föstudagur, nóvember 28, 2008

Já fimmtudagskvöld

Adam var ekki lengi í Paradís....
Kriss minn fór í skólann í morgun, var keyrður í skólann og var inn í frímínútum og dægradvöl. Svo sótti ég hann í skólann eftir vinnu og leit minn maður frekar svona druslulega út og kvartaði sárann yfir EYRANU að honum væri svo SVAKALEGA ILLT í því... Við fórum svo og sóttum Oliver á blakæfingu og drifum okkur að versla... Í búðinni var Kriss minn ekki upp á sitt besta, dróst svona með körfunni og langaði ekki í NEITT mjög svo ólíkt honum þessari elsku minni....
Við drifum okkur svo heim eftir búðina, þegar við komum heim var Reynsi kominn í heimsókn til okkar og fannst Reynsa eins og Kriss væri kominn með hita þar sem hann væri með svo rosalega heita skrokk, það var því ákveðið að mæla karlinn sem var bara með 7 kommur sem er náttúrulega EKKI NEITT á hans mælikvarða!!!! Við Oliver elduðum svo þessar fínu hakkbollur en Kriss var ekki SVANGUR vildi bara fá að DREKKA sagðist bara vera mikið ÞYRSTUR. Oliver borðaði hins vegar MJÖG LÍTIÐ og var ekki mikið svangur!!!! Eftir matinn þá voru allir hálf druslulegir og Kriss sofnaði í sófanum góða :-)))) Amma kom svo við hjá okkur og fannst Stubbur frekar mikið druslulegur, ég hélt síðan á Kriss bara inn í rúm og ekkert mál. Svo þegar Oliver átti að fara inn í rúm á sofa ákváðum við að bera krem á ofnæmið sem er orðið frekar svona slæmt hjá honum í kuldanum. Þá byrjaði Oliver mínum að líða mikið illa, kvartaði yfir MIKLUM höfuðverk og að sér liði illa "væri illt í maganum".... Svo mamma hans strauk honum öllum hátt og lágt og gerði allskonar gott fyrir hann.. Svo sagði ég honum bara að fara í mitt rúm að sofa og sendi hann inn með fötu (vá sem betur fer) því já stuttu síðar veit ekki hvort það leið hálf mínúta þá byrjaði minn maður að ÆLA á fullu.... Oliver vildi þá fara í mitt rúm að horfa á mynd þá fer ég að tékka á Stubb sem rumskaði við Oliver og vitir menn Stubbur litil orðinn mikið heitari svo hann var mældur og jú jú hitinn rokinn upp í 39,4 er þetta ekki alveg með ólíkindum. Það mætti eiginlega segja að hann sé búinn að vera veikur í 3 vikur á morgun!!! Við erum að tala um að hann er búinn að fara 2 daga í skólann af þessum 3 vikum og hefur þá strax aftur komið veikur heim!!!! Og hann er náttúrulega ekkert búinn að vera GÓÐUR, hann hefur ekki einn dag af þessum 3 vikum verið GÓÐUR!!!! Hann er búinn að vera mjög máttfarinn, orkulítill og með nánast enga matarlyst sem hann bara má hreinlega ekki við!!!!
Þeir bræður verða því heima á morgun og hringja í Reynsa frænda um leið og þeir vakna. Já alltaf Reynir að bjarga systir sinni... Ekkert smá góður við okkur!!! Breytir öllum sínum plönum fyrir okkur :-)))))
Geri því ráð fyrir að hann Kriss minn verði inni þessa HELGINA, ég sem þyrfti að vera að læra undir próf!!!! Er að fara í eitt próf núna 1. des..
Við ætlum að reyna að þrífa íbúðina líka hátt og lágt um helgina svo við getum farið að skreyta eitthvað en ef það þarf að bíða fram á mánudag þá bara bíður tiltektinn þangað til prófið er búið...
Jæja nú er nóg komið af okkur í sjúklingabælinu í Tröllakórnum.
Over and out.
Berglind og Kjúklingarnir...

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Komið miðvikudagskvöld

Dúdda mía,
Dagurinn í gær var alveg ömurlegur fyrir mig... Byrjum á byrjuninni ég á alveg yndislegan bróðir sem kom hérna eldsnemma til að passa Kriss fyrir mig svo ég kæmist í vinnuna en Kriss minn var sem sagt enn veikur og með hita... Leist mér ekkert á hvað hann var byrjaður að hósta mikið og aftur orðinn veikur, mátti nú ekki við því elsku karlinn... Svo ég dreif mig í vinnuna og pantaði tíma hjá Doksa honum Þórði aftur... Við vorum nú svo heppinn að hann fékk tíma samdægurs hjá Þórði... Eftir vinnu drifum við okkur til doksa og hvað nú jú jú lungun í Kriss voru ekki lengur HREIN.... Það var ákveðið þar sem hann heyrði slím hljóð að Kriss myndi fara aftur á Barnaspítala Hringsins og fara í myndatöku af lungunum. Já og við tók bið dauðans, og ég Gudda geðgóða fékk já GEÐVEIKAN HAUSVERK (mígreni) þannig ég var með ROSALEGA MJÖG MIKIÐ STUTTAN ÞRÁÐ, við erum að tala um að ég var svo slöpp af súrefnisleysi að ég sofnaði á einhverju skrifborði meðan við Kriss biðum eina ferðina enn... Já talandi um það þá var Kriss með 38 stiga hita og búinn að léttast um önnur 100 gr já hann mátti nú ekki við því þessi elska... En já eftir MIKLA bið fór hann í myndatöku og já sæll þá tók við önnur bið, sem hentaði mér rosalega vel þar sem mér leið svona líka LJÓMANDI vel.... En já svo er kallað á okkur Kriss og Dr. Saxi byrjaði að tala tala tala tala tala og útskýra eitthvað að latnesku (já ég er því miður ekki búinn að taka kúrs í latnesku geri það kannski í framtíðinni)... En Kriss minn er með slím í lungunum, einnig einhverja RÁK bla bla bla bla.... En já hann ákvað doksins að gefa honum ekki SÝKLALYF heldur ætti að reyna á það hvort Kriss gæti unnið á þessu sjálfur. EN EF já sæll ég elska þetta EF ég hef líka svo mikla þolinmæði, ef ekki þá væntanlega á hann eftir að versna og jafnvel fá lungabólgu og já trúði þið því "þá erum við VELKOMINN aftur upp á spítala".. Svona án alls gríns þá held ég að þetta LIÐ fatti ekki að ég HATA að koma þarna og ég hef ákkúrat enga ÞOLINMÆÐI í þessa HEL..... BIÐ....
Það var nú samt svo gott að hún Gudda Geðgóða fór með Kriss þar sem hún gjörsamlega missti sig þegar doksinn sagði "að það væri greinilegt að ég hefði beðið um þessa myndatöku". Já nei þarna SNAPPAÐI hún Gudda og hélt RÆÐU... Sæll aumingjans DOKSINN vissi náttúrulega ekki að ég var svona líka illa fyrir kölluð með mígrenikast.. hehehheheheheh Hann á alveg pottþétt ekki eftir að segja þetta við mig aftur....
Við Kriss drifum okkur svo bara heim og sem betur fer eigum við svo GÓÐA að að hún Amma sá um að elda ofan í okkur kvöldmatinn þar sem ég hafði ekki ORKU í það...
Kriss var svo heima í dag með Reynsa frænda aftur, þeir bara 2 að chilla, ég hef svo ákveðið þar sem ég er náttúrulega LÖNGU búinn með mína VEIKINDADAGA vegna barna að Kriss fer í skólann á morgun og fær bara að vera INNI í frímínútum. Eins gott að það komi sko ekki bakslag í þetta aftur... Nú er bara komið gott...
Vonum að það komi nú ekkert blogg fyrr en á sunnudaginn næst að þessi veikindapakki sé búinn núna...
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Ritarinn, Unglingurinn og Slímlungað

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Helgin búin og Kriss aftur kominn með HITA

Já sælllllllllll
Nú er ekki nema mánuður í jólin, dúdda mía hvað það er nú æðislegt......
En af okkur er það að frétta að Kriss var alveg hitalaus um helgina svo við kíktum á smá bæjarrölt (í Smáró, Blómaval og eitthvað rólegt) á laugardeginum en nota bene Kriss svaf út bæði laugar og sunnudagsmorgun.... Svo á sunnudaginn var minn maður enn hress svo við skelltum okkur í heimsókn til Löngu og Langa svo í 2 búðir... Kriss var bara hress en samt ekkert svakalega duglegur að borða og drekka en samt mun meira en hann hefur verið að gera undanfarna daga enda þarf ekki mikið til þess að vera duglegri en þá daga....
Svo það var ákveðið þar sem Kriss fór smá út um helgina að það yrði skóli hjá honum í dag mánudag.... Og jú jú Mamma gerði prinsana sína í skólann, hringdi svo og bað um það að Kriss yrði inni í allan dag (fengi ekki að fara út í frímínútur) og hann fór heldur ekki í sund!!!! Bara inni að leika í allan dag....
Amma mætti svo fyrir 16 að sækja strákinn í Dægró, þá var mínum manni nú frekar kalt. Hann og amma löbbuðu svo heim til Ömmu þar sem Kriss bað um HEIT KAKÓ, sem hann að sjálfsögðu fékk drakk 2 bolla af því og borðaði tæpa brauðsneið með!!! Svo sofnaði hann bara í sófanum hjá Ömmu það var ekkert flóknari en það!!!!!! Amma vakti hann svo til að fara heim til okkar og það var allt í góðu þar sofnaði Kriss nánast bara strax aftur.. Og er búinn að vera sofandi meira eða minna síðan....
Þegar ég svo LOKSINS kom heim þá lagðist ég hjá lúsinni minni í sófann og sagði við Ömmu strákurinn er með HITA, alveg greinilega, skrokkurinn hans var svo rosalega heitur. Þá sagði Amma að hann væri búinn að vera hóstandi, umlandi og sofandi..... Elsku karlinn.. Hann er sem sagt AFTUR orðinn veikur, hvernig má það vera... Þetta er nú alveg ótrúlegt. Hann verður núna bara að klára þessi veikind sín almennilega, þetta gengur bara ekkert UPP.. Ætla nú að vona að við stöndum ekki í einhverjum veikindum fram að jólum, við Kriss nennum því engan veginn.....
Oliver er náttúrulega bara sprækur sem lækur...
Segjum þetta gott af okkur í bili..
Kv. Ritarinn, Unglingurinn og sjúklingurinn

föstudagur, nóvember 21, 2008

Kriss allur að koma til

Hellú,
best að byrja að telja niður í jólin ekki nema 33 dagar í þau!!!
Vá hvað okkur er farið að hlakka GEGGJAÐ mikið til.... Er að hugsa um að kaupa jólagjöfina hans Olivers á morgun þ.e.a.s ef ég kemst út. Gæti fengið Oliver í að vera með Kriss og skotist í búðina (góð hugmynd hjá mér)... En það eru sem sagt bara Oliver, Mamma og Kristín eftir, sem er náttúrulega bara ekki NEITT....
En ég ætla að reyna að halda honum Kriss mínum inni þessa helgina þar sem það er svo geggjað kallt úti og hann má nú ekki við því að fara út í kulda og slá niður!!!!! Sjáum samt til hvernig hann verður!!!!
Í dag hafði Kriss það geggjað gott með Reynsa frænda, við ekkert smá heppin að eiga hann að!! En Kriss fékk að sofa út og vaknaði rúmlega 11 (meira svona rétt fyrir 12) og þá var farið í það að drekka smá af sykur/salt lausninni og svo er hann búinn að borða 2 pylsubrauð með tómatsósu og steiktum, drekka smá meira, fá sér LGG+. Hringdi svo í mig í vinnuna og kvartaði yfir því að við ættum ekki til neitt Kremkex og hvort það væri nú ekki alveg örugglega NAMMI dagur í dag , já SÆLL hann Kriss minn er að koma til og verður pottþétt orðinn góður á mánudaginn efast ekki um það 1 mínútu....
Við ætlum svo að reyna að gera eitthvað skemmtilegt um helgina, þýðir nokkuð annað!!! Chillum og skemmtum okkur... Hlökkum svo eins og alltaf til að sjá dagvaktina á sunnudaginn. En ég efast samt um að við gerum geggjað mikið kannski eitthvað smá....
Vildi bara informa ykkur um stadusinn á heimilinu....
Kv. Berglind og Co.

Já sæll bara 34 dagar í jólin :-))))))

Dúdda mía, þessi dagur var tóm SNILLD....
Ég vaknaði í morgun við símann en þá var klukkan sko 10:20 svo ég ákvað að nú væri bara kominn tími á að fara á fætu, og jú jú ég dreif mig í sturtu og svona... Beið svo og beið eftir að hann Kriss minn myndi vakna en ekkert gerðist... Svo ég gafst upp klukkan 12 á hádegi og ákvað að vekja hann son minn!!! Kriss hefur ekki sofið svona lengi, ever!!!!!!!!!! En þegar hann vaknaði fórum við að klæða hann í náttföt og útbúa sykur/saltlausnina og drífa okkur á spítalann... Þegar þangað kom beið hittum við fyrir krúttarlegu hjúkkuna sem tók á móti okkur á mánudaginn hún var svo mikið krútt... Hún vigtaði Kriss minn sem er nota bene búinn að missa 700gr síðan á mánudaginn... Svo talaði hún aðeins við okkur, hún mældi Kriss sem var með 38. Svo kom fúlimúli en við skulum kalla það doksann sem við hittum á mánudaginn líka en ég þoli þann mann bara ekki... En það var sem sagt ákveðið að taka legginn niður hjá Kriss og svo ættum við bara að meta ástandið svolítið sjálf, sjá hvort Kriss myndi nokkuð æla eða fá niðurgang!! En Kriss er sem sagt orðinn RAUÐARI í hálsinum sem skýrir allan ljóta hóstann hans...
Við fórum sem sagt heim frá doksa og ákváðum að stoppa í búðinni og kaupa Coke en Kriss langaði svo i Coke að drekka og hvað gerir maður ekki fyrir sjúklinginn sinn..... Við fórum svo heim í róleg heitin og var blandað í nokkrar salt/sykurlausnir, svo var það LGG+ hann drakk 2 svoleiðis fannst það geggjað gott.... Svo gekk þetta bara rosalega vel í dag, minn maður bað meira segja um Ost og Ritz kex sem að hann að sjálfsögðu fékk. Stuttu síðar bað hann um hamborgara svo ég ákvað að gefa honum hálfan borgara, fyrst var hann ægilega brattur og borðaði 1/4 svo kláraði hann borgarann og fékk sér eins og hálft matarkex. Drengurinn er sem sagt allur á uppleið og orðinn mun hressari og líflegri en undanfarna daga... Ekki að það hafi þurft mikið til að vera hressari en Kriss undanfarna daga. Hann er svona hægt og rólega að koma tilbaka sem er sko bara ekkert smá frábært.
Hann fer að sjálfsögðu EKKI í skólann á morgun, því hann þarf að ná úr sér hitanum fyrst. Svo hann fær alveg 2 vikna frí frá skólanum :-)))) En miðað við hvernig dagurinn gekk þá lítur allt út fyrir það að drengurinn sé bara á leiðinni í skólann á mánudaginn..
Vonum bara að morgundagurinn verði líka svona flottur og að helgin gangi eins og smurð..
segjum þetta gott í bili...
Over and out..
Mamman, Unglingurinn og Kjúklingurinn sem er að hressast.....

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Vont gat því miður VERSNAÐ...

Dúdda mía,
nóttin hjá okkur Kriss var eins og hjá mömmum með UNGABÖRN... Við sváfum ekki neitt fyrir hósta, ælu og nilla hólmgeirs... Sæll hvað ég var þreytt þegar klukkan var 07 í morgun til að koma Oliver á fætur en það hafðist samt allt saman einhvern veginn og var hann Kriss minn vakandi ENNÞÁ þá.... En við sem sagt komum heim í gær með BROS á vör ca. hálftíma seinna byrjaði Kriss að æla og með heavy niðurgang. Svo sofnaði hann nú samt greyjið litla skinnið en það var nú skammvint þar sem heavy vinna beið okkar... En við vorum sem sagt vakandi í alla nótt og ég sem er nú löngu kominn úr allri æfingu hvað varðar að vaka alla nóttina þá var þetta nú frekar erfitt fyrir mig SVEFNBURKUNA.. En maður getur nú ýmislegt ef maður þarf þess. En Kriss minn var sem sagt með upp og niður í alla nótt sem og HEAVY hósta.. Greyjið litla skinnið hafði ekki einu sinni orku í það að hlaupa sjálfur á klóið. Mamma hans hljóp með hann fram og tilbaka jafnvel þó svo hún hefði ákkúrat enga orku í það heldur. En við meikuðum vart nóttina en klukkan 06:30 mældi ég drenginn þar sem hann greyjið var svo sjóðheitur þessi elska en þá var hann með 39.2 sem er nú frekar hátt svona snemma morguns... En við biðum þangað til Oliver fór í skólann þá hringdi ég aftur á spítalann og talaði við yndislega hjúkku sem upplýsti mig um það að það kom fram ÞURRKUR á blóðprufunni í gær en halló það gleymdist að segja mér frá því!!!! Þá hefði ég nú haft helmingi meir áhyggjur af honum Stubbnum mínum. En ég ákvað síðan að leyfa honum Kriss mínum sem var LOKSINS sofnaður að sofa smá áður en við færum aftur niður eftir... Við fórum svo út rúmlega 10 út og af stað!!!! Við þurfum ekki að bíða LENGI á biðstofunni, komumst fljótt að og þá var ákveðið að setja upp aftur LEGG og gefa Kriss mínum í æð og nú hófst aftur leit af ÆÐ en Kriss minn hefur ekki erft það frá mér að vera ÆÐABER svo já það tók við smá stungur og leit... Kriss var sko ekki ánægður en eftir nokkrar tilraunir fannst æð og Kriss fékk fljótlega næringuna.. Við fórum aftur inn á fína herbergið núna fékk Kriss fínt rúm, sæng og kodda og við erum að tala um að drengurinn sofnaði nánast STRAX svo þreyttur var hann... Ég fékk þennan fína harða Lazyboy, enga sæng og engan kodda já ég var líka ÞREYTT en ég naði að sofna örskamma stund, þangað til að inn var komið með einhvern vælandi STUBB... En Kriss minn SVAF eins og LJÓS.... Hann vaknaði rétt áður en við fórum heim og þá bara til að pissa.... Hitinn hafði nú farið niður í 38.5 og hann búinn að fá fullt af næringu þá var ákveðið að við mættum fara heim enda klukkan orðinn 15:00. Nú var ákveðið að taka ekki niður legginn heldur færi Kriss heim með herleg heitinn (ef hann þarf aftur næringu á morgun þá þarf ekki að fara að leita af æð aftur, stór kostur)..... Við drifum okkur heim, stoppuðum í apótekinu og keyptum sykur/saltlaus og svo í Nettó að kaupa LGG+ því nú á að gera allt til að koma drengnum á fætur....
ég náði að blanda í eina lausn fyrir Kriss sem var byrjaður að drekka hana þegar ég fór heim, en Kristín sys og Co. komu að passa fyrir mig svo ég kæmist í skólann.. Kristín náði svo að láta hann klára einn skammt 120ml og blandaði í aðra (búinn með tæplega helminginn af henni) hann fékk líka nokkra Coke sopa og smá pizzubita.... Svo þetta er kannski að koma hægt og rólega hjá honum!!!! En svo er hann náttúrulega sofnaður... En svo merkilegt nú hefur Kriss ekkert verið úti og Kristín sys sá hann síðast á laugardaginn sem er nú ekki langt síðan en hún fékk hálfgert sjokk þegar hún kom inn hjá okkur henni fannst Kriss svo veikur (en hann var sko alls ekki upp á sitt versta þá). En henni fannst hann nú líta betur út þegar hún fór heim. En Kriss er sem sagt mjög druslulegur og ég tek bara ekki jafnvel eftir dagmun á honum ég sé bara ef hann fær roð í kinnar og þegar hann brosir... En ég vill fá hann Kriss minn aftur, þennan brosandi óþekka prakkara.... Það vantar sko alveg fullt af lífi í íbúðina hjá mér :-))))))))
En hann er ekkert búinn að æla so far í dag.. Svo kannsi er þetta bara allt á réttri leið...
Annars þá á að reyna að taka saursýni hjá Kriss og sjá hvort hann er nokkuð með einhverja BLABLA sýkingu en sú sýking lýsir sér einmitt svona að fólk heldur engu niðri og fær roð í háls (en Kriss er víst orðinn rauður í hálsinum líka) ekki það að mér hafi þótt það skrítið, hann hóstar ekkert smá MIKIÐ....
Það verður nú gaman að sjá hvað kemur út úr þessu á morgun... Alla vegana er það spítalinn þegar við vöknum....
Over and out.
Mammsý, Unglingurinn og sjúklingurinn

Enn ein sjúkrasaga af honum Kriss mínum

Well well well
þá erum við Kriss nýlega komin heim!!! Jábbs við fórum til Doksa sem okkur leist bara líka svona vel á hann sá strax að hann Kriss minn var ekki eins og hann á að vera... Hann ákvað að taka strepptó test þar sem Kriss er með svo slæman hósta!!! En strepptó voru ekki til staðar, en hins vegar ákvað þessi ágæti maður aðs enda okkur AFTUR upp á Barnaspítala til að drengurinn fengi vökva beint í æð og almennilega blóðprufu... Þessi perla sendi sem sagt bréf meðan við keyrðum niður eftir... Kriss minn lá eins og skata meðan við biðum eftir því að komast að, svo kom loksins að okkur og við fórum sem sagt í gegnum sama pakkann og í gær Kriss vigtaður og hlustaður hátt og lágt og svo var ákveðið að taka strax blóðrprufu (sem gekk svona alveg ágætlega og minn maður SVAKA STERKUR enda sonur mömmu sinnar, en það tókst ekki fyrsta stungan, heldur ekki önnur svo það var ákveðið að skipta um hendi og þar gekk þetta eins og smurt). En eftir blóðprufuna fengum við að fara inn á fínt herbergi þar sem Kriss fékk þennan líka fína Lazyboy stól, þar var flatskjár og dvd og var minn maður sko sáttur við það. Svo var sett næring í æð sem gekk svona líka vel, Kriss hafði það svo gott að hann náði að sofna... jábbs þreyttur maður hann sonur minn!!!... Inn á herbergið hjá okkur kom líka lítill stubbur sem grenjaði út í eitt en minn maður SVAF svo notalegt var þetta... Kriss fékk fyrst eitthvað jukk svo eitthvað annað jukk.... Og hvað ég var ánægð þegar hann bað um ristað brauð já ég BROSTI sko allan hringinn... Hann fékk brauðið sem hann borðaði með bestu lyst og drakk með vá hvað ég var glöð sá að strákurinn minn var kominn með ROÐ í kinnar og alles.... Þegar við fengum svo að fara heim þá var ég svo glöð.... Montaði mig þvílíkt á leiðinni...
En já kemur alltaf EN í sögunni hjá okkur Kriss... Við erum að tala um við komum inn og Kriss þurfi á klóið sem var sko ekki gott mál við erum að tala um að hann var með pípandi niðurgang (skilað brauðinu niður aftur og gott betur en það, sá alveg brauðbitana) og gerði hann svo gott betur en það hann ÆLDI líka... Já sæll.... Mér leist ekkert á þetta svo ég hringdi niður á Barnaspítala og fékk þar þær upplýsingar að við ættum bara að halda okkur heima og sjá hvernig drengurinn yrði á morgun... Ef hann versnar (veit ekki hvernig það er hægt) þá eigum við að koma bara strax aftur niður eftir.. Gaman að því eða þannig....
Við Kriss verðum því bara heima á morgun, Kristín og Co. ætla svo að koma meðan ég fer í skólann og vera með þá bræður á meðan... Já já nóg að gerast hjá okkur eins og alltaf....
Nú verður drengurinn bara að vera duglegur að drekka á morgun svo við getum farið að láta lífið ganga sinn vanagang aftur... Þetta getur haldið áfram svona ENDALAUST... Við erum bara kominn með alveg nóg....
Segjum þetta gott af sjúkrasögu í bili...
Over and out..
Berglind

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Þetta virðist ætla að vera ENDALAUS veikindi

Góðan daginn,
þá er ritarinn sestur niður EINA FERÐINA ENN, vá hvað ég er nú búin að vera DUGLEG að pikka inn svo ekki sé nú meira sagt....
En Kriss minn var svo sem ágætur í gærkvöldi en þegar við fórum svo að sofa var hann aftur og eina ferðina enn orðinn VEL HEITUR. Svo byrjaði ballið, mér leið eins og með ungabarn hérna í nótt en Kriss hélt fyrir mér vöku alveg vinstri/hægri... Minn maður hóstaði svo ROSALEGA MIKIÐ að það var ekkert venjulegt ég sótti ískallt vatn en það virtist ekkert vera að hjálpa svo klukkan 06 í morgun ákvað ég nú að hækka undir höfðinu á honum svo hann svaf með 2 kodda og virtist það virka í svona já smá stund.... En þar sem hann hefur ekkert sofið eða já mjög lítið sofið í nótt þá er hann enn þá sofandi og klukkan er 11:41 sem er mjög svo óvanalegt fyrir hann Kriss minn ekki það að hann hefur sofið mikið og lengi allan tímann sem hann er búinn að vera veikur. Ég ákvað því í morgun að hringja og panta tíma á barnalæknavaktinni en við vorum svo heppinn að það var laus tími klukkan 16:40 hjá einhverjum barnasérfræðingi í dag svo við tókum hann. En það er sem sagt út af hóstanum sem er að gera útaf við okkur og svo andardrættinum hjá Kriss en hann andar MJÖG HÁTT og MJÖG HRATT sem er ekki alveg í góðu!!! Mér er alla vegana alveg hætt að lítast á þetta allt saman...
Svo það verður nú gaman að sjá hvað kemur út úr því... En þetta er ekki eðlilegt að barnið sé veikt svona lengi!!! Alveg sama hvað og þetta er mjög svo ólíkt honum Kriss mínum að vera svona VEIKUR....
Svo er hann ekki alveg nógu duglegur að DREKKA svo ég verð að halda því að honum, sem er ekki nógu gott en það var samt sem áður skref í rétta átt að barnið bæði um kvöldmat í gær... Sjáum hvernig þetta fer í dag, kannski segir þessi doski bara líka Vírussýking og þá verð ég bara að kyngja því og bíða með sú sýking gengur yfir... Ekki satt :-)))))
En segjum þetta gott í bili...
Kv. Mamman, Unglingurinn og sjúklingurinn...

Þá var það barnadeildin í dag

Já SÆLL
Við fórum beint frá Dr. Saxa sem skoðaði hann Kriss okkar rosalega vel og niður á bráðamóttökuna á barnadeild Hringsins. Komumst mjög fljótt að þar þar sem við vorum með læknabréf. Þá tók við hjúkka sem tók á móti okkur voða elskuleg, hún skoðaði hann Kriss hátt og lágt, mældi drenginn sem var með 38.2 svo fór hún fram og næst kom, læknanemi svo komi inn hver læknirinn á fætur öðrum. Við vorum þarna heillengi þá var ákveðið að Kriss skyldi fá "ógeðisdrykk" en þeim fannst sem sagt öllum nema einum Doksa að Kriss væri að þorna upp, það var sem sagt húðin á honum sem er byrjuð að þorna, varirnar á honum skrælnaðar og svo er hann með merki þornunnar í kringum sín RISA STÓRU augu.... En það var samt ákveðið að hann ætti að halda niðri ógeðsdrykknum og ef það gengi upp mættum við fara heim... Sæll við erum að tala um að Kriss fékk stútfullt glas af ógeðisdrykk og hann mátti bara fá 10 ml af honum á 10 mín fresti svo þetta tók nokkuð langan tíma. En við fengum svo sem að hitta okkar uppáhaldslæknir hann Einar Ólafs upp á deild vorum meiri segja svo vinsamleg að lána honum stofuna okkar (hann kom svo og talaði við okkur þessi Perla, fór að tékka á honum Kriss mínum og heyra í okkur hljóðið).... Hann er bara yndislegur þessi læknir...
En nota bene klukkan rúmlega 14 þá kom loksins Doksi til að útskrifa okkur, og þá var ákveðið að við mættum fara heim þar sem Kriss væri bara með veirusýkingu og blóðið hans var hreint og Kriss minn ekkert búinn að æla eða skila út um hitt gatið!!!! Svo fórum við heim og mamma hans plataði hann í bakaríið sagði við Kriss þú mátt velja hvað sem er, og minn maður valdi sér kleinuhring og smjörköku!!! Fékk sér svo eina sneið já mjög svo litla af smjörköku og rétt ýtti í kleinuhringinn.. Og með það sama fór hann inn á kló og skilaði því sem hann hafði borðað og haldi niðri.... Ég ákvað samt bara að halda honum heima, nennti ekki að fara aftur upp á spítala eða hringja þangað!!!!! Ég fór svo í skólann og Amma kom að passa hann Kriss okkar. Kriss var svona í lagi, lagði sig svo bara, þreyttur strákurinn.. Vaknaði svo og bað ömmu um smá kvöldmat (nokkuð sem hann hefur ekki beðið um í heila viku) svo þetta er greinilega á leiðinni í rétt átt.... Hann fékk svo smá að borða en þessi ELSKA er enn með HITA sem er bara ekki nógu gott en það á að vera VEIRUSÝKINGIN sem orsakar hitann...
Núna er hann Kriss okkar vakandi þar sem hann fer hvort sem er ekki í skólann á morgun. En vonandi kemst hann nú í skólann á miðvikudaginn.....
En við að sjálfsögðu sjáum bara til, drengurinn verður ekki settur út of snemma, það bara kemur ekki til greina, því ekki viljum við að honum slái niður!!!! NEI TAKK...
Best að enda þetta blogg á smá MONTI en ég duglega stelpan, stóð mig miklu betur í prófinu en ég átti von á og fékk ég 8.5 sem er nú mun meira en ég gerði ráð fyrir....
Segjum þetta gott úr sjúklingabælinu...
Kv. Berglind MONTRASS og Co.

mánudagur, nóvember 17, 2008

Við á leiðinni til Doksa aftur

Já sæll
Vikan byrjar sérstaklega vel hérna hjá okkur.... Alla vegana framhaldssaga síðan í gær, Kriss náði loksins að pissa klukkan rúmlega 20 í gærkvöldi og ég dansaði alveg af gleði, barnið væri sem sagt ekki að þorna upp, heldur væri hann að halda einhverjum VÖKVA... En Kriss minn var enn sjóð heitur og druslulegur... Hann sofnaði svo eins og skata í sófanum og eins og hin kvöldin. En ég náði nú að pína hann til að drekka vel í gærkvöldi sem varð til þess að hann pissaði. En ég sá fram á að við færum nú í skólann/vinnuna á þriðjudag eða miðvikudag. En Adam var ekki lengi í paradís þegar ég var að vekja Oliver þá hóstaði og hóstaði Kriss, svo fór Oliver út (já við erum að tala um örugglega 20 mín seinna) og enn hóstaði Kriss á fullu svo þjóninn hans fór að ná í kaldara vatn og huga að honum. Þetta endaði þannig að Kriss hóstaði svo mikið að hann kúgaðist og kúgaðist og það er alveg BANNAÐ að æla núna en NEI TAKK ég fékk svo gussuna í lófann og út um allt... En hann skilaði mjög svo miklu slími og ældi því vatni sem hann hafði drukkið og gott betur en það....
Kriss fór svo fram úr og í sófann sinn, náði að halda sér vakandi í smá stund og svo leið hann útaf aftur!!!!!
Við erum sem sagt að fara á heilsugæsluna núna klukkkan 09:40 og fáum þá vonandi einhver svör því þetta er bara ekki hægt lengur að drengurinn sé hérna heima eins og liðið lík.. Kriss minn þessi orku mikli gaur, hefur enga orku lengur og er sofandi meira og minna allan daginn það náttúrulega bara gengur ekki til lengdar...
Enda var hún vel hissa á skrifstofunni í skólanum þegar ég hringdi eina ferðina enn að láta vita af því að Kriss væri veikur, henni leist ekkert á þetta....
Vonum bara að doksinn núna geri eitthvað fyrir hann og hann fari að hressast og verða aftur sami gamli góði Kriss okkar.....
Læt ykkur vita hvað doksinn segir...
Over and out..
Berglind

sunnudagur, nóvember 16, 2008

Er drengurinn að ÞORNA UPP

Góða kvöldið,
Já ekki eru það góðar fréttir héðan úr Tröllakórnum!!!!
Við fórum í morgun með Oliver í HK húsið hann var boltasækir á HK leikjunum (í blaki). Svo ákváðum við Kriss að kíkja á Dr. Saxa og jú jú henni doksanum fannst Kriss ekki alveg nógu flottur, hann er sem sagt ekki með í lungunum, ekki með í hálsinum það var allt í fínu... En henni fannst það ekki nógu gott að hann væri enn svona HEITUR og ekki með neina MATARLYST, svo hún ákvað að gefa honum séns á því að reyna að vera duglegur að drekka í dag og sjá svo til í kvöld..... En nota bene Kriss er ekki búinn að vera duglegur að DREKKA og ekki enn farinn að PISSA í dag svo við eigum að gefa þessu rúma 2 klst í viðbót og sjá þá til... Ef drengurinn verður ekki enn búinn að pissa þá þá er það bara spítalinn og næring í æð...... Að vísu er hann ekki búinn að drekka mikið í dag en hann drakk smá kók í morgun og fékk sér nokkrar saltstangir og því var skilað strax út um hitt gatið...
Ég skellti mér svo í afmæli til Elísabetar meðan Reynsi frændi var hjá Kriss og Kriss er enn jafn orku lítill sem er svo ólíkt honum....
En ég vona svo heitt og innileg að hann pissi áður en klukkan verður 21 svo ég þurfi ekki að dúsa á spítalanum við Kriss höfum enga þolinmæði í það... heheheh hentar okkur illa að geta ekkert gert...
En ég informa ykkur með nýjar fréttir ef eitthvað gerist í kvöld...
Kv. Berglind og co.

Bökunardagurinn MIKLI

Já sæll
Bara komið laugardagskvöld og já Kriss búinn að vera í fríi alla vikuna, nokkuð annað en við hin að vísu fékk ég nú með honum 2 heila frídaga og 2 hálfa þar sem það þarf einhver að vera heima að hugsa um VEIKA barnið!!!!! En Stubbur er sem sagt ENNÞÁ veikur þetta ætlar ekkert að klárast hjá honum og er mér nú alveg hætt að lítast á þetta... Hann er enn ekki duglegur við að borða og heldur mjög svo litlu niðri sem er náttúrulega ALLS EKKI nógu gott... Hann ríkur mjög hátt upp í hita og er að gera það alveg nokkrum sinnum yfir daginn. En við erum að tala um að þessi elska liggur í svefnsófanum allan daginn, fer nokkrum sinnum úr honum og er það þá helst til að fá sér vatn, fara á klóið eða í tölvuna, annað er það nú ekki.... En hann var nú ekki sáttur að vera inn í gærdag allan daginn þar sem það byrjaði að snjóa, svo í dag þá fór Oliver út með Tómas og Jón og þá langaði nú mínum manni út líka en það var ekki í boði.....
En í dag gerðum við samt alveg fullt, byrjuðum á því að gera nokkrar hrískökur og baka Muffins meðan við biðum eftir Ömmu, Kristínu og Co. þar sem í dag átti að byrja að baka smákökurnar!!!! Við bökuðum svo 3 sortir mun meira en við ætluðum í upphafi, svo á eftir að baka piparkökurnar en við ætlum að bíða aðeins með það svo það verði eitthvað gert líka í desember, að vísu ætlaði ég að klára jólagjafirnar þessa helgina en NEI ég fór aðeins í búðina í dag og ekki komst ég meira út í dag, á morgun geri ég ráð fyrir að fara með Kriss til Dr. Saxa (en ég talaði við hjúkrunarfræðing sem datt helst í hug að þetta gætu kannski verið streptakokkar) svo hann geti þá fengið lyf við þeim ef þetta er það sem er að hrjá hann... En svo ætlum við að kíkja í kaffi til Elísabetar og Co. annars verðum við sko bara HEIMA...... Það verður ekkert farið út að óþörfu þessa helgina, í von um að það séu meiri líkur á því að hann Kriss minn komist í skólann á mánudaginn og ég í vinnuna og skólann.....
Það byrjar sem sagt nýtt fag hjá mér á mánudaginn... Nóg að gera :-)))))
Oliver er búinn að vera heima í dag og taka þátt í bakstrinum og að passa frændur sínar, fór með þá út á sleðann og alles... Kíkti svo með mér í geymsluna að finna box undir kökurnar og dúdda mía drengurinn vildi bara taka upp allt jóladótið en NEI það var ekki gert í dag, fékk að taka upp efni í jólakransinn en annað var það nú ekki..... En við sáum að við eigum alveg fullt fullt af flottu svo jólatréð okkar verður pottþétt æðislegt.....
Já ekki má gleyma því að Oliver ætlar að skella sér á HK leikina á morgun í BLAKI...
Það er sem sagt nóg að gera á okkar heimili þessa dagana....
Segjum þetta bara gott í bili.
Læt vita ef Dr. Saxi segir eitthvað merkilegt á morgun...
Over and out...

laugardagur, nóvember 15, 2008

Vú hú snjór!!!

Já sæll eigum við að ræða þetta eitthvað...
Ég vaknaði sem sagt við Kriss í morgun, "mamma mamma vú hú það er að snjóa úti".. Ekki það ég vaknaði fyrst með Oliver í morgun en svo ákvað ég bara þar sem Kriss svaf svo vært að leggja mig aðeins lengur með honum, ég er að tala um að við fórum fram úr rúmlega 10 í morgun sem er sko bara ekki amalegt....
En Kriss okkar er sem sagt ENNÞÁ VEIKUR, mér finnst þetta orðið frekar langt og mikið! Kriss var ekki sáttur við það að komast ekki út á morgun laugardag til að velja sér nammi "halló það er nammidagur" svo ég svaraði honum bara "halló þú ert veikur"... Þar með var það útrætt eða þannig.... En hann var enn með hita núna í kvöld en í dag er hann búinn að halda niðri einni brauðsneið, 3 skeiðum af jógúrt, 1/4 hamborgar og nokkrum frönskum sem er bara nokkuð mikið miðað við aldur og fyrri störf í þessari viku!!! Svo vonandi er þetta að mjakast í rétta átt...
Kriss er búinn að vera frekar svona lazy þessa vikuna og mjög ólíkur sjálfum sér, hljóðlátur og ekki mikil fyrirferð í drengnum sem er mjög ólíkt honum! En hann fer vonandi að verða eins og hann á að vera, svo hann komist í skólann á mánudaginn (ekki það að Kriss er búinn að ákveða að vera veikur í nokkra daga í viðbót "já sæll")...
Hann hressist vonandi við baksturinn á morgun en við ætlum sem sagt að byrja að baka fyrir jólin á morgun jábbs, hentar mér best út af skólanum!!!!!
Oliver unglingur er mest lítið heima, mjög mikið úti nema ef hann er með einhverja stráka með sér heima að leika!!! Hann var úti í dag nánast þangað til farið var í bíó en hann og Reynsi fór að kíkja á 007 í kvöld og var Oliver nokkuð ánægður með myndina!!! Skemmti sér mjög vel! En hann er bara eins og alltaf... Ekkert að frétta af honum drengnum, ætlar að baka með okkur á morgun og eyða sunnudeginum í íþróttahúsinu en þá eru 2 blakleikir og ætla þeir vinirnir að horfa á þá, fá pizzu og sækja bolta... En sem sagt Meistaraflokkur bæði karla og kvenna er að fara að keppa!!! Það er nú bara hið besta mál..
Annars er svo sem fátt nýtt að frétta af okkur eða gerast...
Bara same old same old...
Vildi bara setja inn fréttir af sjúklingnum mínum...
Kv. Ritarinn og Co.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Ríma, síma, líma!!!!!! Ekki nema 41 dagur í jól

Dúdda mía,
Kriss er að ríma 24/7 þökk sé pabba hans en hann er að þessu vinstri/hægri allan daginn mér til mikillar skemmtunar :-))))))))
Annars er það af okkur að frétta að hann Kriss okkar er ENNÞÁ VEIKUR, já sæll hann heldur nánast engu niðri, fer allt upp aftur!!! Svo er hann en með mikinn hita að vísu finnst mér eins og hitinn sé á niður leið ákkúrat núna!! En hann er búinn að vera mjög slappur (kannski ekki skrítið ef maður heldur engu niðri).. Við erum að tala um að hann skríður nánast úr rúminu á morgnana og fram í sófa og liggur í sófanum og skríður stundum þá er ég að meina svona max 2-3 sinnum yfir daginn í heimilstölvuna annars er hann bara í sófanum!!! Hann verður því aftur heima á morgun (ekki það hann ákvað í upphafi að vera veikur í 5 daga og kannski er hann bara að standa við það). Ég komst nú aðeins út í dag, en Reynir kom eftir hádegi og var með Kriss svo ég kæmist nú eitthvað í vinnuna, eins verður þetta á morgun, við Kriss saman heima fyrir hádegi og svo Reynir og Kriss eftir hádegið!!!!!
Ég náði nú samt að framkvæma mikið þessa 2 heilu daga sem ég var heima, fór í það á þriðjudaginn að taka þvottahúsið í gegn, raðaði í hillurnar sem þeir feðgar settu upp fyrir mig um daginn, setti svo upp aðra hillu, og þreif þvottahúsið hátt og lágt!!! Nú er það orðið voða fínt :-)) svo í gær tók ég heimilið í gegn og skipti meiri segja um á rúmunum hjá öllum bara lúxsus að vera heima með veikt barn (sæll við erum að tala um þegar barnið er orðið pínu stórt og er bara dasað annars er hörkupúl að vera heima með veikt barn)... Ákvað meira segja að skella mér út á svalir og þrífa gluggana að utan og svalirnar líka!!! Bara púlað fyrir allan peninginn í gær!!! Svo nú er orðið ægilega fínt inni hjá okkur, að ógleymdu að ég reif niður bílabrautina, sem tók alla stofuna hjá mér og var það ákveðið að hún verði ekki sett saman aftur nema með þeim skilyrðum að strákarnir taki hana sjálfir niður!!! Það var of mikið fyrir mig BRUSSUNA....
Í dag sváfum við Kriss svo bara út, að vísu vakti ég Oliver og sá til þess að hann kæmi sér í skólann, svo fór ég upp í rúm aftur og fórum við ekki fram úr fyrr en rúmlega 10, þá var farið í að henda í þvottavél þar sem Kriss var komin eins og Skata upp í sófa!!! Við erum að tala um að hann er búinn að vera með RUGLUNA drengurinn (svo heitur er hann búinn að vera)... Svo vill hann nú að mamma hans fari að henda í svona eins og eina ístertu handa sér "Bountykökuna" sem hann elskar út af lífinu, finnst svo langt síðan hann fékk hana síðast!!!
Eitt samt gott, Kriss er svo mikill reynslubolti í gubbi að hann veigara sér ekkert við að borða þó svo hann viti að þetta fari beinustu leið upp úr honum aftur, við erum að tala um að hann er til í að borða hvað sem er!!! Vonandi að hann nái sér samt bara almennilega um helgina svo hann komist nú skólann eftir helgina!! Við nennum ekki að hanga svona heima allan daginn!!!!
Oliver er eins og hina dagana bara sprækur sem lækur og ákvað að nota sér þessa daga meðan ekkert er frostið að hjóla í skólann, fínt líka þegar hann getur farið bara einn í skólann (ormurinn ekki í eftirdragi).. Svo er hann bara að leika sér og á blakæfingum sem er sko bara hið besta mál!!! Hann er bara að verða aðeins meiri UNGLINGUR sem er líka bara skemmtilegt, ég er alveg að fýla það!! Hef bara gaman að því... Meðan Oliver eldist og eldist þá yngist ég með hverjum deginum :-)))))) hehehehehheehehhehe
Annars eru þetta svona helstu tíðindin úr Kórnum þessa dagana...
Segjum þetta gott í bili..
Over and out.

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Bara 43 dagar í Jólin

Vú hú komin Nóvember og jólin nálgast óðfluga. Vá hvað við elskum þennan árstíma!!!!
Að vísu verður brjálað að gera hjá mér fram að jólum en það er líka bara allt í lagi ég kvarta þá ekki yfir aðgerðarleysi á meðan. En af mér er það að frétta að það var próf í gær mánudag (og hlakka ég alls ekki til að fá út úr því). En svo byrjar nýtt fag á mánudaginn og það er víst geggjað erfitt fag svo ég ætla að vera mjög séð og klára jólagjafirnar í þessari viku og kannski baka líka þessa einu sort af smákökum!!!! Svo það verði einhverjar smákökur þetta árið, en ég fer í síðast prófið 20.desember svo já ég baka ekki mikið eftir þann tíma, líka allt í lagi að byrja þar sem fyrsti í aðventu er núna 30.nóvember... Strákarnir synir mínir ætla svo að sjá um jólaskreytinguna í ár og kvarta ég ekki yfir því.. En þeir ætla að skreyta jólatréð og alles (ætli við gerum það ekki bara eftir prófið hjá mér).. Ég verð nú að fá að vera með líka!!!!
Annars er það af okkur að frétta að Bjarni H. kom í heimsókn þegar strákarnir voru í skólafríi og lék við þá bræður í marga daga og ekki leiddist þeim það!! Kriss var sóttur í skólann í hádeginu (þurfti EKKERT að fara í dægradvöl í marga marga daga)... Oliver var svo sóttur eftir skóla hjá sér og svo var leikið allan daginn og fram á kvöld!!!!
Svo fannst Kriss svaka erfitt þegar pabbi fór en honum þykir mjög svo leiðinlegt að kveðja pabba sinn, en Reynsi frændi kom og reddaði okkur fór með þá bræður í ræktina fljótlega eftir flugvöllinn á föstudeginum var svo bara róleg heit hjá okkur, við öll þreytt eftir vikuna. Svo já á laugardaginn var Reynsi með strákana allan daginn og fram á kvöld (já svo ég gæti lært fyrir prófið) fór með þá út um allt og skemmti þeim, svo á sunnudaginn þá var þeim bræðrum boðið í pönnslur og kaffi til Kristínar og Co og ekki leiddist þeim það heldur, fóru með ömmu og voru þar í dágóðan tíma svo ég gæti lært MEIRA...
Í dag þriðjudag erum við Kriss svo búinn að vera heima í allan dag en litli Prinsinn minn er veikur, Reynsi sótti Kriss í dægradvöl klukkan 16 í gær og fór með hann heim, þar sofnaði þessi elska og svaf í tæpa 2 tíma :-))) svo löbbuðu þeir yfir til okkar og þar var hann Kriss minn ekki í miklu stuði svo þegar mamma kom heim þá tékkaði hún á Stubbnum sínum og þá var hann sjóðheitur þessi elska. Við vorum því heima í dag og hringdum í Tómas Ara og buðum honum að vera hjá okkur líka þar sem hann má ekki fara á leikskólann alla þessa vikuna (já já það er 2 vikna frí hjá honum eftir fallið úr kojunni hjá okkur en það er alveg eðlilegt þar sem hann er enn vel bólginn á höfðinu og höfuðkúpan (sprungan) enn að gróa, svo dúddi verður að passa sig). Tómas kom til okkar eftir tímann hjá eyrnalækninum og var með okkur í allan daga bara gaman að því en þeir frændur voru báðir svo rólegir, Kriss lá eins og skata í sófanum meðan Tómas var ýmist að leika sér eða í tölvunni, ég get sko ekki sagt að það hafi verið fyrirferð í þeim, en þeir voru voða rólegir og góðir!!!!!!! Ég ákvað meiri segja að elda mínar margfrægu kjúllapönnukökur og bjóða þeim og Ömmu í mat í kvöld!!! Svo góðir voru þeir :-))))))
Við Kriss ætlum líka að vera heima á morgun þar sem Kriss kom niður rúmri brauðsneið í morgunmat og var núna fyrst að borða kvöldmatinn sem hann skilaði svo beint í klósettið!!! Hann er sem sagt ekki orðinn HRESS!!!!
Oliver er hins vegar bara eins og alltaf og ekkert VEIKINDA vesen á honum! Er bara úti að leika sér, er úti þangað til að honum er sagt að koma heim! Hann er mjög sáttur í nýja skólanum og líður rosalega vel þar sem er sko bara snilld (alveg æðislegt)... Hann er búinn að eignast fullt af vinum í Hörðó svo heldur hann enn sambandi við strákana í KÓSK (er að æfa með þeim nokkrum blak) og svo er honum boðið í öll strákaafmælin hinu megin svo hann kvartar ekki yfir því finnst það alveg æðislegt...
Það mætti því segja að það sé alltaf alveg nóg að gera hjá okkur!!!
Bara gaman að því :-+)))))
Segjum þetta gott af okkur, ætlaði bara að setja inn línu eða tvær...
Over and out..
Berglind, Oliver og Gubbarinn mikli