Ekki mikið að gerast...
Þá loksins skrifar Ritarinn okkar, henni finnst búið að vera svo fátt merkilegt að gerast undanfarna daga að hún hefur hreinlega ekki nennt að pikka neitt inn. Tóm leti bara í gangi..
En annars er sem sagt bara það að frétta af okkur að Amma sæta er enn í heimsókn hjá okkur og á eftir að vera í viku hjá okkur (leiðinlegt hefðum viljað hafa hana bara alltaf).. Og við bara búin að vera í sólbaði og slappa af og njóta þess að vera í fríi enda hvað er annað hægt að gera. Fengum smá rigningu bæði í dag og gær en ekkert til að tala um (smá úrhelli svo búið)...
Erum bara búin að vera að fara að rölta niður í bæ og já versla allt skóladótið hans Oliver (fengum upplýsingar um hvað hann ætti að nota í næsta bekk svo við erum búinn að fjárfesta í því (betra að vera aðeins tímanlegur í þeim pakka) jú og svo gaf Amma sæta strákunum nýjar skólatöskur. Nú eigum við bara eftir að finna ný skólaföt og þá verða þeir bræður ready fyrir skólan.
Erum búin að vera (með Ömmu sætu að sjálfsögðu) að vinna hægt og rólega í því að siða þá bræður betur (ekki veitir af) og tekur svo HERAGINN við þegar Oliver kemur frá Íslandi, verða sett upp supernanny húsreglur. Verð bara að vera duglegri að horfa á Supernanny í TV svo ég ná þessu öllu saman. Betra seint en aldrei að fara að vinna í þessum pakka ekki satt???
Jæja annars ekkert merkilegt að gerast hjá okkur..
Endum þetta á því að óska honum Reynsa frænda til hamingju með afmælið í gær.
Biðjum að heilsa í bili
Kv. Ritarinn og allir hinir