sunnudagur, júlí 30, 2006

Ekki mikið að gerast...

Góða kvöldið,
Þá loksins skrifar Ritarinn okkar, henni finnst búið að vera svo fátt merkilegt að gerast undanfarna daga að hún hefur hreinlega ekki nennt að pikka neitt inn. Tóm leti bara í gangi..
En annars er sem sagt bara það að frétta af okkur að Amma sæta er enn í heimsókn hjá okkur og á eftir að vera í viku hjá okkur (leiðinlegt hefðum viljað hafa hana bara alltaf).. Og við bara búin að vera í sólbaði og slappa af og njóta þess að vera í fríi enda hvað er annað hægt að gera. Fengum smá rigningu bæði í dag og gær en ekkert til að tala um (smá úrhelli svo búið)...
Erum bara búin að vera að fara að rölta niður í bæ og já versla allt skóladótið hans Oliver (fengum upplýsingar um hvað hann ætti að nota í næsta bekk svo við erum búinn að fjárfesta í því (betra að vera aðeins tímanlegur í þeim pakka) jú og svo gaf Amma sæta strákunum nýjar skólatöskur. Nú eigum við bara eftir að finna ný skólaföt og þá verða þeir bræður ready fyrir skólan.
Erum búin að vera (með Ömmu sætu að sjálfsögðu) að vinna hægt og rólega í því að siða þá bræður betur (ekki veitir af) og tekur svo HERAGINN við þegar Oliver kemur frá Íslandi, verða sett upp supernanny húsreglur. Verð bara að vera duglegri að horfa á Supernanny í TV svo ég ná þessu öllu saman. Betra seint en aldrei að fara að vinna í þessum pakka ekki satt???
Jæja annars ekkert merkilegt að gerast hjá okkur..
Endum þetta á því að óska honum Reynsa frænda til hamingju með afmælið í gær.
Biðjum að heilsa í bili
Kv. Ritarinn og allir hinir

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Við búin að eignast SÆTA FRÆNKU

Góða kvöldið,
Já þá er LOKSINS komin ný frænka í karlahópinn, vorum farin að örvænta eða já svona. Hún Gulla sæta frænka okkar fæddi stelpu í gærkvöldi 23.júlí. Og óskum við henni innilega til hamingju með skvísuna.
Settum inn nokkrar myndir í dag í "Júní og Júlí" albúmið þar á meðal 2 myndir af nýjustu frænkunni...
Annars svo sem ekkert nýtt að frétta eða gerst, bara allt við það sama Sólin enn á sínum stað sem betur fer en húsdýrið flutt að heiman líka sem betur fer.
Erum bara að njóta þess að hafa Ömmu sætu í heimsókn og sóla okkur...
Endilega kíkjið á myndirnar, maður þorir ekkert annað en að setja inn myndir um leið og maður er beðin um.
Kv. Berglind and the gang

sunnudagur, júlí 23, 2006

Fullt af Sól, Húsdýr og Dýragarðurinn...

Well well well
Hérna hjá okkur er enn sól, fengum að vísu smá ÚRHELLI í gær en það varaði sko mjög stutt og þá fór þessi gula flotta að sýna sig aftur.. Svo já við getum ekkert kvartað yfir veðrinu hér er bara gott SUMAR, enda ákkúrat Sumartími núna...
Annars er svo sem ekkert mikið að frétta af okkur, fengum þetta líka flotta húsdýr í fyrradag eða já ég réttara sagt fann húsdýrið okkar í fyrradag, hér inni fann ég líka þessa flottu ENGISPRETTU heyrði líka þessi flottu hljóð í henni og allar græjur þetta var sem sagt ein með öllu... Svo var hún í gær á sínum rétta stað, það eina sem hún ferðaðist var við útidyrahurðina og jú upp og niður vegginn þar hjá ekkert annað. En í morgun var hún horfinn svo ég veit ekki hvar hún er núna (vonandi bara farin út þar sem ég hrífst ekkert af svona pöddum/dýrum)...
Jú svo skelltum við okkur í dýragarðinn í Lúx í morgun.. Bara notalegt alls ekki of heitt og skýjað þegar við mættum á svæðið í morgun (vorum held ég bara með þeim fyrstu á svæðið) þar var fullt af dýrum að sjá og rosa flott leiksvæðið fyrir börnin (já einmitt bý í svona 20 mín fjarlægð og hef ekki farið þarna áður)... En þetta var sko fín tilbreyting og um það leyti sem við fórum heim kl.14 þá var byrjað að hitna vel og garðurinn að fyllast af fólki. Svo þetta var mjög vel tímasett hjá okkur, mæta fyrst og fara heim þegar allt fer að fyllast.
Annars er Amma Sæta enn í heimsókn hjá okkur og við bara að njóta þess að slappa af, höfum ekki nennt að fara neitt að ráði í bæinn að versla þar sem maður er sko alls ekki í verslunarstuði í svona hita, sumar verslanir eru ekki einu sinni með "loftkælingu" og inni svoleiðis sjoppum nær maður bara ekki andanum. Svo við höfum bara meira verið að fara í búðir út af nauðsyn. En vonandi kemur eins og einn rigningardagur svo Amma geti verslað sér eitthvað áður en hún fer heim.
Jú ekki má gleyma að segja frá því að Kriss Stóri sýndi Ömmu hversu duglegur hann væri í klippingu, drengurinn fór sem sagt í klippingu í gær enda var hann farinn að líta út eins og Lukkutröll hárið á honum var svo stórt og mikið, allt annað að sjá hann í dag.
En annars er svona mest lítið að frétta af okkur.
Bíðum bara eftir því að hún Gulla sæta "frænka" fari að koma með nöfnu mína í heiminn en hún er sett í dag... Bíðum spennt eftir fréttum frá þeim..
Annað er það svo sem ekki í bili..
Segjum þetta bara gott af RÖFLI í dag...
Kv. Óþekktarormarnir og Gamla fólkið

föstudagur, júlí 21, 2006

Meiri sól, meiri sól meiri sól....

Hellú
Vá hvað veðrið hérna er gjörsamlega búið að leika við okkur, bara búið að vera sól og bongóblíða og ekki kvörtum við á meðan, NEI við ættum nú ekki annað eftir...
En það er sem sagt bara búið að vera SÓL; SÓL og meiri SÓL... Svo við erum bara búin að vera mest megnis heima (í garðinum) og njóta veðurblíðunnar... Bara notalegt og gott..
Höfum að vísu farið út úr húsi fyrir hádegi en notið eftir hádegi og seinni partinn í garðinum.. Amma var svo góð að hún fór með strákana í bæinn og leyfði þeim að velja sér nýja skólatösku og ekki leiddist honum Kriss okkar það, fékk sér þessa líka fínu "Spongebob Svampur Sveinsson" tösku og er ekkert smá ánægður með hana, búinn að burðast með hana út um allt hús og gott betur en það..
Svo erum við bara búin að vera njóta þess að hafa hana Ömmu hjá okkur í heimsókn. Bara slappa af og slefa... Bara gott og notó...
Vá verðum náttúrulega að minnast á það að Amma er gjörsamlega að LEKA niður hjá okkur, hún er sem sagt alls ekki vön svona miklum hita en hitinn er búinn að vera vel yfir 30°C á daginn og við erum að tala um hann helst í 30°C langt fram á kvöld (í gærkvöld klukkan 23:30 var hitinn 30°C) svo já það mætti segja að næturnar séu mjög heitar líka sem hefur þau áhrifa á hana Ömmu sætu að hún greyjið getur bara ekki sofið, ekkert sérstakt það, ha....
En annars er bara mest lítið að gerast við bara að njóta þess að vera LOKSINS komin í smá frí.
Segjum þetta bara gott í bili..
Kv. OBB, KBB, Amma og Gamla settið.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Í Sól og sumaryl

Góða kvöldið
Verð nú bara að byrja á veðrinu, já hér er sko búin að vera BONGÓBLÍÐA í marga dag og ekkert nema gott um það að segja, ég gjörsamlega ELSKA SÓLINA :-) bara búið að vera ljúft og gott..
Gleymdi alveg að segja ykkur frá því að við erum búin að hitta nýja kennaran hans Kristofers stóra, en þessi yndislega kona "amma" kom og kynnti sig fyrir okkur á laugardaginn þegar við vorum í bænum en hún þekkti okkur vegna þess að hann Oliver okkar var með okkur, ekkert smá almennilega kona leit út fyrir að vera rosalega elskuleg og ég brosti alveg út að eyrum þar sem konan talar rosalega fína ensku, það verða sem sagt engin vandamál hjá okkur í haust hvað Kriss varðar... Erum að vísu ekki búinn að hitta nýja kennaran hans Olivers en hann fær karl kennaran núna í 3.bekk.. En við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því þar sem þeir kennarar hér í skólanum sem við höfum hitt tala öll fluent ensku, svo ekki getum við neitt kvartað.
Nóg af þessu.
Á sunnudaginn ákváðum við að skella okkur aftur í bæinn fórum í svona garð hérna niðri í bæ sem er sko rosa flottur ekta fyrir börn að leika sér í. Risa stór sjóræningjaskip í garðinum með allskyns flott heitum (rennibrautum, stigum, vatn til að sulla í og völundarhús) og skemmtu þeir bræður sér ekkert smá vel þarna stoppuðum þangað til við fullorðna fólkið var gjörsamlega bráðið.. Og var það sko ákveðið að þarna færum við fljótt aftur.
Fórum svo bara heim í meiri leti og flott heit... Fórum svo frekar seint að sofa.
Í morgun voru allir vaknaðir rosalega snemma og skein sólin svo skært þegar við vöknuðum. Vorum í leti fyrir hádegi, hentum samt í bananabrauð og súkkulaðiköku og fórum svo eftir hádegi út í garð, tókum með okkur fullt af ávöxtum og drykkjum þar sem það var svaka heitt í dag.. Vorum svo bara í leti í garðinum "sundlauginni". Bara notalegt að hafa svona gott veður, enda er það alveg ákveðið meðan veðrið er svona gott verður bara LETI í gangi... Amma verður að fá að njóta veðurblíðunnar þar sem það er ekki búið að vera neitt sumar á Íslandi..
Annars er svo sem ekkert spennandi að gerast hjá okkur bara SÓL og LETI.
Segjum þetta bara gott af okkur öllum í bili...
Kv. Oliver, Kriss, Amma og Gamla settið

sunnudagur, júlí 16, 2006

Skólinn LOKSINS BÚINN

Góða kvöldið
Þá loksins skrifum við aftur, búinn að vera svo upptekin af því að klára skólan og eyða tíma með Ömmu sætu... En hún sem sagt kom til okkar á fimmtudagskvöldið og fórum við öll saman að sækja hana... Komum rosa seint heim og voru þeir bræður þá sendir beint í bælið þar sem það var síðasti skóladagurinn daginn eftir "föstudag" svo já það var frekar erfitt að vakna en þetta hafðist allt saman.
Á föstudaginn fór svo Ma með blóm og smá íslenskt nammi til að gefa henni Carinu þar sem hann Kriss okkar var að hætta í skólanum hjá henni, fer í september í litla skólan við hliðin á Olivers skóla.. Svo var Oliver sóttur í skólan þar sem hann var að koma heim með FULLT FULLT af drasli. Svo var bara leti og róleg heit hjá okkur í gær, Amma naut þess að hafa sól og bongóblíðu náði að fara í sólbað... Strákarnir fengu svo að horfa á bíó þar sem Amma gaf þeim nýja DVD diska þegar hún kom í gærkvöldi og steinsofnuðu þeir báðir yfir bíóinu.. Svo í dag skelltum við okkur aðeins niður í bæ að skoða mannlífið, nóg að gera þar sem það var grænmetismarkaður og flóamarkaður í bænum í dag... Eftir bæjarferðina var farið beint heim í sólbað þar sem það var svo fínt veður í dag.. Amma alveg að leka niður sökum hita en við hin bara orðin vön þessu... Voru svo bara í afslöppun og leti það sem eftir lifði dags, á morgun ætlar Kriss að sýna Ömmu hversu duglegur hann er að hjóla enda heldur okkar maður því fram að hann geti gjörsamlega allt og sé alveg að verða 10 ára... Alla vegana lifir hann í voninni að hann sé að verða jafnstór og Oliver, en vitir menn það á eftir að gerast Kriss á eftir að verða jafnstór og Oliver (eins og mamma er alltaf að segja honum) en það eru bara enn nokkur ár í það...
Jæja segjum þetta gott af RÖFLI í bili...
Over and out.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Innan við 7 tímar í Ömmu Sætu

Góðan daginn
Vá hvað er stutt í hana Ömmu sætu, tíminn líður ógeðslega hratt og áður en við vitum af verða Amma og Oliver farin í flugvélina til Íslands...
En núna er sem sagt bara talið niður í klukkutímum í það að við hittum ömmu... Strákarnir svaka spenntir búið að gera allt ready fyrir hana Ömmu sætu...
Annars erum við bara í róleg heitunum núna.. Bíðum bara eftir því að klukkan tifi áfram.
Í morgun var svo Sportdagur í skólanum hjá Oliver, voru allir með svo var skipt í lið (Í Olivers liði voru bæði Stubbar og stórir) svo var farið í svona þrautarbraut og gefin stig.. Og lenti Olivers lið í 2. sæti og okkar maður ekkert smá montinn með það fannst samt frekar fúllt að liðið sem vann fékk bara 1 stigi meira en þau.. En svona er þetta bara geta ekki allir unnið.. En hann fékk með heim "heimatilbúna" medalíu sem var silfurlituð.. Svaka flott og gaman hjá honum í dag, en allur dagurinn fór í þetta íþróttamót.
Við Kriss mættum svo að sækja okkar mann þar sem hann kom heim með smá drasl í dag en á morgun verða þau látin taka restina af dótinu sínu (og það er víst slatti eftir)... En á morgun verður svona spiladagur hjá alla vegana Olivers bekk bara gaman fyrir þau að breyta aðeins til, enda búin að vera svo mikil keyrsla í allan vetur að þetta er orðið svona eiginlega langþráð að fá smá frí... Svo er náttúrulega síðasti skóladagurinn hjá þeim báðum á morgun bara SNILLD.. Tala nú ekki um þar sem við verðum með Ömmu sætu í heimsókn hjá okkur á meðan bara flott..
Annars er nú ekkert merkilegt annað að frétta af okkur...Bara allt við það sama..
Að vísu er veðrið frekar fúllt núna, ROSALEGA HEITT en samt skýjað svo það er varla líft inn í húsinu hvað þá úti...
En látum heyra betur frá okkur síðar..
Kv. Oliver "Snilli", Kriss "Emil" og Co.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Oliver LANGDUGLEGASTI

Góða kvöldið,
Það mætti segja að þessi dagur sé búinn að vera TÓM GLEÐI hjá okkur... Já hann Oliver okkar kom heim með einkunna blaðið og fengum við að vita að hann náði bekknum já okkar maður náði ÖÐRUM BEKK og fer því í þriðja bekk næst.... Vá hvað það var flott og skaraði stærðfræði einkunni gjörsamlega fram úr lang flottust var með 9,7 í meðaleinkunn þar... Annað var líka allt mjög flott og getum við sko ekki gert neitt annað en BROSAÐ ALLAN HRINGINN og mætti því segja að hann Oliver okkar sé búinn að vinna vel fyrir Íslandsferðinni sem hann fer í ágúst....
Annars var þessi dagar bara rólegur Oliver fór bara einn í skólan í morgun og fannst svona frekar erfitt að vakna en þetta gekk nú samt allt saman og hann mætti á réttum tíma í skólan... Kriss svaf hins vegar aðeins lengur (já bara að njóta þess meðan það er ekki satt?). Svo ákvað ma að labba á móti Oliver þegar skólinn var búinn og sem betur fer gerði hún það þar sem Oliver kom heim með fulla kassa af dóti sem hann átti að taka með sér heim í dag.. En Oliver nennti sko alls ekki að labba heim hann ákvað að taka strætó svo Ma fylgdist með í fjarlægð þangað til vagninn kom og þá labbaði hún af stað heim með kassan... Svo þegar Oliver kom heim þá ARBAÐI hann af gleði þar sem hann sá að hann hafði náð bekknum sagði svo Pabba að keyra á móti Mömmu þar sem hún væri að bera kassan hans heim og jú jú þeir feðgar komu keyrandi á móti mér... Svo var bara farið heim að chilla og skoða einkunnarbókina hans Olivers og við að MONTA OKKUR ÞVÍLÍKT nema hvað!!!!! Svo var bara farið í sólbað, sundlaugina og leikið nema hvað enda yndislegt veður skal ég segja ykkur...
Var svo ákveðið að rýja á Oliver hárið (vá hvað hann var kominn með sítt hár) svo Ma bauð honum díl að ef hann myndi raka allt af heima mætti hann fá nýjan leik í Gameboyinn áður en hann færi til Íslands (Ma fannst hann alveg eiga verðlaun skilið fyrir frammistöðuna í skólanum) eða við myndum skella okkur saman í hádeginu á morgun á hárgreiðslustofuna... Ákvað Oliver að taka fyrri kostinn og klippti pabbi hann og okkar maður alvöru skollóttur núna samt rosa flottur...
En já ég ætlaði nú bara fyrst og fremst að MONTA MIG á syni mínum og frammistöðunni hans í skólanum...
Jú svo er sko ÓGEÐ STUTT í Ömmu Sætu en hún kemur eftir 2 daga...
Segjum þetta því bara gott í bili...
Kv. Oliver "snillingur", Kriss "Emil" og Gamla settið

sunnudagur, júlí 09, 2006

Allt að gerast.....

Góða kvöldið
Vá þá er þessi Laugardagur senn á enda.. Og margt búið að gerast í dag..
Dagurinn byrjaði frekar seint hjá karlpeningnum á heimilinu, þeir voru frekar latir að fara á fætur og var það sko bara allt í góðu lagi, enda laugardagur og maður má alveg sofa út. Þegar svo loksins allir fóru á fætur var farið niður í morgunmat. Ákváðum svo að skella okkur út í hjóla/göngutúr þar sem þeir bræður hjóluðu og Gamla settið gekk.. Og ótrúlegt en satt þá hjólaði hann Kriss okkar bara eins og berserkur (vona að ég skrifi þetta rétt)... En hann hefur aldrei verið neitt fyrir að nota petalana heldur meira látið okkur um að ýta sér (en Bjarni setti stöng aftan á tvíhjólið svo hægt væri að ýta honum og var hún sko fullnýtt).. En í dag þá var strákurinn alveg á fullu að hjóla svo pabbi sagði að ef hann yrði svona duglegur aftur á morgun og alla næstu daga þá myndi hann byrja á því að taka stöngina af svo hjálparadekkin (ekki það að Ma hafi verið hrifinn af því hún vill bara að hann Stubbur sinni verði áfram Stubbur)...
Eftir langan og mikinn hjólatúr fórum við heim.. Skutluðum karlinum svo í vinnuna og skelltum okkur í Mallið... Þegar heim var komið gerðist sko merkilegt já Ma pantaði miða heim fyrir Oliver!!!! Já hann Oliver okkar fer heim með Ömmu sætu í ágúst og fær að vera hjá henni í nokkra daga, kemur svo bara einn heim... Vá hvað okkar maður var glaður þegar Ma spurði hann hvort honum langaði með Ömmu heim til Íslands í smá frí (aðallega frá okkur Kriss)... Vá hann BROSTI SKO VÆGAST SAGT ALLAN HRINGINN og spurði svo "hvað má ég eiginlega vera lengi"???? Þegar Ma var svo búinn að panta miðan þá sagði hann Æji ég hefði nú helst viljað bara vera á Íslandi í svona 80 daga... En því miður þá er það ekki hægt... Svo hann sætti sig bara við að fá að komast í nokkra daga er samt enn að reyna að fá Ma til að lengja miðan eins og það sé hægt (svo skemmtilega vill til að allir á Íslandi eru í vinnu svo byrjar skólinn hjá krökknum í kringum 20.ágúst svo það er bara ekki hægt að stoppa lengur)... En hann er sko ekkert smá sáttur og spenntur... Finnst minnsta mál í heimi að fara einn heim aftur, sagði "hva það er sko ekkert mál ég gerði það nú fyrst fyrir mörgum árum þegar ég heimsótti Reynsa í Danó" þar með var það afgreitt... Og þar sem Ma finnst Oliver orðinn svo stór UNGLINGUR þá hefur hún ákkúrat engar áhyggjur af honum, hann alltaf svo duglegur að redda sér sjálfur.. Hefur erft þessi gen frá mömmu sinni, ha ha ha ha ha...
Ma ákvað svo að skella sér í bæinn með strákana þar sem veðrið var bara svo gott, tókum strætó í bæinn og chilluðum.. Ma bauð svo strákunum á MacDonalds og ákváðum við svo að labba svo bara heim úr bænum (já það er smá spölur) það var samt eiginlega of heitt til að ganga en þar sem Ma labbaði "ekki strætóleið" heim þá var ekkert val við urðum bara að labba alla leið, en sem betur fer hafði Ma haft vit á því að kaupa smá nammi bensín og drykkjar bensín svo við lifðum gönguna af...
Þegar heim var komið lögðust þeir bræður bara upp í sófa "gjörsamlega búnir á því"... Ma hentist hins vegar að sækja Pabba í vinnuna og Oliver passaði á meðan, en því miður þá fékk Kriss greinilega eitthvað í magan á meðan og þegar við komum heim þá var hann greyjið búinn að ÆLA út um allt baðherbergi (en stóri brósi búinn að gefa honum kók en ekki þrífa gubbið (skil hann mjög vel))... Kriss fór svo bara niður í sófa eftir herleg heitin og sofnaði... Við hin spiluðum bara og svo var farið í það að horfa á leikinn... Já maður verður að vita hver lendir í 3. sæti ekki satt????????
Jæja segjum þetta gott í bili...
Bara 5 dagar í ömmu sætu og vá hvað okkur hlakkar til...
Kv. Berglind and the boys

laugardagur, júlí 08, 2006

Bara VIKA eftir af skólanum...

Jú hú held án gríns að við séum öll fegin, nú er ákkúrat bara vika eftir af skólanum... Ekki nema 5 skóladagar eftir... Vá hvað tíminn er FLJÓTUR að LÍÐA...
Annars var sko SVAKA ERFITT fyrir alla að vakna í morgun en þetta hafðist allt á endanum og skutlaði Ma strákunum sínum í skólan...
Svo í hádeginu sóttum við Pabbi Kriss sæta sem var ánægður að sjá karlinn sækja sig. Svo sótti Ma Oliver "Stóra" en í dag var sko bara stuttur dagur hjá Oliver (eitthvað verið að skipuleggja næsta ár svo það var frí eftir hádegi) og í dag fór hann að sjálfsögðu í próf en svo var mest lítið annað lært svo Oliver fékk frekar lítið heimanám og mátti byrja/klára það í samfélagsfræði en þau eru bara 3 í bekknum í samfélagsfræði restin fer í trúar/kristinfræði...
Við drifum okkur bara heim eftir skóla þar sem strákarnir fór bara að chilla og leika sér.. Svo skutluðum við Kriss pabba í vinnuna og sóttum Didda og Kristel í Mallið (þau voru eitthvað að versla sér smá áður en þau færu heim)... En Oliver okkar fór út að leika með Dylan...
Þegar svo Diddi og Kristel voru að fara á flugvöllinn var ákveðið að þau myndu keyra sjálf að sækja Pabba og hafði þá hann Kriss minn áhyggjur af því að vera skilinn einn eftir svo hann dreif sig í skó og fékk því að fara með að keyra þau á flugvölinn... Og um það leyti sem þau voru að fara að stað kom Oliver og spurði hvort hann mætti fara út að borða með Dylan, Jason, mömmu þeirra og Ömmu og auðvita mátti FULLORÐNA BARNIÐ mitt það... Svo já ég er bara EIN í kotinu :-)))))))))))
En það er sko greinilega komið SUMARFÝLINGUR í börnin hérna allir úti að leika langt fram á kvöld sem mér finnst sko bara hið besta mál og má Oliver sko alveg vera með úti svo framarlega sem heimanámið er unnið... Bara gott mál.. Enda fínt veður hér allan sólarhringinn...
Annars eru Bjarni og Kriss örugglega bara rétt ókomnir..
Nú eru Diddi og Kristel sem sagt farin sem segir okkur aðeins eitt já ekki nema 6 dagar í Ömmu sætu og bara vika eftir af skólanum.
Segjum þetta gott í bili...
Óskum henni Guðríði Svövu til hamingju með öll 25 árin.
Kv. Berglind and the gang

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Held að Himinninn sé að hrynja

Góða kvöldið
Well þá skrifa ég aftur...
Þar sem núna er FJÖRIÐ að byrja já ég er að tala um Þrumur, Eldingar og ég býst við að fljótlega fylgi Rigningin á eftir...
Annars þá var líka Rigning í morgun en það stytti sko fljótt upp og hitinn fór í 35°C í dag sem er sko bara heavy mikið og of mikið fyrir Stubbinn minn..
En annars var þetta bara fínn dagur, strákarnir fóru báðir í skólan og fékk hann Kriss okkar LOKSINS að fara með köku, fór með þessa líka fínu Spiderman köku (hún var ógeð góð hvít kaka með jarðaberja kremi (eða svo segir Kriss okkur))... Enda var hann sko MONTINN stubburinn þegar hann labbaði inn í skólastofuna með kökuna í hendinni...
Þegar hann var svo sóttur í hádeginu fékk hann 3 listaverk með sér heim (en þær eru að byrja að taka til í skólastofunum enda bara rúm vika eftir af skólanum).. Við Kriss löbbuðum svo á móti Oliver í hádeginu í öllum hitanum og fannst Stubb þetta helst til mikið en lét sig hafa þetta.. Svo fengu þeir sér að borða og léku sér í hádeginu..
Eftir hádegi var svo skóli hjá báðum strákunum og þar sem Pabbi hafði skroppið til Trier og var ekki kominn tilbaka þá ákváðum við að labba af stað í skólan, ekki mikið mál fyrir Oliver sem var bara sáttur við að fá að labba en Kriss byrjaði fljótt að kvarta en lét sig hafa það.. Svo þegar við vorum kominn langleiðina í skólan þá kom Pabbi og skutlaði okkur síðasta spottan, Kriss var sko rosalega ánægður með það.
Svo eftir skóla var Kriss sóttur á bílnum (enda ekki hægt að leggja á hann að labba of mikið í svona hita) en við rétt misstum af Oliver svo hann labbaði bara LÖNGU LEIÐINA HEIM.. Já ekki alveg í lagi heima hjá honum, ha....
Við ákváðum svo bara að hafa kvöldmatinn snemma þar sem Pabbi átti að fara að vinna í kvöld, karlarnir GRILLUÐU vá hvað það var nú gott eins og alltaf. Eftir matinn skutluðum við pabba í vinnuna þar sem við héldum að það væri Takewondo æfing en NEI þegar við mættum á svæðið var engin svo það var engin æfing í kvöld.. En í staðinn fékk Oliver bara heimsókn frá Dylan og fóru þeir út að leika sér og eru enn úti.. Geri nú samt fastlega ráð fyrir því að Oliver komi heim áður en leikurinn byrji... Kriss er hins vegar bara sofnaður enda var hann mikið þreyttur í dag og held ég að hitinn hafi eitthvað með það að gera...
Annars var þetta bara svona rólegur dagur í dag hjá okkur..
Núna eru líka bara 8 dagar í Ömmu sætu, vá hvað tíminn líður hratt..
Segjum þetta gott í bili,held að hann sé byrjaður að rigna...
Kv. Berglind og Karlpeningurinn

þriðjudagur, júlí 04, 2006

GEÐBILAÐ VEÐUR hjá okkur

Góða kvöldið
Vá hvað það er búið að vera GEÐBILAÐ veður hérna hjá okkur, við kvörtum sko alls ekki!!!!! Erum að tala um að hitinn er kominn yfir 30°C í hádeginu svo já þetta er bara LJÚFT.. Eitthvað fyrir mig :-)
Dagurinn í gær fór bara í tóma leti og jú garðvinnu, þeir bræður hjálpuðu mömmu sinni að taka til í garðinum hjá okkur enda veitti ekkert af því kominn ARFI út um allt... Svo var farið í sundlaugina og bara slappað af...

Í dag var frekar erfitt að vakna fyrir karlana en þetta hafðist nú allt á endanum! Og drifu þeir sig svo bara í skólan, enda ekki nema 2 vikur eftir af skólanum... Svo kom mamma labbandi í hádeginu að sækja Kriss sinn fyrst sem fannst sko alltof heitt til að vera að labba svona mikið.. En við fórum heim kældum okkur smá og drifum okkur svo út að labba á móti honum Oliver okkar, og var Kriss gjörsamlega búinn á því eftir allt labbið fór heim og beint úr fötunum!!!
Eftir hádegið fór Oliver labbandi í skólan alveg sjálfur en við Kriss skelltum okkur út í garð að hengja út þvott og vökva blómin okkar (ekki veitir sko af því í öllum hitanum)... Vorum svo bara í afslöppun úti þangað til Oliver kom heim úr skólanum.. Oliver kom heim með frekar mikið heimanám svo hann settist bara út "á veitingarstaðinn" og lærði, meðan við Kriss sóluðum okkur, vá bara NOTALEGT....
Kom Oliver heim með miða um næsta próf sem við vonum svo sannarlega að verða síðasta prófið í þessari TÖRN.. Komið alveg nóg af prófum og skóla í bili.
Þegar Oliver svo LOKSINS var búinn með heimalærdóminn gat hann farið að leika sér og skellt sér í laugina til að kæla sig!!
Svo fórum við í það að gera allt klárt fyrir hann Didda Dísel og Frú Dísel en þau eru einmitt núna á leiðinni í heimsókn til okkar og verða hérna hjá okkur fram á föstudag... Nóg að gera hjá okkur..
Oliver er svo LÖNGU FARIN AÐ SOFA nokkuð annað en Emil sem er sko GLAÐVAKANDI enda lagði hann sig í smá stund í sólbaðinu í dag...
Æji segjum þetta gott ég ætla að fara að koma drengum í bælið...
Ekki nema bara 10 dagar í Ömmu sætu, vá hvað okkur hlakkar til....
Kv. Berglind and the boys

sunnudagur, júlí 02, 2006

Allt að verða VITLAUST þar sem Portúgal VANN

Góða kvöldið
Vá hvað er búið að vera mikið stuð hér í götunni í kvöld, hér keyrir vart Bíll nema flauta upp og niður götuna allt að verða VITLAUST eftir að Portúgalir unnu Englendingana í HM... Bara gott mál við vildum Englendingana út... En hér í Lúxemborg búa sem sagt margir Portúgalir svo eflaust er allt vitlaust niðri í bæ líka.. En þetta bara gaman og eru Portúgalir eins og við Íslendingar "Stoltir af sinni Þjóð"...
Annars byrjaði dagurinn í dag frekar seint hann Kriss okkar er held ég bara alveg hættur við það að vera áfram slappur en hann vaknaði rúmlega 10 í morgun sem er sko ROSALEGA SEINT á hans mælikvarða. Við Kriss fórum þá bara saman niður og fengum okkur að borða og út á svalirnar enda var sko BONGÓBLÍÐA úti.. Svo rétt fyrir hádegi kom hann Oliver okkar fram, fékk aldrei þessu vant að sofa út og að vera í friði.. Engin að trufla hann. Og græddi Oliver heilar 5 evrur á því að vakna (hann missti sem sagt tönn (pabbi hans ýtti henni út) í gærkvöldi) og hafði tannálfurinn mætti í nótt og gert skipti, tekið tönnina og skilið eftir aur...
Við fórum svo í róleg heitunum að finna okkur til þar sem hann Oliver var að fara á Takewondo æfingu.. Eftir æfinguna var farið heim og ákváðum við að kíkja á hana Susie vinkonu okkar og gefa henni brauð, Kriss vildi bara drífa sig heim strax eftir að við vorum búin að gefa Susie og öndunum brauð, honum greyjinu var svo HEITT að hann meikaði ekki að fara í einhvern göngutúr líka en það var bara of heitt að hans mati til að hreyfa sig... En hitinn var 31,5°C þegar við keyrðum heim af æfingunni.. Svo já það mætti segja að það hafi verið HEITT í dag..
Við tókum því svo bara rólega hér í kvöld og fengum okkur ÍSLENSKT NAMMI (vá hvað það er nú bara GOTT)...
Diddi litli bróðir hans Bjarna hringdi svo í dag í karlinn og já er að spá í því að kíkja í heimsókn til okkar eftir Roskilde festivalið en hann/þau (kærastan líka) eru þar og ætla að kíkja í smá heimsókn eftir helgina..
Svo eru nú bara 12 dagar í hana Ömmu sætu vá hvað okkur hlakkar til að fá hana..
Jæja segjum þetta bara gott í bili...
Biðjum að heilsa þangað til næst
Kv. Sú Elsta og karlpeningurinn

laugardagur, júlí 01, 2006

SNILLINGUR enn að BRILLERA...

Hellú
Já hann Oliver minn er sko SNILLINGUR eins og Mamma sín en okkar maður fór í stærðfræðipróf í morgun (sem hann lærði nánast ekkert fyrir og fór ógeð seint að sofa svo Ma gerði ekki miklar kröfur og átti alls ekki von á góðu prófi) en vitir menn okkar maður KLIKKAÐI EKKI, nei sko aldeilis ekki hann fékk 59 stig af 60 mögulegum á prófinu (sem sagt 9,8 á íslenskum mælikvarða).. Það leið nánast yfir gömu kelluna hún var svo GLÖÐ og var að deyja úr STOLTI eina ferðina enn..
En annars var þetta bara róleg heita dagur hjá okkur ógeð gott veður ég er að tala um 31°C í skugganum á svölunum í hádeginu svo halló við kvörtum ekki... En það var sko bara ljúft þegar sólin fór bakvið skýjin og fá smá skugga/kulda á sig... En við Kriss fórum eftir hádegi saman út á svalir í sólbað en ákváðum að skella okkur frekar bara niður í garð svo Kriss gæti kælt sig í sundlauginni.. En Kriss var sko alls ekkert líkur sjálfum sér, NEI hann var latur og druslulegur, leist Ma ekkert á hann.. Hann fór kanski 1 mín í sundlaugina en vildi svo bara liggja hjá Ma á bekknum sem Ma fannst bara í góðu lagi svo steinsofnaði hann hjá mér svo ég sótti bara Sloppinn minn og lagði yfir hann og þar svaf hann í dágóða stund.. Leyfði ég honum bara að sofa þar sem hann var eitthvað druslulegur... Svo vaknaði hann en var ekki til í að gera neitt lá bara utan í mér.. Svo kom karlinn heim og þá var ákveðið að hafa SS pylsur í matinn en Kriss okkar vildi ekki borða NEI TAKK.. Á endanum var hann bara horfinn svo ég fór að leita af honum og fann hann STEINSOFANDI upp í rúmi hjá sér (mjög ólíkt Kriss en hann hefur ekkert borðað í allan dag bara drukkið)...
Svo vakanði hann núna áðan meðan við Oliver vorum á Takewondo æfingu og er aðeins hressari og vill borða Popp... Vona bara að hann sé ekki að verða veikur NENNUM því sko bara ALLS EKKI...
En ætli við segjum þetta ekki bara gott af MONTI og okkur í dag...
Ekki nema 13 dagar í Ömmu Sætu, VÁ hvað tíminn líður hratt...
Biðjum bara að heilsa að sinni...
Kv. Berglind and the Gang