Laugardagur "nammidagur"
Þá erum við búin að vera á fullu í dag gjörsamlega. Fyndið hvað helgarnar eru alltaf busy hjá manni eins og maður ætlar alltaf að slappa af og gerir það ákkúrat ALDREI.
Við vöknuðum og vorum frekar löt að klæða okkur en létum okkur nú samt hafa það, Unglingurinn á heimilinu ætlaði að fara í strætó að hitta vini sína og fara á leikinn Breiðablik - Fram. Við hin skruppum í heimsókn til Löngu og Langa og mætti fullt af liði þangað. Eftir smá stopp þar ákváðum við að drífa okkur af stað, fyrst var það RL- mega store, svo var það IKEA og þar inni gátum við að sjálfsögðu eitthvað keypt og séð margt sniðugt sem við þurfum nauðsynlega að fá okkur eins og skáp inn á bað, kommóðu fyrir vettlinga, húfur og svoleiðis stuff og að sjálfsögðu lítið skrifborð fyrir tölvuna. Ætlum að skoða þetta aftur og mæla svo fyrir þessu hvort þetta komist nú ekki alveg örugglega fyrir hjá okkur!"!!!! Eftir IKEA var ömmu skutlaði heim þar sem María ætlaði að klára hjá henni listana, við fórum hins vegar heim og buðum Kristínu og Co. til okkar. Fórum heim og ákváðum hvað ætti nú að vera í kvöldmatinn og svo fóru stubbarnir að leika sér meðan maturinn var útbúinn. Buðum Kristínu og strákunum í mat, en okkur vantaði þá sárlega STÓRA FÍNA BORÐSTOFUBORÐIÐ okkar þar sem við erum með svo lítið borð (ef allir hefðu verið heima þá hefðum við þurft að borða til skiptis ekki allir geta sest í einu). Eftir matinn horfðu strákarnir á smá bíó og vinsælasti frændinn kom þá LOKSINS heim en ótrúlegt en satt þá keyrði strætó framhjá Oliver ekki svo sem í fyrsta skipti sem það gerist, svo hann þurfti að bíða í 30 mín eftir næsta vagni, og var ekki með símann sinn svo ekki gat hann hringt í mömmu og beðið hana að sækja sig... Svo voru lætin nú orðin alltof mikil að við ákváðum að henda strákunum í bað saman!!!! Til að róa þá aðeins (ekki það að það hafi endilega virkað mikið) en eftir baðið sagði Oliver að nú mætti ekki hafa læti þar sem RISAEÐLU þátturinn hans væri að byrja í TV (Oliver missir sko ekki af þeim og fýlar ekki að það séu læti meðan hann hlustar á hann). Svo þeir fóru allir í sófann til Olivers eftir baðið og horfðu á þáttinn með honum. Þegar við familían vorum bara orðin eftir heima þá var hann Kriss okkar sko að leka niður í sófanum svo mamma fór með hann inn í rúm og las smá fyrir hann og það gjörsamlega leið yfir hann. Við Unglingurinn komum okkur hins mjög vel fyrir á náttfötunum upp í sófa og horfðum saman á TV þangaði til við sofnuðum í sófanum, bara svo huggulegt.
Svo það var sko alvöru LETI dagur hjá okkur í dag "laugardag" alla vegana í kvöld!!!!!!!!!
Á morgun er svo nýr dagur og þá þarf Oliver að læra (meðan ég man þá fékk hann 9,5 fyrir fyrrihlutan í samræmda stærðfræðiprófinu en 8,5 fyrir seinni hlutan en villurnar hans voru allar klaufavillur). Hann verður bara að flýta sér aðeins hægar þessi elska mín. En svo verða það alveg örugglega einhverjar fleiri búðarferðir í dag svo gaman að þeim. ha hahaahahahah
Svo þarf að athuga með gardínurnar okkar eftir helgina, pöntum þær vonandi eftir helgi en þær kosta alveg hálfan hægri handlegginn.
Kv. Sú kaupsjúka og synir hennar.