föstudagur, september 30, 2005

Fyrsta Prófið mitt

Well Well Well
Þá er ég búinn að taka mitt fyrsta próf í skólanum hér í Lúx... Það var sem sagt stærðfræðipróf í morgun. Ég held því fram að mér hafi gengið vel (en það kemur sko bara í ljós í næstu viku þegar ég fæ niðurstöðuna úr prófinu)... En annars þá byrjaði dagurinn bara vel ég vaknaði og svona eins og gengur og gerist á hverjum degi, fékk svo að taka strætó í skólan í morgun eins og alla undanfarna daga....
Mamma kom svo labbandi í hádeginu og sótti mig fór að vísu eitthvað inn að tala við kennaran minn, nokkuð sem mér finnst ekki gaman að heyra svo ég beið bara úti eftir henni, svo var það hálfgert kapp heim þar sem við vissum að pabbi og Kriss væru að klára að gera pizzu, en þegar við komum heim þá var ekki búið að taka pizzuna út þar sem Pabbi ákvað að klippa Kriss meðan mamma sótti mig... En þetta reddaðist nú allt saman við fengum pizzu í hádeginu og ég náði að borða og svona áður en ég þurfti að fara í skólan aftur... En það var sem sagt langur skóladagur hjá mér í dag... Svo var kominn tími á að fara aftur af stað í skólan og vitir menn ég vildi aftur fara með strætó sem ég fékk....
Þegar skólinn var svo loksins búinn þá var mamma mætt eina ferðina enn að sækja mig... Og við löbbuðum heim og hvað haldið þið ég fékk pakka með heim úr skólanum til að gefa Pabba þar sem það er einhver papa dagur hér í Lúxemborg á sunnudaginn..... Annars var ég nú líka að mála í skólanum í dag og sagði við Mömmu að kanski myndi ég gefa einhverjum myndina í afmælis eða jólagjöf (mamma vonar sko innilega að hún fái myndina). Þegar við komum svo heim þá var karlinn í ham að setja saman skápinn sem þau keyptu handa mér í IKEA í dag, passaði sko fínt karlinn náði að setja hann saman áður en hann fór að vinna og þegar hann fór út fór ég í það að þrífa skápinn minn hátt og lágt, svo byrjuðum við að raða inni hann með aðstoð frá Kristofer (sem var sko allt annað en að hjálpa okkur eyðilagði allt sem ég var að brjóta saman og svona).... Þegar skápurinn var svo ready og öll fötin mín kominn inn í hann fór ég og fékk mér smá í gogginn svo beint upp í rúm að lesa, en ég er sko kominn á bls. 100 og rúmlega það í Síðasta Bænum í Dalnum... Ekkert smá duglegur ha...
Læt ykkur vita þegar eitthvað meira spennandi gerist í mínu lífi...
Kv. Oliver sem er búinn að fara í fyrsta prófið í Lúx

Stuttur skóladagur

Helló,
Þá er þessi dagur á enda kominn og á morgun er föstudagur og svo kemur loksins langþráð helgarfrí... En að vísu er FYRSTA PRÓFIÐ hjá mér á morgun, en ég hef aldrei áður tekið próf í þessum skóla, hvað þá þessum bekk svo það verður gaman að sjá hvernig mér gengur.... Það er svona frekar erfitt fyrir mig að skilja það að ég sé ekki jafn góður í skólanum hér og ég var heima, en mamma er að reyna að útskýra þetta allt saman fyrir mér en það gengur svona eins og það gengur.... Vonum bara það besta, mamma veit alla vegana að mér gengur vel að læra heima hjá henni en svo er bara að sjá hvernig mér gengur í sjálfu prófinu....
En já ég fór í skólan í morgun með strætó já það er sko jafn æðislegt enda fer hann Dylan með strætó líka á hverjum degi og á morgnanna er strætó sko fullur af krökkum sem eru með mér í skólanum en það virðist vera í tísku hér að taka strætó (eitthvað sem pabbi minn er sko alls ekki að fatta)... En það kostar náttúrulega ekki neitt að taka strætó hér, ha svo af hverju ekki að notfæra sér það?????? Mamma og Kriss komu svo labbandi að sækja mig sem var nú alveg ágætt en ég hafði alveg getað hugsað mér að taka bara strætó með Dylan heim... Þegar heim var komið kíkti sú gamla á heimalærdóminn sem var aldrei þessu vant bara undirbúningur fyrir prófið á morgun... Svo hún lét mig vinna smá fyrir prófið nema hvað..... Ég stóð mig mjög vel hjá henni gerði bara örfár klaufavillur svo við verðum bara að vona það besta og ég passi mig á því að flýta mér ekki en það er sko minn stærsti galli....
Svo fékk ég kvöldmat og var svona frekar óþekkur við kvöldmatarborðið, sem þýddi það að ég var settur inn í rúm og fékk að vera þar þangað til ég átti að fara að sofa... En nú á sko að fara að beita mig HERAGA eina ferðina enn... Sjáum hvernig það á eftir að ganga núna....
Annars gerðist sem sagt fátt hjá mér í dag...
Læt ykkur vita á morgun hvernig mér gekk í prófinu...
Góða nótt
Oliver Óþekki

fimmtudagur, september 29, 2005

Sund dagur....

Well well well,
Þá er þessi dagur loksins búinn... Ég kominn í bælið og ritarinn farinn að pikka.... En þetta var nú bara ágætis dagur, byrjaði að vísu ekki vel þar sem Kriss ákvað að vekja mig í morgun og minn maður klifraði upp í rúm til mín og gerði sér lítið fyrir og reif í hárið á mér og kleyp mig, ekkert sérstakt hjá honum HA!!!! En svo náði nú sú gamla að draga mig fram úr og þegar ég var ready til að skella mér í skólan þá sá mamma hvar Dylan og Jason voru á leiðinni út á stoppustöð svo ég ákvað bara að taka strætó með þeim í morgun ekkert smá fínt... En það voru nú líka einhverjir fleiri krakkar á stoppustöðinni... Og í dag var skólasund en ég er í leikfimi einu sinni í viku og skólasundi einu sinni í viku.. Og mér finnst nú bara skemmtilegt í sundi.....
Í hádeginu komu svo Ma og Kriss labbandi að sækja mig gott hjá þeim ha.. Svo við löbbuðum heim og fengum okkur saman að borða sem var nú bara gott enda ég vel svangur.... Ég ákvað svo bara að taka strætó aftur eftir hádegi í skólan en mér finnst það bara sport enda Dylan oft í strætó....
Þegar skólinn var svo loksins búinn í dag þá beið Mamma eftir mér en hún hafði komið labbandi ein að sækja mig þar sem pabbi fór og sótti Kriss... Svo við strunsuðum HEIM og á leiðinni sáum við Pabba svo ég húkkaði mér far heim nennti ekki að labba alla leið.... Þegar heim var komið var ég settur beint í lærdóm, ekki alveg mitt uppáhald en ég virðist þurfa að gera ýmislegt annað og hugsa ýmislegt annað þegar ég á að vera að læra og er því miklu lengur fyrir vikið.... En já þetta hafðist nú á endanum hjá mér... Sem betur fer... Ekki hægt að mæta hérna ólærður....
Eftir lærdóm fórum við í verslunarferð til Þýskalands og vorum bara svo ægilega lengi þar að þegar við fórum út í bíl eftir verslunarleiðangurinn þá var bara orðið svart úti, svo það var ákveðið á leiðinni heim að ég færi beint upp að bursta tennur og í rúmið... Þar sem ég þarf að vakna eldsnemma í fyrramálið, ég tala nú ekki um ef ég ætla með strætó í skólan.....
Er farin í bælið núna með Audi blað til að skoða þar sem ég hef ekki tíma til að lesa....
Góða nótt
Skrifum meira síðar
Oliver Óþekki

þriðjudagur, september 27, 2005

Halló Kalló Bimbó

Helló,
Jæja þá er þessi dagur að verða búinn, þetta er sko bara búinn að vera fínn dagur... Ég fór að sjálfsögðu í skólan í morgun eins og alla hina dagana... Mamma vakti mig og keyrði mig svo í skólan sem var sko bara fínt þar sem það var leikfimi í dag svo ég var með 2 töskur með mér í dag.... Já mér fannst bara fínt í skólanum í dag ég hafði alla vegana mikið að segja mömmu á heimleiðinni en hún ákvað að koma EIN labbandi að sækja mig og ég gjörsamlega talaði alla leiðina heim.. Var að segja frá leiknum sem við vorum í, í leikfimi og svoleiðis... Svo þegar heim kom var pabbi að elda mat sem hentaði mér sko mjög vel þar sem ég var að deyja úr hungri.... Eftir matinn fékk ég að lesa e-mailin mín er þar var sko 1 frá Reynsa frænda sem mér þótt sko þvílíkt fyndið og annað frá Andreu gamla kennaranum mínum á Íslandi og bekknum mínum gamla, en ég má sko koma í heimsókn í bekkinn þegar við skellum okkur til Íslands, þ.e.a.s ef ég verð nógu stilltur til að fá að fara (vonandi)... Svo já var það heimalærdómurinn sem var ekkert svakalega mikill í dag bara svona já smá slatti og við fengum það staðfest að það er fyrsta prófið á föstudaginn það verður stærðfræðipróf svo ég verð að læra mikið á fimmtudaginn (þar sem ég verð að ná öllum prófunum og standa mig þvílíkt vel ef ég á ná bekknum), mamma hefur náttúrulega TRÖLLATRÚ á mér eins og alltaf, henni finnst ég alltaf vera bestur :-) nema hvað!!!!
Eftir lærdóm var afslapelse og svo var ákveðið að skella sér í bíltúr sem var nú bara fínt við græddum ís og allan pakkan (hér í Lúx er ekki hægt að fara í ísbíltúr eins og á Íslandi NEI við urðum bara að keyra í ísbúðina í Mallinu til að fá ís, svolítið skrítið ekki satt??).. En svo var farið heim þar sem karlinn þurfti að fara að vinna og Kriss að sofa þar sem það er skóli hjá okkur báðum á morgun...
Nú er ég sko á leiðinni í bælið ætla að lesa smá í Síðasta bænum í Dalnum áður en ég fer að sofa...
Bið að heilsa ykkur þangað til næst.
Kv. Oliver

Langur skóladagur

Helló
Í dag var aftur og eina ferðina enn langur skóladagur hjá mér, ekki það að það skipti mig einhverju máli þar sem mér finnst sko bara gaman í skólanum.... Enda er ég byrjaður að leika miklu meira við krakkana og þá sérstaklega við hann Dylan svo það skiptir náttúrulega miklu máli. En alla vegana þá komum Mamma og Kriss gangandi að sækja mig í skólan í hádeginu sem var sko bara fínt og ég brunnaði með þeim heim í hádeginu og við stór fjölskyldan notuðum hádegið í það að skoða myndir af Jóni Agli og Tómasi Ara á heimasíðunni þeirra. Svo fékk ég að taka strætó eftir hádegi í skóla (en já gamla settið fór og fékk strætókort fyrir mig í morgun meðan ég var í skólanum og já ekki drepast úr hlátri en kortið gildir í strætó og lestina og ég fékk kort sem gildir í 1 ár og það kostaði svo mikið sem 9,20 Evrur sem gera svo mikið sem 697 íslenskar krónur en já þetta er sko kort sem ég get notað ótakmarkað í heilt ár).... En mér finnst sko stundum bara fínt að taka strætó í hádeginu aftur í skólan, eins taka margir krakkar sem búa hér í götunni strætó í skólan á morgnanna svo já það er sko bara fínt að eiga svona kort, ég segji nú bara ekki meir.... Eftir skóla voru Mamma og Kriss aftur mætt að sækja mig, svo ég fór nú bara í kapp við þau heim og var náttúrulega kominn LANGT á undan þeim heim... Þegar ég kom svo heim þá var Pabbi á fullu að elda matinn svo ég fékk bara að borða um leið og ég kom heim sem var sko bara frábært þar sem ég var svo svangur eftir langan dag!!!! Þegar maturinn var búinn tók lærdómurinn við og ég fékk miða heim og á honum heldur mamma að standi að það verði próf á föstudaginn (mamma ætlar nú að senda kennaranum línu og spyrja hana út í það, verðum að vita hvort það er próf eða ekki, þar sem ÖLL PRÓF hér í skólanum gilda og ef ég næ ekki prófunum þá fell ég og þarf að taka 2. bekk aftur).... Svo við verðum að fylgjast vel með og vera dugleg að læra heim og undirbúa okkur ef þetta er próf!!! En ég veit nú vonandi meira um það á morgun...
Eftir lærdóm fékk ég að fara út að hjóla og það var sko bara fínt, hjólaði nokkrar ferðir, svo bara heim í afslöppun... Fékk svo að vaka lengur í kvöld þar sem Inspector Gadget var í TV í kvöld, með þeim skilyrðum að ég yrði duglegur að vakna á morgun, en mér finnst sko bara ekkert AUÐVELT að vakna á morgnanna... Er núna kominn í bælið og sofnaður...
Svo ritarinn minn ætlar bara að hætta núna...
Þangað til næst
Bæjó Spæjó
Oliver

sunnudagur, september 25, 2005

Úti að leika

Helló allir saman,
Já þá er helgin búinn og skólinn byrjar aftur á morgun en það er sko bara skemmtilegt skal ég segja ykkur. En alla vegana er helgin bara búinn að vera fín hjá okkur.
FÖSTUDAGUR.
Þá var það bara skóli "langur dagur" svo komum Kriss og Mamma labbandi að sækja mig þar sem pabbi var farinn að vinna, það var sko bara fínt við löbbuðum heim í góðu veðri og brunnuðum beint heim að læra svo ég kæmist nú eitthvað út að leika mér, en já ég þarf að læra á föstudögum strax eftir skóla ha... En já það gekk náttúrulega bara eins og í sögu fékk að vísu að stelast aðeins út áður en ég kláraði þar sem mig vantai smá hjálp og Ma var í símanum og karlinn í vinnunni en svo kom pabbi nú stuttu seinna heim svo ég fékk heiðurinn af því að klára að læra með honum. Svo voru bara róleg heit hjá stór fjölskyldunni á föstudagskvöldið.. Fór svona hæfilega snemma/seint að sofa....
LAUGARDAGUR
Já það var sko RÆS snemma þann morgun eða þannig,ég lét vekjaraklukkuna í símanum hennar Ma hringja og vekja mig klukkan 09 og þá var enginn farinn framúr hvernig fjölskylda er þetta eiginlega orðinn, HA ég bara spyr. Svo ég fór upp og ræsti liðið út og það var svo ákveðið þar sem pabbi var í fríi í vinnunni að fara til Trier (Þýskalandi) og skoða bæjarlífið þar sem var sko bara fínt við vorum þar lengi fram eftir bara að skoða okkur um... Þegar heim var komið fórum við karlarnir í það að sitja saman hillur í geymsluna hjá okkur meðan Ma eldaði kvöldmatinn. Að því loknu var sko bíókvöld hjá stórfjölskyldunni sem ég fýla sko alveg í tætlur enda vöktum við feðgar sko lengst ekkert smá gott...
SUNNUDAGUR
Nú var fjölskyldan aftur löt og svaf lengi og þá sérstaklega við Pabbi sem var sko bara notalegt. Fórum svo í smá bíltúr með karlinum áður en hann fór að vinna... Ég fór svo út að leika mér og mamma sá mig ekkert fyrr en ég kom hlaupandi heim þar sem ég var svo þyrstur (ég var sko úti á hlýrabolnum það var svo gott veður hjá mér) en ég var úti að leika við Dylan og Jason bauð meiri að segja Kriss með okkur í smá tíma út á róló ekkert smá góður við hann, já ég get þetta sko alveg ef ég vill það!!! Svo var ég bara úti að leika við þá bræður (Dylan og Jason) þangað til Ma og Kriss sóttu mig!!! Þá var farið heim í Pizzu og sturtu, svo snemma í bælið þar sem það er skóli á morgun og ég á svona FREKAR ERFITT með það að vakna á morgnanna....
Jæja ætla að lesa smá meira í "Síðasta bænum í Dalnum" áður en ég fer að sofa...
Bið að heilsa ykkur þangað til næst...
Kv. Oliver Stóri

föstudagur, september 23, 2005

Lesa lesa lesa

Helló,
Í dag fékk ég heiðurinn af því að lesa upphátt í skólanum í dag! Já ég las fyrir allan bekkinn í þýsku tíma og vitir menn og konur, kennarinn þurfti ekkert að leiðrétta mig ég var ekkert smá ánægður með það enda finnst foreldrum mínum ég bara HETJA og ekkert annað. Þetta gat ég og stóð mig eins og HETJA eins og alltaf (eða mamma segir það alla vegana).
Annars var nú bara stuttur skóladagur í dag fór klukkan 08 og pabbi sótti mig klukkan 12:30 þá var skólinn bara búinn enda bara gott að komast stundum snemma heim ég segji nú bara ekki meir. En þegar ég kom heim þá fór ég að læra með pabba en hann var að fylgjast með mér læra í dag (en ég vildi nú helst að Ma myndi fara yfir lærdóminn þegar ég var búinn, en í Lúxemborg þá þurfa foreldrarnir að kvitta fyrir því að börnin þeirra hafi lært heima og fyrir því að einhver hafi fylgst með því og farið yfir heimalærdóminn og mamma mín hefur bara alltaf gert þetta svo mér fannst eitthvað hálfdularfullt að hún þyrfti ekki að fara yfir þetta í dag).
Að heimalærdómi loknum ákváðum við stór fjölskyldan að skella okkur aðeins í bæinn þar sem pabbi var í fríi til klukkan 21 svo við pabbi ákváðum að fara í klippingu, en mér finnst sko bara gott að fara í klippingu þessa dagana. Eftir klippinguna var brunnað heim þar sem ég mátti ráða hvað yrði í kvöldmatinn fyrir frábæran árangur (bæði í heimalærdómi og fyrir að hafa lesið fyrir bekkinn) og of course my horse valdi ég SS PYLSUR en við áttum til svoleiðis gúmmulaði í frystinum (nammi nammi namm)... Eftir matinn fór ég í það að raða DVD diskunum okkar í hulstur, fór svo upp að bursta tennurnar um leið og sá gamli bað mig að fara upp, ákvað samt að lesa aðeins í "Síðasta bænum í Dalnum" áður en ég sofnaði..
Búinn að vera stilltur og duglegur í dag eins gott að halda því áfram svo ég komist til Íslands þegar ég fer í skólafrí í lok október...
Bið að heilsa ykkur í bili
Oliver nýklippti

miðvikudagur, september 21, 2005

Skóli Skóli Hjóla hjóla

Hello everybody,
Nú er ég búinn að vera í skólanum í allan dag en var samt svo duglegur að ég slapp alveg við að læra þar sem ég hafði náð að klára allt heimanámið mitt í skólanum, ekkert smá heppinn ég í dag,ha.... Svo ákvað ég að labba heim úr skólanum þó svo að Ma og Kriss hefðu mætt galvösk eftir skóla hjá mér að sækja mig... Það var bara svo fínt að labba heim enda fínt veður í dag og ég fékk nú far í hádeginu með Ömmu hans Dylans en já Dylan er bekkjarbróðir minn og amma hans bauð mér far heim en Dylan býr beint á móti mér svo þetta var nú bara hið besta mál. Pabbi var alveg miður sín yfir því að Amma hans hefði skutlað mér heim þar sem ég hafði beðið um það í gærkvöldi að vera ekki sóttur í hádeginu heldur vildi ég fá að labba heim... En svona er þetta nú bara stundum...
En eftir skóla var ég sem sagt bara í fríi svo Mamma ákvað að fara með okkur Kriss á akurinn ég fór að sjálfsögðu hjólandi enda orðinn ógeð góður að hjóla, hjólaði út um allt, tók U-beygju og allan pakkan ekkert smá ánægður með mig. Svo þegar við vorum búinn að vera úti í dágóða stund fórum við heim þar sem Der Alte "sá Gamli" var kominn heim. Svo núna sit ég bara í sófanum og háma í mig popp eftir líka fínan dag...
Annars hefur verið lítið að gera hjá mér undanfarna daga, bara verið í skólanum, heima að læra og úti að hjóla ekki gert mikið meira en það!!!! En svona er nú líf mitt í Lúx...
Jú að vísu fór ég í gærkvöldi í heimsókn til Einars Þorra, Agnesar og co. við bræður vorum svo þar í pössun meðan gamla settið fór út að borða en það var sko bara fínt fengum Spaghetti A la Elísabet í kvöldmatinn sem ég var sko mjög sáttur við, enda spaghetti einn af mínum uppáhaldsréttum... Svo já ég fór frekar seint að sofa í gær en var samt rosa duglegur að vakna í morgun sem betur fer þar sem það var langur skóladagur...
En jæja ég ætla að fara að horfa á Svamp Sveinsson á þýsku...
Skrifum meira seinna
Addý.
Oliver

Synir mínir eru HETJUR

Helló
Þá varð hún Mamma væmna að monta sig!!! Já hún er svo stolt af strákunum sínum báðum tveim að hún varð að fá að tjá sig um það kellingin... Já nú er Oliver kominn á fullt swing í skólanum og ánægður eins og alltaf þar þessi elska mín, er duglegur en finnst að vísu frekar leiðinlegt að hann sé alltaf síðastur eða með þeim síðustu að læra í skólanum en mamma sagði honum eins og satt er hann verður bara að vera sáttur við það þar sem hann er enn að læra tungumálið, en já það getur verið erfitt að skilja svona hluti þegar maður er mjög svo kappsamur, en ég held bara áfram að hvetja hann og segja honum að áður en hann veit af verður hann ekki með þeim síðustu. Þetta er honum sérstaklega erfitt þar sem hann var náttúrulega TOPP NEMANDI á Íslandi (nema hvað enda sonur mömmu sinnar) og var þar alltaf með þeim fyrstu eða fyrstur svo þetta er mikið skref aftur á bak fyrir hann. En við hvetjum hann áfram eins og við getum og segjum honum bara að vera þolinmóður og já guð minn góður það getur nú verið erfitt sérstaklega þegar maður á svona ægilega óþolinmóða foreldra.... En hann er nú samt svaka duglegur og hefur gaman af því að læra og lét okkur vita af því í dag að það væri sko miklu auðveldar að skilja en að tala sem er náttúrulega alveg rétt... Svo þetta er allt að koma og ég held hann skilji miklu meira en við gerum okkur grein fyrir en hann segir samt fátt um það mál alla vegana kom hann heim í hádeginu með ömmu hans Dylans (en Dylan er bekkjabróðir hans og býr hérna beint á móti) en já amma hans bauð Oliver far heim og hann þáði það já þetta gat hann strákurinn svo sagði hann okkur líka hvernig hann hefði beðið um fótbolta lánaðan í skólanum í dag svo já hann er allur að koma til strákurinn og áður en við vitum af verður hann orðinn altalandi á lúxemborgísku.. En krakkarnir hérna byrja að læra lúxemborgísku í leikskólanum og svo byrja þau að læra þýsku í 1.bekk og núna eftir áramót (í 2. bekk) byrja þau að læra frönsku líka. Svo hann Músi minn verður sem sagt eftir jólin að læra lúxemborgísku, þýsku og frönsku í skólanum plús það að fyrir kann minn maður ensku og íslensku já hann verður flottur í framtíðinni þessi elska ég segji nú bara ekki meir... En ég er sko yfir mig stolt af honum og varð bara að tjá mig um það á blogginu hans.. Maður má nú alveg stelst til að monta sig af hetjunum sínum... En hann er bara flottur og áður en við vitum af verður hann byrjaður að tala fyrir okkur Bjarna og byrjaður að kenna okkur líka sem er bara hið besta mál, enda læri ég alltaf með honum og já já á því læri ég líka eins og hann svo þetta er bara hið besta mál fyrir okkur öll :-)
Jæja ætla láta þetta duga af montni í bili...
STOLTASTA Mamma í HEIMI,.....

mánudagur, september 19, 2005

GAMAN GAMAN GAMAN

Vá hvað er gaman hjá mér þessa dagana. Er sko ekkert smá ánægður með það að skólinn sé byrjaður og með nýja Fjallahjólið....
Var ekkert smá ánægður þegar ég kom heim í hádeginu á föstudaginn (fékk að hlaupa einn heim í hádeginu í grengjandi rigningu, ekkert smá ánægður með það). Þá fékk ég að borða og lék aðeins við Jón Egil og Tómas Ara áður en ég dreif mig í skólan aftur. Fór svo heim eftir skóla að læra en já það er víst skylda á mínu heimili að læra um leið og maður kemur heim úr skólanum (er sko alls ekki sáttur alltaf við það en þetta er víst bara svona). Þegar ég var loksins búinn að læra, seint um kvöldið var orðið of dimmt til að fara út að hjóla svo ég fór bara frekar snemma í bælið þar sem það var ræs á laugardagsmorgninum til að skutla öllum gestunum á flugvöllinn...
Það gekk nú samt alveg ágætlega hjá mér að vakna á laugardaginn svo var farið í það að hafa alla til fyrir flugvöllinn sem var nú bara fínt, svo fékk ég að fara með Kristínu, Palla og Tvíbbunum í rútuna á flugvöllinn, þá gat ég leikið við þá á leiðinni og einnig fékk ég að taka smá video á videocameruna hans Palla svaka stuð hjá mér skal ég segja ykkur... Eftir skutlið var brunnað heim og ég fór út að hjóla er orðinn hörku klár í þeim business, og við vorum svo bara í afslöppun það sem eftir lifði dags enda við öll hálf sorgmædd eftir að hafa skutlað öllum á völlinn (já húsið okkar bara alveg tómt), svo var bíókvöld hjá okkur um kvöldið og við Karlarnir þ.e.a.s ég og Pabbi vöktum lengst.... Enda var frekar erfitt að vekja mig í morgun en Mamma vildi að ég yrði vakinn þar sem það er víst skóli á morgun og eins gott að byrja að venja mig við strax.... En við erum bara búinn að vera róleg í dag líka, fórum á rúntinn til Þýskalands og stoppuðum í Trier og fengum okkur góðan göngutúr þar fórum svo heim og ég ákvað að drífa mig bara beint út að hjóla og var úti heillengi. Svo kom ég inn og leyfði honum Kriss að taka bílateppið sitt niður í mitt herbergi og við lékum okkur saman á því, svo kom pabbi með lestina mína og setti hana upp fyrir okkur svaka gaman hjá okkur.... Svo var það bara matur, sturta og bælið.... Þar sem ég þarf að vakna ógeð snemma í fyrramálið og fara í skólan en það er sko langur skóladagur hjá mér á morgun svo já það er víst betra að vera ekki þreyttur.....
En ég ætla að hætta í bili
Og fá ritaran í að pikka meira síðar....
Over and out
Oliver

fimmtudagur, september 15, 2005

Skólinn byrjaður aftur....

Helló everybody,
Þá erum við loksins orðinn nettengd aftur eftir LANGA BIÐ. En þetta tekur bara allt tíma og já Mamma er bara ekkert klár í svona tölvumálum og Pabbi er búinn að vera burtu meira eða minna í allt sumar þar sem hann fór á námskeið í Englandi svo já þessi tölvumál bara biðu. En núna er þetta allt komið í lag sem betur fer svo fólk getur farið að lesa hvað er að gerast í mínu lífi, og jafnvel sent mér tölvupóst oliskoli2000@hotmail.com ég er alveg til að fá póst bara svo þið vitið það!!!!!!
Annars er búið að vera alveg fullt fullt að gerast hjá okkur sem ég nenni ekki að segja frá svo ég ætla bara að byrja á deginum í dag er það ekki bara fín hugmynd??????
Í morgun fórum við Karlarnir þ.e.a.s ég og Pabbi í skólan minn þar sem ég var að byrja í 2. bekk og fékk nýjan kennar og í ár fæ ég konu til að kenna mér. Allir í bekknum mínum fengu að halda áfram yfir í annan bekk en það bættust samt einhverjir krakkar í bekkinn þar sem það voru nokkrir sem ekki náðu öðrum bekk síðast og þurfa því að fara í bekkinn aftur "leiðinlegt fyrir þau" ha....... Svo já var bara stuttur skóladagur í dag ég fór klukkan 09 í morgun og svo labbaði ég bara einn heim en skólinn var búinn klukkan 12:30 sem var nú bara fínt svona fyrsta daginn enda var lítið lært bara meira skoðað hvort það væru ekki allir með það sem stóð á innkaupalistanum og svo fengum við að leika okkur (já mamma var svo utan við sig að hún gleymdi að senda mig með NESTI, já hún er nú alveg svakaleg sú gamla)..... Svo já þegar heim kom fékk ég að fara út í akurinn að prufa nýja Gírahjólið mitt sem ég var að fá fyrir góða hegðun en ég þurfti sko að vinna fyrir hjólinu, ekkert grín það HA.... En já alla vegana fórum við út að hjóla, ég tók alla með mér út (Pabba, Mömmu, Ömmu og Kriss) og ég hjólaði í smá stund og svo fórum við smá á róló........ Svo var farið heim og núna ligg ég upp í sófa að horfa á Korn tónleika en ég er svona frekar þreyttur eftir daginn, þar sem ég fór svo seint að sofa í gær þar sem við fórum út að borða í gærkvöldi og komum mjög svo seint heim svo já ég fékk ekki alveg nægilegan svefn, en þetta kemur allt skólinn er bara að byrja og þetta er svona smá tími....... En við verðum búin að ná okkur í næstu viku en þetta er náttúrulega bara erfitt fyrir alla að vakna en við erum sem sagt öll fjölskyldan að fara í það að vakna þessa dagana....... Pabbi er í smá fríi núna með okkur þar sem við erum með gesti og svona.... En hann byrjar að vinna á sunnudaginn svo já þá fer lífi okkar loksins að vera aftur eðlilegt eða svona eins Normalt og það getur verið.....
Jæja ætla að klára að glápa á Korn.
Tjái mig meira síðar......
Over and Out.
Oliver