þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Við komin í Ömmuhús

Góða kvöldið gott fólk,
Já þá erum við LOKSINS komin í Ömmuhús, og já það voru sko þvílíkar móttökur!!! Nema hvað..
Dagurinn byrjaði ELDSNEMMA í Lúxlandi og var þá farið á fætur með Audinn á verkstæði og farið á flugvöllinn.... Komum á góðum tíma á völlinn svo við vorum bara í róleg heitunum þar og fengum okkur að borða og strákarnir léku sér á einhverju leiksvæði á flugvellinum, svo var farið í relluna og ótrúlegt en satt þá var vélin á undan áætlun, hver hefði trúað því??? Já ekki ég...
Svo fengum við að fara óvenju snemma inn í vélina þar sem fólk með ungabörn og já fjölskyldu fékk að fara fyrst í vélina... Vá og við fengum sko þvílíka þjónustu í dag bara fyrir það eitt að vera fjölskyldufólk vá hver hefði trúað því, eða er svona sjaldgæft að FJÖLSKYLDAN sé að ferðast saman??? Já hver veit...
Já svo lokins fór vélin í loftið, og þá byrjaði Kriss okkar að tala og vitir menn konur og börn hann talaði alla leiðina (fyrir utan kanski þær 20 mínútúr sem hann lagði sig og vá hvað ég held að fólkið í kringum okkur hafi verið ánægt, geta hellt aðeins úr eyrunum)....
Svo mættum við á Leifstöð og þar var hún Amma Sæta mætt að sækja okkur, en hún kom á Kristínar bíl þar sem Ömmu bíl er ekki alveg nógu stór fyrir allan okkar farangur... Svo var farið beint heim í Ömmuhús og þar var sko Kristín og Tvíbbarnir mætt á svæðið, svo voru það sko Kjötfarsbollur og Rjómabollur handa okkur, ekki amalegt það.... Þetta var sko bara æðislegt og við sko bara meira en lítið sátt...
Að vísu eru allir vakandi ennþá þó svo klukkan sé orðin frekar MIKIÐ... En já við erum nú bara einu sinni í FRÍI og á Íslandi...
Sjáum svo til hvernig vikan verður, alla vegana er búið að planleggja SUNDFERÐ já það verður að vera þegar maður fer til Íslands ekki satt???
En annars er það svo sem ekki neitt... Bara búinn að vera langur og erfiður dagur hjá okkur, við öll DAUÐÞREYTT svo það er kanski bara best að henda sér í bælið...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir á Íslandi

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Á morgun, á morgun, á morgun jú hú

Vá hvað tíminn líður hratt, já í fyrramálið leggjum við stór fjölskyldan af stað til Frankfurt og svo er það bara Icelandair til Íslands og ætlar Amma að sækja okkur á flugvöllin (en hún lofaði sko Kriss að sækja hann og hún Amma svíkur sko ALLS EKKI loforð)...
En já svona er það n ú bara....
Þessi dagur er búinn að vera bara alveg ágætur, Ma fékk að sofa út meðan feðgarnir fóru saman niður að borða og púsla... Svo vöknuðum við Oliver á svipuðum tíma og þá var bara að drífa sig í sturtu þar sem við áttu að vera mætt í hádeginu á bílaleiguna í Trier að fá bílaleigubílinn og já ekki DREPAST gjörsamlega úr hlátri en við fengum Peugout (vona að ég skrifi þetta rétt) en þeir feðgar eru að DEYJA úr SKÖMM yfir bílnum og það er ekki einu sinni djók, hef aldrei heyrt annað eins, sá Elsti finnur ýmislegt að bílnum já hvað allt varðar og ekki eru þeir bræður neitt skárri hvað þetta varðar... En já ef bílinn kemur okkur á flugvöllinn er mér alveg sama (ég er að tala um að hann Bjarni skammar sín fyrir að keyra bílinn hann er svo hræddur um að fólk haldi að hann eigi bílinn, ha ha ha gott á hann).....
En já við fórum svo bara heim eftir bílaleiguna og pabbi skutlaðist í vinnuna til að skila inn einhverjum pappírum... Svo var bara farið heim og pakkað niður og Mollý er sko með óvenju fáar töskur núna miðað við aldur og fyrri störf (er eiginlega bara miður sín yfir þessu)...
Eftir að við pökkuðum niður fórum við á MacDonalds að leyfa þeim bræðrum að útrása sig en það var sko frekar mikið KALLT hjá okkur í Lúxlandi í dag... Vorum á MacDonalds heillengi að leyfa þeim að leika, eftir matinn var farið í bíltúr svo heim til að þrífa strákunum og fara að þvo þvott og tæma ísskápinn og allt sem þarf að gera áður en maður fer að heiman í nokkra daga... Svo það mætti segja að það sé búið að vera nóg að gera hjá okkur í dag.... Enda maður á leiðinni í heimsókn til Íslands í nokkra daga, nema hvað!!!
Nú eru þeir bræður komnir í náttfötin og Kriss ready fyrir bælið og fer að styttast í það hjá honum, hann þarf sko sinn svefn strákurinn... Oliver fær að vaka lengur með Gamla settinu og ætlar sko að notfæra sér það og fara í PS2 í kvöld, þar sem hann kemst ekkert í nýju leikina í heila viku, ha....
En svona er það nú bara...
Hlökkum til að sjá ykkur öll og já afmælið hans Olivers verður á laugardaginn, sendum út póst með það síðar....
Kv. Frá okkur sem erum að fara til Íslands á morgun...

Allt að gerast, allt gjörsamlega á FULLU

Góða kvöldið gott fólk,
Vá hvað er nú stutt í Íslandsferðina okkar, vá hvað tíminn líður hratt... Sem er sko bara alls ekki slæmt skal ég segja ykkur, nema hvað náttúrulega Stóra barnið mitt að verða 8 ára, já VÁ....
Annars byrjaði þessi dagur bara nokkuð vel, Kriss vaknaði fyrir allar aldir svo Ma ákvað að gera feðgunum mikinn greiða og fara út með Kriss svo þeir gætu sofið lengur.. Svo við Kriss drifum okkur fram úr og já bara hreinlega út, fórum í Mallið og keyptum rúnstykki og sætabrauð þar sem við æltuðum að leyfa Oliver að opna nokkra afmælispakka í dag.. Svo já við vorum smá stund í búðinni og náði sú gamla meiri að segja að versla á okkur bræður jakkaföt fyrir brúðkaupið í sumar, bara gott mál....
Eftir Mallið fórum við heim og vöktum karlana sem voru að staulast á fætur og voru svaka ánægðir með að við hefðum farið í bakaríið... Svo var borðað og fékk Oliver að opna nokkra pakka og var rosalega ánægður með innihaldið í þeim öllum (að vísu var Oliver svaka góður við bróðir sinn og leyfði honum að opna pakkana eða já Kriss tók pappírinn utan af öllum nema einum (þar sem Kriss langaði svo í pakka, að vísu gat Ma reddað sér smá átti til einn bíll sem hún gat sett í afmælispappír handa honum))... Já Oliver var sko góður og fékk mikið HRÓS fyrir að hafa verið svona góður við Stubb litla....
Eftir pakkana fóru Pabbi og Kriss í bíltúr til Óla Disk, Oliver var inni hjá sér að prufa nýju PS2 leikina sem hann fékk og sú Gamla horfði á Idolið (frá því í gær)...
Svo komu Kriss og Pabbi heim og sóttu okkur Oliver þar sem Oliver var að fara á Tae kwon Do æfingu og að sjálfsögðu vildi Ma fá að horfa á svo Kriss og Pabbi chilluð smá á meðan og komu svo við og kíktu líka enda er Oliver orðinn svaka flinkur í þessari íþrótt... Og var gaman að þessu..
Eftir æfinguna fórum við smá í bæinn ÖRSTUTT alveg og svo heim þar sem Oliver dreif sig beint inn til sín að leika meira í PS2, Kriss og Pabbi fóru saman niður að kíkja á TV og Ma dreif í því að þrífa húsið....
Eftir TV glápið fóru feðgarnir saman upp að borða meðan sú Gamla kláraði, eftir matinn var það bælið fyrir Kriss.... Gamla settið fékk sér svo að borða og bauðst Oliver til að vera þjónninn þeirra, ekkert smá góður í dag þessi elska... Svo núna erum við að fara að horfa á bíó saman já njóta þess áður en við förum að heiman....
Dagurinn á morgun verður já frekar easy förum í hádeginu að sækja bílaleigubíl og svo er það bara að pakka niður... Ekki mikið meira sem er á dagskránni á morgun, bara notalegt...
Að vísu vona ég að það verði sofið aðeins út á morgun :-) alltaf gaman að bjartsýnn....
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili
Kv. Lúxararnir...

föstudagur, febrúar 24, 2006

Tíminn líður hratt á Gervihnattaöld....

Góða kvöldið
Já það mætti segja að nú líði tíminn hratt hjá okkur hérna í Lúx, enda kominn mikil spenningur í liðið skal ég segja ykkur.... Enda bara helgin eftir svo erum við farinn....
En já alla vegana gekk morguninn í morgun ROSALEGA VEL og allir út Kriss sem Blái Power Rangers karlinn með grímu og allan pakkan... Fyrst var Oliver skutlað í skólan enda var stærðfræði próf hjá honum Greyjinu og svo var það Kriss og Grímuballið!!!!
Kriss var svo sóttur fyrstu af karlinum já þar sem sú Gamla var í klippingu og litun, skutlaði Pabbi bara Kriss á hárgreiðslustofuna svo hann gæti líka fengið klippingu og biðum við Kriss svo bara saman eftir Pabba og Oliver (en þeir sóttu okkur í klippingu), Ma var nú ekki alveg sátt bað um að láta gera svona karlaklippingu á Kriss og þynna hárið aðeins á ofan þar sem hann er með frekar þykkt hár drengurinn en NEI hún klippti ALLTOF MIKIÐ (ég er að tala um það vex svo hægt á honum hárið að ég tími þessu bara EKKERT)....
En alla vegana drifum við okkur heim til að fá okkur að borða og láta Oliver skipta um föt en það var Grímufjör hjá honum eftir hádegi... Annars var bara fjör líka fyrir hádegi hjá Oliver, það var fyrst Myndlist, Stærðfræði próf, horft á bíómynd og að lokum fengu þau að byrja á heimalærdómnum (sem betur fer segji ég bara enda var ekkert smá mikið sem hann átti að læra greyjið)....
Eftir hádegi var svo Oliver keyrður í skólan og erum við alltaf að sjá betur og betur hvað Oliver er farin að skilja mikið í Þýsku og Lúxemborgísku... Duglegur drengurinn enda kann hann að telja upp á 12 á frönsku, endalaust á Íslensku, Þýsku og Ensku já og geri aðrir betur :-))))))
Við restin af familíunni fórum bara að chilla meðan Oliver var í skólanum, svo var Oliver sóttur og þá fóru Ma og Kriss heim meðan Karlarnir fóru að þrífa bílinn og svo var það bara lærdómur hjá Oliver (illu er best af lokið) og Kriss fékk að fara að chilla með Pabba þar sem Ma var með Oliver í lærdómnum....
Svo um það leyti sem Kriss var að fara í bælið ákváðu Oliver og Pabbi að reyna að finna Takewondo æfingar hérna einhvers staðar í nágrenninu en Pabbi hringdi í einhvern þjálfara áðan sem vildi endilega leyfa Oliver að koma og kíkja á æfingu.. Vonandi að þeir finni hvar þetta er karlarnir... Svo já það mætti segja að það sé gjörsamlega nóg að gera hjá okkur...
En já nú er það morgundagurinn þá fær Oliver smá forskot á sæluna og fær að opna Pakka frá Kriss og smá frá Ma, Pa, Ömmu og Reynsa.... Bara skemmtilegt, en Ma nennir ekki að taka pakkana með til Íslands (ætlum frekar að sitja eitthvað annað í ferðatöskuna).....
En svona er það bara, bara brjálað að gera hérna hjá okkur í Lúxlandinu...
Segjum þetta gott í bili
Hlökkum til að hitta ykkur Öll eftir helgina...
Muna svo að kvitta í gestabókina !!!!!!!!
Kv. Lúxararnir

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Fínn Fimmtudagur og stutt í okkur :-)))

Góða kvöldið gott fólk
Já þá er komið fimmtudagskvöld og alveg að koma helgi og skólafrí og allur pakkinn, vá hvað tíminn líður hratt!!!
Já annars var þessi morgun eins og allir hinir og Ma ákvað að skutla Músa í skólan (ætli ég megi kalla hann Músa lengur hann er að verða 8 ára)...
Þegar heim var komið ákvað hún að fara upp í rúm þar sem Kriss okkar var í keli stuði og sá Gamli sofandi... Og jú þetta gátum við í smá tíma, en já Kriss er orðinn svo mikill TV sjúklingur að það er bara ekki fyndið á meðan við dormuðum þá gerði hann sér lítið fyrir drengurinn og kveikti á DVD já á Mr. Bean (þeim LEIÐINDAR KARLI)....
Svo var loksins farið á fætur og fengið sér að borða!!! Já og Oliver Unglingur sóttur í skólan! Þegar Oliver kom svo loksins heim var byrjað að læra undir próf því á morgun er nefnilega Stærðfræðipró... Hann lærði nú ekki mikið var svo öruggur með sig svo við ákváðum að hendast í það að sækja Vegabréfið hans (enda alveg síðasti séns) en hann var tilbúinn í dag... Fórum því í smá bíltúr og svo heim, Oliver fór þá í PS2 að leika sér og Gamla settið fór með Kriss í búð að versla í matinn...
Við ákváðum svo öll stórfjölskyldan að fara í göngutúr þegar við komum aftur heim "en halló það var sko frekar mikið kallt úti en við létum okkur hafa þetta" enda höfðu allir gott af því að hreyfa sig smá og fá smá útrás....
Þegar við komum heim eftir göngutúrinn fengu strákarnir að borða og svo ís í eftirmat þar sem þeir voru svo ægilega góðir... Eftir matinn var það bara chill að vísu glápti hann Kriss á Power Rangers í TV og Oliver fór í PS2... Svo fundum við til búninginn fyrir Kriss en hann fær smá grímuball í skólanum á morgun og hafði sko úr 3 búningum að velja (hann vildi að sjálfsögðu vera Power Rangers blái nema hvað).... Svo var það bælið fyrir hann...
En morgun dagurinn á pottþétt eftir að vera bara skemmtilegur þar sem Kriss fer á Grímuball í fyrramálið og svo fer hann Oliver á Grímuball eftir hádegi svo þetta verður gaman fyrir þá... En eftir morgundaginn eru þeir bræður svo komnir í LANGÞRÁÐ skólafrí...
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili.
Skil ekki af hverju ALLIR eru hættir að kvitta í Gestabókina eða Commenta hjá okkur...
Kv. Lúxararnir sem eru á leið í heimsókn til Íslands

Afmæli Afmæli afmæli

Smá fréttir, já afmælið hans Olivers verður að öllum líkindum haldið þann 4.mars daginn áður en við förum aftur heim..... Já og það verður að sjálfsögðu haldið í Ömmuhúsi nema hvar, ha!!! En já ég frétti það að það væri eitthvað vesen að finna Teiknimyndasögur fyrir Unglinginn en ég vill þá benda fólki á þessa síðu http://www.fjolvi.is/Teiknimyndas%F6gur.htm en þeir eru sko með Tinna og Lukku Láka og hvað þetta nú heitir...
En já annað var það nú ekki að sinni...
Kv. Berglind

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Já já allt að gerast, ha!!!!

Helló everybody,
Já af okkur hérna í Lúxlandi er sko bara fínt að frétta, það var sko farið á fætur við fyrsta hanagal nema hvað!!! Strákarnir keyrði í skólan og voru sko meira en lítið sáttir við það, að vísu spurði Kriss eins og á hverjum morgni núna "förum við til Íslands í dag" NEI en það styttist nú í það!!!
Ma mætti svo fersk að sækja strákana í hádeginu, nema hvað! Fórum heim og þá var bara engin svangur og leist Ma alls ekki nógu vel á það (en fékk samt að heyra að Kriss hefði klárað allt sitt nest í morgun svo sú Gamla þurfti að smyrja meira ofan í hann og að Oliver væri nánst búinn með sitt sem útskýrir af hverju engin var svangur).....
Eftir hádegið voru svo strákarnir aftur báðir keyrðir í skólan enda var langur dagur hjá þeim báðum enda miðvikudagur.... En áður en þeim var skutlað var ákveðið að allir myndu labba heim sem þýddi það að Ma labbaði og sótti Kriss í skólan og Oliver sá sjálfur um að labba heim... Og já Oliver var sko kominn langt á undan okkur heim enda þurftum við Kriss að labba lengri leið og Kriss tekur ekki alveg jafn stór skref og sá stóri....
Þegar við Kriss komum heim var Oliver duglegi byrjaður á heimanáminu sínu (enda ákváðum við áður en hann fór í skólan eftir hádegi að hann myndi byrja að læra um leið og hann kæmi heim) og já það var svona frekar mikill heimalærdómur eins og svo oft áður.... En að sjálfsögðu náði Oliver að redda því eins og öll öðru!!!!!
Eftir lærdóm ákváðum við að hafa kvöldmatinn og var það eggjabrauð með tilbehör og vá hvað það er nú alltaf vinsælt en Oliver er búinn að biðja um það marga daga í röð og við ákváðum bara að hafa það núna þar sem sá Gamli er ekki heima í kvöld...
Eftir matinn var farið niður með ávexti og fá þeir núna að horfa á smá TV enda búinn að vera bara alveg passlega stilltir (að vísu þurfti Kriss að stríða aðeins áðan og já henda skóm í bróðir sinn sem að sjálfsögðu svaraði fyrir sig (sem mamma var sko alls ekki ánægð með))....
Svo er það bælið fljótlega hjá þeim Stutta, enda búinn að vera langur dagur bæði í skólanum og mikil hreyfing á okkur....
Jæja segjum þetta gott í bili...
Please ekki hætta að kvitta í Gestabókina og Commenta....
Kv. Lúxararnir

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Íslenskuskóli og fleira

Góðan daginn gott fólk
við hérna eina ferðina enn... Já búinn að eiga frábæran dag eins og alltaf (nema hvað)....
Við Oliver vöknuðum fyrst og Ma skutlaði stráknum sínum í skólan en þegar hún kom heim var Kriss vaknaður og bara í stuði (Ma sem langaði svo að sofa lengur)... En Kriss langaði bara upp í rúm að slappa smá af og já Ma var sko heldur betur ánægð með það og vitir menn hann sagði við Ma farð þú bara upp í rúm ég ætla að lesa fyrir þig, og svona vorum við í dágóða stund VÁ hvað það var bara gott og notarlegt!!!!
En svo var farið á fætur og þvílíkur viðbjóður sem við sáum já vitir menn, konur og börn það var byrjað að SNJÓA og ég er að tala um HLUSSU snjókorn (en sem betur fer vel blaut) og það snjóaði stanslaust í hátt í 2 klukkutíma en svo var bara eins og væri skrúfað fyrir og allt búið!!! Og já þegar við fórum með Oliver í Íslenskuskólan var bara smá bleyta á götunum en snjórinn sást hvergi!!!
Já við hentumst heim í hádeginu til að ná í íslensku dótið og svo af stað í skólan... Meðan Oliver var að læra þá fórum við Kriss í bæjarferð bara gaman hjá okkur Kriss fórum í fullt af búðum að skoða bara gaman!!!
Eftir skólan drifum við okkur heim og fórum í það að setja í þvottavél, hengja upp og svona skemmtilegt meðan Oliver duglegi lærði... Þegar við vorum búinn með þvottinn ákváðum við að taka bara til inni hjá Kriss líka en þvílíkt drasl inni hjá einu barni (en hann er búinn að vera duglegur að taka upp úr kössunum en gleymir svo alveg að setja dótið ofan í þá aftur)....
Eftir lærdóm og tiltekt fórum við saman í kvöldmatinn (frekar snemma) höfðum það bara huggulegt og svo fengu þeir bræður að skoða gömul föt af Oliver fundum smá sem passaði á Kriss (og Kriss vill klæðast) og jú jú Batman búning líka (svo nú hefur Kriss úr 3 búningum að velja á föstudaginn en þá er Grímuball í skólanum, hann getur verið Bósi Ljósár, Power Rangers blár eða Batman, ekki amalegt val það).....
Í þessum pikkuðum orðum eru þeir svo eins og ljós fyrir framan TV, bara góðir en þeir fengu að horfa á áður en Kriss færi í bælið enda er skóli hjá öllum í fyrramálið....
Vá það er sko kominn þvílíkur spenningur fyrir Íslandsferðinni og Kriss spyr á hverjum morgni hvort hann sé að fara til Ömmu í dag... Og já tíminn er að fljúga frá okkur eins og alltaf þegar maður er að fara í heimsókn heim...
Segjum þetta gott í dag.....
Hlökkum til að hitta ykkur öll
Kv. Lúxararnir

mánudagur, febrúar 20, 2006

Mánudagur, niðurstöður úr Þýskuprófinu

Góða kvöldið gott fólk,
eru ekki allir byrjaðir að baka fyrir afmælið hans Olivers?? Bara spyr??
Af okkur er sko bara fínt að frétta og við búinn að eiga bara ágætisdag.... Dagurinn byrjaði bara eins og venjulega og svo þegar Ma var að fara inn með Kriss ákvað hún að tala við Carinu þar sem Kriss kom heim með bitfar eftir föstudaginn (sagði okkur að Morgan hefði bitið sig) og já svo að spyrja hana út í fyrir hvað Kriss væri að fá öll þessi strik í bókina sína.... Og jú jú Carina vissi ekki af því að Morgan hefði bitið Kristofer en ætlaði að tala við Morgan... Svo kom í ljós að Kriss væri óþekkur en hann er stundum að lemja hina krakkana (ekkert alvarlega sagði Carina, hún hélt þetta væri meira til að fá athygli þeirra heldur en að vilja þeim illt (vonum það :-))) en hún sagði að þegar hún væri að skamma hann fyrir að lemja þá bara ULLAÐI hann á hana og hann væri í raun og veru að fá strikin fyrir að ULLA og ekkert annað.... Og Oh mæ god Kriss er nýbyrjaður á þessu ULLU veseni svo mamma talaði við hann og sagði að það væri alveg bannað að sýna tunguna og þá svaraði Kriss bara en Morgan gerir það alltaf.... Já greinilegt hvar hann lærði að ULLA...... En annars sagði hún Carina að hann væri svakalega skemmtilegt barn og alltaf mikið líf í kringum hann (vá gott að fá nokkra GÓÐA PUNKTA).... En svo sagði Carina jafnframt að það væri greinilegt að Kriss væri ekki að skilja þetta stimpla/strika dæmi þar sem hann væri svo ungur og að hún væri fyrst og fremst að gera þetta hjá honum til að sýna hinum börnunum fram á að þetta væri ekki góð hegðun (svo Ma spurði og þá er hann sko LANG YNGSTUR það eru ALLIR töluvert ELDRI en Kriss í skólanum)...... En ég sagði að það væri alveg greinilegt að hann skyldi ekki kerfið en um að gera að halda því við og ekki gefa honum neitt eftir því þá gæti hann kanski skilið það á næsta ári.....
En nóg af Grallaranum okkar.... Unglingurinn minn já Góði Unglingurinn minn (vá hvað hann getur nú verið fullorðinn stundum).... Hann fékk Þýskuprófið sitt í dag og fékk 35 stig af 60 mögulegum eins og alltaf (sem gera hva 5,83 sem er bara ágætt) að vísu var Ma smá fúl þar sem það voru nokkrar klaufavillur en þá er ég að tala um hann skrifaði orðið alveg rétt en gleymdi að setja tvípunktinn yfir Aið.... og fyrir vikið er náttúrulega öll setninginn vitlaust, já þessar villur eru sko dýrkeyptar og fannst Oliver ósanngjarnt að hann fengi mínus 1 heilan fyrir svona smá villur (hann vildi fá mínus 0,5 fannst það sanngjarnara) en svo var margt erfitt í þessu prófi sem sást best á niðurstöðunum úr prófinu hjá öllum... En já við erum samt STOLT þetta er meira en við gætum og auðvita er Unglingurinn okkar alltaf að REYNA SITT BESTA og það er það sem skiptir máli ekki satt.... Ekki einhverjar niðurstöður!!!!
Já Kriss var búinn í hádeginu svo hann og Ma fóru á smá flakka og sóttu svo Oliver í skólan, þegar skólinn var búinn var það heimalærdómur hjá Oliver og Kriss fór í bílskúrinn með karlinum.... Eftir lærdóminn fóru Ma og Oliver bara tvö á flakk og það er sko alveg nauðsynlegt að fá að vera svona 2 ein stundum... Svo var það bara heim að borða og bælið (að vísu fékk Oliver að kubba)... En núna fer Unglingurinn að drífa sig í bælið líka og þá er bara komin ró í kotið....
En já ætli við segjum þetta ekki bara gott í bili....
Ógeð stutt í okkur....
Kv. Lúxararnir

Sunnudagur, Konudagur......

Góða kvöldið,
þá er þessi sunnudagur senn á enda, já kanski bara alveg ágætt því þá er styttra í að við komumst í Ömmuhús.... Enda kominn spenna í mannskapinn... Nema hvað, vitum að við fáum bara TOPP þjónustu hjá Ömmu sætu og Co. svo veit Unglingurinn náttúrulega af afmælinu sínu og það er náttúrulega bara TOPPURINN af þessu öllu saman....
Nóg um það í dag var sko KONUDAGURINN og já fékk Ma bara topp þjónust, en sá Gamli var nú svo elskulegur (já þó svo hann væri DAUÐÞREYTTUR og nýkominn heim úr vinnunni og ekkert búinn að sofa) að hann leyfði þeirri Gömlu að sofa og tók Kriss niður þar sem þeir kíktu á TV saman, en við erum að tala um að Kriss Morgunhani vaknaði eldsnemma og heimtaði að fá að fara niður og kíkja á TV og vildi ekkert annað en bara það!!!!!! Svo kom Oliver sæti þegar hann vaknaði upp í rúm til Mömmu sinnar og fór að strjúka á henni bakið (var hægt að biðja um meira ég bara spyr???) en jú það átti sko bara eftir að lagast því Kriss kom líka upp þegar hann heyrði að sú Gamla var vöknuð og fór að strjúka á henni hárið (já þetta var sko drauma byrjun á deginum)....
En við drifum okkur svo á fætur og ákvað Ma að þakka fyrir sig með að leyfa karlinum að fara að leggja sig og bauð strákunum upp á TOPP þjónustu já Jógúrt fyrir framan TV (en það er nú ekki oft í boði á þessu heimili)..... Svo var ákveðið þegar karlinn vaknaði að skella sér í bíltúr en Unglingurinn nennti ekki með og var það bara í góðu lagi...
Svo þegar heim var komið fórum við öll í það að skipta á öllum rúmunum í húsinu og setja hreint á og skipta um sængur og skemmtilegt, já og taka til.... Bara duglegir að hjálpa Mömmu þessir sætu strákar mínir... Á endanum gafst svo Kriss upp og fór svo að leika í sínu herbergi og já stuttu seinna fór Oliver í sitt herbergi að leika sér líka.... Sem var sko bara allt í lagi enda voru þeir búnir að vera duglegir að hjálpa Ma....
Svo fór nú að líða að kvöldmatnum og voru þeir bræður þá gjörsamlega að kafna úr hungri og voru ekki lítið ánægðir þegar Ma sagði þeim að það væri Bjúga á boðstólnum!!! Bara gott (já alla vegana þegar maður er barn) enda borðuðu þeir bræður rosalega vel, báðir tveir....
Eftir matinn voru þeir bræður rosalega góðir enda var Kriss minn eitthvað ægilega þreyttur, svo Ma fór bara snemma með hann í rúmið og datt hann út strax... Unglingur fékk hins vegar að vaka lengur og fór með ljóðið sem hann átti að læra á frönsku, og gerði það sko upp á 10 ekkert smá duglegur (já eins gott að það sé einhver í familíunni að læra öll þessi tungumál).... Oliver var svo sendur í bælið enda orðinn þreyttur líka... Enda veitir þeim ekkert af svefninum þar sem það er skóli snemma í fyrramálið!!!!
Svo já erum við byrjuð að huga að Íslandsferð okkar og kominn mikill spenningur í Stubb og Músa....
Jæja ætli við segjum þetta ekki bara gott af þessum yndislega Konudegi....
Endilega haldið áfram að kvitta í gestabókina og gefa okkur komment...
Kv. Lúxararnir á leið í heimsókn til Ömmu Sætu

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Ótrúlegur DUGNAÐUR

Góða kvöldið og til hamingju Ísland!!!!!
Já hann Oliver er sko alveg ótrúlegur, hann er svo fúll yfir fyrstu -40 stigunum sínum í Orkuátakinu að hann ætlar sko ekki að fá -40 aftur svo já aftur annan laugardaginn í röð sleppti hann NAMMINU, já ég sæi mig alveg í anda leika sama leikinn.......
Í dag vaknaði Kriss okkar að sjálfsögðu fyrstur og reyndi ýmislegt til að koma Gamla settinu á fætur, en tókst því miður ekki!!! Svo hann tapaði sér alveg þegar bróðir hans VAKNAÐI og fór að leika við hann (já Oliver tók Kriss að sér og leyfði Gamla settinu að sofa lengur, gott að eiga einn UNGLING ekki satt??)... Þeir bræður léku sér smá svo fóru þeir niður þar sem Kriss langaði að prufa Power Rangers leikinn aftur og eftir það fóru þeir að horfa á TV saman og ekki heyrðist í þeim voru ótrúlega góðir við Foreldra sína :-)
Þegar sú Gamla kom svo niður ekkert svo löngu seinna sagði hún að það væri sko partur af prógraminu að fara á fætur að fá sér að borða (en Oliver er svo ótrúlegur að hann getur bara sleppt því að borða) en NEI TAKK sú Gamla tók það bara ekki í mál og tók þá báða með sér í eldhúsið og gaf þeim að borða, fór svo í það að finna föt handa Oliver þar sem hann var að fara með Sam á skátadæmið og átti að vera með eitthvað grátt eða í einhverju gráu.... Svo ákváð hún að leyfa Unglingum og þeim Gamla að vera tveimur heima og tók Kriss með sér í bæinn í þeim tilgangi að leyfa Kriss að velja afmælisgjöf handa Oliver... Við vorum svo dágóða stund í bænum að skemmta okkur, fórum svo heim þá var sá Gamli búinn að lita hárið á Oliver grátt og Oliver kominn í bol með gráum ermum, með grátt belti og gráa húfu með sér.... Ógeð flottur!!!!!
Við keyrðum svo Oliver í skátaheimilið þar sem fjörið fór fram og var Kriss ekkert að skilja í því af hverju hann Oliver væri að fara í skólan á nammidegi!!! Og svo fannst honum eitthvað skrítið að við keyrðum ekki með hann í rétta skólan..... Já þessir foreldra eru nú stundum skrítnir en okkur tókst nú að útskýra þetta allt saman fyrir Kriss á endanum... Fórum svo saman í Mallið þar sem sú Gamla græddi blóm (en þeir feðgar keyptu Túlípana handa kellunni)..... Drifum okkur svo heim þar sem sá Gamli var að fara í vinnuna og við Kriss ætluðum að bíða eftir Oliver en mamma hans Sam vildi endilega keyra Oliver heim eftir skemmtunina......
Oliver kom svo heim rosalega kátur og fannst sko þvílíkt gaman, átti sem sagt rosalega góðan og skemmtilegan dag með krökkunum sem var sko fyrir mestu...
Þar sem Oliver var kominn heim ákváðum við að horfa á Íslenska Idolið (alltaf gaman að því) og svo var það kvöldmaturinn og bælið fyrir Kriss.....
Við Oliver ákváðum hins vegar að hafa bíókvöld og vorum sko bæði tvö í krampakasti yfir bíóinu sem við horfðum á.... Okkur þótti myndin sko allt annað en leiðinleg!!!! Svo var það bælið fyrir Oliver sem gæti vakið endalaust!!!!!
Vá gleymdi alveg að segja ykkur frá því að hann Kriss byrjaði daginn á því að hvísla í eyrað á mömmu "erum við að fara til Íslands í dag, erum við að fara í flugvélina í dag til Ömmu" nei það er víst ekki alveg strax en það styttist í þetta sem betur fer... Kriss er sko byrjaður að pakka niður kominn með tannbursta, tannkrem og sundskýlu, hva þarfa maður eitthvað meira en það????? Ég bara spyr???
Jæja segjum þetta gott af okkur hérna í Lúxlandinu.....

laugardagur, febrúar 18, 2006

Óskalisti Olivers

Góða kvöldið, gott fólk,
Já ef þið eruð farin að huga að afmælinu hans Olivers þá er þessi elska kominn með mjög svo stuttan óskalista....
1. Teiknimyndasögur (Tinni, Lukku Láki o.s. frv.)
2. Legó
3. Spil
4. Lærdómsbækur
5. Peningur (sem hann getur annað hvort keypt sér eitthvað fyrir eða lagt inn á Lúxreikninginn)
6.Gameboy Advance leiki
Já og þá er það upptalið, stutt og mjög svo lag gott hjá honum....

Jæja þá að þessum degi, já það byrjaði allt saman vel að vísu vorum við frekar svona sein í morgun en þetta hafðist allt og allir á réttum tíma í skólan, nema hvað... Svo var Kriss sóttur fyrst eins og venjulega og drifum við okkur þá bara heim í afslöppun (að vísu byrjaði Kriss að pakka niður i Spiderman Ferðatöskuna sína, tannbursta og tannkremi já hann er sko á leiðinni til Ömmu Sætu og er búinn að panta hjá henni Mysing og ýmislegt fleira).... Svo var Oliver Unglingur sóttur og hafði Ma þá keypt handa honum blekpenna (já svona gamaldags, en ég er að tala um í lok 2. bekkjar eða byrjun 3. bekkjar þá þarf Oliver að fara að skrifa allt með svona penna og reikna líka með svona penna ekkert DJÓK, svo Ma vildi að hann myndi fara að æfa sig að nota svona penna heima, og byrjaði minn maður strax að skrifa niður á fullu og fannst bara fínt að skrifa með pennanum)..... Svo var það skóli aftur hjá Oliver en leti hjá restinni af familíunni, enda var grátt úti og mikil rigning "Oj barasta".... Eftir skóla var það bara eins og alltaf heimalærdómur og já chill... Feðgarnir kíktu allir saman á Mr. Bean já þann leiðindar kall og ég veit ekki hver þeirra hlær mest af honum :-))))))
Svo í kvöld leyfði Oliver Kriss að prufa einhvern Power Rangers leik á Internetinu og fannst Stubb það ekkert smá spennandi (en hann hefur eins og er sömu hæfileikana og mamma sín í tölvuspilum sem eru sko ALLS EKKI MIKLIR)..... Svo var það bara bælið hjá þeim Stutta en Oliver ætlar að vaka aðeins lengur......
Má nú til með að koma með einn punkt, já á kostnað Kristofers (við drápumst gjörsamlega úr hlátri).... Málið er að Kriss er með bók í skólanum sem hún Carina stimplar stundum í og stundum eru einhver strik í bókinni (og þar sem Carina er ekkert svakalega sleip í enskunni hef ég bara ekkert spurt nánar út í þetta)... Svo um daginn þá sagði Kriss stoltur frá því að hann hefði ekki fengið NEINN STIMPLI í bókina, svo sú Gamla fór að spyrja hann hva af hverju fékkst þú engan stimpil.... Þá svaraði Kriss með bros á vör og rosalega stoltur "nú af því ég var óþekkur í dag og ef ég er óþekkur fæ ég engan stimpil" já þótti Kriss leiðinlegt að fá ekki stimpil ?? NEI hann var bara stoltur af því að fá ákkúrat ekki NEINN... Svo já við erum búin að vera að fylgjast með þessu stimpla dæmi og ég skal bara segja sem svo að Kriss er POTTÞÉTT EKKI með FLESTA stimplana???? Já stundum koma "strik" marga daga í röð, en Kriss er bara alveg sama og stoltur af því að hafa ekki fengið stimpil..... Já hvað er hægt að gera við svona kúta????
Ég sagði nú við pabba hans að sumir hefðu bara þagað og ekkert rætt þetta stimpla dæmi neitt ferkar, jafnvel skammast sín, EN KRISTOFER NEI hann þessi elska SKAMMAST sín sko ÁKKÚRAT EKKI NEITT......
Já þessir synir mínir eru ekki eins og margir aðrir.....
Segjum þetta gott í bili....
Kv. Frá Lúxurunum

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Strákar, strákar, strákar hvað er þetta með stráka????

Góða kvöldið
Þá er best að sú Gamla setjist niður við tölvuna eina ferðina enn... Já þessar elskur sem ég á eru sko STRÁKAR, Kriss minn þessi elska (jafn óþekkur og hann getur nú verið) tekst einhvern veginn að fá athygli allra sama hvar við erum, já ég er að tala um í dag fór Stubbur út í regnjakka með sólgleraugu (sem voru sett öfugt á hann) og húfu, og alls staðar fékk hann athygli og hann fer ómeðvitað að brosa að kellunum í búðunum hérna (þar sem hann er búinn að læra það að alls staðar er til nammi og ef maður brosir þá fær maður oft fleiri en EITT) og TRÚIÐ mér TRIKKIÐ er sko OFT notað..... Svo er hann svoddan SKELLIBJALLA að fólk heyrir alls staðar í honum....
Svo er það hann Oliver elskulegi UNGLINGURINN MINN, er að verða ALLTOF STÓR, vá já ég á bara ekki til orð, hann reynir að gera allt til að komast undan því sem hann á að gera fer að tala um eitthvað allt annað, eða hreinlega gleymir því bara sem á að framkvæma... Svo þegar kemur að svefntíma þá getur það sko tekið heila eilífð að tannbursta sig og klæða sig í náttföt, vá hvað hann getur stundum verið RÓLEGUR á því... Hefur það sko most defenately ekki frá mér... En duglegur er hann nú samt oft og kemur hann mér (mömmu sinni) sko oft þvílíkt á óvart eins og frammistaðan hans hérna í skólanum sýnir hann getur það sem hann vill.....
Jæja búinn að tjá mig smá, best að koma að deginum í dag....
Já Oliver var einn vakinn í morgun og var ekki alveg að nenna því en lét sig hafa það og fór í skólan (nema hvað)..... Á meðan fékk Kriss að kúra hjá Pabba og svo fór hann langa Mallferð með Mollý Mömmu sinni... Ma sótti svo Oliver í skólan og þá var farið heim í hendingskasti og borðað.... Svo fór Oliver fyrst í heimalærdóm svo að læra undir próf meðan restin af familíunni fór að sækja um nýtt Vegabréf fyrir Oliver... Svo var það bara chill hjá feðgunum meðan Ma og Kriss fóru aftur í Mallið ákváðum að kaupa grátt sprey svo Oliver geti litað á sér hárið grátt á laugardaginn, en þá fer hann með Sam á eitthvert skátadæmi (leikir og eitthvað skemmtilegt) og á hann að koma með eitthvað grátt svo Oliver verður með Gráa húfu, Grátt belti og Grátt hár, kanski skegg líka ef hann vill láta teikna á sig skegg.....
Svo þegar heim var komið var Oliver hættur að læra (mátti taka sér langa pásu enda orðinn þreyttur, alveg komið tími á smá frí, enda mikil keyrsla hérna í skólanum).... Svo Ma leyfði honum bara að taka sér frí fram yfir kvöldmat....
Kriss var svo kominn eldsnemma í bælið og sofnaði við fyrsta kaflan í sögunni um Fagrablakk, en Oliver fékk heiðurinn af því að læra smá með Ma áður en hann var sendur í bælið enda er sko þýskuprófið á morgun... En hann er nú óvenju öruggur með sig strákurinn svo sú Gamla hefur smá áhyggjur þar sem það er mikið og flókið sem á að læra fyrir þetta próf, en það er bara ekki hægt að leggja endalaust mikið á þessi greyj og þau þurfa nú líka stundum FRÍ ekki satt????
Jæja segjum þetta gott,
Erum með fullt hús að karlmönnum sem eru að elda ofan í fullorðna fólkið, verður gaman að sjá hvað þeim tekst að búa til....
Segjum þetta gott af okkur hérna í Lúx í bili...
Sjáumst eftir NOKKRA:...

Ótrúlega GÓÐIR þessir synir mínir seinni partinn í dag

Góða kvöldið,
Já þá er víst best að byrja á því að HRÓSA sonum mínum fyrir hvað þeir voru einstaklega góðir seinni partinn í dag (eða já nánast bara eftir skóla, að vísu þurfti Kriss að stríða Oliver einu sinni en það var sko allt og sumt)......
Annars var þessi miðvikudaguar bara svona líka góður... Þeir bræður voru óvenju fljótir á fætur sko miðað við aldur og fyrri störf, svo skutlaði sá Gamli þeim í skólan, sem er náttúrulega bara skemmtilegt (hlustað á Johnny Cash á leiðinni og svoleiðis nokkuð)...
Í hádeginu mætti svo aftur sá Gamli að sækja, fyrst Kriss eins og vanalega og drifu þeir feðgar sig heim og beint undir sæng fyrir framan TV (voru að horfa á einhvern bílaþátt sem er víst alveg ómissandi) fóru svo aftur út í RIGNINGUNA að sækja Oliver, sú Gamla var heima að hafa til matinn.. En við ákváðum að hafa bara heitan mat í hádeginu í dag þar sem sá Gamli átti að vinna í kvöld og þeir bræður oft svangir í hádeginu þegar það er langur dagur... Sem kom sko í ljós Oliver var að kafna enda búinn að fara í sund og allar græjur fyrir hádegi, Kriss var ekki alveg eins duglegur en hvað með það... Svo eftir hádegi fóru allir saman í bílinn fyrst var Oliver keyrður í skólan (og hafði Ma miklar áhyggjur af því að hann myndi kvefast við erum að tala um úrhellis rigningu og minn maður út í rakri úlpu (vildi frekar fara í henni en þurri, ótrúlegir þessir strákar stundum)...... Svo keyrðum við Kriss (en þau fóru ekki út að leika því þegar það er mikil rigning eða Vibba veður þá fara þau bara í leikfimishúsið að leika sér, bara huggulegt inni að hlaupa)....
Ma mætti svo ein að sækja Kriss eftir hádegið, þar sem Karlinn var farinn að vinna og var Kriss ekkert svaka sáttur við það en hann vill hafa pabba sinn heima 24/7 og helst bara að karlinn keyri sig og sæki í leikskólan, ekkert RUGL... Við flýtum okkur svo bara heim þar sem hann Oliver ætlaði að labba heim eftir skóla (sem betur var hætt að rigna þá)... Kom Oliver svo heim og dreif sig beint upp í heimanámið (án þess að Ma segði nokkuð, enda veit hann hver rútínan er á þessu heimili, fyrst lærdómur svo frítími)..... Var Oliver duglegi óvenju fljótur að læra sem er sko bara hið besta mál (en hann náði að byrja á heimanáminu í skólanum í dag og ótrúlegt en satt þá kláraði hann stærðfræðina en skyldi leiðindin eftir þangað til heim kom)... Eftir lærdóminn fóru þeir bræður niður að horfa á TV og voru eins og ljós... Oliver var svo líka að dunda sér (annað en Kriss sem er held ég að verða TV sjúklingur, betra seint en aldrei)...
Þegar Ma fór svo upp með Geitina að sofa þá fékk Unglingurinn að fara á Internetið að leika sér og hann er sko eins og ljós þegar hann er í tölvunni og hvernig hann skilur alla þessa leiki og veit hvar hann á að leita af þeim (er mér Gömlu konunni hulin ráðgáta)....
Ákkúrat núna eru þeir bræður báðir komnir í bælið því komin algjör ró/þögn í mitt kot....
Segjum þetta gott af okkur í bili...
En endilega haldið áfram að kvitta fyrir komu ykkar...
Stutt í það að við hittum ykkur öll.....
Bara Gaman...
Kv. Oliver Dundari og Geitin Duglega

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Geitin, geitin, við elskum Geitina....

Góða kvöldið,
Já þá er GEITIN kominn til að vera eina ferðina enn... Já við greinilega elskum GEITINA.. Samt aðallega hann Kriss okkar.. Já á nákvæmlega sama stað og síðast, hvað er þetta eiginlega?? Er þetta bara komið til að vera, ég bara spyr?????
En að allt öðru, dagurinn í dag vá gekk bara eins sögu... Oliver minn vaknaði bara í stuði, sem betur. Og Ma keyrði hann skólan, á meðan Kriss kúrði hjá pabba sínum ;-)
Kriss fékk að njóta þess að vera heima með Gamla settinu, bara gaman að fá alla athyglina.. Nema hvað?????
Svo var nú Oliver minn sóttur í hádeginu og þá var sko brunað heim í SS Pylsur með tilbehöri og þurftu nú allir að drífa matinn í sig þar sem það var svo Íslensku skóli hjá Oliver... Og vá hvað hann er duglegur í Íslenskunni en hann kom heim með vinnubók fyrir 3.-4. bekk á íslenskum mælikvarða og leysti hverja þrautina á fætur annari ekkert smá vel... Já þessi elska mín getur það sem hann vill og það er sko alveg greinilegt......
Eftir skólan var svo farið heim og þá tók við heimalærdómur fyrir skólan og stóð hann sig eins og hetja í þeim pakka... En hann var að læra með pabba sínum meðan sú Gamla fór smá í bæinn... Svo var það bara chill sem tók við eftir það....
Oliver var svaka stilltur og góður í dag, HRÓS fyrir það strákur....
Svo já var það snemma í bælið, GEITIN okkar sofnaði strax meðan Unglingurinn fékk að vaka aðeins lengur.....
En svona var það nú bara...
Segjum þetta gott í bili...
Hey allir orðnir spenntir fyrir Íslandsferð :-))))))))))))))))

mánudagur, febrúar 13, 2006

Hvað er málið með þessa KOSSAGEIT....

Ein pirruð,
já ég sótti hann Kriss minn í hádeginu í dag og sá þá mér til mikillar GLEÐI að hann er að fá þessa viðbjóðslegu KOSSAGEIT aftur... Já hvernig stendur á því ég bara hreinlega veit það ekki en sem betur fer átti ég ennþá til kremið og sótthreinsandi vökvan síðan síðast... En fyrir ykkur sem þekkið GETINA ekki þá er hún VIÐBJÓÐUR....
Nóg um það!!!!
Í morgun vöknuðu Músi og Stubbur bara hinir glöðusut og báðir ánægðir með það að Ma ætlaði að skutla þeim í skólan (en við ákváðum að leyfa Pa að sofa þar sem hann var að vinna fram á nótt).. Fyrst var það Oliver sem hljóp út úr bílnum (enda enn smá snjór á skólalóðinni og já honum finnst snjór ekki leiðinlegur)... Svo var það Kriss sem var sko bara ánægður með það að vera að fara í skólan og vera með skíðagallan með sér (en hann elskar að vera í þessum skíðagalla sínum, svo sjaldan sem hann hefur fengið að nota hann)....
Ma mætti svo að sækja hann Kriss sinn sem var sko bara í stuði og hafði frá miklu að segja enda voru þau úti að leika í þessum litla snjó sem eftir var... Við keyrðum svo heim og fékk Kriss heiðurinn af því að vekja pabba sinn enda alveg að koma hádegi... Enda var hann ekki lengi að segja Mamma ég ælta að vera heima hjá Pabba meðan þú sækir Oliver, sem hann að sjálfsögðu fékk... Svo var Oliver sóttur og fengum við okkur þá hádegismat saman bara huggulegt enda allir heima í hádeginu, við Oliver náðum meiri að segja að skipuleggja matseðil vikunnar... Bara gott framtak hjá okkur....
Eftir hádegismat var Pabbi fyrst keyrður í vinnuna svo Oliver í skólan og við Kriss ákváðum eftir skutlið að skella okkur bara til Þýskalands að versla í matinn enda leiðist okkur bara þegar við erum svona tvö ein heima... Enda smell passaði þetta allt saman, strax eftir verslunarferðina var Oliver sóttur og þá var það sko bara heim að læra... Nema hvað... Kriss bað um það að fá að horfa á Power Rangers á meðan sem var nú í góðu lagi enda var hann bara eins og ljós fyrir framan imban meðan Oliver lærði....
Þegar lærdóminum lauk var karlinn kominn heim svo þeir feðgar fóru allir saman niður í bílskúr að byrja að byggja eitthvert skip sem Oliver langar svo að gera, bara gaman hjá þeim... Eftir bílskúrinn var það bara matur og svo fljótlega eftir það bælið, nema hvað.... Enda Kriss oftast mikið þreyttur eftir skóladagana sína... Efast ekki um að hann sé að hamast fyrir allan tíman ef ég þekki hann Kriss minn rétt.... Nú fær Oliver að horfa á smá Simpsons með pabba sínum áður en hann fer í bælið....
Ætli við segjum þetta ekki bara gott af okkur og GEITINNI í bili....

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Rólegur Sunnudagur....

Góða kvöldið,
þá er komið sunnudagskvöld hjá okkur og strákarnir komnir í bælið enda skóli á morgun...
Í morgun vaknaði Kriss náttúrulega FYRSTUR nema hvað svo hann var nú bara svo duglegur að hann fór inn til sín og já rústaði herberginu sínu (þar er sko allt á hvolfi núna) og lék sér meðan hann leyfði Gamla settinu að sofa.. Svo á endanum tókst honum að draga þá Gömlu með sér fram úr og fengum við okkur að borða og þá vaknaði Oliver sem var sko bara í stuði... Við fórum svo öll saman bara niður í algjör afslöppun enda nennti engin að klæða sig... Vorum í leti fram að hádegi þá ákváðum við að þetta væri bara ekki hægt lengur, fórum í það að klæða okkur og koma þeim Gamla á fætur og út.. Fórum í langan bíltúr saman sem var bara skemmtileg, fórum meðal annars að finna Íslenska konsúlinn (en það þarf víst að endurnýja vegabréfið hans Olivers) og það er víst betra að vita hvar hann er þegar maður þarf á honum að halda, ekki satt???
Fórum svo heim þar sem Ma og Oliver fóru í það að elda Ömmukjúlla, Oliver sá alveg sjálfur um sósuna (sem var sko mjög góð hjá honum), að vísu þurfti Kriss eitthvað að skipta sér af og hella extra kryddi ofan í skálina (svo þetta var frekar svona sterkt) en hann stóð sig eins og hetja í matseldinni strákurinn... Svo gerðum við bara allt klárt fyrir matinn (ákváðum að hafa hann bara snemma þar sem sá Gamli var að fara að vinna á matmálstíma).... Svo var bara borðað og eftir matinn var sko SPILAÐ... Já sá Gamli er enn TAPSÁR og það á ekkert eftir að breytast úr þessu eða hvað???? En við tókum nokkur spil svo fór Oliver bara að leggja kapal en hann er sko mjög góður í því....
Svo Oliver greyjið fengi frið við spilamennskuna setti Ma Kriss óþekktarorm í sturtu og gerði hann ready fyrir svefninn.... Næst var það Olivers turn að fara í sturtu og náttföt... Svo já fór Ma snemma með Kriss í bælið sem gjörsamlega lognaðist útaf á nóinu... Nú er svo Oliver farinn upp í rúm ætlar að lesa svona aðeins yfir frönskuna fyrst áður en hann slekkur ljósið... Bara duglegur þessi elska nema hvað....
Svo já sá ég það rétt í þessu að það er byrjað að SNJÓA hjá okkur, þvílíkur viðbjóður... Nenni ekki snjó veseni eina ferðina enn... Vona bara að þetta verði allt farið þegar ég vakna á morgun...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Biðjum bara að heilsa og endilega farið að kvitta í Gestabókina eða setja inn Comment....

laugardagur, febrúar 11, 2006

Föstudagur og Laugardagur...

Hellú,
Já þá vita þeir bræður eða já Oliver af Íslandsförinni okkar... Og okkar maður er búinn að fá leyfi til að hitta gamla bekkinn sinn bæði á fimmtudeginum og föstudeginum (og fannst honum það alveg frábært)... Svo já nú er bara að fara í það að telja niður dagana, nema hvað, erum hvort sem er að telja niður í afmælið hans Olivers og er Oliver meiri segja komin með óskalista ef einhverjum vantar hugmyndir...
En það eru sko Teiknimyndasögur í fyrsta sæti, Legó, Spil og svo einhverjar kennslubækur á íslensku og já peningur (svo hann geti lagt inn á reikninginn sinn hérna úti eða keypt sér eitthvað sem hann langar í).. Annað er það ekki...
Já föstudagurinn var bara mjög rólegur og góður, Oliver fór í stærðfræðipróf og fékk að vita úr því sama daginn og stóð hann sig bara ágætlega fékk 42 stig af 60 stigum mögulegum (sem sagt 7,0 á íslenskum mælikvarða) við vorum bara svona temmilega ánægð með strákinn (já Gamla settið er bara farið að sitja kröfur á strákinn enda hefur hann aldrei fengið svona lágt á stærðfræði prófi áður og var kanski heldur ekkert sérstaklega sáttur sjálfur) en já hann var greinilega að flýta sér og voru þetta eintómar fljótfærnisvillur... En já já við megum samt ekki vera fúl og verðum að hvetja okkar mann, nema hvað svo já við segjum að þetta sé ágætis árangur og já vonum bara að hann flýti sér hægar næst.... Enda held ég að hann hafi ekki verið neitt súper ánægður sjálfur.... Gerum bara betur næst, ekkert mál.... Hann var í kringum meðallagið í bekknum sem verður bara að teljast gott (en eitthvað hafa þau mörg hver verið að flýta sér í þessu prófi)...
Annars voru það bara róleg heit og American Idol á föstudagskvöldinu....
LAUGARDAGUR
Já Oliver duglegi hefur ekkert nammi borðað í dag enda í ORKUÁTAKINU og vá hvað ég er stolt af honum og finnst hann duglegur (veit það manna best sjálf að ég gæti aldrei gert þetta og ekki hafði það nein áhrif að hinir fjölskyldumeðlimirnir væru að fá sér NAMMI NEI hann sat fast á sínu ætlaði ekki að tap 40 stigum og fékk mikla hvatningu fyrir þetta).....
Já við morgunverðarborðið í morgun fékk Oliver að vita af Íslandsferðinni (vorum ekkert að segja Kriss frá þessu sérstaklega þar sem hann er kanski ekki alveg að fatta þetta)...
Eftir morgunmatinn fór Gamla settið með Kriss í langan göngutúr sem var bara mjög gott enda alveg ágætis veður hjá okkur í dag... Eftir göngutúrinn var farið í bílskúrinn (eða já feðgarnir fóru þangað)... Svo ákváðum við að fara smá bæjarferð (bíltúr) og fóru allir með í hann okkur datt í hug að kíkja hvað væri til á diskum hérna en Oliver er að skoða þema fyrir afmælið sitt, hvernig servéttur og diska hann vilji hafa (en honum fannst þetta allt helst til barnalegt fyrir sinn smekk) svo við tékkum bara betur á þessu í vikunni... Enda mikið skipulag hjá þeirri gömlu fyrir Íslandsferðina (ekki það að henni leiðist að fara í bæinn og hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni)....
Svo já er hann Kriss okkar á leiðinni í bælið núna hvað af hverju... Enda orðinn þreyttur Stubburinn en Unglingurinn (sem er að verða 8 ára) fær að vaka aðeins lengur....
Segjum þetta gott af okkur Lúxurunum í bili..
Hlökkum til að hitta ykkur sem flest þegar við komum heim...

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Snjór, snjór, snjór og aftur snjór...

Góða kvöldið
Já þá er búið að snjóa fullt hjá okkur í dag en ákkúrat núna er allur snjórinn farinn, merkilegt!! En við vöknuðum við snjókommu svo er hún búinn að vera meira og minna í allan dag en snjóinn aldrei náð að festa sem betur fer....
Við Oliver vöknuðum 2 í morgun við fyrsta hanagal eða já alla vegana Ma.. Oliver lét síman sinn hringja nokkuð oft út áður en Ma fór að tala við hann og sagði að þetta gengi bara ekki lengur það væri kominn tími til að fara fram úr og jú jú þá lét hann sig hafa það... En hann var sko ekki að nenna að vakna í morgun.... En það hófst á endanum...
Svo var Oliver keyrður í snjókommunni í skólan. Þegar Ma svo kom heim eftir skutlið var Kriss vaknaður og í stuði.. Vildi drífa Gamla manninn á fætur.. Sem gekk nú á endanum þar sem hann þurfti að fara að vinna, svo Kriss og Ma voru 2 ein eftir heima.. Þau ákváðu bara að fara og fá sér morgunmat saman og fara kanski bara í bæinn, en um það leyti sem þau voru á leiðinni út kom pabbi heim og bauð okkur í bíltúr í bæinn... Eftir bæjarferðina (sem var frekar stutt) fór Kriss út í garð að leika sér í snjónum (svaka duglegur)... Svo kom hann inn og við chilluðum í smá stund... Svo var kominn tími á það að labba á móti Oliver í skólan og var Kriss sko kappklæddur í skíðagallanum, nema hvað.. Svo var snjókast á leiðinni heim enda vorum við frekar lengi á leiðinni heim.. Þegar við svo loksins komum heim þá byrjaði Oliver á heimalærdómnum og læra undir prófið en á morgun er stærðfræðipróf (og þá þarf okkar maður nú ekki að læra mikið enda klár í stærðfræðinni)... Svo var það matur en þeir bræður vildu Eggjabrauð og tilbehör, borðuðu vel af því eins og venjulega..
Eftir það fóru þeir að leika sér svo að slappa bara af...
Loksins kom svo sá Gamli heim og stuttu eftir komu Doddi og Magni að hjálpa Pa að koma nýja Glerskápnum upp í borðstofu, og gekk það bara eins og í sögu.. Þegar skápurinn var svo kominn upp þá fórum við og Ma að raða inn í skápinn (Ma var alveg skíthrædd við Kriss og kristalglösin, en sem betur fer urðu engin óhöpp).... Svo er það núna smá róleg heit áður en þeir bræður fara í bælið enda er skóli hjá öllum á morgun... Bara gaman...
En já við segjum þetta bara gott af okkur hérna úr engum snjó...
Kv. Bræðurnir í Lúx

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Langur skóladagur :-)

Góða kvöldið
Þá er loksins komið kvöld hérna hjá okkur í Lúxlandinu og Kriss sofnaður, og Oliver á leiðinni í bælið enda alveg kominn tími á það hjá honum þar sem það er skóli á morgun...
En já þessi dagur gekk bara vel hjá okkur, þeir bræður áttu nú báðir frekar auðvelt með að vakna í dag svo var það bara þetta venjulega borða, klæða og bursta dæmi sem gekk bara eins og í sögu.. Svo var Oliver keyrður fyrst eins og alla daga og var Kriss leiðsögumaður á leiðinni í sinn skóla.. Núna vill Kriss alltaf heyra Ma segja "sæki þig í hádeginu" áður en hann fer úr bílnum, en Ma segir þetta alltaf við Oliver og vill Kriss fá sömu treatment, nema hvað????
Í hádeginu mætti sá Gamli að sækja Kriss þar sem Ma var á fullu að taka til, og vildi Kriss vita um leið og hann kom inn hvar hún væri nú búinn að þrífa og hvar hún ætti eftir að þrífa... Já eins gott að hafa þessa hluti á hreinu ekki satt??? Svo fóru þeir feðgar og sóttu Oliver, drifu sig heim og fengu sér Orkumat ekkert annað borðað á þessu heimili... Eftir matinn var Pa skutlað í vinnuna og ma sá um að skutla strákunum sínum í skólan...
Ma mætti svo að sækja hann Kriss sinn í skólan sem vakti á sér athygli eins og oft áður "já nú sá hann hund pissa utan í tré (já hundurinn fór inn á grasið sem Carina bannar Kriss að labba á svo hann var nú ekki sáttur við það) svo byrjar hundurinn að sparka mold yfir pissið þá öskraði Kriss af hlátri og fékk alla til að líta á hundinn og eigandan sem gjörsamlega dró hundinn í burtu" já og Kriss og Ma löbbuðu skellihlæjandi í burtu.... En Kriss fær sko mikla athygli á leikskólanum já og allir foreldrarnir farnir að brosa til hans þegar hann labbar framhjá... Annað gott dæmi er um daginn mætti Kriss í skíðagalla í leikskólan sem er ekki frásögu færandi nema hvað hann var með sólgleraugu líka og neitaði að taka þau niður, svo þegar krakkarnir stóðu úti á tröppunum var einn Stubbur brosandi með prakkarasvip í skíðagalla með sólgleraugu.. Já það er víst ábyggilegt að það eru ekki margir eins og hann Kriss minn....
En nóg um það..
Oliver duglegi labbaði svo sjálfur heim úr skólanum og dreif sig beint í heimalærdóminn, nema hvað... Svo fékk hann smá frí þegar því lauk.. Ma þurfti svo að skjótast eftir Pabba í vinnuna og var byrjuð að elda Grjónagraut (sem var sko pantaður í kvöldmatinn) svo Oliver langduglegasti var bara einn heima að elda grjónagraut meðan Ma og Kriss skutust eftir Pabba... Já og grauturinn heppnaðist bara vel hjá stráknum nema hvað...
Svo var það bara róleg heit og bælið sem beið þeirra, enda komið kvöld...
Svona var nú þessi langi Miðvikudagur hjá okkur...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Bræðurnir í Lúx

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Íslenskuskólinn

Góða kvöldið,
Jæja þá er komið þriðjudagskvöld hjá okkur og ró í kotinu (strákarnir báðir farnir í bælið).. Já þeir voru báðir sendir frekar snemma í bælið sökum óþekktar við matarborðið, ekki gaman ha....
En já annars þá byrjaði þetta frekar rólega, held að Kriss hafi verið vaknaður á undan öllum eins og hefur nú oft gerst áður.. Við hin fórum svo í róleg heitunum á fætur og Oliver átti að fara í skólan eins og alla hina dagana, en það styttist nú í smá frí hjá okkur já það byrjar skólafrí 25. febrúar og það mætti segja að það væri alveg kjær komið...
Ma keyrði svo Oliver í skólan, meðan beið Kriss hjá pabba sínum.. Svo kom sú gamla heim eftir skutlið og já þá bað Kriss um að fá að horfa á TV já ég hélt það myndi líða yfir mig en NEI ekki alveg (ég er að tala um að hann Kriss minn er allt í einu farin að horfa á TV).... Svo já vorum við bara í róleg heitunum þangað til við ákváðum að skella okkur í Mallið og leyfa Kriss að fara í leiklandið þar og leist honum ekkert smá vel á það og skemmti sér vel þar (en lét okkur nú vita af því að einhver stór strákur hefði sagt við hann að hann væri BABY en halló hann er ekkert baby eða hvað?? alla vegana ekki að hans eigin mati)....
Við fórum svo eftir mallið að sækja Oliver í skólan drifum okkur heim fengum okkur smá í gogginn og beint í Íslensku skólan.. En það var sko passað upp á það í hádeginu að fá sér eitthvað sem gefur stig í Orkubókina nema hvað!!!! Svo var það skóli og við Kriss fórum sko bara að chilla á meðan...
Eftir skóla mættum við Kriss svo að sækja Oliver og já drifum okkur heim beint í heimalærdóminn sem var sko ágætis slatti í dag... Og meðan Oliver og Ma lærðu elduðu feðgarnir fyrir okkur mat... Og þeir voru sko frekar óþekkir við matarborðið svo já það var bara sagt að það væri bælið strax eftir mat ekkert djók, ha....
Svo já það er sko komin ró og friður í kotið hjá okkur og vonandi að þetta komi ekki fyrir fljótt aftur...
Segjum þetta gott af ÓÞEKKTARORMUM í dag...

mánudagur, febrúar 06, 2006

Orkuátak, orkuátak.....

Góða kvöldið
Já þá er það Orkuátakið en það er sko komið á fullt swing í okkar sveit... Sem er sko bara hið besta mál :-)
Annars voru allir vaknaðir eldsnemma í stuði á þessum bæ enda var skóli hjá þeim báðum í dag..Gamla settið hentist svo með þá bræður í morgun í skólan.. Ma mætti svo ein að sækja Kriss í hádeginu og fóru þau svo að henda í Sorpu til að drepa tíman, þar sem við ætluðum að sækja Oliver í skólan (en ég er að tala um það var snjó/slyddu rigning hjá okkur í hádeginu)...
Í hádeginu fengu allir sér að borða og fór þá Oliver að minnast á það að nú væri Orkuátakið í gangi og það vantaði meiri ávexti og grænmeti á heimilið svo sú Gamla fór með Kriss í búðina eftir hádegi þegar Oliver fór í skólan...
Við Kriss gátum nú eitthvað verslað sem var hollt og hægt að notast við í Orkuátakinu.. Oliver ákvað svo að labba heim eftir skóla þar sem maður fær sko 10 stig fyrir hreyfingu og þeim stigum ætlaði minn maður sko ALLS EKKI að tapa.. Þegar hann kom svo heim þá var það Orkukaffi hjá þeim bræðrum og svo heimalærdómur hjá Oliver (sem aldrei þessu vant var ekki mikill).. Eftir lærdóminn bauð Oliver Kriss inn til sín að leika og fór svo í smá tiltekt á eftir þar sem já Tiltekt gefur líka 10 stig í Orkubókinni (svei mér þá þetta Orkuátak hefur greinilega gífurlega góð áhrif, ekkert nema gott um það að segja)....
Eftir leikinn fóru þeir svo og fengu sér Epli (um að gera að safna stigum, halló)... Svo ákváðu þeir að fara niður að kíkja smá á TV áður en Kriss ætti að fara í bælið (en Oliver spurði samt fyrst að því hvort TV gæfi mínus stig í Orkuátakinu)... Eins gott að hafa þessa hluti á hreinu þ.e.a.s fyrir hvað maður fær stig og hvað ekki....
Nú er svo Kriss á leiðinni í bælið enda kominn háttatími á hann og Oliver fær þá frið á meðan, getur gert það sem hann hreinlega langar til...
En svona er það nú bara allt að verða vitlaust út af Orkuátakinu...
Segjum þetta gott af Orkubræðrum í dag ;-)

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Geggjaður Sunnudagur

Helló,
Þá er komið sunnudagskvöld hérna hjá okkur í Lúxlandinu og Kriss farin að sofa og Oliver fer að fara í bælið, enda eflaust þreyttur eftir geggjaðan dag eins og hann orðaði það sjálfur...
En já við vorum öll svona frekar löt að fara fram úr í dag en það hafðist nú á endanum og nennti þá Unglingurinn á heimilinu sko ALLS EKKI að klæða sig svo já Ma og Pa fóru með Kriss í göngutúr enda var hann LÖNGU VAKNAÐUR og búinn að fara í sturtu og allan pakkan... Svo já við hin fórum í smá göngtúr inn í skóg samt frekar stutt þar sem sá Gamli var að fara að vinna...
Drifum okkur svo heim þar sem Mömmu kuldaskræfu fannst nú frekar svona kallt úti.. Svo þegar komið var að því að skutla karlinum í vinnuna neituðu þeir bræður báðir að fara með svo Oliver bauðst til að passa bróðir sinn meðan Ma skutlaði pabba og jú jú þeir voru sko eins og ljós þegar Ma kom tilbaka... Voru bara að leika sér ekki mikið mál, ha.... Svo vorum við bara í chilli þangað til kominn var tími á Unglinginn að fara að klæða sig og sturta sig þar sem hann var að fara í afmæli hjá honum Sam (en já hann er bekkjarbróðir Olivers)... Svo skutluðu Ma og Kriss Oliver stóra í afmælið (en já það var haldið á MacDonalds) og því miður var sko ekki góð mæting úr Olivers bekk í afmælið (skil ekki svona lagað)... En við Kriss fórum bara á rúntinn á meðan Oliver var í afmælinu svo þegar afmælið átti að vera búið mættu Ma og Kriss aftur að sækja Oliver og já þá voru engir aðrir foreldrar komnir að sækja (afmælið samt búið) svo Oliver fékk bara að vera aðeins lengur og Kriss græddi kökusneið á því, heppinn ha.... Svo má nú ekki gleyma aðalatriðinu en Sam sem hélt afmælið er í skátunum hérna úti og já þeir eru með eitthvert Carnival 18.febrúar og mátti Sam bjóða 2 með sér á þetta Carnival og varð Oliver fyrir valinu og ekki leiddist okkar manni það (en já þetta var nú smá vesen fyrir mömmu hans Sam að hann skyldi velja Oliver þar sem hún þyrfti að þýða boðsmiðan yfir á ensku en já hann var upphaflega á Lúxemborgísku, en já hún sagði það er ekkert mál að leggja þetta á sig þar sem hann vildi bara fá Oliver númer1,2 og 3).... Svo já auðvita ætlar Oliver að fara með Sam ekki spurning, Ma og Pa eiga bara eftir að kvitta á boðsmiðan og láta Mömmu hans Sam fá hann en já við Gamla settið verðum að kvitta fyrir því að hafa gefið leyfi um það að Oliver megi fara...
Svo það var sko sáttur strákur sem var keyrður heim af MacDonalds í kvöld og ekki skemmdi það neitt að við ákváðum svo að hafa Pizzu í kvöldmatinn en Ma nennti ómögulega að fara að elda fyrir 2... En Oliver fékk sér náttúrulega Pizzu í eftirmat eftir afmælið :-)
Svo það mætti segja að þessi sunnudagur hafa bara verið geggjaður eins og Oliver orðaði það...
Segjum þetta gott af okkur í bili..
Endilega haldið áfram að vera duglega að commenta og kvitta í gestabókina...
Kv. Oliver Stuðbolti og Kristofer Fjörugi....

Bíódagur

Góða kvöldið,
Þá eru bræðurnir og Ma búin að eiga alveg yndislegan dag saman... Já Pa var nú heima með okkur í morgun en um það leyti sem við fórum í bíó fór karlinn að vinna....
Já við skelltum okkur saman á Chicken Little og fannst þeim bræðrum hún bara nokkuð góð og já þeir gátu báðir helgið hátt og mikið meðan á myndinni stóð... En Kriss var bara eins og ljós í bíó, enda var þetta teiknimynd, hann sat bara í fanginu á Mömmu eins og ljós!!! Já ótúrlegt en satt þá hefur þetta gengið bara nokkuð vel í undanfarin skipti í bíó með Kriss hann bara sitið kjurr og ekki talað hátt meðan á myndinni stendur (en takið eftir hérna úti er ekki HLÉ svo það gæti reynst erfiðara að sitja kjurr allan tíman)...
Eftir bíóið löbbuðum við einn hring í Mallinu og ákváðum svo bara að drífa okkur heim... Ma fór í smá PS2 keppni við Oliver og já hver haldið þið að hafi unnið?? Já mömmu var gjörsamlega rústað þó svo Kriss hafi verið í klappliðinu hennar!!!!
Eftir keppnina ákváðum við að fara saman niður og horfa á Idol Stjörnuleit..En það er sko alveg nauðsynlegt að fylgjast með þó svo maður búi í útlöndum ekki satt??? Svo ákváðum við að hendast upp í geymslu og fara með matar og kaffistellið okkar og byrja að raða í nýja skenkinn en Ma ætlaði nú að bíða með þetta þangað til Glerskápurinn kæmi upp en við ákváðum bara að drífa þetta af, og voru þeir bræður alveg ótrúlega duglegir og góðir að hjálpa Ma við að taka upp úr kössum og raða inn í skenkinn... Já þeir geta alveg verið eins og ljós ef þeir vilja það... Þegar við vorum nýbúinn að raða í skenkinn þá hringdi Amma Sæta og fóru þeir bræður þá bara að leika sér saman meðan Ma blaðraði í síman (já áfram héldu þeir að vera góðir)...
Eftir símtalði fattað Ma allt í einu hvað klukkan var orðin mikið svo hún fór upp með Kriss að sofa og hann sofnaði bara gjörsamlega strax enda komið vel yfir hans svefntíma, en Oliver fór bara í PS2 á meðan... Kom svo niður til Ma þegar hún var búinn að svæfa og nú ætlum við Oliver að fara að glápa á TV saman.. Um að gera að nota tíman saman :-)
Svo já þetta er sko bara búin að vera þessi fínasti laugardagur...
Á morgun er svo Bekkjarpartý hjá Oliver á MacDonalds en Sam er að fara að halda upp á afmælið sitt þar og bíður öllum bekknum, gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga...
Æji segjum þetta bara gott í dag...
Heyrumst...
Kv. Bræðurnir og Gamla Settið

föstudagur, febrúar 03, 2006

Oliver KLIKKAR sko EKKI

Nei hann Oliver Duglegi heldur áfram að standa sig eins og HETJA á prófunum hérna, enda var hann spurður af einum kennara í skólanum (sem kennir honum ekki en hefur heyrt Oliver tala) hvort hann væri ekki búinn að búa hérna í 3 ára en NEI svo er nú ekki við erum bara búinn að vera hérna í 7 mánuði sem við megu sko alls ekki GLEYMA...
En Duglegi strákurinn hennar Mömmu fékk 40 á þýskuprófinu í gær (sem gera 6,7 á íslenskum mælikvarða).. Og já voru foreldrar hans SVAKA STOLTIR eins og alltaf af honum Oliver LÆRDÓMSHESTINUM okkar... En árangur hans á prófunum hérna er sko hreint út sagt ÓTRÚLEGUR og miklu betri en við nokkurn tíman ÞORÐUM að vona... Hann er búinn að slá öll met og er ekki að klikka neitt.. Já hann á sko mikið HRÓS skilið og ég held að ég (mamma hans) sjái um það að hrósa honum fyrir alla fjölskylduna heima á Íslandi og gott betur en það!!!!
Prófið í gær var samt frekar erfitt og sást það best á meðaleinkunni í bekknum og já hvað sumir voru að fá á prófinu.. Miðað við það sem við sjáum þá er Oliver sko að ná toppnum á bekknum hann er bara að standa sig eins og BESTU nemendurnir í hans bekk... Já HRÓSA HRÓSA HRÓSA.. Ekki að ástæðulausu að ég sé svona MONTINN alltaf með hann....
Nóg um þetta í bili...
Þeir bræður vöknuðu báðir við fyrsta hanagal og voru eldsnöggir á fætur og út.. Svo sótti Ma Kriss fyrst sem dreif sig heim í bílskúrinn að vinna með Pabba í mótorhjólinu.. Svo fór Ma og talaði við kennaran hans Olivers (sagði að við hefðum keypt svo mikið nammi fyrir þennan Ljósadag og engin börn komið svo við vildum bara leyfa bekknum hans Olivers að njóta góðs af og hún hélt nú að það væri í lagi og þakkaði mér mikið vel fyrir þetta, sagði að eflaust hefðu mjög fáir farið út í gær að sníkja þar sem það var svo kallt)... Svo já eldaði Oliver Pizzu handa familíunni í hádeginu, rosa gott hjá honum stráknum...
Eftir hádegi var það bílskúrinn fyrir Kriss og skóli fyrir Oliver...
Kriss og Ma mættu svo að sækja Oliver í skólan og þá heyrðum við krakkana vera að þakka Oliver fyrir nammið en öll þökkuðu þau fyrir sig og sumir oftar en einu sinni... Já hér eru börnin enn þakklát fyrir smá nammi í poka!!!! Oliver var líka ánægður að heyra hvað þeim þótti gaman að fá nammi frá sér.. En kennarinn deildi út pokunum og lét vita hver hefði komið með nammið..
Svo var það bara heavy mikill heimalærdómur sem beið okkar þegar heim var komið... Strákurinn er enn að læra á bara smá eftir sem betur fer, þar sem það er búið að lofa teiknimynd og poppi í kvöld!!!!!
Svo enn eina ferðina erum við foreldrarnir að DEYJA ÚR STOLTI yfir þessum yndislega syni okkar... Já frumburðurinn hennar mömmu, ætlar sko greinilega að verða eins og hún var hér í den tid.... "Eplið fellur sjaldan langt frá Eikinni". Greinilegt hvaðan hann hefur gáfurnar strákurinn :-)
Best að hætta pikki núna áður en þetta verður orðið margar bls. af MONTI....
Kv. Mamma MONT og feðgarnir

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Rólegur Fimmtudagur....

Góðan daginn, góðir gestir...
Já það mætti segja að dagurinn í dag sé búinn að vera alveg ROSALEGA RÓLEGUR... Já það fóru allir eldsnemma á fætur í morgun.. Ma skutlaði svo Oliver í skólan meðan feðgarnir fengu sér að borða en þeir áttu langa ferð fyrir höndum, jú þeir Pa og Kriss voru að fara LENGST til Þýskalands að versla 1 stykki mótorhjól fyrir þann Gamla... Svo fljótlega eftir að Ma kom heim fóru þeir feðgar af stað, en Ma varð að vera heima þar sem Glerskápurinn okkar og skenkurinn átti að koma í dag plús karlinn að fylla á olíuna á húsinu svo það mætti segja að það hefði verið alveg nóg að gera hjá okkur... En sem betur fer mættu allir snemma svo Ma ákvað að skutlast eftir Oliver þar sem í dag var stuttur dagur og frekar mikið kallt úti og þykk þoka yfir öllu....
Eftir skóla náði Ma að draga Oliver með sér í verslunarferð, en ísskápurinn á heimilinu var komið með mikið og stórt garnagaul og já þótt ótrúlegt megi virðast þá samþykkti minn maður að fara með Mömmu sinni... Og var þetta bara þessi fínasta ferð hjá þeim :-)
En í dag er Ljósadagur í Lúxemborg þá ganga krakkarnir í hús og syngja og sníkja nammi fyrir sönginn en það hefur einfaldlega farið mjög lítið fyrir þessu í minni sveit já komu hérna 1 stykki af börnum og sungu.. Í Olivers bekk var ekkert gert svo hann beið bara spenntur heima vonaði að bekkjarfélagarnir myndu koma við því þá var hann ákveðin í að fara með þeim út (en já maður varð að hafa fullorðinn með sér úti að syngja, og því miður kann Oliver ekki alveg lagið svo ekki gat Ma farið ein með Strákinn sinn út að synga þar sem hún kann ekki eitt orð í laginu, lélegt ástanda á heimilinu, en við ákváðum að við myndum bara pottþétt fara á næsta ári og draga þá Kriss með okkur því þá kunna þeir vonandi báðir þetta lag)... En krakkarnir í Olivers bekk sungu nú samt fyrir kennaran sinn og fengu blýant fyrir og svo gáfu einhverjir kennara þeim nammi (svo hann hefur ekki alveg misst af öllu sem betur fer).....
Við Oliver erum bara búin að hafa það svo náðugt heima þar sem Karlarnir eru enn á leiðinni heim frá Þýskalandi (vona bara að Pa passi upp á það að Kriss sofni EKKI í bílnum á leiðinni heim)... En þetta er nú búinn að vera frekar mikið langur bíltúr hjá þeim feðgum, býst fastlega við því að ef Kriss sofnar ekki í bílnum að hann líði bara útaf þegar heim verður komið....
Svo það mætti segja það að þetta hafi verið mjög svo rólegur og góður dagur hjá okkur Oliver alla vegana....
Vá við Oliver erum byrjuð að telja niður í afmælið hans, og hann kominn með ákveðnar skoðanir um hvað hann vill fá í afmælisgjöf, enda drengurinn að verða fullvaxta Unglingur..
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Mamma og Oliver :-)

Komin Febrúar

Vá hvað tíminn líður hratt, bara komin Febrúara mánuður sem segir mér að hann Oliver minn er að verða 8 ára, já hver hefði trúað því að tíminn myndi líða svona hratt???? Enda ég ennþá bara 20+ ára....
Nóg af röfli :-)
Þessi dagur byrjaði sko bara rosalega vel enda allir í stuði, Oliver Unglingur vaknaði sjálfur (jafn ótrúlegt og það nú er) og dreif sig fram úr og þegar hann var nýfarin af stað kom Kriss hlaupandi niður já ekki lengi að þessu þeir bræður í dag... Svo skutlaði Gamla settið þeim bræðrum í skólan enda voru þeir báðir að fara í morgun...
Í hádeginu mætti svo Gamla settið labbandi að sækja Kriss (enda var veðrið alveg yndislegt) og þótti Kriss það frekar skrítið að bæði Ma og Pa skyldu labba... Við drifum okkur svo heim og sóttum bílinn og svo Oliver þar sem það var ákveðið á leiðinni heim úr Kristofers skóla að skella sér í klippingu í hádeginu (en það var langur dagur hjá þeim báðum í dag)... Við sóttum Oliver svo beint í Mallið þar sem þeir feðgar fóru allir í klippingu (já meiri segja hárið á Kriss farið að lengjast aðeins) svo fengu þeir allir GEL og ekki þótti Kriss það leiðinlegt þegar hann fór að glenna það framan í Ma að hann væri með GEL og allar GRÆJUR... Við fengum okkur svo að borða og já fórum í það að koma strákunum aftur í skólan... Bara gaman fyrir þá!!!!
Þegar skólinn var svo búinn þá mætti Gamla settið að sækja Kriss, svo var Pabba skutlaði í vinnuna og Oliver Unglingur sóttur.. Og já það var ekki lítið heimanám sem beið okkar í dag og sem betur fer skrifar kennarinn alltaf í bók hvað á að gera heima, því jú vitir menn á morgun á Þýskuprófið að vera... Einhverra hluta vegna er það núna á fimmtudegi en ekki föstudegi.. Ma var sko bara alls ekki sátt við það, þar sem Oliver var í skólanum til 16:00 svo var mikið heimanám fyrir utan að læra undir prófið, fannst þetta sko full mikið af því góða.. En Oliver tók þessu með stakri ró og kláraði þetta allt saman eins og venjulega.. Kíkti svo yfir námsefnið fyrir prófið!!! Ekkert djók, ha....
Fékk hann svo að slappa smá af með bróðir sínum í sófanum áður en Kriss var sendur í bælið og svo Oliver sjálfur fljótlega á eftir..
Sem betur fer er bara stuttur dagur á morgun og vonandi ekki mikið heimanám og jú jú bjarti punkturinn er náttúrulega hann þarf ekki að læra undir próf á morgun....
En þetta var sem sagt frekar STREMBINN dagur hjá honum Oliver en hann er svo DUGLEGUR að hann lifir þetta af eins og allt annað...
Segjum þetta gott af Lúxurum í dag...