Fyrsta Prófið mitt
Þá er ég búinn að taka mitt fyrsta próf í skólanum hér í Lúx... Það var sem sagt stærðfræðipróf í morgun. Ég held því fram að mér hafi gengið vel (en það kemur sko bara í ljós í næstu viku þegar ég fæ niðurstöðuna úr prófinu)... En annars þá byrjaði dagurinn bara vel ég vaknaði og svona eins og gengur og gerist á hverjum degi, fékk svo að taka strætó í skólan í morgun eins og alla undanfarna daga....
Mamma kom svo labbandi í hádeginu og sótti mig fór að vísu eitthvað inn að tala við kennaran minn, nokkuð sem mér finnst ekki gaman að heyra svo ég beið bara úti eftir henni, svo var það hálfgert kapp heim þar sem við vissum að pabbi og Kriss væru að klára að gera pizzu, en þegar við komum heim þá var ekki búið að taka pizzuna út þar sem Pabbi ákvað að klippa Kriss meðan mamma sótti mig... En þetta reddaðist nú allt saman við fengum pizzu í hádeginu og ég náði að borða og svona áður en ég þurfti að fara í skólan aftur... En það var sem sagt langur skóladagur hjá mér í dag... Svo var kominn tími á að fara aftur af stað í skólan og vitir menn ég vildi aftur fara með strætó sem ég fékk....
Þegar skólinn var svo loksins búinn þá var mamma mætt eina ferðina enn að sækja mig... Og við löbbuðum heim og hvað haldið þið ég fékk pakka með heim úr skólanum til að gefa Pabba þar sem það er einhver papa dagur hér í Lúxemborg á sunnudaginn..... Annars var ég nú líka að mála í skólanum í dag og sagði við Mömmu að kanski myndi ég gefa einhverjum myndina í afmælis eða jólagjöf (mamma vonar sko innilega að hún fái myndina). Þegar við komum svo heim þá var karlinn í ham að setja saman skápinn sem þau keyptu handa mér í IKEA í dag, passaði sko fínt karlinn náði að setja hann saman áður en hann fór að vinna og þegar hann fór út fór ég í það að þrífa skápinn minn hátt og lágt, svo byrjuðum við að raða inni hann með aðstoð frá Kristofer (sem var sko allt annað en að hjálpa okkur eyðilagði allt sem ég var að brjóta saman og svona).... Þegar skápurinn var svo ready og öll fötin mín kominn inn í hann fór ég og fékk mér smá í gogginn svo beint upp í rúm að lesa, en ég er sko kominn á bls. 100 og rúmlega það í Síðasta Bænum í Dalnum... Ekkert smá duglegur ha...
Læt ykkur vita þegar eitthvað meira spennandi gerist í mínu lífi...
Kv. Oliver sem er búinn að fara í fyrsta prófið í Lúx