Ísland Ísland, Snjór snjór
Vá þá erum við kominn til Íslands sem er náttúrulega bara æðislegt!!! Komum hingað seinni partinn í gær eftir langt ferðalag... Og það fyrsta sem við sáum þegar við nálguðumst landið var SNJÓKOMMA og já mér fannst það sko bara æðislegt.... Svo þegar við komum fram voru Nonni og Kristín frænka mætt á svæðið að sækja okkur (sem betur fer kom Nonni með þar sem hann á Jeppa og ekkert veitt af því í gær svona ykkur að segja), við flugum út af flugstöðinni þar sem það var GEÐVEIKT ROK og KLIKKUÐ SNJÓKOMMA þegar við vorum að labba út og vart sást út úr augum á leiðinni svona ykkur að segja.... Svo var farið heim til Kristínar og Co. í Arnarsmáran þar sem Amma beið eftir okkur... Kristín var sko búin að lofa okkur Ma Lasange í matinn svo við hentumst þangað fengum ROSALEGA GOTT að borða og svo horfðum við á Idolið og fórum alltof seint heim að sofa... Ég fæ að sofa í Reynsa herbergi þar sem hann er að heiman meðan við erum hér.....
Svo í morgun vaknaði ég frekar seint enda farið ROSALEGA seint að sofa!!! Horfði smá á TV svo komu Reynsi og Guðrún með Tinnu svo við fórum út að leika okkur í snjónum (halló Ma tók engan svona fatnað með fyrir okkur svo ég fór út í ALLTOF STÓRUM skíðagalla sem mér fannst sko algjört aukaatriði ég komst út og það skipti mestu máli).... Vorum úti alveg heillengi sem var sko bara æðislegt.... Kom smá inn og fór í þurr föt og ákvað að fara út að labba og ath hvort einhver af vinum mínum væri heima í dag en NEI því miður hitti ég ekki á neinn en ég reyni bara aftur á morgun eða mánudag..... Svo ég kom inn í heitt kakó sem amma bjó til og kleinuhring ekkert smá frábært!!!! Svo í kvöld bauð Kristín mér að gista hjá sér sem ég þáði, svo núna er ég að chilla hjá henni og Palla!!!! Í fyrramálið eða fyrir hádegi er svo stefnt á bíó en Amma Dísa bauð mér með sér á Zorro svo ég ætla að tékka á því... Annars erum við að fá nokkrar heimsóknir á morgun svo ég geri ekki ráð fyrir því að við eigum eftir að blogga aftur á morgun.....
En endilega hafði samband við okkur í Ömmuhús ef þið viljið heyra af okkur eða hitt á okkur....
Kv. Oliver á Íslandi