Góða kvöldið,
Þá er þessi helgi nú að klárast að vísu eigum við mánudaginn til góða þar sem hér er líka frí 1.maí.
FÖSTUDAGUR
Var bara rólegur skóli hjá öllum fyrir hádegi, svo labbaði Ma og sótti Kriss og svo fórum við saman á bílnum að sækja Oliver kíktum svo í Mallið í hádeginu.. Svo var Oliver skutlað aftur beint í skólan en við Kriss fórum til Germaníu að versla inn fyrir helgina. Þegar við Kriss komum heim þá var Oliver ákkúrat að koma heim líka (passaði ákkúrat). Svo voru það bara róleg heit og lærdómur hjá okkur. Um kvöldið var það Takewondo æfing hjá Oliver (sem hann vildi bara fara einn á, ekki neinn að horfa) og var hann svo alveg í skýjunum eftir æfinguna sagði hvað hann hefði gert og hvað hann hefði verið duglegur að taka þátt og vera með í leiknum (já MEDALÍAN greinilega að skila sínu).. Við horfðum svo saman á American Idol og eina bíómynd svo var það bara bælið hjá okkur öllum...
LAUGARDAGUR
Kriss vaknaði snemma og í stuði enda NAMMIDAGUR og hvaða barn elskar ekki NAMMIDAG. Pabbi fór með Kriss á fætur og gaf honum morgunmat, ákváðu þeir feðgar svo að skella sér á róló en komu fljótt heim þar sem þeim þótti svo KALLT úti... Kriss og Ma skutluðu svo Pabba til Óla Disk (þar sem hann er að hjálpa honum að vinna í húsinu sínu). Fórum svo heim að chilla með Oliver. Fórum svo út þar sem Oliver var að fara aftur á Takewondo æfingu, Oliver bauð okkur Kriss að koma rétt áður en æfingin væri búinn að horfa á. Við Kriss fórum því bara á rúntinn og vildi okkar maður kíkja í Dótabúðina sem við náttúrulega gerðum.. Drifum okkur svo til að kíkja á Oliver en vitir menn það var engin á æfingu svo Ma fékk alveg sjokk en þá kom önnur Mamma og sagði að þau hefðu farið út. Já ja það var farið út í skóg á æfingunni og þau látin púla þar, þurftu meðal annars að gera armbeygjur á hnúunum út á gangstétt, þetta var sem sagt alvöru PÚL ÆFING sem þau höfðu bara gott af. Eftir æfinguna fórum við heim að chilla, pöntuðu þeir bræður svo Spaghetti í kvöldmatinn (veit sko ekki hvor þeirra er duglegri að borða það). Svo var það bara afslöppun um kvöldið og snemma í bælið fyrir Kriss.
SUNNUDAGUR.
Í dag já var farið frekar seint á fætur enda allir latir, og rigning úti sem okkur leist ALLS EKKERT á. Ákváðum svo að drífa okkur á fætur og fara í bíltúr (ekki nenntum við í göngutúr í úrhellinu sem var úti). Fórum í langan fínan bíltúr til Belgíu og kíktum á lífið þar. Ekki beint mikið að gerast enda sunnudagur og þá er sko allt LOKAÐ (nei þetta er ekki eins og á Íslandi). Fórum svo heim og þá fóru feðgarnir í PS2 keppni (veit ekki hvor var æstari og tapsárari) meðan Ma bakaði og bakaði, já það var beðið um súkkulaðibita kökur aftur, hrískökur, kanilsnúða og svo ákvað sú Gamla að æfa sig aftur á kleinunum.. Karlpeningum leist hins vegar ekkert á hvað þetta tók langan tíma hjá Kellu svo Pabbi tók það að sér að steikja kleinurnar og þær eru bara mun betri núna en síðast. Þegar allt var svo ready fóru þeir feðgar allir með smá á bakka handa stelpunum við hliðin á (en þær eru alltaf að gefa strákunum eitthvað). Þau voru svaka ánægð að fá sitt lítið af hvoru nýbökuðu.
Svo var smá leti og kvöldmatur, og oh mæ god á ég að fara út í þá sálma, það var allta á aftur fótunum og við fengum sko að finna fyrir því að hjá okkur býr Emil í Kattholti. Það var ekki eitt sem hann Kriss okkar gerði af sér heldur endalaust mikið, getum tekið dæmi hann sturtaði heilli tómatsósuflösku á diskinn hjá sér meðan Ma og Pa voru að þrífa upp það sem mamma sullaði niður svo var komin tómatsósa út um allt og pulsur út um allt, næst voru það vínberin sem fóru af stað og svona væri endalaust hægt að halda áfram.. Þegar þolinmæðin var svo á þrotum ákvað Ma að skella Kriss bara í bað svo við hin gætum fengið smá frið við matarborðið...
Eftir matinn átti Kriss svo að fara að sofa en það gekk ekki beint vel, héldum að hann væri sofnaður en NEI okkar maður kom niður í bananastuði. Og er ENN vakandi alltof seint, eins gott að hann sofi út á morgun.
Svo já það mætti segja að helgin sem búin að vera alveg ágætt hjá okkur.. Okkur leiðist alla vegana ekki og það er sko fyrir mestu.
Ætla að fara að horfa á bíó með körlunum mínum..
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Emil í Kattholti og family.