Já fimmtudagskvöld
Kriss minn fór í skólann í morgun, var keyrður í skólann og var inn í frímínútum og dægradvöl. Svo sótti ég hann í skólann eftir vinnu og leit minn maður frekar svona druslulega út og kvartaði sárann yfir EYRANU að honum væri svo SVAKALEGA ILLT í því... Við fórum svo og sóttum Oliver á blakæfingu og drifum okkur að versla... Í búðinni var Kriss minn ekki upp á sitt besta, dróst svona með körfunni og langaði ekki í NEITT mjög svo ólíkt honum þessari elsku minni....
Við drifum okkur svo heim eftir búðina, þegar við komum heim var Reynsi kominn í heimsókn til okkar og fannst Reynsa eins og Kriss væri kominn með hita þar sem hann væri með svo rosalega heita skrokk, það var því ákveðið að mæla karlinn sem var bara með 7 kommur sem er náttúrulega EKKI NEITT á hans mælikvarða!!!! Við Oliver elduðum svo þessar fínu hakkbollur en Kriss var ekki SVANGUR vildi bara fá að DREKKA sagðist bara vera mikið ÞYRSTUR. Oliver borðaði hins vegar MJÖG LÍTIÐ og var ekki mikið svangur!!!! Eftir matinn þá voru allir hálf druslulegir og Kriss sofnaði í sófanum góða :-)))) Amma kom svo við hjá okkur og fannst Stubbur frekar mikið druslulegur, ég hélt síðan á Kriss bara inn í rúm og ekkert mál. Svo þegar Oliver átti að fara inn í rúm á sofa ákváðum við að bera krem á ofnæmið sem er orðið frekar svona slæmt hjá honum í kuldanum. Þá byrjaði Oliver mínum að líða mikið illa, kvartaði yfir MIKLUM höfuðverk og að sér liði illa "væri illt í maganum".... Svo mamma hans strauk honum öllum hátt og lágt og gerði allskonar gott fyrir hann.. Svo sagði ég honum bara að fara í mitt rúm að sofa og sendi hann inn með fötu (vá sem betur fer) því já stuttu síðar veit ekki hvort það leið hálf mínúta þá byrjaði minn maður að ÆLA á fullu.... Oliver vildi þá fara í mitt rúm að horfa á mynd þá fer ég að tékka á Stubb sem rumskaði við Oliver og vitir menn Stubbur litil orðinn mikið heitari svo hann var mældur og jú jú hitinn rokinn upp í 39,4 er þetta ekki alveg með ólíkindum. Það mætti eiginlega segja að hann sé búinn að vera veikur í 3 vikur á morgun!!! Við erum að tala um að hann er búinn að fara 2 daga í skólann af þessum 3 vikum og hefur þá strax aftur komið veikur heim!!!! Og hann er náttúrulega ekkert búinn að vera GÓÐUR, hann hefur ekki einn dag af þessum 3 vikum verið GÓÐUR!!!! Hann er búinn að vera mjög máttfarinn, orkulítill og með nánast enga matarlyst sem hann bara má hreinlega ekki við!!!!
Þeir bræður verða því heima á morgun og hringja í Reynsa frænda um leið og þeir vakna. Já alltaf Reynir að bjarga systir sinni... Ekkert smá góður við okkur!!! Breytir öllum sínum plönum fyrir okkur :-)))))
Geri því ráð fyrir að hann Kriss minn verði inni þessa HELGINA, ég sem þyrfti að vera að læra undir próf!!!! Er að fara í eitt próf núna 1. des..
Við ætlum að reyna að þrífa íbúðina líka hátt og lágt um helgina svo við getum farið að skreyta eitthvað en ef það þarf að bíða fram á mánudag þá bara bíður tiltektinn þangað til prófið er búið...
Jæja nú er nóg komið af okkur í sjúklingabælinu í Tröllakórnum.
Over and out.
Berglind og Kjúklingarnir...