laugardagur, ágúst 30, 2008

Afmælisveisla í dag

Well well well
Þá er LOKSINS komið að þessu, í dag höldum við upp á afmælið hans Kristofers og hlakkar hann mikið til. Við ég og hann sváfum bara tvö ein heima í gærkvöldi (hann ætlaði eins og Oliver að sofa hjá Kristínu en ákvað svo bara að koma heim með ömmu og sofa hjá mér). Hann kom heim gubbaði og lagðist upp í sófa og sofnaði!!! Meðan henti ég á terturnar og bakaði skúffukökuna. Í morgun vorum við svo vakin við símann og ætluðum varla að meika það að fara framúr svo löt vorum við!!! Drifum okkur svo á fætur, byrjuðum að búa til GRÆNT KREM þar sem skúffukakan á að vera fótboltavöllur verður gaman að sjá hvernig hún endar (erum ekki alveg búin að klára hana) annað er sko ready hjá okkur, vorum að koma úr sturtu og erum bara að bíða eftir Grams eða Kristínu með meira krem fyrir okkur svo við getum klárað kökuna...
Erum aðeins byrjuð að raða á borðið svo þetta verður allt klárt áður en gestirnir koma :-)))
Bloggum kannski aftur í kvöld um hvað drengurinn fékk í afmælisgjöf...
Segjum þetta gott í bili.
Over and Out

föstudagur, ágúst 29, 2008

Fullt gerðist á afmælisdaginn :-))

Dúdda mía,
Mín ekkert búin að BLOGGA í marga daga!!! Á miðvikudaginn (í gær sem sagt) þá gerðist fullt, Oliver sótti bróðir sinn í skólann (dægradvöl) þar sem ég var að fara í skólann og átti náttúrulega eftir að gera FULLT áður en ég fær út (eitthvað alveg nýtt). Ég hafði nú sem betur fer henst í búðina og keypt eina randalínu og kleinuhring fyrir Kriss svo hann fengi nú eitthvað smá skemmtilegt á afmælisdaginn sinn!!! Ég dreif mig svo út. Ákvað að tékka stöðuna á Bjarna áður en ég færi út, já sá skemmtilegi atburður átti sér stað að karlinn þurfti að koma í mjög stutt stopp til Reykjavíkur!!! Ég dreif mig í skólann og hringdi svo í Oliver í pásunni til að tékka á því hvort það væri einhver búinn að kíkja við hjá þeim "Nei Oliver sagði nú svo ekki vera"... Stuttu seinna mætti sá Gamli á svæðið og það var ekki lítið sem Litli maður var ÁNÆGÐUR... Sagði við pabba sinn "ég vissi að þú kæmir, þú hefur keyrt á Citron druslunni alla leiðina til Íslands".. Það var nú ekki alveg svo gott en þeir fengu að fara smá á rúntinn með pabba sínum og njóta hans þangað til þeir fóru að sofa (fóru báðir alltof seint að sofa þetta kvöld, sem var nú allt í lagi þar sem bæði Kriss átti afmæli og karlinn var í óvæntri nokkura klukkustunda heimsókn). Ekki leiddist honum Kriss mínu heldur það að pabbi las fyrir hann þangað til hann sofnaði :-))
En þeir voru ekkert smá sáttir við þessa stuttu heimsókn!!! Kriss sagði mér svo í morgun "næst þegar pabbi kemur í heimsókn þá verður hann sko lengur"... En ég held að Kriss elski pabba sinn sko lang mest af sonum hans!!! Hann talar um pabba sinn eins og GUÐ!! Finnst hann æðislegastur! Vá og ekki leiddist litla manni þegar hann, pabbi og Óli Diskur voru saman á rúntinum í Lúx (hann bíður spenntur eftir öðrum svoleiðis túr).. Hann fílar að gera allt svona karla "talar um að þeir karlarnir séu að fara að gera eitthvað saman" það fílar hann í tætlur.
Í dag fimmtudag var svo bara venjulegur skóladagur og allir sáttir með það...
Á morgun föstudag þá ætla þeir bakkabræður að sofa hjá Kristínu frænku og Co. svo er náttúrulega afmælisveislan á laugardaginn, nóg að gera hjá okkur þessa helgina eins og allar hinar.
Verður kannski bara eins og frí að komast í vinnuna :-)))
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kriss bíður spenntur eftir næstu óvæntu heimsókn!
Kv. Berglind, Afmælisstrákurinn og Stóri bróðir

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Hann á afmæli í dag, hann er 6 ára í dag

Dúdda mía
Já nú er Litla barnið mitt bara orðið 6 ára, vá hvað tíminn líður ALLTOF hratt... Hann náttúruleg kominn í alvöru skóla og mjög ánægður í skólanum, finnst rosalega gaman sem skiptir náttúrulega ÖLLU máli.
En hann var vakinn af mömmu sinn í morgun sem söng fyrir hann afmælissönginn, svo vöktum við pabba hans þar sem honum langaði svo að hringja í karlinn og láta hann vita að hann ætti afmæli (eins og pabbi hefði ekki alveg vitað þetta). Eftir það var farið í það að vekja Oliver sem söng fyrir bróðir sinn. Eftir allan sönginn fékk okkar maður sér morgunmat mjög svo glaður og ánægður með það að eiga afmæli, fékk að velja sér hvað hann vildi að Mamma og Pabbi gæfu sér í afmælisgjöf og hann er að hugsa um að velja sér nýtt hjól (bara hið besta mál) förum þá í hjólaleiðangur á morgun og um helgina (kemst því miður ekki með hann í dag þar sem ég er að baka núna og svo er það skólinn í kvöld). Eftir morgunmatinn ákvað Oliver að hann ætlaði að gefa honum pakkann frá sér bara strax og Kriss var ekkert smá glaður með innihaldið (fékk Mustang 67 og 2 legókassa sem honum langaði geggjað mikið í). Áður en þeir fóru svo af stað í skólann hringdi Amma í okkar mann og söng fyrir hann.
Kriss fór því svaka sæll og glaður í skólann búinn að fá afmælissönginn MÖRGUM sinnum fyrir hádegi. Annars vildi hann ekki sjá að ég færi labbandi með þeim í skólann, nú ætluðu þeir Oliver bara að fara 2 saman í skólann og mér var bara vinkað bless, þar fékk ég það óþvegið. Já þeir eru bara orðnir fullorðnir menn og þurfa ekkert aðstoð mína lengur... Svona er þetta bara víst.
Best að halda áfram með baksturinn svo ég nái að klára hann að mestu leyti í dag áður en ég fer í skólann..
Kv. Afmælisstrákurinn, mamman og Stóri bróðirinn

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Fyrsti skóladagurinn búinn hjá öllum.

Góðan daginn
Ég ætlaði nú að blogga þetta í gærkvöldi en hreinlega gleymdi því þar sem ég var svo mikið að hugsa um hversu mikið yrði nú að gera hjá mér í vetur. Já sæll
Gærdagurinn byrjaði snemma hjá okkur þar sem þeir bræður gerðu sig klára Oliver fyrir sinn fyrsta daga í Hörðuvallaskóla og Kriss fyrir sinn ALLRA FYRSTA SKÓLADAG. Við löbbuðum svo öll saman út þar sem við vissum ákkúrat ekki neitt, þeir bræður voru svo sendir inn í sitt hvora álmuna ég fylgdi Kriss og Oliver að sjálfsögðu eins og alltaf REDDAÐI sér SJÁLFUR. Svo hittumst við öll saman í salnum þar sem skólinn var settur og krakkarnir sungu öll saman nokkur lög, eftir sönginn var farið inn í kennslustofur og kennsla hafinn. Við foreldrar barna í fyrsta bekk máttu fara með þeim svona aðeins inn til að þau myndu nú átta sig, svo sagði kennarinn að nú mættu foreldarnir fara að fara þ.e.a.s ef börnin treystu sér til, við þetta snér minn maður sér við og sagði "farðu". Ég fór því og talaði við kennarann og fór til að kíkja á Oliver og hans kennara. Hún vildi fá að sjá gömlu einkunnarblöðin hans Olivers (frá 4.bekk), svo talaði ég smá við hana og sá að Oliver var strax farinn að tala við einhverja stráka svo ég sagði að ég hefði engar áhyggjur af honum og fór. Tékkaði svo á því hvort það væri ekki alveg örugglega búið að skrá þá í ávexti á morgnana, heitan mat í hádeginu og síðdegishressingu (fyrir Kriss) og jú jú þetta var allt klárt. Svo ég labbaði bara heim í róleg heitunum.
Oliver kom svo heim með vin með sér, ekki lengi að þessu þessi elska, svo ég labbaði út og sótti Kriss snemma í Dægradvölina í gær þar sem ég var að fara sjálf í skólann um kvöldið og vildi fá að heyra hvernig dagurinn hjá honum gekk áður en ég færi út.
Kriss var bara nokkuð sáttur, fannst þetta fínt og best var að hann átti ekkert að læra heima :-) Oliver var líka mjög sáttur, og ekki eyðilagði neitt að hann kynntist nýjum strákum. Því eftir að ég fór í skólann þá hringdu einhverjir strákar og hann fór út að leika með þeim í fótbolta svo ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu!!!
Ég sjálf fór svo í skólann í gærkvöldi, vá hvað er langt síðan ég var á skólabekk síðast og mér leist bara nokkuð vel á þett og þá sérstaklega kennarann. Við fengum strax heimalærdóm sem og hópaverkefni sæll!!! Verður nóg að gera hjá mér í allan vetur sé ég ef þetta verður áfram svona. En við sjáum bara hvernig þetta gengur ekki satt!!!!
Við vorum svo öll vel þreytt í gærkvöldi, Kriss fór í rúmið strax eftir Simpsons og sofnaði strax, Oliver fékk að horfa á So you think you can dance og var svo sendur inn í rúm orðinn vel þreyttur, við erum held ég bara enn að jafna okkur eftir heimferðina sem hófst 00:45 að okkar tíma og sofnuðum ekki neitt allan sunnudaginn... Við verðum samt engan tíma að jafna okkur...
Segjum þetta gott í bili
kv. Skólafjölskyldan í Tröllakórnum

mánudagur, ágúst 25, 2008

2 Merkilegir hlutir sem GLEYMDUST....

Dúdda mía...
Hann Kriss okkar MISSTI sína FYRSTU TÖNN í Disney á þriðjudeginum, sem sagt 19.ágúst missti hann sína fyrstu tönn (í neðri góm). Hann var ægilega stoltur og ekki eyðilagði það neitt þegar Tannálfurinn mætti til hans um nóttina...
Annað nú er hann Kriss okkar að verða 6 ára á miðvikudaginn, við ætlum að halda afmælispartý fyrir strákinn laugardaginn 30.ágúst. Komum með frekari upplýsingar þegar nær dregur.

Kv. Þreytta mamman

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Við LOKSINS komin heim í heiðardalinn :-)))

Well well
Fullt eftir að segja frá og alles....
En ég gleymdi í síðasta bloggi að segja frá Kastalanum sem við skoðuðum en hann var rétt fyrir utan Goch.
Á mánudeginum seinni partinn var svo lagt af stað til Parísar og vorum við kominn þangað mjög seint þar sem að sjálfsögðu þurfti að stoppa á leiðinni. Við drifum okkur svo á fætur og eyddum 12 klst í Disney garðinum, svaka gaman og rosalega flottur garður. Miðvikudeginum var svo eytt í Disney studios (klárðum svo nokkur aukaferðir í Disney þar sem hann lokar seinna) við eyddum sem sagt aftur 12 tímum í Disney, vorum öll vel þreytt þegar við loksins komum heim á hótelið, ákváðum svo í framhaldi af því að lengja dvöl okkar í París. Á fimmtudeginum vorum við ekta túristar og fórum í túrista bus og kíktum á París (alla), um kvöldið kíktum við svo á Hard Rock (um að gera að skoða það í nokkrum löndum svo maður hafi samanburð).... Föstudagurinn fór svo í bílferð þar sem við ákváðum að eyða okkar síðustu dögum í Lúx, það var líka bara fínt þar sem við keyrðum í úrhellis rigningu. Stoppuðum líka í Belgíu þar sem við fundum hjólagrind á fínu verði svo að sjálfsögðu var hún keypt. Drifum okkur svo til Lúx svo við gætum kíkt aðeins í Mallið :-))))) Þar var svo verslað nýtt freestyle hjól fyrir Oliver (hann ekkert smá ánægður með það), um kvöldið borðuðum við með Óla og Eyvör. Í gær laugardag var svo tekinn LOKA HRINGURINN í Mallinu (já ég elska búðir fyrir ykkur sem ekki vitið það), Oliver var á meðan að leika við Sam vin sinn í Lúx en hann var sem betur fer kominn heim úr fríi svo Oliver fékk að æfa sig í Lúxí og Þýsku. Við hin fórum í Mallið og pakka niður þar sem já við vorum með FREKAR MIKINN FARANGUR skil þetta ekki ég sem fór út með því hugarfari að versla EKKI NEITT eða alla vegana MJÖG LÍTIÐ. En við komum heim með 3 ferðatöskur, við öll með handfarangur + 2 reiðhjól og hjólagrind "já sæll"..... En þetta gekk allt á endanum sem betur fer...
Reynsi sótti okkur svo (því miður misstum við af leiknum, en fengum reglulega að heyra stöðuna í vélinni og fríhöfninni), þegar við komum svo heim þá var Amma kominn heim til okkar og búinn að fara í bakaríið (dúdda mía hvað það var gott)... Nú er ég svo búinn að rífa upp úr öllum töskum, næsta skref er svo að ganga frá öllu og finna til skólatöskur, skólabækur og tilbehör. En við erum öll VEL ÞREYTT núna en halló hér verða allir vakandi þangað til komið er kvöld, tekur því ekki að leggja sig núna þar sem maður þarf að vakna eldsnemma í fyrramálið í skólann....
Segjum þetta gott í bili.
Efast um að ég nenni að setja inn myndir úr ferðalaginu þar sem Oliver og Bjarni tóku svo geðveikt magn af myndum.
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Dyragardur i dag....

Well well well
Akvad ad blogg sma nuna a utlensku, tar sem vid erum i dag a netikaffihusi og tar eru ekki islenskir stafir i bodi :-)
En vid erum buin ad gera alveg fullt sidan sidast, tad var sem sagt ekid af stad a tridjudagskvoldinu til Lux, komum tangad geggjad seint sem var lika bara fint, litil umferd a leidinni og strakarnir gatu sofid i bilnum. Vid gistum aftur i husinu hja Ola og Eyvor, tar svafum vid Oliver ut (eda eg for a faetur tegar Bjarni og Kriss foru a runtinn med Ola en akvad svo bara ad leggja mig aftur)... Kriss skemmti ser ekkert sma vel med Ola og Bjarna a runtinum og finnst Oli Diskur geggjad fyndinn. Tegar vid Oliver loksins voknudum ta forum vid a runtinn aftur :-)) drifum okkur af stad til Weeze ad visu gistum vid nuna i bae sem heitir Goch og er mikid staerri.. A fimmtudeginum ta akvadum vid bara ad vera herna i baenum ad skoda mannlifid sem var lika bara fint.. A fostudaginn skelltum vid okkur yfir til Hollands i Minigolf sem var sko bara stud, athygli skal vakin a tvi ad eg stelpan for holu i hoggi a fyrsta teig og vann tvi fyrsta leikinn... Ja eg var sem sagt ein med strakana i Minigolfinu... I gaer fostudag aetludum vid ad versla Freestyle hjol fyrir Oliver en nota bene tad er gedveikt vesen ad fa grind fyrir hjol a bilana herna ef madur er ekki med Krok svo vid versludum ekkert hjol en i stadinn forum vid bara i baeinn Kleve sem er herna rett hja og tar fann eg H&M verslun :-)))) Strakarnir versludu ser geggjad cool jakka tar og svo var bara chillad. Ekki ma gleyma tvi ad vid erum buin ad prufa mjog marga og misjafna veitingarstadi i tessari ferd...
I dag skelltum vid okkur svo i Dyragardinn i Kleve sem er svona litill dyragardur.. Vid skemmtum okkur vel tar og DRAPUMST ur HLATRI tegar geitin reyndi ad stanga Oliver af tvi hann vildi frekar gefa litlu geitinni mat en ekki honum :-))) tad var gedveikt fyndid... En teir gengu um allt ad gefa dyrunum ad borda svaka sport.
A morgun gerum vid okkur klar fyrir runtinn aftur, ja nu a ad keyra nidur til Parisar og fara a tridjudaginn i Eurodisney og okkur hlakkar ollum mikid til. En Bjarni fer aftur i fri seinni partinn a morgun og fer ekkert ad vinna aftur medan vid erum i tessari ferd :-))
segjum tetta gott i bili.
Kv. Berglind og Ormarnir i utlondum

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Audi safnið var það heillin :-)))))

Well well well
best að notfæra sér það meðan maður kemst online að BLOGGA. Í gær vorum við bara lazy vorum í Nurnberg að chilla, Oliver að hjóla út um allt og krakkarnir að leika við Kriss. Kíktum svo að lokum í góðan bíltúr. Veðrið var mjög fínt við vorum mikið úti að leika, Oliver geggjað duglegur að hjóla á hjólinu sem við væntanlega tökum heim (já fyrir mig, svo við getum farið saman í hjólatúr familían)... Gaman að því.
En í dag var vaknað frekar tidligt og við skelltum okkur í langan bíltúr til að kíkja á "Audi" safnið, þar skemmtu þeir feðgar sér rosalega vel við skoðuðum mikið og eyddum góðum tíma á safninu. Kíktum svo í Outlet sem var ekkert skemmtilegt að vísu gátu strákarnir leikið sér smá þar það var það eina sem fékkst upp úr þeirri ferð. Kíktum svo í annað stórt Mall og þar komst stelpan i smá verslunarfýling, verslaði mér buxur, vesti og jakkapeysu, fann smá af nærfötum á strákana en er það ekki alveg merkilegt ef hægt er að finna nærbrók þá er ekki til nærbolur í stíl. En við fundum eitthvað sem er betra en ekki neitt... Oliver leitaði sér mikið af skóm en þeir sem hann var að fýla feitt voru ekki til hans stærð svo við höldum bara áfram að leita af skóm fyrir hann. Svo var að sjálfsögðu fengið sér að borða og mikið skoðað. Í Mallinu voru fullt af búrum með allskonar eðlum í og ekki leiddist þeim bakkabræðrum að kíkja á það. Eftir langan dag var farið heim, nú er svo planið að keyra til Lúx í kvöld og gista þar í nótt og fara svo á morgun aftur til Weeze þar sem Bjarni byrjar að vinna aftur á fimmtudaginn. Við erum búinn að vera að kíkja á nágrennið og það gæti bara vel farið svo að við kíkjum í MíniGolf og risa LEIKSVÆÐI meðan karlinn er að vinna, við erum búinn að vera að skoða nágrennið. Við eigum pottþétt eftir að finna okkur eitthvað að gera. Svo í næsta fríi þá verður farið í eitthvað tívolí kannski www.phantasialand.de ef ykkur langar að kíkja á það.
Eins og þið sjáið er nóg að gera hjá okkur og svak stuð. Gaman á meðan okkur leiðist ekki :-)))
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Berglind og Gormarnir

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Vú hú aftur BLOGG

Já sæll
Nú er bara alltaf verið að BLOGGA ha ha ha he he...
Loksins komst Molly í Mall og miðbæ, gat verslað eitthvað smá. En ég veit ég á eftir að valda nokkrum vonbrigðum, ég er að tala um að Molly verslaði ákkúrat ekki neitt á sjálfan sig :-(((( en við fundum nokkrar hettupeysur á Oliver það var það eina sem hann fílaði í H&M var ekki að fíla brækurnar eða boli þar inni sem er sko bara í lagi hann á nokkrar gallabuxur er ekki alveg fatalaus. Kriss var sko í essinu sínu í H&M nennti að máta alveg á fullu sem var sko bara snilldin ein, hann valdi 3 síðermaboli, 2 hettupeysur, 2 gallabuxur og ég held nú ekkert meira. Vorum búinn að kaupa smá sokka á þá en því miður var ekki til nærföt og sokkar í þessari H&M verslun, þannig ég hef sem sagt afsökun til að fara aðra H&M ferð :-))))))))) ekki á mér eftir að leiðast það :-))))))
Annars eyddum við sem sagt gærdeginum í Mallinu og miðbænum mjög fínt... Í dag fórum við hins vegar í Dýragarðinn, sem var bara ljúft eyddum öllum deginum í garðinu, veðrið var fínt sem gerði þetta mun skemmtilegra. Fórum á rosa flot sela/höfrungashow sem var bara æðislegt og vorum svo bara að chilla og skoða...
Veit ekki alveg hvert planið er fyrir morgundaginn en við eigum alla vegana eftir að skella okkur í Tívolí það er alveg á hreinu, svo bara chilla og skoða.. Oliver er á fullu að skoða sér freestyle hjól og Kriss að reyna að finna hugmyndir af afmælisgjöfum sem er ekki alveg að ganga. En vonandi á hann nú eftir að finna sér eitthvað. Ég ætla nú líka að komast svona einn dag að skoða fyrir mig gá hvort ég sjái nú ekki eitthvað handa mér :-)))))))))) Því ég get ekki verið þekkt fyrir það að versla lítið í útlöndum, það yrði verulegt shock fyrir mig :-))) En ég er samt ákveðin í því að versla mér bara eitthvað sem ég mun koma til með að nota (á nokkrar flíkur með verðmiðanum á, hef verið að fara með það í Rauðakross kassann, ekki mjög svo hagsýn so far, en kannski er stelpan að breytast)...
hver veit...
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Frá okkur í útlandinu

laugardagur, ágúst 09, 2008

Loksins kemur blogg og kominn Ágúst

Góðan daginn
Þá er komin ágúst mánður og Kriss okkar verður bráðum 6 ára, vá hvað hann hlakkar mikið til og talar mikið um það að hann eigi bráðum AFMÆLI.... Sæll
Enda mikið að gerast í hans lífi, kominn með lausa tönn, að fara að byrja í ALVÖRU skóla og allt að gerast. Við erum búinn að versla nánast allt fyrir skólann fyrir þá báða og það hefur honum Kriss mínum bara ekki þótt leiðinlegt, fékk að velja sér alveg sjálfur pennaveski og það var sko sport út af fyrir sig. Ætlum líka að kíkja í H&M með skólaföt svo þeir fái nú eitthvað nýtt áður en skólinn byrjar, enda styttist óðfluga í það... Fyrst er það skólinn svo AFMÆLI ekki leiðinlegt það en við erum búinn að vera að kíkja á hvað hægt er að gefa honum í afmælisgjöf, en það gengur frekar erfiðlega að finna eitthvað sem hann langar í (já ótrúlegt en satt)...
Annars erum við búinn að vera bara í útlandinu og hafa það gott, byrjuðum í Lúx gistum þar í 2 nætur og keyrðum svo in the middle of nowhere já gistum eina nótt í bæ sem heitir Weeze og í þeim bæ er ákkúrat ekki neitt bara 2 matvörubúðir, þaðan fórum við já til Klevear (held þetta sé rétt skrifað) og dúdda mía þar var fullt af búðum en þar var mest selt Biblíuhlutir, þar sem þessi bær er svona kirkju/biblíubær, þar voru messu 24/7 og alltaf eitthvað að gerast á götum bæjarins líka er varðaði þetta kirkjulega starf, og ekki má gleyma því að meðalaldur bæjarbúa var í kringum 76 ára. hahahah hehehhehe. Við gátum eitthvað skoðað þar sitt lítið af hverju en þetta var alveg orðið ágæt þegar við vorum búinn að eyða 3 dögum í bænum (en við vorum þar meðan Bjarni var að vinna).... Nú erum við hins vegar komin til Nurnberg veit ekki hvað við verðum hérna marga daga eða lengi en ég kemst alla vegana í H&M hér í þessum bæ og það hjálpar alveg FULLT. Svo er náttúrulega stefnan tekinn á að skella sér í tívolí og dýragarð.
Man ekki hvort það hafi nokkuð svaka merkilegt gerst hérna hjá okkur síðustu daga sem ég gleymi að segja frá en ef svo er þá bara uppdeita ég ykkur later.
Kv. Familían í útlandinu.

laugardagur, ágúst 02, 2008

Vú hú júlí búinn og aftur komin helgi.

Well well well
Hvað tíminn líður hratt það er ekkert venjulegt, við erum að tala um að það er kominn ágúst og ekki er það nú leiðinlegur mánuður, Prinsinn á heimilinu elskar ágúst og hlakkar mikið til að fá að verða LOKSINS 6 ára, já það getur verið erfitt að bíða eftir afmælinu sínu :-))))
En prinsinn er sem sagt búinn að vera á sundnámskeiði og stóð sig eins og hetja er bara orðinn syndur sem selur, hættur að nota kúta nema hvað fer allt kútalaus (bara verst hvað hann er kaldur hann lætur sig alveg gossa í djúpu laugina kútalaus)... Hann skemmti sér bara vel á sundnámskeiðinu þó svo að hann hafi kunnað allt (að eigin sögn). Þessa vikuna var smá púsluspil í gangi Oliver var heima með Kriss einhverja daga, hann fór á róló 3 sinnum (2 sinnum með Heimi Þór vini sínum og einu sinni bara einn ) skemmti sér stór vel þar, því vinur hans Arnar og bróðir hans Bjarni voru líka á róló (voru alla 3 dagana einhverjir krakkar úr Arnarsmáranum svo hann þekkti alltaf einhverja á róló)... Á föstudaginn þá var hann hins vegar bara heima með Oliver og Reynsa. Gekk þetta lygilega vel fyrir sig það var aðeins einn daginn sem var eitthvað smá vesen á þeim en það lagaðist nú mjög fljótt. Sem er sko bara hið besta mál.
Unglingurinn er búinn að vera að leika sér út í eitt þessa vikuna, hefur mest lítið sést heima eftir hádegið búinn að vera úti að leika langt fram eftir kvöldi, sem er sko bara hið besta mál enda veðrið búið að vera alveg æðislegt. Hann var nú samt með bróðir sínum og Reynsa á föstudaginn, fór að ganga hérna inn í Heiðmörk, á bókasafnið, Sporthúsið og bara leika sér. Bara gaman hjá þeim.
Í gærkvöldi bauð amma okkur svo í mat þar sem strákarnir voru þar þegar ég LOKSINS komst heim úr vinnunni (frekar erfitt að komast út á föstudegi, hvað þá 1.ágúst)
Í dag virðast allir ætl að sofa út sem er líka bara fínt, við kvörtum aldrei yfir því, finnst bara æðislegt ef þeir meika að sofa út..
Látum heyra frá okkur meira eftir helgina, því um helgina á að slappa af....
Segjum þetta gott...
Over and out.