sunnudagur, september 30, 2007

Laugardagur "nammidagur"

Góða kvöldið
Þá erum við búin að vera á fullu í dag gjörsamlega. Fyndið hvað helgarnar eru alltaf busy hjá manni eins og maður ætlar alltaf að slappa af og gerir það ákkúrat ALDREI.
Við vöknuðum og vorum frekar löt að klæða okkur en létum okkur nú samt hafa það, Unglingurinn á heimilinu ætlaði að fara í strætó að hitta vini sína og fara á leikinn Breiðablik - Fram. Við hin skruppum í heimsókn til Löngu og Langa og mætti fullt af liði þangað. Eftir smá stopp þar ákváðum við að drífa okkur af stað, fyrst var það RL- mega store, svo var það IKEA og þar inni gátum við að sjálfsögðu eitthvað keypt og séð margt sniðugt sem við þurfum nauðsynlega að fá okkur eins og skáp inn á bað, kommóðu fyrir vettlinga, húfur og svoleiðis stuff og að sjálfsögðu lítið skrifborð fyrir tölvuna. Ætlum að skoða þetta aftur og mæla svo fyrir þessu hvort þetta komist nú ekki alveg örugglega fyrir hjá okkur!"!!!! Eftir IKEA var ömmu skutlaði heim þar sem María ætlaði að klára hjá henni listana, við fórum hins vegar heim og buðum Kristínu og Co. til okkar. Fórum heim og ákváðum hvað ætti nú að vera í kvöldmatinn og svo fóru stubbarnir að leika sér meðan maturinn var útbúinn. Buðum Kristínu og strákunum í mat, en okkur vantaði þá sárlega STÓRA FÍNA BORÐSTOFUBORÐIÐ okkar þar sem við erum með svo lítið borð (ef allir hefðu verið heima þá hefðum við þurft að borða til skiptis ekki allir geta sest í einu). Eftir matinn horfðu strákarnir á smá bíó og vinsælasti frændinn kom þá LOKSINS heim en ótrúlegt en satt þá keyrði strætó framhjá Oliver ekki svo sem í fyrsta skipti sem það gerist, svo hann þurfti að bíða í 30 mín eftir næsta vagni, og var ekki með símann sinn svo ekki gat hann hringt í mömmu og beðið hana að sækja sig... Svo voru lætin nú orðin alltof mikil að við ákváðum að henda strákunum í bað saman!!!! Til að róa þá aðeins (ekki það að það hafi endilega virkað mikið) en eftir baðið sagði Oliver að nú mætti ekki hafa læti þar sem RISAEÐLU þátturinn hans væri að byrja í TV (Oliver missir sko ekki af þeim og fýlar ekki að það séu læti meðan hann hlustar á hann). Svo þeir fóru allir í sófann til Olivers eftir baðið og horfðu á þáttinn með honum. Þegar við familían vorum bara orðin eftir heima þá var hann Kriss okkar sko að leka niður í sófanum svo mamma fór með hann inn í rúm og las smá fyrir hann og það gjörsamlega leið yfir hann. Við Unglingurinn komum okkur hins mjög vel fyrir á náttfötunum upp í sófa og horfðum saman á TV þangaði til við sofnuðum í sófanum, bara svo huggulegt.
Svo það var sko alvöru LETI dagur hjá okkur í dag "laugardag" alla vegana í kvöld!!!!!!!!!

Á morgun er svo nýr dagur og þá þarf Oliver að læra (meðan ég man þá fékk hann 9,5 fyrir fyrrihlutan í samræmda stærðfræðiprófinu en 8,5 fyrir seinni hlutan en villurnar hans voru allar klaufavillur). Hann verður bara að flýta sér aðeins hægar þessi elska mín. En svo verða það alveg örugglega einhverjar fleiri búðarferðir í dag svo gaman að þeim. ha hahaahahahah
Svo þarf að athuga með gardínurnar okkar eftir helgina, pöntum þær vonandi eftir helgi en þær kosta alveg hálfan hægri handlegginn.

Kv. Sú kaupsjúka og synir hennar.

laugardagur, september 29, 2007

Margt er hægt að læra af bíómyndum

Góða dag!
Já dagurinn í gær var sko bara fínn, við erum að tala um að Kriss svaf aðeins lengur en vanalega og var nývaknaður þegar Jón Egill og Tómas Ari komu til okkar. Við vorum sem sagt að passa þá í gær þar sem það var skipulagsdagur í leikskólanum í gær. Þeir voru svaka stilltir horfðu á barnatímann og fengu svo morgunmat, eftir matinn fóru þeir bara að leika sér. Svo var nú alveg rigningarlaust í smá tíma svo ég ákvað að skella mér út með þá (ætlaði að vera svaka dugleg og hendast með þá í Smáralindina) en NEI við fórum ekki þangað!!! Byrjuðum á því að labba út á stoppistöð ætluðum að taka strætó svaka sport! Hvað haldið þið jú jú strætó kemur svona sirka 300 ára gamall svo ekki var möguleiki á því að ég kæmi tvíbbunum inn í vagninn í kerrunni svo nú hófst ballið að rífa þá úr kerrunni koma þeim upp í vagninn þar sem það voru sko heil 3 há þrep upp í vagninn meðan ég kom strákunum í vagninn þá tók útlenski strætóbílstjórinn það að sér að koma kerrunni inn í vagninn. Svo settust strákarnir allir svaka stilltir og ég ætlaði að borga jú ferðin kostar 280 kr og mín var með 500 kr en halló þá er ekki gefið tilbaka í strætó á Íslandi (hvernig átti ég útlendingurinn að vita það, það var sko alltaf gefið tilbaka í Lúx). Svo þetta endaði þannig að bílstjórinn sagði mér að þessi ferð yrði bara frí!!!!! En þetta var búið að vera svo mikið vesen allt saman að ég ákvað bara að við færum úr hjá Nettó í Salahverfinu og myndu bara kaupa okkur að borða í Nettó, nennti ómögulega lengra þar sem þetta var búið að taka svona mikinn tíma. Við alla vegana drifum okkur í Nettó versluðum það sem okkur vantaði og Kriss tók að ég held ALLA LÍMMIÐANA af bananunum í búðinni alla vegana voru þeir frændur vel límdir þegar við fórum út úr búðinni. Ég ákvað að kaupa að drekka handa þeim á leiðinni heim þar sem ég var harð ákveðinn í því að labba bara með þá heim. Kriss er nú svo duglegur að labba að það var í góðu lagi hans vegna. Svo var rölt heim ekkert mál enda göngustígur svo að segja alla leið (þurfum bara að vaða drullusvæði hérna rétt fyrir utan). Komu svo heim þar sem það var leikið meira, borðað og stubbarnir lögðu sig!!!!
Meðan stubbarnir lögðu sig skrifaði Kriss fyrir mömmu sína nafnið sitt en hann er allur að koma til hvað það varðar.
Oliver kom svo LOKSINS heim en hann þessi elska er bara fram eftir á hverjum degi að leika með strákunum í bekknum sínum sem er sko bara hið besta mál. Oliver hringdi í mig til að segja mér að hann og Flóki ætluðu að koma heim í strætó. Svo komu þeir heim og þá höfðu þeir fengið far hjá mömmu hans Flóka, voru þeir svaka góðir eins og venjulega. Ákváðu svo að fara út í skóla hérna í fótbolta og ekkert mál þeir komu tilbaka HUNDBLAUTIR, var Flóki svo sóttur af pabba sínum.
Um kvöldið var svo huggukvöldmatur þar sem við kveiktum á kertum og höfðum það huggó en það stóð nú svo sem ekki yfir lengi þar sem Simpsons byrjaði í TV. Þá færðu þeir bræður sig yfir í sófan og komu sér vel fyrir.
Kriss sagði svo við mig þegar ég var búinn að ganga frá eftir matinn "mamma ég ætla að kyssa þig eins og er gert í bíómyndum" svo tók hann utan um mig horfði í augun á mér kyssti mig og strauk svo sínum nebba upp eftir mínum. Já það verður einhver heppin stelpa í framtíðinni þ.e.a.s ef hann verður áfram svona kelikarl en Kriss mínum finnst voða gott að kela með mömmu sinni sama hvort það er í rúminu eða sófanum (þá segir hann komum upp í rúm að kela og þá segjum við eitthvað fallegt við hvort annað og erum að kyssast og svona) já hann Kriss er sko oft bara elska.
Annars er hann Kriss búinn að vera með Playmóbók undir hendinni og segja mér hvað hann langi í og hvað honum vanti, enda er hann búinn að velja að fá Stóan PLAYMÓ kassa í jólagjöf frá mömmu sætu"!
Í dag er svo uppáhaldsdagurinn hans Kriss "nammidagur". Var samt að spá í það eftir helgi að athuga með að skrá hann í fimleika!!! Sjáum hvað kemur í ljós en ég vill endilega fara að senda hann í einhverjar íþróttir!!! Ef þið eruð með hugmyndir þá endilega komið með þær!
Kv. Pikkólína og Ormarnir hennar

miðvikudagur, september 26, 2007

Engin að Commenta hjá okkur

Helló
nú erum við bara farin að halda að það sé engin að lesa hjá okkur lengur!!!! Hvaða djók er það, hvernig væri að fólk færi að kvitta fyrir innlitið, veit að nokkrir LESENDUR okkar kvitta ekki en þeir hafa tilkynnt okkur það sérstaklega og tökum við alveg tillit til þess en þið hin hvernig væri að kvitta fyrir innlitið og tjá sig eitthvað. Bara svona hugmynd!!!!!!!!!!!
Vá verð að monta mig smá á Unglingnum mínum með skapið! Hann kom heim í gær með fyrsta hlutan úr stærðfræðiprófi "samræmdu" og hafði reiknað allt sjálfur í skólanum og vitir menn það voru einungis 2 klaufavillur sem hann sá um leið og mamma hans benti honum á villurnar og lét hann lagfæra þá sjálfur (að sjálfsögðu var þetta leiðrétt á augabragði og gert rétt). Svo er að sjá á morgun hvernig honum gengur með seinni hlutann. Örugglega vel eins og fyrri hlutan. Hann er vel gefin þessi elska mín!!!! Svo er bara að vona að hann standi sig jafnvel í samræmduprófunum sjálfum en þau eru 18. og 19.okt, strax eftir þau byrjar svo VETRARFRÍIÐ sem stendur yfir í tæpar 2 vikur. Bara gaman að þessu.
Nú ætlum við svo að fara að efla Kriss í því að skrifa nafnið sitt og jafnvel gera eitthvað meira, var verið að tala um það að á sama aldri kunni Oliver að skrifa nafnið sitt og gott betur en það. Var líka byrjaður að reikna smá og hafði mikinn áhuga á öllu sem við kom námi. En það þurfa svo sem ekkert allir að vera eins eða hvað?????
Svo það mætti segja að það sé alveg nóg að gera á heimilinu, við enn eftir að gera slatta á heimili okkar og þeir bræður farnir að bíða eftir rúmum sínum og dótinu sínu, hlakkar geggjað til þegar það verður allt saman komið til okkar, vonum að það verði lágmark komið hingað fyrir jólin þannig að við getum gert þetta svona alvöru HEIMILISLEGT með myndum á veggjunum og svona fyrir jólin. Erum alveg búin að innrétta allt hjá okkur í huganum, svo er bara að sjá hvort þetta smell passi ekki allt inn þegar dótið er komið!
Ætlum að fara að skoða í vikunni glerhurð fyrir baðkarið svo við komumst í sturtu líka! Einnig finna svona járnlista svo við getum skilið að parket og flísar, svo að sjálfsögðu vantar einhver ljós og svona ennþá. Nóg að gera og stússast þegar maður er orðinn fasteignaeigandi.
Jæja segjum þetta bara gott í bili.
Læt heyra meira frá okkur later gater.
Munið að kvitta fyrir komunni.
Kv. Pikkólína og Gormarnir

mánudagur, september 24, 2007

Meiri vesenis drengirnir

Well well well
Þá erum við ný kominn heim af Læknavaktinni já nú var það Oliver. Kom heim eftir leikinn Breiðablik - HK og átti að hendast beint í bað, þegar ég var að láta renna í baðið byrjaði hann að kvarta yfir sviða í öllum líkamanum og þá sá ég að hann var allur út steyptur í litlum sárum um allan líkama (nema bumban og bakið), annars staðar voru þessi litlu sár. Svo ég reif hann úr baðinu og ákvað að bera á hann ilmefnalaust krem til að minnka sviðann en NEI það virkaði heldur ekki svo nú voru góð ráð dýr. Ég ákvað að við myndum bara drífa okkur til Doksa og fá því úrskorið hvað þetta væri og jú jú við hringdu í Reynsa frænda og fengum hann til að skutla okkur til Doksa. Við fengum svaka góðan Doksa á læknavaktinni, hressan og skemmtilegan, sem hafði húmor fyrir því að Oliver væri eflaust bara með ofnæmi fyrir því að Blikar og HK gerðu jafntefli. En við fengum bara Ofnæmistöflur fyrir Oliver sem við eigum að eiga til ef svona tilfelli koma upp aftur. Doksinn sagði erfitt að gera sér grein fyrir af hverju þetta kæmi núna og fyrir hverju þetta væri við yrðum bara að vera dugleg að fylgjast með honum og ef þetta kæmi upp aftur reyna að tengja þetta við eitthvað. Svo já nú fer ég eflaust að þurfa að halda 2 matardagbækur eina fyrir Oliver og aðra fyrir Gubbugeitina hann Kriss minn. Já gaman að þessu ha!!!!!!!!!!!
Annars erum við bara búin að vera í stuði um helgina, fórum til Löngu og Langa í gær og hittum hele familíen í kaffi hjá þeim, þar var stuð eins og alltaf. Svo fórum við smá húsgagna leiðangur að leita af ísskáp og uppþvottavél fyrir Ömmu, kíka líka á rúm fyrir bæði Mömmu og Ömmu, nóg að gera. Í dag þrifum við svo smá bílinn hennar ömmu (hann hefur nú oft verið hreinni en er samt skárri en hann var). Svo var Oliver skutlað til Flóka og var hann að leika við strákana og fóru þeir svo allir saman á leikinn. Meðan Kriss fór með Mömmu og Ömmu í IKEA að skoða það er sko ýmislegt sem vantar þegar maður er að flytja í nýtt hús ha. En við keyptum nú nánast ekki neitt þar sem við vorum ekki í stuði. Drifum okkur svo bara heim í róleg heitinni og tókum því rólega enda er helgin að klárast og við tökum lengra helgarfrí núna þar sem leikskólinn hjá Kriss er LOKAÐUR á föstudaginn.
Það geriðst sem sagt ekkert svakalega mikið þessa helgina. Ætlum að reyna að flísaleggja næstu helgi svo þetta fari nú að klárast hjá okkur einhvern tímann.
segjum þetta gott í bili.
Kv. Ritarinn og Ofnmælistilfellin 2

miðvikudagur, september 19, 2007

Við orðin TENGD

Well well well

Við erum að tala um að þá erum við LOKSINS orðin TENGD við UMHEIMINN. Kominn með netið og heimasíma... Búum ekki lengur in the middle of nowhere......


Vildi bara tjá mig um þetta mál.

þriðjudagur, september 18, 2007

Nóg að gera

Well well well
Þá ætlum við að fara að reyna að skipuleggja betur heimilið okkar, eigum náttúrulega eftir að fá heilt fjall af dóti frá Lúx þegar Gámurinn okkar kemur en þangað til verðum við að reyna að gera svolítið huggó úr dótinu sem við erum með. Ætlum að fara í það fljótlega að skipta um herbergi láta Oliver fara yfir í sitt herbergi og sofa þar. Ætla einmitt að hendast með gardínurnar á morgun og láta laga þær svo við séum með gardínur fyrir svefnherbergjunum. Förum svo í geymsluna í síðasti lagi um helgina og tökum okkar dót úr henni, gerum klárt með það sem við erum með, þýðir ekkert annað en að drífa þetta af.
Oliver langar líka mikið að fara að komast bara í sitt private og losna við ágang okkar hinna, finnst stundum voða fínt og gott að geta bara verið útaf fyrir sig, fá frið fyrir KELLUNNI og LITLA BRÓÐIR skiljanlega.
Kriss er náttúrulega bara alltaf eins, að allan daginn. Finnst rosa gaman í leikskólanum og er að gjörsamlega þangað til hann fer að sofa :-)))))
við erum rosa sátt í nýja húsinu, finnst bara notó að fara heim til okkar og hafa það huggó puggó, byrjuðum á því að kveikja á kertum og svona fín heitum í gær, þar sem okkur fannst svo dimmt úti.
Eftir að við verðum búin að koma okkur svona ágætlega fyrir þurfum við að fara taka endanlega ákvörðun með hvernig gluggatjöld eiga að vera fyrir í eldhúsinu/stofunni. Held ég vilji annað hvort myrkvunargardínur eða Screen. Var að hugsa um Tannlæknagardínur en er hætt við það í bili. Svo á að sjálfsögðu eftir að kaupa einhver ljós, hengja upp ljós, festa flísarnar, kaupa glerið inn á bað og setja það upp, já sko nóg að gera á nýju heimili. Eins eigum við svo eftir að taka geymsluna í gegn og setja upp hillur þar en það er sko ekki sett mjög ofarlega á priority listann.
En eins og þið lesið þá er sko alveg nóg að gera hjá okkur.
Við látum þetta bara duga í bili.
Kv. Berglind

mánudagur, september 17, 2007

Monday, monday.

Þá er bara komin ný vika, meiri segja kominn 17.september sem segir okkur hvað. Jú ekki nema 98 dagar til jóla. Dúdda mía hvað það er nú ekki langt, þá höfum við 98 daga til að gera cosý, heimilslegt og jólalegt. Vá hvað það er nú gaman jú hú við erum sko bara orðin spennt.
En annars er svo sem bara allt fínt að frétta af okkur, fengum flutningabíl fyrir ömmudót á laugardaginn og meðan við fylltum bílinn þá var Oliver heima með Kriss þeir bara að chilla horfa á fótboltaleiki og eitthvað huggulegt. Kriss var svo sóttur þar sem hann hjálpaði svona aðeins til við að taka dót út úr bílnum og setja inn í íbúðina (en íbúðin hjá Ömmu lítur út eins og eftir Hírósíma, urðum bara að henda dótinu inn þar sem amma þurfti að skila lyklunum af Hlíðarveginum á sunnudaginn). Strákarnir voru svo heima á laugardagskvöldið með Ömmu og Reynsa frænda þar sem mamma fór í weddingið hennar Ollu.
Sunnudagurinn fór svo í afmæli (Oliver fór í bekkjarafmæli á sunnudagsmorgninum) var svo sóttur og þá var farið heim, þar sem okkar maður var rosa óþekkur !!!!! Við skelltum okkur svo með lykilinn af Hlíðarveginum og versluðum í matinn og LOKSINS var eldaður ALVÖRU KVÖLDMATUR svoleiðis höfum við bara ekki haft tíma í, í nokkuð langan tíma. En þetta var bara ljúft og sofnuðu þeir bræður báðir snemma. Enda búið að vera mikið að gera. Voru þeir meðal annars að skipuleggja í gærkvöldi hvert við ættum að fara í göngutúr um næstu helgi. Nú á að fara að skoða nýja umhverfið okkar.
Annars er svo sem ekkert brand new að frétta, erum kominn í símasamband og vonandi í dag líka í tölvusamband. Bara gaman að þessu.
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.
Berglind

föstudagur, september 14, 2007

Nú er að koma HELGI:

Þá er helgin að detta inn.
Við komin með SÍMASAMBAND við heiminn, eigum eftir að finna símann í geymslunni. Fáum nettengingu eftir helgina svo þetta er allt að smella, þá er bara gámurinn eftir. Og hann má koma fyrir jólin svo við getum gert fínt og sæt fyrir jólin okkar "fyrstu jólin" í nýja húsinu.
En svona er það nú bara. Klárum um helgina að flytja draslið úr ömmuhúsi, það er sko alveg slatti eftir þar og sú gamla á að skila lyklinum af sér á sunnudaginn. Svo við verðum bara að bretta upp ermar um helgina. Ég get það að vísu ekki alla helgina en við reynum alla vegana að klára þetta og um það snýst málið.
Annars erum við bara sátt í okkar sveit höfum það rosalega gott og njótum þess sko í botn. Verð að fara eftir helgina með gardínurnar og láta sníða þær í gluggana svo við höfum gardínur.
Svo það mætti alveg segja að það sé sko yfirdrifið að gera hjá okkur. Við kvörtum sko bara alls yfir því en það verður samt líka bara notó að fara að slappa af saman í nýja húsinu. Getum þá kannski farið að fá fólk í heimsókn og bjóða fólki í heimsókn til okkar. Það verður sko bara æðislegt.
Við erum sko bara alltaf öll í stuði. Kriss er alveg ákveðinn í því að verða ekki STÓR UNGLINGUR eða GAMALL því hann segir það bara vera VESEN (svo sem alveg rétt hjá honum ekkert vesen þegar maður er svona ungur). Hann er sko alveg met þessi elska og kann sko að bræða mann alveg, sama hvort það er ELDSNEMMA að morgni eða áður en hann fer að sofa. Kann á kelluna og það er líka kannski bara gott.
Unglingurinn minn er búinn að vera svaka duglegur í þessu FLUTNINGSVESENI öllu, hefur svæft bróðir sinn öll kvöld, farið með honum inn að lesa og séð til þess að dúddi sofni. Svo ekki get ég kvartað neitt. Búin að vera mjög góður, fer að sofa um leið og hann hefur svæft Kriss eða fljótlega eftir það, hefur bara verið eins og hugur manns.
Sem er náttúrulega bara frábært fyrir mig.
En best að drífa sig heim úr vinnunni og fara að henda eins og MÓFÓ í kassa.
kv.Berglind og Ormarnir

fimmtudagur, september 13, 2007

Brjálað að gera

Hellú
Við erum sko alveg á fullu þessa dagana í flutningum og tilbehöri. Kriss orðinn frekar viðkvæmur en það fylgir svona flutningum víst of hjá börnum, en þetta á allt saman eftir að lagast á endanum ekki satt :-))))))
Í gær var sko crazy mikið að gera, ég sótti Kriss á leikskólann og svo drifum við okkur beint í Smáralindina til að versla Stígvél á drenginn en hann er sem sagt búinn að slíta þeim sem amma gaf honum og úrvalið í Smáralindinn af Stígvélum var sko ekki upp á marga fiska. Enduðum á að kaupa Latabæjarstígvél, okkar maður svaka ánægður með það. Svo var farið í Vodafone en þar ætlum við að vera með heimasíma, internet og GSM svo við fórum að panta flutning á GSMinum og panta Internet þjónustu (Oliver fær netfangið oliskoli2000@internet.is og ég berglindgb@internet.is ). En síminn, GSMinn og Internetið verður ekki virkt fyrr en eftir 7-10 virka daga. Frekar mikið að gera þegar maður er að flytja svona. Fórum úr Smáralindina og yfir á Smáratorgið þar sem Kriss var búinn að panta að fá Bláa Bílagardínu í okkar herbergi svo við keyptum hana (eigum eftir að láta stytta hana) fer í það eftir helgina. Svo fengum við nokkra kassa fyrir Ömmu sem ekki er búin að pakka öllu!!!! Fórum svo á Hlíðarveginn að bíða eftir Oliver sem var úti að leika. Þegar Oliver kom heim gaf ég þeim að borða og það var sko allt gert með flýti þar sem Oliver vildi drífa sig heim og horfa á leikinn (Ísland - Norður Írland) á plús þar sem hann var búinn að missa af tæpum klukkutíma af beinu útsendingunni. Við drifum okkur upp í Tröllakór og þar horfði Oliver á leikinn meðan Kriss prufaði fína baðið okkar. Svo var það bara bælið fyrir Kriss sem var sko orðinn útkeyrður af þreytu. Oliver fékk að horfa á allan leikinn og var ekkert smá spenntur, skellti sér í bað svo upp í rúm að lesa. Enda má maður ekki fara alltof seint að sofa þessa dagana. En okkur hlakkar sko geggjða mikið til þegar þessir flutningar allir verða búnir. Amma klára að flytja af Hlíðarveginum um helgina, en þá á hún eftir að fara í gegnum bæði okkar geymslu og sína geymslu, áður en Gámurinn kemur með Okkar dóti. Já ég segji þetta verður gott ef við náum að klára þetta allt saman fyrir Jólin.
Hjá okkur á eftir að flísaleggja forstofuna, setja glerhurð inn á bað og það er held ég allt of sumt. Sem ég man eftir í svona fljótu bragði.
En svo kemur eflaust margt annað þegar fer að líða á búskapinn....
Við ætlum svo að skella okkur til Lúx eina helgi í Október (og vita þeir bakkabræður ekki hvaða helgi það er, enda fá þeir ekkert að vita það strax, þar sem Oliver er að fara í samræmduprófin núna í Október, fljúgum út daginn sem hann klárar þau). Þeir vita að við erum að spá í að skella okkur út eina helgi en vita ekki hvenær. Kriss hlakkar mikið til að hitta pabba sinn og sýna honum hversu stór hann er orðinn, enda er eitthvað að teygjast á rækunni minni.
Oliver var ekkert smá glaður í gær eftir leikinn enda unnu Íslendingar 2-1 (en seinna markið okkar var nú sjálfsmark).
Annað er svo sem ekki að frétta af okkur, bara nóg að gera.
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Tröllakórsíbúarnir

miðvikudagur, september 12, 2007

Trölló, Trölló

Well

þá erum við bara alltaf í Trölló (eins og Kriss kallar heimili okkar þessa dagana). Við sofum þar allar nætur en förum eftir skóla/leikskóla/vinnu á Hlíðarveginn að klára að ganga frá svona einhverju. Það þýðir ekkert annað enda af nægu að taka, fullt eftir þar en við verðum að klára að flytja það núna um helgina þar sem amma á að láta lyklana á sunnudaginn. Oliver og Kriss eru búnir að velja sér gardínur í herbergin (Oliver fékk sér DÖKKBLÁA en Kriss ætlar að fá BLÁA með BÍLAMYNDUM) svo eigum við eftir að setja þær upp, förum ekki að ganga almennilega frá fyrr en Ömmuhús er búið og við búin að taka dótið hennar sem er heima hjá okkur út. Nóg að gera á stóru heimili skal ég segja ykkur.

Erum bara í þessu 24/7 að pakka og flytja dót, samt eigum við eftir að fá gáminn sendan til okkar og þá fyrst byrjar ballið fyrir alvöru, þá get ég farið að gera svona OKKAR HEIMILISLEGT hengja upp myndir og skreyta. En ég segji mér er sama hvenær hann kemur (sko gámurinn) bara að það sé allt klárt fyrir jólin... ha ha ha ahah

En þið getið nú samt farið að kíkja við í heimsókn, hjá okkur sjá hvernig íbúðin er og svona, það eru allir velkomnir.

Annað er svo sem ekki að frétta, Kriss búinn að vera frekar svona viðkvæmur undanfarna daga en það er alveg eðilegt (meðan á flutningaveseninu stendur). En það gengur yfir eins og annað.

Svo er stefnan tekin á helgarferð til Lúx í október. Sjáum hvort við finnum helgi sem öllum hentar :-)))))))

Þá kemst ég í H&M fyrir jólin (að versla ALLAR Jólagjafirnar)...

Segjum þetta gott í bili.

Over and out.

sunnudagur, september 09, 2007

Tröllakór 16 VIÐ ERUM FLUTT

Well well well
LOKSINS LOKSINS LOKSINS
Já trúðið þið því erum FLUTT. Sváfum meiri segja fyrstu nóttina núna í nótt enda er sko sagt "laugardagur til lukku". Það var sko bara rosalega notó, við erum að ná í dótið okkar sem er hjá Ömmu búin að koma því mest öllu fyrir. Eigum svo bara eftir að fá GÁMINN okkar sendan frá Lúx hann kemur vonandi eftir í mesta lagi hálfan mánuði þ.e.a.s ef karlinn nær að pakka í hann í næstu viku fer svolítið eftir því skal ég segja ykkur. En við erum komin með NÝJA FÍNA sófann okkar og fengum tímabundið lánað sjónvarpsskáp og sófaborð hjá Kristínu og Palla, sem þau komu með til okkar í gær. Svo fengum við lánaðan borðstofuborðið "gamla" hjá ömmu svo við höfum borð og stóla líka. Svo þetta er orðið svona smá heimilslegt hjá okkur, verður orðið voða fínt í næstu viku þegar amma verður líka kominn með sína íbúð (það er verið að parketleggja hjá henni ömmu sætu núna svo hún getur ekki flutt sitt dót fyrr en þá).
Annars er það svona af okkur að frétta að við erum bara öll hress og kát. Allir þvílíktir spenntir yfir flutningunum og því sem tengist þeim. Bara gaman skal ég segja ykkur. Við erum sko á FULLU þvílíkt mikið að gerast svo ekki fara í fýlu eða móðgast þó svo það heyrist ekki frá okkur á næstunni þar sem við Amma eigum eftir að klára hennar hús, flytja allt dótið hennar og þrífa Hlíðarveginn. Svo við verðum ekki mikið tengd á næstunni, fáum símanúmerið okkar tengt eftir 7-10 virka daga svo já það verður stuð þá. Eigum eftir að velja okkur nettenginu skoðum það strax eftir helgina ég var svo upptjúnuð þegar ég var að tala við dúddan hjá Vodafone. Nennti að hugsa um það á laugardaginn enda Smáralindinn yfirfull af fólki í stressi. Svo já ég pantaði bara símanúmer og labbaði út.
Þetta er svona það sem helst er að gerast í okkar lífi.
Segjum þetta gott í bili. Erum í mat hjá Löngu og Langa núna, nammi nammi namm fengum kartöflumús I just Love it.
Over and out.
Kv. Ritarinn and the Crazy Kids

þriðjudagur, september 04, 2007

Parketlögnin gengur bara vel :-))))))

Well well well
Þá er þessi ÚRHELLIS rigningadagur að verða búin, vá hvað það er nú gott, samt svo leiðinlegt að heyra í ROKI og RIGNINGU (svona ekta inni veður) berjandi á rúðurnar.
Dagurinn í dag byrjaði á rigningu (já Guð og englarnir búinn að vera að pissa í allan dag) og fékk Oliver far í skólann enda bara ekki annað hægt. Svo var það næsta stoppust stöð þar sem Kriss fór í leikskólann en honum finnst sko bara æðislegt í skólanum eins og alltaf. Núna nennir hann ekki lengur að borða morgunmat heima vill bara bíða þangað til hann mætir í skólann og fá sér morgunmat hjá honum Jóa vini sínum, þar sem Jói bíður líka upp á LÝSI.
Við alla vegana komumst á réttum tíma á alla staði í morgun.
Eftir vinnu, skóla og leikskóla var farið stutt heim, borðað og Oliver lærði smá, svo hentum við smá drasli inn í bíl og fórum með Ömmu á spítalan (en hún fór að heimsækja Langömmu sem er veik). Drifum okkur svo bara beinustu leið upp í Tröllakór þar sem við hittum Kristínu og Co. en við vorum að fara til að hitta hana Maríu sem er að leggja parketið fyrir okkur. Við kíktum öll inn þar sem hún María sagði við mig "prufaðu að hoppa á parketinu" var að sýna hversu lítið heyrðist þar sem við erum með hljóðeinangrandi undirlag, aumingjans kellan var varla búin að sleppa orðinu þegar þeir fóru allir strákarnir með tölu að hoppa á fullu bara gaman. Svo fengu þeir nú ágætis útrás í lyftinu ýttu á alla takkana og snéru lyklinum og alles.
Við settum svo nokkra já ÖRFÁA kassa í geymsluna hjá okkur og drifum okkur svo bara heim þar sem klukkan var orðin svo geggjað mikið (komið langt fram yfir svefntíman hans Kriss og Oliver átti eftir að læra smá). Fórum heim, beint í bælið með Kriss sem sofnaði nánast um leið og hann lagðist á koddan og Oliver lærði.

En já parketlögnin gengur bara rosalega vel, hún er búin að taka stærra herbergið og leggja á það allt og rúmlega hálfnuð með stofuna. Ætlar að klára pakkann á morgun og karlarnir ætla að henda upp hurðunum og ganga frá öllum lausum endum á morgun svo það stefnir bara allt í það að við getum flutt inn um helgina. Ef hún klárar á morgun "þriðjudag" megum við fara að bera húsgögn inn á fimmtudaginn svo þetta er bara SNILLD. Verðum alla vegana komin með TV á fimmtudaginn... Tókum kannski ekki alveg beint á móti gestum en þetta verður nú samt orðið tilbúið og um það snýst málið....
Segjum þetta bara gott í bili.
Over and out.

mánudagur, september 03, 2007

Helgarfríið búið!!!!!!!!!!

Jæja þá er þessi helgi senn á enda.
Kriss náttúrulega LÖNGU SOFNAÐUR og Oliver á leiðinni í bælið.
Það er sko búið að vera Crazy mikið að gera hjá okkur um helgina, á föstudaginn fékk amma afhenta lyklana af nýju íbúðinni sinni svo við kíktum á hana á föstudagskvöldið. Svo kom laugardagur þá var Oliver fyrst heima að passa Kriss meðan Ma fór í klippingu og litun, svo vorum við allan daginn í pössun hjá Reynsa frænda og fórum við karlarnir saman upp í Heiðmörk að tína ber (fundum nokkur Bláber fundum líka smá pening). Eftir berjaferðina var farið heim í Hrísgrjónagraut og pöntuð pizza í aðalrétt, já og ekki var eftirrétturinn VERRI nei það var popp, nammi og snakk "ekki amalegt það". Skulum orða það þannig að Kriss okkar borðaði yfir sig af þessum kræsingum og endaði daginn með því að ÆLA, svo sem ekkert í fyrsta skipti sem Kriss ælir eftir að hafa borðað of mikið af NAMMI. Þar fyrir utan er hann Kriss okkar í mikilli æfingu við að ÆLA ansi duglegur við það strákurinn.....
Málið var nefnilega að á laugardaginn fóru Amma og Mamma í brúðkaup, hún Karen Rakel frænka okkar var að giftast honum Stebba sínum, voða flott brúðkaup og æðisleg veisla. Óskum Karen og Stebba innilega til hamingju með gærdaginn.
Svo í dag sunnudag fórum við á stjá, Oliver var heima að taka í sundur PS2 tölvuna þar sem hún var BILUÐ (meira svona DÓ hjá okkur) við hin skelltum okkur LANGAN rúnt, farið út um allt versluðum okkar nýjan SÓFA í nýja húsið (eins gott að við fáum það fljótlega). Og hittum svo Rebekku í húsinu hennar Ömmu (með Rebekku voru Mikael Gunnar og Matthías Nökkvi) svo Kriss gat aðeins leikið við þá. Þegar við komum svo loksins heim var Oliver búinn að komast að því að BT tekur við gölluðum PS2 tölvum og maður fær þá nýja hjá þeim á 5500 kr. Svo við Kriss drifum okkur í BT með PS2 tölvuna fyrir Oliver sem var farin út að leika sér (nema hvað). Eftir ferð í Smáralindina þá vorum við Kriss búinn að vera (enda búinn að vera á þeytingi í allan dag). Fórum heim að ELDA og hafa það náðugt, að vísu fór Reynsi frændi með Kriss í smá göngutúr þar sem mamma hans var eitthvað pirruð. Borðuðum, Kriss fór í bað og sofnaði sko strax eftir baðið enda vaknaði hann Stubbur minn ELDSNEMMA í morgun.
Svo á morgun er bara komin venjulegur mánudagur og ÉG ÆTLA að fá LYKLA af BÍLAGEYMSLUNNI og GEYMSLUNNI hjá mér. Gaman að sjá hvernig það endar :0
Kv. Berglind

E.S ÍBÚÐARMÁL
Já fyrir ykkur sem eruð alltaf að spyrja um stöðu mála, þá er staðan sú að nú er hún María byrjuð að parketleggja fyrir mig í Tröllakórnum. Sagðist geta klárað það fyrir mig á þriðjudaginn þ.e.a.s ef þeir verða búnir að henda upp hurðunum fyrir mig þá, en hún getur ekki klárað það sko parketlögnina fyrr en allar hurðar eru komnar á sinn stað. Já hvenær Kaupsamningur verður veit ég hreinlega ekki, síðast þegar ég heyrði þá sögðu þeir að þetta yrði væntanlega fljótlega eftir helgina, hvort ég trúi því síðan er sko ALLT ÖNNUR SAGA. En já ég átti sem sagt að fá afhent fyrir rúmum mánuði síðan eða 1.ágúst. Með lögfræðing á mínu bandi hef ég fengið það í gegn að það er byrjað að parketleggja áður en Kaupsamingur fer fram og nota bene ég ætla að fá að flytja inn fyrir næstu helgi. Þarf að koma sófanum sem ég keypti í dag inn í geymslu hjá mér á morgun svo það er ekkert annað í boði en að ég fá lykla og fari að geta flutt inn. Ég þarf líka að fá þetta allt saman á hreint svo hægt verði að henda í gám fyrir mig dótinu okkar og við að geta komið okkur almennilega fyrir (já alla vegana fyrir jólin).

Segjum þetta gott af okkur.
Over and out.
Berglind

laugardagur, september 01, 2007

5 ára skoðun búin

Well well,
Við byrjuðum daginn í dag í 5 ára skoðun, já bara frábært. Okkar maður stóð sig sko eins og HETJA, fyrst kíkti hjúkkan á hann þar sem hann var mældur 114,2cm og var vigtaður 20.0 kg (vigtaði hann líka í fötum 20.9kg). Var ekkert smá flottur, smá yfir kúrfu bæði í þyngd og lengd (meira samt í lengd). Hún sagði ef hann kæmi til með að fylgja áfram þessari kúrfu yrði 186cm á hæð (yrði þá svipað stór á pabbi á lengdina en töluvert minni en hann á þver veginn) ha ha haha.
Svo kom Dr. Saxi og kíkti á hann þar sem hann var rosa flottur að vísu er náttúrulega enn VÖKVI í eyranu á honum (en hann kemur eflaust ALDREI til með að fara alveg, þeir vilja hafa svona staðlaðan vökva í eyranu bræðurnir). Það heyrðist ekki TÍST í okkar manni meðan hann var sprautaður ekki neitt og svo ÞAKKAÐI hann fyrir sig þegar hann fór út (og töluðu doksinn og hjúkkan um það að þeim hefði aldrei áður verið þakka fyrir sprautuna) a ha haha ha já einmitt svona er hann Kriss okkar, ekki eins og önnur börn.

Eftir heimsóknina hjá Doksa var það bara leikskóli. Oliver var náttúrulega LÖNGU FARIN í skólann, hann er svaka duglegur labbar alltaf í skólann og vekur bróðir sinn á morgnanna. Já hann getur nú alveg verið duglegur þessi elska... Annars er hann pínu svona lazy með heimanámið sitt sem mamma hans er sko ENGAN VEGINN að fýla!!!!! Hann fer nú í heimanám eftir skóla en HALLÓ maður þarf nú líka að lesa heima!!!!!!

Við fáum vonandi Tröllakórinn afhentan eftir helgina, já það á að fara í það að parketleggja fyrir okkur um helgina (áður en við flytjum inn) og svo á væntanlega að vera kaupsamningur eftir helgina. Jú hú hvað okkur hlakkar til. Allt að gerast. Já þá gæti nú komið sá tími að við yrðum sambandslaus við umheiminn í einhverja daga....

Annars er nú svo sem ekkert spess þannig að frétta, þeir bræður að fyllast af HORI og KVEFI já ég elska alveg þetta season, ha. Og við að öðru leyti bara við hestaheilsu og HRESS...

Látum þetta duga af okkur í bili.
Kv. Gengið á Hlíðarveginum