Venjulegur Miðvikudagur
Já heldur betur í dag var sem sagt LANGUR SKÓLA DAGUR hjá strákunum. Oliver vaknaði ekkert mál (samt frekar þreyttur en hann fór sko eldsnemma að sofa) Stubbur okkar hann átti svo erfitt með að vakna að það var ekki einu sinni fyndið.. En þetta hófst allt saman á endanum og mættu þeir bræður í morgun...
Svo í hádeginu mætti Gamla settið labbandi að sækja Kriss sem var ekki pent hrifinn af því hefði frekar viljað fá far en veðrið var bara svo æðislegt að þau Gömlu vildu ganga... En Kriss var svo þreyttur að hann var ekki alveg í labbi stuði en lét sig nú samt hafa það.. Feðgarnir fóru svo saman keyrandi að sækja Oliver, svo var það bara hádegismatur og borðuðu þeir bræður á sig gat (hafa held ég aldrei verið eins duglegir að borða í hádeginu)... Oliver ákvað svo að labba í skólan eftir hádegi (ekkert smá duglegur) svo Kriss var bara einn um það að fá far eftir hádegi.
Eftir skóla mætti Ma að sækja Kriss fyrst sem skyldi ekkert í því af hverju Ma var mætti æji hann vildi bara miklu frekar fá pabba sinn. Við hentumst svo eftir Oliver en Ma vissi að okkar biðið mikið heimanám og svo var svo svakalega heitt úti (ekki sólbaðsveður en svona hitamystur yfir öllu og hitinn þvílíkur)... Oliver var sko ángæður með farið heim enda heilmikið að læra heima, vá þetta er ekki einu sinni DJÓK... Enda er strákurinn okkar ENN að klukkan 23 en hann vill klára þetta sem er sko bara hið besta mál, en þetta var sko helst til langur listi sem Oliver fékk með sér heim. En hann kom heim fékk sér að borða og var svo að læra þangað til hann fór á æfingu klukkan 18:30 kom svo heim klukkan 20:15 og byrjaði þá aftur að læra og er enn að greyjið litla skinnið... En hann á sko alveg HEIÐUR skilið fyrir DUGNAÐ þessi ELSKA svo ég segji ekki meir... En við vissum þetta svo sem alveg en hann þarf að vinna upp bæðið tapið af mánudeginum (í skólanum, vinnan sem þau unnu allan mánudaginn) plús heimavinnu fyrir mánudag (sem betur fer var skátaferð allan þriðjudaginn svo þetta er bara 1 dagur)... En alveg nóg en eflaust hafa þau fengið extra mikið heimanám á mánudeginum þar sem það var frí á þriðjudeginum...
Svo það mætti segja að dagurinn í dag hafi farið í heimalærdóm og skóla...
Kriss okkar var sko UPPGEFINN um klukkan 18 og var settur þá í bælið, vaknaði að vísu aftur rétt fyrir 20 til að fara á klóið en steinsofnaði nánast strax aftur (greinilega mikil þreyta í gangi).. Oliver greyjið fær að fara í bælið um leið og heimalærdómnum líkur.. Ekkert gaman hjá honum í dag ha... En svona er þetta bara hérna í Lúx og ekkert annað en að sætta sig bara við það...
Segjum þetta gott í dag af okkur og þá aðallega Oliver og HEIMALÆRDÓMNUM...
Kv. Berglind, Oliver "dugnaðarforkur" Kriss "þreytti" og Pabbi.