mánudagur, mars 31, 2008

Helgin búin :-(((((((((((((

Góða kvöldið
Vá þá er þessi helgi búin, okkur Kriss var búið að hlakka svo til helgarinnar "fá að sofa út"... Og vá við gerðum það sko á laugardaginn, vöknuðum rétt fyrir 10 þegar Kristín hringdi, já er þetta í lagi, já við erum sko alveg sátt við þetta!!!!! Á laugardaginn vorum við LÖT fram að hádegi enda nýlega vöknuð þá drifum við okkur á fætur þar sem hann Flóki kom í heimsókn til Olivers og voru þeir bara eins og ljós bæði inni og úti að leika sér. Við Kriss ákváðum að finna til allt Playmó dótið þar sem Kriss er löngu hættur að leika við það og ákvað alveg sjálfur að gefa "Stubbunum" playmó dótið, við Kriss fórum því í flokkun á dóti og svo í bæinn. Kíktum svo í heimsókn til Kristínar og Co. með dótið, eftir heimsóknina fengum við Ömmu yfir til okkar, elduðum pizzu og höfðum það gott á laugardagskvöldið.....
Í dag sunnudag þá var sko stuð á bænum, vöknuðum frekar snemma já alla vegana miðað við laugardaginn og svo var farið í bíó í hádegin fórum á "Undrahundinn" og kom hún skemmtilega á óvart, Kriss hló sko mikið yfir myndinni. Eftir bíó fórum við í ísbúðina (já og með var öll strollan) svo var Oliver skutlað í afmæli hjá Júlla og þar sem kellan var svo slöpp (að drepast í hausnum) fórum við Kriss heim þar sem Kriss strauk mömmu sinni og hugsaði um hana þangað til Oliver var sóttur í afmælið og þá var það bara bælið sem tók við!!!!
Svo var það bara snemma í bælið fyrir alla, enda mánudagur á morgun. Nú teljum við alltaf hvað við þurfum að VAKNA í marga daga áður en við fáum helgarfrí!!!!
Hlökkum til þriðjudagsins en þá er sko 1. apríl og mamma búin að tilkynna strákunum sínum að það er sko eini dagurinn sem maður má PLATA.... Býst við nokkrum "plötum" þann daginn.
Ætluðum að kíkja á Heimir Þór, Ágústu Eir og litlu snúllu um helgina en ég treysti mér því miður bara ekki í dag en við kíkjum bara á þau einhvern daginn eftir skóla!!
Segjum þetta gott í bili.
Berglind og Gormarnir

fimmtudagur, mars 27, 2008

Dr. Saxi heitir Bárður

Góða kvöldið,
Þá er búið að fara með Unglinginn til Doksa og jú jú okkar maður er með "barnaofnæmi". Eitthvað sem kemur bara hjá sumum börnum, sum fá þetta nýfædd, nokkra mánaða, nokkra ára eða eins og Oliver á Unglingsaldri. En hann sagði okkur nú fína latneska heitið á sjúkdómnum en ég ætla ekki að reyna að hafa það eftir...... Við vorum leyst út með STÓRRI dollu af kremi sem á að maka á Unglinginn og svo byrjar hann í ljósum eftir helgina. Einnig lét hann Oliver vita af því að hann væri með þurra húð og þyrfti því að vera duglegur í framtíðinni að bera á sig RAKAKREM. Eftir doksann fórum við niður og pöntuðum tíma í ljósum og svo var það bara að skutlast á æfingu. Meðan Oliver var á æfingu fór ég að versla krem og það sem þurfti.
Kriss fékk far með Ömmu heim úr leikskólanum og var bara í róleg heitunum heima hjá henni meðan við Oliver vorum að vesenast enda hundleiðinlegt að vera að bíða á einhverjum biðstofum ef maður þarf þess ekki.....
Við ætlum svo að skella okkur í bíó aftur um helgina, en amma Dísa gaf okkur boðsmiða á bíó um helgina og þeir bræður vildu ólmir skella sér í bíó....
Annars ætlum við bara að vera mest í róleg heitum um helgina.
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Ritarinn, Læknavesenið og Stubbur

miðvikudagur, mars 26, 2008

Dr. Saxi

Well well well
þá fékk ég tíma fyrir Oliver hjá einhverjum Húðlækni á morgun!!! Hringdi í morgun og jú hún átti engan tíma lausan fyrr en 9.apríl, svo mín var náttúrulega fljót að svar að það hentaði engan veginn þar sem þá væru útbrotin pottþétt ÖLL farin af honum og jú vitir menn þá átti hún bara tíma á morgun!!! Förum á morgun eftir blakæfingu og fyrir karateæfingu. Passaði ákkúrat allt.
Verður gaman að heyra hvað Doksinn segir....
En ég get nú sagt ykkur að töframeðalið hennar ömmu er eitthvað að virka....
En auðvita þurfum við að vita hvað er að hrjá hann og er eitthvað sem við getum gert heima til að passa hann!! Ekkert gott að geta ekki farið í heitan pott eða almennilegt bað af því manni svíði svo, hvað þá að vera allur út í einhverjum rauðum flekkjum (sum staðar eru komin sár")....
Læt vita á morgun hvað Doktor Saxi segir...

Nammi nammi slurp slurp

Namm hvað við fengum góðan mat í gær hjá Löngu og Langa. Ákkúrat sem okkur þykir svo gott!!! Gúllas og kartöflumús (held ég þurfi að fara að læra að búa til svoleiðis handa okkur Oliver, ekkert að marka Kriss sem borðar bara bakaða kartöflu) ég er að tala um að ég borðaði svo mikið að ég hafði ekki list á eftirrétt!!! Það sem meira er við fengum okkur bara popp með nýja íslenska þættinum þurftum ekkert meira að borða í gær svo vel borðuðum við hjá þeim!!!! Fékk Löngu til að kíkja á Oliver sem er allur útsteyptur í ofnæmi (eða ég tel að þetta sé ofnæmi) og auðvita átti Langa "Penzim" sem ég á að maka á hann Oliver á fullu (sáum alveg mun á Oliver í morgun á þeim svæðum sem Langa setti á í gær). Svo ætla ég að skipt út Ariel þvottaefninu og athuga hvort það sé eitrið!!! Annars held ég að ég þurfi bara líka að panta tíma hjá húðsjúkdómalækni, já hann Oliver minn er að brillera þessa dagana hvað lækna varðar!!!!!
Við vorum sem sagt hjá Löngu og Langa fram eftir svo var brunað heim til að horfa á "Mannaveiðar" já og vitið þið hvað ég varð bara fyrir vonbrigðum, fannst þetta ekkert spennandi og ekkert gerast allan þáttinn. Veit ekki kannski er maður of mikið að miða við "Pressu" eða kannski var bara bæði Press og Næturvaktin svo góðir þættir að maður einfaldlega gerir meiri kröfur. Hvaða djók var það að láta hann Gunnar "éta allan þáttinn" eða réttarmeinafræðinginn sem ég man ómögulega hvað heitir "reykja allan þáttinn". Æji ég veit það ekki gef þessu alveg annan séns þegar næsti þáttur verður sýndur en ef hann er jafn lélegur ætla ég ekki að sóa tímanum í þessa seríu!!!
Eftir mannaveiðar fylgdumst við Oliver spennt með Idol (vorum ekki alveg sátt, þegar við sáum hverjar voru í 3 neðstu sætunum og heldur ekki sátt þegar við sáum hver þeirra var send heim).... En við erum sko alveg LOST í Idol viljum ekki missa af þætti, enda er American Idol mun skemmtilegra en íslenska Idolið!!!!
Eftir TV maraþonið var farið í bælið að sofa. Við Kriss drifum okkur svo á fætur í morgun, þó svo Kriss hafi engan veginn nennti því (talaði um það að þetta væri ekki sanngjarnt að Oliver væri í fríi og ekki hann)... Eins var hann svo vissum að hann væri veikur að hann ætlaði ekkert að skella sér í skólann (en bæði Langa og Löngu fannst Kriss heitur og druslulegur í gær en HEY við höfum ekki tíma í meiri veikindi strax).... Við erum alveg búinn með okkar kvóta í bili...
Annars áttum við bara æðislega páska í bænum, hefðum ekki viljað hafa þá öðruvísi þetta var mikið og fínt frí! Svo er já bara að bíða eftir næsta fríi fáum einn dag í apríl, 2 daga í maí, 1 dag í júní og í júlí byrjar Kriss í sumarfríi og ég í ágúst.. Þetta á eftir að líða hraðar en við gerum okkur grein fyrir.
Segjum þetta gott af okkur í bili.

mánudagur, mars 24, 2008

Annar í páskum

Góðan dag.
Það var sko stuð hjá okkur í gærmorgun. Oliver ætlaði nú ekki að nenna í leikinn í gærmorgun en vitir menn þegar hann byrjaði þá var þetta bara þó nokkuð skemmtilegt og gaman (Kriss kjaftaði nú smá) en þetta var bara skemmtilegt og ég ætla pottþétt að gera svona leik á næsta ári!!!!! Þá verða meiri kröfur!!!!! Annars þá vorum við húðlöt í gær, það var farið í það að opna stóru eggin lesin málsháttur svo fór Oliver að læra, Kriss að leika og ég að taka til!!!! Horfðum svo saman á Prehistoric Park (einmitt endursýning) ákváðum svo að skella okkur bara í sund enda klukkan orðin vel yfir hádegi og við ekki KLÆDD. Skelltum okkur svo í sund og vorum þar í dágóðan tíma í innilauginni, fórum svo bara örstutt í heita pottinn þar sem Oliver leið ekki nógu vel þar (er eina ferðina enn allur útsteyptur í ofnæmi). Drifum okkur svo heim eftir sundið að gera okkur klár fyrir matarboðið!!!! Já ég er að tala um í gær borðuðu þeir bræður sitt hvorn molan úr egginu sínu (meiri var nú áhuginn ekki). Eftir matinn hjá Kristínu gaf amma öllum lítið egg (það borðuðu þeir sitt hvort eggið og allt sem inni í því var, var reyndar ekki stórt egg (enda ömmu bannað að kaupa egg) en þeir torguðu því). Svo komum við svo seint heim að þeir fór bara beint í náttfötin og horfðu á mynd þangað til þeir sofnuðu.......
Það eru því enn eftir 2 stór egg á þessu heimil. Enda kom ég með hugmynd að á næsta ári yrði eggið bara opnað og borðað (frá föstudegi eða laugardegi) á sunnudeginum myndum við svo fara í svona skemmtilegan leik og þá yrðu bara lítil egg í boði!! Held án gríns að það sé bara sniðugra heldur en að vera að borða páskaegg fram á sumar..... Því maður er í matarboðum um páskana og eitthvað skemmtilegt að gera svo maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að gúffa í sig páskaegg. Skoðum þetta alla vegana fram á næstu páska og sjáum hvað við gerum þá!!!!
Í dag ætlum við aftur að vera bara LÖT og njóta þess að vera í fríi, Oliver ætlar greinilega að sofa út eina ferðina enn!!! Ekki það að við Kriss fórum ekki á fætur fyrr en 10.
Segjum þetta gott í bili.

sunnudagur, mars 23, 2008

Gleðilega Páska

Góðan daginn.....
Þá er súkkulaði hátíðin hafin og við Kriss búin að vera bara fyndin í morgunsárið..... Tókum okkur til brunuðum til Ma og fengum lánuð lítil egg svo Oliver þyrfti nú að hafa fyrir því að finna sitt stóra, en Oliver bað um það í gær að eggið hans yrði falið og í morgun þegar ég vaknaði datt mér í hug að láta hann í smá leik. Gerðum nokkrar vísbendingar og alltaf þarf Oliver að finna nokkur lítil páskaegg á hverjum stað, í dag verður leikurinn auðveldur og þar sem Kriss faldi eggin með mér eru miklar líkur að hann kjafti einhverju í Oliver. Á næsta ári verður gerð meiri tækni/kröfur og falin fleiri egg og þá þarf Kriss líka að leita..... En hann nennti ekki að taka þátt í leiknum í ár, vildi bara fá að vita hvar sitt egg væri. Oliver leist ekkert á blikuna þegar við vöktum hann þar sem það beið hans vísbending á koddanum!!!! Nennir ekki að byrja að leita strax en ætlar að takast á við leikinn þegar hann er betur vaknaður!!!!! Held að þetta verði fullkomnara hjá okkur á næsta ári þegar við höfum nú þegar smá reynslu, en ég bjó til vísbendingarnar í morgun hjá mömmu áður en við drifum okkur heim, földum eggin og vísbendingarnar í fljótu bragði svo þetta ætti nú að verða auðvelt fyrir Oliver.
Og ég efast ekki um að litla kjaftakerlingin mín eigi eftir að kjafta einhverju. Held að þetta eigi eftir að vera skemmtilegt fyrir þá þegar þeir þurfa báðir að vakna á næsta ári og báðir að leita!!! Það verður alla vegana gaman að sjá hvernig þetta kemur út.. Í kvöld er það svo matar hjá Kristínu og Co. svo það er bara afslöppun hjá okkur í dag.
Annars er ég að verða svo öflug á Gasgrillinu, það var bæði grillað í gær og fyrradag, það sem meira er að þetta bragðaðist allt vel!!!!
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

föstudagur, mars 21, 2008

Jú hú LOKSINS komið Páskafrí....

Jæja þá er loksins komið að því já við öll komin í hið langþráða páskafrí!!!!!!
Kriss mætti alla vikuna á leikskólann og ég í vinnuna, vorum samt bæði rosaglöð á miðvikudagskvöldið að vita að við mættum bara sofa út á fimmtudeginum. Í gær fimmtudag fengum við svo Stubbana smá stund í pössun og meðan stubbarnir lögðu sig fóru Amma og Kriss á rúntinn. Við fórum svo smá á rúntinn með Jón Egil þar sem hann vildi ekki fara með mömmu sinni heim og fórum svo í mat til þeirra í gærkvöldi. Já og í eftirmat var Páskaegg (sem þýðir að þeir bakkabræður eru búnir að smakka bæði á Nóa Siríus og Freyju rísegg og páskarnir ekki einu sinni byrjaðir......
Svo erum við að hugsa um að grilla í sólinni í dag og fara í bíó á morgun....
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

mánudagur, mars 17, 2008

Slímeyrað mitt

Já sæll
Þá er LÆKNADAGURINN mikli búinn.... Dagurinn byrjaði á því að skutla Kriss í leikskólann og við Oliver brunuðum saman í vinnuna til mín, Oliver fékk að vera smá stund með mömmu sinni í vinnunni svo brunuðum við og kíktum á hann Dr. Tryggva sem er í Domus Medica (gefum honum mjög góð meðmæli, læknir að mínu skapi, húmorist og flottur doksi). En Tryggva leist svona vel á Oliver sagði að eflaust hefði hann fengið í lungun í framhaldi af Influencunni (svo Oliver er smitberinn inn á heimilið) og sagði hann okkur að Oliver væri bara flottur ungur strákur en sagði að hann yrði já alveg góðar 2 vikur að ná upp fyrri styrk og þrótti á íþróttaæfingum svo nú er bara að sýna smá þolinmæði (vá eins og það sé mikið af henni til á mínu heimili). Eftir Doksann þá fórum við heim með Oliver og ég hélt áfram að vinna. Næst á dagskrá þá var það að skella sér til Einars Ólafs sem við mælum að sjálfsögðu líka með kíkti fyrst á SLÍMEYRAÐ mitt sem já ótrúlegt en satt er nýlega búinn að fá rör en vitir menn hann er komin með SLÍM í eyrað er þetta hægt??? Það góða við þetta allt saman er að Oliver er búinn að vera á "killer" sýklalyfjum og með rör svo slímið á að leka allt út!!!! Bara hið besta mál. En Einar náði að veiða eitthvað skemmtilegt úr eyranu á honum sem átti ekki að vera þar!!! Ef allt gengur vel þá eigum við ekki að koma til hans næst fyrr en í haust (vá ég lifi alveg í voninni en Oliver hefur alveg látið mig vita þegar hann finnur eitthvað vera að leka út úr eyranu á sér).... Gaman að því. Einar skoðaði að sjálfsögðu líka eyrun á Kriss mínum sem voru bara ágæt miðað við aldur og fyrri störf en við ætlum ekkert að gera í Kriss þó svo hann sé að fá þessar eyrnabólgur svona reglulega NEI ætlum að bíða og sjá þar sem það virðist allt gums leka út hjá honum og engin vökvi/slím að stoppa í miðeyranu á honum!!!! Já ég veit skemmtilegt að heyra þetta ha!
En svona er þetta bara þegar maður á eyrnabörn. En mér finnst samt mjög áhugavert að skoða eyrun eða já inn í eyrun á þeim á skjánum hjá honum Einari (er farin að þekkja suma hluti, hver veit kannski verð ég bara eyrnasérfræðingur með þessu framhaldi).....
Annars er orkan ekki öll kominn hjá honum Kriss mínum okkar maður kom heim, lagðist uppí sófa með sæng og sofnaði (fékk sér ekki kvöldmat) sem betur fer drakk hann kókómjólk á leiðinni heim úr búðinni (það er betra en ekki neitt :-)))))) á hann pottþétt eftir að sofa þangað til á morgun og svo verður morgundagurinn eflaust erfiður fyrir alla þar sem Oliver fer á Karateæfingu og Kriss á fótbolta æfingu á morgun....
Jæja segjum þetta gott af Doksafréttum í bili...
Over and out.

Held að þetta sé að verða búið

Góða kvöldið,
já þá held ég að við séum LOKSINS öll að ná heilsunni.. Já einmitt ég lagðist í þennan viðbjóð í gær, var heit, slöpp, með beinverki og höfuðverk. Við litum sem sagt ekki beint vel út í gær!!!!! En við meikuðum daginn og það sem meira er vöknuðum í dag aðeins hressari en í gær :-))))))))))))) Við erum að tala um það var bara höfuðverkur og slæmt nefrennsli í dag sem er sko STÓRT skref í rétta átt og núna erum við held ég öll komin með heilsu bara smá hósti og nefrennsli eftir og það köllum við ekki flensu/pest eða veiki á mínu heimili. Að vísu er Kriss enn ekki duglegur að borða en hann fær sér smá sem er meira en ekki neitt og það er líka allt að gerast bara hægt og rólega, eins var hann gjörsamlega búinn eftir daginn í dag þegar frændur hans fóru heim, hann lagðist upp í sófa og sofnaði (svaf þangað til við Oliver vöktum hann)...
Þeim bræðrum var svo hent í bað svo þeir yrðu nú hreinir á morgun, og nú liggur Kriss inn í rúmi að horfa á mynd og Oliver liggur inn í stofu (eflaust búnir eftir daginn og baðið)....
Á morgun er svo RÆS snemma, Kriss ætlar í leikskólann og Oliver með mér í vinnuna og svo til Dr. Saxa (vonum að allt komi rosalega vel út í fyrramálið hjá fyrsta doksanum). Svo verður Kriss sóttur snemma í leikskólann þar sem við ætlum að kíkja á hann Einar Ólafs og fá stöðuna á eyrunum á þeim bræðrum, vonum að það sé ekkert þar í gangi er alveg búinn með VEIKINDAPAKKANN núna. Við erum að tala um að Oliver veiktist fyrir rúmir viku síðan og Kriss væri kominn með viku á morgun. Er það ekki bara orðið yfirdrifið fyrir 3 manna fjölskyldu, ég bara spyr??? Já svo má ekki gleyma því að ég lagðist sjálf einn dag í vikunni og búin að liggja núna alla helgina!!! Jú pakkinn er búinn og við nennum ekki meira... Erum farin að skipuleggja hvað við ætlum að gera um páskana, hvað eigi að vera í matinn og svo framvegis. Við erum ákveðinn í að skella okkur í bíó á hann Horton!!!! Ef veður leyfir þá eigum við örugglega eftir að labba í bíó þvílík útþrá er komin í mannskapinn.... Vá þeir hafa ekki farið út í viku!!! það er svolítið mikið fyrir börn tala nú ekki um stráka!!!
Segjum þetta gott í bili...
Komum með comment frá doksunum á morgun.
Over and out
Vona að þið hafið átt yndislega helgi...
Kv. Berglind og co.

laugardagur, mars 15, 2008

Kjúklingabælið

Well well well
Þetta virðist vera sagan endalausa!!! Við Kriss enduðum alla vegana á læknavaktinni í gærkvöldi (hringdi fyrst í hjúkrunarfræðing sem vildi að við kæmum) og jú jú við fórum í biðröð dauðans, greinilega allir farið á sama tíma og við!!!! En við komumst að hjá ágætis karli sem sagði mér að hann Kriss minn þjáðist af INFLUENCU og að hann væri slæmt tilfelli og benti okkur bara á verkjalyf til að Kriss myndi þjáðst of mikið en sagði mér að influencunni fylgdi hár hiti, hósti, höfuðverkir og beinverkir. En við erum að tala um að áður en við fórum þá var Kriss eina ferðina enn með 39,6°C búinn að hafa í kringum 40°C hita alla vikuna!!! Hann verður því bara áfram inni þessi elska eða þangað til hann verður búinn að ná þessu úr sér. Svo sagðist Doksinn nú heyra að ég væri með væg einkenni influencunnar (en ég er sem sagt hóstandi með smá hæsi (svona annað slagið) og var náttúrulega drulluslöpp á fimmtudaginn)... Svo já Kriss minn kemst nú samt vonandi í leikskólann eitthvað í vikunni, hundleiðinlegt að hanga svona heima allan daginn.. Það góða var samt að það var ekkert komið ofan í lungun á Kriss en hann hlustaði sérstaklega eftir því.
Eftir doksann í gær þá komum við heim og Kriss labbaði sjálfur beinustu leið inn í rúm og fór að sofa. Hann var sem sagt gjörsamlega búinn eftir þennan dag og þessa bið eftir doksa.
Við verðum því bara inni alla helgina :-(((((((((
Gerum allt til að strákarnir nái heilsu sem fyrst!!!
Verða að vera komnir í lag fyrir páska svo einfalt er það!
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

fimmtudagur, mars 13, 2008

Enn meira af Kjúklingunum

Já sæll
Þá liggjum við öll, gaman að því ekki satt??? Ég er með beinverki, hausverk og hósta (held ég sofi þetta bara úr mér í dag, lifi alla vegana í voninni), Kriss greyjið er enn með mjög háan hita mældi hann í gærkvöldi þá var hann með 39,7°C og er hann búinn að vera rosalega slappur, nánast ekkert borðað, og er dottandi/sofandi meira eða minna alla daginn. Unglingurinn borðaði nú kvöldmat í gær sem er sko stórt skref í rétta átt, hóstinn aðeins farinn að minnka og hitinn farinn, en hann verður inni alla vikuna plús helgin (vill alls ekki að honum slái niður). Svo er það mánudagurinn mikli já þá eru það 2 doksa tímar fyrir Oliver og þá fáum við vonandi að vita hvort sýkingin í lungunum er farinn og hvort hann sé ekki bara orðinn hress og kátur, eins hjá Einari hvort eyrun séu ekki í góðu lagi hjá þeim báðum. Leist að vísu ekkert á blikuna í gær þegar hann Kriss minn grét af því honum var svo illt í eyrunum og annað eyrað var eldrautt, hann harkaði bara af sér og sofnaði.
Það er því ekkert skemmtilegt ástand á okkar bæ. Vona nú samt að ég komist á lappir á morgun og í vinnuna... Það á svo illa við mig að vera svona heima og gera ekki neitt allan daginn, það gjörsamlega dregur úr mér allan kraft!!!!
Segjum þetta gott í bili.
Over and out

miðvikudagur, mars 12, 2008

Enn meira af Sjúklingunum mínum


Já ekki endaði þetta vel, seinni partinn var hann Kriss minn kominn með 39,5°C svo hann fór ekkert í leikskólann í dag. Hann var orðinn mjög veikur og druslulegur greyjið!!!! Hann hefur enga lyst en er sem betur fer til að drekka smá kók (því ekki má hann við því að grennast greyjið). Hann leið bara út af í sófanum heima í gærkvöldi meðan við Unglingurinn vorum að glápa á TV.
Þeir bakkabræður eru því báðir veikir heima núna! Kriss mun slappari þannig en Oliver þar sem hann er með hærri hita en þeir eru báðir bara slappir...
Vonum að þetta reddist nú fyrir páska. Að vísu er ég komin með beinverki en vonum bara það besta ég nenni engan veginn að verða veik eins og synir mínir...
Hef bara ekki nennuna í það...
Ég fékk nú samt að skreppa í vinnuna þar sem Reynsi frændi er heima að leika við þá :-)) maður varð nú bara að komast aðeins út að anda.

Over and out
Berglind og kjúklingarnir

þriðjudagur, mars 11, 2008

Meira af Sjúklingunum

Well
Það breytist svo ástandið á Kriss eftir síðustu færslu drengurinn lagðist inn í rúm með mömmu sinni og við horfðum á mynd saman, Kriss sofnaði áður en myndin var búinn og svaf í tæpa 2 klst og var mjög druslulegur. Það gekk meiri segja mjög erfiðlega að pína í hann mat (reyndi að múta honum með kleinuhring en NEI TAKK hann fékk sér 3 bita af honum). Ballið hélt svo áfram þegar fór að líða á kvöldið, Kriss bara hitnaði og hitnaði. Það endaði svo með því að hér lágu þeir eins og skötur báðir tveir. Þeir fengu svo að vera heima í dag, Kriss er hins vegar orðinn hitalaus svo hann fer aftur í leikskólann á morgun og ég í vinnuna. Já þetta tekur smá á að vera svona HEIMA allan daginn og gera EKKI NEITT:.... Oliver verður hins vegar bara heima og inni út vikuna á mánudaginn næst er það svo doksi um morguninn sem kíkir hvort lungun séu í lagi og hvort hann þurfi nokkuð frekari lyf við því og seinni partinn er það eyrnalæknirinn til að skoða hvernig allt lítur út eftir aðgerðina hjá Oliver og skoða eyrun á Kriss sem er búinn að vera að fá eyrnabólgu sirka einu sinni í mánuði sem er nú bara ekki nógu gott.
Jæja látum þetta duga í bili, erum öll að fara yfirum að vera svona inni.
Over and out.

mánudagur, mars 10, 2008

Sjúklingabælið í Tröllakór

Well well well
Vikan byrjaði EKKI VEL á þessu heimili. Við erum að tala um að við Kriss vöknuðum bæði við Oliver í nótt sem var ekki frásögu færandi. En þegar ég fór fram úr henti Kriss sér í bælið til Oliver og allt í góðu með það, en þegar kom að því að klæða sig og bursta þá nennti drengurinn því ekki og jú jú þolinmóða mamman var ekki að nenna að standa í svona brasi. Svo hingað og ekki lengra ég byrjaði að klæða hann þá sagði hann allt í einu ég þarf að gera eitt annað og með það sama hljóp hann inn á kló og ÆLDI á gólfið í klóið og út um allt. Svo ég ákvað að hann yrði bara heima enda heitur og vesen á honum, en ég plataði hann svo til að leggjast í sófann og áður en ég vissi af var hann farinn að hrjóta aftur... Svo við vorum heima í dag og vá hvað það tekur nú líka bara á að vera HEIMA:....
Ég ákvað að hendast í skólann hjá Oliver og sækja heimanámið hans og talaði bæði við Blakþjálfarann hans (líka sundkennarinn) og kennarann hans... Fékk heimanámið og svo fékk ég þær fréttir að bekkurinn hans Olivers (4.bekkur) lennti í öðru sæti á skákmóti og Oliver fær medalíuna þegar hann hressist. En þetta var voða flott hjá þeim.
Ástandið er þannig að í morgun var Kriss rænulaus en hann er það sko ALLS EKKI LENGUR: Oliver er bara eins og undanfarna daga fer ekki mikið fyrir honum nema þegar hann fer að æla eða kyngja lyfjunum sínum. Byrjaði að borða smá í gær sem er sko bara SKREF í rétta átt.
Ég er búinn að ákveða að Oliver verður heima alla vikuna (engin skóli, kominn í páskafrí) en Kriss ef hann verður svona hress í kvöld þá fer hann sko í leikskólann á morgun "no mercy".
En þetta á sko ekki við mig/okkur að vera svona inni allan daginn og gera ekki neitt...
Við Oliver ætlum svo að horfa á American Idol í kvöld og sjá hvernig okkar liðið gengur.
Segjum þetta gott af HEILSUBÆLINU í KÓRAHVERFI.
Kv. Berglind og Sjúklingarnir 2

sunnudagur, mars 09, 2008

Doktor Saxi

Jæja ég ákvað að við Oliver skyldum skella okkur á læknavaktina í gærkvöldi, fengum Reynsa til að kíkja eftir Kriss á meðan. Sem betur fer var EKKI löng bið og gat Oliver minn setið á sér meðan við vorum að bíða eftir doksanum, en svo þegar við komumst inn og Oliver átti að fara anda djúpt þá þurfti okkar maður að ÆLA!!!!! En við ákváðum í sameiningu að hann myndi reyna að harka af sér meðan doksinn myndi skoða hann, og jú jú okkar maður kominn með SÝKINGU í HÆGRA LUNGAÐ (ekki gott) var með háan hita (var svona sveittur og þvalur greyjið) og eflaust kominn með slím í eyrun (eina ferðina enn) já einmitt HÆRGRA EYRAÐ (doksinn hélt þetta væri kannski eftir sýklalyfin sem hann var með í eyranu en við komumst að því eftir að við fórum út frá honum að það gæti bara ekki verið kremið þar sem það er vika síðan hann fékk það síðast). Svo komum við heim og Oliver greyjinu leið ekkert ROSALEGA VEL en harkaði af sér og lagðist upp í sófa með Gatorade og lyfin sem hann á að fara að smjatta á. Stuttu síðar hljóp okkar maður af stað og ÆLDI öllu sem hann var búinn að drekka og gott betur en það. En doksinn sagði okkur ef hann fer ekki að halda vökvanum niðri (hættir ekki þessu æluveseni) þá verðum við að fara niður á barnadeild og láta gefa honum lyfin og næringu í æð. Við vonum að okkar maður hætti þessu GUBBU veseni og við sleppum við spítalann.
Svo er hann mikið að vakna á nóttinni út af ógleðinni og líður bara illa (er búinn að vera mikið veikur á nóttinni sem er bara ekki gott)....
Doksinn sagði okkur svo bara að bíða og sjá með skólann, mættum athuga það í fyrsta lagi á fimmtudaginn ef vel gengi (en það er náttúrulega bara þessi vika eftir af skólanum og svo á föstudaginn er bara árshátiðinni þeirra í klukkuktíma) svo við Oliver ætlum bara að sjá til með skólann algjör óþarfi að senda hann út að óþörfu (er svo hrædd um að honum slái bara niður). En við bíðum og sjáum þegar fer að líða á vikuna....
Við Kriss ætlum að kíkja smá stund í skírnina núna eftir og fá að heyra hvað stubburinn verður skírður, ég veðja á Karl og svo eitthvað finnskt nafn (verður gaman að sjá hvort ég hef rétt fyrir mér)... En þetta kemur allt í ljós í dag.
Vildi bara uppfæra veikinda fréttirnar af honum Oliver okkar.
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Ritarinn, Sjúklingurinn og Villingurinn

Unglingurinn ENN VEIKUR

Well well well
Þá erum við ÖLL komin í helgarfrí. Sem er nú bara notalegt, að vísu hefur hann Oliver okkar það bara ekki nógu gott. Er búinn að vera mjög lélegur að borða og heldur nánast engu niðri sem er bara ekki nógu gott. Er óglatt og búinn að vera duglegur að faðma Gustavbergið okkar, enn með ljótan hósta og hita, er þetta í lag!!!!!! Hann var sem sagt heima á föstudaginn og naut þess eða þannig var ekki lengur með svimann og kom svona annað slagið fram, borðaði mest lítið allan föstudaginn var bara meira að horfa á TV. Hann vaknaði svo greyjið í nótt til að faðma klóið og vaknaði ég við óhljóðinn í honum drengnum og í nótt var hann greyjið VIRKILEGA VEIKUR og LEIÐ ROSALEGA ILLA. Ég fékk hann svo loksins til að koma með mér inn í rúm að leggjast þá var hann ekki þreyttur svo við kveiktum bara á TVinu inni hjá mér og hann horfði á Flakkarann svo ég gæti lagt mig á meðan þar sem ég varð að vakna með Kriss í morgun.
Við ákváðum að leyfa Oliver bara að sofa svo út í morgun og skelltum okkur með ömmu í bæinn fórum á bókamarkaðinn, í Kolaportið (til að versla Kólus páskaegg fyrir sjúklinginn) og í heimsókn á sjúkrabælið í Arnarsmáranum (en fjölskyldan þar liggur öll í flensu núna). Vorum svo komin heim um 13:30 og þá var Oliver ennþá sofandi svo ég vakti hann og þá leið honum rosalega illa og var enn mikið þreyttur. En ég gaf mig ekkert hann átti að vakna og fara á fætur smá. Hann kom svo fram rúmlega 15 og var þá mjög tussulegur, fékk sér Malt og Kók að drekka en vildi nánast ekkert borða með. Hann ákvað svo að læra smá og allt í góðu en leið rosalega illa á meðan lærdóminum stóð. Svo hentist ég út að skutla ömmu og vitir menn meðan ég fór í burtu þá ÆLDI Oliver greyjið alveg fullt, enda var hann kominn upp í rúm þegar ég kom tilbaka og var þar þangað til núna um 19:30 þá bauð ég honum að velja hvað yrði í kvöldmatinn og jú Pizza varð fyrir valinu, þegar ég kom heim með pizzuna náði hann að borða ekki einu sinni eina sneið (sem segir mér allt um veikindin hans)..
En ég vona að hann fari að ná sér fljótlega þar sem það er alveg hundleiðinlegt að vera slappur, veikur og hafa enga matarlyst (þar sem maður hefur enga orku ef maður borðar ekki neitt)...
Veit ekki hvort við kíkjum í skírnina á morgun þar sem heilsan er ekki til staðar hjá Oliver. Sjáum nú samt til, kannski kíkjum við Kriss smá stund...
Jæja segjum þetta gott í bili, ætla að fara að sinna Sjúklingnum...
Kv. Berglind, Sjúklingurinn og Villingurinn

föstudagur, mars 07, 2008

Unglingurinn kominn með FLENSUNA

Já góða kvöldið...
Þá er Oliver 10 ára Unglingur lagstur í FLENSU, já gaman að því eða þannig... Greyjið stóra skrímslið mitt!!! Við erum að tala um að í gærkvöldi var hann eitthvað að kvarta yfir ógleði við matarborðið en mamma hans hlustaði ekki beint á það sagði bara "já fínt". Eftir matinn las Oliver svo fyrir Kriss og þegar Kriss var sofnaður kom Oliver greyjið fram og kvartaði ennþá meira og var þá orðið sko ILLT ALLS STAÐAR (kominn með beinverki) og ég fann alveg hvað hann greyjið var orðinn heitur. Svo ég sagði við hann drífðu þig bara í mitt rúm að sofa og vitir menn stuttu síðar fer hann á klóið og ælir lungunum og lifrinni. Já einmitt orðinn VEIKUR og rosalega heitur, var svo sjóð heitur í allt gærkvöld svaf við opin glugga og ekki með neina sæng en það hafði greinilega ekki áhrif. Þar sem hann er enn í dag með háan hita, hálsbólgu, glaseygður og tussulegur. Svo hann verður líka heima á morgun (sem sagt kominn í helgarfrí ef frí skyldi kalla)....
Djókið er náttúrulega að ég sagði við strákana í gærdag þegar við skelltum okkur á bókamarkaðinn að nú þýddi ekkert að verða veikur fyrr en eftir 2 vikur þegar við værum kominn í páskafrí. Kriss tilkynnt mér svo áður en hann fór að sofa að hann ætlaði að vera veikur í dag en við erum að tala um mjög mikil veikindi í leikskólanum þessa dagana á hans deild vantaði 7 börn í dag og á hinni stóru deildinni vantaði 14 börn og öll liggja þau heima í flensu!!!!! Oliver minn ætlaði greinilega ekki að hlýða mömmu sinni og ákvað að verða veikur strax þar sem hún var að koma með svona skipanir!!!!!!! En svona er þetta nú bara maður RÆÐUR alls ekki öllu!!! Oliver duglegi var bara einn heima í dag (Reynsi frændi kíkti á hann og var hjá honum í góða stund). Svo þegar ég hringdi í Oliver upp úr hádeginu þá var hann sko bara orðinn hress og á leiðinni í skólann á morgun,já sæll!!!!! Hann sagði að það væri samt pínu vont að kyngja. En við erum að tala um að hann er sjóð heitur enn, og það sem meira er hann fór næstum ekkert fram úr þar sem hann svimaði svo þegar hann fór á fætur, en hann var ekkert að láta vita af þessu NEI NEI algjör óþarfi sagðist bara vera að hressast!!!!
Annars er svona mest lítið annað af okkur að frétta, það á að skíra strákinn hennar Írisar um helgina og já það fer eftir ástandinu á heimilinu hvort við förum eða ekki!!! Svo styttist náttúrulega óðfluga í páskana! Amma Dúnna var svo jörðuð í dag, elsku litla dúllan okkar, nú fær hún loksins að hitta hann Reynsa Afa og systur sínar...
Vona að Oliver nái nú heilsunni á morgun, efast samt um að ég leyfi honum að fara út um helgina svo honum slái nú ekki bara niður!!!! Já og til að gleðja ykkur öll ætla ég að láta ykkur vita ef þið vissuð það ekki að það er að snjóa núna út!!! Nice, svona slyddusnjór að mér sýnist. Er þetta í lagi??? Maður bara spyr, endalaus snjór og þegar hann loksins fer (næstum því allur) þá byrjar að snjóa aftur, hvenær ætli komi VOR á Íslandi. Eins gott að við stór fjölskyldan erum að fara til útlanda í sumar, verst hvað verður langt að bíða eftir ágúst!!!
Jæja segjum þetta gott af pikki í kvöld.
Over and out.
Ritarinn, Lasrus og Stubbur

þriðjudagur, mars 04, 2008

1. og 2. í afmæli búinn

Já góðan dag..
Þá er hann Oliver minn orðinn 10 ára og búinn að fá 2 afmælisveislur. Sú fyrri var á laugardaginn, mjög svo róleg og nice þá mætti stórfjölskyldan á svæðið. Dagurinn byrjaði á því að við fengum pabba "Bjarna H." til að bora upp hillur, spegil og fatahengi fyrir okkur sem gekk líka svona ljómandi vel. Eftir það fóru karlarnir í klippingu meðan ég og amma kláruðum að setja allt á borðið. Svo hófst veislan fyrir alvöru og allt liðið mætt, fékk Oliver fullt af gjöfum sem hann var rosalega ánægður með sem er sko fyrir mestu.
En já fyrir ykkur sem ekki vissuð þá mætti hann Bjarni H. til landsins núna á fimmtudaginn og kom strákunum á óvart, Kriss var ekkert smá hamingjusamur að sjá pabba sinn og fóru þeir feðgar svo saman að sækja Oliver á æfingu og voru það bara augun út á Oliver þegar hann sá hver var að sækja sig. En þeir bræður vissu ekki neitt og ég gat haldið KJ. vá hvað ég var samt næstum búinn að missa þetta út úr mér. En þetta var sem sagt mjög gaman fyrir þá!!!! Kriss sagði svo við pabba sinn þú verður svo að koma aftur 27.ágúst þegar ég á afmæli.... Gott að hafa þetta allt saman á hreinu ha.....
En að afmælisveislu númer 2 í gær mánudag þá var sem sagt farið með strákana í bekknum í Keilu og dúdda mía hvað þetta var mikið stuð og mikil læti í þeim. Þeir voru í essinu sínu og að brillera. Þegar keilan var LOKSINS búin hjá þeim þá var farið í pizzu og kók!!! Og þegar þeir voru búnir að borða (þá var klukkan nú orðinn 19 og afmælið búið) en þá áttu þeir eftir að nota spilapeningana svo einhverjir fóru með peningana með sér heim en aðrir voru sóttir alltof seint og gátu þeir þá notað peningana sína og gott betur en það... Við erum að tala um að sá sem var sóttur síðastur var sóttur 40 mín eftir að afmælið var búið svo við vorum bara að bíða. En það var nú í góðu þar sem bæði Júlli og Flóki ætluðu að fara með okkur heim. En svo var mömmu hans Júlla farið að lengja eftir honum enda afmælið löngu búið svo hún mætti á svæðið að sækja hann líka. Svo við fórum ekki út úr Keiluhöllinni fyrr en rúmlega 20. Svo þetta var langur dagur. Afmælisbarnið var svo leyst út með einum fríum leik í Keilu svo við stór fjölskyldan ætlum að skella okkur fljótlega í Keilu og hafa gaman af og leyfa þá Kriss að spila líka. En hann var svaka góður í gær horfði bara á strákana spila og borðaði á meðan. En fékk nú að fara í nokkra leiki eftir afmælið. Erum að tala um að við tókum einn þythokkí leik og svona skemmtilegt. Keiluhöllin er sko kjörin staður fyrir svona STRÁKA afmæli. Erum að tala um að það voru 3 afmæli í gangi í gær og bara eitt STRÁKA og hjá okkur var sko mesti djöflagangurinn og mikið hrópað og arbað.... Þeir voru að fýla þetta í tætlur.... Því miður fyrir mig þá var hann Bjarni H. farinn aftur heim svo hann gat ekki farið með strákunum í Keilu. En kannski getur hann það næst hver veit...
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.