Við komin í Ömmuhús
Já þá erum við LOKSINS komin í Ömmuhús, og já það voru sko þvílíkar móttökur!!! Nema hvað..
Dagurinn byrjaði ELDSNEMMA í Lúxlandi og var þá farið á fætur með Audinn á verkstæði og farið á flugvöllinn.... Komum á góðum tíma á völlinn svo við vorum bara í róleg heitunum þar og fengum okkur að borða og strákarnir léku sér á einhverju leiksvæði á flugvellinum, svo var farið í relluna og ótrúlegt en satt þá var vélin á undan áætlun, hver hefði trúað því??? Já ekki ég...
Svo fengum við að fara óvenju snemma inn í vélina þar sem fólk með ungabörn og já fjölskyldu fékk að fara fyrst í vélina... Vá og við fengum sko þvílíka þjónustu í dag bara fyrir það eitt að vera fjölskyldufólk vá hver hefði trúað því, eða er svona sjaldgæft að FJÖLSKYLDAN sé að ferðast saman??? Já hver veit...
Já svo lokins fór vélin í loftið, og þá byrjaði Kriss okkar að tala og vitir menn konur og börn hann talaði alla leiðina (fyrir utan kanski þær 20 mínútúr sem hann lagði sig og vá hvað ég held að fólkið í kringum okkur hafi verið ánægt, geta hellt aðeins úr eyrunum)....
Svo mættum við á Leifstöð og þar var hún Amma Sæta mætt að sækja okkur, en hún kom á Kristínar bíl þar sem Ömmu bíl er ekki alveg nógu stór fyrir allan okkar farangur... Svo var farið beint heim í Ömmuhús og þar var sko Kristín og Tvíbbarnir mætt á svæðið, svo voru það sko Kjötfarsbollur og Rjómabollur handa okkur, ekki amalegt það.... Þetta var sko bara æðislegt og við sko bara meira en lítið sátt...
Að vísu eru allir vakandi ennþá þó svo klukkan sé orðin frekar MIKIÐ... En já við erum nú bara einu sinni í FRÍI og á Íslandi...
Sjáum svo til hvernig vikan verður, alla vegana er búið að planleggja SUNDFERÐ já það verður að vera þegar maður fer til Íslands ekki satt???
En annars er það svo sem ekki neitt... Bara búinn að vera langur og erfiður dagur hjá okkur, við öll DAUÐÞREYTT svo það er kanski bara best að henda sér í bælið...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir á Íslandi