Góðan daginn
Ég ætlaði nú að blogga þetta í gærkvöldi en hreinlega gleymdi því þar sem ég var svo mikið að hugsa um hversu mikið yrði nú að gera hjá mér í vetur. Já sæll
Gærdagurinn byrjaði snemma hjá okkur þar sem þeir bræður gerðu sig klára Oliver fyrir sinn fyrsta daga í Hörðuvallaskóla og Kriss fyrir sinn ALLRA FYRSTA SKÓLADAG. Við löbbuðum svo öll saman út þar sem við vissum ákkúrat ekki neitt, þeir bræður voru svo sendir inn í sitt hvora álmuna ég fylgdi Kriss og Oliver að sjálfsögðu eins og alltaf REDDAÐI sér SJÁLFUR. Svo hittumst við öll saman í salnum þar sem skólinn var settur og krakkarnir sungu öll saman nokkur lög, eftir sönginn var farið inn í kennslustofur og kennsla hafinn. Við foreldrar barna í fyrsta bekk máttu fara með þeim svona aðeins inn til að þau myndu nú átta sig, svo sagði kennarinn að nú mættu foreldarnir fara að fara þ.e.a.s ef börnin treystu sér til, við þetta snér minn maður sér við og sagði "farðu". Ég fór því og talaði við kennarann og fór til að kíkja á Oliver og hans kennara. Hún vildi fá að sjá gömlu einkunnarblöðin hans Olivers (frá 4.bekk), svo talaði ég smá við hana og sá að Oliver var strax farinn að tala við einhverja stráka svo ég sagði að ég hefði engar áhyggjur af honum og fór. Tékkaði svo á því hvort það væri ekki alveg örugglega búið að skrá þá í ávexti á morgnana, heitan mat í hádeginu og síðdegishressingu (fyrir Kriss) og jú jú þetta var allt klárt. Svo ég labbaði bara heim í róleg heitunum.
Oliver kom svo heim með vin með sér, ekki lengi að þessu þessi elska, svo ég labbaði út og sótti Kriss snemma í Dægradvölina í gær þar sem ég var að fara sjálf í skólann um kvöldið og vildi fá að heyra hvernig dagurinn hjá honum gekk áður en ég færi út.
Kriss var bara nokkuð sáttur, fannst þetta fínt og best var að hann átti ekkert að læra heima :-) Oliver var líka mjög sáttur, og ekki eyðilagði neitt að hann kynntist nýjum strákum. Því eftir að ég fór í skólann þá hringdu einhverjir strákar og hann fór út að leika með þeim í fótbolta svo ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu!!!
Ég sjálf fór svo í skólann í gærkvöldi, vá hvað er langt síðan ég var á skólabekk síðast og mér leist bara nokkuð vel á þett og þá sérstaklega kennarann. Við fengum strax heimalærdóm sem og hópaverkefni sæll!!! Verður nóg að gera hjá mér í allan vetur sé ég ef þetta verður áfram svona. En við sjáum bara hvernig þetta gengur ekki satt!!!!
Við vorum svo öll vel þreytt í gærkvöldi, Kriss fór í rúmið strax eftir Simpsons og sofnaði strax, Oliver fékk að horfa á So you think you can dance og var svo sendur inn í rúm orðinn vel þreyttur, við erum held ég bara enn að jafna okkur eftir heimferðina sem hófst 00:45 að okkar tíma og sofnuðum ekki neitt allan sunnudaginn... Við verðum samt engan tíma að jafna okkur...
Segjum þetta gott í bili
kv. Skólafjölskyldan í Tröllakórnum