miðvikudagur, maí 31, 2006

Kriss að hressast :-)

Já hann Kriss okkar er sem betur fer að ná heilsunni aftur, alveg hættur að GUBBA sem betur fer en hann er enn með smá niðurgang, ekki duglegur að borða en hann er duglegur að drekka, var enn með 7 kommur í dag en Ma ákvað nú samt að leyfa honum að fara út ekki hægt að vera innilokaður í marga daga....
Við vöknuðum sem sagt öll snemma í morgun, Oliver fór í skólan meðan við Kriss tókum því rólega ákváðum svo að skella okkur smá bæjarferð og fara út. Vorum í smá stund í bænum og löbbuðum um og skoðuðum... Kriss bað svo bara um það að fá að fara heim og horfa á TV vildi fara heim í letina svo Ma druslaðist með hann heim...
Þegar heim var rosalega stutt í Oliver svo við biðum eftir honum svo fengum við okkur að borða, eftir matinn fór Oliver beint í lærdóminn en við Kriss bara í algjöra afslöppun.. Náðum meiri segja að dorma yfir TV (sem er sko ólíkt honum Kriss mínum en hann er bara enn að jafna sig og ná upp fyrri orku (enda er hann ekki duglegur að borða))...
Svo kom karlinn heim vá hvað þeir voru ánægðir með það bræðurnir, þá var ákveðið að drífa sig í Mallið og láta klippa þá feðga alla með tölu.... Vá hvað það tók langan tíma greinilega allir í klippingu á sama tíma og þeir... Kriss var ekkert smá flottur og ánægður þegar hann var búinn í klippingunni gjörsamlega BROSTI ALLAN HRINGINN, Unglingurinn og karlinn voru náttúrulega líka flottir en þeir fara mun oftar en Kriss í klippingu svo þeir voru ekki jafn montnir af sjálfum sér...
Drifum okkur svo heim þar sem Kriss fékk að borða og svo upp að sofa, Unglingurinn fær að vaka lengur að horfa á einhvern bílaþátt með Karlinum... Enda á Unglingurinn þetta alveg skilið..
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Biðjum að heilsa þangað til næst...
Kv. Oliver "Snillingur" og Kriss "Nilli"

þriðjudagur, maí 30, 2006

Oliver SNILLINGUR

Vá þessi SONUR OKKAR klikkar sko ekki frekar enn fyrri daginn :-) kom heim í dag með stærðfræðiprófið og okkar maður fékk hvorki meira né minna en 58 stig af 60 mögulegum (sem gera 9,7 á íslenskum mælikvarða) og auðvita þurfti sú Gamla að fagna HÁTT, nema hvað... Hann er greinilega að BRILLERA þessa daga drengurinn.. Og greinilegt að hann hefur fengið FULLT af GENUM frá mömmu sinni... "já hver ætli sé að pikka inn textan?"
Annars var hann Oliver okkar svakalega duglegur í dag eins og alla hina dagana (gleymdi alveg að segja ykkur að hann sló grasið fyrir okkur í gærkvöldi, ekkert smá gott að hafa vinnumann á heimilinu)... Pabbi hans skutlaði honum í skólan og svo kom hann heim með strætó í hádeginu (sá alveg um sig sjálfur).. Vá hvað hann var glaður í hádeginu já mamma hans var að baka á fullu og ekki leiddist honum Oliver okkar það!!! Eftir hádegið fór hann með strætó í skólan ekkert mál.. Kom svo labbandi heim klukkan 16 (gott að eiga svona duglegan UNGLING)... Málið er nefnilega að pabbi var að vinna og mamma heima með Kriss VEIKA.
Kriss okkar var með 7 kommur í morgun og frekar mikið lystarlaus, bað um að það yrði bakað fyrir sig svo Ma bretti upp ermarnar og bakaði alls konar handa honum en hann vildi ekkert og smakkaði ekki allt... En hann drakk sem skiptir kanski mestu máli (en hann er með smá niðurgang ennþá en ekkert alvarlegt)... Kriss var voða rólegur og góður heima, horfði nokkrum sinnum á Dýrin í Hálsaskógi, milli þess sem hann var upp í herbergi að leika sér, það var sko ekki mikið fyrir honum haft!!!!
Seinni partinn þegar allir voru komnir heim fóru feðgarnir saman í bíltúr og bað Kriss um bíl í sárabætur þar sem mamma sagði að hann yrði að vera INNI... Kom Oliver svo færandi hendi með bíla handa bróðir sínum...
En dagurinn var sem sagt bara rólegur hjá okkur!!!! Sem er nú líka bara fínt líka stundum!!
Segjum þetta gott af MONTI og fréttum í dag...
Kv. Oliver "Snillingur" og Kriss

sunnudagur, maí 28, 2006

Gullfoss og Geysir eða Upp og Niður

Well well well
Þá er þessi dagur að kveldi kominn....
Og búið að vera mikið stuð hér á bænum, já hann Kriss okkar fékk í magan í gærkvöldi en við héldum að þetta hefði nú bara verið út af nammiáti en svo var nú ekki þar sem Ballið byrjaði fyrir alvöru í nótt... Við vöknuðum sem sagt við lætin í honum Kriss okkar þar sem hann svo skemmtilega náði að gubba yfir allt rúmið sitt, svo Gamla fólkið þurfti að hlaupa með hann í sturtu og rífa allt af rúminu hans já um hánótt... Vorkenndum honum svo mikið að við tókum hann upp í til okkar og þar sofnuðu allir aftur enda þreyttir eftir hlaupin.. Vöknuðum svo næst við grátur þá hljóp sá Gamli niður og þar sat okkar maður á klósettinu "svo illt í maganum" Ma tók svo eftir því að eitthvað hafði nú komið í þeirra rúm líka svo næsta verk var að fara í það að rífa allt af hjónarúminu líka og þrífa Stubb litla sem var svo VEIKUR, leit út eins og liðið lík og leið alls ekki vel og þar sem klukkan var nú orðin morgun ákváðum við bara að fara á fætur og fara niður með Kriss og byrja að þrífa ÞVOTT:..
En ballið var nú ekki alveg búið NEI það voru nokkrar klósettferðir og svo GUBB svaka gaman eða þannig... Stubbur okkar hélt ákkúrat ekki neinu niðri... Þangaði til Ma datt í hug MacDonalds og jú hann var sko alveg til í svoleiðis herleg heit svo Pabbi og Oliver fóru út að kaupa mat handa honum... En á meðan mældi mamma Stubb, Stubbur var nefnilega búinn að vera óvenju rólegur og góður, jú jú okkar maður var með 38,7.... Þegar feðgarnir komu svo með matinn fór okkar maður nú bara rólega af stað með það að borða og enn sem komið er hefur hann haldið Macaranum niðri svo er bara að sjá hvað gerist í framhaldinu.. Stubbur verður því bara heima með mömmu á morgun, fer ekki í skólan...
Ma er búinn að hafa svo miklar áhyggjur af Oliver, bannað honum að vera alveg ofan í bróðir sínum, nennir ómögulega að hafa 2 GUBBUgeitur... Svo kvartaði Oliver yfir maganum áðan en við vonum bara að það komi ekkert út úr því hann er alla vegana enn ekki farin á klósettið!!!!
Við höfum því bara verið heima í dag, Oliver fór nú hjólatúr áðan en entist nú ekki lengi þar sem honum tókst á fljúga á hausinn. Sem sagt dagurinn hefur bara farið í tóma leti og þrif :-) skemmtilegt ha!!!!
Jæja segjum þetta bara gott af okkur í bili.
Vonum að næstu fréttir verði skemmtilegri og Kriss verði orðinn hress...
Kv. Oliver og Gubbugeitin

laugardagur, maí 27, 2006

Allt að verða klárt....

Góða kvöldið,
Þá erum bara í stuði...
Kriss byrjaði daginn ELDSNEMMA fór í það að vekja alla gekk misvel en þetta hafðist nú allt á endanum hjá honum... Svo hér voru allir vaknaðir eldsnemma, fórum í smá leti svo fór karlinn að vinna svo við restin af familíunni fórum í bæinn já tókum bara Strætó niður í bæ... Kíktum í íþróttabúðina og fundum strigaskó á þá bræður fyrir Weddingið hjá K+P.. Fórum svo á röltið og enduðum í H&M og fundum Ljósbláa Poloboli á þá bræður svo þeir eru alveg ready fyrir weddingið nú á bara sú Gamla eftir að finna sér eitthvert dress svo við verðum nú öll voða sæt og fín...
Eftir bæinn var farið heim og náði Oliver rétt að skófla í sig smá mat áður en við brunuðum á æfingu en því miður mættu svo fáir á æfingu að þeir ákváðu að sleppa bara æfingunni (eru nefnilega svo margir í æfingarbúðum í Frakklandi)...
En okkur fannst það bara fínt drifum okkur heim og byrjuðum að búa til Pizzudeig þar sem þeir bræður báðu um heimatibúna pizzu í kvöldmatinn svo við redduðum því og höfðum matinn bara frekar snemma fyrir þá...
Eftir matinn fóru þeir niður í afslöppun þangað til allir voru komnir niður þá byrjuð þeir að horfa á "Walk the line" ægilegt stuð hjá þeim, liggja allir saman í sófanum og glápa... Bara skemmtilegt ha, Johnny Cash alveg að gera sig ha...
En þannig var það nú bara...
Endum þetta á því að óska honum Heimi Þór vini okkar til hamingju með 4 ára afmælið og vonum að hann hafi verið ánægður með innihaldið í pakkanum sínum...
Kv. Lúxararnir

Jú hú komið Helgarfrí...

Hellú,
nóg að gera í fríum núna ha... Notuðum nú bara daginn í gær í bíltúr keyrðum út um allt og kíktum á endanum á húsið hjá Óla Disk og Eyvör, en þau eru á fullu að taka það allt í gegn og nú var kominn tími á það að ég og strákarnir myndum kíkja til þeirra... Verður alveg pottþétt mjög flott þegar það verður tilbúið...
Dagurinn í dag byrjaði snemma hjá Kriss okkar sem bara fór fram úr að leika sér ekki mikið mál. Ma fór svo á fætur og tók Kriss niður með sér svo hann fengist nú til að borða eitthvað áður en hann fær í skólan, svo var Oliver vakinn og gekk það sko bara vel. Svo var þeim bræðrum skutlað í skólan í RIGNINGUNNI (vá er að verða GEÐVEIK á þessari endalausu RIGNINGU)...
Í hádeginu sótti ég svo Kriss og var hann frekar fúll að sú Gamla kæmi á bílnum en ég er að tala um úrhellisrigningu sem var úti svo ég nennti bara ekki að labba en Kriss var ekkert að spá í því sagði "þú hefðir bara átt að taka með regnhlíf"... Við Kriss fórum svo saman og sóttum Oliver stóra (sem var í prófi í morgun)... Chilluðum svo bara saman í hádeginu vorum ekkert að stressa okkur..
Eftir hádegið var svo Oliver keyrður í skólan og við Kriss fórum saman til Germaníu að versla í matinn.. Vá hvað var mikið af fólki í búðinni og já bara alls staðar, vorum ekki alveg að nenna þessu en við létum okkur hafa það og kláruðum innkaupin og drifum okkur heim.. Þegar við vorum rétt ókominn heim hringdi Oliver stóri sem var kominn heim til að láta okkur vita að hann væri kominn heim og ætlaði að drífa sig beint í heimalærdóminn, Oliver var sko rosa heppinn hann náði strætó heim svo ekki blotnaði hann í rigningunni..
Þegar við Kriss komum heim fórum við í það að rífa upp úr öllum pokunum svo við kæmumst í LETI en Oliver lærði bara á meðan...
Þegar pabbi kom svo heim var farið í það að borða og svo horfðu þeir feðgar á "Walk the Line" já eða aukadiskinn sem fylgdi myndinni. Rétt náðu að klára það áður en Oliver og pabbi fóru á Takewondo æfingu og Ma fór með hann Kriss sinn upp að sofa.
Núna sefur Kriss eins og ljós meðan Oliver hamast eins og brjálæðingur á æfingu..
Segjum þetta gott í bili..
Kv. OBB og KBB

miðvikudagur, maí 24, 2006

Jú hú FRÍ á morgun

Góða kvöldið
Vá hvað tíminn er fljótur að líða áður en ég veit verðum við stór fjölskyldan sest upp í flugvél og á leiðinni til Íslands í helgar heimsókn, já ekki megum við missa af sveitarbrúðkaupinu hjá Kristínu og Palla!!!!
Annars var þessi dagur bara alveg ágætu ég er að tala um LEIÐINDAR veður ENN EINN daginn vá ég er búinn að fá nóg af ROKI, RIGNINGU og tilbehor.... Vill bara fara að fá SÓLINA aftur!! Heyr heyr...
Strákarnir fóru báðir í skólan í morgun enda var Kriss bara í STUÐI nema hvað hefði aldrei nennt að vera heima með mér, NEI TAKK.. Kriss bað svo Ma í morgun að sækja sig labbandi og jú jú auðvita mætti sú Gamla labbandi að sækja Stubbinn sinn nema hvað!!! Við Stubbur fórum svo bara heim að slappa af í smá stund (já eða þannig, Kriss setti fram pöntun að nýju nesti þar sem hitt var búið) rétt náðum að klára nestið fyrir Kriss áður en Oliver var sóttur... Fengum okkur svo saman að borða hádegismat, svo var það bara skóli aftur!!! Kriss alveg að tapa sér svo glaður þegar hann fær að fara 2 sinnum í skólan (vá hvað ég hlýt að vera Leiðinleg já með stóru L-i). En hann talaði mikið um það hvenær ég ætli eiginlega að baka köku eða kaupa já sem hann má taka með í skólan það eru nánast allir krakkarnir búnir að koma með Súkkulat (já svona segir Kriss súkkulaði) Köku með svona ljósi á.... Krakkarnir koma sem sagt með köku þegar þau eiga afmæli með kerti á en Kriss hefur ALDREI KOMIÐ MEÐ KÖKU!!! Frekar fúllt þegar maður er bara 3 ára ha.... Svo Ma sagði að við skyldum bara tala við hana Carinu og sjá hvort hann mætti ekki koma með köku síðasta daginn (þar sem hann á ekki afmæli fyrr en 27. ágúst og þá er skólinn kominn í sumarfrí og það er okkar maður sko bara alls ekki sáttur við)...
Ma sótti svo Kriss en Oliver labbaði heim eftir hádegið! Fórum heim þar sem Oliver byrjaði á heimanáminu sínu þar sem það væri bæði heimanám og að læra fyrir próf, Ma leyfði honum að læra bara heimanámið þar sem hann fór á Takewondo æfingu í kvöld og svo lærir hann bara fyrir prófið á morgun (já ALDREI FRÍ, ha)... Svo kom karlinn heim svo Kriss var eftir heima hjá pabba meðan Mamma fór með Oliver stór á æfingu.. Þegar við Oliver komum svo heim þá var pabbi bara að byrja að lesa fyrir Kriss (já eitthvað verið að spilla barninu leyfa honum að vaka lengur, ha)... En ég held hann sé nú sofnaður núna... Oliver Unglingur fær að vaka aðeins lengur, þarf að ná sér niður eftir æfinguna og svona, svo er náttúrulega frí á morgun svo okkar maður getur LOKSINS SOFIÐ ÚT...
E.S. Kriss er sko sífellt að koma okkur Gamla fólkinu á óvart, hann er sko orðinn þvílíkt sleipur í enskunni strákurinn að það er ekki einu sinni fyndið. Ekkert smá fljótur að læra því nú er ekki töluð við hana enska (nema ef hann er úti í garði að leika á sama tíma og Ensku stelpurnar annars ekki), að vísu er náttúrulega SKY á ensku en mér er alveg sama hann er bara 3 ára og hefur held ég alveg nóg með það að vera bara að læra Lúxemborgísku (er farinn að telja fyrir okkur og segja svona nokkur orð, held hann kunni samt mikið meira en við gerum okkur grein fyrir)... Verður gaman að sjá í framtíðinni hver verður hans málíska...
Segjum þetta gott í bili...
Vona að þið ÖLL eigið góða FRÍDAG á morgun..
Kv. Oliver "Snillingur" og Kriss "Enski"

þriðjudagur, maí 23, 2006

Stutt í dag

Helló,
Þá er þessi dagur senn á enda. Búinn að vera bara alveg ágætur skal ég segja ykkur, Oliver vaknaði við vekjaraklukkuna sína sjálfur og fór fram úr, og að sjálfsögðu vaknaði hann Kriss okkar líka eldsnemma... Við Kriss skutluðum Pabba og Oliver í morgun og fórum svo heim í tóma afslöppun.. Kriss fór svo eitthvað að kvarta yfir maganum og vitir menn okkar maður sat meira eða minna í allan dag á klóinu með Nilla Hólmgeirs í heimsókn alveg hundleiðinlegt, var ekki duglegur að borða og drekka, svo ma skaust á endanum eftir Kóki fyrir hann sem hann sem betur fer drakk...
Oliver duglegi labbaði sjálfur heim þegar skólinn var búinn var samferða Jason og Dylan ekkert mál hjá svona stórum strákum að redda sér!!! Hann fór svo bara í það að læra nema hvað svo duglegur. Eftir lærdóminn fór hann að leika við bróðir sinn, bauð honum upp í herbergið sitt í PS2 (meðan ma skaust út á bensínstöð eftir kóki fyrir Kriss)...
Mömmu fannst Kriss eitthvað lúsarlegur svo hún tók hann niður og kveikti á TV og okkar maður steinsofnaði yfir sjónvarpinu (sem átti sko ekki alveg að gerast) en sem betur fer tókst Ma að vekja hann og fóru þau þá í það að elda kvöldmatinn svo okkar maður færi nú pottþétt saddur að sofa... Eftir kvöldmatinn fór Ma upp með Kriss þar sem hann sofnaði mjög fljótlega, vonum bara að hann verði ekkert slappur eða með Nilla á morgun svo hann komist nú í skólan.
Jæja segjum þetta gott í bili...
Kv. Oliver "Snillingur" og Kriss "Nilli".

mánudagur, maí 22, 2006

Oliver SNILLINGUR

Já hann Oliver okkar er sko ekki að klikka þessa dagana, NEI hann er sko að koma STERKUR inn eins og alltaf, nema hvað, þessi elska er svo duglegur í skólanum á alveg HEIÐUR SKILIÐ... Hann fór sem sagt í þýskupróf á föstudaginn og kom heim með þessa líka fínu einkunn í dag... Okkar maður fékk 43 stig af 60 mögulegum (sem sagt 7,2 á íslenskum mælikvarða), auðvita ARBAÐI KELLAN á hann í bílnum já maður ÖSKRAR alltaf af gleði... Oliver segir alltaf eins lágt og hann getur hvað hann fær á prófunum svo ég þurfi örugglega að spyrja aftur eða geti ekki fengið infóið fyrr en við komum heim (eflaust svo ég geri hann ekki að fífli í skólanum).... Við erum náttúrulega að drepast úr STOLTI og MONTI eina ferðina enn...
Vá svo er ég sífellt að lenda í því þessa dagana að fólk sé að segja eitthvað og ég skil náttúrulega ekki staf og þá þarf Oliver að þýða fyrir mig (já ég er eins og þessar Tælensku)....
Annars byrjaði dagurinn í dag alltof snemma þurftum að keyra pabba í vinnuna áður en strákarnir mættu í skólan svo við vorum farin út ógeð snemma (já í líka þessa GEÐVEIKU RIGNINGU).. Strákarnir fóru svo í skólan ekkert mál með það að vísu vildi Oliver að Ma kæmi á bílnum að sækja hann í hádeginu en Kriss heimtaði að sú Gamla kæmi labbandi... Eins gott að það eru ekki fleiri börn!!!
Ma mætti svo gangandi í hádeginu að sækja Kriss (þetta passaði ákkúrat um leið og ég nálgaðist skólan kom úrhelli já á mig en hætti svo um leið og Kriss kom út).... Við Kriss löbbuðum svo heim og fengum okkur að borða og drifum okkur á bílnum að sækja Oliver (enda var úrhelli þegar hann var sóttur, eins gott við vorum á bílnum)...
Eftir hádegi fór Oliver í skólan en Ma og Kriss í Mallið að versla smá í matinn en Ísskápurinn var með garnagaul!!!! Eftir búðina sóttum við svo bara Oliver og fórum heim í lærdóm já eða aðallega Oliver enda var frekar mikill lærdómur, fengum að vita að næsta föstudag verður stærðfræðipróf svo það verður nú gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga hjá honum Oliver okkar...
Svo var bara lært, lært, lært og borðað.... Eftir kvöldmatinn sem þeir bræður gjörsamlega hámuðu í sig (finnst svo góðar svona hakkbollur með sósu) fór Kriss upp með Pabba að sofa og Oliver í sitt herbergi...
Gleymdi alveg að segja frá því að Oliver bað um Fótboltamyndir í verðlaun fyrir prófið svo hann gat farið í það eftir lærdóminn að líma myndir inn í bókina... En hann vill bara svoleiðis lagað í verðlaun þessa dagana enda allir á fullu að safna myndum...
Jæja segjum þetta gott af okkur í Rigningunni í bili...
Kv. Oliver "Snillingur", Kriss og Monthanarnir

Sunnudagur, úrslitin í Eurovision

Það var sko tóm gleði hérna í kotinu í gærkvöldi þegar kom í ljós hverjir hefðu sigrað Eurovision!! Já þeir feðgar fýluðu þá Finnsku alveg í botn svo mikið var víst!!! Þótti þetta ekki leiðinlegt! Enda kominn tími á breytta tíma í Eurovision... Að vísu hefði ég viljað sjá Dönsku skvísuna fá fleiri stig en það er bara eins og það er við ráðum ekki öllu...
Dagurinn í dag byrjaði svo frekar snemma þegar HORNÖSIN hann Kriss okkar vaknaði, með smá kvef strákurinn var alveg búinn að gleyma því hversu mikið ég elska GRÆNT HOR! En hann er búinn að vera hnerrandi í allan dag greyjið en samt ekki með hita (alla vegana ekki neitt að ráði). Fann svo á honum eina bólu í gær á hökunni, svo aðra í dag á hálsinum (vona að þetta sé ekki hlaupabóla, Kriss hefur nefnilega ekki fengið hana ennþá). Kriss var skoðaður hátt og lágt og það voru bara þessar 2 bólur svo ég hef eins og staðan er núna ekki trú á því að þetta sé Hlaupabóla, kemur annars í ljós bara á morgun...
Hornösin hennar mömmu vildi bara fara niður og horfa á TV (vera bara í leti og kela) svo Ma fór með honum niður eftir morgunmatinn, beið Kriss spenntur eftir því að Oliver myndi vakna!!! Svo loksins vaknaði Oliver og ég hélt að Kriss myndi bilast úr gleði!! Þeir fóru að leika sér saman og horfa á TV þangað til Ma sagði hingað og ekki lengra nú förum við út. Fórum út í svaka langan göngutúr ég er að tala um ALVÖRU LANGAN, löbbuðum út um allt og fórum ekki heim fyrr en þeir bræður voru báðir að drepast úr þreyttu og hungri... Þegar heim var komið var farið beint í eldhúsið að borða og svo í leti er að tala um það að Kriss labbaði niður í sófan og sofnaði, en nei hann var nú ekki lengi í Paradís, Mamma kom og vakti hann sagði alveg bannað að leggja sig á daginn!!!! Kriss var ekkert svakalega ánægður með mömmu sína en svona er þetta bara þegar maður er orðinn svona stór þá má maður ekki leggja sig á daginn...
Þeir léku sér smá saman, svo fór Oliver í leiki á Internetinu og fannst Kriss það ekkert smá spennandi en var samt alltaf að trufla Oliver, svo Ma bauð Kriss bara að hjálpa sér að elda Grjónagrautinn sem þeir bræður báðu um í kvöldmatinn!!!! Var okkar maður svaka sáttur við það, fékk að leggja á borð og hjálpa til!!! Þeir bræður borðuðu ekkert smá vel af grautnum, var ekki hætt fyrr en allt var búið!!! Eftir matinn var það sturta fyrir alla og svo bælið fyrir Kriss, sem svindlaði á mömmu sinni þóttist fara í kapp um hver myndi sofna fyrst en um leið og sú Gamla lokaði augunum hljóp hann niður til Pabba (skellihlæjandi), en hann komst ekkert um með það og var sendur strax aftur í bælið!!! Sofnaði svo fljótlega eftir það, Oliver fékk hins vegar að vaka aðeins lengur áður en hann var sendur í bælið enda skóli hjá öllum á morgun..
Svona var það bara skal ég segja ykkur, ekkert merkilegt að gerast hjá okkur...
En segjum þetta gott í bili...
Kv. Oliver og Kristofer

laugardagur, maí 20, 2006

Laugardagur

Góða kvöldið
Þá er kominn annar í Eurovision ekki satt?? Og Ísland ekki að keppa frekar fúllt en svona er nú bara lífið!
Dagurinn byrjaði frekar SNEMMA já Kriss vekjaraklukka vaknaði eldsnemma og það var ekki einu sinni DJÓK!!! En sem betur fer er hann byrjaður að vera svolítið sjálfum sér nógur að hann fór bara að leika og bað svo um að það yrði kveikt á barnatímanum fyrir sig svo við megum víst ekki mikið kvarta... Á endanum fór nú Ma svo á fætur og kom honum Kriss sínum í föt (karlinn var að vísu búinn að fara niður með Kriss að borða)... Gaf honum meira að borða og þegar hann var að fá sér mat þá kom Oliver fram... Svo chilluðum við bara enda ÓGEÐSLEGT VEÐUR hér hjá okkur. Þegar Ma keyrði svo karlinn í vinnuna voru þeir bræður bara 2 saman heima, já Oliver var að passa Kriss og það var nú ekki mikið mál enda Oliver orðinn FULLORÐINN... Svo fórum að gera okkur ready fyrir Takewondo æfinguna hjá Oliver (en við Kriss horfðum á æfinguna) og skemmti Oliver sér rosalega vel enda er hann svo KLÁR strákurinn..
Drifum okkur heim eftir æfinguna enda allir að KAFNA úr hungri, fengum okkur nachos kjúlla og hann klikkar sko alls ekki, voru svaka duglegir að borða strákarnir.. Eftir matinn passaði Oliver aftur Kriss þar sem Ma skutlaðist til að sækja karlinn í vinnuna..
Svo voru það bara róleg heit svo bælið ELDSNEMMA fyrir Kriss enda var hann orðinn rosalega þreyttur og pirraður strákurinn (fór seint að sofa í gær og snemma á fætur)... Oliver ætlar að vaka lengur með Gamla fólkinu og horfa á Eurovision og svona... Enda nammidagur, erum byrjuð að minnka aðeins sykurinn hjá Kriss þar sem hann verður alveg crazy ef hann fær mikið nammi svo hann fær bara smá á hverjum laugardegi!!! Já leiðinleg erum við!!!
En svona er það nú bara...
Segjum þetta gott í bili úr ÓGEÐIS VEÐRINU (gjörsamlega allar tegundir af veðri hjá okkur í dag)...
Kv. Lúxararnir

föstudagur, maí 19, 2006

Fimmtudagur....

Góða kvöldið,
Þá er það komið á hreint að Silvía Nótt heldur ekki áfram keppni í Eurovision, enda heyrðist vel þegar var verið að púah á hana"!!! En við fengum að heyra það á Sky að hún væri "famous comedian" á Íslandi... En breski keppandinn fór ekki mjög fögrum orðum um hana..
Nóg um það!!!
Dagurinn byrjaði snemma hjá Oliver bara, ma ákvað að keyra hann í skólan enda var hann frekar svona latur í dag!! Þegar Ma kom svo heim þá heyrðist ekki múkk í húsinu, ótrúlegt en satt hann Kriss okkar svaf eins og steinn enn, kom ekki niður fyrr en rúmlega 09 sem er sko bara algjört met af hans hálfu!!!
Við Kriss vorum bara tvö ein heima og rigning og leiðindi úti svo við vorum nú ekki alveg að meika það, ákváðum samt á endanum að taka bara strætó í bæinn um leið og við löbbuðum út var eins og skrúfað væri fyrir rigninguna. Svo hann hélst bara alveg þurr eftir það fórum og löbbuðum smá í bænum kíktum á mannlífið og svona, tókum svo strætó aftur heim svo það yrði nú einhver heima þegar Oliver okkar myndi koma heim úr skólanum!
Oliver kom svo labbandi já eða fékk far hjá mömmu hans Dylans heim úr skólanum, og við tóku bara tóm leiðindi.. Já við fengum okkur hádegismat og svo var það bara lærdómur hjá Oliver fyrst að klára heimalærdóminn svo að læra undir þýskuprófið og það var ekkert smá mikið námsefni fyrir prófið. Hann var píndur í smá lærdóm svo fékk hann langa pásu enda ekki hægt að láta þau svona ung sitja yfir námsbókunum 24/7.
Eftir kvöldmatinn fengu svo strákarnir að horfa smá á TV áður en sá Gamli fór upp með Kriss og Oliver þurfti að snúa sér aftur að lærdómnum. Oliver las yfir smá með mömmu og fékk svo að horfa á nokkur lög í Eurovision og svo var það bara bælið hjá honum stráknum!!! Honum fannst þetta svona helst til mikill lærdómur fyrir eitt og sama prófið en svona er það bara og ekkert við því að gera nema bara bíta á jaxlinn og halda lærdómnum áfram!!!
Þetta var sem sagt bara ágætis dagur, hefðum viljað sjá hana Silvíu Nótt áfram en það er bara eins og það er við ráðum ekki öllu í þessu lífi. Finnarnir koma kanski bara sterkir inn í staðinn eða gæjarnir sem sungu að þeir vinni Eurovision hvað veit maður!! Kemur allt í ljós á laugardaginn...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Strákarnir og Gamla fólkið

fimmtudagur, maí 18, 2006

Langur skóladagur og Takewondo.....

Góða kvöldið,
Sem betur fer höfum við ekki fengið þrumur og eldingar í dag (en Kriss er samt vissum að eldingarnar séu ljós hjá honum Guði en með þrumurnar er hann ekki viss en ef þið eruð með hugmyndir þá endilega koma með þær)....
Annars þá er hann Kriss okkar byrjaður að NAGA NEGLURNAR (já þessar litlu sem varla sjást), já hvaðan ætli hann hafi það????? Svo var ég að skammast í honum fyrir þetta þá var hann með svar á reiðum höndum "mamma ég er bara svo svangur, ég verð að fá að borða"... Þar með var það útrætt en ég er að tala um að þetta gat ekki verið út af hungri NEI hann var nýbúinn að borða!!!
Dagurinn í dag byrjaði svona LA LA Kriss var vaknaður áður en klukkan hringdi og dreif sig niður og á fætur, Oliver var ekki eins morgunhress í morgun langaði mikið að sofa LENGUR... En þetta hófst allt á endaum og allir mættu á réttum tíma í skólan. Ma og Pa komu svo labbandi að sækja hann Kriss sinn sem var sko bara ángæður með það (þó svo hann hafi verið svolítið þreyttur), stoppuðum hjá bakaranum og keyptum brauð og svo hjá slátraranum og fengum okkur álegg ekki fannst Kriss það amalegt, hann græðir nefnilega alltaf eitthvað hjá slátraranum ofast gefur slátrarinn pylsubita og ekki leiðist okkar manni það!!! Fórum svo heim og fengum okkur að borða og svo var Oliver sóttur. Þeir bræður voru nú báðir frekar óþekkir í hádeginu held svona fyrst og fremst að Kriss hafi bara verið þreyttur en veit ekki hvað þetta var með Oliver. Oliver var svo látinn labba úr sér óþekktina (látinn labba eftir hádegi í skólan), pabbi varð nú samt að keyra Kriss þar sem hann getur enn ekki labbað einn í skólan...
Eftir hádegið mætti Ma svo ein að sækja Strákana sína og kom Kriss heim með málaðan Hund ægilega ánægður sagði "mamma ég gerði hann handa þér" svo stuttu seinna sagði hann "Amma Sæta á að fá þennan hund". Við sóttum svo Oliver sem var orðinn stilltur og allt annað barn, Oliver fór svo að segja Kriss hvað hundurinn hans væri flottur þá sagði Kriss "Ég á hann" svo ég veit nú ekki hver fær að eiga þenna hund á endanum.. Kemur nú bara í ljós!!!
Drifum okkur heim og þá kom í ljós að Oliver Steikin okkar hafði gleymt einni stærðfræðibókinni í skólanum, ákkúrat bókinn sem hann átti að læra 3 bls. í heima, svo Ma hentist út með strákana með sér og í skólan og þá náðum við ákkúrat í endan á skúringarkonunni sem gat lánað Oliver lykla til að komast inn í stofu og sækja bókina, hjúkket!!!! Fórum svo heim að læra, Oliver stóð sig eins og hetja við lærdóminn og náði rétt að klára heimalærdóminn áður en við drifum okkur í Takewondo. Við Kriss ákváðum að horfa á æfinguna en Kriss finnst það sko bara gaman, verst bara að hann lærir alls konar spörk og barsmíðar á þessu og er sko óspar á að sýna það nýja sem hann var að læra...
Fórum svo heim eftir æfinguna og þá var það bælið fyrir Kriss okkar (sem ætlaði gjörsamlega aldrei að SOFNA) en Oliver fékk að vaka aðeins lengur en aðeins með þeim skilyrðum að byrja að kíkja yfir þýskuna fyrir þýskuprófið á föstudaginn, það er nefnilega svo geðveikislega mikið sem hann á að læra fyrir prófið að það er víst eins gott að byrja að kíkja aðeins á þetta svo við verðum ekki langt fram á nótt á morgun að fara yfir námsefnið fyrir þetta eina próf...
Jæja segjum þetta gott í dag, vonandi að henni Silvíu Nótt gangi vel á morgun...
Áfram Ísland!!!!
Kv. Við í Lúx

þriðjudagur, maí 16, 2006

Þrumur, Eldingar og Rigning Dauðans...

Vá það var að gerast rétt í þessu.. Kriss stóð nú ekki á sama, honum fannst alltof mikill hávaði í þrumunum og skyldi ekkert í þessum eldingum hvað þetta væri eiginlega!!!! Og þeim langaði báðum að vita hvað væri eiginlega að gerast uppi hjá Guði þegar svona væri veður??? Kriss talar náttúrulega manna mest um Guð og hann spyr sko rosalega mikið um hann og veðrið!! Ef einhver er með svörin við svona spurningum á hreinu þá vinsamlegast setja þau inn í Commentið eða Gestabókina hjá okkur...
Dagurinn í dag byrjaði svaka vel Oliver var bara hress og kátur og fannst ekki mikið mál að drífa sig í skólan. En Kriss svaf að vísu aðeins lengur (eitthvað þreyttur drengurinn). Þegar Kriss dreif sig svo á fætur þá var hann bara í leti stuði, alveg sama hvað Ma bauð honum upp á hann nennti því ekki... En við fórum svo labbandi í hádeginu að sækja Oliver í skólan og þar sem það var ekki mikill heimalærdómur ákváðum við að skella okkur saman í strætó í bæinn og skoða lífið.. Svaka gaman hjá okkur fundum meðal annars strigaskó handa TA og JE, sá Oliver sér líka skó fyrir weddingið en var ekki í mátunarstuði svo við kíkjum á þá við tækifæri áður en við förum heim en honum fannst þeir held ég bara æðislegir af því þeir voru með Ferrari merki (æji svona PUMA skór með Ferrari merki). Fórum svo í uppáhaldsbúðina hennar mömmu og þar var svaka útsala og heavy mikið af fólki fyrir vikið en við fundum þar Diddl dót fyrir hana Ágústu Eir okkar (eða já fyrir mömmu hennar).
Eftir verslunarleiðangurinn fórum við á MacDonalds uppáhaldsstað þeirra bræðra og voru þeir víst ægilega svangir (held sko að börn verði svöng við að sjá M-skiltið bara). Eftir matinn fórum við bara á pósthúsið og svo heim með strætó.
Þegar heim var komið fór Oliver í heimalærdóminn og var ekki lengi að redda honum strákurinn en Kriss fór að leika sér!! Svo fengu þeir að horfa á TV og hafa poppskál með, enda orðið frekar rigningarlegt! Áður en við förum svo upp í kvöldmatinn þá kom þessi líka klikkaða rigning og svo fyldi hitt allt á eftir!!!!
Eftir matinn fór Kriss upp að sofa og byrjaði Oliver á því að lesa fyrir hann nokkrar blaðsíður í Karíus og Baktus og tók svo mamma við!! Gott að eiga bróðir sem kann að lesa, ha!!
En núna er Kriss okkar sofnaður og kominn langt inn í Draumalandið, Oliver fær hins vegar að vaka lengur.
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Oliver, Kriss og Co.

mánudagur, maí 15, 2006

LOKSINS NÝJAR MYNDIR

Góða kvöldið
Allar mæður til hamingju með daginn :-)
Dagurinn í dag var bara tómleti framan af en á endanum fór Mamma út með strákana sína og vorum við úti í nokkrar klukkutíma fórum í langan göngutúr og stoppuðum á 2 rólóvöllum á leiðinni sem var bara ljúft og langþráð!!! Enda var komið fínt veður, ekki kanski alveg sólbaðsveður en það var heitt og ljúft enda ekkert smá margir úti að hreyfa sig...
Eftir langan og mikla útiveru fórum við heim og fengu strákarnir að borða svo smá TV, eftir smá gláp þá var það sturta og bælið fyrir Kriss (sem var sko vel þreyttur) Oliver fær hins vegar að vaka aðeins lengur, enda hann aðeins eldri og orðinn Unglingur!!!
Svo já það mætti segja að héðan sé ekkert merkilegt að gerast. Settum inn nýjar myndir í mai 06 albúmið, endilega kíkjið á það!!!
Endum þetta á því að óska honum Langafa til hamingju með daginn en sá Gamli á afmæli í dag, einnig á hún Gugga sæta í sveitinni afmæli í dag óskum henni líka til hamingju með daginn...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Bræðurnir í Lúx

laugardagur, maí 13, 2006

Takewondo, afmæli og margt fleira.

Góða kvöldið,
þá er komið laugardagskvöld hjá okkur. Dagurinn í dag byrjaði svona já bara passlega snemma/seint hann Kriss okkar svaf aðeins lengur en venjulega. Ma og Kriss keyrðu svo pabba í vinnu og drifu sig heim til að hringja í hana Ömmu sætu og heyra hvernig hefði verið í Svíþjóð! Eftir símtalið við ömmu vaknaði hann Oliver okkar LOKSINS já ég er að tala um það var komið hádegi hjá okkur þegar okkar yndislegi Unglingur fór á fætur, æji maður verður nú að fá að sofa aðeins lengur STUNDUM. Við fórum svo öll saman að sækja pabba í vinnuna og með Oliver á æfingu en það var ekkert smá gaman að horfa á Unglinginn okkar og sjá hvað hann er orðinn sterkur og duglegur. Vá þau voru með svona þrautarbraut (algjört PÚL) í dag og stóð okkar maður sig eins og hetja og greinilega orðinn mikið STERKUR í handleggjunum og það voru sko ALLS EKKI margir sem gátu gert það sama og okkar strákur.. Enda var Ma að hvetja hann áfram og að gefast ekki upp..Stóð hann sig sem sagt alveg eins og HEJTA (mamma með bros allan hringinn hún var svo STOLT af því hvað hann Oliver okkar var stekur og duglegur), bara verst að mamma gleymdi myndavélinni til að taka myndir af honum..
Eftir æfinguna drifum við okkur heim þar sem allir voru að kafna úr hungri, en við vorum varla kominn inn þegar það var dinglað hjá okkur.. Jú jú það var hann Dylan sem var að bjóða Oliver í afmælið sitt, við erum að tala um hann stóð bara og beið eftir Oliver þar sem afmælið var bara að byrja, og jú jú auðvita vildi Oliver skella sér í afmæli og það gafst engin tími til að skipta um föt eða búa til KORT nei nei Dylan beið svo já hann fékk bara aur í afmælisgjöf þar sem fyrirvarinn var ákkúrat EKKI NEINN:.. Oliver hljóp ánægður með Dylan yfir götuna í afmælið við hin biðum bara heima, við Kriss ákváðum að baka okkur köku þar sem Pabbi var líka að fara að vinna smá aftur, og skyldi Kriss ekkert í því hvað hann Oliver var nú lengi í þessu afmæli. En Oliver kom heim rétt fyrir 20 og var afmælið þá ekki búið en hann vildi bara ekki vera lengur, þau voru víst bara örfá eftir. Kom sáttur og ánægður heim með fullan poka af nammi og smá dóti, Kriss fannst það ekki lítið spennandi og beið spenntur meðan bróðir sinn opnaði pokan.. Ma leyfði Kriss að vaka pínu lengur en venjuleg til að fá að njóta smá innihald pokans hjá Oliver, en já Oliver bauð Kriss með sér!!! Fóru svo Mamma og Kriss upp að sofa, lásum Karíus og Baktus og aftur vakti Kriss alla bókina og þurfti mikið að tjá sig meðan á lestrinum stóð!!! En eftir bókina lokaði hann augunum og var kominn inn í Draumalandið góða!! Þreyttur snáðinn okkar. Oliver fær að vaka aðeins lengur enda Laugardagur og hann svaf til hádegis.
Jæja segjum þetta gott í dag.
Minnum á það á morgun er MÆÐRARDAGURINN...
Kv. Bræðurnir í Lúxlandi

föstudagur, maí 12, 2006

Elskum við ÖLL sólina?????

Góða kvöldið,
Vá dagurinn í dag er búinn að vera vægast sagt ÆÐISLEGUR.. Bræðurnir áttu mjög auðvelt báðir tveir með að vakna í morgun enda sól úti og það skiptir sko miklu máli. Drifum okkur svo af stað í skólan, mamma sendi þá bræður í stuttbuxum, stuttermabol og hettupeysu utan yfir í morgun (vá það hefði sko alveg mátt sleppa hettupeysunni!!). Við keyrðum Oliver fyrst og svo Kriss okkar en báðir voru þeir brosandi allan hringinn þegar þeir fóru út úr bílnum...
Gamla settið mætti svo að sækja Kriss í skólan og var hann ekki par ánægður með það að við hefðum komið á bílnum, en Kriss vill bara vera sóttur á tveimur jafnfljóttum þegar það er sól úti ekki neitt bílavesen. En hann sætti sig fljótt á að fara inn í bíl þegar mamma sagði honum að það væri ís inn í bíl og hann myndi bara bráðna ef við myndum ekki drífa okkur!!! Drifum okkur svo heim og fórum svo öll saman labbandi að sækja hann Oliver okkar.. Ég er að tala um að Oliver henti af sér hettupeysunni um leið og hann sá okkur og Kriss var ber að ofan, sem segir okkur að mamma eigi að hætt að klæða okkur svona mikið!!!!...
Fórum saman heim í hádeginu og voru þeir bræður meira inni en úti enda fannst Oliver alltof heitt úti og nennti ekkert að vera úti þegar svona heitt væri, vildi frekar fá smá kulda, en honum varð sko ekki að ósk sinni.
Eftir hádegishlé fór Oliver í skólan en pabbi og Kriss voru heima að þrífa, pabbi bílinn en Kriss fjórhjólið sitt. Fóru svo saman smá rúnt svo sú Gamla fengi frið í sólbaðinu sínu og vá hvað það var nú notalegt... Oliver ákvað líka að labba bara heim eftir skóla enda svakalega gott veður, að vísu fannst Oliver svo heitt að hann hafði vit fyrir því að vera með vatnsbrúsan sinn í hendinni á leiðinni heim svo hann gæti fengið sér sopa. Oliver dreif sig svo inn beint í heimalærdóm svo hann gæti nú átt frí það sem eftir væri helgarinnar, Kriss fór hins vegar í smá sólbað með mömmu en honum finnst það bara svo notalegt (Oliver finnst þetta hins vegar bara ekki hægt að liggja eins og skata í þessum hita, finnst alltof heitt úti)...
Gamli maðurinn grillaði svo handa okkur í kvöldmatinn sem var bara fínt, þeir bræður borðuðu fyrst og fóru svo saman upp að kíkja á bílana sem hann Kriss mætti erfa eftir Oliver (en Oliver tímir ekki alveg öllum, alls ekki Mustöngunum og öðrum fornbílum) og settu svo upp Risaeðlugarð í herberginu hans Kristofers, voru eins og ljós meðan Gamla settið borðaði. Kriss var svo orðinn eitthvað þreyttur og lúinn svo hann ákvað að fara niður og horfa á smá TV þegar Ma fór svo niður og kíkti á hann leist henni ekkert á þetta, okkar maður var bara alltof þreyttur svo hún dró hann upp í bælið og var hann ekki par ánægður með það, vildi ekki fara að sofa en eftir smá rökræður lagðist hann á koddan og sofnaði (þurfti ekkert að lesa fyrir hann). Karlarnir fóru hins vegar saman á Takewondo æfingu (vonum að Oliver rústi ekki fleiri tönnum eða öðrum líkamspörtum í kvöld) 7 9 13 !!!!!
Vá gleymdi alveg að segja frá því að Kriss okkar er kominn með AUKA ENNI, með enga smá kúlu á enninu hvað kom fyrir vitum við ekki alveg þar sem Kriss er ekkert mikið fyrir að gráta nema þegar hann MEIÐIR SIG, sagði okkur að hann hefði verið að klifra á fjórhjólinu og dottið af því (vitum að þetta gerðist þar sem pabbi var með honum úti þegar þetta gerðist en Kriss var eitthvað að príla þegar hann var að þrífa hjólið, grét samt ekkert þegar hann datt og kvartaði ekkert).. En þetta fylgir því víst bara að vera strákur að fá marbletti og kúlur út um allt...
Jæja dúllurnar mínar segjum þetta gott í bili...
Kv. Við sem höfðum SÓLINA í dag

Fimmtudagur með Sól og sumaryl

Góða kvöldið,
þá er komið fimmtudagskvöld og enn svaka heitt og gott hjá okkur... Það var náttúrulega bara æðislegur hiti hjá okkur í dag...
Annars byrjaði dagurinn bara vel, Oliver vaknaði í stuði heima hjá sér og dreif sig á fætur og var sko alveg meira en lítið tilbúinn að fara í skólan.. Ma ákvað svo að keyra hann í morgun enda við bæði frekar löt. Ma dreif sig svo heim þar sem hún gat átt von á því að Kriss myndi vakna fljótlega og ætluðum við að leyfa karlinum að sofa smá þar sem hann var að vinna langt fram á nótt.. Jú jú svo kom Kriss niður, líka í stuði enda sólin farin að skína. Við Kriss ákváðum eftir morgunmat að fara í hans herbergi og taka til enda veitti ekkert af því þar sem Kriss tók sig til um daginn og sturtaði úr öllum dótakössunum sínum og það var því dót alls staðar inni hjá honum.. Var Kriss svaka duglegur til að byrja með en svo hætti þetta bara að vera skemmtilegt ef þið skiljið hvað ég er að fara, svo hann fór að gera ýmislegt annað eins og að lesa fyrir pabba sinn og svona sitt lítið af hvoru... En þegar Ma var búinn að taka allt til átti bara eftir að þurrka af og skúra þá komst Kriss í gírinn aftur hjálpaði mömmu sinni að þurrka af og raða inn í herbergið, kláruðum þetta á mettíma. Eftir tiltektina fór Kriss út á svalir í sólbað, en ákvað svo að það væri skemmtilegra að vekja bara pabba sinn almennilega og koma honum út úr rúminu og auðvita tókst honum það...
Við fórum svo öll á bílnum að sækja Oliver í hádeginu (já í GÓÐA VEÐRINU), málið var að Ma ætlaði með Oliver að finna nýja strigaskó og kaupa hlífar fyrir Takewondóið (vá ekki veitir af þeim).... Fórum sem sagt búðarráp eftir skóla hjá Oliver þar sem það var ekki mikill heimalærdómur hjá honum. Eftir mikið búðarráp fórum við heim í leti, strákarnir fóru í garðinn að leika sér og gáfust svo upp á hitanum og færðu sig bara inn... Þegar þeir voru búnir að kæla sig vel ákvað Ma að fara með þá út að hreyfa sig, Oliver fór á hjólinu en við Kriss fórum hins vegar labbandi ákváðum að gefa henni Susie vinkonu okkar brauð og kíkja líka á alla fuglana og gefa þeim líka brauð... Og vá þvílíkt sem allir voru hungraðir Kriss var rétt búinn að henda inn fyrir girðinguna þegar allt var horfið, og allt var klárað á mettíma, svo Kriss sagði mamma förum bara heim og náum í nýtt brauð handa þeim þau eru svo svöng... Nei það var nú ekki í boði svo við löbbuðum bara smá meira og drifum okkur svo heim þar sem Pabbi og Magni voru að grilla, komum beint heim í tibúinn mat búið að leggja á borðið og allar græjur ekkert smá flott. Borðuðum og fljótlega eftir matinn fór Kriss okkar í bælið enda mikið þreyttur þó svo hann hefði nú alls ekki viðurkennt það... Oliver fékk hins vegar að vaka aðeins lengur enda veðrið enn svo gott og bara ekki hægt að pína börnin í bælið...
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Oliver tannlausi, Kriss "Emil" og Co.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Loksins er Oliver kominn HEIM, jú hú...

Já þá er Oliver kominn heim í kotið, voru sko miklir fagnaðarfundir þegar Kriss sá hann stíga út úr rútunni... Vá tóm gleði!!!
Annars byrjaði dagurinn bara snemma þar sem Kriss fór í skólan og alveg meira en lítið sáttur við og ekki skemmdi það neitt að Oliver ætti nú LOKSINS að koma heim í dag.. Ma og Pa mættu svo saman að sækja strákinn sinn í hádeginu í skólan, vildi Kriss þá bara drífa sig heim og borða, eitthvað svangur þessa dagana þessi elska. Gerðum alveg fullt í hádeginu, Kriss gerði margar heiðarlegar tilraunir til að rústa herberginu hans Oliver (en það var orðið svo fínt hjá okkur allt flott og fínt þar inni) en það gekk ekki, svo ákváðum við bara til að losa um orkuna hans að fara í Sorpu og henda drasli svo þeir feðgar tóku eitthvað til í bílskúrnum og svona og við fórum með fullt skott af drasli til að henda, stoppuðum svo á leiðinni í skólan og keyptum plastborð og stóla inn í Kristofers herbergi þar sem hann vill núna líka fá herbergið sitt hreint og fínt (erum að tala þetta er eins og Hírósíma) hann vill að mamma fari núna á fullt í sitt herbergi þar sem Olivers er svo fínt! Svo var kominn tími á skóla aftur hjá Kristofer og fór hann glaður í skólan aftur. Mamma kom svo frekar í fyrri kantinum að sækja hann svo við myndum nú örugglega vera öll viðstödd þegar rúntan kæmi í Olivers skóla með Oliver... Kriss var með bros allan hringinn þar sem það var kaka hjá honum í skólanum í dag Morgan varð víst 5 ára í dag. Við drifum okkur svo beint í Olivers skóla og biðum við úti eftir rútunni, og var Kriss sko þvílíkt spenntur. Svo loksins kom rútan með Oliver okkar. Þegar búið var að kveðja og allt draslið komið inn í bíl fórum við með Gamla karlinn í vinnuna og fengum ferðasöguna hans Olivers eins og hún lagði sig í bílnum á leiðinni og þótti Oliver sko ROSALEGA GAMAN í ferðalaginu, hefði sko alveg viljað vera lengur..
Fórum svo heim og var Kriss alveg í ham vildi bara drífa Oliver inn svo hann gæti sýnt Oliver hversu fínt væri nú í herberginu hans og SVEIF Oliver gjörsamlega, hann var sko ekkert smá ánægður með mömmu sína (já já sá Gamli setti líka upp nýtt ljós og raðaði tímaritum í möppu), Oliver lét Kriss sko vita af því þar sem það væri orðið svo hreint og fínt allt í herberginu hans að hér eftir yrði Kriss að biðja um inngönguleyfi... Þetta gengi bara ekki öðruvísi upp (gaman að sjá hvort hann Kriss fari eftir því)...
Ákvað Oliver svo að skella sér á Takewondo æfingu í kvöld sem já endaði ekki vel, NEI það var brotinn tönn úr honum EINA FERÐINA ENN en sem betur fer var þetta bara barnatönn sem losnaði svo og flaug út úr honum og fannst ekki (Oliver er alveg 100% á því að hafa ekki gleypt hana en eitthvert fór hún)... Oliver er líka vissum það að þó svo tönnin hafi týnst þá komi tannálfurinn við í kvöld, Tannálfar eru nefnilega svo LITLIR að þeir geta alveg fundið tennur sem fara undir veggi og kanta... En það kemur svo bara í ljós hvort TANNÁLFURINN komi eða ekki...
Eftir æfinguna fórum við bara heim, og var Kriss sendur beint í bælið meðan Oliver fékk að vaka smá lengur...
Með Kriss og Emil í Kattholti stór vin hans, já þá er ég vissum það að hann Kriss minn hafi alltaf verið ORMUR, PRAKKARI og sá pakki allur eins og hann leggur sig, þetta er bara að verða meira áberandi þar sem hann er orðinn stærri og hrekkirnir eftir því stærri og erfiðari viðfangs. Þökkum ábendinguna um hann Húgó hef einmitt kíkt á síðuna hans!!!! Kanski að pabbi hans leggist betur í þá síðu og horfi á fleiri Nanny 911 og Supernanny þætti... Þetta með skammarkrókinn er að virka "held ég" hann situr alla vegana þar og finnst ömurlegt að þurfa að segja fyrirgefðu og situr því mun lengur en 2. mín þar sem hann segir ekki fyrirgefðu strax. Þurfum einnig að fara að finna lykla af öllum hurðum hér í húsinu og hafa bara alltaf allt LÆST, en passa samt að lyklarnir séu ekki í lásunum þegar Kriss er einn inn í herbergjunum, jú hann hefur einmitt læst sig inni!!!! Já hvar endar þetta... Gott samt að ég geti hlegið af þessu því það gerir þetta allt miklu auðveldar. Hláturinn lengir lífið og það allt saman...
Fer að vinna í myndunum...
Góða nótt...
Kv. Við sem erum LOKSINS búinn að fá Oliver TANNLAUSA HEIM

miðvikudagur, maí 10, 2006

Vá hvað við SÖKNUM Olivers MIKIÐ :-(

Hann Kriss okkar er sko alls ekki sáttur við það að hann Oliver okkar sé í burtu í svona marga daga, hann vill bara fá hann HEIM og ekkert RUGL.. Sagði í dag "Oliver má bara ekki fara aftur í ferðalag, hann á bara ALLTAF að vera heima hjá okkur"... Já fjarlægðin gerir fjöllin BLÁ ekki satt?
Annars var þetta bara fínn og rólegur dagur.. Fórum frekar seint á fætur miðað við aldur og fyrri störf.. Karlinn ákvað svo að skella sér í bíltúr með Magna en Kriss neitaði að fara með vildi vera heima að passa mömmu. Mamma hélt hins vegar að Kriss hefði farið með þar sem hún heyrði ekkert í honum og hann svaraði henni ekki þegar hún kallaði á hann, sú Gamla ákvað því að tékka í bílskúrinn gat verið að "Emil" væri þar??? Jú jú þar var hann hæsta ánægður að sprauta einhverjum VIBBA á gólfið sem lyktaði frekar mikið illa, hún dró hann inn og í sturtu og hringdi í Gamla karlinn og fékk það staðfest að þetta væri ekkert hættulegt sem hann hefði verið að leika með. Mamma skammaði nú strákinn samt og sagði alveg bannað að fikta í bílskúrnum!!!! Við Kriss fórum svo bara í afslöppun, þangað til Pabbi kom heim og jú jú þá sá karlinn að það yrði að þrífa bílskúrinn þar sem það var einhver olía í efninu sem Kriss var að smúla bílskúrinn með. Kriss fékk svo að heyra í svona milljónasta skipti að það væri ALVEG BANNAÐ að fikta í bílskúrnum!!!!
Meðan pabbi þreif bílskúrinn byrjuðu Ma og Kriss að þrífa í Olivers herbergi og elda matinn. Eftir matinn héldum við Kriss áfram í Olivers herbergi (veit ekki alveg hversu mikil hjálp var í Kriss en það var sko alveg algjört aukaatriði). Okkar manni tókst að sulla vatni út um allt og já gera meira drasl en fyrir var hvernig sem hann fór nú að því!!!! Á endanum ákvað Ma að þetta gengi ekki lengur og sagði Kriss að þau skyldu bara fara út í langan göngutúr fyrir svefninn og var okkar maður ánægður með það!!! Talaði allan tíman um Oliver og hvað þetta væri bara ekki að ganga að hann færi svona að heiman. Kemur aldrei fyrir aftur ef Kriss fær að ráða! Við sáum allskonar pöddur, snigla og svoleiðis vibba í göngutúrnum okkar og fannst Kriss þetta allt mjög spennandi þó svo hann væri ekkert að pota í þessar furðuverur, lét sér nægja það eitt að kíkja á þær!!! Gott hjá honum :-)
Fórum svo heim, Kriss fékk sér að borða og hjálpaði Ma að bera nokkrar bækur í herbergið hans og svo var það bælið... Kriss hlakkaði sko bara til að fara sofa þar sem Mamma fann loksins Karíus og Baktus bókina hans Oliver og við gátum því lesið hana fyrir svefninn.. Kriss var meiri segja svo spenntur að hann sofnaði ekkert meðan mamma las en um leið og bókin var búin þá sofnaði hann!!!! Hann er mjög áhugasamur um þá bræður núna.. Sem er sko bara hið besta mál.
Jæja segjum þetta gott í bili, þar sem það er skóli hjá Kriss á morgun og svo já kemur hann Oliver okkar heim á morgun..
E.S. alveg sammála þessu með myndirnar Elísabet, fer að vinna í þessu ASAP.
Kv. Við sem SÖKNUM Olivers SVO MIKIÐ.

mánudagur, maí 08, 2006

RÓLEGUR Mánudagur

Góða kvöldið,
Þá er komið mánudagskvöld hjá okkur og Unglingurinn okkar LÖNGU farinn í ferðalag. Já frekar svona tómlegt í kotinu án hans :-(
Dagurinn byrjaði bara vel, fóru allir á fætur ekkert mál svo var farið í það að hlaða bílinn þar sem Oliver var með stóra tösku (eða já svona) og svo skólataskan hans Kristofers.. Aldrei þessu vant þá var Kriss keyrður fyrst og fékk Oliver að labba með inn til að sjá kennaran hans og svona (aldrei séð hann áður). Svo var farið með Oliver og sá mamma þá hvar Joffan var að hjálpa Salúka inn með töskuna sína, svo við vissum að það væri greinilega mæting inn í skólastofunni og krakkarnir látnir bíða þar... Og jú Ma og Oliver fóru inn með töskuna hans og Ma sagði Bless við stóra strákinn sinn sem var mikið fagnað þegar hann kom (greinilega kominn spenningur í hópinn).. Þau áttu sem sagt að bíða inni eftir rútunni sem var bara fínt, styttri kveðjustund (þegar Oliver fór í ferðalag með fysta bekk biðu allir foreldrarnir og nemendurnir saman fyrir utan skólan eftir rútunni)...
Mamma labbaði svo að sækja Kriss í skólan í hádeginu og hvað haldið þið? Jú það byrjaði bara að rigna á okkur þegar við vorum að labba heim sem betur fer var sú Gamla vissum það að það myndi rigna í dag svo hún tók Regnhlíf með á röltið... Svo var labbað heim og á leiðinni heim talaði Kriss ekki um annað en hvað hann væri svangur, svo við drifum okkur heim og beint að elda (ekki hægt að láta hann greyjið kafna úr hungri)... Við borðuðum og fékk Kriss sér súkkulaðiköku í eftirrétt ekki amalegt það... Svo tók við tóm leti enda svona frekar letilegt veður, rigning og fúllt... Vorum því bara inni að skemmta okkur...
Svo kom sá Gamli heim og Kriss var ekkert smá ánægður með það,hafa félagsskap af einhverjum öðrum en bara Mömmu.. En Kriss er sko ekki alveg að fatta þetta með ferðalagði hans Oliver, hann sefur bara í skólanum og kemur ekki heim í nóttinni vá þetta er nú of mikið af því góða, hann vildi bara að við myndum drífa okkur út að sækja hann Oliver okkar!!! Frekar tómlegt svona án hans.
Oliver var sko þvílíkt spenntur fyrir ferðalaginu og hlakkaði sko bara til fannst þetta æðislegt sem þetta er náttúrulega. Fá að fara í 3 daga (2 nætur) ferðalag og vera bara í öðrum bekk í fyrra var það 5 daga ferðalag (Oliver hefði nú frekar viljað hafa þetta í 5 daga eins og síðast). En þetta er bara frábært,þau hafa líka svo gott af því að komast aðeins í burtu frá okkur foreldrum sínum"!!!!
Segjum þetta gott í bili úr rigningunni...
Kv. Kriss og Gamla settið

sunnudagur, maí 07, 2006

Sunnudagur...

Well well well,
Vá hvað þessi sunnudagur byrjaði snemma, jú þar sem Kriss var sendur í bælið svona snemma þá vaknaði hann náttúrulega fyrir allar aldir en Ma náði nú að plata hann smá og segja að það væri bara NóTT ennþá og þá samþykkti hann að sofa til rúmlega 08 sem betur fer.. Við fórum þá öll á fætur og já svo var bara rólega heit, karlinn fór svo í vinnuna og þá dró ég þá bræður upp í morgunmat. Eftir matinn voru allir klæddir og við Oliver fórum að finna til dót fyrir ferðalagið á morgun en hann fékk lista með heim um hvað á að koma með og hvað má EKKI koma með.. Ákváðum svo að fara út í langan göngutúr fórum inn í skóg að labba tókum langa túr þar og ákváðum svo að koma við á nýja rólónum (sem við Oliver fundum fyrir nokkrum dögum) á leiðinni heim sem var sko bara ljúft.. Þurftum svo að drífa okkur heim þar sem við Kriss vorum að KAFNA úr hungri.. Gátum ekki meir ;-) þegar heim var komið var karlinn kominn heim úr vinnunni svo það fengu sér allir saman að borða, svo var slappað af... Oliver fór svo í það að skrifa niður hvaða karla hann vantar í FIFA bókina sína og fékk svo nokkra límmiða til að líma inn í bókina líka svaka sport skal ég segja ykkur...
Svo tóku við bara leti og róleg heit. Kriss ákvað svo að skella sér út í garð og allt í góðu með það, Oliver kíkti svo út um gluggan og þá var Kriss búinn að taka lokið af sundlauginni, byrjaður að raða sundboltum og öðru dóti út í laugina, og byrjaður að afklæðast, já okkar maður var á leiðinni í sund (við erum að tala um að sundlaugin er ÍSKÖLD ENNÞÁ en honum var alveg sama) við náðum sem betur fer að stoppa þetta áður en hann stakk sér til sunds. Veit ekki hvað fólkið hér í nágrenninu heldur um hann Kriss okkar sem strippar gjörsamlega hvar og hvenær sem er...
Ma ákvað svo að henda í eina súkkulaðiköku handa strákunum sem vakti sko mikla lukku. Eftir kökuna var það sturta og bælið fyrir Kriss sem sofnaði strax enda þreyttur eftir daginn, Oliver fékk hins vegar að horfa á smá TV áður en hann var sendur í sturtu og bælið... Enda er skóli hjá Kriss á morgun og ferðalag hjá Oliver (en hann fer í fyrramálið og kemur heim á miðvikudaginn klukkan 16) og hlakkar Oliver mikið til að fara í ferðalagið!!!! Er alveg ready fyrir ferðina á bara eftir að mæta í skólan allt komið í töskuna klappað og klárt... Bara æðislegt fyrir hann að fá að fara í svona ferðalag með skólanum....
Veðrið já tölum aðeins um veðrið, það var heitt og fínt hér í dag (alls ekki sólbaðsveður) en sólin náði sem sagt mest lítið að skína á okkur í dag, en við fórum út á stuttbuxum og stuttermabol í göngutúrinn í dag.. Svo hitastigið var 24°C klukkan 16 í dag svo já ekki getum við kvartað yfir hitanum, getum bara kvartað yfir því að okkur vantar að sólin skíni á okkur...
Segjum þetta gott í bili...
Gleymdu alveg að segja í gær "Góða ferð við Ömmu sætu svo við gerum það bara núna einum degi of seint"....
Kv. Oliver á leiðinni í ferðalag, Kriss "Emil" og Gamla sófasettið

Nanny 911 eða Supernanny eða bara báðar....

Góða kvöldið..
Vá hvað við þurfum á Nanny 911 eða Supernanny að halda á þessu heimili, hefði bara aldrei TRÚAÐ þessu en þetta er orðið NAUÐSYN já fyrir hann Kriss okkar númer1,2, og 3... Auðvita mætti líka redda honum Oliver en þetta er samt mest hann Kriss sem þarf á heraganum að halda...
Dagurinn byrjaði alveg ágætlega Kriss vaknaði fyrstu og fóru þeir feðgar í bakaríið meðan við Oliver fengum að sofa áfram. Svo var borðað og ekkert mál við matarborðið, Oliver fékk að vísu að sofa lengur. Svo fékk Kriss að fara í GARÐINN að leika sér og jú jú svo ákvað Ma að skella sér í búðina og fer í garðinn að leita af Kriss æltaði sko að bjóða honum með í bíltúr, en hva það var engin Kriss í garðinum svo sú Gamla fær taugaveiklunarkast og byrjar að ARBA á hann þá heyrðist neðan úr bílskúrnum " ég er hér, hérna niðri" og jú þessi Gamla kíkir niður og sér bara að Kriss er allur svartur í framan svo hún gargar á karlinn að sækja Kriss niður og vitir menn, börn og konur okkar Stubbur náði sér í málingu og fór að mála módelið hans Olivers, æji honum fannst bílinn ekkert flottur blár svo hann málaði hann svartan, rauðan og hvítan.. Skyldi svo ekkert í því af hverju hann var skammaður fyrir þetta, hann var bara að LAGA BÍLINN halló er ekki í lagi með ykkur... Mamma setti svo strákinn í sturtu og náði að þrífa mestu málinguna af stráknum, að vísu þurfti að tannbursta hann líka þar sem hann hafði líka sett málingu í munni... Vá þetta var sko ekkert smá mikið og dagurinn rétt að byrja...
Karlarnir ákváðu svo að fara saman út að kíkja á hjólið hans Olivers og mótorhjólið hans Pabba (vá það þurfti mikið að skamma þá þar sem hann Kriss réð bara ekki við sig).. Eftir þetta var farið að setja sundlaugina upp í garðinn og vá ekki tók við minna vesen þá, nei hann Kriss var ekki bara "Emil í Kattholti í dag" heldur líka margt annað, meðal annars með horn og hala.. Hann reyndi að henda símanum hennar mömmu í sundlaugina, henda fjarstýringunni og svona mætti lengi telja... En hann toppaði nú allt meðan Oliver sló blettinn (Ma og Pa voru að fylgjast stolt með honum) þá fór okkar maður úr öllum fötunum og setti bakpoka á bakið og ofan í ískalda sundlaugina. Já ég gat nú ekki annað en hlegið en hann mátti sko alls ekki sjá það þar sem pabbi var búinn að segja svona milljón sinnum við hann að hann mætti ekki fara nálægt sundlauginni... En Kriss hætti ekki hélt endalaust áfram... Alveg ótrúlegur, enda var sá Gamli orðinn VEL UPPGEFINN....
Á endanum varð sá Gamli (hann sér einmitt um heragan) að fara bara upp með Kriss að sofa ELDSNEMMA.. Og var Kriss hundfúll og alls ekki sáttur við það!!!!
Bjarni sagði á endanum "ef Kristofer væri unglingur þá væri ég búinn að gera drugtest á honum" honum leist ekkert á þetta nýja breytta barn sem var hér á heimilinu... En Kriss er búinn að vera algjör "Emil í Kattholti" í nokkra daga núna... Vonum nú að Emil fari að skila sér aftur í Kattholt, nennum ekki og orkum ekki að hafa hann lengur hérna í Lúxlandi...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Kriss "óþekki", Oliver og Gamla uppgefna settið..

föstudagur, maí 05, 2006

Oliver Stærðfræði SNILLINGUR....

Oh mæ god hvað ég á duglegan STRÁK, hann Oliver er náttúrulega bara SNILLINGUR eins og Mamma sín, vá nema hvað!!!! Okkar maður fékk 58 stig af 60 mögulegum á stærðfræðiprófinu (sem gera 9,7 á íslenskum mælikvarða)... Vá hvað við erum STOLT og MONTINN eins og svo oft áður af honum Oliver okkar... Að vísu var hann frekar fúll hefði viljað fá 59 (málið er að hann reiknað dæmi alveg rétt eða já útkoman var rétt, 2*35 og Oliver skrifaði 2*20 og svo 2*15 og fékk 70 sem var rétt svar en NEI hann fékk vitlaust fyrir þetta þar sem hann átti að gera fyrst 2*30 og svo 2*5 til að fá rétt fyrir dæmið, frekar fúllt en svona er þetta bara hérna og þá er bara að sætta sig við það ekki satt???)... En hann og Sofie sem er alltaf hæst í bekknum fengum bæði 58 sem sagt hæst.. Bara flott og hvernig getur maður verið annað en STOLTUR, ég bara spyr????
En dagurinn byrjaði sem sagt bara vel, Oliver var ekki jafn fljótur á fætur í morgun og hina dagana en hann sá gjörsamlega um sig sjálfur og Ma þurfti ekkert að pípa í honum.. Kriss var aðeins lengur á fætur en við náðum samt á tíma á alla staði..
Í hádeginu sóttum við Kriss fyrst sem var frekar svona þvalur eftir útiveruna enda sjóðheitt úti (samt ekki sól eða þannig sem sagt aftur svona hitamystur yfir öllu og ekkert sólbaðsveður). Fórum svo smá á rúntinn þangað til við sóttum Oliver okkar.. Oliver var sóttur og við fórum heim í hádegismat. Eftir hádegishléið skutluðum við Oliver í skólan en restin af familíunni fór til Germany að versla í matinn... Og í Germany var hvorki meira né minna en 35°C á mælinu frekar mikið þar sem sólin var ekki að sýna sig, t.d. alveg STEIK inn í bílnum. Við lifðum þetta samt vel af, nema hvað!!! Drifum okkur svo heim að vísu kom Oliver á undan okkur heim og hringdi til að láta vita hvað hann hefði fengið í stærðfræðiprófinu og hvort hann mætti opna FIFA pakka (svona límmiðar sem er verið að safna í bók) sem hann ætti að fá í verðlaun fyrir prófið og jú jú auðvita mátti hann það... Oliver græddi samt mikið, mamma gerði sem sagt fyrst samning við Oliver sem hljóðaði upp á 6 pakka ef hann fengi á bilinu 55-60 í stærðfræðiprófinu en jú jú Pabbi hans kom og bætti um betur sagði að Oliver myndi fá eitt kort fyrir hvert stig sem hann fengi á prófinu (sem sagt 58 myndir) ekkert smá sem okkar maður græddi og vá hvað hann var GLAÐUR með verðlauninn enda vel að þeim kominn stóð sig svo vel...
Svo mættum við restin af familíunni heim og þá var bara farið í róleg heit og CHILL.. Vá má sko ekki gleyma því að Amma Sæta sendi strákunum PAKKA sem kom í póstinum í dag og ekki leiddist þeim það voru svaka ánægðir með innihaldið (en Amma sæta keypti handa þeim föt og DVD í útlandinu um daginn og sendi þeim það bara í pósti)... TAKK FYRIR OKKUR AMMA SÆTA...
Svo tók við Takewondo æfing hjá Oliver en Kriss "Emil í Kattholti" var svo óþekkur að hann þurfti að fara eldsnemma í bælið þar sem hann var svo óþekkur... Ekki gaman en svona er nú bara lífið ekki satt?????????
Þetta er sem sagt bara búinn að vera FRÁBÆR Föstudagur hjá okkur og þá aðallega Oliver Stóra FLOTTA DUGLEGA....
Segjum þetta gott af MONTI í bili...
Kv. Snillingurinn, Emil í Kattholti og Monthanarnir...

Sól sól skín á mig!!!!

Hellú,
Þá er enn einn HITADAGUR búinn hjá okkur og já hann var sko heitur í dag. Svipað svona og í gær hitamystur svona yfir öllu en samt bara GOTT, vá hvað SÓLIN er æðisleg...
Dagurinn í dag byrjaði vel Oliver okkar var kominn fram úr og byrjaður að fá sér morgunmat þegar mamma kom niður, ekkert smá duglegur þessi strákur. Eftir mömmu fóru svo karlarnir á fætur bara huggulegt allir vaknaðir eldsnemma.. Pabbi keyrði svo Oliver í skólan meðan Ma og Kriss voru heima í leti. Þegar karlinn kom svo heim fórum við saman upp í morgunmat og spá í hvað við ættum að gera.. Drifum okkur svo í bíltúr, erum nefnilega að undirbúa komu sundlaugarnirnar, en nú á allt að fara að gerast í þeim málum á næstu dögum..Vorum svo bara á rúntinum þangað til Oliver var sóttur, þá drifum við okkur í Mallið í klippingu með Pabba og Oliver, trúið mér Kriss vildi líka fara í klippingu en NEI mamma tímir ekki að láta klippa hann strax.
Fórum svo heim í afslöppun, eða já Oliver fór í það að læra undir próf enda stærðfræðipróf hjá honum á morgun, leyfðum honum bara að læra lítið enda veðrið svo gott að það er bara ekki hægt að pína börn i svona veðri. Meðan Oliver lærði ákvað karlinn að Grilla enda allir að KAFNA ÚR HUNGRI... Svo var borðað snemma...
Eftir matinn fóru þeir feðgar að þrífa bílinn og jú strákarnir að leika sér svona inn á milli í garðinum bara huggulegt.. Svo ákvað sú Gamla að þetta gengi ekki lengur nú yrðum við að fara í smá göngutúr enda fannst henni búið að kólna mikið (vá hún kíkti ekki á hitamælirinn) fórum svo í langan göngutúr og sem betur fer var Oliver að kafna úr þorsta áður en við fórum út svo Ma tók vatn með í gönguna en það dugði nú skammt, á endanum ákváðu Pabbi og Kriss að fara bara heim (tóku aðra leið en við Oliver) en þeir voru sko bara að KAFNA úr þorsta og gátu ekki meir, við Oliver ákváðum hins vegar að labba lengra.. En þegar heim var komið var sko mikið þambað (af öllum, bara vatn takk fyrir)...
Við tóku svo bara róleg heit enda komið kvöld og farið að styttast í svefntíman hjá Oliver.. Fljótlega fór svo sú Gamla og las fyrir Kriss sem gjörsamlega leið bara út af, veit ekki hvort það var bara af þreytu eða þreytu og hita... Oliver fékk hins vegar að vaka lengur með Gamla settinu...
Núna eru þeir bræður báðir lengst inn í Draumalandinu sem er nú bara gott...
Segjum þetta því bara gott í bili
Kv. Við sem erum ENN með GÓÐA VEÐRIÐ

fimmtudagur, maí 04, 2006

Miðvikudagur, LANGUR HEITUR dagur

Vá hvað var heitt í dag, þetta var sko einum of mikið af því góða þegar Kriss var sóttur klukkan 16 var 28°C á mælinum í bílnum hjá okkur og klukkan rúmlega 22 var 20°C enn á svölunum hjá okkur....
Dagurinn byrjaði sko bara ljómandi vel hann Oliver okkar er orðinn svo duglegur vaknaði alveg sjálfur við sína vekjaraklukku og dreif sig bara á fætur (greinilega auðveldara að vakna á sumrin, ha) og reddaði sér alveg sjálfur, því þegar mamma kom niður var okkar maður bara í róleg heitunum að borða sinn morgunmat.. Næst á dagskrá var svo að Pabbi átti að vekja Kriss sem gekk ekki eins vel, NEI okkar maður nennti bara ekki á fætur vildi fá að sofa lengur... En þetta gekk allt upp á endanum og þegar allir voru ready keyrði pabbi strákana sína í skólan.
Ma mætti svo í hádeginu að sækja Kriss og sem betur fer setti hún hann bara í stuttbuxum og hettupeysu í skólan þar sem hann greyjið var alveg þvalur þegar hann var sóttur, en þau voru bara látinn úti að leika í öllum þeim fötum sem þau voru með, sum voru í síðbuxum og jökkum alltof mikið enda öll þvöl og sveitt... Svo mamma reif hann úr hettupeysunni og við keyrðum heim með niðurskrúfaðar rúður til að kæla Kriss greyjið... Fórum smá heim og Kriss út í garð að leika, ákváðum svo að labba og sækja Oliver en Kriss fannst sko alltof heitt en lét sig hafa það..
Fórum svo saman heim í hádeginu og fengum okkur að borða og settumst svo á svalirnar (vá hvað var heitt, ekki beint svona mikil sól að skína en ÞYKKT HITAMYSTUR yfir öllu)..
Ma ákvað svo að keyra strákana sína í skólan eftir hádegi enda var hún vissum það að það yrði bara of mikið fyrir Kriss að labba í svona miklum hita í skólan aftur.
Strákarnir voru svo sóttir strax eftir skóla og vitir menn hann Oliver okkar þurfti lítið að læra heima þar sem hann hafði verið svo duglegur í skólanum, náði sem sagt að vinna nánast alla heimavinnuna sína þar, duglegur strákur!!!!! Við Kriss lögðum okkur hins vegar í smá stund út á svölum (ekki beint hægt að kalla þetta sólbað).
Oliver var svo keyrður á Takewondo æfingu um kvöldið, pabbi og Kriss fóru svo saman og sóttu Oliver þegar æfingin var búinn...
Fljótlega eftir það tók bara við bælið hjá strákunum okkar enda komið kvöld þó svo enn væri SVAKA HEITT úti.
Þetta var bara þessi fínasti miðvikudagur hjá okkur...
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Lúxararnir með ALLAN HITAN

miðvikudagur, maí 03, 2006

Í sól og sumaryl ég samdi þetta lag...

Fuglarnir sungu já þeir voru sko syngjandi í morgun þegar við vöknuðum... Vá það var ekkert smá auðvelt að vakna í dag eftir langa helgi, SÓLIN SKEIN og það var bara svo sumarlegt að fara fram úr og á fætur að þetta var ekkert mál...
Það fóru allir snemma á fætur þó svo það væri nú bara skóli hjá honum Oliver okkar.. Pabbi skutlaði honum í skólan meðan Ma og Kriss voru heima í LETI.. Fórum nú á endanum í föt og út, enda ekki hægt að liggja inni (þó svo hitastigið hafa ekki verið hátt í morgun þá var bara svona sumar ylur í lofti yndislegt alveg) fórum smá rúnt og svo heim. Ákváðum svo að labba og sækja Oliver og fannst mömmu þá vindurinn svona helst til kaldur. Samt er sko alveg bannað að kvarta. Drifum okkur heim og þá átti Oliver ekkert að læra ótrúlegt enda var Ma alveg hissa. Ákváðum þá að gera kvöldmatinn bara ready það vera nefnilega Ömmukjúlli svo sagði Ma hvernig væri að opna út á svalir er ekki að hitna úti og jú jú það var komin þessi líka fína BONGÓBLÍÐA úti, svo strákarnir fóru út í garð og Ma á svalirnar.. Þeir voru svaka góður að leika sér í garðinum svo Ma lét þá fá nesti svo Oliver sagðist ætla að leggja á borð fyrir þá á veitingastaðnum (en Kriss finnst sem sagt húsgögnin sem við erum með í garðinum mynna sig á
veitingastað).. Svo voru þeir bara úti og inni að leika sér og dunda til skiptist bara huggulegt.
Fórum svo í smá bíltúr og komum heim klukkan 18 og þá var 24°C á mælinum í bílnum okkar svo já það var greinilega heitt hjá okkur í dag...
Fórum heim og beint í kvöldmat og svo var það bara afslöppun, Ma fór snemma með Kriss í bælið og hann var með einhvern mótþróa sagðist ekki vera ÞREYTTUR en ég var varla byrjuð að lesa söguna þegar hann sofnaði.. Er kominn langt inn í draumalandið núna, Oliver er á leiðinni upp í rúm fékk að vaka lengur í dag þar sem þeir fegðar voru að horfa saman á einhvern bílaþátt...
Best að gleyma því ekk að hann Emil í Kattholti er enn á okkar heimili vona nú að hann fari að drífa sig heim, skil vel að pabbi hans hafi öskrað svona oft og hátt á eftir honum Emil Strák___.
Svoleiðis er það nú bara...
Segjum þetta gott í bili úr sumarylinum...
Kv. Emil og Co.

mánudagur, maí 01, 2006

Verkalýðsdagurinn 1. Maí

Góða kvöldið,
Já þá er þessi langa helgi senn á enda, við búin að hafa það notalegt og letilegt í allan dag, bara huggulegt.
Það var sko farið óvenju seint á fætur í dag, já allir fóru seint á fætur að vísu vaknaði Kriss alltof snemma þar sem hann fór alltof seint að sofa í gær svo Ma bauð honum í sína holu og þar sofnaði hann strax aftur bara huggulegt. Fórum svo á endanum á fætur, þeir bræður voru samt ekkert að nenna að klæða sig strax, vildu bara hafa það kósý fram yfir hádegi sem var sko bara í góðu lagi, við vorum bara í róleg heitunum að spila og svona. Svo var ákveðið að fara út í göngutúr í rigningunni og tóku þeir bara með sér regnhlíf ekki mikið mál. Fórum langan góðan göngutúr vorum bara á peysunni enda fínt veður þó svo það væri rigning. Stoppuðum svo á bensínstöðinni og þar voru þeir svo heppnir að afgreiðslukonan gaf þeim sleikjó og ekki þótti þeim það leiðinlegt að hafa smá nesti á göngutúrnum. Fórum svo bara heim í enn meiri róleg heit, Oliver fór upp í herbergi til sín í PS2 meðan Kriss var að gera eitthvað af sér, svei mér þá ef hann Emil í Kattholti er bara ekki kominn til að vera (vona svo sannarlega að hann fari bara að drífa sig í Kattholt aftur)... Svo ákvað Ma að þau myndu bara setjast niður og horfa á smá bíó og vitir menn þá sofnaði strákurinn bara með það sama og þar sem klukkan var bara rúmlega 17 þá reyndi ég hvað ég gat að vekja hann en ekkert gekk, ákvað svo að labba bara með hann upp í rúm 18:30 og hvað gerðist þá, jú hann VAKNAÐI sem ég var sko bara ekki sátt við, reyndi eins og ég gat að koma honum niður aftur en NEI TAKK nú var hann bara ekkert þreyttur lengur bara svangur, þyrstur og nefndu það!!!! Svo jú hann fékk að fara aftur niður og fyrir vikið er hann ekki vitund þreyttur núna þegar klukkan er 20:30 (en hann á sko að vera löngu sofnaður, en sem betur fer er ekki skóli hjá honum á morgun svo þetta reddast fyrir horn)...
Nú sitja þeir feðgar að horfa saman á TV (einhvern bílaþátt spennandi ha,) svo er það bælið fyrir þá bræður aftur fljótlega, Oliver þarf að fara í skólan á morgun og Kriss verður að fara að sofa svo hann verði ekki GUDDA GEÐGÓÐA á morgun...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Emil og hinir í Kattholti

ÖLL HELGIN...

Góða kvöldið,
Þá er þessi helgi nú að klárast að vísu eigum við mánudaginn til góða þar sem hér er líka frí 1.maí.
FÖSTUDAGUR
Var bara rólegur skóli hjá öllum fyrir hádegi, svo labbaði Ma og sótti Kriss og svo fórum við saman á bílnum að sækja Oliver kíktum svo í Mallið í hádeginu.. Svo var Oliver skutlað aftur beint í skólan en við Kriss fórum til Germaníu að versla inn fyrir helgina. Þegar við Kriss komum heim þá var Oliver ákkúrat að koma heim líka (passaði ákkúrat). Svo voru það bara róleg heit og lærdómur hjá okkur. Um kvöldið var það Takewondo æfing hjá Oliver (sem hann vildi bara fara einn á, ekki neinn að horfa) og var hann svo alveg í skýjunum eftir æfinguna sagði hvað hann hefði gert og hvað hann hefði verið duglegur að taka þátt og vera með í leiknum (já MEDALÍAN greinilega að skila sínu).. Við horfðum svo saman á American Idol og eina bíómynd svo var það bara bælið hjá okkur öllum...
LAUGARDAGUR
Kriss vaknaði snemma og í stuði enda NAMMIDAGUR og hvaða barn elskar ekki NAMMIDAG. Pabbi fór með Kriss á fætur og gaf honum morgunmat, ákváðu þeir feðgar svo að skella sér á róló en komu fljótt heim þar sem þeim þótti svo KALLT úti... Kriss og Ma skutluðu svo Pabba til Óla Disk (þar sem hann er að hjálpa honum að vinna í húsinu sínu). Fórum svo heim að chilla með Oliver. Fórum svo út þar sem Oliver var að fara aftur á Takewondo æfingu, Oliver bauð okkur Kriss að koma rétt áður en æfingin væri búinn að horfa á. Við Kriss fórum því bara á rúntinn og vildi okkar maður kíkja í Dótabúðina sem við náttúrulega gerðum.. Drifum okkur svo til að kíkja á Oliver en vitir menn það var engin á æfingu svo Ma fékk alveg sjokk en þá kom önnur Mamma og sagði að þau hefðu farið út. Já ja það var farið út í skóg á æfingunni og þau látin púla þar, þurftu meðal annars að gera armbeygjur á hnúunum út á gangstétt, þetta var sem sagt alvöru PÚL ÆFING sem þau höfðu bara gott af. Eftir æfinguna fórum við heim að chilla, pöntuðu þeir bræður svo Spaghetti í kvöldmatinn (veit sko ekki hvor þeirra er duglegri að borða það). Svo var það bara afslöppun um kvöldið og snemma í bælið fyrir Kriss.
SUNNUDAGUR.
Í dag já var farið frekar seint á fætur enda allir latir, og rigning úti sem okkur leist ALLS EKKERT á. Ákváðum svo að drífa okkur á fætur og fara í bíltúr (ekki nenntum við í göngutúr í úrhellinu sem var úti). Fórum í langan fínan bíltúr til Belgíu og kíktum á lífið þar. Ekki beint mikið að gerast enda sunnudagur og þá er sko allt LOKAÐ (nei þetta er ekki eins og á Íslandi). Fórum svo heim og þá fóru feðgarnir í PS2 keppni (veit ekki hvor var æstari og tapsárari) meðan Ma bakaði og bakaði, já það var beðið um súkkulaðibita kökur aftur, hrískökur, kanilsnúða og svo ákvað sú Gamla að æfa sig aftur á kleinunum.. Karlpeningum leist hins vegar ekkert á hvað þetta tók langan tíma hjá Kellu svo Pabbi tók það að sér að steikja kleinurnar og þær eru bara mun betri núna en síðast. Þegar allt var svo ready fóru þeir feðgar allir með smá á bakka handa stelpunum við hliðin á (en þær eru alltaf að gefa strákunum eitthvað). Þau voru svaka ánægð að fá sitt lítið af hvoru nýbökuðu.
Svo var smá leti og kvöldmatur, og oh mæ god á ég að fara út í þá sálma, það var allta á aftur fótunum og við fengum sko að finna fyrir því að hjá okkur býr Emil í Kattholti. Það var ekki eitt sem hann Kriss okkar gerði af sér heldur endalaust mikið, getum tekið dæmi hann sturtaði heilli tómatsósuflösku á diskinn hjá sér meðan Ma og Pa voru að þrífa upp það sem mamma sullaði niður svo var komin tómatsósa út um allt og pulsur út um allt, næst voru það vínberin sem fóru af stað og svona væri endalaust hægt að halda áfram.. Þegar þolinmæðin var svo á þrotum ákvað Ma að skella Kriss bara í bað svo við hin gætum fengið smá frið við matarborðið...
Eftir matinn átti Kriss svo að fara að sofa en það gekk ekki beint vel, héldum að hann væri sofnaður en NEI okkar maður kom niður í bananastuði. Og er ENN vakandi alltof seint, eins gott að hann sofi út á morgun.
Svo já það mætti segja að helgin sem búin að vera alveg ágætt hjá okkur.. Okkur leiðist alla vegana ekki og það er sko fyrir mestu.
Ætla að fara að horfa á bíó með körlunum mínum..
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Emil í Kattholti og family.