fimmtudagur, júní 29, 2006

Venjulegur Miðvikudagur

Jæja þá er FRÍIÐ búið...
Já heldur betur í dag var sem sagt LANGUR SKÓLA DAGUR hjá strákunum. Oliver vaknaði ekkert mál (samt frekar þreyttur en hann fór sko eldsnemma að sofa) Stubbur okkar hann átti svo erfitt með að vakna að það var ekki einu sinni fyndið.. En þetta hófst allt saman á endanum og mættu þeir bræður í morgun...
Svo í hádeginu mætti Gamla settið labbandi að sækja Kriss sem var ekki pent hrifinn af því hefði frekar viljað fá far en veðrið var bara svo æðislegt að þau Gömlu vildu ganga... En Kriss var svo þreyttur að hann var ekki alveg í labbi stuði en lét sig nú samt hafa það.. Feðgarnir fóru svo saman keyrandi að sækja Oliver, svo var það bara hádegismatur og borðuðu þeir bræður á sig gat (hafa held ég aldrei verið eins duglegir að borða í hádeginu)... Oliver ákvað svo að labba í skólan eftir hádegi (ekkert smá duglegur) svo Kriss var bara einn um það að fá far eftir hádegi.
Eftir skóla mætti Ma að sækja Kriss fyrst sem skyldi ekkert í því af hverju Ma var mætti æji hann vildi bara miklu frekar fá pabba sinn. Við hentumst svo eftir Oliver en Ma vissi að okkar biðið mikið heimanám og svo var svo svakalega heitt úti (ekki sólbaðsveður en svona hitamystur yfir öllu og hitinn þvílíkur)... Oliver var sko ángæður með farið heim enda heilmikið að læra heima, vá þetta er ekki einu sinni DJÓK... Enda er strákurinn okkar ENN að klukkan 23 en hann vill klára þetta sem er sko bara hið besta mál, en þetta var sko helst til langur listi sem Oliver fékk með sér heim. En hann kom heim fékk sér að borða og var svo að læra þangað til hann fór á æfingu klukkan 18:30 kom svo heim klukkan 20:15 og byrjaði þá aftur að læra og er enn að greyjið litla skinnið... En hann á sko alveg HEIÐUR skilið fyrir DUGNAÐ þessi ELSKA svo ég segji ekki meir... En við vissum þetta svo sem alveg en hann þarf að vinna upp bæðið tapið af mánudeginum (í skólanum, vinnan sem þau unnu allan mánudaginn) plús heimavinnu fyrir mánudag (sem betur fer var skátaferð allan þriðjudaginn svo þetta er bara 1 dagur)... En alveg nóg en eflaust hafa þau fengið extra mikið heimanám á mánudeginum þar sem það var frí á þriðjudeginum...
Svo það mætti segja að dagurinn í dag hafi farið í heimalærdóm og skóla...
Kriss okkar var sko UPPGEFINN um klukkan 18 og var settur þá í bælið, vaknaði að vísu aftur rétt fyrir 20 til að fara á klóið en steinsofnaði nánast strax aftur (greinilega mikil þreyta í gangi).. Oliver greyjið fær að fara í bælið um leið og heimalærdómnum líkur.. Ekkert gaman hjá honum í dag ha... En svona er þetta bara hérna í Lúx og ekkert annað en að sætta sig bara við það...
Segjum þetta gott í dag af okkur og þá aðallega Oliver og HEIMALÆRDÓMNUM...
Kv. Berglind, Oliver "dugnaðarforkur" Kriss "þreytti" og Pabbi.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Komin aftur til Lúx...

Well well well,
Þá erum við komin aftur heim já til Lúx. Sem er sko bara fínt, var svakalega erfitt að vakna í morgun og sváfu allir eins og GRJÓT í vélinni... Drifum okkur heim og í afslöppun, að vísu tók Ma upp úr töskunum og lét það gott heita... Enda allir vel þreyttir eftir ferðalagið að vísu er bara venjulegur miðvikudagur á morgun og langur skóladagur hjá báðum strákunum svo það var ákveðið að skella sér ELDSNEMMA í bælið í kvöld svo þeir bræður hafi orku í að þrauka morgundaginn...
Annars var sko bara frekar grámyglulegt þegar við lentum í Hanh en þegar við vorum komin til Lúx var komin þessi fína RJÓMABLÍÐA hér er 25°C og já sólin fær að skína svona annað slagið (skýjin eitthvað að stríða henni og fela hana).. Við höfum samt bara ekki nennt út, erum með alla glugga í húsinu opna upp á gátt svo við getum andað...
Við vorum sko öll sammála um það að þetta stopp okkar á Íslandinu góða var alltof stutt og mikil keyrsla á okkur, en við hefðum sko alls ekki viljað missa af brúðkaupinu hennar Kristínar okkar, skal ég segja ykkur það var sko alveg frábært í alla staði. Eins fengum við að knúsa restina af familíunni, svo í morgun var sko ekkert rosalega erfitt að kveðja Ömmu sætu þar sem við vitum að það er sko ROSALEGA STUTT í það að hún komi í heimsókn til okkar vá hvað það verður nú ljúft... Ekki nema 16 dagar í hana, og ekki leiddist okkur að heyra það...
En annars er bara tóm leti og þreyta í gangi hjá okkur...
Segjum þetta gott í bili.
Vildum bara láta fólk vita að við værum komin heim....
Kv. Berglind og Strákarnir

fimmtudagur, júní 22, 2006

Við á leiðinni í Vélina....

Iceland here we come....
Já nú erum við að fara að leggja í hann, já nú erum við að fara að leggja af stað í FLUG... Vá hvað okkur hlakkar til að komast LOKSINS TIL ÖMMU SÆTU...
Hlökkum ógeð mikið til að sjá ykkur vonandi sem FLEST...
Kv. Berglind and the boys

Ísland á morgun, JÚ HÚ :-)))))))))))))))))

Góða kvöldið,
Þá loksins pikkar ritarinn aftur.. Já búið að vera nóg að gera á stóru heimili, ég tala nú ekki um þegar maður er að undirbúa Íslandsferð, en við erum öll orðin spennt fyrir að kíkja heim jafnvel þó þetta sé nú bara stutt heimsókn (ein helgi) en það er meira en ekki neitt ekki satt????
Annars eru dagarnir bara búnir að vera ósköp venjulegir skal ég segja ykkur ekkert svona rosa merkilegt sem ég man eftir...
Ég fór með Kriss til Doksa í dag þar sem hann er búinn að vera að haltra síðan á laugardaginn en okkar maður datt í Hoppukastalanum í Tívolínu en ég var alltaf að draga það að skella mér með hann þar sem ég hélt alltaf að þetta væri að fara að lagast... En núna ákvað ég að drífa mig þar sem við erum nú á leiðinni til Íslands og þá bara varð þetta að gerast ekki satt???? En alla vegana var Kriss eins og ljós (Kriss alveg elskar að heimsækja Doksa svo það er nú ekki mikið mál að skella sér í svoleiðis heimsókn með hann) honum tókst að hrífa gjörsamlega alla sem urðu á vegi okkar fékk fárveika konu til að tala við sig og allt, hann var bara eins og alltaf algjör "strákur" en fólk hrífst sko af honum, enda er hann svakalega skemmtilegt barn (þó svo ég segji sjálf frá)... Kriss fannst sko alveg frábært þegar hann fór í myndatöku gerði sko allt sem kellan sagði og fannst þetta ekki mikið mál, heldur ekki þegar hann fór inn til Doksan gerði allar mögulegar kúnstir fyrir hann.. En honum tókst að "Togna" en ekkert alvarlegt og Doksi sagði að hann yrði bara góður fljótlega við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur... En Ma fékk smá ræðu um það að Hoppukastalar og Trampólín væru STÓR HÆTTULEG og alls ekki gott fyrir líkaman að vera að djöflast í svona tækjum... Vissi þetta nú alveg með Trampólínið en var ekki eins viss með Hoppukastalana svo við komum út fróðari en við löbbuðum inn...
Annars er bara kominn Íslands spenningur í liðið sú Gamla byrjuð að pakka niður og þrífa þvott nóg að gera í þeim pakka... Og áður en við vitum af verðum við sest um borð í Express vél á leiðinni til Íslands... Kriss er sko alveg ákveðin í því að sofa hjá Ömmu meðan hann er á Íslandi og hringdi hann í Ömmu til að láta hana vita.. Vildi vera viss um það að hann fengi að sofa hjá henni...
Best að enda þetta á Veðrinu, það er bara búið að vera skítsæmilegt veður hér ekkert meira en það, hitinn verið FÍNN en það hefur ekki verið svona ekta SÓLBAÐSVEÐUR frekar svona grámyglulegt... En við getum ekkert kvartað hitinn búinn að vera yfir 20°C alla dagana...
Hlökkum til að hitta ykkur öll um helgina...
kv. Berglind and the Boys

mánudagur, júní 19, 2006

Oliver SNILLINGUR....

Hellú
Já hann SONUR MINN er sko ekki að KLIKKA frekar en fyrri daginn, já þessi elska kom heim með stærðfræðiprófið í dag og fékk hvorki meira né minna en 9,5 (eða 57 stig af 60 mögulegum) og villurnar voru bara klaufavillur en halló við megum ekkert kvarta yfir því það gera allir mistök.. En þessi DRENGUR OKKAR er bara SNILLINGUR það er það eina sem ég get sagt um hann... Hann gerir okkur ENDLAUST STOLT og MONTINN... Ég er svo ánægð að sjá árangur erfiðsins hjá okkur :-) Auðvita eins og í öll hin skiptin þá ÖSKRAÐI ég fyrir hann Oliver minn, já ég geri það alltaf af GLEÐI... Enda er ég bara MONTRASSGAT og finnst rosalega gaman að MONTA MIG AF HONUM :-))))))))))))))
En hann er sko endalaust duglegur og á sko endalaust HRÓS skilið!!!!!!!!
Annars ekkert merkilegt bara venjulegur dagur hjá okkur.. Æðislegt veður í morgun, en svo tók við HEL..... Rigningin en ég má ekki KVARTA, sem sagt það komu rosalegir HITABELTISSKÚRIR með tilbehorir vá hvað þetta var mikið og hátt... Svo kom aftur yndislegt veður og Kriss henti sér í laugina en svo byrjaði Guð og Englarnir aftur að pissa.. Svo stytti upp aftur "þeir þarna uppi ekki alveg búnir að ákveða hverslags veður eigi að vera hérna í Lúxlandinu"...
En jæja segjum þetta gott í bili...
Brjálað að gera, er að huga að heimanáminu hjá Oliver...
Kv. Berglind MONTHANI og Karlarnir

sunnudagur, júní 18, 2006

Helgin búin og styttist í Íslands ferð...

Góða kvöldið,
Þá er komið sunnudagskvöld hér í Lúxlandi og Kriss okkar sofnaður og Oliver kominn upp í rúm að horfa á bíó...
Annars þá er sko búið að vera rosalega mikið að gera um helgina, já byrjuðum á því að fara ELDSNEMMA á fætur á laugardaginn og brunuðum til Frakklands í Tívolí og eyddum öllum deginum þar, komum heim seint og þá var bara afslöppun og svo bælið.. Get sagt ykkur að hann Kriss okkar er greinilega "tívolíbarn" honum fannst allir Rússíbanarnir sem hann mátti alls ekki fara í ROSALEGA SPENNANDI og langaði sko mikið að prufa þá alla og fór sko í öll tæki sem hann mátti fara í og var sko alveg hundfúll þegar hann mátt ekki fara í tækin (en mörg tækin eru með svona hæðarlimit).. En það skemmtu sér allir rosa vel í tívólínu enda var sko veðrið gjörsamlega að leika við okkur þegar við fórum út úr tívolínu klukkan 18:30 var hitinn 27°C svo ekki getum við kvartað ha...
Svo í morgun var aftur farið snemma á fætur og gekk misvel að vekja strákana en þetta hafðist allt á endanum og var þá farið í Dýragarð sem er í Þýskalandi.. Held án alls gríns að hann Kriss okkar hafi skemmt sér lang best þar.. En eins og alltaf er bara gaman að fara í Dýragarðinn og sjá fullt af allskonar skemmtilegum og sjald séðum dýrum ekki satt??? Sáum voða dularfullar mýs "já ógeðslegar að mínu mati" en strákunum fannst þær rosa spennandi þær voru RISA STÓRAR og ógeðslega LOÐNAR ... "Loðnar ógeðslegar hvítar mýs" ekkert sætt við það skal ég segja ykkur...
Eftir Dýragarðinn var farið heim í laugina enda enn fínt veður og hitnn gjörsamlega að leika við okkur ENN einn daginn (þið munið bara að sólin kemur með mér heim já bara rétt yfir helgina). Fórum svo bara inn þar sem Karlinn grillaði mat ofan í liðið.. Að vísu er að koma núna svona ALVÖRU hitaskúrir með tilbehöri en hvað getum við kvartað yfir því??? Ekki neitt, hitinn er enn hár svo þetta er bara svalandi að fá smá rigningu enda verður loftið sem við öndum að okkur bara betra eftir smá svona rigningu...
Svo er nú bara venjulegur skóladagur á morgun en samt mikið skipulag í gangi svo við náum að gera allt áður en við förum heim.. En það klikkaði svo margt af því bílinn bilaði!! En Bjarni ætlar að klára bílinn á morgun (vantar einhverja fóðringu og bolta til að klára bílinn)... Svo er já bara örfáir dagar í það að við komum heim...
Jæja segjum þetta gott í bili...
Kv. Berglind og strákarnir

laugardagur, júní 17, 2006

17. júní

ALLIR SYNGJA SVO MEÐ!!!!!!!
Blóminn springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikinn árvissan og stóran blómsveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
með prjáli les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall.
(pent hún les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall. )

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitarleik,
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðannahöld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Um kvöldið eru allsstaðar útidansleikir,
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigningin bindur enda á þetta gleðigeim,
því gáttir opnast himins og allir fara heim.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Kv. Berglind og Co.

Komin Föstudagur..

Góða kvöldið
Þá er komið föstudagskvöld og 17.júní "Hæ hó jibbí je og jibbí je" er á morgun!! Við alveg elskum 17. júní. Ætlum að eyða deginum í Tívólí svo eflaust verður stuð á bænum..
Annars er það nú af okkur að frétta að á fimmtudaginn var úrhellis RIGNING (ég hata rigningu) til klukkan rúmlega 09 þá var sko skrúfað fyrir en því miður náði GULA vinkona mín ekki að sýna sig og koma sterk inn aftur... Sem var í góðu lagi þar sem við öll stór fjölskyldan eyddum rúmlega 8 klst í bílnum já fórum sem sagt smá bíltúr til Brussel, undir eðlilegum kringum stæðum ætti svona túr að taka okkur 4 klst fram og tilbaka en svo var ekki á fimmtudaginn, vegavinna gjörsamlega alls staðar og umferðin bara STOPP.. En þeir bræður eiga nú alveg heiður skilið fyrir það hversu góðir þeir voru í bílnum ,dúdda mía... Eftir bíltúrinn var borðað svo bælið fyrir Kriss og Oliver fékk heiðurinn af því að læra undir próf enda próf á föstudaginn "í dag"... Seinna um kvöldið kom svo hann Hálfdán með flugi í heimsókn til okkar...

Í dag föstudag var svo stuð aftur á bænum.. Vitir menn, börn og konur já þessi yndislega GULA fallega SÓL sýndi sig aftur að vísu ekki fyrr en eftir hádegið en alveg sama... Í morgun fóru þeir bræður í skólan og var ekkert mál að koma þeim fram úr og á fætur.. Kriss var svo sóttur af okkur í hádeginu og hentumst við þá smá búðarferð áður en Oliver yrði sóttur... Í hádeginu fóru svo Oliver og Ma heim en restin af genginu fór að hjálpa Óla Disk... Oliver duglegi ákvað svo bara að hlaupa í skólan eftir hádegi, við hin ætluðum á rúntin til Germaníu en því miður þá bilað bílinn okkar ákkúrat hérna fyrir utan, já viftureimin fór af bílnum... Svo nú voru góð ráð dýr en auðvita reddaði Óli Diskur okkur, fór í Audi umboðið í Germaníu og fékk viftureim og kom svo með bílaleigubíl svo við kæmumst nú í Tívólí á morgun.. Svo það er búið að redda okkur... Oliver duglegi kom svo bara sjálfur labbandi heim eftir skóla og voru þá strákarnir bara út í garði að leika sér enda fínt veður.. Oliver skellti sér því bara beint í garðinn og voru þeir bara að leika í garðinum og lauginni fram að kvöldmat.. Eftir kvöldmatinn var það æfing hjá Oliver eins og venjulega á föstudögum! En Kriss var hins vegar bara sendur í bælið eldsnemma enda á að vakna snemma á morgun og drífa sig af stað í Tívólíð.. Strákarnir voru svo sendir í bælið eftir æfinguna fengu að horfa á smá TV svo að sofa... Svo þeir hafi nú einhverja ORKU á morgun..
Ákkúrat í þessum pikkuðu orðum er hann Bjarni að reyna að vinna í bílnum!! Og verið að "gæsa" hana Kristínu okkar á Íslandinu góða.. Nú er sko ekki nema 6 dagar í okkur JÚ Hú...
Jæja segjum þetta gott í bili..
kv. Berglind and the gang

miðvikudagur, júní 14, 2006

Fyrsta skólaferðalagið hans Stubbs...

Well well well
Þá er litla barnið mitt orðið STÓRT, já okkar maður fór í dagsferð með skólanum sínum aleinn ekki Gamla settið með!!! Vá hvað Ma þótti það pínu erfitt að vita að Stubbur okkar væri að fara einn í ferðalag... En hann fór sem sagt klukkan 08 í morgun í skólanum og þaðan var svo farið labbandi niður á lestarstöð og lestin tekin í Dýragarðinn, svo átt Ma að sækja hann klukkan 16:55 á lestarstöðina en vitir menn þau misstu af lestin og komu ekki fyrr en 17:35 svo þetta var svaka langur dagur hjá Stubbi. En honum þótti greinilega gaman var samt vel þreyttur þegar Ma sótti hann svo þurftum að labba heim í öllum hitanum en sem betur fer hafði sú Gamla vatn með..
Oliver fór hins vegar bara í skólan í morgun, labbaði svo heim í hádeginu en ákvað að taka strætó í skólan í hádeginu fannst frekar svona heitt og svo vissi hann að þau væru að fara í göngutúr eftir hádegi (skólinn var sem sagt að safna áheitum fyrir uppbyggingu á skóla í Eþópíu). Fóru í langa "merktan" göngutúr inn í skóginn.. Oliver duglegi labbaði svo heim eftir skóla dreif sig svo beint í lærdóminn til að klára hann áður en Takewondo myndi byrja..
Við Kriss komum svo heim og fórum beint í bað þar sem hann var svo skítugur eftir daginn. Oliver fór svo á Takewondo en Kriss fékk að leika sér smá áður en hann fór í bælið, sofnaði nánast strax eftir erfiðan dag..
En já er að hugsa um að taka GÓÐA VEÐRIÐ með mér heim þessa helgi sem ég kem vegna FJÖLDA ÁSKORANNA, en ég kem með það seint á fimmtudagskvöldið og tek það svo aftur með mér út á þriðjudaginn.. Vill hafa gott veður og SÓL þegar hún Kristín mín giftir sig...
Erum að tala um enn einn GEÐBILAÐAN SÓLARDAG hjá okkur það voru 32°C í hádeginu í dag í skugga á svölunum hjá mér.. Sem sagt bara BILUN.. En hvað með það ég ELSKA SÓL og SÓLBAÐ...
Segjum þetta gott af RÖFLI í bili..
Kv. Við með GEÐBILAÐA VEÐRIÐ

SÓL og SUNDLAUG:......

Góða kvöldið
þá er klukkan að verða 22 hjá mér og hitinn úti 27°C enn á svölunum hjá okkur, já veðrið er gjörsamlega að LEIKA við okkur þessa dagana....
Annars var ræs í morgun hjá Oliver og fór Ma með hann í skólan, Oliver langaði nú mikið að sofa lengur en Ma minnti hann á að í dag væri stuttur dagur og rosalega gott veður svo okkar maður fór á fætur... Eftir skutlið kom Ma heim og vakti Kriss bara þar sem það verður að koma reglu á svefninn hjá stráknum. Svo fór við Kriss bara á rúntinn og að versla í matinn... Sóttum svo Oliver okkar í hádeginu enda var hitinn þá kominn í 29°C svo Ma ákvað að sækja Oliver í staðinn fyrir að láta hann leka heim...
Þegar heim var komið fengu strákarnir sér í gogginn svo tók við lærdómur hjá Oliver, eftir lærdómninn dró Ma strákana sína út...
Já og við vorum úti langt fram eftir degi í sundlauginn enda laugin orðin heit og fín... Og ekki veitti þeim af að kæla sig niður.. Svo komu Jason og Dylan og fengu að vera með í lauginn.. Sem var bara gaman, mikil ærsla gangur og læti...
Þeir fengu svo allir að borða og fóru svo saman allir inn að leika sér, voru rosalega góðir allir saman, Kriss fékk meiri segja að vera með!!!!
Svo fór Jason og Dylan heim, og fljótlega eftir það var það bælið fyrir Kriss okkar sem datt út með það sama.. Oliver fékk að vaka aðeins lengur og var að horfa á fótboltaleikinn (maður verður nú að fylgjast með)... Oliver er á leiðinni í bælið núna..
Svo við segjum þetta bara gott í bili...
Kv. Lúxararnir með KLIKKAÐ GÓÐA VEÐRIÐ

þriðjudagur, júní 13, 2006

Við elskum sólina :-)))))

Í dag fengum við ENN EINN YNDISLEGAN SÓLARDAG.. Vá hvað þetta var ljúft..
Dagurinn byrjaði eldsnemma enda skóli hjá strákunum í dag og frekar erfitt að koma sér í gang eftir svona frí en þetta hafðist svo sem allt á endanum..
Í hádeginu labbaði Ma svo í geðveikt góðu veðrið og sótti hann Kriss sinn, við drifum okkur svo heim þar sem Stubbur var eitthvað svangur og við ætluðum að hengja út!!
Eftir smá stund heima kom svo Oliver sjálfur heim (sér um sig sjálfur þessi elska)... Við vorum svo bara í róleg heitunum í hádeginu. Ma bauðst svo til að keyra Oliver í skólan eftir hádegi enda orðið vel HEITT úti. Við Kriss drifum okkur svo bara heim og beinustu leið út í garð... Já strákurinn vildi skella sér í sundlaugina og leika í garðinum svo sú Gamla skellti sér bara í garðinn líka...
Vorum sko bara þar að skemmta okkur þangað til Oliver kom heim. Oliver fór bara beint í heimalærdóminn (fékk að læra úti í garði enda vel heitt og gott veður úti)... Eftir lærdóminn fóru þeir bræður svo saman í sundlaugina.. Enda laugin orðin heit og fín.. Þetta er engin smá LÚXSUS þetta veður hjá okkur (við öll í skýjunum yfir því)...
Eftir laugina var svo bara farið inn í kvöldmatinn og slappað af þangað til Kriss fór upp að sofa.. Enda vel þreyttur eftir daginn.. Oliver er á leiðinni núna í bælið.. Enda skóli hjá honum á morgun.. Við Kriss ætlum hins vegar að reyna að finna eitthvert wedding dress á þá gömlu..
Segjum þetta gott af okkur í bili..
Kv. Lúxararnir með Góða veðrið...

mánudagur, júní 12, 2006

MÖMMUDAGUR í Lúx í dag....

Góða kvöldið,
Þessi yndislegi sunnudagur byrjaði sko vel, já elskan hann Oliver minn vakti mömmu sína með pakka þessi elska bjó til flottan kassa handa mömmu sinni (svona hringlaga svo hún getur geymt hring eða skartgripi í honum) gerði allt sjálfur.. Bjó svo til rosa flott kort líka. Ógeð flott hjá honum og okkar maður gat sko alveg beðið (en hann kom með þetta heim úr skólanum á föstudeginum fyrir rúmri viku)... Kriss hins vegar vildi ekkert bíða með að gefa mömmu pakkan hann gaf henni hann bara strax (sama hvað Oliver reyndi að tala hann á sitt band) en mamma fékk rosa flott svona svín frá Kriss (en maginn á svíninu er korktafla).. Rosa flott hjá þeim báðum!!!!
En já þegar við vorum loksins farin á fætur fattaði Ma að við ættum bara ekki neitt kælibox og vorum að fara með Oliver á Takewondo sýningu svo sú Gamla hentist af stað (fékk Unglinginn með sér) í búð að versla Kælibox (erum að tala um það var ein búð opin í dag og þetta var bara eins og á Kleppi svo mikið var að gera).. En við redduðum kæliboxi...
Drifum okkur heim að fá okkur að borða áður en lagt yrði af stað!
Svo var lagt í hann keyrðum í halarófu til Frakklands þar sem sýningin var haldin.. Og vitir menn þetta var á tjaldstæði sem sýningin var og haldið úti svaka flott allt saman og geðveikt gaman.. Allir skemmtu sér rosa vel og voru krakkarnir með 2 show...
Ég hefði persónulega viljað fá að vita að þetta væri úti þar sem hitinn hjá okkur var 27°C þegar lagt var í hann og Berglind fór í síðum svörtum buxum (já gáfuð).. En við lifðum þetta af. Fengum svo Kórenskan mat að lokinni sýningu (hef nú oft bragðað betri mat).. En þetta var svona frekar spess...
Keyrðum svo heim á leið rúmlega 21 með VEL ÞREYTTA karla í bílnum. Kriss okkar sofnaði í bílnum alveg drulluskítugur en við ákváðum bara að leyfa honum að sofa (sturtum hann bara í fyrramálið áður en hann fer í skólan).. Oliver náði sturtu og svo var hann rotaður!!!
Verð nú að minnast á það að þeir bræður já báðir voru eins og LJÓS í dag (vá hvað þeir voru stilltir)...
Jæja segjum þetta gott af okkur hérna í HITANUM ÖLLUM:..
Kv. Oliver "Takewondo", Kriss "þreytti" og Co.

laugardagur, júní 10, 2006

NÝJAR MYNDIR + Geðbilað veður :-)

Helló
Erum loksins búinn að setja inn fleiri myndi eru í "juni 2006" albúminu.. Endilega kíkjið á myndirnar.
En annars er það nú að frétta af okkur að sundlaugin var formlega tekin í notkun í dag, þeir bræður voru ekkert smá ánægðir með hana.. Notuðu hana vel í góða veðrinu enda var KLIKKAÐ VEÐUR hér í dag hitinn á svölunum fór yfir 30°C sem er náttúrulega bara snilld og klukkan 18 í kvöld var 26°C enn á svölunum og allir bara komnir inn búnir að fá nóg af sól í dag...!!!!!!!!!!!!
Annars byrjuðum við daginn á því að skella okkur öll saman í göngutúr (fórum nú bara stutt) enda var frekar mikið heitt og hann Kriss okkar er ekkert mikið fyrir það að hreyfa sig í hitanum. Svo fórum við heim og beint út í garð og þar hentust þeir bræður í sundlaugina sem var að vísu bara 19°C heit en það skipti þá greinilega engu máli, þegar við fórum svo upp úr um klukkan 17 var hitinn í lauginni kominn í 21°C svo já það er aldrei að vita hvort Gamla settið eigi bara eftir að skella sér fljótlega í laugina líka?????'
Svo var farið inn að borða, ákváðum að hafa matinn frekar mikið snemma þar sem þeir bræður voru orðnir frekar mikið óþekkir (báðir tveir). Töpuðu namminu (geta unnið sér inn nammi á morgun eftir kvöldmat ef þeir laga hegðunina) og sjónvarpinu (ekkert sjónvarp fyrir þá í kvöld) bara snemma í bælið. Já maður kann nú alveg að vera skemmtilegur ha.... Núna eru þeir farnir upp að bursta tennurnar svo er það bara bælið sem tekur við!!!
Enda er prógram í gangi á morgun, karlinn kominn í sumarfrí og já við á leiðinni til Frakklands.. Það er nefnilega Takewondo sýning hjá honum Oliver okkur á morgun og ætlar stórfjölskyldan öll að skella sér að horfa á...
Annars er svo sem ekkert nýtt spennandi að gerast.. Bara styttist í heimför okkar..
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili...
Skoðið nú myndirnar og sjáið hvað veðrið var gott hjá okkur í dag..
Kv. BGB and the Gang

FULLT FULLT af sól hjá okkur :-)

Góða kvöldið,
Jæja þá komumst við aftur inn á bloggið (var eitthvert vesen með þetta í gær og við komumst ekkert inn)....
En jæja dagurinn í dag og já í gær voru ekkert smá SÓLRÍKIR og GÓÐIR (vá þetta er bara ljúft)..
Við vöknuðum öll frekar seint í morgun enda voru feðgarnir úti langt fram eftir kvöldi í gær að leika sér í garðinum (Ma lék sér nú smá með en var ekki eins dugleg og karlpeningurinn)... Byrjuðum á því að redda sundlauginni en hún sem sagt LAK frekar fúllt... Eftir að það var búið að redda henni fórum við í það að láta renna í hana aftur (svo strákarnir fari nú að komast í sund í garðinum)... Svo var bara chillað.. Karlarnir fóru saman ruslaferðir (voru eitthvað að taka til) meðan sú Gamla fékk að sóla sig í friði á svölunum enda var alveg STEIK þar í dag (hitinn var svona í kringum 28°C í dag þegar heitast var).. Svo voru þeir bræður bara að leika sér inni eða í garðinum svona til skiptist enda endast þeir ekkert lengi úti í hitanum.. Finnst bara betra að komast inn í kuldan...
Dagurinn í dag fór bara í chill eins og í gær.. Bara ljúft að geta svona slappað af meðan þeir eru í fríi þar sem ballið byrjar svo aftur á mánudaginn... Líka nota sólina og góða veðrið.. Við erum að tala um í gærkvöldi rétt fyrir 22 þegar karlarnir voru að koma inn þá var enn 22°C hiti á svölunum svo já það er frekar heitt á nóttinni hjá okkur líka (bara vonandi að þetta endist lengur en síðast, ég vill nefnilega bara hafa SÓLINA endalaust)... Núna þegar klukkan er 22:30 er enn fínn hiti úti og maður með allt opið út.. Bara fá frískt loft inn þetta er sko bara ljúft... Nú held ég það sé komið ALVÖRU SUMAR og fólk ætti að fara að kíkja í heimsókn til okkar og fá ALVÖRU SUMAR OG SÓL!! Já hvað segið þið við því????
Jæja við segjum þetta bara gott í bili..
Vá ekki nema hva 13 dagar í Íslandsferð hjá okkur...
Kv. Við sem erum rétt ókominn í ÖRSTUTTA heimsókn

miðvikudagur, júní 07, 2006

FRÍ FRÍ FRÍ já líka SÓL SÓL SÓL

Hellú
Já þá er komið miðvikudagskvöld hjá okkur og búið að vera alveg yndislegt veður í allan dag, vá hvað þessi fallega GULA SÓL skiptir miklu máli :-))))))))))
Við vöknuðum frekar seint öll (enda fór hann Kriss okkar seint að sofa í gærkvöldi)..
Drifum okkur á fætur og fóru feðgarnir allir saman í bíltúr í morgun, um að gera að njóta þess að vera saman meðan tími gefst... Í hádeginu fór svo karlinn í vinnuna en við hin ákváðum bara að vera heima, þeim bræðrum langaði EKKERT í bæinn bara vera heima í leti.. Vá enda það bara í góðu lagi, veðrið var fínt og við sátum mest allan tíman bara á svölunum, þeir bræður að teikna og leika sér (mjög góðir saman) meðan sú Gamla sólaði sig (vá hvað er langt síðan við höfðum svona ALVÖRU SÓLAR VEÐUR)...
Við ákváðum svo eftir mikla leti að skella okkur í göngutúr í skóginum sem var bara fínt Unglingurinn fór á hjólinu sínu en við Kriss löbbuðum bara.. Í kvöld ætlar sú Gamla svo að setja hann Kriss sinn snemma í bælið þar sem fer svo í skapið á honum þessari elsku okkar ef hann er ekki vel sofinn (hann þarf bara sína rútínu og ekkert RUGL)....
Málið er nefnilega í gærdag sofnaði hann klukkan 17 en glaðvaknaði svo klukkan 20 og hélt það væri kominn nýr dagur... En við vorum eitthvað svo aktív bæði í gær og fyrradag að þetta ruglaði okkar mann alveg í ríminu.. Á mánudaginn þá var veðrið bara alveg ágætt þá tók ég þá bræður út í göngtúr og vorum við í tæpa 3 klst með stoppi á róló og þegar heim var komið voru þeir báðir dauðþreyttir en NEI þá komu Dylan og Jason og drógu Oliver meira út en Kriss var bara ánægður að fá að vera bara heima enda ógeðslega þreyttur eftir labbið... Í gær fórum við líka í langan göngutúr plús við höfðum verið í bænum (á ferðinni) í marga klst áður, svo Kriss var vel þreyttu en ekki alveg Oliver sem fór líka út með Jason og Dylan í gærkvöldi.. Nóg að gera hjá krökkunum í Olivers bekk núna loksins þegar þau eiga frí greyjin.. Svo er náttúrulega veðrið ekkert að eyðileggja...
Well well well segjum þetta gott í bili...
Ekki nema hva 36 dagar í ÖMMU SÆTU !!!!!!!!!!
Og ekki nema 15 dagar í Íslandsferð hjá okkur...
Kv. BGB and the BOYS...

mánudagur, júní 05, 2006

GARÐDAGUR...

Góða kvöldið,
Vá þá er þessi yndislegi dagur búinn.. Búið að vera ágætisveður hjá okkur svo við byrjuðum daginn ELDSNEMMA, skelltum okkur öll á Flóamarkað í Belgíu og vá þvílíkt DRASL.. En þetta var sko risa markaður var í öllum götum og út um allt í miðbæ ARLON.. En þetta var sko heavy DRASL sem var selt þarna en gaman að fara og sjá þetta... En Oliver græddi á þessu fékk einn Gameboy leik. En við eyddum dágóðum tíma í rölt um bæinn... Eftir að heim var komið fór Karlinn að þrífa og bóna bílinn og fóru þeir bræður í það að hjálpa karlinum, eða já kanski meira vera fyrir, á endanum fór Kriss í garðinn og Oliver út að hjóla...
Sú Gamla ákvað svo að skella sér bara í garðinn "já illu er best af lokið" tók þá bræður báða undir sinn verndarvæng og fór á flug.. Já garðurinn er sko orðinn FÍNN (þó ég segji sjálf frá).. En við fluttum eitt tré og klipptum, reyttum, rifum og já nefnið það, það var gert í garðinum í dag.. Kriss fékk svo skyndilega HORN OG HALA og fór að vinna í því að eyðileggja vinnuna fyrir okkur Oliver en það er svo aftur allt önnur saga.. En þetta tókst og fór sko mikill tími í þetta, en allt í góðu þar sem veðrið var alveg yndislegt...
Eftir garðinn fóru þeir bræður inn og í sturtu (ekki veitti af) og lögðust svo undir feld fyrir framan TVið þangað til kominn var matartími.. En þá þurfti Oliver endilega að vera óþekkur svo hann var sendur inn til sín og fékk að eyða þar sem eftir lifði dags "kvöldi" inni hjá sér, Kriss fékk að fara inn í mömmu og pabba herbergi og horfa á "Dýrin í Hálsaskógi" sofnaði svo Stubbur út frá myndinni sem var bara í góðu enda eflaust þreyttur eftir daginn...
Nú fer sko heldur betur að styttast í komu okkar ekki nema 18 dagar í okkur og vá hvað er líka stutt í ÖMMU SÆTU ekki nema 39 dagar í hana (já við erum byrjuð að telja niður)...
Segjum þetta gott í bili af okkur...
Kv. Lúxararnir

föstudagur, júní 02, 2006

Oliver SNILLINGUR

Best að byrja á því að MONTA sig eina ferðina enn út af Unglingnum okkar, vá hvað ég er alltaf STOLT... Þessi elska stóð sig eins og HETJA á prófinu í morgun fékk 44 stig af 60 mögulegum ( sem sagt 7,3 á íslenskum mælikvarða) já ekki er hann að KLIKKA þessi elska okkar... Hann kom heim eftir skóla og sagði að kennarinn hefði bara sagt þeim hvað þau fengu og hvort ég vildi nokkuð vita það og auðvita ARBAÐI ég af GLEÐI (nema hvað)... Oliver er hættur að kippa sér upp við ÖSKRIN í mér... En hann var ángæður með þetta og við LÍKA.. Vá hvað ég er sko STOLT af honum syni mínum (veit ekki hvað hann heyrir þetta oft hjá mér)... Enda er hann sko greinilega sonur MÖMMU SINNAR:.. Nema hvað!!!!!!!!!!!!!! En við foreldrarnir erum sko endalaust STOLT af syni okkar...
Dagurinn í dag var að öðru leyti bara fínn.. Ma keyrði strákana sína í skólan og Kriss var í skýjunum yfir því að komast út að leika við krakkana...
Ma kom svo labbandi að sækja Kriss sinn í skólan og það þótti honum sko ALLS EKKI leiðinlegt. Drifum okkur heim í þvottinn (bara gaman)... Oliver kom svo heim í hádeginu líka, labbaði sjálfur heim svaka duglegur (eins og alltaf).. Fengum okkur að borða og slöppuðum svo bara af... Oliver ákvað svo bara að labba sjálfur í skólan (ekkert smá duglegur) eftir hádegið... Við Kriss vorum hins vegar bara heima í LETI...
Oliver okkar kom svo labbandi aftur sjálfur eftir skóla og þótti sko ekki leiðinlegt að Kriss hafði náð að plata Ma í Grjónagraut, svo hans beið heitur Grjónagrautur... Þeir fengu sér svo að borða... Eftir matinn fór Oliver í heimalærdóm best að klára það bara þá á hann líka frí alla næstu viku (en þeir bræður eru sem sagt komnir í SKÓLAFRÍ í eina viku)...
Eftir lærdóminn var það bara smá leti og Oliver límdi límmiðana sem hann fékk í verðlaun fyrir prófið í FIFA bókina (já maður græðir sko mikið á því að standa sig vel)...
Pabbi og Oliver fóru svo saman á Takewondó æfingu meðan Ma og Kriss voru bara heima enda kominn svefn tími á Kriss okkar (vá enda sofnaði hann strax)...
En ætli við segjum þetta bara ekki gott af MONTNI í dag...
Vá gleymum ekki að segja frá því að Amma Sæta er búinn að kaupa sér flugmiða og kemur 13.júlí til okkar og verður í 3 vikur JÚ HÚ...
Kv. Oliver "SNILLINGUR", Kriss "Emil" og MONTHANARNIR

Kriss að hressast :-)

Góða kvöldið
Þá var það ákveðið núna í kvöld að hann Kriss okkar fer í skólan á morgun (enda ekki annað hægt svo kemur HEIL VIKA í frí)... Hann er samt búinn að vera "latur" í dag lagði sig aftur í dag í hádeginu (sumir þurfa bara beauty blund ekki satt)...
Annars þá var þessi dagur bara fínn Oliver stóri sá um að redda sér sjálfur í dag eins og undanfarna daga svo Ma gæti verið heima hjá Kriss "lasrus".. Oliver kom sko BROSANDI út af eyrum í dag og söng "School rocks" þegar hann kom heim já já það var farið í BÍÓ í dag í skólatíma, fór með rútu og öllum græjum svaka gaman hjá honum.. En það tók nú samt við alvaran þegar heim var komið já já það er PRÓF á morgun svo hann þurfti að læra... En Ma gaf honum samt frí í dágóðan tíma í dag þar sem hann er búinn að vera svo duglegur.. Þeir bræður voru bara svo eins og ljós í allan dag..
Þegar Karlinn okkar kom svo LOKSINS heim fór hann í það að GRILLA ofan í mannskapinn og ekki leiddist honum Kriss það NEI ALLS EKKI fékk hammara og læti og borðaði ekkert smá vel. Eftir matinn var það svo bara bælið fyrir Kriss okkar svo hann geti nú vaknaði í skólan á morgun. Oliver fékk að vaka lengur enda þurfti hann að læra smá meira fyrir prófið...
Svo á morgun er síðasti dagurinn fyrir FRÍ, já þeir bræður eru að fara í VIKUFRÍ vá hvað það verður nú ljúft... En það er sem sagt skólafrí.. Bara huggulegt og ef veðurguðirnir leyfa þá ætlum við að vinna í garðinum í vikunni... Spáin segir okkur að það eigi að hætta að RIGNA svo við erum bara BJARTSÝN enda ekkert annað hægt...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Oliver og Kriss

fimmtudagur, júní 01, 2006

Kriss enn Lasrus :-(

Góða kvöldið
Já þetta er ekki alveg nógu gott með hann Kriss okkar, hann skreið upp í rúm hjá Ma og Pa þegar vekjaraklukkan byrjaði og vitir menn mömmu fannst hann eitthvað heitur og glaseygður.. Hún dreif Oliver á fætur og leyfði Kriss að kúra meðan hún myndi ganga frá nestinu svo fór hún aftur upp og mældi strákinn sinn og þá var hann með 38 og frekar slappur svo hann var heima í dag.: Ekki beint ánægður með það en svona er þetta bara þegar maður er með hita ekki satt????
Oliver fór hins vegar í skólan og sá um sig gjörsamlega sjálfur kom sér sjálfur heim í hádeginu, fór svo bara með strætó eftir hádegi í skólan aftur... Kom svo labbandi heim eftir skóla "svaka duglegur alltaf"....
Kriss var bara heima í leti og það sem meira er hann lagði sig (sem er ekki líkt Kriss okkar) en hann tók sér lúr í hádeginu og Ma leyfði honum það bara....
Ekki má gleyma því að Ma fór að tala við Carinu segja henni frá veikindnum á Kriss og þá fékk hún miða með heim já hann fer í dagsferð með skólanum sínum... Þau fara með lestinni til Bettembourg og verða þar allan daginn í einhverjum garði þar... Svo já það er ekkert smá flott... Að vísu finnst Mömmu Kriss svolítið ungur til að fara í svona dagsferð en hann hefur bara gott af því ekki satt??? Hann er bara 3 ára Stubbur sem verður bráðum 4 ára....
Svo var bara lífinu tekið með ró... Oliver kom svo heim og fór beint í heimalærdóm og borða þar sem hann fór á Takewondo æfingu... Kriss var bara í rólega swinginu...
Það var sem sagt alveg yfirdrifið nóg að gera hjá Oliver, meðan Kriss okkar bara slappaði af...
Jæja segjum þetta gott þangað til næst.. Vonum að hann Kriss fari að hrista af sér þennan hita.
Kv. Oliver "Snillingur" og Kriss "Lasrus"..