sunnudagur, október 30, 2005

Ísland Ísland, Snjór snjór

Góða kvöldið allir saman,
Vá þá erum við kominn til Íslands sem er náttúrulega bara æðislegt!!! Komum hingað seinni partinn í gær eftir langt ferðalag... Og það fyrsta sem við sáum þegar við nálguðumst landið var SNJÓKOMMA og já mér fannst það sko bara æðislegt.... Svo þegar við komum fram voru Nonni og Kristín frænka mætt á svæðið að sækja okkur (sem betur fer kom Nonni með þar sem hann á Jeppa og ekkert veitt af því í gær svona ykkur að segja), við flugum út af flugstöðinni þar sem það var GEÐVEIKT ROK og KLIKKUÐ SNJÓKOMMA þegar við vorum að labba út og vart sást út úr augum á leiðinni svona ykkur að segja.... Svo var farið heim til Kristínar og Co. í Arnarsmáran þar sem Amma beið eftir okkur... Kristín var sko búin að lofa okkur Ma Lasange í matinn svo við hentumst þangað fengum ROSALEGA GOTT að borða og svo horfðum við á Idolið og fórum alltof seint heim að sofa... Ég fæ að sofa í Reynsa herbergi þar sem hann er að heiman meðan við erum hér.....
Svo í morgun vaknaði ég frekar seint enda farið ROSALEGA seint að sofa!!! Horfði smá á TV svo komu Reynsi og Guðrún með Tinnu svo við fórum út að leika okkur í snjónum (halló Ma tók engan svona fatnað með fyrir okkur svo ég fór út í ALLTOF STÓRUM skíðagalla sem mér fannst sko algjört aukaatriði ég komst út og það skipti mestu máli).... Vorum úti alveg heillengi sem var sko bara æðislegt.... Kom smá inn og fór í þurr föt og ákvað að fara út að labba og ath hvort einhver af vinum mínum væri heima í dag en NEI því miður hitti ég ekki á neinn en ég reyni bara aftur á morgun eða mánudag..... Svo ég kom inn í heitt kakó sem amma bjó til og kleinuhring ekkert smá frábært!!!! Svo í kvöld bauð Kristín mér að gista hjá sér sem ég þáði, svo núna er ég að chilla hjá henni og Palla!!!! Í fyrramálið eða fyrir hádegi er svo stefnt á bíó en Amma Dísa bauð mér með sér á Zorro svo ég ætla að tékka á því... Annars erum við að fá nokkrar heimsóknir á morgun svo ég geri ekki ráð fyrir því að við eigum eftir að blogga aftur á morgun.....
En endilega hafði samband við okkur í Ömmuhús ef þið viljið heyra af okkur eða hitt á okkur....
Kv. Oliver á Íslandi

föstudagur, október 28, 2005

Ísland á morgun

Góða kvöldið allir saman.....
Nú er það Ísland á morgun og komin spenningur í mig skal ég segja ykkur.... Var verið að senda mig í bælið svo ég sofi kanski eitthvað í nótt......
En annars var þessi dagur bara fínn.... Fór með strætó í morgun í skólan já ég er sko bara duglegur strákur þó svo við segjum sjálf frá... Svo kom sá Gamli og sótti mig í hádeginu og við keyrðum saman niður í bæ að sækja Ma og Kriss sem voru að chilla í bænum.. En annars var sko stærðfræðiprófi í morgun og að sjálfsögðu gekk mér vel í prófinu nema hvað ég stærðfræði snillingurinn á ferð :-) Við drifum okkur svo heim og ég fór í það að læra dreif það á sporttíma nema hvað!!! Fórum svo á Transitinum í endurvinnsluna en sá Gamli var að taka til í bílskúrnum, vá hvað var mikið dót og drasl já já fullt af pappakössum sem við höfum verið að safna (utan af öllu draslinu sem við höfum verið að kaupa hér inn).... Við fórum svo öll stór fjölskyldan í endurvinnsluna og ég hjálpaði til við að keyra dótið fram og tilbaka og losa kerruna, ekkert smá duglegur eins og alltaf..... Drifum okkur svo sem heim til að sækja Audinn þar sem það var Íslensku skóli hjá mér í dag og við að falla á tíma.... En við náðum þessu að sjálfsögðu nema hvað!!!!! Fór í skólan og fannst rosalega gaman og þegar familían kom að sækja mig þá var ég úti að leika með öllum krökkunum (en tímarnir í skólanum enda oft á útiveru sem er bara frábært)... Eftir skóla var farið heim og bara chillað, fékk að horfa á Funniest home video á þýsku en hér heitir þetta eitthvað allt annað... Svo var ég sendur í bælið svo ég nái nú einhverjum svefn fyrir ferðalagið á morgun... En fyrst þurfum við að keyra til Frankfurt sem tekur sirka 2-3 tíma fer eftir umferð og hversu fast pabbi stígur á bensíngjöfina!!!! Hlakkar ti að sjá ykkur sem flest á Íslandi... Er búinn að ákveða að heimsækja gamla bekkinn minn í Kópavogsskóla, passa frændur mína, fara út að viðra Tinnu með Reynsa og Guðrúnu og margt margt fleiri... Minni ykkur á afmælið hennar Ömmu 3.nóv endilega kíkið við þá og þá hitti ég ennþá fleiri en annars....
Sjáumst á morgun...
Veit ekki hvort við verðum dugleg að blogga á Íslandi sjáum bara til með það!
Kv. Oliver á leiðinni til Íslands

fimmtudagur, október 27, 2005

2 dagar í Ísland og Stærfræðipróf

Góða kvöldið allir,
Vá núna er kominn miðvikudagur og í dag var bara stuttur dagur í skólanum hjá mér... Mjög óvenjulegt þar sem það er miðvikudagur og á miðvikudögum er alltaf LANGUR DAGUR.... Svo já það var fínt fór í skólan í morgun fékk far með Gamla settinu og Kriss sem hentaði mér mjög vel þar sem ég var svo þreyttur í morgun.... Í hádeginu mættu svo feðgarnir að sækja mig þar sem Ma var heim að taka til.. Þegar heim var komið var ákveðið að ég færi beint í lærdómi (og það voru verðlaun í boði, tók stærðfræðipróf hjá Ma þar sem ég er að fara í stærðfræðipróf í skólanum á morgun og ef ég stæði mig vel og fengi hátt heima þá mátti ég velja hvað yrði í kvöldmatinn, já já og vitir menn ég brilleraði á prófinu sem Ma bjó til handa mér já ég fékk hvorki meira né minna en 10 já gerði ALLT RÉTT, stóð mig eins og hetja eins og alltaf þegar kemur að stærðfræði)..... Eftir prófið var heimalærdómurinn minn búinn þar sem það var ekkert meira í dag enda alveg að koma skóla frí.. Eftir lærdóminn var það Mallið sem beið okkar og við bræður fórum með Ma þar sem ég vildi hafa Hnetukjúlla í matinn og okkur vantaði Kjúlla... Við kíktum svona aðeins í búðir að skoða hvað væri til og svona (græddum sko ekkert á þessari ferð).. Svo þegar heim var komið eftir Mallferðina var bara chillað og beðið eftir matnum en sá Gamli er sá eini sem er fær um að elda Hnetukjúlla á þessu heimili!!!! Svo var matur og þar sem ég stóð mig svo vel mátti ég fá ís eftir matinn ekki amalegt það.... Fékk að horfa smá á TV meðan ég borðaði ísinn svo var það bælið sem beið mín eftir það, og ég er sko búinn að vera óvenju stilltur og góður í dag (já Ma heldur að það sé kominn spenningur í mig út af Íslandsferðinni núna).. En alla vegana þegar ég fór í bælið bað ég Ma um að leyfa mér að fara yfir prófið sem ég hefði gert fyrr í dag og segja Mömmur NEI við svoleiðis löguðu NEI.......
En núna er ég STEIN SOFNAÐUR og á bara eftir að vakna í einn skóladag áður en ég fer í flugvélina, ekkert smá gott mál....
En jæja ég ætla að segja þetta gott í bili
Bið að heilsa ykkur þangað til næst
Oliver LangDuglegasti

miðvikudagur, október 26, 2005

3 dagar í okkur

Halló,
Já nú er þessi þriðjudagur alveg að verða búinn sem betur fer segji ég nú bara..... En þessi dagur var frekar erfiður fyrir MIG... Ma vakti mig eins og vanalega og ég var svo þreyttur að ég var að DEYJA meikaði varla að hreyfa mig en það var ekkert val þar sem það var skóli í dag.... Svo fór ég á fætur fékk mér morgunmat og fór svo sem strætó í skólan rosalega þreyttur.... En það varð bara að vera þannig...... Í hádeginu var allt liðið mætt að sækja mig þar sem pabbi fór ekki að vinna fyrr en núna í kvöld... Við ákváðum svo að skella okkur aðeins í bæinn bara örstutt þar sem ég átti eftir að læra og vitir menn það er sko ALLS EKKI GÓÐUR SIÐUR, og hentar mér bara ALLS EKKI... En enga að síður þá var svo ákveðið að Ma og Kriss skyldu fara í bæinn og ég og Pa yrðum heima að læra sem gekk ekki alveg nógu vel, því þegar Ma og Kriss komu heim átti ég eftir að gera smá slatt og Ma var sko alls ekki ánægð með það.... Hún þolir sko ekki óreglur hvað námið mitt varðar svo hún varð alveg crazy yfir því að ég væri ekki búinn... Hún gat nú svo sýnt mér hvað ég ætti að gera og þá var ég bara orðinn svo þreyttur og pirraður að þetta tók bara heila eilífð að gerast.... En hófst á endanum eftir mikið þras og vesen.... Kemur sko alls ekki fyrir aftur :-)
Þar sem ég var svo lengi að fékk ég að taka mér pásu meðan kvöldmatur var og svo já varð það bara beint í bælið þegar ég var búinn þar sem þetta tók svo langan tíma, OH..... En svona er nú bara lífið, sem betur fer erum við að fara í frí okkur veitir ekkert af því!!!!!! En nú á ég bara eftir að vakna 2 sinnum í skólan og svo er það Ísland sem bíður mín...... Og það hjálpar mér nú mikið þessa dagana þegar ég er þreyttur....
En svona var þessi dagur nú ekkert sérstakur eins og þið getið lesið....
Jæja ætli þetta sé ekki nóg í bili þar sem ég er að fara að komast í draumaheiminn.....
Sjáumst eftir nokkra...
Kv. Oliver Duglegi

mánudagur, október 24, 2005

4 dagar í Íslandsferðina okkar

Helló allir saman,
Jæja þá er þessi mánudagur senn á enda og alveg að koma þriðjudagur vá hvað tíminn líður fljótt áður en ég veit af verðum við þ.e.a.s ég, Ma og Kriss farin í flugvélina til Íslands ekki leiðinlegt það ha......
En nóg um það, þessi dagur byrjaði bara alveg ágætlega ég vaknaði en var sko ROSALEG ÞREYTTUR þegar ég vaknaði eins og alla hina dagana (já er með unglingaveikina fyrir þá sem vissu það ekki).... Ég fékk nú samt far í skólan þar sem Ma var hvort sem er að fara að skutla Kriss í skólan og Pabba í vinnuna, sem var bara fínt var ekki að nenna að fara extra snemma út til að ná strætó..... Jæja svo var það bara venjulegur skóladagur hjá mér eins og alla hina dagana..... Var meira en lítið sáttur þegar ég sá að Ma og Kriss komu á bílnum að sækja mig, var ekki í labbistuði en það er nú bara eins og það er ekki satt (það var nú einu sinni mánudagur og þá er maður oft latari en hina dagana)..... Drifum okkar svo heim svo ég gæti fengið eitthvað í gogginn þar sem það var langur skóladagur hjá mér í dag, sú gamla henti Nuggets inn í ofninn fyrir okkur bræður í hádeginu (ekki leiðinlegt það)... Ég ákvað svo að taka bara strætó eftir hádegi í skólan, var ekkert mál að nenna því þá enda var ég alveg í stuði þá enda dagurinn hálfnaður hjá mér..... Eftir skóla í dag voru svo Ma og Kriss kominn aftur á bílnum að sækja mig en þau voru að koma beint úr bænum að sækja mig..... Og þá sýndi ég Ma þýskuprófið mitt og ég var sko alls ekki ánægður með það fékk 27 stig af 60 mögulegum (tæplega 5) en mamma sagði ég ætti bara að gera betur næst og svo skoðuðum við Ma prófið saman og það var frekar þungt fyrir svona börn á mínum aldri en svona er þetta bara hér og ekkert við því að gera nema bara að læra meira ha...... En ég var sko allt annað en sáttur sjálfur en svo sagði ég Ma að í þessu prófi fékk engin yfir 50 stig sá eða sú sem fékk hæst fékk 50 stig svo já eitthvað hefur þetta verið að vefjast fyrir fleirum en mér..... Og við megum sko alls ekki gleyma því að krakkarnir í mínum bekk eru búnir að vera 1 ári lengur en ég í þýskukennslu svo minn árangur er bara fínn... Við megum ekki alltaf kvarta, eigum bara að sætta okkur við það sem við fáum og reyna bara að gera betur næst ekki satt...... Núna ætlum við Ma að fara að leggja mun meiri áherslu á þýskuna og vera duglegir eftir að Kriss sofnar að læra.... Og athuga hvort það hjálpar mér ekki, ég vona það sko sannarlega þar sem það er ekki alveg fyrir baráttumanninn mig að fá svona lélegt..... En mamma reyndi að hughreysta mig, og kallaði mig sífellt HETJU og lét mig heyra það að ég væri svakalega DUGLEGUR..... En ég er ekki sáttur......
En nóg um það, þegar heim var komið beið mín heimalærdómur no mercy á þeim bænum.... Svo ég lærði meðan Ma og Kriss elduðu fyrir okkur...... Eftir matinn tók Svampur Sveinsson vinur minn við og í kvöld fékk ég líka að horfa á Mánudagsbíó.... Ætla að halda áfram að fylgjast með myndinni....
Læt heyra frá mér meira síðar
Kv. Oliver LANG DUGLEGASTI....

sunnudagur, október 23, 2005

Sunnudagur

Góða kvöldið allir saman,
Þá er komið sunnudagskvöld og já helgin búinn svona líður tíminn nú hratt hjá okkur.... Vonandi líka hjá ykkur :-) En já þetta var bara alveg ágætis sunnudagur hjá okkur stór fjölskyldunni höfðum Pabba heima í allan dag (hann var að fara í vinnuna núna klukkan 20 svo það var bara notalegt hjá okkur)..... Ég náði að sýna foreldrum mínum hvað mig langaði mest í í jólagjöf þetta árið og ótrúlegt en satt þá er Tækni Legó efst á blaði hjá mér þetta árið svo já það verður víst eitthvað að skoða það ekki satt????? Bara jól einu sinni á ári...... Við ákváðum svo að skella okkur í langan og góðan bíltúr, kíktu aðeins til Belgíu og skoðuðum bara aðeins þar, ákváðum að kíkja á Arlon miðbæinn en þar var ákkúrat EKKERT að gerast og miðbærinn ekki upp marga fiska svo við ákváðum bara að halda áfram bíltúrnum og fara á rúntinn um Lúx líka..... Eftir langan bíltúr var ákveðið að kíkja á róló og fórum við á coolaðan róló í Grevenmacher en þar var sko til cool tæki meiri að segja fyrir mig ha...... Vorum þar í dágóða stund eða þangað til honum Kriss tókst að slasa mig smá..... Ákváðum þá að fara að drífa okkur heim, en um það leyti sem við Ma fórum að labba að bílnum kom Þyrla (frá spítalanum) og lenti á Körfuboltavellinum sem var bara við hliðina á okkur ekkert smá cool, (ma og Pa reyndu að vera fyndi og sögðu að Þyrlan hefði heyrt í mér gráturinn þess vegna væru þeir mættir á svæðið ha ha ha).... Við fylgdumst með þyrlunni lenda og kíktum svona aðeins á hana...... Drifum okkur svo heim, en á leiðinni heim þá vorum við Bræður gjörsamlega að deyja úr hungri svo Pa ákvað að bjóða okkur MacDonalds til að taka með heim og ekki þótti okkur það leiðinlegt..... Fórum svo heim að borða og slappa af eftir góðan dag...... Svo var bara chillað heima.... Ég fékk svo að hjálpa Ma að baka köku ég var ekkert smá duglegur í þeim pakka og já svo sópaði ég niður allan stigan hjá okkur og fékk laun fyrir, ekkert smá duglegur í dag....... Svo núna ligg ég eftir SJÓÐ HEITA STURTU fyrir framan imban (undir sæng) og horfi á hann Svamp Sveinsson vin minn áður en ég skelli mér í bælið......En ég held þetta sé komið alveg nóg hjá okkur í dag.....
Ætlum að hætta pikki í bili
Læt heyra frá mér aftur síðar
Bara 5 dagar í Íslandsferð....
Hlakka til að sjá ykkur....
Kv. Oliver Duglegi

laugardagur, október 22, 2005

6 dagar í flugvélina

Helló allir saman,
Þá er kominn Laugardagur og ekki nema 6 dagar til stefnu hjá okkur... Vá hvað er stutt í þetta.... Og næsta vika verður ekkert smá stutt í skólanum verð allan mánudaginn (langur dagur), allan þriðjudaginn (stuttur dagur) svo verður miðvikudagurinn (stuttur dagur það er frí eftir hádegi hjá mér) svo fimmtudagurinn verður (stuttur dagur að vísu próf en alveg sama) svo Íslensku skólinn seinni partinn svo verð ég kominn í HELGARFRÍ þetta er bara SNILLD... Okkur er sem sagt farið að hlakka mikið til.....
Föstudagur
Já þá var skóli eins og venjulega og já já ég fékk far þar sem Kriss var líka að fara í skólan og það var að sjálfsögðu próf eins og alla undanfarna föstudaga ekki beint skemmtilegt en svona er þetta bara hérna,ha... Svo fékk ég að hendast heim í hádeginu með öllum og fékk hádegismat svo var það bara skóli aftur eins og alla aðra föstudaga..... Svo eftir skóla var ég bara að chilla hjálpaði þeim Gamla aðeins að þrífa bílinn og svo við að sitja myndir í ramma nóg að gera hjá mér ha.... Svo var bara farið frekar seint að sofa þar sem ég var með þeim Gamla í sófanum að glápa á myndir fram eftir.....
Laugardagur
Ég vaknaði við vekjaraklukkuna í símanum hennar Ma hafði sjálfur stillt klukkuna klukkan 09 ekkert smá duglegur vaknaði við hana og fór upp og sagði Ma og Kriss að nú væri kominn tími til að drulla sér framúr og ekkert RUGL....Vorum svo bara í róleg heitum þar til sá Gamli kom heim í hádeginu.... Þá ákvað Ma að fara út og skilja okkur karlana eftir heima sem gekk ekki alveg nógu vel þar sem Kriss var svo óþekkur við okkur að ég hringdi bara í Ma og sagði þú verður bara að hafa Kriss með þér og hún kom að sjálfsögðu og sótti Kriss óþekka sem var sko bara fínt... Við pabbi byrjuðum þá að kubba aftur nýja Legóbílinn minn en erum því miður ekki alveg búnir með hann.. Ég lærði svo smá fyrir Íslenskuskólan og núna er ég sko kominn niður í bíóstellingarnar þar sem það er alltaf bíókvöld hjá okkur fullorðna fólkinu á laugardögum eftir að Kriss fer að sofa bara notalegt..... Jæja nú ætlar Ma að hendast niður til okkar í bíófýling....
Kv. Oliver sem er á leiðinni til Íslands.....

fimmtudagur, október 20, 2005

Íslenskuskóli

Helló allir saman,
Þá er sko búið að vera nóg að gera hjá mér í dag, vá.....
Byrjaði daginn á því að hendast með strætó í skólan... Og svo kom Pabbi og sótti mig í hádeginu á bílnum sem betur fer (það var sko rigning og læti hjá okkur í hádeginu).... Svo var farið heim og ég fékk smá í gogginn svo var það lærdómur en ég þurfti að læra smá og svo er þýskupróf á morgun..... Lærði smá fyrir þýskuprófið áður en við brunuðum til Junglister að hitta Elísabetu og Co. þar sem þau ætluðu að sýna okkur hvar Íslenskuskólinn væri til húsa og jú jú við fundum þetta.... Svo var ég bara skilinn eftir en þetta virkar bara þannig svona eins og alvöru skóli en ég var svo ægilega heppinn að ég fékk að vera í hóp með eldri krökkunum þar sem ég kann smá í íslensku (hef smá forskot á hina).. Mér þótti sko bara gaman í skólanum, hitti fullt af íslenskum krökkum og þetta var sko bara gaman og skemmtilegt og mig hlakkar sko bara til að fara aftur næsta fimmtudag í skólan (en skólinn er bara einu sinni í viku sem er sko alveg nóg þar sem við fáum líka heimanám í íslensku skólanum)..... Eftir skóla drifum við okkur heim (frekar mikil umferð en í góðu lagi samt) þar sem Kriss þurfti að fara að sofa og ég átti eftir að læra fyrir þýskuprófið þar sem það er ekkert smá mikið námsefni fyrir prófið á morgun og ég er gjörsamlega að drukkna núna á eftir að læra smá en ég kíki bara smá meira yfir upp í rúmi í kvöld.... Jæja nú þarf ég að fara að henda mér í bælið svo ég geti vaknað í skólan á morgun....
Nú eru 8 dagar í Íslandsferð, vonandi að ég geti hagað mér áfram svona vel svo ég komist nú með....
Hlakka til að hitta ykkur sem flest....
Kv. Oliver Skólastrákur....

Það er nefnilega það............

Börnin vöktust og klæddust,
grauturinn eldaðist og átst,
það bjóst um rúmin og sópaðist,
þvotturinn þvoðist og hengdist upp,
það gerðist við og stoppaðist í,
saumaðist og prjónaðist,
tertan bakaðist og borðaðist,
það vaskaðist upp og gekkst frá,
börnin hugguðust og hjúfruðust,
það breiddist yfir þau og kysstust góða nótt.
þegar þau voru spurð:
hvað gerir mamma þín?
urðu þau undirleit og svöruðu lágt:
ekkert, hún er bara heima.

miðvikudagur, október 19, 2005

Kvittið í Gestabókina......

Helló allir saman,
Hva eru allir hættir að skoða bloggið mitt???? Alla vegana kvittar enginn í gestabókina hjá mér eða commentar það sem við erum að skrifa svo það er kanski bara spurning um að fara í verkfall???? Endilega tjáið ykkur um það.....
En já þessi miðvikudagur er bara búinn að vera alveg ágætur..... Fór í skólan í morgun eins og alla hina dagana (fékk far í morgun þar sem Kriss var líka að fara í skólan) svo var ég sóttur í hádeginu en Pabbi og Kriss sóttu mig á bílnum þar sem hér var RIGNING og MIKIL ÞOKA, já og Ma heima að elda Pizzu en það var ákveðið í morgun að það yrði heimatilbúinn pizza..... Þegar ég svo kom heim var pizzan tilbúin og ég fékk að borða og svo var ég óþekkur heima (réð ekki við mig) var svo sendur í skólan aftur (fékk far þar sem Kriss var líka að fara eftir hádegi).... Svo þegar skólinn var búinn í dag voru allir mættir að sækja mig (komu að vísu pínu lítið of seint en það var nú bara í góðu ég ætlaði bara að labba heim!!!)... Svo var brunað heim og farið í lærdóm og þar sit ég enn þar sem ég var með frekar mikinn heimalærdóm og er eitthvað að slóra við hann (er að hugsa eitthvað allt annað en ég á að vera að gera).... En svona er ég nú bara stundum, ha.......
En vonandi get ég hagað mér og hætt þessum stælum svo ég komist með til Íslands....
Ælta að enda þetta á því að óska honum Róberti vini mínum til hamingju með afmælið....
Kv. Oliver óþekki

þriðjudagur, október 18, 2005

10 dagar.....

Mojen allir saman,
Jæja hvað er að gerast þá??? Nú eru ekki nema 10 dagar í Íslandsferðina MIKLU svona ykkur að segja ef þið vilduð vita það.... En ég get nú ekkert slakað á fyrr en ég verð bara komin í flugvélina þar sem það verður alveg nóg að gera hjá mér þangað til, skóli skóli og aftur skóli, no mercy á þeim bænum.... Annars var dagurinn í dag bara fínn ég var sendur með strætó í morgun í skólan sem er nú líka bara fínt og ég mótmæli því nú ekki neitt.... Svo já kom allt liðið að sækja mig í hádeginu með LEGÓBÍLINN sem ég var búinn að vinna mér fyrir, vá hvað ég var lukkulegur með hann... Vissi samt að þegar heim yrði komið yrði ég að byrja á því að læra þar sem ég fæ ekkert að gera fyrr en lærdómurinn minn er búinn... Og vitir menn mamma heldur að ég hafi sjaldan verið jafn fljóttur að læra og einmitt í dag :-) já hver ætli ástæðan hafi verið??? En eftir lærdóm dreif ég mig í því að hreinsa allt af skrifborðinu mínu svo ég gæti byrjað á bílnum STRAX og ekki seinna.... Sem gekk alveg ágætlega pabbi var að fylgjast með mér meðan ég var að kubba hann svo var hann Kriss alltaf að trufla mig svo mamma dró hann út í labbitúr svo ég fengi FRIÐ.... Ég tók mér nú samt ágætispásu þegar ég borðaði kvöldmatinn fór aðeins niður að glápa á TV því það er sko rosalega erfitt að gera eitthvað svona þegar hann Kriss er vakandi en hann þarf að vera með nefið ofan í öllu.... En þetta endaði nú ALLS EKKI VEL hjá okkur feðgum, já það vantaði KUBBA í bílinn svo ég get bara alls ekki klárað hann... Ma ætlar að fara á morgun og skila honum eða fá kubbana sem vantar í hann (ég var nú ekkert sérstaklega sáttur við það að það vantaði inn í kassan :-( en það er bara svona stundum ekki satt????? Ég ákvað því bara að fara niður með Sjúklingnum okkar að horfa á bíó en hann er með bíókvöld hjá sér í kvöld ægilegt stuð.... Eftir bíómyndina er það bara koddaverið sem tekur við....
Bið bara að heilsa ykkur þangað til næst og endilega teljið niður með mér í Íslandferðina...
Kv. Oliver Duglegi

mánudagur, október 17, 2005

SNILLINGUR SNILLINGUR SNILLINGUR

Helló allir saman,
Vá hvað hún Mamma mín er stolt núna hún hefur ekki enn náð niður á jörðina kellingin síðan ég var búin í skólanum, vitir menn, konur og börn já ég kom heim með Stærðfræðiprófið og hvað haldið þið ég SNILLINGURINN fékk 57 stig á prófinu af 60 stigum mögulegum (sem sagt 9,5)... Já geri nú aðrir betur... Mamma er ekkert smá stolt af mér og ég hef sko fengið að heyra það í allan dag... Og vá hvað ég græddi á þessu, mamma sagði nefnilega við mig á föstudaginn fyrir prófið að ef ég fengi 55 eða hærra þá fengi ég LEGÓ bíl sem ég er búinn að biðja mikið um svo já hún tapað feitt á því kellan að ég væri svona svakalega klár... Vá þetta er sko 3 prófið mitt í skólanum og mamma er ekkert smá stolt af mér og hvernig mér gengur í skólanum hérna....
En núna að deginum okkar í dag.... Það var vaknað eldsnemma eins og vanalega og mamma lét mig fara með ljóðið eina ferðina enn sem ég átti að læra utan af um helgina og vitir menn of course brilleraði ég á því eins og öllu öðru... Svo ákvað mamma að keyra liðið í skólan þar sem henni fannst pabbi ekki vera nógu hress (minn maður enn krambúleraður eftir krassið í gær)... Svo já við fórum öll saman á bílnum í morgun þar sem við vorum frekar svona lengi að koma okkur í gang..... Svo var það skóli og svo kom Ma og sótti mig í hádeginu þar sem pabbi var svona frekar slappur heima og var að reyna að fixa tölvuna og eitthvað svoleiðis dæmi.... Ma ákvað svo að elda SS Pylsur í hádeginu (ekki amalegt það).... Eftir hádegi ákvað Ma að keyra mig aftur í skólan sem var sko bara fínt...En eftir hádegi var meðal annars tónlistartími hjá mér og já ég fékk líka að vita niðurstöðuna úr prófinu... Öll familían mætti svo að sækja mig eftir skóla og Mamma dó þegar ég sagði henni hvað ég hefði fengið í prófinu og hélt varla aftur GLEÐITÁRUNUM þegar hún sagði pabba hvað ég hafði fengið, dreif sig svo í því að senda Ömmu, Kristínu og Reynsa SMS um hvað hún ætti svakalega klárt BARN (hún segir að ég sé klár eins og hún en ég vill nú ekki alveg viðurkenna það)..... Við keyrðum svo beint heim til Magna þar sem við erum að kíkja eftir eiturslöngunni hans en það átti víst að fæða hana í dag og mér þótti það sko ekki lítið spennandi að fá að taka þátt í því að sækja 2 frosnar mýs í frystin hjá honum Magna og kíkja á snákinn hans.... Karlinn setti svo mýsnar ofan í búrið en snákurinn borðar þær eflaust ekkert fyrr en í nótt.... Þegar svo heim var komið tók við lærdómur sem var nú ekkert svakalega mikill aldrei þessu vant..... En ég fékk að sjálfsögðu með miða heim um að næsta föstudag verður eina ferðina enn próf hjá mér..... Mamma er alveg hætt að skilja í öllum þessum prófum sem ég LITLA STÓRA barnið hennar er að taka...... Eftir lærdóminn fékk ég að fara niður að kíkja á imban þar sem Sjúklingurinn okkar lá..... Svo fór ég á rúntinn með Ma að reyna að finna Legóbílinn en við fórum svo seint af stað að það var búið að loka Dótabúðinni svo Ma ætlar að redda þessu á morgun (þ.e.a.s legó bílnum).... En núna liggjum við feðgar upp í sófa að horfa á Mánudagsbíó en ég fæ nú alveg verðlaun fyrir að hafa staðið mig svona vel í prófinu....
Bið að heilsa ykkur öllum að sinni
Oliver LANG MESTI SNILLINGURINN í fjölskyldunni......

sunnudagur, október 16, 2005

Krossari krossari KRASS....

Góða kvöldið öll sömul,
Jæja hvað segið þið þá??? Við segjum sko bara allt fínt hér í Lúxlandi, enda ekkert annað hægt, sá gamli var í fríi í allan dag ekki amalegt það og það á sunnudegi.... Vá það var bara snilld!!! Það var sko ákveðið að skella sér á Krossaran í dag og við pabbi byrjuðum daginn á því að rífa hjálparadekkin undan og hækka hjólið mitt og vitir menn ég fór út að hjóla með engin hjálparadekk...... En fyrst var farið út (öll stórfjölskyldan) til Gogga og Co. þar sem þau ætluðu líka að hjóla þ.e.a.s Agnes, Einar Þorri og Goggi, svo var keyrt til Þýskalands á brautina og já ég var sko bara SNILLINGUR að hjóla án hjálparadekkjana..... Bara langflottastur, það var bara einn galli á þessu öllu saman ég er bara orðinn of stór fyrir hjólið svo nú þarf að fara að fjárfesta í stærra hjóli fyrir mig það er sko alveg ljóst og nú loksins sá hún Mamma það líka enda alveg komin tími á það að hún myndi taka eftir því..... Svo já ég hjólaði alveg fullt ekkert smá flottur datt nú líka alveg nokkrum sinnum en ekkert alvarlegt og allt var það út af skónum mínum (krossaraskórnir mínir orðnir alltof litlir svo ég var bara í venjulegum strigaskóm út að hjóla ekki alveg nógu gott)..... En já þegar við vorum búin að hjóla í dágóða stund fékk hann Pabbi gamli hjólið hans Gogga lánað þar sem hans er bilað inn í bílskúr og það var nú ekki mikið mál svo langaði karlinum nú aðra ferð og ákvað að verða aðeins meiri glanni en áður og vitir menn hvað haldið þið jú jú karlinn KRASSAÐI sko FEITT og var eins og gömul hölt kona á eftir... Við horfðum á hann fljúga á móti okkur en sem betur fer var þetta nú ekkert alvarlegt hann er bara með fullt fullt af sárum og nokkra GÓÐA MARBLETTI..... En þetta fylgir bara þessum business eða ég sagði mömmu það alla vegana......
Svo þegar heim var komið var ákveðið að fara með þann gamla á spítalan að fá Stífkrampasprautu en það er hægt að fá einhvern viðbjóð hér úr moldinni svo Elísabet ráðlagði það að fara beint á spítalan með þann gamla og ég fékk að bíða með honum í dágóðan tíma en þá allt í einu mundi mamma að ég átti eftir að klára að læra LJÓÐ utan af fyrir morgun daginn svo sú gamla kom og sótti mig á spítalan svo ég kæmist í sturtu og gæti farið í það að læra ljóðið utan af og já hvað haldið þið OF COURSE gat ég það (en mömmu finnst ég nú helst til ungur í það að fara að læra ljóð utan af og hvað þá á þýsku, þýðir nú samt ekkert að röfla yfir því svona er skólinn hérna og já við verðum bara að vinna samkvæmt því ekki satt????) Mamma er nú viss um það að ég hafi erft alla hæfileika hennar en henni fannst aldrei neitt mál að læra ljóð utan af í gamla daga, eins gekk henni mjög vel í stærðfræði eins og mér svo já já ég hef þetta allt frá henni, höfum það á hreinu....
Núna er ég komin upp í rúm má skoða smá í Yu-Gi-Oh blaðinu áður en ég slekk....
Ælta að láta þetta duga af deginum í dag....
Bið að heilsa þangað til næst...
Oliver KrossaraKarl.....

laugardagur, október 15, 2005

LANG FLOTTASTUR

Helló everybody,
Þá fékkst pikkarinn loksins til að pikka fyrir mig... Já og komið laugardagskvöld hjá mér, en betra seint en aldrei... Hvað hefur nú á daga mína drifið... Föstudagurinn var bara venjulegur skóladagur og já að sjálfsögðu var próf eina ferðina enn, það var sem sagt STÆRÐFRÆÐI PRÓF hjá mér.... Mér gekk bara ágætlega í því að eigin sögn (já ég er alltaf að taka Reynsa á þetta).... Svo var aftur skóli hjá mér eftir hádegið og þá fór ég með strætó eins og svo oft áður.... Þegar skólinn var búinn var gamla settið mætt með Kriss (keyrandi) að sækja mig þar sem við pabbi vorum búnir að ákveða klippingu eftir skóla hjá mér, ég er sko bara ekkert smá sáttur við klipparastofurnar hérna fæ alltaf toppþjónustu og fer alltaf út með töffarahárgreiðslu eitthvað sem ég er sko heavy sáttur við... Svo voru bara róleg heit og bíltúr þangað til ég fór að sofa......
LAUGARDAGUR
Vá jú hú ég fékk að sofa út...... Kriss svaf nefnilega lengur en venjulega og þá fæ ég FRIÐ... Svo þegar ég loksins vaknaði þá var ég bara drifinn á fætur og út.... Þar sem við ákváðum að fara í bíltúr á nýja kagganum og vá við fórum sko gjörsamlega út um allt á rúntinn bara skemmtilegt.... Var chillað út í eitt svo varð ég ekkert smá glaður þegar ákveðið var að stoppa á Burger King (það var kvöldmaturin okkar, ekki amalegt það).... Svo kíktum við aðeins til Gogga og Co. og fékk ég þar að prufa aðeins Krossaran hennar Agnesar, mér fannst það náttúrulega bara skemmtilegt.... Svo er ég núna kominn heim ligg upp í sófa og er að horfa á Gremlins ef einhver man eftir þeirri mynd..... Mér finnst hún bara fín og skemmtilegt..... Vona að ég nái nú líka að horfa á Pimp My Ride í kvöld... Annars er þetta bara búnir að vera frekar rólegir dagar hjá okkur stórfjölskyldunni.... Alltaf gott að hafa karlinn svona heima á daginn hjá okkur.....
Ætla að enda þetta á því að óska henni Ágústu Eir vinkonu minni til hamingju með afmælið en skvísan er 8 ára í dag..... Til hamingju með það Ágústa mín.....
Bið að heilsa ykkur þangað til næst...
Kv. Oliver LANG DUGLEGASTI

fimmtudagur, október 13, 2005

Nýr bíll. nýr bíll....

Góða kvöldið gott fólk,
Þá loksins byrjar hún Ma að pikka aftur fyrir mig.... En já dagurinn í dag var sko bara fínn það var stuttur skóladagur sem mér finnst nú bara fínt enda er alveg nóg sem við erum að gera þó svo dagurinn sé bara stuttur í skólanum..... Ég tók strætó í morgun í skólan eins og undanfarna daga..... Svo kom Ma að sækja mig í skólan þar sem það átti að vera foreldrafundir í kvöld í skólanum og já það var í boði á Frönsku eða Lúxemborgísku og vitir menn hún Mamma kann hvorugt tungumálið svo hún ákvað bara að skella sér í skólan og tala við kennaran minn og heyra hvað hún hefði að segja, en þá á bara að tala um hvað er að gerast í skólanum á hverjum degi í kvöld svo kennarinn minn stiklaði bara á stóru hvað það varðar og Joffan eins og hún er víst kölluð sagði okkur að hún væri ánægð með það hvað Oliver hefur gengið vel í síðustu prófum bæði í Þýsku og Stærðfræði sagði Ma svo að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa af mér hvað Stærðfræði varðar þar sem mínar einu villur væru fljótfærnisvillur eða já að ég vissi ekki alveg hvað ætti að gera (út af tungumálakunnáttu minni vantar smá upp á hana), sagði svo að ég þyrfti að hlusta miklu betur í þýsku.... En já hvað ætli ég sé að gera í Þýskutímunum... Ég lofaði alla vegana að laga það en sagði að ég væri alltaf að hlusta á kennaran...Málið er að ég er soddan DayDreamer að mamma trúir því sko alveg að ég fari bara allt í einu að hugsa eitthvað annað.... En ég ætla að reyna að laga það eftir bestu getu..... Þegar heim var svo loksins komið þá vorum við Ma bara ein heima þar sem Pabbi og Kriss voru með nýja trukkinn okkar í skoðun (keyptum okkur Audi A6)... Ég fékk því smá í gogginn svo hófst lærdómur og í dag átti ég að læra undir stærðfræðiprófið sem er á morgun, ekkert annað en mömmu fannst það nú líka bara alveg nóg enda ekkert smá mikið sem ég átti að læra fyrir það.... Svo já er bara að sjá hvernig mér gengur á morgun, vonandi jafnvel og síðast..... Eftir lærdóminn fór ég út að hjóla og svo á róló að leika mér aðeins, maður verður nú líka að fá að vera barn þó svo maður sé í HERAGA SKÓLA ekki satt?? Þegar ég kom svo loksins heim voru Ma og Kriss að sópa stéttina fyrir framan húsið en það var sko ógeð mikið af laufblöðum hérna úti hjá okkur (enda komið haust).... Svo eftir tiltektina hérna úti fórum við inn og ég fékk að horfa á TV þar sem ég var svo duglegur að læra í dag og hér ligg ég fyrir framan imban að horfa á hann Svamp Sveinsson stór vin minn.....
Í gær gerðist mest lítið hjá mér var bara langur skóladagur eins og alla miðvikudaga, svo tók bara við lærdómur þegar heim var komið eins og alla hina dagana, no mercy á mínu heimili...... Svo var bara farið í bælið á sómasamlegum tíma.... Ekkert merkilegt svo sem sem gerðist.....
En já ætli ég segji þetta ekki bara gott í bili....
Haldi bara áfram að fylgjast með honum Svampi Sveinssyni stór vini mínum....
Bið að heilsa ykkur öllum þangað til næst
Oliver sem er alltaf í PRÓFUM..

þriðjudagur, október 11, 2005

Stuttur dagur....

Well well well
Þá er þessi Þriðjudagur senn á enda, sem er nú kanski bara alveg ágætt enda ég ennþá þreyttur síðan í morgun, fékk að vaka aðeins lengur í gærkvöldi og var sko þreyttur eftir því morgun... En já ég sem sagt vaknaði í morgun náði að skófla í mig morgunmatnum og klæða mig áður en strætó kom, mamma var sko vissum það að ég myndi ekki ná því en ég reddaði því eins og öllu öðru.... Svo tók ég strætó með öllu genginu í morgun en það eru sem sagt frekar margir krakkar sem taka alltaf strætó hér á hverjum morgni..... Svo komu Kriss og Ma að sækja mig í hádeginu sem var nú bara alveg ágætt og við drifum okkur heim til að klára heimalærdóminn. Það var svo fínt veður að mamma tímdi ekki að eyða öllum deginum inni.... Ég dreif mig eins og ég gat með heimalærdóminn og svo þegar það var búið þá ákváðum við að hendast smá niður í miðbæ, rölta þar aðeins í góða veðrinu en já ég var bara úti á bolnum nokkuð gott ha...... Svo ákváðum við víst við vorum nú farin af stað að hendast bara í Mallið líka að versla í matinn og svoleiðis nokkuð alveg nauðsynlegt svona stundum.... Eftir langan verslunarleiðangur þá kom pabbi og sótti okkur í Mallið og skutlaði okkur heim enda klukkan orðin frekar margt og við Kriss orðnir svaka þreyttir.... Við hentumst heim fengum að borða og tókum upp úr pokunum og svona sem nauðsynlegt var..... Svo var það bara tannburstun og núna ligg ég upp í sófa að horfa á hann Svamp Sveinsson stórvin minn.....
Vá mamma gleymdi næstum að segja ykkur að aftur í dag var lesin upp texti og við krakkarnir áttum að skrifa niður eftir kennaranum, mamma er sko nokkuð vissum það að hún var MIKLU STÆRRI en bara 7 ára þegar hún byrjaði að gera svona lagað í skólanum á Íslandi... En mér gekk bara stór vel í þessum upplestri, nokkrar villur en ekkert til að æsa sig yfir.... Nú er bara vonandi að kennarinn haldi áfram að æfa okkur í þessu ef þetta verður á hverju prófi, en í stærðfræði les kennarinn líka upp tölur og við eigum að skrifa þær niður og vitir menn hér eins og í Danó lesa þeir þetta upp öfugt og mamma skilur sko ekki hvað ég er klár að fatta þetta en þeir segja sjö og þrjátíu ekki þrjátíu og sjö eins og við.... En já ég verð sko bara orðinn DOKTOR í þýsku áður en mamma veit af.....
Ætla enda þetta á því að óska henni Þórhildi STÓR vinkonu okkar til hamingju með daginn...
Lengra verður þetta nú ekki að sinni.....
Biðjum að heilsa ykkur þangað til næst...
Kv. Oliver LANG Duglegasti....

mánudagur, október 10, 2005

Duglegastur...

Oh mæ god hvað hún mamma mín er stolt núna!!!!
Já ég fékk sem sagt 30 stig á Þýskuprófinu en það voru 60 stig í boði og ég fékk sem sagt helminginn af því sem í boði var og fékk þar af leiðandi 5.... Sem við erum sko ROSALEGA ÁNÆGÐ með enda ég ekki búinn að vera lengi í skólanum hérna, en það leið nú samt næstum yfir mömmu þegar hún sá að hluti af prófinu var að kennarinn las upp texta og við áttum að skrifa hann niður, HALLÓ ég er bara 7 ára ekki 13 ára... En skólakerfið hérna úti er greinilega miklu harðar en heima.... Við fengum prófið heim í dag þar sem ég átti að leiðrétta villurnar mínar og mamma var nú alveg steinhissa á því hvað kennarinn var harður við mig en svona er þetta bara hér og ekkert við því að gera... Hún var að gefa mér vitlaust fyrir að gleyma að gera stóran staf (þó svo ég hafi skrifað orðið alveg rétt, Fúllt ha).. Svo já voru þetta ekkert alvarlegar villur hjá mér bara svona smá sem þarf að fínisera og fara betur í, mamma var sko mest hissa á því hvað þetta voru lítið vægar villur hjá mér... Og auðvita er þetta fljótt að telja þegar hver stafur er skoðaður hjá mér svo já við erum sko bara ROSALEGA STOLLT af mér, enda ekkert annað hægt... Mamma labbaði með BROS allan hringin heim í dag eftir skóla.....
Annars byrjaði nú dagurinn okkar þangað að það var vaknað og karlinn hann Pabbi okkar keyrði í skólan í morgun... Svo var bara venjulegur skóladagur og svo heim í hádeginu, mamma kom labbandi að sækja mig í hádeginu þar sem Kriss og Pabbi voru heima að elda pizzu í hádegismatinn... Svo var borðað og við borðuðum öll saman svo fór Pabbi með Disknum til Þýskalands en við vorum bara eftir heima... Af því húsið var svo tómt ákvað mamma að drífa sig með Kriss niður í bæ í hádeginu um leið og ég fór í skólan að fá nýtt strætókort fyrir mig þar sem hitt hreinlega finnst ALLS EKKI svo við fórum saman í strætó í hádeginu sem var sko bara fínt... Svo voru Kriss og Mamma mætt að sækja mig þegar skólinn var búinn og við löbbuðum saman heim (Mamma með sólskins brosið stóra).... Þegar heim var komið tók við lærdómurinn já ekki má maður slá slöku við núna víst þetta gengur svona vel hjá mér (vá og talandi um það þá fékk ég miða um það að ég er að fara í enn eitt próf á föstudaginn, mömmu finnst þetta nú einum of mikið það eru bara alltaf próf og mikill lærdómur fyrir hvert próf, þetta er sko ekki svona á Íslandi ha)...... Svo ákváðum við að nota góða veðrið að drífa okkur út ég hjólandi og restin af liðinu labbandi en það var sko alveg æðislegt veður aftur hjá okkur í dag sól og fínt, um að gera að nota veðrið meðan það helst svona gott ekki satt??????
Núna ligg ég upp í sófa að horfa á Ace Ventura og þvílíkur hlátur yfir einni bíómynd... En þetta fýla ég sko í botn svona gaman myndir og hlæ sko mikið yfir þeim.....
Mamma stolta er að pikka inn fyrir mig svo ég geti klárað myndina fyrir svefninn, ennþá þvílíkt STOLT af mér kerlingin.... En þetta er bara BRILLI og ekkert annað og alveg greinilegt hvaðan drengurinn hefur hæfileikana (hann er sko duglegur eins og mamma sín og finnst gaman að læra eins og henni :-)))
Látum þetta duga í bili af mér frábæra....
Vill endilega óska henni Gullu frænku til hamingju með afmælið en skvísan er núna að sóla sig á Kanarí, njóttu þess bara Gulla mín.....
Kv. Oliver LANG DUGLEGASTI..........

sunnudagur, október 09, 2005

Afmælisdagur Mömmu sætu...

Góða kvöldið allir saman,
Jæja þá er Afmælisdagurinn hennar mömmu senn á enda, já hún átti sko afmæli í dag hún Mamma sæta... En við erum nú samt búinn að taka daginn mjög rólega þar sem við fórum í Tívolíið í gær svo það var fínt að slappa af í dag enda er skóli eldsnemma í fyrramálið eins og alla hina virku dagana..... En já snemma í morgun vöktu Pabbi og Kriss mig og báðu mig að skrifa á pakkan hennar mömmu þar sem hún var í sturtu og ég náði ekki að fara með að versla gjöfina þar sem ég svaf eins og sveskja í morgun enda vakti ég fram eftir í gærkvöldi það var sko Pimp my Ride og Jackass á MTV ekki amalegt það!!!!!! Svo já ég fékk að sofa pínu lengur en hefði nú samt alveg getað hugsað mér að sofa mikið lengur en svona er þetta bara stundum ekki satt???? Svo brunnaði ég á fætur engan veginn að nenna því, svo mamma kom með fína hugmynd að við myndum bara leggjast saman undir sæng fyrir framan TVið og ekki þótti mér það leiðinlegt svo við bræður fórum niður með mömmu og ákváðum að vera svaka góðir við hana sögðum margt fallegt við hana og knúsuðum hana.... Svo var nú ákveðið að liðið skyldi klæða sig enda ekki annað hægt en áfram héldu róleg heitin... Svo ákvað ég að fara út að hjóla en eitthvað klikkaði hjá mér sem mamma kunni því miður ekki að laga, já og sá gamli farinn í vinnuna svo ekki gat hann hjálpað mér, svo ég fór bara heim með hjólið og við ákváðum að fara í langan góðan göngutúr enda alveg æðislegt veður úti fínn hiti og sól og allar græjur (held það hafi aldrei verið svona gott veður áður á mömmu afmælisdegi æji jú kanski þegar við bjuggum í USA (bæði Californiu og Tulsa))... Fórum inn í skóginn og svona skemmtilegt drifum okkur svo heim og fengum okkur kökusneið í tilefni dagsins og svo var kominn tími á sturtuferð fyrir okkur bræður, Kriss fór fyrstur þar sem hann var að kafna úr þreytu og ég græddi nú mikið á því, því um leið og hann var búinn fór mamma með hann upp svo ég hafði bara sturtuna út af fyrir mig og var ógeð lengi í henni enda var hún sko heit og notaleg... Jæja að því loknu dreif ég mig niður að horfa á Svamp Sveinsson eða SpongeBob Schwammkopf eins og hann heitir á þýsku og er enn að glápa á hann.... Fer svo upp að sofa þegar hann verður búinn enda er ræs snemma í fyrramálið eins og alla aðra virka daga....
Frábært að sjá að fólk sé byrjað að skrifa í gestabókina mína, endilega kvittið ef þið kíkið á okkur bræður...
Bið að heilsa ykkur þangað til næst...
Kv. Oliver Stóri

Þýskupróf og Tívolí

Vá þá er þessi dagur senn á enda og ég sko vel þreyttur, enda búinn að vera alveg á fullu í allan dag.... Byrjum nú samt á föstudeginum.... Já föstudagurinn var svona frekar erfiður en já það er bara eins og það er hér í skólanum, hjá mér var ÞÝSKU PRÓF og mömmu fannst ég sko þurfa að læra alltof mikið fyrir það en það er bara eins og það er ekkert hægt að væla yfir því... Mér var sem sagt skutlað í skólan þar sem Kriss var líka að fara í skólan svo já tók við venjulegur skóladagur og svo fyrir hádegi var líka Þýskuprófið marg um rædda og ég held mér hafi bara gengið ágætlega (en það er ekki alveg að marka það ég er svolítill Reynir í mér, ef þið skiljð hvað ég á við)... Svo kom hádegishlé þá komu Pabbi og Kriss labbandi að sækja mig sem var sko bara fínt, við fórum svo í kapp heim ekkert annað hægt í stöðunni... Þegar heim var komið fékk ég að borða og var að segja frá þýskuprófinu (fékk að vísu Yu-gi-oh blað en mömmu fannst ég svo duglegur að læra undir prófið að hún ákvað að verðlauna mig fyrir með blaðinu) svo ég kíkt í blaðið meðan ég borðaði...... Eftir matinn ákvað ég að taka Strætó í skólan sen mér finnst það sko bara fínt.... Svo var bara venjulegur skóladagur eftir hádegi ekkert próf eða vesen að vísu var myndmennt eða hvað þetta kallast nú í dag.... Svo komu ákkúrat allir og sóttu mig þegar skólinn var búinn sem var líka bara fínt þá fórum við saman í Mallið að versla í matinn og chilla eitthvað áður en pabbi fór að vinna.... Svo voru bara róleg heit hjá okkur stórfjölskyldunni um kvöldið, var sendur frekar snemma í rúmið þar sem það átti að vera tívólí ferð á morgun (laugardag)...
LAUGARDAGUR
Það var sko ræs ógeð snemma samkvæmt mínum mælikvarða á laugardegi.... Þegar allir voru ready og búnir að fá sér morgunmat var farið af stað til Frakklands en Tívolíið er sko þar sem við vorum að fara í.... Ég var sko bara nokkuð stilltur í bílnum á leiðinni til Frakklands þó svo ég segji sjálfur frá... Svo þegar við loksins mættum á svæðið voru nokkrar mínútur í opnun en það var nú í góðu lagi ég gat alveg fullt skoðað en það var allt skreytt með svona Halloween dóti þar sem það er Halloween í október, rosa flott allt saman.... Svo já loksins þegar opnaði þá byrjaði FJÖRIÐ fyrir alvöru og vá hvað ég fór í mörg tæki, prufaði ÖLL TÆKIN á svæðinu (nema þetta eina sem var lokað) og vá hvað þetta var skemmtilegt fór sko mörgum sinnum í sum tækin, er sko algjör Tívolístrákur (fannst ekkert smá fyndið að mamma skyldi ekki þora í nein tæki nema þau sem fóru ógeðslega hægt) en ég fór sko í allt og mömmu fannst ég nú svona helst til kaldur en það er bara eins og það er.... Ég er orðinn 137 cm og mátti þar af leiðandi fara í öll tækin (en þeir miða við 130 cm í stóru tækin).... Og ég fór sko seinustu ferðina þegar það var verið að loka garðinum já um að gera að nýta ferðina, en það sem var svo gott við að fara á þessum tíma að það var fínt veður ekki orðið kallt og alls ekki of heit og það voru engar biðraðir sem er náttúrulega bara SNILLD fyrir karla eins og mig og já ég gat náttúrulega nýtt mér það með að fara margar ferðir í sum tækin..... Ég var sko alls ekki orðinn þreyttur þegar við lögðum af stað heim var enn í bananastuð eftir frábæran dag.... Þegar heim kom fór ég að hjálpa þeim Gamla að pakka inn afmælisgjöfinni hans Gogga en hann átti afmæli 29.sept var 40 ára karlinn og er með svaka veislu í kvöld, pabbi fór nú bara einn í veisluna (þó svo það væri búið að finna pössun fyrir okkur Kriss, hann Einar Þorri var alveg meira en lítið tilbúinn í það að passa okkur bræður í kvöld) þar sem sú gamla var eitthvað slöpp og er enn, kanski er það aldurinn sem er að fara svona með hana en hún á sko afmæli á morgun.... En alla vegana liggjum við Mamma upp í sófa með sæng og erum að horfa á Mask á þýsku....
Vill endilega koma því á framfæri að ég fór í svona tæki sem skýtur manni hátt upp í loftið í tívolíinu þetta var svona turn og maður skaust hátt upp á mettíma og svo var farið aftur niður á fleygjiferð já þetta fýlaði ég...
Endilega kíkið á tívolíið á www.walibi.com
Ætlum að hætta núna og pikka meira síðar
Bið að heilsa þangað til næst
Oliver Duglegi Tívolístrákur

fimmtudagur, október 06, 2005

Gestabók, Gestabók!!! Endilega kvittið...

Helló,
Vill byrja á því að þakka honum Palla Vigga fyrir að hafa reddað Gestabók fyrir mig, já ég ákvað sko um leið að næst ætla ég að plata hann í að sitja myndir inn fyrir mig... Um að gera að nota þessa tölvukarla sem ég þekki þar sem hún Mamma er sko ekki alveg sú klárasta ha....
Nóg um það.... Dagurinn í dag var sko bara alveg ágætur frekar mikill lærdómur hjá mínum en já það hafðist.... Ég fór sem sagt með strætó í skólan í morgun sem var bara alveg ágætt, en þá fæ ég smá tíma til að leika mér áður en skólinn byrjar... Svo já var bara venjulegur skóladagur hjá mér... Sú gamla kom svo og sótti mig í skólan þegar hann var búinn í hádeginu en hún ákvað að koma labbandi, sagði mér að við yrðum að drífa okkur heim þar sem Kriss og Pabbi væru að redda SS pylsum í matinn.... Sem mér finnst sko bara GOTT (en Kristín og Co. komu með pylsur þegar þau komu í heimsókn til okkar, heppin við ha).... Eftir matinn fór svo sá Gamli að vinna svo við vorum bara ein eftir í kotinu sem gekk því miður ekkert alltof vel ég átti nefnilega að læra svolítið mikið og svo er próf í Þýsku á morgun (ekkert smá mikill lærdómur fyrir það)... Kriss var sko "Emil í Kattholti" svo mamma ákvað að ég myndi bara byrja á því að læra fyrir morgundaginn svo myndum við fara út að viðra okkur sem var sko bara gott, fórum út á róló svo í langan göngutúr inn í skóg og á leiðinni átti ég að segja mömmu hvað allt héti á þýsku (einhvern veginn urðum við að læra fyrir prófið ha)... Þegar við vorum svo að labba í áttina heim hringdi Pabbi og sagðist vera kominn heim svo við tókum næstum á rás heim, svo ég gæti lært eitthvað og Kriss farið að leika við Pabba.... Við alla vegana drifum okkur heim og ég fór í það að læra undir prófið (en mömmu fannst ekkert smá mikið sem ég ætti að læra fyrir próf þar sem ég er sko bara 7 ára og í öðrum bekk en þetta var sko fullt fullt sem ég átti að læra fyrir próf).... Þetta verður sko erfitt fyrir mig á morgun en ég ætla sko bara að reyna mitt besta, ég átti að læra sögu utan af og þarf að svara bæði skriflega úr henni og eins getum við fengið krossaspurningar, svo er að læra fullt af orðum utan af og vita hvað á að vera á undan er það Die, Der eða Das og svo er bara fullt af erfiðum í viðbót, en alla vegana finnst mömmu þetta alltof mikið fyrir svona ung börn og er sko alveg 100% á því að börn á Íslandi fari ekki í svona erfitt próf bara 7 ára.... En ég verð að reyna mitt besta og það ætla ég að sjálfsögðu að gera, þar sem öll próf sem við tökum í skólanum gilda, no mercy í skólanum í Lúx ha..... Svo getur maður fallið á bekknum og í mínum bekk er ein stelpa sem situr 2. bekk aftur (hún er nú samt frá Lúxemborg) svo já ég verð að reyna mitt besta ekkert annað hægt í stöðunni, verð að gera allt svo ég þurfi ekki að sitja 2. bekk aftur....
En núna er sú gamla að senda mig í bælið svo ég geti vaknað hress í prófið á morgun en það er sko fullur skóladagur þó svo það sé langt próf......
Endilega kvittið í gestabókina mína fyrir komuna, svo gaman að sjá hverjir fylgjast með okkur...
Kv. Oliver Duglegi....

miðvikudagur, október 05, 2005

Langur dagur

Halló,
Þá er komið kvöld hjá mér og ég farin að glápa á TV nánar tiltekið hann Svamp Sveinsson vin minn á þýsku og mér finnst hann alveg jafn fyndinn á þýsku og hinum tungumálunum (íslensku/ensku)....
Þetta er nú samt bara búinn að vera fínn dagur, vaknaði frekar fúll í morgun ætlaði nú ekki að nenna á fætur en ég lét mig hafa það enda var skóli í dag og það langur dagur og það má ekki sleppa skólanum, ha.... Gamla settið ákvað að keyra mig í skólan í dag þar sem þau voru hvort sem er að fara með Kriss og mamma man ekki hvað hún gerði við strætókortið mitt (vonum bara að hún fari að finna það)....
Í hádeginu kom svo sá Gamli að sækja mig þar sem Mamma var heima að elda uppáhaldið mitt þessa dagana "Pasta a la Mamma" og var maturinn ákkúrat tilbúinn þegar við pabbi mættum á svæðið svo við gátum bara hlammað okkur beint í sætin, ekkert smá huggulegt.... Eftir matinn ákváðum við að skella okkur í smá bíltúr áður en við Kriss færum aftur í skólan og var það nú bara fín tilbreyting.... Svo skutlaði Mamma mér í skólan eftir hádegi....
Þegar skólinn var svo loksins búinn var sá Gamli mættur eina ferðina enn á rútunni að sækja mig sem mér þótti nú bara alls ekki leiðinlegt, alltaf gaman þegar sá gamli sækir mig.... En því miður þá þurfti hann að hendast beint í vinnuna eftir að hann sótti mig svo já það voru bara ég,Ma og Kriss heima það var nú samt bara í góðu... Ég þurfti eins og alltaf að byrja á heimalærdóminum (en vitir menn kennarinn hafði gleymt að skrifa hvað ég ætti að læra heima, en ég mundi nú svona nokkurn veginn hvað ég átti að gera svo við mamma unnum bara út frá því) en þar sem ég var nú svo heiðarlegur að segja mömmu hvað ég ætti að læra þá leyfði mamma mér að hendast út að hjóla eftir smá lærdóm, með þeim skilyrðum að ég myndi sko lofa því að fara að læra um leið og ég kæmi heim aftur og að sjálfsögðu stóð ég við það..... Var svaka duglegur að læra eins og alla hina dagana og fékk svo að fara niður eftir lærdóm að horfa á Svamp Sveinsson, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.... Svo er það bælið sem tekur við eftir TV gláp, en ég verð nú að vera skapbetri á morgun þegar ég vakna enda er nú bara stuttur dagur hjá mér á morgun SEM BETUR FER og alveg að fara að koma helgi... Vá hvað tíminn líður hratt, já og ef ég held áfram að vera svona duglegur og stilltur þá fer ég til Íslands eftir 23 daga...
Hlakka til að sjá ykkur þá (ætla mér bara að vera duglegur og stilltur)
Oliver flotti.........

þriðjudagur, október 04, 2005

Þriðjudagur....

Helló folks....
Í dag var bara annar dagur þessarar viku svo já það er nóg eftir svona ykkur að segja skólavikan rétt að byrja hjá mér....
En ég var sko bara vaknaður þegar Mamma kom til að vekja mig ekkert smá duglegur í dag, ha.... Svo það var nú ekki mikið mál að hafa sig til fyrir skólan ég bara dreif þetta af á mettíma, svo var hentst út á stoppistöð að bíða eftir strætó en það var ekkert smá fjör því um leið og ég fór út þá hlupu Dylan og Jason líka út svo það var bara kapphlaup út á stoppustöð, svo já það var strætóferð hjá mér í morgun.... Svo var bara venjulegur skóladagur hjá mér fékk að vísu að fara í leikfimi líka sem var nú bara fínt en strákar eins og ég hafa sko gott af því að útrása okkur smá.....
Þegar skólinn var búinn var Gamla settið og Kriss öll mætt að sækja mig en þau voru víst búinn að vera eitthvað á rúntinum svo já ég var bara sóttur á bílnum í dag (ekki oft sem það gerist venjulega vill mamma bara labba og sækja mig enda ekkert langt að labba bara frekar stutt svona 10 mín. labb og við höfum bara gott af því að hreyfa okkur segir sú gamla)... En alla vegana eftir skóla var farið beint heim þar sem ég þarf alltaf að læra um leið og ég kem heim, já no mercy á mínu heimili ha...... Þegar ég var svo búinn að læra ákvað mamma að skella sér í Mallið og ég nennti nú ómögulega með henni og Kriss þar sem sá Gamli var farinn að vinna svo já ég ákvað bara að vera heima að leika mér og horfa á TV, en vá hvað ég græddi Mamma ákvað að kaupa handa mér Pirates of the Caribbean á DVD en ég var búinn að biðja um hann nokkrum sinnum en sú gamla alltaf sagt NEI en núna fékk ég hann í verðlaun fyrir að vera svona duglegur á prófinu já maður græðir á því að standa sig vel, ha..... Svo núna ligg ég fyrir framan imban að horfa á myndina en mér finnst hún ekkert smá skemmtileg..... Svo já er það bælið og eflaust fæ ég að lesa eitthvað smá, halda áfram með Síðasta bæinn í Dalnum....
Segjum þetta bara gott í bili af mínum degi....
Tjái mig meira á morgun...
Oliver sem fer kanski til Íslands eftir 24 daga.....

mánudagur, október 03, 2005

Duglegur Duglegur Duglegastur

Well folks
Þá er skólavikan hafin hjá mér eina ferðina enn.... Já og það var líka þessi yndislegi mánudagur í dag sem er langur skóladagur hjá mér... Ég dreif mig í morgun með strætó í skólan þar sem strætókortið mitt var farið að virka en það byrjaði að virka 1.okt. svo já ég tók strætó meðal annars með Dylan og Jason sem er sko bara fínt....... Svo já kom Mamma labbandi í hádeginu að sækja mig sem mér fannst bara ágætt hefði frekar viljað taka strætó en já hann kom nú sem betur fer ekki fyrr en við vorum farin af stað svo ég bara labbaði með Kellu..... Fékk mér svo í gogginn í hádeginu og var að chilla þangað til var kominn tími á strætó aftur en mér finnst sko bara sport að taka strætó þessa dagana svo ég hentist út í strætó til að koma á réttum tíma eftir hádegið aftur... Var svo ákveðinn í því að taka strætó heim eftir skóla en mamma hafði einhverjar áhyggjur af því að ég myndi ekki fatta að taka strætó réttu megin við götuna þar sem ég hef aldrei farið heim í strætó svo hún og Kriss löbbuðu að sækja mig eftir skóla og þá sagði mamma hvert ég ætti að fara til að taka strætó og vitir menn við horfðum á vagninn keyra í burtu "léleg hugmynd ha" svo ég ákvað bara að labba með Kriss og Ma heim þar sem ég hefði hvort sem er þurft að bíða eftir strætó í 20 mín (og ég er sko fljótari en það að labba bara heim).... Sagði Ma svo á leiðinni heim að ég hefði fengið niðurstöðu úr stærðfræðiprófinu mínu svo mamma var ekkert smá spennt þegar við komum heim að rífa allt upp úr töskunni minn og sjá hvað ég hafði fengið og miðað við íslensku gjöfina hefði ég fengið 8,2 í prófinu og því miður voru villurnar allar tengdar því að ég kann ekki málið upp á 10, sem mömmu fannst alveg sorglegt ef þetta hefði verið próf heim á Íslandi hefði ég fengið 10 en svona er þetta bara!!!!!! Mamma er sko yfir sig stollt af stóra stráknum sínum og finnst þetta bara ekkert smá flott hjá honum að fá svona háa einkunn!!!! Duglegur eins og mamma sín :-)
Svo já tók við heimalærdómurinn eftir að mamma var búinn að hrósa mér út í eitt... Og það var ekkert smá mikið sem ég átti að læra heima og já við mamma sátum í lengri tíma með orðabókina að klóra okkur í hausnum en þetta hafðist nú allt á endanum, passaði ákkúrat þegar við Ma vorum búinn komu Kriss og sá Gamli heim með kínamat sem mér finnst nú bara gott og við borðuðum öll saman og svo fékk ég að glápa á smá TV og er á leiðinni í bælið í þessum pikkuðum orðum.... Fæ kanski að lesa smá ef ég dríf mig upp í rúm....
Bið að heilsa ykkur þangað til næst
Oliver DUGLEGASTI......

sunnudagur, október 02, 2005

Pappatag

Góða kvöldið,
Þá er þessi sunnudagur alveg að verða búinn hjá mér.... En þetta er sko bara búinn að vera fínn dagur, ég vaknaði að vísu í stofunni þar sem ég sofnaði niðri í stofu yfir myndinni í gærkvöldi en það var nú samt bara fínt.... Svo fór ég upp og kíkti á mömmu og Kriss þar sem pabbi var farin í vinnuna.... Við ákváðum nú að drífa okkur á fætur þar sem við vorum ákveðin í því að drífa okkur út þar sem veðrið var líka svo fínt... Morgumatnum skófluðum við gjörsamlega í okkur til að við kæmumst sem fyrst svo dreif ég mig út á hjólinu og hjólaði ekkert smá hratt á akrinum (fann einhverja viðbjóðslega pöddu á akrinum sem ég varð sko að sýna Ma og Kriss en hún var svört ofan á og brún undir og ekkert smá loðin og margfætt ekkert smá skrítinn padda það)... Eftir hjólreiðarnar ákváðum við að drífa okkur heim með hjólið sem við gætum farið í göngutúr í skóginum... Fórum svo í langan langan göngutúr inn í skóginum og tíndum fullt fullt af laufblöðum í öllum regnboganslitum (megum föndra úr þeim í vikunni ef við verðum stilltir) en mér finnst sko bara skemmtilegt að vera að labba í skóginum og skoða lífið sem er þar.... Ákváðum svo eftir langan göngutúr að skella okkur á róló um að gera að nota tíman þegar maður á frí í eitthvað svona skemmtilegt ekki satt????? Svo hringdi sá gamli í okkur og sagði að hann væri á leiðinni heim svo við ákváðum að drífa okkur heim að hitta hann.... Mamma fór í það að elda okkar uppáhaldsmat sem er sko Spaghetti en það er ekkert smá sem við bræður getum borðað af því.... Eftir matinn fórum við Mamma að spila (að vísu hjálpaði ég pabba fyrst smá með skápinn hennar mömmu) eftir spilamennskuna fór mamma að stríða mér eitthvað og æsa mig upp sem endað með því að við ákváðum bara að hafa kaffitíman og köku í tilefni dagsins þar sem það var nú pabbadagur í Lúx í dag.... En pabbi fékk pakka frá mér og Kriss, ég hafði föndrað í skólanum handa honum svaka flotta Uglu en hún er korktafla eða réttara sagt maginn á Uglunni er korktafla ekkert smá flott hjá mér og Kriss gaf honum mynd af sér í ramma og Kriss hafði sett puttaförin sín inn á ramman en þau voru bæði bleik og blá ekkert smá flottir pakkar sem pabbi fékk (mamma vonar að það fari að koma mömmudagur hér fljótlega svo hún fái líka pakka).......
Eftir tertuna fór sá Gamli aftur að vinna svo við þ.e.a.s ég, Mamma og Kriss vorum bara heim og Kriss var frekar svona þreyttur eftir allan göngutúrinn fyrr um daginn svo við ákváðum bara að hafa kósýkvöld, við bræður fórum í sturtu og náttföt og fórum svo saman niður að glápa á imban ekkert smá fínt, að vísu fór hann Kriss minn nú samt fljótlega upp með Ma að sofa þar sem hann var svo svaka þreyttur en ég er í þessum pikkuðum orðum að horfa á Svamp Sveinsson á þýsku, á samt að skella mér í bælið eftir Svamp Sveinsson þar sem það er skóli á morgun..... Vonandi fæ ég að vita hvernig mér gekk í stærðfræðiprófinu á morgun.....
Læt ykkur vita um leið og ég fæ niðurstöður úr því
Þangað til þá
Bæjó Spæjó
Oliver Stillti/óþekki

Laugardagur.....

Helló Folks..
Þá er loksins kominn helgi og ég fékk að sofa út vá hvað það var nú gott.... Mér veitir sko ekkert af því svona annað slagið enda er ég sko svefnburka af guðs náð... En ég fékk að sofa vel og lengi, þegar ég drullaðist svo á fætur ákváðum við Pa að skella okkur í bakaríið í grenjandi rigningu að ná okkur í nýtt brauð.... Vá hvað var nú gott að fá nýtt brauð í morgunmat.... Eftir morgunmatinn ákváðum við Pabbi að fara í það að setja saman kommóðuna hans Kriss en eftir smá stund gafst ég upp nennti þessu ekki lengur og fór bara niður að horfa á TV sem var bara fín tilbreyting hef ekki horft á TV í marga daga....... Svo dróg hún Mamma mig með sér í Mallið, við Kriss skelltum okkur með henni og vá hvað var mikið af fólki í Mallinu það var sko gjörsamlega fólk alls staðar svo við ákváðum bara að drífa okkur heim, nenntum ekki að standa í þessu....... Sem var bara fínt fórum heim í algjöra afslöppun þar sem það ringdi svo geðveikt úti að ekki nenntum við út.... Þegar svo loksins hætti að rigna ákvað ég að drífa mig út að hjóla sem er sko bara fínt en ég hjólaði sko geðveikt hratt og margar ferðir... Fórum svo inn þegar það var byrjaði að dimma..... Þá var karlinn kominn heim úr vinnunni svo ég fór í það að setja fataskápinn hennar Mömmu saman meðan Mamma svæfði Kriss og við karlarnir erum í því að klára skápinn núna, svo er núna að fara að byrja bíókvöld hjá okkur svo ég hef ekki tíma til að pikka meira....
Skrifa meira á morgun..
Kv. Oliver Stillti