miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Geitin og sá Duglegi

Góða kvöldið,
Mikið er nú gott að heyra að við Kópavogsbúarnir stöndum saman.... Segji nú bara ekki meir..
Dagurinn í dag var mjög svo rólegur.. Oliver fékk að sofa aðeins lengur þar sem það þurfti bara að vekja eitt barn og bara koma einu barni út... Svo hann naut þess náttúrulega í botn að fá smá auka svefn... Ma skutlaði svo Oliver í skólan og kom við í skólanum hjá Kriss og láta vita að hann kæmi ekki í skólan fyrr en næsta mánudag og út af hverju það væri (því miður er Ma nokkuð vissum það að hún Carina okkar hafi ekki alveg skilið þetta nógu vel en hún er ekkert svaka sterk í enskunni). Svo dreif Ma sig heim þar sem Kriss var vaknaður og í stuði.. Ma og Kriss ákváðu því bara að drífa sig í Mallið að eyða tíma og skoða en það er orðið svo jólalegt alls staðar að það er bara ekki einu sinni fyndið... Svo fórum við heim og sóttum Pabba sem vildi komast aðeins út að viðra sig... Oliver stóri var svo sóttur í hádeginu og fórum við þá í fínan bíltúr og svo náðum við aðeins heim til að gefa Oliver að borða áður en hann færi aftur í skólan....
Þegar við vorum svo búinn að keyra Oliver í skólan, drifum við okkur (þ.e.a.s Kriss, Ma og Pa) til Trier að skoða en vá hvað voru margir þar á göngugötunni VÁ það var ekkert smá mikið af fólki Dúda mía.... Löbbuðum þangað til tími var kominn til að sækja Oliver...
Svo var Oliver sóttur og þá var bara afslöppun sem eftir lifði dags... Að vísu var hann Kriss okkar frekar mikið pirraður í dag... Vonum að það lagist ASAP....
Ma tók svo fram dagatölin okkar en nú má víst byrja að kíkja hvað er í þeim á morgun.. Oliver fékk Yu-Gi-Oh dagatal og Kriss Playmó...
Svo fengum við að vita það í dag að hann Hálfdán kemur ekki um helgina þar sem hann liggur heima hjá sér veikur, vonum bara að hann nái sér fljótt...
Segjum bara GANGI ÞÉR vel við hana Elísabetu en hún er að fara í aðgerð á morgun...
Biðjum að heilsa ykkur að sinni...
Kv. Oliver og Kristofer

Kossageit....

Helló everybody,
Dagurinn í dag var bara fínn... Byrjaði frekar seint miðað við aldur og fyrri störf og fór Ma í það að draga þá bræður fram úr bælinu þar sem Oliver átti að fara í skólan en Ma og Pa ætluðu með Kriss til læknis (en Ma fékk grun um það að hann Stubbur sinn væri með Kossageit, hringdi í Ömmu sætu seint í gærkvöldi og var hún á sama máli og Ma að þetta væri örugglega Kossageit, eftir það las Ma sér til um þetta á Doktor.is og náði meðal annars í latneska heitið á fyrribærinu til að geta gert sig skiljanlega hjá Doksa).....
Við vorum svona frekar lengi á spítalanum eins og maður er nú alltaf ég er að tala um alltaf þessi yndislega bið en við fórum bara með Kriss á spítalan sem er hér í nágrenninu og fengum alveg frábæra þjónustu drengurinn var skoðaður hátt og lágt... Enda var hann líka smá hás og með ljótan hósta.... En við fengum úr því skorið að hann væri með KOSSAGEIT, var sárið á hökunni sótthreinsað og makað á það drullumalli og ekki heyrðist eitt múkk í mínum manni NEI ekki neitt.... Hann er svo stór og duglegur :-)
Eftir þá heimsókn var farið í það að sækja Stóra strákinn í skólan en í dag var stuttur dagur... Þegar svo heim var komið var farið í það að finna mat handa liðinu og Oliver duglegi byrjaði að læra (er þetta ekki merkilegt ef hann þarf að skrifa heima þá tekur það heila eilífð en já ef hann þarf að reikna 2 blaðsíður já A4 þá tekur það 5 mín. já ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta alveg stór merkilegt) en Oliver náði nú að skrifa allt fyrir matinn og svo eftir matinn reiknaði hann alveg fullt heima á mettíma (annað eins hefur bara ekki sést)....
Eftir lærdóm var ákveðið að skella sér í bíltúr til Þýskalands og ótrúlegt en satt þá náðum við að taka Unglinginn á heimilinu með í bíltúr (mjög svo sjaldgæft þessa dagana).... Sáum fullt af flottum jólaljósum á leiðinni en já það er sko að koma jól ekkert smá stutt í þau... Svo var farið heim enda klukkan orðin margt, fór þá unglingurinn í sitt herbergi að horfa á bíó meðan Ma fór með Kriss að sofa (en það er sko ekkert sérstakt að vera með stíflað nef, anda eins og reykingarmaður og reyna að hafa snuddu allt á sama tímanum) og tók það dágóðan tíma á endanum leyfði Ma bara Kriss að koma upp í sitt rúm og þar sofnaði strákurinn.. Þegar hann var svo sofnaður og Oliver búinn að horfa á bíó, gerðu Ma og Oliver klárt fyrir hann Hálfdán (en hann er að fara að koma í helgarheimsókn núna um helgina) fundum til dýnu, sæng og kodda og settum lak á dýnuna og utan um sængina og koddan svo það er allt orðið ready fyrir hann strákinn...
En núna eru strákarnir báðir sofnaðir...
Kriss fær að vísu frí það sem eftir er vikunnar í skólanum útaf Kossageitinni en hún er víst bráðsmittandi HEL....
Biðjum að heilsa ykkur í bili
Kv. Unglingurinn og Kossageitin

mánudagur, nóvember 28, 2005

Þýskupróf og MEIRI snjór.....

Góða kvöldið, góðir hálsar...
Vá núna ákkúrat í þessum pikkuðum orðum kyngir niður snjónum hjá okkur... Sýnist hann í svona fljótu bragði vera blautur en hver veit hvað verður á morgun... Því í morgun rigndi hjá okkur og var nánast allt hvítt farið úr garðinum en NEI það eru breyttir tímar núna :-)
Þessi annars yndislegi mánudagur var bara mjög svo rólegur, strákarnir keyrðir í skólan í morgun og fengu Dylan og Jason far þar sem þeir voru eins og við orðnir alltof seinir og hefðu aldrei náð að labba en ætluðu greinilega að taka strætó og hefðu þá mætt of seint í skólan og það gengur náttúrulega bara ekki.....
Í hádeginu var svo Kriss "hási" sóttur en drengurinn er kominn með einhvern kverkaskít andar svona eins og reykingarmaður og já er hás og smart, með ljótan hósta og mér fannst hann kominn með hita í kvöld en það kemur nú betur í ljós í fyrramálið.... Hann var bara hress en holdblautur þegar við sóttum hann já þessi elska var að leika sér að hlaupa í pollunum á strigaskónum svo já hann var blautur upp á hnjám svo við drifum okkur með hann heim og beint úr blautu buxunum og sokkabuxunum og undir sæng meðan Ma fann til nýjar sokkabuxur og ullarsokka... Hann var svo ósáttur heima hjá Ma meðan Pa sótti Oliver...
Eftir hádegi fór svo Pa með Oliver í skólan og fékk Kriss að fara með að skutla honum en þegar heim var komið lögðust þeir feðgar fyrir framan TV og lögðu sig aðeins, enda báðir þreyttir....
Kriss var svo vakinn um það leyti sem Pa fór að sækja Oliver aftur í skólan....
Oliver kom svo heim með þær fréttir að hann hefði fengði 27 á þýskuprófinu af 60 stigum mögulegum (sem sagt 4,5 á íslenskum mælikvarða) sem er bara fínt miðað við aðstæður að vísu hafði hann sjálfur sagt Ma á föstudeginum að prófið hefði verið svolítið þungt... En engu að síður þá gerði hann nokkrar klaufavillur sem má bara alls ekki gerast á þýskuprófi, því hér eru allar villur og þá sérstaklega klaufavillur svo dýrkeyptar... Ef vantar einn staf í 1 orði í heillri setningu þá er öll setningin vitlaus, frekar fúllt.... En hér er mjög hart tekið á gjöf í prófum..
Oliver duglegi er náttúrulega alltaf að reyna sitt best og fyrir það fær hann STÓRAN PLÚS, hann er náttúrulega bara að komast inn í málið hægt og rólega og krakkarnir í bekknum hans eru með heils árs forskot á þýskukennsluna...
Oliver var svakalega duglegur að læra heimanámið sitt þegar heim var komið og fengu þeir bræður svo svaka sterkan kvöldmat (þömbuðu vel með matnum) og eftir matinn fór Kriss upp með Ma en hann ætlaði bara ekki að sofna drengurinn en það hófst á endanum... Og nú er Oliver einnig kominn upp í til sín að lesa "Syrpu" eina ferðina enn....
Svo þetta var bara alveg ágætis mánudagur hjá okkur...
Biðjum að heilsa í bili...
Oliver Lang duglegasti og Kriss líka Duglegi

sunnudagur, nóvember 27, 2005

ENN meiri snjór.....

Helló,
Jæja gott fólk þá er sko farið að styttast í jólin.... Alla vegana fengum við ALVÖRU JÓLASNJÓ hér í dag eða sko svona jólasnjókorn, en snjórinn var svo blautur að hér eru allar götur auðar en snjór svona eins og í görðum, trjám og þess háttar...
Nóg um það....
Í morgun vaknaði Kriss sprækur sem lækur eins og alla hina dagana en svefnburkan hann Oliver svaf eins og sveskja þangað til hann var vakinn rétt fyrir 11 í morgun... Og þá var mamma að fara að byrja á bakstrinum já já jólabakstrinum.... Bökuðum þó ekki nema tvær sortir í dag súkkulaðibitakökur og kanilsnúða... En meðan Ma bakaði fóru karlarnir aðeins niður í skúr og Oliver byrjaði að mála módelið sitt en hann er með svona bílamódel sem karlinn ætlar að hjálpa honum með..... Svo var bara chillað hér heima fram eftir degi.... Fórum svo seinni partinn á rúntinn og Oliver og Ma kíktu aðeins á International Bazarinn en þar var svo mikið af fólki að við vorum bara að kafna þar inn og það sem okkur langaði mest að kaupa "Betty Crocker" í Ameríska básnum var allt búið svo já við gengum bara í gegnum markaðinn mjög svo hratt... Var sem sagt margt búið og frekar fátæklegt í mörgum básum... Fórum svo í smá bíltúr með alla familíuna... Svo var bara farið heim og farið í það að elda kvöldmatinn og var Oliver hjálparkokkur..... Svo var það bara bælið fyrir Kriss enda skóli hjá honum á morgun og Oliver er að horfa á gamla Sveppasúpu þætti í tölvunni...... Svo já það mætti segja að þetta hafi bara verið latur sunnudagur hjá okkur.....
Biðjum að heilsa ykkur að sinni....
Endilega kvittið í Gestabókina okkar, svo við sjáum hverjir eru að fylgjast með okkur...
Kv. Oliver og Kristofer

Laugardagur og enn snjóar....

Góða kvöldið...
Já dagurinn í dag byrjaði ROSALEGA SNEMMA... En haninn okkar galaði alltof snemma og já engin þurfti að vakna... En á endanum voru allir komnir upp í rúm til Ma og Pa, og náðu þeir bræður að rífa gamla settið úr bælinu...
Oliver varð fljótlega óþekkur svo hann var sendur inn í sitt herbergi til að hugsa málið... Meðan ákvað familían að skella sér í bæinn og kíkja við á Internationale Bazar hér í Lúx en það er svoleiðis hér um helgina og Íslendingarnir með bás.... Unglingurinn ákvað að vera bara einn heima og horfa á bíó nennti ekki með gamla settinu og brósa.... Restin af familíunni kíkti og leyst bara vel á jafn vel ef mannskapurinn verður í stuði á morgun kíkjum við aftur... En þar var sko fullt að sjá alls konar matur og dót til sölu, en við keyptum nú bara smá í íslenska básnum þar sem það var nammidagur.. Svo keypti Pa sér eitthvað þurrkað kjöt í Suður Afríska básnum...
Fórum svo heim fengum okkur smá nammi svo var ákveðið að hafa matinn snemma enda SS pylsur og íslensk pyslubrauð á boðstólnum.... Öllum til mikillar gleði.....
Eitthvað fór þetta samt öfugt ofan í hann Kriss þar sem hann ældi lungum og lifrinni eftir matinn.. En var samt sprækur sem lækur eftir ælið (að vísu var hann eitthvað pirraður og sennilega með hita) en ælið kom út af einhverju allt öðru en hann hefur verið frekar duglegur við þetta drengurinn að ÆLA... Þurfum að fara að skoða betur hvað hann er að borða áður en hann ÆLIR (gæti bara verið eitthvert matar óþol hjá honum, já eða nammi óþol hver veit)....
Svo var bara afslöppun fram eftir kvöld... Kriss var sendur snemma í bælið eins og venjulega enda óvenju pirraður og hefur sjaldan eða aldrei sofnað jafn fljótt og í kvöld.... En Oliver liggur upp í sófa að horfa á laugardagsbíó en í kvöld eru það jólamyndir... Bara skemmtilegt....
Enn og aftur snjóaði í kvöld hjá okkur en við vitum svo sem ekkert hvort þetta sé mikið eða hvað en alla vegana eru göturnar auðar og það er nú fyrir mestu ekki satt....
Endum þetta á því að óska honum Palla Vigga til hamingju með afmælið....
Biðjum að heilsa að sinni.
Kv. Lúx bræðurnir

laugardagur, nóvember 26, 2005

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.......

Mojen
Jæja hvað segið þið þá???
Við í Lúxlandi segjum bara ágætt miðað við aldur og fyrri störf... Já í morgun þegar við vöknuðum sáum við bara HVÍTT já það var snjór alls ekki mikið en við sáum hvítt og Kriss sagði bara "þvílíkur viðbjóður" meðan Oliver arbaði af gleði....
Við sem sagt vöknuðum í stuði og strákarnir keyrðir báðir í skólan, þegar við stoppuðum fyrir utan hjá Oliver þá voru krakkarnir að reyna að myndast við það að búa til snjóbolta úr þessum litla snjó og Oliver nánast hljóp út úr bílnum hann var svo ánægður með það.... En Kriss labbaði bara inn í róleg heitunum með pabba.....
Svo kom Ma og sótti Kriss sinn í hádeginu þegar hann var búinn og tilkynnti hann það að hann hefði hent snjó í einhvern strák sem greinilega svaraði fyrir sig og henti tilbaka en Kriss var sko alls ekki sáttur við það!!!! Ma og Kriss ákváðu svo að brunna í Dönsku búðina og fá sér Piparkökur fyrir sunnudaginn og skoða þar inn, Kriss finnur sér alltaf lakkrís í þeirri búð en hann segir að hann sé ógeð góður þar... Við sóttum svo Oliver og fórum heim í hádegismat sem var frekar svona rólegur miðað við aldur störf.....
Eftir hádegi kom Pabbi heim og hann og Kriss fóru í það að taka til í bílskúrnum, tók sér smá frí til að sækja Oliver... Sem kom sko með stór fréttir heim, já Duglegi strákurinn og allur hans bekkur söng á Lúxemborgísku fyrir leikskólakrakkana (og hann söng í bílnum á leiðinni heim fyrir pabba og svo aftur þegar hann kom heim fyrir mömmu, ekkert smá flott hjá honum stráknum) svo var bekkurinn hans settur í surprise Stærðfræðipróf og já SNILLINGURINN okkar klikkar sko alls ekki á smá atriðum fékk 27 stig af 30 stigum mögulegum (sem sagt 9,0 á íslenskum mælikvarða, en þetta var próf í því sem þau eru búin að vera að læra í allan vetur já þessi drengur er bara SNILLINGUR þegar kemur að stærfræði og já við vitum sko hvaðan hann hefur það þessi elska)......
Eftir sönginn lærði Oliver og var sko fljótur að því og fór svo í skúrinn með körlunum að taka til og þeir bræður fóru svo út í fótbolta og eitthvað svona skemmtilegt... Pabbi ákvað svo að bjóða þeim upp á bíó og popp þar sem þeir voru svo stilltir... Já þetta geta þeir ef þeir vilja.... En fljótlega var nú Kriss samt sóttur af Ma og settur í bælið (þar sem DVD diskurinn var eitthvað bilaður varð ekkert úr bíóinu) og Oliver fékk að vera áfram niðri með pabba en dreif sig svo upp þegar það byrjaði bíó í TV... Og þar situr hann enn þessi SNILLINGUR...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Snillingurinn og bróðir hans...

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Snjókorn FALLA á allt og alla

Góða kvöldið,
Já hvað haldið þið?? Þegar við keyrðum heim eftir íslensku skólan byrjaði bara að snjóa á okkur, já og ekkert smá mikið en þetta var nú svo blautt að við gerum ráð fyrir því að það verði ákkúrat ekkert eftir þegar við vöknum í fyrramálið en Ma þótti þetta ekkert smá jólalegt, vonum hennar vegna að það snjói aftur á aðfangadag...
Nóg um það...
Í morgun þá þurfti bara Unglingurinn að fara á fætur og var hann nú bara nokkuð snöggur enda fékk hann að sofa aðeins lengur en venjulega þar sem hann var bara einn að fara í skólan og Pa ætlaði að skutla honum... En að sjálfsögðu vaknaði Kriss líka eldsnemma enda kom Olíubílinn fyrir allar aldir í morgun hann var sko kominn, búinn að dæla og farinn áður en við lögðum af stað með Oliver í skólan....
Í hádeginu fóru svo Ma og Kriss að sækja Oliver þar sem mamma ætlaði að heyra í kennaranum hvað honum findist vera að gerast með Oliver (og svo kvartaði Oliver yfir því að hafa fengið 3 strik hjá kennaranum en eftir ákveðið mörg strik má maður ekki fara í frímínútur svo Ma æltaði að kynna sér þessi strik í leiðinni) og jú jú Oliver er byrjaður að hlusta betur og Joffunni fannst hann standa sig rosalega vel í stræðfræðinni sagði að við ættum ekki að hugsa neitt um hana heldur reyna að einbeita okkur betur í Þýskunni og ef við/Oliver væri í vandræðum með eitthvað þá ætti hann bara að spyrja og sagði að honum væri meira en lítið velkomið að tala við sig í frímínútum og eftir skóla bara hvenær sem væri.... En hún sagði líka að Oliver væri byrjaður að hlusta betur og greinilega farin að skilja betur svo Ma var svaka ánægð með það, og já með strikin þá hefur hún sett í gang kerfi sem virkar þannig að fyrir hverja klósettferð fær maður 1 strik, já gott hjá henni en þau eru víst dugleg að fara á klósettið í hans bekk svo hún sagði bara hingað og ekki lengra og Ma var nú alveg sátt við það og Oliver þarf ekki að hafa áhyggjur af því (en Ma veit svo sem alveg að Oliver notar líka klósettaðferðina sérstaklega þegar hann er að læra eitthvað sem hann NENNIR ekki þá þarf hann 100 sinnum á klósettið alveg óþolandi).. Svo við fórum sátt heim eftir skóla.....
Þegar við komum heim var það lærdómur hjá Oliver já já það er þýskupróf á morgun hjá honum greyjinu (var sko alls ekki sáttur þegar við lásum það á netinu að börn í 1.-4. bekk í Kópavogsskóla fara ekki í formleg próf og já hann þarf að fara í 1 formlegt próf í viku).... Svo já var Oliver svona frekar óþekkur nennti ekki að læra fyrir prófið en það var no mercy hann varð að vera inni hjá sér að læra þangað til það yrði matur... Svo kom nú loksins matur og þá fékk hann að koma fram og þá var borðað og svo brunnað af stað í Íslenskuskólan... Kanski bara gott fyrir hann að komast aðeins út í annað umhverfi og losna smá frá lærdómi.... Restin á fjölskyldunni fór bara á rúntinn.... Kriss til mikillar ánægju sáum alveg FULLT FULLT af jólaljósum...
Oliver var svo síðasta barnið sem var sótt í íslenskuskólan og þá var farið heim í snjókommunni.... Og þá tók við smá hlé svo fóru hann og Ma saman yfir hvað hann átti að læra fyrir þýskuprófið og stóð hann sig bara nokkuð vel strákurinn svo fékk hann í verðlaun smá sjónvarpsgláp áður en hann færi í bælið...
Núna eru þeir bræður báðir komnir í bælið, Kriss sofnaður og Oliver að lesa yfir nokkur blöð fyrir prófið (var sko rosalega mikið námsefni fyrir prófið á morgun)....
Segjum þetta gott í bili FOLKS....
Kv. Oliver og Kristofer

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Talan 500 kominn á teljaran.....

Góða kvöldið gott fólk,
Jæja hvað segið þið þá???
Vá hvað er gaman að sjá það að það eru 500 búnir að fara inn á síðuna síðan 5.okt þegar Palli Viggi setti upp teljaran... En samt bara örfáir búnir að kvitta!!!
Nóg um það....
Í dag var langur skóladagur og við vöknuðum eldsnemma eða aðallega Ma, Pa og Oliver en Ma þurfti að keyra Pa eldsnemma svo hún dreif Oliver á fætur og upp í sitt rúm svo Kriss yrði ekki hræddur ef hann myndi vakna en NEI þeir bræður vöknuðu ekki fyrr en Pabbi dinglaði á bjöllunni eldsnemma (halló hann ruglaðist aðeins og hélt að klukkan væri að verða 08 en NEI hún var að verða 07) en já þá drifu allir sig á fætur og þá var nú ekki mikið mál...
Ma keyrði svo alla í skólan í morgun... Svo var Kriss sóttur fyrstur þar sem hann er búinn á undan Oliver og þau ákváðu að hafa Eggjabrauð og Beikon í hádegismat þar sem Pa var ennþá að vinna... Og jú jú þeir bræður voru sko þvílíkt ánægðir með eggjabrauðið og borðuð mikið... Fórum svo aftur í skólan þar sem það var skóli eftir hádegi hjá báðum körlunum... Oliver ákvað svo að hann myndi redda sér sjálfur heim eftir hádegi....
Ma fór því bara og sótti Kriss í skólan og við biðum svo eftir að Oliver kæmi heim.. En hann missti af strætó og ákvað því að labba bara heim og kom heim skítkaldur drengurinn... En það er sem sagt farið að kólna en það var samt að ég held 4°C þegar ég sótti Kriss... Fékk Oliver þá smá kaffitíma og fór svo beint í heimalærdóm þar sem það var sko rosalega mikið sem hann greyjið átti að læra í dag og mikið sem við þurftum að þýða.... Var því lært vel fram eftir...
Eftir lærdóm fór Ma í það að svæfa Kriss þar sem það var kominn svefntími á hann en Oliver fékk að fara niður að horfa á TV með Pabba... Og í þessum pikkuðum orðum eru þeir feðgar að horfa á Svamp Sveinsson....
Vá verð að enda á því að segja ykkur frá honum Kriss mínum.. Já það er einhver púki í skólanum hans sem heitir Enkavadó eða hvernig maður skrifar það en hann er oft að hrekkja krakkana svo mamma hans sagði við hann ef hann tekur eitthvað af þér kútur minn þá tekur þú það aftur af honum.. Svo í morgun sagði Kriss en mamma hann er alltaf að stríða öllum svo ég segji honum bara að hann sé lítill, leiðinlegur og noti bleyju (halló Enkvadó skilur ekki íslensku)..Svo mamma sagði í hádeginu Kriss minn segðu bara við hann að "Du bist ein Barbie Madchen" (þú ert barbie stelpa) Og Kriss mínum fannst það ekki lítið fyndið og sagði sko í bílnum á leiðinni heim mamma ég sagði þetta við Enkavadó og hann sagði bara NEI við mig svo mamma ég sagði bara við hann Jú og þú ert líka lítill, ljótur, leiðinlegur og notar bleyju,..... Go go Kriss maður lætur sko ekki vaða yfir sig....
Kv. Oliver Stóri og Kristofer bróðir hans....

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Afslöppun og TV

Ótrúlegir hlutir gerast enn.. Já hann Kriss minn var sko góður við Mömmu sína lötu í morgun, en mamma nennti ekki að fara út að leika enda frekar kallt og Oliver og Pabbi voru að fara til vinnu og skóla svo Kriss ákvað bara að fara með Ma niður og minn maður glápti á TV ég held í fyrsta skipti í sögunni... En hann horfði og horfði og í hvert skipti sem komu auglýsingar sagði hann "mér langar í svona og svona og svona í jólagjöf" en já það var helst og í 1.sæti Playmó eða Legó fyrir stóra stráka.... En þetta var bara ljúft lögðumst undir sæng og horfðum á Barnatíman....
En að allt öðru, það var frekar erfitt að vekja Oliver í morgun þar sem hann langaði svo að sofa lengur, en hann lét sig hafa þetta og dreif sig fram úr enda stuttur skóladagur hjá honum í morgun...
Við Kristofer löbbuðum svo út í hádeginu, stoppuðum í bakarínu og kíktum á hana Susie vinkonu okkar og ákváðum svo að koma við í skólanum hjá Oliver (tókum langan göngutúr úti í kuldanum), Oliver ákvað svo að labba með okkur heim en þegar hann sá Jason og Dylan hlaupandi á undan okkur ákvað hann að hlaupa frekar með þeim heim og eitthvað voru þeir að spjalla á leiðinni svo við vitum að Oliver er ekki alveg mállaus hann kann alla vegana eitthvað.... Svo var farið heim og Oliver lærði meðan Ma bjó til Grjónagraut (en þeir bræður gætu hreinlega lifað af honum einu saman) og út að grautinn fengu þeir kanilsykur og Nóa Síríus súkkulaði rúsínur og ekki þótti þeim það amalegt.....
Eftir matinn ákvað Oliver að horfa á Svamp Sveinsson sem var í TV og Kriss vildi fara út að leika og hann fékk að fara út í garð en kom inn vel blauttur en strákurinn fann sér poll til að leika í... Svo hann var drifinn inn og beint úr fötunum svo hann yrði nú bara ekki veikur....
Svo núna þegar er farið að koma kvöld þá eru þeir feðgar allir í sófanum fyrir framan Imban já kanski að hann Kristofer sé að fara að erfa Sjónvarpsgenin frá bróðir sínum hver veit (vonandi eitthvað smá af þeim).....
Svo er það bara bráðum bælið fyrir hann Kriss minn og Oliver fær að vaka eitthvað aðeins lengur... Enda skóli hjá þeim báðum á morgun...
Kriss vill þessa dagana bara eiga heima hjá Ömmu sætu í Ömmuhúsi, veit ekki alveg hvað þetta er en það er sem drengurinn sé með hana Ömmu sína á heilanum... Hann á sko til svör við öllu sem mamma hans segir við hann eins og hvar ætlar þú að sofa hjá ömmu "nú bara í hennar rúmi" og við hvað dót ætlar þú að leika "ég fæ bara lánað dót hjá Jóni Agli og Tómasi Ara" "eða kanski get ég bara flutt herbergið mitt með í flugvélinni, sit það bara frammí" "Amma sækir mig bara í flugvélina" og þar fram eftir götunum, já hann á til svör við öllu þegar hann er spurður út í flutninga til ömmu annars vegar...
Segjum þetta gott í dag, meira á morgun...
Kv. Oliver og Kriss Ömmustrákur

mánudagur, nóvember 21, 2005

Skóladagur.....

Góða kvöldið..
Í dag var sko frekar erfitt fyrir Karlpeninginn að vakna en þeir létu sig nú samt hafa það enda voru strákarnir báðir að fara í skólan og voru svo heppnir að fá far... Kriss vildi fá að labba alveg sjálfur inn í skólan eins og Oliver gerir (svo Ma sagði já þú mátt gera það þegar þú verður 7 ára og því var nú fljótt svarað ég er orðinn 7 ára, ekki mikið mál)... Á endanum labbaði Pabbi með strákinn sinn í skólan og hann var alveg sáttur við það....
Í hádeginu var svo Kriss sóttur fyrst þar sem hann er búinn á undan og við drifum okkur í Batislef að kíkja á eitthvert dót til að tengja þvottavélina í bílskúrinn.... Þegar við vorum búinn í búðarleiðangri var farið í það að sækja Oliver sem var ákkúrat passlega búinn.... Hann var sóttur og þá var farið heim í afslöppun að vísu fór karlinn að vinna svo Oliver stóri ákvað bara að taka strætó eftir hádegi í skólan sem var bara í góðu en Kriss og Ma voru bara heima í afslöppun og hann Kriss var sko bara óvenju rólegur miðað við aldur og fyrri störf enda kanski þreyttur eftir skólan....
Svo kom stóri strákurinn með strætó aftur heim ekkert smá duglegur þessi elska... Enda vá það var fínt veður hjá okkur í dag smá rigningarskúrir ekkert til að kvarta yfir og já fínn hiti svo þetta var nú í góðu lagi....
Oliver duglegi fór svo beint í það að læra svo hann gæti fengið að horfa á TV í kvöld og já hann var sko duglegur strákurinn var svaka fljótur að læra í dag... Svo var það bara afslöppun Oliver ákvað að fara bara inn í sitt herbergi að horfa á Harry Potter og fékk alveg frið til þess en Kriss fór í það að hjálpa Pabba að elda matinn og var bara óvenju lítið handóður í dag...... Svo var það bara matur og bælið hjá Kriss en Oliver fór aftur upp í til sín að klára að horfa á Harry Potter.. Svo er það bara fljótlega bælið hjá Oliver líka svo hann geti vaknað í skólan á morgun....
Svo það mætti segja að þetta hefði verið óvenju rólegur dagur hjá okkur....
Mamma setti inn fleiri myndir í dag, endilega kíkjið á þær og kvittið fyrir komuna....
Kv. Oliver og Kristofer

NÝJAR MYNDIR

Góðan daginn
Já vorum að sitja inn nýjar myndir þar má meðal annars sjá myndir af okkur, bílnum okkar, uppþvottavélinni, svo herleg heitunum í bílskúrnum (þvottavélinni og þurrkaranum)....
Endilega kvittið fyrir komuna í gestabókinni eða með því að commenta dagbókarfærsluna okkar... Erum alls ekki ánægð með það hversu fáir eru að kvitta fyrir komuna... En TAKK samt til þeirra sem eru greinilega duglegir að fylgjast með okkur...
Kv. Oliver og Kristofer

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Bara ef lífið væri svona einfalt.....

Góða kvöldið, góðir hálsar...
Þá er þessi helgi senn á enda, sem er bara alveg ágætt þá vitum við að alltaf styttist meira og meira í jólin og ekki leiðist okkur það í þessari fjölskyldu jafnvel þó svo við ætlum að eyða henni saman í Lúxemborg.....
En já dagurinn í dag var bara skemmtilegur... Fórum frekar seint á fætur miðað við aldur og fyrri störf en samt ekkert rosa seint, vorum svo löt fram eftir þar sem VETUR KONUNGUR hefur gert vart við sig hér í Lúxlandi.... Drifum við okkur samt út í bíltúr þar sem pabbi átt að fara að vinna og bjóst hann við því að vera að vinna lengi... Við fórum í frekar langan bíltúr en þurftum að drífa okkur heim þegar karlpeningurinn í fjölskyldunni var gjörsamlega að farast úr hungri.....
Þegar heim var komið fengum við okkur að borða og svo var það bara afslöppun þangað til karlinn fór að vinna... Þá ákváðu Ma og Kriss að fara í göngutúr úti í kuldanum (halló við erum sannir Íslendingar og hér var bara við frostmark og hvað getum við kvartað yfir því???) engu að síður fórum við kappklædd út en þetta var bara notalegt, Unglingurinn á heimilinu nennti sko alls ekki með út í kuldan....
Við kíktum á Geithafurinn vin okkar hana Susie og öll hin dýrin sem búa hér rétt hjá okkur, svo á leiðinni heim náði Kriss að heilsa upp á bóndan og konuna hans, ekki amalegt það en Kriss segir að þeir þ.e.a.s hann og bóndi séu vinir....
Við fórum svo heim og höfðum það kósý lögðumst öll saman undir sæng og kíktum á Idol frá því á föstudaginn... Svo var farið að tala um hvað hverjum langar í jólagjöf... Alltaf forvitnilegt að heyra hvað hann Kriss minn hefur um það að segja...
Þegar fór svo að líða á kvöldið og Kriss var á leiðinni í bælið vildi hann fá að hringja aftur í Ömmu sætu ( en við hringdum í hana fyrr í morgun og þá bauð hann Kriss henni yfir í hamborgara) en núna í kvöld ætlaði hann bara að segja góða nótt við hana og jafnvel að flytja bara til hennar þetta er ekkert mál hann fer bara í Bláu flugvélina og tekur með sér herbergið sitt... Svo sagði hann já eða Amma Sæta getur bara komið oftar í heimsókn til mín og sofið í mínu herbergi, þá get ég sko gefið henni að borða..... Já ef lífið væri svona einfalt... En hann Kriss saknar hennar ömmu sinnar mest, enda þegar hann talar um hana þá er bara talað fallega tóntegundin hjá honum breytist og allur pakkinn svo segir hann alltaf Amma Sæta er sko BEST... Já ekki amaleg meðmæli það... Enda segir hann oft að Amma eigi hann og að þeir Oliver séu strákarnir hennar... En svona er það nú bara, við leggjum því til hér með að það komi fleiri í heimsókn til okkar næsta sumar.. Farið bara að leggja inn pantanir svo við getum skipulagt sumarið... Annars er sko alltaf pláss hjá okkur fyrir þá sem okkur þykir vænt um, bara svo þið vitið það... "Þröngt mega sáttir sitja" eða svo segir alla vegana máltækið....
Biðjum að heilsa ykkur öllum að sinni
Oliver Unglingur og Kristofer STÓRI

Laugardagur...

Góða kvöldið
Þá erum við bræður loksins komnir báðir í bælið þar sem Unglingurinn á heimilinu fékk að vaka lengur enda helgi hjá okkur eins og ykkur.... En samt KALDARA hjá okkur en ykkur...
En já það var farið frekar seint á fætur í morgun (sá Gamli fór í vinnuna snemma svo mamma plataði Kriss og sagði það er ennþá nótt svo hann trúði henni og fór bara aftur að sofa) svo hér á þessu heimili var ræs hjá Oliver rúmlega 09 en Kriss og Ma fóru ekki á fætur fyrr en 10 þvílíkur svefn..... Við drifum okkur á fætur og fórum svo með strætó í bæinn... Ákváðum að kíkja á mannlífið og við erum að tala um að það er allt að verða vitlaust hér í öllum búðum allir að shoppa geðveikt fyrir jólin... Við fórum niður í miðbæ og löbbuðum smá í kuldanum og ákváðum svo að hendast bara í Mallið og skoða þar í hitanum (Oliver langaði líka að fara að skoða jóladótið okkur vantaði nefnilega nýja seríu á tréð)... Svo við hentumst aftur í strætó og í Mallið, vá hvað var líka rosalega mikið af fólki í strætó þetta var bara alvöru stappa)... Við fórum svo inn í Mallið og þar var ákveðið mjög fljótlega að fá innkaupakörfu til að geyma Kriss í þar sem hann er ekki bara handóður þessi elska heldur finnst honum líka bara gaman að valsa um Mallið og þá jafn vel stinga af eða láta mig hverfa, já hver veit!!!!!!
Við náðum nú að versla smá í Mallinu keyptum nokkrar jólakúlur svo seríu á tréð alveg nauðsynlegt en liturinn hjá okkur í ár er RAUÐUR og ekkert annað!!!!! Svo ákváðum við að versla okkur jólamynd líka og hafa bíókvöld já versluðum okkur "Christmas with the Kranks"...
Sem betur fer hringdi svo sá Gamli og þá búinn að vinna og sækja þurrkaran og bauð okkur far heim, já við nenntum nú varla með strætó aftur heim enda vel þreytt eftir Mall ferðina en Mallið var stappað og geðveikt að gera í öllum búðum og maður þreyttist nú fljótt á svoleiðis stöppu....
Þegar heim var komið ákvað sá Gamli að elda mat fyrir okkur og við ekkert smá ánægð með það svo var það afslöppun, Unglingurinn fór í sitt herbergi að horfa á DVD mynd og gamla settið fór niður með Hr. Handóðan sem var alveg á útopnu þessi elska (vá enda líka nammidagur)... Þegar Ma fór svo upp með Kriss að sofa dreif Unglingurinn sig niður til Pabba og fóru þeir í afslöppun... Þegar Ma kom svo niður var ákváðum að hafa bíókvöld og horfðum á myndina sem var bara skemmtileg og Jólaleg... Já það eru alveg að koma jól ef þið vissuð það ekki ekkert smá stutt í þau vá ekki nema hva 11+24 já 35 dagar í jól.... Alltof stutt....
Jæja ætli við segjum þetta ekki bara gott í bili af okkur..
Biðjum að heilsa ykkur öllum að sinni
Kv. Oliver Unglingur og Kristofer "Emil í Kattholti"

föstudagur, nóvember 18, 2005

Snillingurinn og Hr. Handóður

Mojen
Vá þá er þessi föstudagur að verða búinn og við stór fjölskyldan komin í helgarfrí eða já alla vegana strákarnir komnir í skólafrí....
Já dagurinn í dag var frekar mikið ÞREYTTUR já Unglingurinn stóri duglegi var svakalega þreyttur enda fékk hann að vaka lengur í gær... En þetta hófst nú allt á endanum og við komumst öll á stað í skólan og liðið mætti á réttum tíma sem skiptir nú mestu máli ekki satt????
Svo var Hr. Handóður sóttur fyrst og þegar gamla settið mætti á svæðið þá var hann úti að leika svo við ákváðum að fylgjast svona aðeins með honum (mamman alltaf að ath með ungana sína) og sá mamma þá hvar einhver strákur reif í Kriss (mamma alveg brjáluð yfir því) svo sá sú gamla hvernig Hr. Handóður bara svaraði fyrir sig og reif í strákin tilbaka (já þá var sú gamla stolt og veit að hann lætur ekki vaða yfir sig :-) ).. Við ákváðum að hendast í Mallið og redda ísskápnum áður en Oliver yrði búinn og það hafðist... Svo var Unglingur sóttur svo sú gamla vildi fá að heyra hverngi stærðfræðiprófið hefði gengið og vitir menn eins og alltaf sagði Snillingurinn mér gekk MJÖG VEL...
Fórum við heim og fengum okkur í gogginn og svo var það að fara aftur með Snillinginn í skólan og við ákváðum að skella okkur aðeins niður í miðbæ að útrétta...
Þegar Snillingurinn var svo sóttur sagði hann stoltur hey mamma ég fékk 54 á stærðfræðiprófinu (já mest er hægt að fá 60 stig) svo þetta var mjög flott hjá mínum manni já ef þetta er umreiknað á íslensku þá fékk hann 9,0 á prófinu rosa flott hjá honum eins og alltaf þegar stærðfræðipróf er annars vegar........
Svo var farið heim og við tók heimalærdómur og svo er það bara chill og eflaust íslenskt sjónvarp í kvöld hjá Snillingnum þar sem Pabbinn er að fara að vinna og Hr. Handóður bráðum í bælið....
En já við vildum bara láta ykkur vita hversu duglegur Snillingurinn okkar er (já greinilegt hvaðan hann hefur allar þessar gáfur þessi elska)......
Segjum þetta gott í bili af okkur...
Heyrumst vonandi um helgina...
Kv. Snillingurinn og Herra Handóður

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Herra Handóður og Íslenskuskólinn

Góða kvöldið
Já hvað haldið þið, jú jú þessi vika er bara senn á enda og já alltaf styttist í jólin og ekki leiðist okkur bræðrum það, búnir að sjá fullt af flottum og stórum pökkum sem við eigum að fá, Júhú!!!
Nóg um það....
Í dag er fimmtudagur sem þýðir að Oliver varð bara að fara á fætur og í skólan og gerði hann það óvenju hratt þessi elska og ákvað svo að taka bara strætó í skólan (já hann er sko duglegur).. Eftir var því Kriss í heavy stuði Mömmu sinni og pabba til mikillar gleði... En hann kann nú alveg að dunda sér svo hann lék sér einn upp í rúmi hjá pabba meðan mamma var að stússast eitthvað niðri... Svo var ákveðið að fara aðeins út að viðra Kriss þar sem hann var orðinn þvílíkt HANDÓÐUR þessi elska en hann ræður sko ekki við sig... Var því farið í bíltúr með hann Kriss, á leiðinni sá hann vinnubíl sem var búið að velta og vá hvað hann þurfti að spyrja mikið út í þennan vinnubíl sem við rétt sáum (en Herra Handóður er á SPURNINGARSKEIÐINU)...
Þegar fór að nálgast hádegið var Ma skutlað heim til að gera Ömmukjúlla og við feðgar fórum að sækja Oliver í skólan... Þegar heim var komið var Oliver sendur inn til sín að gera stærðfræðipróf en það er próf hjá honum í fyrramálið og snillingurinn var nú ekki lengi að leysa prófið en gerði í staðinn nokkrar fljótfærnisvillur, ekkert alvarlegt enda gengur honum ROSALEGA VEL í stærðfræði......
Þeir feðgar ákváðu svo eftir prófið og Ömmukjúllan að leggjast saman í sófan og horfa á bíómynd sem var bara fínt... Chilluðum við niðri þangað til tími var kominn til að fara að hendast með Oliver í íslenskuskólan, eftir stutt stopp þar skutluðu Kriss og Ma, pabba í vinnuna og fóru svo í smá bíltúr áður en Oliver var sóttur í skólan aftur... Þegar skólinn var búinn var sko orðið DIMMT úti og mamma náttblinda sá ákkúrat ekki neitt.... En við komumst alla vegana heim heil og það er nú fyrir mestu ekki satt???? Þegar heim var komið fengum við smá í gogginn svo voru það náttföt þar sem kominn var svefntími fyrir Kriss "Handóða" en hann þarf sko rosalega mikinn svefn (hann verður að safna upp orku svo hann geti orðið aftur Handóður á morgun ekki satt, ha ha ha).... En Oliver er búinn að vera svo duglegur og stilltur í dag að hann fær að horfa á funniest homevideo á þýsku áður en hann verður sendur í bælið... Hann liggur í sófanum já á besta staðnum með poppskál og horfir á Svamp Sveinsson vin sinn, hann er hita sig upp fyrir grínþáttinn...
Viljum enda þetta innlegg okkur á því að óska Elísabetu vinkonu mömmu (mömmu Ágústu Eir og Heimis Þórs) til hamingju með afmælið en hún er víst rétt rúmlega tvítug í dag....
Segjum þetta gott í bili....
Oliver "Duglegi" og Kriss "Handóði"...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Langur skóladagur.....

Blessuð öll sömul,
Jæja hvað segið þið þá??? Við segjum sko bara fínt kominn miður nóvember og alveg að koma Jól... Vá hvað okkur hlakkar til....
En dagurinn í dag byrjaði með því að Morgunhaninn okkar vaknaði eldsnemma og ekkert smá hress, restin af heimilisfólkinu var ekki í alveg jafn miklu stuði... En þeir feðgar fóru svo niður og vöktu Oliver já greyjið Oliver þeir léku lélega vekjaraklukku fyrir hann og Kriss var nú alls ekki að skilja það af hverju bróðir hans myndi ekki henda sér fram úr skellihlæjandi við þessi læti í þeim en Oliver er sko ekki alltaf sá morgun hressasti..... En þetta gekk nú eftir á endanum þeir náðu stráknum fram úr, drifu matinn í sig og klæddu sig (gerðu sig ready) fyrir skólan... Gamla settið keyrði svo strákana sín í skólan....
Í hádeginu kom svo Ma og sótti Kriss, Kriss hafði sko frá miklu að segja í bílnum byrjaði á því að tilkynna henni mömmu sinni það að hann Suie væri leiðinlegur, lítill og ljótur og væri með bleyju (mamma trúði því sko ekki alveg þar sem Kriss er með þeim yngstu ef ekki yngstur í sínum bekk)... Við drifum okkur svo bara heim þar sem Mamma var búinn að lofa því að elda Pasta fyrir strákana sína í hádeginu... Mamma fór svo í það að elda meðan Karlarnir sóttu Oliver... Þegar karlpeningurinn mætti svo á svæðið var maturinn ready svo það var bara að borða matinn.... Gamla settið skutlaði svo strákunum sínum í skólan aftur þar sem það var skóli eftir hádegi í dag....
Eftir hádegi græddum við sko MIKIÐ já sú Gamla sótti fyrst Kriss, svo sóttu Mamma og Kriss, Oliver sem sagði þeim að hann væri búinn með allan heimalærdóm en mömmu fannst það mjög skrítið... Ákvað að kíkja samt á það á skólalóðinni og jú vitir menn hann var búinn með alla heimavinnuna, málið var að það var mikil stærðfræði í dag og þau voru að læra eitthvað nýtt sem Prófessorinn okkar náði svona vel að hann var enga stund að klára heimavinnuna í stærðfræði kláraði það á metttíma.. Svo var það þýskan, Oliver var svo duglegur að hann gerði bara 1 villu og var þar af leiðandi ekki lengi að leiðrétta það en herra Samviskusamur ákvað að drífa bara það af að leiðrétta það víst það var bara 1 villa (en það er sko ekki OFT hefur held ég bara aldrei gerst áður að það væri svona lítil heimavinna og hvað þá að Oliver hafi náð að klára allt í skólanum og venjulega er sko meira en 1 villa í þýskunni en núna var hann bara svakalega duglegur þessi elska)...
Þar sem Oliver hafði verið svona duglegur þá ákvað mamma að við skyldum drífa okkur í búðina og versla ís... Já ekkert minna, við græddum sem sagt FEITT á því að Mamma skyldi sækja okkur... Heppnir við, ha!!!!!
Núna í þessum pikkuð orðum liggjum við í sófanum að glápa á TV jafn ótrúlegt og það nú er....
En svo er það bara draumaheimur sem fer að taka við hjá honum Kriss okkar sem þarf langan og mikinn svefn enda er hann á útopnu gjörsamlega allan daginn..
Láttum þetta duga í bili
Kv. Oliver og Kriss

Veit hvaðan þeir hafa það :-)

Mojen allir saman
Já ég hef komist að því að þeir bræður haft erft ÞRJÓSKU föður síns (því miður), óþolinmæðina frá okkur báðum og já hvað meira GLEÐINA og GÓÐA SKAPIÐ frá Mömmu sinni sætu.... Vá og STÓRA SKAPIÐ (frá pabba sínum).. Oliver stóri hefur fengið STÆRÐFRÆÐI gáfur mömmu sinnar honum til mikillar gleði... Já þeir eru náttúrulega bara yndislegir þessir synir mínir, svo ekki sé nú meira sagt... Númer 1,2 og 3 þá eru þeir heilbrigðir og það er sko það sem skiptir mestu máli (skapið og það sem því fylgir er bara aukaatriði og vonandi eitthvað sem þeir læra að höndla þegar þeir verða stærri)....
Við hjónakornin erum samt ekki alveg sammála um það hvaðan STÓRA SKAPIÐ kemur (en ég segji frá honum þar sem ég gefst alltaf fyrst UPP, og skil ekki hvað þeir geta haldið fast í þetta skap sitt vá maður ég bara svitna af tilhugsuninni einni saman)....
Kv. Mamma Stubbs og Músa...

Mamma getur ALLT

Góða kvöldið AFTUR,
Já sú gamla fór að dunda sér eftir að við fórum í bælið og sá Gamli fór að vinna!!! Og hefur henni tekist að sitja inn nokkrar myndir JÚ HÚ þetta getur hún!! Endilega kíkjið á þetta og kvittið í gestabókina eða sitjið inn comment eða það verða EKKI FLEIRI MYNDIR SETTAR INN...
Já svona er það nú bara.
Lofum að verða duglegir að taka myndir og sitja nýjar myndir inn ef þið já þið fólks verðið dugleg að skoða hjá okkur síðuna (vorum að fá reddara til að hjálpa okkur með að sitja myndir inn í tölvuna svo nú er bara að fara að taka myndir)....
Kv. Sú Gamla

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Transitinn og Uppþvottavél....

Mojen
Jæja þá er þessi dagur að kveldi kominn...
Þessi dagur byrjaði frekar ÞREYTTUR já karlpeningurinn á heimilinu var eitthvað þreyttur og erfitt að fá hann fram úr en það hafðist nú sem betur fer á endanum... Og þeir feðgar fóru saman að skutla Oliver í skólan þar sem Kriss var í fríi í dag... Eftir skutlið var farið heim og liðið sturtað og ákveðið að fara út að kaupa UPPÞVOTTAVÉL (Amma sæta gaf pening í jólagjöf svo stór fjölskyldan ákvað að versla sér uppþvottavél enda alveg kærkominn á þetta RISA STÓRA HEIMILI)... Við restin af familíunni brunuðum til Þýskalands þar sem við vorum búin að sjá vél þar sem okkur leist mjög vel á og jú jú vitir menn það var ákkúrat til 1 vél á lager og við fengum hana... Svo við drifum okkur aftur til Lúx og fengum vinnubílinn (LANG FLOTTASTA Transit í heimi) lánaðan undir herleg heitin... Drifum okkur aftur til Þýskalands og sóttum vélina... Þá var sko klukkan orðin svo margt (enda við búin að vera að hangsa) að það var kominn tími á að henda Ma heim og sækja Oliver í skólan (já og ekki leiddist þeim bræðrum það að fá að sitja fram í Trukknum, Kriss setti svona heyrnahlífar á eyrun á sér og var ánægður með rúntinn í vinnubílnum, nokkuð annað en mamman sem dauðskammaðist sín)... Þegar heim var komið var ákveðið að elda ofan í mannskapinn og þá varð hann Oliver allt í einu rosalega óþekkur og gat bara ómögulega hlýtt svo hann fékk að borða og svo beint inn í herbergið sitt að læra og varð að dúsa þar inni meðan hann lærði (og var hann sko alls ekki sáttur við það reyndi ýmislegt til að fá að komast fram en ekkert gekk)... Bjarni og Kriss fóru í það að tengja fyrir Drottninguna uppþvottavélina svo Uppvöskunardagar á heimilinu yrðu úr sögunni... Jú jú það gekk alveg hjá þeim en í staðinn eigum við bara eftir að bera Þvottavélina niður í bílskúr.... En hva Uppþvottavélin er komin á sinn stað og það skiptir sko miklu máli.... Eftir lærdóminn MIKLA kom Oliver fram og hafði gert allt rétt svo hann mátti koma fram enda orðin svakalega stilltur og allt annað barn (sem betur fer)... Var þá bara svona smá afslöppun þangað til settið ákvað að fara út að skoða nýja vinnuskó fyrir pabba en það var víst alveg kominn tími á það... Svo Ma, Pa og Kriss fóru eina ferðina enn á Transitinum (Oliver nennti ekki með, hann nennir því sko alls ekki alltaf lengur að fara með okkur eitthvað NEI vill frekar vera heima í friði fyrir okkur og fá að horfa á TV)..... Við drifum okkur í Pabba vinnu og skiptum um bíl og já þvílíkur léttir að komast aftur í Audiinn.... Fórum svo í verkfærabúð (Kriss skemmti sér stór vel þar inni) og fundum skó á karlinn... Þegar við komum út úr búðinni var sko orðið ÞVÍLÍKT DIMMT úti og kominn úrhellisrigning svo við ákváðum bara að drífa okkur heim enda alveg kominn tími á það að karlinn færi að hafa sig til fyrir vinnu og strákarnir færu í afslöppun fyrir svefninn...
Kriss sofnaði svo á mettíma núna áðan enda vel þreyttur eftir þeytinginn í dag.. En ótrúlegt en satt þá liggur hann Oliver undir sæng í sófanum að horfa á TV "hver hefði trúað því"????
En segjum þetta gott af þessum degi... Viljum bara enda þetta á því að þakka henni Ömmu sætu fyrir Uppþvottavélina... Takk Amma sæta
Kv. Oliver og Kristofer

mánudagur, nóvember 14, 2005

Helgin og dagurinn í dag....

Mojen
Já um helgina var farið að skoða UPPÞVOTTAVÉL fyrir stór fjölskylduna og vitir menn fundu eina sem við höfum samt ekki keypt þar sem sá Gamli hefur verið mikið að vinna förum vonandi í þetta á miðvikudaginn, já Ma getur alla vegana ekki beðið lengur og vonum við bara heitt og innilega að hún sé til á LAGER....
En já HELGIN
Það var bara mest chillað þessa helgi og horft á Strákana, Stelpurnar og Idol á Stöð 2 alls ekki amalegt að hafa það þessa dagana... Jú svo er nú eitthvað farið að kólna hjá okkur líka (því miður) en hvað getur maður svo sem kvartað yfir því það er komin miður Nóvember!!!!!! Oliver duglegi fór svo í smá hjólreiðatúr á sunnudaginn kom svo heim kíkti á jólaskrautið sem við áttum upp í skáp og henti svo í smákökur bara smá smakk (taka forskot á sæluna)... Og þetta tókst bara rosalega vel hjá stráknum, nema hvað????? En Kriss var á meðan bara með Pabba í bílskúrnum að þrífa bílinn og skúrinn já ekki leiðinlegt það!!!!! Fóru svo allir feðgarnir í það að setja tónlist í tölvuna nema hvað!!!!! Svo já þetta var bara ROSALEG róleg helgi!!!!!!
Dagurinn í dag
Já það var sko skóli hjá ÖLLUM... Svo Ma byrjaði á því að ræsa Kriss út þar sem þau skutluðu Pabba í vinnuna fórum svo heim og þá var farið í það að vekja Oliver og gefa strákunum morgunmat!!! Svo var það skóli en Oliver duglegi ákvað að hendast með Strætó (og hafði sig til á 1 mín. já þetta getur hann ef hann ætlar sér strákurinn).... Svo voru þeir bræður sóttir í hádeginu og fengu í gogginn... Eftir hádegi var bara skóli hjá Oliver svo við skutluðum honum fyrst og ákváðum að kíkja aðeins í IKEA meðan Oliver væri í skólanum.... Oliver ákvað svo að vera ennþá meira duglegur og tók strætó heim eftir skóla, já hann er nú duglegur strákurinn... Líkist greinilega Mömmu sinni..... Svo tók nú bara við heimalærdómur og TV en það er alltaf mánudagsbíó og það fær nú Stóri strákurinn að horfa á....
Nú ætlar Kriss að fara að hafa sig til fyrir svefninn og Oliver fá frið til að horfa á bíóið!!!!!!
Biðjum bara að heilsa að sinni...
Kv. Bræðurnir í Lúx..

Breytingar...

Helló,
Erum búin að breyta hér eftir verður bara gert EITT BLOGG á dag fyrir þá bræður saman, verður kanski lengra fyrir vikið en SO, hvaða máli skiptir það!!!!!
Ákváðum þetta ákkúrat núna þar sem við höfum aðeins gert eina GESTABÓK....
Ert þetta ekki bara miklu sniðugra???? Endilega tjáið ykkur um þetta annað hvort í Commentið eða Gestabókina...
Hilsen
Oliver og Kriss

laugardagur, nóvember 12, 2005

Þýskupróf og Langur skóladagur

Guten Tag...
Jæja þá er þessi föstudagur að kveldi kominn og ég kominn í bílskúrinn með þeim gamla....
Dagurinn í dag byrjaði alveg ágætlega ég átti frekar erfitt með að vakna en það gekk nú sem betur fer upp á endanum... Fór svo framúr og gerði mig kláran fyrir skólan... Fékk svo far í skólan með Ma og Kriss þar sem Kriss var líka að fara í skólan... Ekki má gleyma aðalatriðinu það var þýskupróf fyrir hádegi....
Var svo sóttur í hádeginu af Ma sem var nú alveg ágætt ég vildi nú samt fá að hlaupa bara heim en við ákváðum að bíða með það þangað til 16... Fór heim og fékk Pizzu ekkert smá gott það!!! Og hafði smá tíma aflögu svo ég hentist niður að glápa á TV sem mér leiðist sko ALDREI... Ma reif mig svo frá tækinu og út þegar skólinn byrjaði aftur...
Klukkan 16 var Ma mætt að sækja mig en ég var alveg ákveðinn í því að hlaupa heim, henti því bara töskunni minn inn í bíl og hljóp af stað!!! Ekki mikið mál fyrir mig, ha! Þegar heim var komið var það heimalærdómurinn sem beið mín og vitir menn ég fékk frekar lítið af heimaverkefnum aldrei þessu vant!!!!! Svo ég var ekki lengi að redda þeim og spurði svo hvort ég mætti ekki fara niður að glápa á TV þar sem það væri mynd að fara að byrja sem mig langaði svo að sjá (en halló myndin byrjaði ekki fyrr en 20:15, en ég glápti bara á imban þangað til).... Var bara heima í róleg heitum... Fékk að horfa á 2 þætti af Strákunum með settinu áður en myndin byrjaði... Núna er ég niðri í bílskúr með karlinum og við eitthvað að bralla ætla samt að fara að drífa mig upp til að kjósa Audda sem sjónvarpsmann ársins... Ekki klikka á því að kjósa hann!!!!!
En annars er það bara afslöppun sem er í gangi núna hjá Stórfjölskyldunni...
Bið að heilsa ykkur öllum að sinni
Kv. Oliver "Audda aðdáendi"

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Íslenskuskóli

Góða kvöldið...
Jæja þá er rútínan öll að komast í gang hjá okkur sem betur fer... Í dag var ég náttúrulega EXTRA duglegur nema hvað, pabbi þurfti að mæta í vinnuna fyrir allar aldri svo já ég var bara sendur með strætó í skólan svo Ma þyrfti ekki að rífa okkur fram úr fyrir allar aldir... Svo já ég var vakin aðeins fyrr en vanalega en samt ekkert alvarlegt svo var það bara að drífa sig á fætur í fötin og fá sér að borða og drífa sig út í strætó nema hvað... Ekki skemmdi það neitt að Dylan var líka að fara með strætó í morgun... Ma kom svo og sótti mig í hádeginu þar sem Pabbi og Kriss voru að elda hádegismat þar sem pabbi þurfti að mæta aftur í vinnuna eftir hádegi og já ég var að fara í Íslenskuskólan við urðum því að hafa matinn snemma í dag... Ég var nú samt svakalega duglegur og byrjaði á því að læra um leið og ég kom inn þar sem ég þurfti að læra smá í stærðfræði líka.... Náði að klára stærðfræðina fyrir matinn (að vísu var eitthvað vesen á okkur bræðrum, Kriss var að lemja mig með einhverjum spaða sem hann fann í eldhúsinu og ég ákvað að svara fyrir mig og var skammaður fyrir vikið og ég gat alls ekki hamið skap mitt þegar ég var skammaður fyrir þetta :-( já ég er skapstór ungur maður)... Eftir matinn fór ég í það að skutla Pabba í vinnuna og svo að læra fyrir Þýskuprófið sem er á morgun og náði svona næstum að klára það allt áður en við fórum af stað í Íslenskuskólan.... En mamma er nú svo köld að hún skyldi mig bara eftir fyrir utan skólan þar sem hún sá að einhver kona og börn voru mætt og ég hef nú bara gott af því þar sem ég er MINNA FEIMINN þegar ég er EINN en þegar sú gamla er á staðnum.. (Ma frétti það frá Elísabetu að ég hefði verið fyrir utan að tala við einhverja íslenska stráka þegar hún mætti með Agnesi svo greinilega er þetta ekkert mál fyrir mig)... Svo var náttúrulega bara gaman í íslenskuskólanum nema hvað og þegar Ma og Kriss mættu að sækja mig var ég úti að leika með öllum krökkunum en tímarnir enda oft þannig að við förum bara út að leika.... Bara gaman.. Við drifum okkur svo heim þar sem Kriss var orðinn svo þreyttur.... Ég fór í það að læra aðeins betur fyrir Þýskuprófið meðan mamma fór upp með Kriss.... Ég fékk svo að glápa smá á TV þegar sú gamla kom niður (ekki hægt að láta mig læra endalaust ég er nú bara BARN og því má alls ekki gleyma).... Ég var svo sendur í bælið (alls ekki sáttur) þegar Funniest homevideo byrjaði... En það er próf á morgun og Ma vill að ég sé vel sofinn fyrir próf segir að það skipti svo miklu máli...... Við ekki alveg sammála um það!!!!!!
En núna er ég kominn upp í rúm og að kíkja smá í þýskubókina mína og Yu-Gi-Oh blað sem ég á upp í rúmi...
Segjum þetta gott í bili og af þessum degi...
Bið að heilsa ykkur að sinni...
Kv. Oliver LangDuglegasti og Skapstærsti....

Lúxemborg Lúxemborg

Helló allir
Þá erum við komin heim og byrjuð að takast á við daglegt líf aftur í Lúx.... Ekki amalegt það... Ekki það að mér hafi leiðst á Íslandi, sko alls ekki og langt því frá.... Var sko bara æðislegt að fá að fara 2 sinnum í heimsókn í gamla bekkinn minn á Íslandi og hitta vinina og alla fjölskylduna mína... Mér leiðist það sko alls ekki.. Var samt alveg tilbúinn að fara heim og komast í rútínu!!!! En við komum sem sagt heim síðasta sunnudag og skólinn byrjaði aftur á mánudaginn svo já við vorum smá tíma að vinna okkur upp (eftir flugið) en já ég var líka svo ægilega heppinn á mánudaginn var langur dagur og vitir menn ég fékk heiðurinn af því að vinna upp tapið (þar sem ég fékk frí á föstudeginum) já já ég fékk allan heimalærdóminn frá föstudeginum plús það sem krakkarnir hefðu gert í skólanum á föstudeginum já já og líka heimavinnu fyrir þriðjudaginn svo já ég var vel sveittur fram eftir kvöldi á mánudeginum... En ég náði að vinna það upp ekkert mál.... Fékk að vita að það er svo aftur próf í Þýsku á föstudaginn no mercy hér er sko próf einu sinni í viku sem Ma finnst nú helst til mikið en svona er það nú bara!!!!!!!!
Svo er bara byrjað þetta venjulega skóli, lærdómur og sofa!!!!
Dagurinn í dag var engin undantekning fór í skólan í morgun og svo var ég sóttur í hádeginu og þá var farið heim í SS Pylsur þessar einu sönnu... Svo var það skóli aftur eftir hádegi sem mér þótti ekki leiðinlegt..... Ákvað svo að hlaupa heim eftir skóla í dag sem var sko bara í góðu lagi enda alveg ágætt veður... Þegar heim var komið beið mín heimalærdómur sem gekk alveg ágætlega og svo var það Mallið strax eftir lærdóminn já já við feðgar fórum í Klippingu í dag sem var sko orðið alveg nauðsynlegt fyrir mig og þann Gamla en Stubbur fór nú líka í klippingu.. Eftir Klippinguna var farið fljótlega heim þar sem Kriss þurfti að drífa sig í bælið en við Feðgar fórum að horfa á Strákana á Stöð 2 (TAKK FYRIR STÖÐ 2 Áskriftina Kristín og Co. fengum smá fyrirfram jólagjöf frá þeim) kíktum líka aðeins á Stelpurnar svo var það bælið.... Ekki leiðinlegt það að geta fylgst með Stöð 2 þó svo maður búi í útlandinu en ég er sko mjög HEITUR AÐDÁENDI Strákana og Stelpnanna á Stöð 2..... Sveppi klikkar aldrei!!!!!!!!!
Svo var það bara bælið sem tók við eftir TV glápið... Er núna komin í draumaheim....
Á morgun er það Stuttur skóladagur, læra fyrir Þýskuprófið og Íslensku skóli, svo það er alveg nóg að gera!!!
Læt heyra samt fljótlega frá mér aftur....
Oliver Lang Duglegasti........

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Snjór snjór KULDI kuldi

Helló allir,
Jæja þá er komið kvöld á Íslandinu góða og ég loksins sofnaður....
Ég átti alveg yndislegan dag í snjónum í dag ég segji nú bara ekki meir... Meikaði ekki alveg að vakna fyrir heimsókn í KÓSK svo Ma lét mig bara sofa (enda erum við í fríi halló). Svo kom Reynsi frændi heim og vakti mig nennti ekki að leyfa mér að sofa allan daginn. Við frændurnir drifum okkur svo út í snjóinn (ég er að tala um ég ekki með nein vetrarföt fór út í snjógalla af Reynsa frænda sem var bara brotið upp á, vel stór ha) fórum í brekkuna hjá Kirkjunni og renndum okkur út í eitt, vorum útí alveg heillengi ekkert smá gaman.. Fórum svo heim og þá var Ma búinn að ákveða að fara í eitthvert búðarveseni og versla í matinn og eitthvað sem ég nennti sko bara alls ekki að fara með í svo ég fékk nú bara að vera einn heima og leika mér í leikjatölvunni hans Reynsa ekki leiðinlegt það... Svo fengum við Tvíbbana í heimsókn í hádeginu en við vorum að fara að passa þá aðeins meðan Gamla settið þurfti að fara í búðarferð... Var bara að leika við þá þangað til hann Róbert vinur minn kom í heimsókn (eftir skóla hjá sér) fyrst vorum við Robbi bara inni að leika okkur ákváðum svo að skella okkur út í Kirkjubrekkuna til að renna okkur, fyrst hentumst við heim til Róberts að sækja sleðan hans og svo löbbuðum við út í Kirkju og vorum þar þangað til Ma kom og sótti okkur nokkrar mínútur í 21 (já það mætti segja að við höfum verið úti að renna okkur í tæpa 4 klukkutíma) vá hvað ég var líka svangur, þyrstur og þreyttur þegar ég kom loksins heim og ekki þótti okkur Róbert leiðinlegt að fá bara far heim.. En í brekkunni voru bara eftir við Róbert og einhverjir Unglingar já allir krakkarnir á okkar aldri farnir heim.... Þegar heim var komið fékk ég SS pylsur og Malt og Appelsín ekki amalegt það..... Á morgun ætla ég að reyna að meika heimsókn í skólan þ.e.a.s ef ég get vaknað og svo ætlum við Róbert að skella okkur í bíó... Kanski kíki ég með Ma í heimsókn til Ömmu Löngu en hún á afmæli á morgun og við ætlum að kíkja á hana áður en við förum heim.....
Fer allt eftir því hvenær ég kemst á lappir...
Læt meira frá mér heyra síðar...
Kv. Oliver í kuldanum