bara 5 dagar í jólin og ekki nema 10 dagar í Ömmu sætu...
Já svona líður tíminn HRATT..
Dagurinn í dag byrjaði bara nokkuð vel Stubbur vaknaði við fyrsta hanagal og fór inn til sín að leika sér meðan Ma fór í það að vekja Unglinginn.. Svo var það skóli og vitir menn þegar við fórum út í morgun var FULLT FULL af SNJÓ... Bara skemmtilegt.. Oliver var ekkert smá ánægður með snjóinn meðan Kriss sagði "Oj barasta þetta er VIÐBJÓÐUR".... Svo þegar skólinn var búinn mætti Ma að sækja Kriss þar sem Pa fór í vinnuna og chilluðu þau bara fór smá búðarrölt til að drepa tíman þangað til Oliver yrði búinn... Svo var Oliver sóttur og já ekki amalegur skóladagur hjá honum það kom Tannlæknir í skólan og kíkti á tennurnar í krökkunum og sá Tannsinn enga skemmd hjá Oliver sem er bara ekkert smá flott... Fengu svo krakkarnir í Olivers bekk að fara með kennarnum í strætó niður í bæ að horfa á Leikrit (ekki amalegur skóladagur) þetta var sem sagt allt gert fyrir hádegi..
Ma og Kriss mættu svo að sækja strákinn sinn og voru það nú bara róleg heit hjá okkur þremur þangað til Oliver fór í skólan aftur... Ma og Kriss fóru heim og byrjuðu að undirbúa kvöldmatinn og þvo þvott og svona skemmtilegt.. Fóru svo út að sækja Pa í vinnuna og ennþá SNJÓAÐI (í dag kom sem sagt bæði svona ALVÖRU JÓLASNJÓR og svo slydda svo aftur SNJÓR)... Svo var Oliver sóttur og borðuðum við bara snemma kvöldmatinn enda allir þreyttir og svangir.. Oliver duglegi lærði heimanámið sitt og svo var það bara afslöppun hjá strákunum.... Enda stutt í jólin, við erum sko bara ekki alveg að fatta hvað það er stutt....
Núna er Kriss Gubbugeit (hann ældi eftir kvöldmatinn en er samt hinn hressasti) farin upp að sofa með Pabba.. Og Unglingurinn fær að horfa smá lengur á TV áður en hann verður sendur í bælið enda er skóli á morgun (þeir bræður eiga sko eftir að vakna út þessa viku en síðasti skóladagurinn er 23.des og þá loksins kemur Jólafríið)....
Segjum þetta bara gott í bili
Biðjum að heilsa ykkur öllum að sinni...
Sendum batnaðarstrauma til Langa sem var í aðgerð í morgun....
Kv. Oliver Duglegi og Kriss Flotti

sunnudagur, desember 18, 2005

Hurðaskellir og Jólaball

Well well well,
Við búin að missa af afmælisveislu ársins eða já það heyrist mér á öllu... En já tvíbbarnir okkar héldur upp á afmælið sitt í gær með pompti og prakti en við gátum því miður ekki verið í afmælinu en trúði mér við vorum þar sko í huganum.... Kanski næst eða þar næst verðum við í afmælinu hjá Stubbunum okkar.....
En já þetta er búið að vera hreint út sagt Yndisleg helgi hjá okkur.. Í gær laugardag fengu þeir bræður Nammi frá Sveinka og ákváðu að vera svo góðir að deila namminu svo þeir eru bara búnir að opna (jólatréð sem var uppfullt af nammi) nammið frá öðrum, ætla að opna hitt næsta laugardag, já þeir kunna nú alveg stundum að vera góðir, ha.... Svo var farið í Mallið og kíktu feðgarnir á jólagjöf handa Ma meðan hún lét lita á sér hárið (þorðu nú samt ekki að kaupa neitt þar sem Kriss kjaftaskur var með þeim)... Enduðum svo daginn í gær á því að kaupa okkur þetta líka fína jólatré svo nú vantar ekkert nema að skreyta tréð......
Í morgun var svo Playmó karl handa Kriss í sokknum og Crazy Frog lyklakippa handa Oliver, og þeir bræður rosalega ánægðir með sitt... Svo var farið frekar seint á fætur, Ma og Kriss hentust svo aðeins í Mallið (þar sem Ma ákvað á síðustu stundu að skoða sér skyrtu fyrir ballið) meðan Oliver og Pa voru heima í afslöppun.. Þegar Ma og Kriss svo mættu á svæðið voru þeir feðgar sturtaðir hver á eftir öðrum og byrjað að klæða karlpeninginn í jólafötin, og þeir voru nú ekkert smá sætir þessar feðgar (mamma gleymdi alveg að taka upp myndavél og gleymdi henni líka heima, svo því miður verða engar myndir af þessu balli)..... Svo drifum við okkur á ballið og það var nú bara ekkert smá flott, það mættu allir með eitthvað með sér og hlaðborðið var sko yfirfullt af girnilegum kræsingum... En byrjaði þetta þó með því að Oliver og allir hinir krakkarnir í íslensku skólanum sungu "Bjart er yfir Betlehem og Ég sá Mömmu kyssa Jólasvein" svo dönsuðum við smá í kringum jólatréð og vitir menn svo mættu bara 2 íslenskir jólasveinar á ballið þeir "Kertasníkir og Stekkjastaur" og gáfu þeir krökkunum nammipoka með íslensku nammi (ekki amalegt það) svo voru það tertur og þegar allir magar voru orðnir fullir drifum við okkur heim í kotið til að slappa af enda var alveg að koma háttatími á hann Kriss okkar... Núna sefur hann eins og ljós meðan sá Stóri fær að horfa á smá TV áður en hann fer í bælið enda er skóli hjá öllum á morgun....
Vá og það eru bara 6 dagar í jóla og ekki nema 11 dagar í Ömmu sætu...
Knús og kossar frá okkur
Kv. Oliver Langduglegasti sem er að brillera í skólanum og Kristofer langflottasti.....

föstudagur, desember 16, 2005

Pottasleikir og Oliver SNILLINGUR sem er að BRILLERA

Oh mæ god, ég held ég sé STOLTASTA MAMMA í öllum heiminu... Já Snillingurinn minn hann Oliver kom heim í dag úr skólanum með þýskuprófið sem hann tók í morgun og þessi ELSKA MÍN fékk hvorki meira né minna en 47 stig af 60 mögulegum (sem gerir 7,8 á íslenskum mælikvarða) já drengurinn er að brillera þessa dagana. Ég er að tala um hann er búinn að koma heim með 3 próf í þessari viku og var lægsta einkunni 7,0 svo já það mætti segja að við séum að DEYJA við erum svo montinn.... Og við bara búin að vera hér í 6 mánuði þetta er bara framúrskarandi árangur hjá drengnum....
Dagurinn í dag gekk bara vel fyrir sig, mamman sá um strákana sína að koma þeim fram úr, í fötin og í skólan... En það var sko ekki mikið mál að kíkja í sokkinn í morgun og fengum þeir bræður jólaskraut (hreindýra styttu rosa flotta) frá Sveinka.. Svo hentumst við af stað og nema hvað mættum á réttum tíma með Oliver en vorum smá of sein með Kriss svo þegar við Kriss mættum voru Carina og Morgane farin inn og voru að taka sig til það átti nefnilega að fara að mála.. Svo já hann mætti nr. 2 í skólan samt vorum við svona eins og 5 mín of sein... Kriss var rosalega ánægður þegar hann sá að þau væru að fara að mála....
Svo kom Ma sæta aftur í hádeginu og sótti hann Kriss sinn sem vildi bara fá að vera heima hjá Pa meðan mamma hentist í búð og myndi sækja Oliver.. Þegar Ma og Oliver komu svo heim þá höfðu Kriss og Pa farið á rúntinn með Rabba.. Svo Oliver fékk mikla athygli í staðinn sagði Ma að honum hefði gengið alveg ágætlega í prófinu í morgun, og vonaðist hann þá til að fá ekki minna en síðast (sem við vitum öll núna að hann fékk hærra í dag en síðast)... Svo fékk hann að borða og svo keyrði Ma hann aftur í skólan en Kriss var bara heima með Pa á meðan....
Við chilluðum svo bara þangað til Oliver var búinn í skólanum... Þegar Oliver fór að sýna Ma hvað hann ætti að læra heima þá sá hún prófið og gjörsamlega ÖSKRAÐI hún var svo ánægð þegar hún sá einkunnina á blaðinu hjá honum (enda fékk hann aftur broskarl frá kennaranum og "Well done" ekki leiðinlegt það).... Oliver lærði svo bara allt saman og svo fóru þeir bræður að horfa á TV en Kriss greyjið sofnaði yfir því meðan hann beið eftir pabba sínum (enda var hann mikið þreyttur stubburinn okkar).... Svo núna sefur hann eins og Ljós meðan Oliver fær athygli frá fullorðna fólkinu...
Hey hvernig er það eru ALLIR HÆTTIR að kvitta fyrir komuna??? Við viljum fá kvittanir í gestabókina eða inn á commentið okkar... KOMA SVO...
Segjum þetta gott í bili....
Biðjum að heilsa að sinni
Kv. Oliver LANGDUGLEGASTI og Kriss SNILLINGUR...
já og Mamma LANG STOLTASTA :-)))))))

fimmtudagur, desember 15, 2005

Þvörusleikir..

Góða kvöldið,
Já dagurinn í dag byrjaði vel... Oliver var vakinn og labbaði hægt og rólega og kíkti í sokkinn sinn og vitir menn í honum var KARTAFLA... Já ekki við öðru að búast miðað við hegðunina í gær, hann vildi ekkert ræða þetta þótti þetta bara leiðinlegt.. Svo Ma lét hann bara eiga sig með þetta.. Svo vaknaði Kriss aðeins seinna eða þegar Oliver var farin í skólan með strætó og hann Kriss var sko alls ekki að skilja af hverju hann fékk KARTÖFLU og fannst hún bara ógeðsleg vildi bara henda henni strax í ruslið.. En hann þurfti nú mikið að ræða þessa kartöflu..Þegar Oliver labbaði út úr skólanum þá byrjaði Kriss að yfirheyra hann um kartöfluna hans og Oliver fannst þetta hvorki þægileg né skemmtileg umræða (vildi bara gleyma henni ASAP og ALLS EKKI RÆÐA HANA)..
Þeir bræður ætla sér greinilega ekki að fá svona viðbjóð 2 daga í röð svo þeir eru búnir að vera eins og elskur í dag, nema hvað...
Oliver var sóttur í hádeginu og þá var farið í smá bíltúr að leita af kökuformum (erum að baka tertu fyrir jólaballið á sunnudaginn) svo heim.. Fengum okkur að borða og svo lærði Oliver fyrir bæði skólan og þýskupróf en það er aftur þýskupróf á morgun.. Eftir lærdóminn drifum við okkur út þar sem Oliver var að fara í íslenskuskólan (það var sko æfing fyrir jólaballið en þar ætla allir krakkarnir að syngja fyrir okkur íslensk jólalög).. Kriss og Ma fóru í það að skutla Pa í vinnuna á meðan Oliver var í skólanum, svo var bara chillað þangað til Oliver var búinn..
Þegar heim var komið var það bælið sem beið Kristofers (og hvíslaði Kriss til Sveinka að hann ætlaði ekki að vera óþekkur aftur og að honum langaði mikið að fá dót í skóinn).. Oliver fékk að horfa á smá TV og var svo sendur í bælið með skólabækurnar með sér að kíkja smá yfir áður en hann sofnaði þar sem það er próf á morgun...
Segjum þetta gott í dag og vonum að Sveinki kíkji við hjá okkur í nótt..
ÁKKÚRAT 2 VIKUR Í ÖMMU SÆTU.. JÚ HÚ JÚ HÚ
Kv. Oliver og Kristofer

miðvikudagur, desember 14, 2005

Stúfur, 10 dagar til Jóla og Oliver að brillera þessa dagana.

Helló það eru sko búnir að vera góðir skóladagar hjá Oliver að undanförnu, jú jú minn maður var settur í surprise stræðfræðipróf og auðvita brillaði strákurinn fékk 26 stig af 30 mögulegum (eða í kringum 8,7 á íslenskum mælikvarða) ekki leiðinlegt að koma heim á hverjum degi með flottar einkunnir eða hvað???
En að allt öðru, dagurinn byrjaði svaka vel, allir vöknuðu við fyrsta hanagal og var byrjað á því að kíkja í skóinn og var þar eitthvað frá Stúfi sem betur fer... Svo var henst af stað í skólan en við vorum sko alveg á síðasta snúning en allir rétt náðu á réttum tíma..
Í dag fékk Kristofer að baka með sínum bekk ekkert smá gaman hjá honum fyrir hádegi svo kom hann heim með smakk í hádeginu og lét okkur vita af því að þetta væru Jólakökur. En hann var nú ekki lengi að renna þeim niður.. Svo sóttu Pa og Kriss, Oliver í hádeginu og var brunað heim í Pizzu.. Því miður voru þeir bræður báðir frekar óþekkir í hádeginu (eflaust búnir að gleyma sveinka ha,).. Svo var það skóli aftur eftir hádegi og byrjaði Kriss daginn úti sem honum þykir sko alls ekki leiðinlegt...
Eftir skóla var svo Kriss sóttur og fóru hann og Pabbi beint í það að þrífa bílinn og fylla hann af bensíni og eitthvað meðan Oliver labbaði heim og fór svo beint í lærdóm... Því miður voru þeir bræður svo báðir áfram frekar óþekkir svo búumst við fastlega við því að sjá kartöflu í sokknum hjá þeim í fyrramálið...
Núna er nú samt komin ró yfir þá sem betur fer.. Kriss á leiðinni í bælið og Oliver að lita í jólasveinalitabók...
Á morgun er svo nýrdagur ekki satt...
Viljum enda þetta á því að óska henni Ömmu Dísu til hamingju með afmælið en hún er 55 ára í dag...
Kv.Óþekku bræðurnir í Lúxemborg.

Giljagaur og Oliver LANGDUGLEGASTI

Jæja þá er þessi dagur senn á enda...
Þessi dagur var sko bara alveg frábær.. Í morgun fór Ma með Oliver í skólan og var sko frekar mikið auðvelt að vekja strákinn, jú maður þarf náttúrulega að kíkja í skóinn ekki satt???
Oliver fékk Verkefnabók "250 þrautir, gátur og spurningar" og Kriss fékk "Sætabrauðsdrenginn" bara gaman að fá bók í skóinn.
Svo var það bara skóli hjá Oliver til hádegis, svo Kriss var heima með Ma og Pa, fóru þau með hann aðeins í bæinn og svo að versla í matinn.. Drifum okkur svo að sækja Oliver í skólan.. Þegar heim var komið mundi Oliver allt í einu eftir því að tilkynna hvað hann hefði fengið í Þýskuprófinu (best að segja frá því aftur en hann fékk 42 af 60 mögulegum stigum (7,0 á íslenskum mælikvarða)) og urðu Ma og Pa súper stolt af stráknum sínum. Kennarinn hans Olivers hafði teiknað broskarl inn á prófið og skrifað "Go on like this" enda hafði strákurinn hækkað sig um heil 15 stig frá síðasta þýskuprófi.. Ma varð náttúrulega alveg súper stolt og gaf Oliver "Herbie fully loaded" á DVD fyrir þennan frábæra árangur...
Pa eldaði svo hádegismat fyrir okkur svo var borðað, eftir matinn fór Pa í vinnuna og Oliver að læra... Eftir lærdóminn MIKLA fóru Ma, Kriss og Oliver saman út í göngutúr, fór að labba inn í skóginum og svona skemmtilegt, fórum langan göngutúr enda fínt veðrið hjá okkur í dag.. Þegar við komum svo heim drifum við okkur í náttfötin (enda allir skítugir eftir göngutúrinn) poppuðum og fórum niður í sjónvarpsherbergi og gerðum Bíóstemmingu. Horfðum svo á Herbie sem var sko bara nokkuð fyndin, Oliver gat alla vegana vel hlegið af henni...
Eftir bíóið kom Pabbi heim í smá stund, Kriss fór að sofa enda klukkan orðin margt og skóli hjá honum á morgun, en Oliver fékk að vaka lengur þeir feðgar fór í það að prenta út mynd í jólakortin og Oliver hjálpaði svo Ma að setja myndirnar í umslagið og líma aftur kortin. Svo var það smá TV gláp hjá honum og svo bælið.. Enda er sveinki að koma aftur í nótt...
Svo það mætti segja að þessi dagur hafi verið EINTÓM sæla...
Oliver alltaf jafn duglegur og ætlar greinilega að fara að brillera í þýsku líka. Enda ekki við öðru að búast við af honum (hann er sko sonur mömmu sinnar og greinilegt að hann hefur erft mikið af genum frá henni, sem betur fer)....
Segjum þetta gott af Monti í dag...
Kv. Oliver SNILLINGUR og Kriss Duglegi

þriðjudagur, desember 13, 2005

Stoltustu Foreldrar í HEIMI...

Vá hvað við erum montinn í dag... Eins og alla hina dagana náttúrulega en Oliver þessi HETJA okkar kom heim með þýskuprófið sem hann tók á föstudaginn og vitir menn, okkar maður fékk 42 stig af 60 mögulegum (sem þýðir 7,0 á íslenskum mælikvarða) já nú urðum við Foreldrarnir EXTRA STOLT.. Já okkar strákur er eins og alltaf að MEIKA það...
Annars kom hann líka með rosaleg fallegt kort heim handa mömmu sinni sem hann bjó til handa henni og er skrifa á þýsku hversu mikið hann elski hana.. Já hann er að bræða okkur í dag.. Varð að monta mig...
kv. Stoltasta Mamma í heimi

mánudagur, desember 12, 2005

Stekkjastaur kom fyrstur.....

Já þá er fyrsti jólasveinninn búinn að koma í heimsókn til okkar. Og mætti sá galvaskur með bíla í farteskinu en Oliver fékk Mustang og Hauskúpu lyklakippu en Kriss fékk Dodge (og þar sem hann var pínu óþekkur í gær fékk hann bara bíl)..
Dagurinn byrjaði sem sagt bara skemmtilega það var hlupið fram úr bælinu og niður til að kíkja í sokkana sem við höfum hérna frammi á veggnum.. Svo var aðeins kíkt á bílana meðan borðaður var morgunmatur, svo var það náttúrulega bara skóli (nema hvað)...
Ma mætti svo að sækja Kriss og sagði honum að þau ætluðu aðeins í Mallið að kíkja á hrærivélar þar sem Ma vill svoleiðis í jólagjöf og þá sagði Kriss bara NEI þú færð bara dúkku Baby Born ekkert annað... En þau kíktu sem sagt smá stund í Mallið svo hringdi Pabbi og hann var kominn í smá frí í vinnunni svo hann vildi komast heim svo þau rétt náðu að sækja karlinn fyrst svo Oliver.. Þegar heim var svo komið var ákveðið að setja Jólasvein utan á húsið en hann hangir í svona ljósa stiga rosa flott og er hann að reyna að klifra upp í Olivers herbergi.. Svo var bara chillað áður en Oliver fór aftur í skólan...
Meðan Oliver var svo í skólanum þá voru Ma og Kriss bara að chilla fór að lita í jólasveina litabók og ákváðu svo allt í einu að skella sér í strætó á pósthúsið þar sem Pabbi var að fara vinna og þetta smell passaði hjá þeim þau hlupu inn á pósthúsið svo aftur út og þá kom strætó sem passaði ákkúrat upp á að sækja Oliver í skólan.. Svo löbbuðum við öll saman heim og þá var farið í heimalærdóm og Kriss að fikta í jólaskrautinu en honum finnst það bara svo flott að hann á erfitt með að hemja sig og láta það alveg í friði...
Eftir lærdóm var svo heitt kakó og smákökur smá svona jólastemming enda orðið jólalegt heima hjá okkur nema hvað!!!
Kriss fór svo snemma í bælið þar sem hann vildi ekki missa af jólasveininum og nú situr Oliver og skrifar jólakort til 2-Y á Íslandi (en það er gamli bekkurinn hans í Kópavogsskóla).. Eftir það er það bælið hjá stráknum...
En þeir bræður eru nú orðnir svolítið spenntir fyrir jólunum og telur nú Oliver niður fyrir Kriss hvað eru margir dagar í Jólin og svo í Ömmu...Enda styttist þetta óðfluga, ha...
Annars gáfu elstu bekkingar í Olivers skóla öllum yngri nemendum Kinder egg í dag þar sem jólasveinninn var að byrja að gefa í skóinn og ekki þótti Oliver mínum það leiðinlegt... Já og ekki má gleyma því að Kriss fékk að skreyta jólatréð í sínum skólanum í morgun en þau byrjuðu daginn á því.. Bara gaman :-)
Samt full alvara ennþá hjá Oliver og verður próf næsta föstudag sem er svona upprifjun úr gömlum hlutum svo ballið er ekki alveg búið...
Jæja dúllurnar mínar, verið nú duglega að kvitta fyrir komuna...
Heyrumst.
Jólabræðurnir í Lúx..

NÝJAR MYNDIR + Sunnudagur....

Helló everybody,
Já þá er þessi helgi búinn hjá okkur. Leið rosalega hratt eins og allar helgar og já bara tíminn yfir höfuð. Við settum nýjar myndir í DESEMBER 2005 albúmið endilega kíkjið á þær og kvittið fyrir komu ykkar annað hvort í GESTABÓKINA eða með því að skrifa COMMENT...
Nóg um það í dag var farið frekar svona seint á fætur, eða þangað til Kriss gat ekki beðið lengur með að fara að gera eitthvað en hann er okkar LIFANDI vekjaraklukka um helgar.. Svo Ma ákvað á endanum að fara út með strákinn sinn og fóru þau bara tvö saman í Mallið (já hann Kriss er nú oft fyndinn, en Ma hitti íslenskar Kellur í Mallinu og var að tala við þær svo þegar hún og Kriss löbbuðu í burtu þá heyrðist í litla karlinum "Mamma af hverju varst að tala við þessar konur? Hva kunna þær að syngja" svo var það bara útrætt mál þurfti ekkert meira um þessar kellur að spyrja nema þetta tvennt)... En þau Ma chilluð smá saman bara tvö ein komu svo heim með rúnstykki handa okkur körlunum. Pa rétt náði að fá sér smá bita áður en hann fór að vinna svo það var bara huggulegt og rólegt hjá okkur í dag. Eftir að hafa fengið okkur að borða fórum við niður að horfa saman á Idol síðan á föstudaginn (höfðum ekki komið því í verk fyrr) svo ákváðum við nú að fara út að leika smá enda fínt veður, frekar kallt kanski úti fyrir kuldaskræfur eins og Ma, en þetta var sko bara ljúft sólin skein og allt.. Vorum úti í dágóðan tíma og ákvað Unglingurinn okkar að fara á hjólinu sínu og var duglegur að hjóla úti strákurinn, kíktum líka í skólan hans Olivers og tókum myndir af honum. Svo ákváðum við bara að drífa okkur heim Ma var orðið svo KALLT. Fórum heim og borðuðum, svo kom Pabbi bara óvenju snemma heim svo karlarnir voru bara saman að chilla á horfa á einhvern bílaþátt í TV.. Svo voru þeir bræður þvegnir og settir í bælið.. Kriss sofnaði mjög fljótt og Oliver fór óvenju snemma í bælið enda kemur víst við einhver karl í rauðum fötum með húfu og skegg í kvöld og það hafði greinilega áhrif á okkar heimili þeir bræður voru svaka stilltir og fóru báðir snemma í bælið..
Svo tekur bara við venjulega vika hjá okkur á morgun með skóla og tilheyrandi...
Segjum þetta gott í bili...
En endilega kvittið nú í gestabókina svo við sjáum hverjir eru að kíkja á OKKUR...
Kv. Oliver og Kristofer

sunnudagur, desember 11, 2005

Jóla hvað :-)

Jæja þá er þessi laugardagur senn búinn og já ekki nema sólarhringur í Jólasveininn.. Vá hvað tíminn líður hratt áður en við vitum af verður hún Amma sæta kominn í heimsókn til okkar. Já og talandi um hana þá eru þeir bræður sko búnir að skipuleggja hvar hún á að sofa, eins gott að gera það tímanlega ekki satt???
Annars var þetta alveg ágætis laugardagur hjá okkur.. Fórum frekar seint fram úr enda flestir latir höfðum vakið extra lengi í gærkvöldi. Þegar við loksins drifum okkur fram úr ákváðum við þar sem pabbi yrði að vinna fram eftir að hafa bara Lasange í kvöldmatinn (það er sko ekki í uppáhaldi hjá karlinum en okkur hinum finnst það svaka gott). Svo Ma, Pa og Kriss drifu sig í Mallið að kaupa það sem vantaði í Lasangað meðan Oliver Unglingur var heima að chilla. Tókum svo smá bíltúr og drifum okkur svo heim þar sem Oliver var HOME ALONE og Pa var að fara í vinnuna.
Þegar við vorum svo orðin ein eftir í kotinu fórum við í það að gera matinn kláran, svo var farið í smá tiltekt, enda alveg komin tími á það í okkar húsi. Eftir slatta tiltekt ákváðum við að hafa matinn snemma enda allir rosalega svangir. Eftir matinn var bara slappað af og fékk Kriss stór að hringja í ömmu til að tilkynna henni að hann væri nú alveg hættur að nota snudduna enda ekki notað hana í marga daga (að vísu fann hann snuddurnar í morgun og hann langaði sko svakalega mikið að fá sér smá smakk en mamma sagði bara þvert NEI enda hann búinn að standa sig eins og hetja hvað snudduna varðar).. Svo fór Kriss í bælið að sofa og sofnaði strax. Svo við Oliver notuðum tækifærið og fórum í smá SKREYTINGARHAM og skreyttum alveg slatt og breyttum smá fyrri skreytingum, já og þrifum allt hátt og lágt (erum ekki alveg búin ætlum að klára þetta á morgun enda bara hægt að skreyta þegar Kriss er sofnaður). Núna liggur Unglingurinn bara fyrir framan TVið í stuði enda helgi svo maður má nú vaka lengur.. Þeir bræður búnir að vera stilltir í dag enda vita þeir hver er að fara að koma á morgun, ha...
Endum þetta á því að óska henni Unni Birnu til hamingju með titilinn...
Já og sumum viljum ekki nafngreina strax til hamingju með tilvonandi erfingja (sem er væntanlegur á næsta ári) vá okkur hlakkar bara til..
Sendum svo batnaðarstrauma til hennar Ágústu okkar sem kemst því miður ekki til Danó á morgun þar sem hún er VEIK (láttu þér nú batna dúllan okkar).
Kv. Bræðurnir í Lúx

laugardagur, desember 10, 2005

Föstudagur

Í morgun vaknaði haninn á heimilinu í bananastuði og vildi drífa sig fram úr við fyrsta hanagal.. Svo það var fátt annað í stöðunni en að drífa sig fram úr og fara í það að ræsa svefnburkuna út enda var skóli hjá öllum í morgun.. Gekk þetta nokkuð áfallalaust fyrir sig og mættu þeir bræður á réttum tíma í skólan (nema hvað)..
Kriss var svo sóttur fyrstur eins og alltaf og skyldi hann ekkert í því af hverju gamla settið mætti á Pontiacnum að sækja hann og spurði hann út í eitt af hverju Audinn þyrfti að fara í yfirhalningu. Var held ég bara ekki sáttur við þetta að vera sóttur á rútunni. Eftir að hafa sótt hann drifum við okkur heim og fengum okkur að borða..
Ákvað svo Ma að labba bara og sækja Oliver og draga hann með sér í bæinn en Oliver var búin að biðja um Puma skó fyrir jólin og var Ma búin að finna út hvar þeir væru á bestaverðinu svo þau fór bara tvö ein með strætó niður í bæ. Græddi Oliver mikið á því þar sem þetta var bara hádegishlé og þau höfðu ekki tíma til að fara heim líka svo hann fékk bara að fara út að borða í hádeginu og jafn ótrúlegt og það nú er valdi hann sér MacDonalds í hádegismat. En þau náðu nú samt að versla á Oliver skó og fæða strákinn áður en þau þurftu að hoppa upp í strætó aftur til að ná á réttum tíma í skólan. Og auðvita tókst þeim þetta allt saman.. Og var Oliver hin ánægðasti með þetta hádegishlé..
Á meðan á þessu öllu stóð var Kriss bara heima að leika við Pabba ekki amalegt það. Og voru þeir feðgar bara heima nenntu ekki út voru að glápa á TV og leika í Playmó.
Þegar Oliver var svo búin í skólanum labbaði mamma aftur að sækja hann þar sem hún hafði alveg gleymt að spyrja Oliver út í Þýskuprófið í morgun en þau voru svo upptekin í bænum að þetta gleymdist alveg og jú jú honum gekk ágætlega í prófinu sem var frekar þungt.. Og svo var Oliver svo heppinn að hann fékk molan í dagatalinu (en Joffan hans Olivers gefur krökkunum mola úr dagatali á hverjum degi í Desember og koma þau upp til skiptis) og var Oliver sko meira en lítið sáttur við það að hafa fengið mola...
Svo þegar heim var komið beið okkar PAKKI já Amma sæta hafði sent strákunum sínum Súkkulaði dagatal frá Íslandi svo þeir bræður fengu að borða 3 mola úr dagatalinu (ekki alveg nógu gott að gúffa þessu öllu í sig í einu). Takk fyrir það amma....
Svo tók við smá lærdómur hjá Oliver en að öðru leyti voru það bara róleg heit.. Oliver og Ma fóru svo í það að velja mynd í jólakortið í ár, en við bræður nennum ekki að láta taka af okkur sérstaka mynd fyrir jólakortið svo Oliver fékk að velja þá sem honum þótti flottust af þeim saman, en já það er víst komin tími á það að fara að redda jólakortunum ef við eigum að klára þau fyrir jólin...
Svo var það bara TV gláp og að leika sér, enda komin helgi hjá okkur, hún byrjar um leið og Oliver er búin að læra enda lærir hann alltaf á föstudögum, því illu er jú best af lokið ekki satt???
Segjum þetta gott í dag...
Bara 20 dagara í Ömmu
Kv. Oliver LangDuglegasti og Kristofer sem er að læra Lúxemborgísku á fullu

fimmtudagur, desember 08, 2005

Íslenskuskóli og bara 21 dagur í Ömmu sætu

Vá hvað var mikil spenna í okkur í kvöld.. Töluðum nefnilega við Ömmu sætu sem ætlar að koma að heimsækja okkur AFTUR (jú hú) milli jóla og nýárs og vera hjá okkur um áramótin.. Það fannst okkur bræðrum ekki leiðinlegt og Kriss fannst alveg frábært að hann þyrfti ekki lengur að bíða eftir sólinni til að fá Ömmu sætu NEI nú þarf hann bara að bíða eftir jólunum og þá kemur amma...Og bara 3 vikur í hana það á sko eftir að líða HRATT...
Annars var dagurinn í dag bara fínn.. Vöknuðum frekar seint enda bara löt, fórum á fætur og keyrðu Ma og Kriss, Oliver í skólan þar sem það er ekki skóli hjá Kriss á fimmtudögum..
Kriss og Ma fór svo bara heim í smá afslöppun og ákváðu svo að taka strætó niður í bæ (Kriss finnst bara gaman í strætó og þarf alltaf að sitja aftast eins og Unglingarnir).. Löbbuðu þau aðeins niður í bæ og drifu sig svo heim til að sækja Oliver í skólan þar sem það var bara stuttur skóladagur, en mikið heimanám, já vitir menn og konur það er Þýskupróf eina ferðina enn á morgun (en hjá Oliver eru alltaf próf á föstudögum og er það til skiptis í þýsku og stærðfræði) svo Oliver fór í það um leið og hann kom heim að læra fyrir prófið svo var það matur snemma þar sem það var líka Íslenskuskóli í dag... Og var verið að æfa fyrir jólaballið en þar ætlar Unglingurinn á heimilinu að syngja (Ég sá mömmu kyssa jólasvein og Bjart er yfir Betlehem) svo það var bara sungið og föndrað í skólanum í dag ekki leiðinlegt það ha.....
Þegar við komum svo heim fékk ég smá break frá lærdómi, en það má víst ekki of gera þessu heldur, og fékk ég að horfa á smá TV svo var ég sendur upp í rúm núna rétt í þessu með lærdóm til að kíkja yfir áður en ég sofnaði... Kriss sofnaði bara um leið og hann lagðist á koddan enda við búin að vera á miklum þvælingi í dag...
En hápunktur dagsins var náttúrulega að fá að vita að Amma Sæta væri að koma... Hlökkum svaka mikið til að fá þig sæta....
Kv. Oliver Unglingur og Kristofer Unglinga vona bee...

miðvikudagur, desember 07, 2005

Langur skóladagur og Ein í kotinu....

Vá hvað allir voru þreyttir í morgun, en jú á endanum hafðist þetta og mættu allir í skólan á réttum tíma sem betur fer...
Í hádeginu var svo Kriss sóttur fyrstur og var hann sko þvílíkt glaður þegar mamma kom hlaupandi á móti honum, jú hann hafði fengið súkkulaðipoka í skólanum (þetta var sem sagt poki frá St. Nicolas fullt af allskonar súkkulaði þar á meðal jólasveinn og kúlur).. Við hentumst svo í búð til að drepa tíman þangað til Oliver yrði búinn.. Við vorum svo mætt á réttum tíma að sækja Oliver sem var sko bara í stuði og vildi drífa sig heim svo hann gæti kíkt á Rafmagnsgræjuna sem hann fékk í gær og hann var þvílíkt lengi að dunda í henni eða já þangað til það var tilbúinn matur, og mátti hann nú ekkert vera að því að borða, en það var náttúrulega ekkert val þar sem þeir bræður voru báðir að fara í skólan aftur eftir hádegi....
Eftir hádegi voru þeir bræður keyrði í skólan og Ma búin að fylla á nestið hjá þeim þar sem þeir voru báðir nánast búnir með allt nestið sitt...
Þegar skólinn svo var búinn var Kriss sóttur fyrstur og svo Oliver... Var þá ákveðið að skella sér í smá bíltúr aðeins að slappa af áður en Oliver þyrfti að drífa sig heim og byrja á heimalærdómi... Þegar heim var komið byrjaði Oliver strax að læra mjög svo duglegur eins og nánast alltaf, og Kriss fór að hjálpa pabba sínum að raða ofan í tösku, en sá Gamli var að fara til Bristol núna í kvöld að laga flugvél þar og vonandi kemur hann heim seint annað kvöld eða já á föstudaginn.. Ma og Kriss skutluðu svo Pa á flugvöllinn meðan Oliver var heima að klára heimalærdóminn sinn.. Kriss saknaði pabba síns strax og skyldi ekkert í því af hverju þessi flugvél var endilega biluð í Bristol, en Kriss er að verða meiri pabbastrákur en hann var....
Þegar Oliver var svo búinn að læra og Kriss og Ma komin heim fengu þeir bræður að borða súkkulaðið hans Kriss en Kriss var svo góður að hann vildi endilega gefa Oliver jólasveina súkkulaðið svo hann fékk það náttúrulega...
Fór Kriss svo ALSÆLL í bælið að sofa enda hafði hann fengið nammi þó svo það væri ekki NAMMIDAGUR...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Bræðurnir í Lúxlandinu

St. Nicolas

Góða kvöldið, góðir hálsar....
Þá er komið þriðjudagskvöld. Og við stór fjölskyldan búin að eiga alveg yndislegan dag saman... Í dag var frí í skólanum hjá öllum já út af St. Nicolas deginum, svo við fengum að sofa út, bara notalegt ha.. Svo var farið í kringum hádegið með Audinn í yfirhalningu en vitir menn það hafði orðið einhver misskilingur og hafði kella bara skráð hann í olíuskipti svo við ákváðum bara að frest yfirhalningunni fram á föstudag og fara bara í bæinn... Við kíktum í Trier miðbæinn og þar er sko orðið ekkert smá jólalegt og flott...Eyddum við sko dágóðum tíma þar, kíktum í fullt fullt af búðum og að sjálfsögðu kíktum við aðeins á jólamarkaðinn þar en hann er ekkert smá flottur og alveg frábært að skoða þar... Eftir langan dag í bænum var ákveðið þar sem karlpeningurinn var ALLUR orðinn mjög svo PIRRAÐUR úr hungri að fá sér í gogginn... Stoppuðum við á Pizza Hut þar sem alls staðar annars staðar var pakkað út úr dyrum... Og við getum orðað það sem svo að þeir feðgar komu jafn svangir út og þeir fóru inn (Oliver og pabbi hans dóu úr hlátri þegar Kriss fékk barnaskammtinn af Chicken Nuggets en það voru 2 bitar og 20 franskar, Oliver fékk svo barnapizzu og hann hélt að hann hefði fengið sýnishorn en NEI þetta var pizzan svo þetta voru ekki nógu stórir skammtar fyrir karlmenn á þessum stað). Eftir matinn löbbuðum við smá meira og fórum svo bara í bílinn og heim, enda klukkan orðin margt og farið að dimma.. Jólaljósin í miðbænum voru ekkert smá flott þegar fór að rökkva....
Þegar heim var komið biðuð pakkarnir en við bræður fengum pakka í dag... Sú gamla var nú reyndar sniðug og gaf okkur einn mjúkan pakka og í honum voru Jólafötin okkar í ár.. Svo var einn harður á mann og fékk Kriss Playmó skip en Nördinn á heimilinu fékk "Electronic Start" svo hann geti farið að læra á rafmagnið með pabba sínum og "Chemie entdecken" svo hann geti farið að uppgötva/læra á efnafræði... Voru þeir bræður báðir mjög svo ánægðir með innihaldið í harða pakkanum.. Kriss fannst mjúki pakkinn mjög svo óspennandi en Oliver var mjög svo ánægður með sinn mjúka pakka og fannst jólafötin sín bara COOLUÐ....
Eftir pakka stússið fóru þeir svo bara í bælið, sáttir eftir daginn....
Endilega kíkjið nú öll á myndirnar af okkur og kvittið fyrir komu ykkar, annað hvort með commenti eða skrifið í gestabókina okkar...
Viljum enda þetta á því að ÞAKKA okkur dyggu aðdáendum fyrir að fylgjast með okkur og hvetja okkur áfram í því að skrifa niður hvað við erum að gera á daginn hér í Lúxlandi..
Þökkum þeim sem hlýddu..
Oliver og Kristofer

þriðjudagur, desember 06, 2005

MEIRA AF MYNDUM....

Ma var að setja fleiri myndir inn í "Nóvem- og Desember" albúmið okkar... Endilega kíkja á þær líka...
Alltaf gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með okkur...
Skrifum meira á eftir...
Kv. Oliver og Kristofer

NÝJAR MYNDIR

Það eru komnar nýjar myndir af Geitinni og Duglega Bróðir hans.. Endilega kíkjið á þær og kvittið nú í gestbókina.... Koma svo!!!!
Kv. Oliver LangDuglegasti og Kriss Duglegi

mánudagur, desember 05, 2005

Oliver er bara SNILLINGUR

Helló,
Já þá er farið að líða að kveldi á þessum mánudegi.... Já og við búin að hafa alveg yndislegan dag.. Strákarnir voru rosa hressir í morgun, já Kriss nánast hljóp fram úr rúminu (ekki af því hann langaði svo framúr NEI) já nú átti að verðlauna strákinn fyrir það að hafa ekki notað SNUDDU undanfarna 4 daga.. Já hann er bara duglegur strákurinn og í verðlaun fékk hann Playmókarl (slökkvuliðskarl).. Ekkert smá ánægður með það...Svo var kíkt í dagatalið og farið í skólan.. Kriss ánægður með það að fá LOKSINS að fara í skólan aftur...
Svo í hádeginu í grenjandi rigningu sótti Ma og Pa strákinn sinn fóru smá rúnt með hann áður en Oliver var sóttur. Oliver var sóttur í hádeginu og var þá farið heim í afslöppun en þeir feðgar fóru saman niður eftir að hafa borðað og kíktu á TV já nú eru sko alveg FULLT FULLT af stöðvum sem allir eða já nánast allir skilja....
Eftir hádegi fóru Pabbi og Kriss að chilla og Oliver í skólan...
Pa og Kriss sóttu svo Oliver í skólan þegar hann var búinn og var þá farið beint heim þar sem Pabbi og Kriss fór að laga Golfinn fyrir Rabba og Oliver duglegi fór að læra...
Duglegi strákurinn fékk 53 á stærðfræðiprófinu af 60 mögulegum (8,8 á Íslenskum mælikvarða), svakalega duglegur strákurinn eins og alltaf þegar stærðfræði er annars vegar, þetta voru bara ömurlegar klaufavillur og já svo fékk hann vitlaust fyrir svona skrifuð dæmi þar sem hann átti að svara "Sigga átti 40 sleikjó" en hann fékk vitlaust þó svo dæmið væri rétt reiknað þar sem hann gerði stafsetningarvillur í svörunum eða raðaði setningunni vitlaust upp.. Frekar fúllt, þar sem dæmið sjálft er rétt reiknað.. En svona er bara gjöfin hér í Lúx og ekkert við því að gera nema að sætta sig við það, ha.....
Svo er núna bara chill og afslöppun og vitir menn strákarnir eru báðir í fríi á morgun þar sem það er St. Nicholas day hér... Bara fínt þá fá þeir að sofa út...
Annars komu þeir báðir heim með jólaskraut í dag ekkert smá flott.. Báðir duglegir og flottir eins og alltaf... Nema hvað, synir hennar mömmu sinnar.....
Á morgun fá strákarnir svo pakka þar sem það fá allir fullt af pökkum á morgun í Lúx svo mamma ákvað að þeir fengju pakka á morgun.. Bara skemmtilegt fyrir þá
En segjum þetta gott í dag.
Kv. Oliver duglegi og Kriss

sunnudagur, desember 04, 2005

Meiri BAKSTUR og eldamennska...

Helló allir saman,
Já þá er komin sunnudagur og reyndar komið sunnudagskvöld... Og dagurinn í dag bara búinn að vera frábær enda var frí í dag og fengu þeir bræður því að sofa út... Kriss ákvað nú samt klukkan 09 að nú væri sko kominn dagur (mælikvarðinn hans þessa dagana er hvort búið sé að kveikja á jólaljósunum heima hjá Dylan en hann býr beint á móti okkur)... Við drifum okkur því á fætur og Oliver svefnburka sem sefur alltaf ógeð lengi var sko löngu vaknaður... Við ákváðum að hnoða í Piparkökur og já eina ferðina enn í Súkkulaðibitakökur (ekki nema í 3 skiptið ha)... Svo kom Pabbi heim og við hentumst í Mallið (já þar sem það eru að koma jól þá er opið í Mallinu í nokkra klukkara á sunnudögum) en okkur vantaði form til að búa til piparkökur... Við vorum mjög stutt í Mallinu enda höfðum við verið þar deginum áður.... Fundum sem betur fer form til að baka piparkökurnar....
Drifum okkur svo í smá bíltúr...
Þegar heim var komið héldu Ma og Oliver áfram að gera deigið í súkkulaðibitakökurnar meðan Kriss og Pabbi fengu Óla Disk og Magna í heimsókn til að redda SKYinu fyrir okkur... Að sjálfsögðu gátu þeir feðgar, Óli Diskur og Magni reddað TVinu hjá okkur, svo nú erum við LOKSINS komin með FULLT af sjónvarpsstöðvum sem við skiljum JÚ HÚ.....
Oliver nennti svo ekki meiri bakstri og fór á Internetið að leika sér meðan Mamma sá um að klára baksturinn (vonum að þetta sé síðasti baksturinn fyrir þessi jólina, mjög ólíklegt samt)...
Núna eru þeir feðgar allir saman í eldhúsinu að elda kvöldmatinn, svo verður það sturta og bælið... Þetta var bara fínn dagur og ilmar húsið okkar af Kökulykt aðallega (piparkökulykt) ekkert smá gott...
Gleymdum alveg að minnast á það að Oliver er ekki alveg búinn að skreyta en er langt kominn þessi elska....
Vonum að hann fái að vita úr stærðfræðiprófinu á morgun :-)
Kv. Oliver Stillti og Kristofer Handóði

laugardagur, desember 03, 2005

Jóla hvað?????

Þá er sko loksins komin helgi, ekkert smá notarlegt og gott....
Í gær var bara afslöppun svo við nenntum ekkert að skrifa...
Í dag fórum við svona frekar seint á fætur enda fór Pabbi gamli að vinna snemma svo restin af familíunni svaf bara... Þegar karlinn kom svo heim þá voru nú allir vaknaðir en óklæddir og þá var karlinn bara í stuði svo við drifum okkur í föt og út með honum....
Fyrst lá leiðin í Mallið, chilluðum við þar aðeins og ákváðum svo að fara í Klippingu og já já nú heimtar Kriss að fá klippingu líka í hvert skipti og auðvita fær hann það (loksins þegar hann vill láta klippa á sér hárið nema hvað??).. Eftir Mallið ákváðum við að skella okkur til Belgíu og kíktum fyrst í IKEA, alltaf jafn gaman að skoða þar, já og aldrei fer maður út tóm hentur eða hvað???? Eftir IKEA ákváðum við að kíkja í NIKE búðina þar sem okkur vantaði jólaskó, og vitir menn Oliver vildi bara fá fótboltaskó og ekkert annað (takkaskó svona inni skó) hann þessi elska fann sér svoleiðis silfurlitaða ógeð flotta... Kriss okkar fann líka ægilega fína skó (geimskó eins og gamla settið kýs að kalla þá) og honum Kriss var sko ekki haggað hann vildi þá og ekkert annað, ætlaði meiri segja að skilja bara gömlu strigaskóna sína eftir í búðinni, góður ha..... Eftir allar þessar búðir var ákveðið að koma við á MacDonalds uppáhaldinu þeirra bræðra og taka mat með handa þeim heim... Svo þegar við komum heim byrjaði Oliver að taka jólaskraut upp úr kössunum og Oliver byrjaði að raða smá en við eigum alveg fullt fullt eftir... Oliver skreytingarmaður nennti ekki meir svo hann sér bara um þetta á morgun, en þetta er hans verkefni þetta árið..... Bara skemmtilegt...
Svo lítur allt út fyrir það að það þurfi að baka meira á þessu heimili þar sem allar kökurnar eru búnar og við já búin að baka 2 síðustu helgar (mamma segir að hún þurfi að baka svona oft þar sem það eru svo margir karlar í heimili hjá okkur)....
Oliver var að syngja fyrir mömmu sína á fullu í gær á Lúxemborgísku... Já þetta getur hann strákurinn og mamma hans verður svo stolt þegar hún sér framfarir hjá þessum elskum sínum.
Já já Kristín mín við ætlum að fara að setja inn fleiri myndir.....Reynum að gera það núna í vikunni....
Takk fyrir að fylgjast með okkur þið sem eruð að því, frábært að sjá að einhverjir séu farnir að kvitta í gestabókina okkar,það bara gleður okkur að sjá ykkur kvitta fyrir innlitið....
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Oliver langflottasti og Kriss flotti...

fimmtudagur, desember 01, 2005

Jólalög

Góða kvöldið
Jæja þá var fyrsti dagurinn á dagatalinu opnaður í dag, og ekki nema 23 dagar til jóla, eins gott að mamma fari í það að skreyta með okkur um helgina.. Okkur líst ekkert á þetta hjá henni.....
En nóg um það í morgun fékk Oliver far í skólan enda frekar þreyttur.. Fékk samt að sofa lengur þar sem hann var bara einn að fara út... Kriss var bara heima með gamla settinu og sá til þess að þau svæfu ekki lengur og hefðu eitthvað að gera... Fóru þau því bara á endanum út með mér..
Við sóttum svo Oliver í hádeginu sem átti að læra frekar mikið miðað við það að það er próf í Stærðfræði á morgun en hann fór því í það að læra strax.. Ma sá um að elda pizzu ofan í liðið á meðan...
Eftir mat fór Kriss með Pabba að sækja Rabba og þá áttaði pabbi sig á hvað klukkan var orðin mikið svo þeir komu og sóttu mig og Ma, fórum við því fyrst í smá bíltúr til Þýskalands á verkstæði að panta tíma fyrir Audíinn í tékk og já skutla Rabba, brunuðum svo beint í íslensku skólan svo Oliver yrði ekki of seinn... En í skólanum í dag voru þau að læra um 1.desember og já jólalög ekki amalegt það... Og Oliver átti að læra heima "Heimsum ból" og "Bjart er yfir Betlehem". En bekkurinn hans ætlar að syngja á jólaballinu í ár... Verður bara gaman fyrir hann að fá að vera með í því... Svo mamma hans söng fyrir þá bræður á leiðinni heim í bílnum... Pabbanum til mikillar GLEÐI :-)
Svo var bara farið heim eftir skólan og fékk Geitin að fara aðeins með Pabba í bílskúrinn en þeir voru að kíkja á Rabba bíl svo í bælið... Oliver kíkti líka í bílskúrinn en þegar Kriss fór upp fór hann bara að horfa á TV já og situr þar enn.. En hann var svo duglegur að læra í dag að hann fær smá TV gláp áður en hann fer í bælið....
Biðjum að heilsa ykkur að sinni
Kv. Oliver og Kriss