þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Vú hú LOKSINS þriðjudagur

Vá hvað hann Kriss okkar var glaður í morgun, þegar hann fattaði að í dag er þriðjudagur!!! En það er sem sagt fótboltaæfing hjá okkur Manni bara gaman. Hann sagði einmitt mjög spekingslegur í morgun "Oliver ég er sko ROSALEG þreyttur alltaf eftir fótbolta æfingar". Honum finnst þetta mjög mikilvægt að fara á æfingu og talar út í eitt um það, bara gaman að því.
Annars er mikið að gera framundan, við erum að tala um að við Oliver ætlum að sjá Ladda á fimmtudagskvöldið og hlakkar geggjað mikið til, svo ætlum við stórfjölskyldan að skella okkur öll saman á Gosa á sunnudaginn, vá hvað það verður nú gaman.
Svo kemur gámurinn eftir næstu helgi, já bara allt að gerast skal ég segja þér.. Nú er því ákveðið að það verður bakað um helgina og tekið almennilega til um helgina.... Gert allt ready fyrir gáminn, vá hvað verður gaman hjá okkur og þá verður sko líka orðið ALMENNILEGA JÓLALEGT hjá okkur fyrir miðjan des... Oliver vill helst fá að skreyta jólatréð um leið og gámurinn kemur en ég er að reyna að fá hann til að samþykkja að geyma þetta aðeins. Sjáum til ég sagði við hann að hann mætti skreyta það þegar hann væri kominn í jólafrí sem er 20.des og hann er svona að sætast á það. Spurði í gær hvenær ætlum við eiginlega að pakka inn öllum jólapökkunum, við erum alveg pollróleg hvað þetta varðar en pökkum inn einhverjum pökkum fyrr sem verða ekki á okkar heimili.
En við skoðum þetta allt saman!!! Eins ætlar Unglingurinn að fá eflaust Kristínu frænku með sér í bæinn og kaupa jólagjöf handa Mammsý Pammsý. En hann er með ákveðnar hugmyndir af gjöf handa mér, gaman að sjá hvað það verður!!!
En segjum þetta gott í bili.
Over and out.

mánudagur, nóvember 26, 2007

Doktor Saxi

Well well well
Þá erum við búin í heimsókn hjá honum Einar Ólafs. já við erum svo að segja í áskrift hjá honum, förum reglulega með hann Oliver okkar til hans. Einar Ólafs er sem sagt eyrnalæknirinn okkar og fengum við ekki góðar FRÉTTIR. Erum að tala um að hann sem sagt er kominn með mjög mikið af vökva í vinstra eyrað og hefur það versnað mjög mikið síðan við vorum hjá honum síðast. En hann lifir í voninni að þetta muni koma til með að lagast, bað Oliver aftur um að gera reglulega eyrnaæfinguna sína og sjá hvort það myndi eitthvað hjálpa, ef þær hjálpa ekki þá þarf hann Oliver okkar að fara aftur í rör. Erum að tala um að drengurinn er 9 ára og telur Einar að hann hafi fengið eyrnabólgu nýlega erum að tala um að hann fann ekki einu sinni fyrir því er það síðan eðlilegt??? NEI það er ekki eðlilegt!!!!!!!
En Einari leist ekkert á hvernig ástandið á Oliver er orðið eina ferðina enn. Alveg merkilegt, held að við verðum áfram með áskrift af tímum reglulega hjá Einari, það er sem sagt reglulegt eftirlit fyrir Unglinginn. Svo sá ég að hann var kominn með nokkur ofnæmisútbrot aftur og er mér alveg hætt að lítast á blikuna, hvernig er hægt að vera svona mikill vandamálapakki. Ég bara spyr????
Þetta er alla vegana ekki að eldast af honum svo mikið er víst. Sagði við Einar þegar við vorum að fara getum við ekki bara sett okkur í áskrift þangað til Oliver er orðinn 40 ára. Annars hafði hann nú orð á því karlinn hvað Oliver hefði stækkað svakalega mikið síðan síðast. Við erum að tala um að hann Einar þekkir okkur bara eins og vini sína, er það síðan eðlilegt????
En við erum alla vegana rosalega ánægð með hann Einar Ólafs og erum alltaf sátt þegar við löbbum út frá honum, sem skiptir sko miklu máli.
Segjum þetta bara gott í bili.
Over and out.

Óskalist Olivers og Kristofers fyrir Jólin

Oliver Unglingur
  • Bækur (búin að sýna mér nokkrar í bókatíðindum)
  • Playstation 3
  • Wii (leikjatalva)
  • Legó (á yfirdrifið nóg af því+ fær nokkra svoleiðis pakka um jólin)
  • Tekinn á DVD
  • Næturvaktin á DVD
  • Boxpúði og Boxhanskar (ekki mjög vinsælt af minni hálfu)

Kristofer
  • Myndavél bæði litla og stóra
  • Fótbolta (svartan, rauðan og hvítan með stjörnum á, sá hann í Jóa Útherja)
  • Fótboltagalla (svartan með hvítum stjörnum á að vera í stíl við fótboltan)
  • Fótboltasokka í stíl við dressið
  • Legghlífar (fyrir fótbolta)
  • Legó (fær samt frekar mikið af því þessi jólin værum við ég til í eitthvað annað)

Hann Kriss okkar er með mjög ákveðnar skoðanir vill engan annan íþróttabúning en þennan svarta og heldur engan annan fótbolta en þennan svarta. Reyndi hvað ég gat að plata hann í gær að samþykkja tildæmis Blikagallan en svarið var stutt og einfalt NEI ég vill þennan SVARTA.

Annað setti ekki inn það sem ég veit að þeir fá (nema Legóið hjá Kriss þar sem það er hægt að kaupa milljón tegundir af Legókössum). Þannig það sé ekki verið að fá margar gjafir sem þarf að skipta. Set svo meira inn ef það er eitthvað meira sem poppar upp hjá þeim.

Kv. Berglind

Helgin

Hellú,
Ef það eru einhverjir í vandræðum með þá bakkabræður fyrir jólin þá fórum við í það að skrifa niður óskalista.
Annars var helgin frekar róleg, á föstudaginn voru strákarnir heima í pössun hjá Ömmu meðan sú gamla skrapp aðeins út. Á laugardaginn vöknuðum við snemma, drifum okkur á fætur og út í jólaföndur en það var föndurdagur í skólanum hjá Kriss. Eftir föndrið drifum við okkur í bæinn versluðum eins og eina jólagjöf og kíktum svo í heimsókn til Löngu og Langa. Síðan drifum við okkur í bæinn til að kaupa greni á svalirnar en við vorum sem sagt búin að kaupa okkur RISA jólaseríu á svalirnar (eiginlega alltof langa). Fórum svo heim í róleg heitin. Horfðum saman á bíó og Oliver duglegi lærði alveg FULLT af heimanáminu en núna er hann ekki lengur alla daga í heimanámi (út af sundinu) svo hann skyldi bara eftir það sem á að gera fyrir einn dag. Svaka últra duglegur.
Sunnudagurinn var enn og aftur farið snemma á fætur, amma kom í heimsókn og fengum við hana til að vefja greninu á svalirnar svo var útiserían svo heavy löng að það þurfti að vefja henni mörgum sinnum fram og tilbaka (mér datt nú bara Christmas Vaccation í hug). Eftir skrautið kíktum við í afmæli til Palla Vigga en hann er 30 ára í dag karlinn. Fengum rosa gott að borða þar. Fórum svo heim í óveðrinu og tókum því rólega, tókum til í öllu húsinu og böðuðum Stubb.
Við Oliver höfðum það svo notalegt yfir Næturvaktinni.
Svo ætlum við að fara í það að bíða eftir gámnum sem vonandi kemur í vikunni, byrja að baka fyrir jólin og alls konar skemmtilegt. hahahahah.
Ætla að henda hérna fyrir ofan óskalistanum.
Segjum þetta gott af helginni.
Berglind and the boys.

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Allt að gerast allt að gerast....

Vú hú hvað er mikið að gerast hjá okkur þessa dagana.
Nú erum við orðin tæknivædd eins og aðrir komin með ADSL sjónvarp, allt annað líf alla vegana fyrir þá bakkabræður"!!!
Annars er það fótboltinn sem á hug Kristofers allan þessa dagana, enda finnst honum geggjað að fara á fótboltaæfingu, talar ekki um annað og bíður spenntur eftir næsta þriðjudegi. Sem er sko bara hið besta mál við erum að tala um að strákurinn fær að útrása sig. Oliver mættir á sínar, karate og blakæfingar, fannst samt frekar mikið að fara út í dag með 2 töskur (ein fyrir æfingar og hin fyrir sund já það er sem sagt byrjað skólasund).
Þeir eru búnir að vera á fullu eins og við hin, nú erum við spennt farin að bíða eftir gámnum, hann fer að koma, alla vegana er búið að pakka í hann og hann kominn niður á hafnarbakka. Við bíðum spennt eftir dótinu okkar, svo fórum við um daginn og keyptum okkur seríu á svalirnar. Og amma gaf okkur jólasvein á svalirnar, nú förum við bara að fara í skreytingarham. Annars er það jólaföndur á laugardaginn í leikskólanum hjá Kristofer og ætlum við Oliver að kíkja með honum. Á sunnudaginn held ég að það sé ekkert skipulag. Helgina eftir ætlum við að skreyta aðventukransinn og fara í leikhúsið stefnan er tekin á Gosa og Kriss hlakkar sko geggjað mikið til.
Erum annars búin að vera bara í okkar venjulegu rútínum, ætlum að fara í það að skipuleggja aðeins betur í öllum skápum hjá okkur áður en okkar dót kemur og kannski fara að skila því sem við erum búin að vera með í láni (sumt viljum við kannski bara hafa í eilífðar láni hahahahah).
Það er nóg að bíða eftir þessa dagana, það eru jólin, samræmduprófin, gámurinn, jólaföndrið, jólaundirbúningur, og bara allt sem við kemur jólunum. Við eigum bara eftir að vera busy og það er bara gaman og skemmtilegt. Okkur leiðist alla vegana ekki á meðan :-))))
Ætli við segjum þetta ekki bara gott af okkur í bili, þangað til næst.
Kv. Berglind

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Komin enn og aftur HELGI...

Vú hú það er komin helgi, og vá hvað okkur finnst það GOTT:...
Í gær föstudag var farið snemma heim úr vinnu og skóla. Komum heim þá kom Reynsi frændi með "Astrópíu spilið" með sér,við fengum það lánað og átti að spila það eftir matinn. Svo var farið í það að velja hvað ætti að vera í kvöldmatinn. Og eftir mikla umræðu var ákveðið að það yrði Pizza í kvöldmatinn.. En við komumst því miður ekki í spilið þar sem þeir bakkabræður voru frekar óþekkir við matarborðið og svo voru leikreglurnar nokkrar blaðsíður. Oliver mátti nú samt sem áður lesa leikreglurnar, en við spiluðum EKKI....
Eftir kvöldmatinn vildi Kriss endilega fá að hringja í pabba sinn,það er nú ekki oft sem hann biður um það en því miður var pabbi að vinna svo við ákváðum að Kriss myndi bara fá að vaka lengur eða þangað til pabbi væri búinn í vinnunni en því miður meikaði hann ekki að vaka endalaust. Kriss sofnaði yfir bíó í flísbuxum og flíspeysu. Oliver vakti nú aðeins lengur en samt ekki mikið lengur.
Í morgun vaknaði Kriss ELDSNEMMA og við drifum okkur á fætur. Hann fór með mammsý sætu á rúntinn svo hringdum við í Oliver og ákváðum að sækja hann, ætluðum að ákveða hvað allir strákarnir í familíunni ættu að fá í jólagjöf. Við erum með plan og það er að klára ALLAR jólagjafir fyrir Desember mánuð og gengur það bara ágætlega hjá okkur. Keyptum eina jólagjöf í morgun. Eftir búðarráp kíktum við á leiksýningu á bókasafninu, drifum okkur svo í tertupartý til Elísabetar (til lukku meðdaginn sæta mín). Eftir terturnar allar fórum við heim þar sem amma ætlaði að leyfa Kriss að sofa hjá sér í nótt og Kristín & Co. voru að koma að sækja Oliver en hann ætlaði að gista hjá þei í nótt. Núna eru því allir að heiman!!!!
Á morgun fer Kriss í afmæli til Matta og Mikka, en Oliver fer áKaratebíó. Svo það verður bara alveg nóg að gera á morgun líka.
Nú erum við bara farin að telja niður í jólin og gáminn.
Okkur hlakkar geggjað mikið til að fara að gera heimilislegt hjá okkur og líka jólalegt. Strákarnir bíða núna spenntir eftir dótinu sínu og hvenær við ætlum eiginlega að fara að baka fyrir jólin.
Segjum þetta gott í bili.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Allir í BOLTANUM

Gettu!!! Klikk!!!! Hvað heldur þú!!!!
Þetta eru vinsælustu orð hans Kristofers þessa dagana. Eitthvað sem honum finnst flott er "klikk" allt sem er rætt við hann og hann svo spurður út úr er "Gettu" eða "hvað heldur þú".... Gaman að þessu ha. Mér finnst fyndast af þessu "Klikk".
Nóg um það í dag er búið að vera nóg að gera hjá okkur öllum, Oliver átti nú frí í skólanum í dag svo hann fékk að sofa út, við Kriss fórum hins vegar aðeins fyrr á fætur en vanalega þar sem ég átti að mæta í vinnuna klukkan 08, Kriss fékk því far með KB, PVJ,JEP og TAP í leikskólann.
Oliver þegar hann vaknaði fór að læra þar sem það var frekar mikill heimalærdómur svo var hann bara á chillinu heima þangað til hann gerði sig kláran fyrir Karate æfingu, missti af strætó svo hann labbaði bara af stað á æfingu (hann duglegi ákvað að fara tímanlega af stað svo það var í lagi að hann missti af einum vagni). Oliver reddaði sér alveg sjálfur í íþróttahúsið. Ég sótti Kriss í leikskólann og ákváðum við þá að kíkja á fótboltaæfingu. Kriss var ekki lítið ánægður með það arbaði alveg upp yfir sig og dreif sig út (við erum að tala um að hann er alltaf bara á stuttubuxum og stuttermabol í leikskólanum, er hundfúll yfir því að ég sendi hann í síðbuxum og langermabol á hverjum degi í skólann, hann fer úr fötunum fljótlega eftir að hann mætir í leikskólann og er bara í íþróttabúning er að fíla Chelese búninginn best). Alla vegana var Kriss á stuttbuxum og stuttermabol í leikskólanum þegar ég sótti hann svo það var bara að drífa sig í sokka og skó og bruna niður í Fífu. Þegar við mættum þangað þá töluðum við aðeins við þjálfarann og svo var minn maður farinn að æfa sig alveg á fullu og sjálfsögðu líka skipa eitthvað fyrir (hvaðan ætli hann hafi það?). Oliver kom niður og kíkt aðeins á Kriss áður en hann byrjaði sjálfur á æfingu en við Kriss hittum Runólf fyrir utan Fífuna og hann hljóp upp og sagði Oliver "mamma þín og litli bróðir eru niðri"... Ég horfði á alla æfinguna hans Kriss og hann var sko á yði alla æfingunga svaka duglegur og skemmti sér stór vel (svo ég geri fastlega ráð fyrir því að við kíkjum á næstu æfingu líka). Eftir æfinguna hans Kriss fórum við upp, kíktum smá á Oliver meðan hann var að klára æfinguna og drifum okkur svo heim. Stoppuðum að vísu í Nettó á leiðinni heim og náðum í kvöldmat, en eftir það var það flugferð heim að borða svo Kriss gæti nú komist í rúmið á réttum tíma.
Fórum svo inn í rúm að lesa jólasveinabókina þar sem það er nú gott að vita í hvaða röð karlarnir koma sem ætla að gefa í skóinn. Kriss þarf að hafa það á hreinu svo það var jólasaga fyrir svefninn. Okkar maður var fljótur að sofna enda eflaust þreyttur eftir æfinguna.
Unglingurinn okkar fékk að horfa á Amazing Race áður en hann var sendur inn í rúm.
Nú eru þeir báðir komnir í sína drauma veröld.
Segjum þetta því gott í bili.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Takk fyrir mig, æðislegur kvöldmatur :-))))))

Well well well
Þá er helgin búinn, já við búinn að borða þennan líka fína kvöldmat.
Erum að tala um að við ákváðum að fara í dag að viðra okkur og þá ákkúrat kom amma svo við fórum með henni í bíltúr, kíktum í langnýjustu dótabúðina sem var ekkert svaka spennandi en þeim bræðrum langaði að sjá hana. Þaðan fórum við yfir í IKEA þar sem þeir bræður sáu þessar svaka fínu jólakúlur "fjólubláar" ég skal sko alveg viðurkenna að þær voru rosalega flottar. Amma bauð síðan upp á ís eftir IKEA ferðina, svo það mætti eiginlega segja að við höfum fengið eftirréttinn fyrir matinn. Eftir IKEA kíktum við í matvöruverslun til að kaupa það sósuna sem Oliver vantaði í kvöldmatinn til að gera hann fullkominn, fundum við sósuna sem betur fer. Fórum úr búðinni og beint heim þar sem við lögðumst öll saman upp í sófa og horfðum á nýju bíómyndina sem amma var að kaupa, hún keypti Santa Claus 3 við lágum eins og klessur í sófanum.
Þegar bíóið var búið fóru þeir bræður að hafa til matinn, það voru gular baunir, hrísgrjón og svo bollurnar. Þetta var alveg rosalega gott hjá þeim, Oliver sá um að útbúa bollurnar, Kriss fékk svo að hnoða með honum nokkar bollur, Kriss lagði á borðið og hjálpaði mér að kveikja á kertunum. Gerðum svona cosy og huggó, höfðum kveikt á kertum, slökktum öll ljós og sátum svo saman við matarborðið sem var bara sætt.
Eftir matinn fór Stubburinn okkar í bað, naut sín alveg í botn, arbaði reglulega á Oliver að koma inn og taka af sér mynd. Sem Oliver að sjálfsögðu gerði. Við Oliver gengum frá eftir matinn og höfðum það huggulegt. Kriss fór svo að sofa og við erum að tala um hann sofnaði rétt rúmlega 19, við Oliver erum hins vegar kominn í sófan og stellingar þar sem Næturvaktin er að fara að byrja við Oliver missum sko ekki af því svona ykkur að segja.
Varð bara að segja ykkur hvað við litla fjölskyldan áttum notalega kvöldstund og að strákarnir sáu alfarið um matinn, bara huggulegt. Það verður gaman ef sunnudagarnir í framtíðinni verða allir svona (strákarnir sjá um matinn)....
Kv. Berglind montrass.

Mamma mín er sætasta mamman í leikskólanum

Já fínt já sæll já fínt já sæll já fínt já sæll
Vá hvað maður fær alltaf flott hrós á hverjum degi. Erum að tala um að Kriss er nú oft búin að segja mér þetta (fyrisögnina) , svo ég ákvað að spyrja Oliver líka "hey er ég sætasta mamman í þínum bekk" og hvað haldið þið Oliver var nú bara sammála bróðir sínum!!! Svo þegar við vöknum þá tekur hann Kriss minn utan um mig og segir "mamma sæta ertu vöknuð" "mamma svaka er góð lykt af þér" "mamma þú ert svo sæt" "mamma ég elska þig sko langmest" "mamma þú átt mig alein". Eins vill þessi elska mín að við syngjum saman Barney lagið á kvöldin þegar ég er að svæfa hann, vona að allir kunni það lag því það er svo sætt, en við Oliver lærðum það í USA og kenndum honum Kriss okkar þetta lag. I love you, you love me.........Ég er að tala um þetta er bara svona það sem ég man í fljót bragði. En kann Kriss minn kann sko að bræða kelluna alveg upp úr skónum og gott betur en það.
En nú að allt öðru, þ.e.a.s helginni, já föstudagskvöldið komu þeir bakkabræður Jón Egill og Tómas Ari til okkar um kvöldmatarleytið í pössun. Voru svaka stilltir eða þannig allir strákarnir. Á laugardaginn þá passaði Oliver strákana smá stund meðan við Kriss fórum með flöskurnar í endurvinnsluna (náðum að týna bíllyklinum í einum flösku pokanum en fundum hann sem betur fer). Oliver hringdi svo þegar ég var á leiðinni heim lét mig vita að það væri allt að verða CRAZY heima. Svo við Kriss drifum okkur heim, gáfum stóðinu að borða aftur og ákváðum svo að fara öll saman út í göngutúr, ákváum að labba niður í Nettó þar sem strákarnir fengu að eiga flöskusjóðinni (máttu kaupa sér laugardagsnammi fyrir hann). Á leiðinni í búðina sofnaði Jón Egill og svaf hann næstum alla leiðina tilbaka meðan Tómas hélt uppi stuðinu alla leiðina þangað til allt í einu varð dauðaþögn jú jú þá var hann líka sofnaður. En Kriss hafði nú orð á því að við værum að labba út í nóttinni en klukkan var rúmlega 17 þegar við vorum á leiðinni heim og þá var orðið vel dimmt. En þegar við komum heim sturtuðu strákarnir namminu í skál og gúffuðu þessu í sig allir 4 á mettíma. Svo fóru stubbarnir heim, við elduðum kvöldmat og horfðum á fjölskyldubíó og höfðum cozykvöld. Fórum samt öll snemma að sofa. Núna erum við að spá í að skella okkur í göngutúr í Smáró og skoða í íþróttabúðinni eins og eina jólagjöf eða svo. Svo ætlar hann Oliver að elda kvöldmatinn okkar sem eiga að vera kjötbollur ala Oliver. Kriss kvartar mikið finnst hann ALDREI fá að elda KVÖLDMATINN halló hann er 5 ára, ég bauð honum upp á það að hann mætti velja eftirréttinn í staðinn og sjá um hann, verður gaman að sjá hvað verður í eftirrétt hjá okkur í kvöld (sirka 100% líkur á því að það verði NAMMI)...
Jæja segjum þetta gott í bili.
Kv. Berglind og Ormarnir

laugardagur, nóvember 10, 2007

Jú hú komin helgi :-)

Hellú,
Þá er komið HELGARFRÍ við vorum nú alveg farin að bíða eftir því öll, að vísu eigum við pottþétt ekki eftir að sofa út á morgun en það er síðan aftur allt önnur ella. En við erum með næturgesti þá Jón Egil og Tómas Ara. En það var samt fínt að fara snemma heim í dag, erum að tala um að ég lenti í umferð dauðans, og var tæpan hálftíma á leiðinni úr vinnunni og í leikskólan hjá Kriss en þar biðu Kriss, Oliver og Amma. En við drifum okkur síðan bara heim, aðeins í matvörubúðinni en síðan bara beint heim. Slöppuðum af og svo komu strákarnar í mat (en stubbarnir og unglingurinn borðuðu allir saman kvöldmat). Svo var cosy kvöld með poppi yfir Simpsons. Nú svo voru strákarnir allir sem einn settir í náttföt og fóru inn að horfa Lion King þannig að nú er ró og friður.
Annars er nú bara fínt að frétta af okkur núna, ekkert svo sem nýtt að gerast þannig. Maður bara orðinn alvöru þræll núna. Fáum fljótlega afsal af íbúðinni sem er sko bara hið besta mál, fínt að þetta sé allt frágengið sem fyrst.
Hvað við ætlum að gera um helgina er allt svona frekar óráðið, við gerum eflaust eitthvað með stóðinu á morgun, sjáum til hvað við gerum það fer svona svolítið eftir veðri skal ég segja ykkur já og kannski þolinmæði minni.
En annars ætlum við að njóta þess svona fyrst og fremst að vera bara í fríi...
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

föstudagur, nóvember 09, 2007

Við búin að skrifa undir Kaupsamning

Vá hvað er mikið að gerast hjá okkur ákkúrat núna!!!!
Í dag var skrifaðu undir kaupsamning svo við erum orðin "eigendur" af Tröllakórnum!
Dúddi minn, nú erum við orðnir ÞRÆLARSTEINSTEYPUNNAR í orðsins fyllstu. Við héldum upp á það með Kentucky í kvöldmatinn, borðuðum hjá Kristínu og Palla, þar sem Kriss, Oliver og Amma voru þar meðan ég og Palli hittum fasteignasalann.
Annars er svo sem sitt lítið af hverju búið að vera að gerast í okkar lífi undanfarna daga.
Oliver mættir alltaf í skólann enda "afburðarnemandi" eins og mamma sín. En hann fer að heiman klukkan 08 og er að koma heim rétt fyrir kvöldmat, oft fær hann nú far með mér heim, en hann kemur sér nú stundum sjálfur heim. Er náttúrulega duglegur eins og alltaf í skólanum og svo er hann bara að Unglingast þess á milli enda að verða alvöru FULLORÐINN maður, vona nú samt að hann fari ekki að flytja að heiman alveg strax, ég tími því bara ekki. Oliver er með Næturvaktina gjörsamlega á heilanum, og dó alveg úr hlátri þegar við vorum að hlusta á hringitónana á OgVodafone síðunni.
Kriss minn er bara og verður alltaf Kriss minn, það kemst engin í hálfkvist við hann og þannig verður það alltaf. Við Oliver vorum að spá því að hann yrði eflaust rithöfundur þar sem hann er alltaf að skálda eitthvað, oft alveg ótrúlegustu hluti. Hann segir að sjálfsögðu eitthvað fallegt við mig mömmu sína á hverjum einasta degi (oftast oft á hverjum degi). Hann er orðinn algjör grallari og mikil stríðnispúki (hvaðan skyldi þessi elska mín hafa það?). Skil ekkert í mér að hafa ekki valið Emil á hann. En heitast hjá honum þessari elsku minni er að vera í íþróttadressi (sem betur fer á hann 3 búninga, annars færi hann í skítugum fötum í skólann á hverjum einasta degi). Svo er hann svo heit fengur, við erum að tala um að hann er í stuttbuxum, stuttermabol og berfættur í leikskólanum allan daginn, nema rétt á meðan útiveran er. Er þetta eðlilegt við erum að tala um að mamma hans Kuldaskræfan þarf að vera kappklædd á hverjum degi.
Þeir eiga að sjálfsögðu báðir sína kosta og galla, eru stundum óþekkir við mömmu sætu en þannig eru bara börn, þurfa stundum að era óþekk.
Annars er núna bara komin tilhlökkun í okkur hvað jólin varðar og allt sem tilheyrir þeim. Bara gaman við bíðum spennt núna eftir að gámurinn kemur til landsins, núna vitum við að hann leggur af stað frá Lúx 2o.nóv og þá ætti hann að berast okkur í byrjun desember. Þannig við náum að gera svaka heimilislegt hjá okkur fyrir jólin, vá hvað það veður gaman fyrir okkur.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Oliver SNILLINGUR

Já sæll, já fínt, já sæll
Well núna var ég MONTRASSINN að koma heim af foreldrafundi í dag og þvílíka hrósið sem minn maður fékk, veit alla vegana að ég er að gera eitthvað rétt. Var kallaður AFBURÐARNEMANDI og hvað meira getur maður farið fram á??? Ég bara spyr?
Við fengum meiri segja einkuna blað með heim sem var bara flott. Okkar maður fékk 8 í lestri og stafsetningu, 7 í lesskilning og svo 9,5 í stærðfræði!! þetta var náttúrlega bara LANGFLOTTAST. Enda var bara talað vel og fallega um hann Oliver minn. Svo gaman þegar maður fær svona frábæra umsögn um manns eigins börn!!! Ég var sko eflaust stoltasta mamman í dag, sveif út úr skólanum ég labbaði sko ekki. Að vísu sagði hún að Oliver væri stundum svolítið latur hvað námið varðaði (en tók það svo strax fram að það væri ekki hægt að fara fram á það að neinn væri 100%)
Eftir foreldraviðtalið fór Oliver bara aftur í heimanám og ég í vinnuna.
Oliver fór svo á blak æfingu og chillaði með strákunum þangað til ég sótti hann til Flóka og við drifum okkur heim. Heima beið hann Kriss okkar sem sárþráði að fá athygli frá okkur Oliver sem hann svo sannarlega fékk. Vorum svo bara í róleg heitunum þangað til Kriss fór að sofa, að vísu er ég búin að merkja íbúðina hjá mér alla hátt og lágt með post it notes þar sem það er að fara að koma karl hérna í fyrramálið að taka út íbúðina hjá mér. En það er svo sem bara í góðu lagi ég verð náttúrulega að kvarta yfir þeim göllum sem hér er að finna.
Ætli við montrassarnir segjum þetta ekki bara gott í bili.
Over and out.

mánudagur, nóvember 05, 2007

Helgin að verða búin,

Sæll
Þá er helgin að verða búin og við búin að gera alveg fullt. Fórum öll saman heim á föstudaginn frekar snemma sem var sko bara huggulegt, vorum á chillunu þangað til liðið fór að sofna. Á laugardaginn átti amma sæta svo afmæli, en við byrjuðum daginn á því að taka til fyrir afmælið þar sem við vorum með afmælið hennar ömmu í okkar húsi. Fórum svo með Geitina á læknavagtina þar sem Kriss er aftur komin með GEITINA en í dag er hún búin að fá nýtt nafn já þetta er FRUNSA og engin GEIT. Svo það var gara gefið krem á vibban sem á vonandi að fara fljótlega. En geitin/frunsan kemur alltaf í köldu veðri. Svo var farið heim eftir doksa og bara beðið eftir gestunum. Svo komu gestirnir og vorum við með veislu fram eftir kvöldi, bara huggulegt og gaman. Í dag sunnudag var svo bara chill fram eftir degi með gestum og gangandi. Fórum svo og kíktum í bíltúr fórum meðal annars á geisladiskamarkaðinn en keyptum að sjálfsögðu ekki neitt. Fórum svo í langan bíltúr og enduðum bara heima þar sem það var farið að baða liðið og chilla með liðinu sem var bara fínt, skúruðum alla íbúðina og svona skemmtilegt.
Annars er staðan sú að Oliver er líka að steypast allur út í ofnæminu aftur og ég veit ekkert hvað hann hefur gert núna sem hann hefur ekki gert áður, að vísu erum við svo heppin að eiga enn til ofnæmislyfin svo hann fær bara eina töflu fyrir svefninn ekkert mál vonum bara að þetta verði ekki jafn mikið og síðast. Síðast sveið hann greyjið nefnilega svo mikið í sárin, en það var ekki eins slæmt núna þegar hann var í baðinu sem betur fer. Vonum að lyfin í kvöld hafi nægleg áhrif svo þetta verði vonandi búið bara í fyrramálið.
Við eigum svo að hitta hana Andreu kennara á morgun eftir skóla hjá Oliver, ræða við hana um frammistöðuna hans Olivers í vetur. Vonandi kemur bara eitthvað gott út úr því, fæ það alla vegana staðfest á morgun hvernig Oliver hefur hegðað sér í vetur. Hann hefur alla vegana ekki fengið neina kvörtun inn á Mentor í vetur sem er sko bara hið besta mál.
Jæja segjum þetta gott í bili það er nefnilega að fara að byra næturvaktin í TV.
Over and out.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Snjórinn farinn

Sæll
Well well well
Þá er snjórinn farinn ég er að tala um það er ekkert HVÍT nema í fjöllunum þar sem það á að vera. Bara bongó kuldablíða hjá okkur, sem er nú líka bara alveg ágætt skal ég segja ykkur. Oliver er farinn að bíða eftir jólafríinu held hann hafi farið eitthvað öfugt fram úr í morgun, en okkar maður sagði við mig í bílnum á leiðina í skólann í morgu, hey eigum við að mæta í foreldraviðtal næsta mánudag " er þá ekki komið jólafrí" SÆLL mátti reyna en ég útskýrði fyrir honum að við værum bara að klára október í róleg heitunum og á morgun kæmi nóvember. En svona er þetta nú bara stundum. Við eigum nú líka eftir að versla jólagjafirnar og svona svo það var bara eins gott að það er ekki að byrja jólafrí í næstu viku!!!!!
Annars var þetta bara róleg heita dagur hjá okkur, bara tafl hjá Oliver (engin íþrótt þannig), eftir taflæfingu brunnaði hann heim til Flóka í fyrir afmælispartý en Flóki var með afmælispartý í dag fyrir strákana í bekknum heima hjá sér. Oliver mætti bara fyrstur og fór með þeim síðustu heim!! Ekkert öðruvísi. Ég sótti hann svo rúmlega 19, þá var hann með fullan poka með sér heim bæði dót og nammi, ekki amalegt það!" Hann dreif sig svo bara að klára heimavinnuna fyrir morgundaginn svo hann gæti horft á Simpsons..
Kriss var hins vegar sóttur af Reynsa frænda sem var líka bara fínt, við fórum svo heim saman og eldaði mamma hans (annan daginn í röð) ótrúlegir hlutir gerast enn. En okkar maður var greinilega mjög svangur borðið rosalega vel af matnum. En hann þessi elska er mjög upptekinn af því að aðstoða við að leggja á borð og svona þessa dagana, nær í tröppuna mína og færir hana til eins og þarf. Við erum að tala um það er svo hátt í efstu hilluna hjá mér að ég þarf tröppu til að ná í dótið í henni, og þessi fína trappa kemur sér vel fyrir Kriss þegar hann er að sækja dót upp í skáp þegar hann er að leggja á borð!!! Kriss var svo í tölvunni að leika sér á leikjanet.is meðan ég sótti Oliver en hann heldur að hann sé líka orðinn UNGLINGUR sem er bara sætt. En halló hann er og verður alltaf LITLA BARNIÐ hennar mömmu sinnar sama hversu gamall hann verður þessi elska mín.
Dúddi minn sem minnir mig á að nú vill hann ekki lengur ganga í hvaða bol sem er (neitar að fara í bolum tildæmis með Cars mynd á) já æji hann nennir ekki alltaf að vera í svona BARNALEGUM FÖTUM!!! Búinn að segja oft núna undanfarna morgna "af hverju þarf ég alltaf að vera í barnalegum bolum og sokkum" vá hvað er erfitt að vera hann!!!!!!!! En ég veit að ég verð að hlusta á hann líka, sagði honum að hann þyrfti ekkert að ganga í barnalegu fötunum sínum, hann gæti bara gefið Stubb og Lubb bolina og hann var ekkert smá ánægður með það. Maður pínir litla unglinginn sinn ekkert...
En núna eru þeir bræður báðir komnir LANGT inn í DRAUMAHEIMINN... Enda verður mikið að gera á morgun eins og alla hina dagana.
Segjum þetta gott í bili...
Over and Out.