mánudagur, júní 30, 2008

Helgin búin !!!!!

Jæja þá er komið sunnudagskvöld og helgarfríið okkar búið, vá hvað helgarnar líða EXTRA hratt þessa dagana, mér finnst ég varla komin í frí þegar ég þarf að fara að mæta í vinnuna aftur!!!! En svona er þetta bara og maður verður bara að lifa með því!
Helgin hjá okkur var sko bara LJÚF, á laugardaginn var sko SOFIÐ ÚT og vá hvað það var nú notalegt við vorum öll húðlöt og vorum á náttfötunum fram yfir hádegið, þá kom amma í heimsókn með nýtt brauð úr bakaríinu, nammi nammi namm.... Fengum okkur að borða og ákváðum svo að kíkja á bókasafnið þar sem það var ekki beint sólbaðsveður, samt sem áður alveg ágætisveður. Fórum á bókasafnið og vorum þar í dágóðan tíma og nutum þess, strákarnir fundu sér fullt af bókum. Eftir bókasafnið var farið í pizzupartý sem var bara notalegt og gott, fórum svo frekar svona seint heim (alla vegana komið sá tími sem Kriss var orðinn þreyttur). Drifum okkur heim þar sem Kriss ætlaði að vera ægilega flottur á því og horfa á mynd (steinsofnaði áður en hún byrjaði, eða svo að segja) unglingurinn vakti eitthvað áfram.. Vá og ekki má gleyma því að kofinn hans Olivers kom heim, var að vísu settur hérna fyrir framan húsið svo nú þarf ég að finna ráð til að koma honum út í garð, á eftir að finna lausn á því máli og taka myndir af kofanum, fer í það á morgun eftir vinnu.
Í dag sunnudag sváfum við aftur út, vá hvað það er notalegt um helgar að bara SOFA þangað til maður er tilbúinn að VAKNA og mér finnst líka rosalega gott að þeir bakkabræður sofa báðir út, ekkert ræs klukkan 07 (ég myndi ekki meika það)..... Við tók allsherjar tiltekt í íbúðinni, strákarnir hjálpuðu mér og léku sér þess á milli. Við ákváðum svo að skella okkur í Hagkaup að skila afmælisgjöfum sem Oliver fékk (já einmitt ekki nema hva tæpir 4 mán síðan afmælið var "sæll")... Oliver fann sér ekkert í Smáralindinni svo við fórum í Holtagarða og ekkert fann hann heldur þar svo það var ákveðið að ég myndi bara kaupa af honum nótuna og hann myndi bara frekar versla sér eitthvað úti (sá einhvern leik sem hann langaði í en var ekki til í PS2 svo hann gafst bara upp).... Eftir búðarröltið skelltum við okkur bara í smá bíltúr og svo heim, þar sem Oliver fór út í golf, en Kriss var inni að leika við frændur sínar sem kíktu í heimsókn. Eftir heimsóknina kláruðum við ég tiltektina meðan þeir bræður elduðu kvöldmat handa okkur!!!! Gott skipulag á heimilinu. Oliver sat svo límdur yfir leiknum meðan Kriss var að chilla þangað til sængurverið kallaði á hann. Sindri kíkti svo á Oliver og kláruðu þeir að horfa á leikinn saman, eftir leikinn var farið út í fótbolta (ekkert smá sem þeir eru duglegir á vellinum strákarnir hérna uppfrá). Nú erum við Oliver svo að fara að skoða augnlokin að innan, þar sem Oliver þarf að vakna á golfnámskeiðið (hann er alveg í skýjunum með að það sé EFTIR HÁDEGIÐ svo hann geti sofið út).. hahahah
Oliver er svo 95% vissum að ætla að skella sér í skólann hérna úti, sem er sko bara hið besta mál. Fæ vonandi loka svar í vikunni svo ég geti þá sent staðfestingu á skólastjórann um að hann vilji fara hérna úti í skólann. En þetta er sem sagt hann sjálfur sem er að taka þessa ákvörðun sem er sko bara hið besta mál.....
Segjum þetta gott af þessari helgi :-))
Over and out.

laugardagur, júní 28, 2008

Jú hú komið HELGARFRÍ

Vá hvað dagurinn í dag var lengi að líða hjá MÉR, við kellurnar komar í sumarfrís hugleiðingar sem gerir þetta ekkert auðveldara, svo var byrjað að fylgjast með klukkunni og tíminn gjörsamlega stóð í stað!!!! En svo kom nú að því að ég gat farið heim, vá hvað það var gott, dreif mig beint í það að sækja Kriss og við heim. Ég reyndi eins og ég gat að plata hann Kriss með mér í sund en það gekk ekki eftir, þar sem Oliver bauð Kriss með í fótbolta út í skóla!!!!
Annars þá var Oliver í dag að klára kofann sinn og fær hann keyrðan heim á næstu dögum (ég búin að fá samþykki fyrir því að hann fái að standa hérna úti hjá okkur! Svo var grillhátið hjá ÍTK þar hitti Oliver Pálma vin sinn, það var sem sagt öllum sem voru á námskeiðum hjá ÍTK boðið í grillpartý í Kársnesskóla, Oliver fékk að fljóta með honum Sindra vini sínum. Þetta var víst bara snilld svo var farið að leika nema hvað!!!!! Eins er búið að skipuleggja meeting í kvöld út í skóla í fótbolta (dáist alveg að því hvað strákarnir hérna eru duglegir að leika sér ÚTI í góða veðrinu)... Ég hendist í að taka myndir af kofanum þegar hann verður kominn fyrir utan hjá okkur ;-))))
Kriss minn fór bara sprækur sem lækur í leikskólann í morgun, lét mig vita af því að hann Tómas Orri vinur sinn væri að hætta í dag og hann ætti alveg örugglega eftir að sakna hans! En þá sagði ég við hann en þú átt bara eftir að vakna í 10 daga í viðbót í leikskólann þá leið honum mun betur strax!!! Kriss var úti eins og venjulega þegar hann er sóttur, skítugur upp yfir haus, var sem sagt að sópa stéttina í skólanum "já sæll"... En Kriss elskar gjörsamlega að vera VINNUMAÐUR það er hans líf og yndi!
Svo er það bara róleg heit sem taka við þessa helgina, við ætlum ÖLL að sofa út, vá hvað við ætlum að njóta þess :-))) svo á bara að spila þetta eftir veðrinu hvað við gerum. Oliver er búinn að skipuleggja seinni part sunnudagsins þá situr hann fyrir framan imban alveg sama hvernig viðrar, tekur ekki annað í mál. Við Kriss gerum eitthvað annað á meðan og truflum hann ekki við horfin.. hahahhaha heheheh
Oliver fer svo eftir helgina á annað golfnámskeið og leiðist honum það sko ekki, hann er jafnvel að spá í að skella sér á annað smíðanámskeið þegar golfnámskeiðinu líkur, smíða kofa handa Jóni Agli og Tómasi Ara (svo þeir eigi nú líka kofa). Við setjumst yfir þetta um helgina. Kriss fer svo á eitt námskeið þetta sumar það er sem sagt sundnámskeið hjá honum.
Jæja segjum þetta gott í bili á þessu fallega föstudagskvöldi.
Over and out.

fimmtudagur, júní 26, 2008

Kofinn alveg að verða klár

Well well well
þá er vikan hálfnuð og kofinn alveg að verða klár hjá okkar manni, á eftir þakið og hurðina :-) sama og ekkert eftir! Oliver er sko rosalega ánægður með námskeiðið og hefur nánast ekki sést heima síðan námskeiði byrjaði, sem er líka bara hið besta mál. Hann er sem sagt að kynnast strákunum hérna í hverfinu og þeir eru mjög svo duglegir að vera úti. Hann fer út að leika beint eftir námskeiðið og rétt kemur í kvöldmat svo út aftur, hér safnast strákarnir saman á kvöldin út í skóla og eru í fótbolta þangað til þeir eiga að fara heim. Þetta er sko bara hið besta mál skal ég segja ykkur, svo kemur bara í ljós í framhaldinu hvað gerist næst með skólamálin. Hann er farinn að tala um að skipta um skóla alla vegana á næsta ári (kannski á þetta eftir að breytast bara í að hann skipti um skóla í ágúst). Ekki það að hann ræður þessu alveg sjálfur, má alveg halda áfram í KÓSK ef hann vill og nennir að taka strætó!
Kriss var líka rosalega heppinn í dag, amma sótti alla strákana á leikskólann. Svo kíkti hann með Kristínu og strákunum á fjölskylduhátið hjá MC bara stuð hjá þeim. Hann skemmti sér stór vel þar, amma keyrði hann svo heim frekar mikið seint komið langt yfir hans svefntíma. Hann var sem sagt klár í rúmið eða svo að segja þegar hann kom heim svo það var bara að bursta tennur og inn í rúm, fékk að hlusta á eina sögu í græjunum fyrir svefninn en var sofnaður löngu áður en sagan var búinn!!!! Var greinilega mjög þreyttur...
Nú eigum við familían bara eftir að vakna 2 daga í þessari viku sem er bara æðislegt, verður frábært að fá aftur helgarfrí. Ég er nefnilega alveg farin að þrá sumarfrí eins og ég hef nú sagt ykkur áður en það er rosalega langt í mitt frí!!!! Always look at the bright sight of live, halló eftir helgi nánar tiltekið á þriðjudaginn er kominn 1.júlí (tíminn líður ótrúlega hratt). Ég var einmitt að hlæja af því í vinnunni í gær að það væru bara 6 mánuðir í næstu jól (mér finnst svo stutt síðan voru jól síðast). Eins á tíminn eftir að líða rosalega hratt þegar við verðum öll komin í skóla. Spáði samt í því að það er bara sumarfrí (já frídagur verslunarmanna svo næsta frí er jólafrí halló)..... Finnst að við ættum öll að fá 1 frídag í mánuði :-)))))))))))))
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

þriðjudagur, júní 24, 2008

Mánudagur til mæðu...

Góðan kvöldið
Þá erum við að tala um að í dag er mánudagskvöld og mörg kvöld í það að ég komist í sumarfrí, er að finna fyrir því núna hvað ég þrái að komast í frí.... Var í dag að skoða skóladagatalið hjá þeim bakkbræðrum og það er einn ljós punktur já sá er að þeir eru í vetrarfríi á sama tíma, annað sem sagt skipulagsdagar lenda ekki á sama tíma. En það kannski skiptir ekki eins miklu máli þar sem Kriss verður í vistun eftir skóla og hún er alltaf opin. Svo var kominn inn innkaupalistinn fyrir Kriss ekkert smá notalegt að fá þetta svona tímanlega (við verðum þá alla vegana búin að versla hans skólabækur áður en við förum út, það verður þá pottþétt 1 af 3 búinn).. hahahahah
En nóg um það !!!!
Í dag vaknaði Kriss eins og alltaf við fyrsta hanagal, dreif sig á fætur og við fórum út. Ég hringdi svo og vakti Oliver svo hann kæmi nú á réttum tíma fyrsta daginn á smíðanámskeiðinu. Það var nú ekki mikið mál okkar maður dreif sig á fætur og út!!! Honum leist svona líka rosalega vel á námskeiði í dag á því eru flest allt strákar úr okkar hverfi sem er bara snilld, Oliver fór meiri segja að leika við einn strákinn eftir námskeiði, bara hið besta mál.... Kannski hann skipti bara um hugmynd og skelli sér í skólann hans Kriss eftir allt saman, hver veit????? En þetta er bara gaman, Oliver lærir alveg fullt á þessu námskeið líka ekta svona strákanámskeið!! Að vísu eru nú 2 stelpur á því líka!!! Hann er alla vegana í skýjunum og um það snýst málið....
Kriss var líka í rosalega skemmtilegri fjarsjóðsleit í dag... Þau fengu bréf frá sjóræningjanum í leikritinu (sem þau sáu á sumarhátíðinni) og þau fóru út að leita alveg á fullu... Og fundu að sjálfsögðu fjarsjóðinn á endanum... Bara gaman, enda var Kriss vel þreyttur eftir daginn sofnaði rúmlega 17 í sófanum en er nú búinn að rumska eitthvað síðan þá!!! En hann var vel þreyttur.
Það er sem sagt alveg fullt búið að gerast síðan síðast...
Segjum þetta gott af okkur í bili..
Skólagrísirnir 3

mánudagur, júní 23, 2008

Helgin búin :-((

Góða kvöldið gott fólk,
þá er enn ein helgin búin hjá okkur!!! Hefðum alveg viljað hafa þessa TÖLUVERT lengri þar sem það var svo gott veður en svona er þetta bara stundum, allt tekur víst enda!!!!
Í gær laugardag þá drifum við Kriss okkur í sund og hann fór einn margar margar ferðir í rennibrautina bara stuð á bænum. Fórum svo glor soltin heim og vöktum Oliver, hringdum í Löngu og Langa til að athuga hvort það væru ekki einhverjir þar í heimsókn og hvort það væri ekki alveg örugglega til eitthvað gott að borða hjá þeim!!! Jú jú fullt til hjá þeim svo við drifum okkur uppeftir..Þar voru komnar Íris með Orra og Elín með Leu fyrir utan alla hina... Óskar var á fullu í pallasmíðum og fékk þá bræður í það að hjálpa sér að saga og negla sem var hið besta mál... Við sátum úti hjá þeim í rosa góðu veðri.. Fórum svo seint heim (eða þannig komum við í búð að versla í matinn svo við gætum grillað)... En Kriss var búinn að leggja inn pöntun fyrir grilluðum "sykurpúðum". Og ekki klikkar maður þegar lögð er inn beiðni.. Við buðum síðan Ömmu í mat til okkar og þegar við vorum nýbúinn að borða komum Kristín og Co. til okkar svo allir stubbarnir fengu grillaðan banana með súkkulaði, ís og grillaða sykurpúða bara gaman... Það var því farið frekar SEINT að sofa í gær.
Í morgun vöknuðum við, við það að Amma var að hringja og láta okkur vita að hún ætlaði að skella sér í sund þar sem veðrið væri svo rosalega gott!!! Við hentumst þá ÖLL á fætur og út í sundlaug, hittum þar Ömmu og stuttu á eftir okkur komu Kristín og Co. eftir sundið fórum við öll til Kristínar (amma stoppaði að vísu í bakarínu á leiðinni til Kristínar). Þar settumst við svo út í garð og höfðum það notalegt... Drifum okkur svo heim hentum pylsum á grillið og svo út að hjóla, bara hið besta mál... Fórum á róló og allskonar skemmtilegt. Komum heim settum Kriss í bað (vel skítugur eftir daginn) og svo í bælið... Oliver þarf líka að fara að sofa í fyrra fallinu þar sem hann er að fara á smíðanámskeið í fyrramálið og verður þar allan daginn....
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili...
Over and out.

laugardagur, júní 21, 2008

Blikar unnu FH 4-1

Já sæll
Við gleymdum alveg að láta vita af því að Blikar rústuðu FH á mánudaginn 16.júní. Oliver kom því heim með SÓLHEIMAGLOTT. Daginn eftir var 17.júní jepps og við í fríi :-)))) við byrjuðum daginn í brunch hjá Grams og fórum svo í okkar bæ já Kópavogsbæ (kíktum á Rútstúnið). Þar vorum við mjög lengi enda fínt veður ef maður var í sól og skjóli. Oliver var að leika sér við vini sína og djöflast í öllum tækjunum meðan við hin horfðum á skemmtiatriðin!!!! Bara gaman, fórum svo frekar seint miðað við aldur og fyrri störf að sofa.
Við tók svo bara annar mánudagur eða þannig svo vikan var mjög stutt, sem er líka bara fínt þar sem mér finnst svo rosalega langt í mitt sumarfrí!!!!
Oliver er bara búinn að hafa það gott og SOFA út, eins gott að hann verði búinn að snúa sólarhringnum við fyrir mánudaginn þar sem hann fer á Smíðanámskeið eftir helgina, ætlar að henda upp svona eins og einum kofa!!!
Kriss er bara enn í leikskólanum búið að vera fullt skemmtilegt hjá honum í góða veðrinu. Í dag var meiri segja sumarhátíð með tilheyrandi skemmtun, bara gaman.
Í kvöld fóru þeir svo í heimsókn í vinnuna til Ömmu Dísu þar sem það var fjölskylduskemmtun þar bara gaman hjá þeim!!! Ég naut þess þá bara og skellti mér smá stund í heita pottinn (bara huggulegt smá stopp).
Annars er ég ekki sátt þessa dagana þar sem þeir bræður eru báðir orðnir brúnni en ég :-((( voða útiteknir og sætir (annað en ég sem sit inni allan daginn).....
Vá hvað ég montrassinn var samt GLÖÐ í dag, já ég MONTRASSINN komst inn í Viðskiptafræðina!!! Vá hvað ég var glöð, var búinn að gefa upp alla von í dag, sótti um alltof seint (ekta ég, þetta var svona ákveðið spontant að sækja um). Fullt af liðið sótti um að komast í námið og þegar ég hringdi í HÍ í morgun fannst mín UMSÓKN EKKI... Gaman að því svo ég gaf þetta bara upp, ákvað að ég myndi bara sækja um aftur um jólin eða næsta haust.... En þá kom þessi líka flotti og skemmtilegi glaðningur með PÓSTINUM í dag..... Svo nú verður nóg að gera hjá mér í haust fer í skóla, vinna, hugsa um börnin og heimilið já mér á ekki eftir að LEIÐAST svo mikið er víst.... En þetta verður pottþétt bara gaman og vel þess virið svo ekki sé nú meira sagt!
Segjum þetta gott í bili, það er komin eina ferðina enn helgi og ég rosalega glöð!!!!
Veðrið á að vera FÍNT um helgina svo við gerum pottþétt eitthvað skemmtilegt og GRILLUM.
Þetta var svona það sem var að gerast í þessari viku hjá okkur...
Over and out
Montrassinn, Unglingurinn og Stubbur

mánudagur, júní 16, 2008

Áfram Breiðablik....

Well well well
Þá er Blikaleikur í kvöld og ætla þeir Oliver og Júlli (eflaust einhverjir fleiri) að skella sér á leikinn "bara gott hjá þeim"... Styðja við sína menn!!!
Annars var Oliver svaka duglegur fór einn til hennar Siggu Tannsa og jú jú minn maður með enga skemmd og rosa flottar tennur! Að vísu er ég búin að panta tíma hjá Tannréttingalækni þar sem Oliver er með svo lélegt bit (með krossbit og jaxlarnir bíta ekki saman og þetta þarf að laga)... Svo ég ákvað að illu væri bara best af lokið og pantaði tíma hjá Berglindi Tannréttingaskvísu og fengum við tíma 8.sept ekkert smá langt þangað til... En ég ákvað bara að það þyrfti að setja þetta á fullt annars er maður alltaf að trassa þetta!!! En hann var rosa flottur, dreif sig svo beint frá Siggu og til Júlla og þeir eitthvað að chilla sem er sko bara hið besta mál... Oliver ætlar kannski að skella sér í sveitina með Júlla (sjáum til með það). Auðvita hefur hann bara gott af því svo ekki sé meira sagt, því ekki fer ég BORGARBARNIÐ mikið með börnin mín í sveit!!! Sjáum hvað kemur út úr því...
Svo kom Stubburinn með svaka speki áðan, hann var sem sagt búin að spyrja mig svo geðveikt mikið svo ég svaraði á endanum "Kriss af hverju er himinn blár" þessu var sko ekkert smá fljót svarað "Nú af því Guð gaf okkur Jólin" já sæll eigum við að ræða þetta eitthvað frekar!! Svo brosti ég og sagði já þú segir nokkuð, þá svaraði hann aftur um hæl "vissir þú ekki að Guð gaf okkur jólin"???? Til að bjarga okkur báðum úr veseni fór ég að tala um eitthvað annað "já Ísbjörnin" þennan númer 2.... Já það er aftur kominn Ísbjörn á Íslandi... Ég útskýrði nú bara fyrir liðinu í vinnunni í dag að það væri aðeins ein skýring fyrir því að Ísbirnir streymdu hingað að landi "jú hér er bara of kalt að vera, og finnst mér þetta segja mér allt sem segja þarf"... Ísbirnir á Íslandi "að sumri til" já sæll, hættum bara að ræða þetta!!!!
Vú hú svo sáum við Dagvaktin auglýsta í gær og okkur hlakkar geggjað mikið til, eins gott að hún standi undir væntingum!!!!
Segjum þetta gott í bili...
Áfram Breiðablik...

Helgin búin, og alveg að koma 17.júní.....

Vú hú :-))))))))))
Þá er komið sunnudagskvöld og þessi helgi búinn, sem er nú ekki alveg nógu gott (værum alveg til í lengra frí) en við þurfum svo sem bara að mæta einn dag svo frí aftur í einn dag og það er sko ekki leiðinlegt!!!!!
Föstudagurinn var síðasti dagurinn á Golfnámskeiðinu hjá Oliver, og var í tilefni þess haldin golfkeppni og svo grillaðar pylsur og flott heit á eftir... Oliver skemmti sér þrusu vel á golfnámskeiðnu og kominn með golfdellu!!!! Við Oliver sóttum svo alla stubbana í leikskólann og fórum heim til Kristínar og Co. þar sem Kristín var með litla útskriftarveislu heima hjá sér (en hún var að útskrifast út HÍ)... Við fórum því seint heim á föstudagskvöldið!!!
Á laugardaginn var sofið STUTT út, en við vorum lengi á náttfötunum eða já til hádegis þegar við ákváðum að skella okkur í sund í ágætis veðri.... Vorum smá stund í sundi og fórum svo í kaffi til Ömmu á eftir.... Oliver með golfsettið með sér og fór að slá kúlur (ekki alveg eins góð aðstaða til þess fyrir utan hjá Ömmu og okkur)... En eftir smá slá fórum við bara heim, þegar heim var komið fóru þeir bræður út að slá fleiri kúlur og fullt af þeim, svo var það kvöldmatur! Lögðumst svo saman fyrir framan imban og horfðum á "risaeðlu myndarþátt" eftir hann fóru þeir bræður inn að horfa á bíó og ég glápti á konumynd sem var í TV..... Þeir bakkabræður sofnuðu svo inn í mínu rúm :-(( svo ég vildi ekki vekja þá og leyfði þeim bara að sofa þar og skreið sjálf upp í Olivers rúm!!!!!
Í dag sunnudag vorum við eina ferðina enn löt, en ákváðum samt að fara í smá þrif, tókum af öllum rúmum og þrifum herbergin svaka vel!!! Amma kom svo færandi hendi með kaffinu svo við ákváðum að taka pásu (aðallega ég, en þeir bræður voru búnir að vera duglegir að hjálpa milli þess sem þeir fóru út í golf eða fótbolta).... Við skelltum okkur svo öll saman í Smáró til að kíkja á bækur handa Kriss en hann er farinn að vera svo duglegur að skrifa svo við versluðum nokkrar bækur handa honum (um að gera að halda honum við efnið)... Þegar við komum heim fóru strákarnir út að slá kúlur meðan ég kláraði að þrífa, eftir golf og þrif var það matur!!! Já og smá lærdómur þar sem Oliver sat með bróðir sínum að skoða nýju bækurnar og Kriss fór að vinna í þeim á fullu...... Svo var það bara bælið fyrir litla mann (sem er frekar ánægður með það að við þurfum að fara fljótlega aftur á bókasafnið, erum að verða búinn að lesa allar bækurnar sem voru valdar síðast).... Oliver ætlar að vaka aðeins lengur!!
Á morgun er svo bara mánudagur, þá mætum við Kriss snemma eins og alla hina dagana en Oliver fær að sofa út!!! Ég veit þetta er SVINDL....
Segjum þetta gott af þessari helgi...
Over and out.

fimmtudagur, júní 12, 2008

Allt að gerast.....

Well well well...
Þá er sko allt að gerast, já alveg að fara að koma helgi, YES :-)))))))
Oliver er bara búinn að vera á golfnámskeiðinu alveg á fullu þessa vikuna og ekkert smá ánægður með það, finnst geggjað gaman og rosalega ánægður með allt varðandi námskeiðið sem er sko bara hið besta mál. Hann er líka búinn að fara út öll kvöld að slá kúlur sem er bara hið besta mál, og tekur Kriss með sér.
Í gær kom svo Diddi Dísel og fór með þá á Krossarann, Kriss var sko í skýjunum með þetta var sko tilbúinn í dressinu (komin í skóna og hjálminn) þegar Diddinn mætti á svæðið. Svo fóru þeir karlarnir eitthvað saman að leika sér, því miður vantaði einhverja skrúfu til að keyra niður kraftinn í hjólinu svo Kriss komst því miður ekki eins margar ferðir og hann langaði að fara. En vá hvað þeir skemmtu sér vel, komu heim með BROS allan hringinn, voru í skýjunum með þetta og nú gerir Kriss bara ráð fyrir því að Diddi komi á hverjum degi að leika við hann. Já bara eins og hann eigi sér ekkert annað líf :-)))) En Diddi ætlar sem sagt að redda þessari skrúfu svo hægt sé að minnka kraftinn í hjólinu fyrir Kriss og þá getur okkar maður sko farið að leika sér. Oliver lék sér bara á hjólinu í staðinn FULLT í gær þar sem hann ræður alveg við hraðann....
Svo gerðist nú annað rosalega skemmtilegt í gær ég fann golfsett sem Kriss getur notað, einhverjar gamlar kylfur frá honum Oliver og minn maður ekkert smá ánægður með það, spurði mig hvort ég ætti ekki til kerru fyrir þá líka :-) "Já sæll".... Hann ákvað svo að þeir bræður gætu þá bara farið saman með sitt hvort golfsettið að slá í kúlur en halló klukkan var orðinn tæplega 21 svo ég sagði bara nú er það sturta og svo bælið!!!! Minn maður sætti sig nú alveg við það enda vel þreyttur eftir daginn......
Í dag er svo aldrei að vita hvað við gerum, geri samt ráð fyrir sundferð ef veðrið helst svona gott....
Segjum þetta gott af Golfsnillingnum, Krossaradrengum og Mömmunni.

þriðjudagur, júní 10, 2008

Golf, golf, golf.....

Hellú,
Þá er fyrsti dagurinn á Golf námskeiðinu búinn og minn maður svona líka ánægður með þetta. En við erum að tala um að mamma hans sem fylgist alltaf svo ROSALEGA VEL með öllu vissi ekki að maður ætti að vera búinn að græja sig upp fyrir námskeiðið. En Oliver var einn af mjög fáum (ef ekki bara sá eini) sem ekki átti golfsett og var ekki að æfa golf... En þetta reddaðist sem betur fer í dag og hentist ég í Golfbúð eftir vinnu til að redda setti... Kom svo heim með settið þar sem minn maður dreif sig út í garð að prufa græjuna, veit samt ekki hvor var spenntari yfir settinu Oliver eða Kriss, en þeir fóru saman út í garð og slógu í nokkrar kúlur... bara gaman að því...
En Oliver er sem sagt alveg í skýjunum með þetta námskeið og bara einn dagur búinn, vonandi að næstu dagar verði eins skemmtilegir.... Oliver er ákveðinn í því að fara fljótlega í Golf með pabba sínum (eða þegar þeir hafa tækifæri til þess) og sýna honum hæfileikana...
Vildum bara láta ykkur vita...
Segjum þetta gott í bili..
Over and out.
Kv. Golfsnillingurinn, Tilvonandi golfsnillingur og mamman

mánudagur, júní 09, 2008

Helgin búin, skólinn búinn allt að gerast

Jæja þá er þessi helgi að verða búinn, vá hvað ég hefði verið til í að lengja hana um svona nokkra daga :-))))))))
En þetta var bara fín helgin, á föstudaginn vorum við sem sagt í pizzuboð hjá Reynsa og Ömmu en Reynsi ákvað að bjóða okkur í Pizzu þar sem Oliver stóð sig svo rosalega vel :-)) ekki leiddist okkur það svo gaf amma Oliver pening þar sem hann hefði verið svo rosalega duglegur, já það er greinilega tómur gróði að standa sig vel (það ætti Oliver að vera búinn að læra núna) en hann er að reyna að fá foreldra sína til að samþykkja að borga hjól fyrir sig þar sem hann stóð sig svo rosalega vel.... Sjáum hvernig það endar....
Í gær laugardag þá vaknaði Oliver fyrstur manna já ótrúlegt en satt, við vorum heima í leti ákváðum svo að drífa okkur út að versla í matinn enda erum við að tala um EYÐIMÖRK dauðans, við Kriss hentumst í búðina með Oliver var heima að horfa á einhvern leik. Við ákváðum svo í hádeginu að skella okkur á bókasafnið þar sem skólinn er búinn vantaði Oliver alveg nýjar bækur til að lesa, vorum við þar í dágóðan tíma. Ákváðum svo að kíkja til Löngu og Langa þar sem Óskar var á fullu í pallasmíði. Oliver fór heima að horfa á boltann meðan við Kriss kíktum á þau gömlu!!! Fórum svo heim ætluðum að fara að vera myndarleg og elda en NEI þá þurftum við þess ekki þar sem Amma kom færandi hendi með Kjötsúpu frá Löngu og Langa. Vorum svo bara á chillinu horfðum saman á fjölskyldubíó og svona!!!!
Í morgun var það Kriss sem fór fyrstur á fætur og vakti mömmu sína og þá erum við að tala um að klukkan var 09:30 (vá hvað er gott að sofa svona smá út)... Við ákváðum þá að skella okkur í sund þar sem veðrið var svo ljúft vorum alveg heillengi í sundi :-))) Eftir sundið fórum við í grill til Kristínar (fórum öll þangað). Kíktum svo smá stund í Smáralindina þar sem við versluðum skóladress á Kriss (nokkuð sem hann er búinn að bíða eftir lengi) svona vindjakka og vindbuxur (en maður notar ekki pollagalla í skóla! Já sæll). Eftir Smáralindina fórum við heim þar sem strákarnir skelltu sér saman út í skóla að leika sér voru þar í dágóðan tíma, eru svo nýlega komnir heim þar sem við tekur kvöldmatur og svo bælið....
Á morgun (mánudag) er svo leikskóli hjá Kriss en Oliver fær að sofa út og skellir sér svo á golfnámskeið eftir hádegi "ekki amalegt" það. Amma ætlar að skutla honum í fyrsta tímann svo ætlar okkar maður bara að hjóla á námskeiðið enda ekkert svaka langt fyrir hann að fara.
Kriss er annars farinn að telja hratt niður í sumarfríið okkar, getur bara ekki beðið eftir að hann fari í frí og til útlanda. Ætlum að reyna að koma honum á sundnámskeið í sumar, þýðir ekkert annað :-)))))))
Segjum þetta gott af okkur.

föstudagur, júní 06, 2008

Mamma MONT og Oliver LANG DUGLEGASTI

Dúdda mía,
Hvað ég er glöð og ánægð í dag :-) brosi gjörsamlega allan hringinn og svíf um á BLEIKU SKÝI.
Fór sem sagt í morgun með Oliver Duglega og fá einkunnablaðið og kveðja hana Andreu okkar. Ég var ekkert smá montinn með strákinn minn flotta og ekki leiddist honum að hringja í pabba sinn og MONTA SIG.....
Oliver duglegi fékk
Móðurmál 9.5
Lestur 8.5
Skrift 8.5
Lesskilingur 7.5
Ritun 9.0
Stærðfræði 8.0
Enska 10.0
Kristinfræði 9.5
Náttúrufræði 9.5
Samfélagsfræði "Nokkuð virkur og áhugasamur, vinnusamur."
Lífsleikni "Nokkuð áhugasamur, virkur og jákvæður"
Tölva "gengur vel"
Textílmennt 8.5
Myndmennt 7.5
Dans "Gott"
Íþróttir 8.0
Sund "lokið"
Tónmennt "Áhugasamur og duglegur"

Já þetta er ekkert smá flott við erum að tala um meðaleinkunn upp á 8.7 "getur maður kvartað yfir því ég bara spyr"???? Hann er ekkert smá duglegur strákurinn okkar, er ekki að klikka á smá atriðunum.
Nú er bara spurning hvort við eigum eftir að fá jafn góðan kennara á næsta ári, við lifum alla vegana í voninni. En þetta er rosa flott eins og alltaf hjá honum stóra mínum.
Vildi bara að leyfa ykkur að njóta þess með okkur,

Kv. Mamma "montrass", Langduglegast strákurinn og Kriss flotti

Skólinn alveg að klárast

Já sæll
Nú er bara ákkúrat 1 dagur eftir hjá Oliver, það er þegar við mætum á morgun og fáum einkunnir afhendar þá er þessi vetur búinn.... Vá hvað tíminn er búinn að líða hratt þetta árið...
Annars er þessi vika búin að vera alveg snilld byrjaði náttúrulega allt með ferðinni til hennar Siggu Tannsa. Þriðjudagurinn var svo bara róleg heit, fengum sól og gott veður til klukkan 15:00 svo við Kriss ákváðum að drífa okkur bara heim eftir leikskóla og beint í bað enda var hann Kriss minn skítugur upp fyrir haus! Höfðum það svo náðugt hérna heima, fylgdumst svo spennt með honum Bjössa í fréttum (ísbirninum vini okkar) svo var Oliver sóttur en hann var í Tombólu business þennan daginn :-)))) Kriss sofnaði svo ELDSNEMMA um kvöldið vel þreyttur eftir daginn enda búinn að vera úti allan þann dag. En börnin á "Gulldeild" fá að ráða sjálf hvað þau gera :-) og ekki leiðist okkar manni það.
Á miðvikudeginum var frí hjá Oliver í skólanum og okkar maður bara á chilli. Kriss fór hins vegar með leikskólanum niður að Skító til að veiða síli en því miður fundu þau engin síli í þeirri ferð en veiddu alls konar annað bitastætt í staðinn. Þegar ég var svo loksins búin að vinna fórum við í ísbúðina og svo í sund (það var enn smá gult á himni þó það var geðveikt ROK úti) vorum smá stund í sundi og fórum svo heim í náttfötunum, strákarnir borðuðu yfir Simpsons og það leið svo yfir Kriss strax að Simpsons loknum.
Í dag var Oliver aftur í fríi bara huggulegt hjá honum og aftur á chillinu í dag :-))) samt engin tombólubusiness í gangi hjá þeim vinunum. Eftir vinnu fór Kriss með Jóni Agli í "Veröldina okkar" að leika meðan við skvísurnar vorum að skoða í Smáralindinni. Drifum okkur svo seint heim í mat og leik. Nú svo er það Simpsons og bælið sem tekur við.
Á morgun föstudag fáum við að fara aðeins seinna af stað þar sem ég ætla að mæta með Oliver í KÓSK þegar hann kveður hana Andreu sína og fær einkunablaðið, Kriss fær líka að sofa svo við förum bara eina ferð í fyrramálið....
Segjum þetta gott í bili af okkur.
Over and out.
Ég og Gormarnir

mánudagur, júní 02, 2008

Helgin...

Well well well
Þá er það helgin sem var nú í rólegri kantinum hjá okkur!!!!
Á laugardaginn var það tóm leti framan af degi svo var farið og fyllt á galtóman ísskápinn og svo fóru þeir bakkabræður til Ömmu og Reynsa þar sem þeir gistu þar. Þeir voru á fullu með Reynsa á laugardeginum og fram á kvöld. Á sunnudagsmorgninum hringdi hann Kriss minn og vakti mömmu sína skyldi ekkert í því hvað ég þurfti mikinn svefn :-))) ég sagði þeim þá bara að drífa sig yfir og taka ömmu með því við skyldum bara hafa grillpartý í hádeginu sem þeim leist rosalega vel á. Svo var bara borðað og voru þeir bræður rosalega góðir að leika sér saman á sunnudaginn. Svo ákváðum við að hafa köku í síðbúnum kaffitíma og snemmbúnum kvöldmat. Eftir kökuna var það sturta og bað á liði fyrir svefninn... Því ekki getur maður mætt skítugur í skóla/leikskóla. Það mætti því segja að við höfum í orðsins fyllstu verið í leti alla helgina.
Í dag mánudag kíkti hann Kriss minn já sem er alveg að verða 6 ára í fyrsta skipti til tannlæknis, en við fórum auðvita til hennar Siggu okkar. Kriss hlakkaði sko rosalega til að fara til tannlæknis (já samt er hann sonur minn), og ekki minnkaði spennan og ánægjan með tannsan þegar hún fór að sýna honum græjurnar sínar .... Svo fór hún í að skoða allar tennurnar hans hátt og lágt og fann eina pínu litla skemmd (já kom mér á óvart að það væri bara ein skemmd, miðað við kókdrykkjuna, nammiátið og sýklalyfin sem barnið hefur innbyrgt). Hún ákvað að gera við hana þó svo hún væri svona lítil skemmdin þar sem hún myndi annars skemma útfrá sér, og fékk okkar maður að fylgjast með allir aðgerðinni í spegli sem hann hélt sjálfur á og ekki leiddist honum það þessari elsku. En þar sem skemmdin var svona lítil ákvað hún að deyfa hann ekki, já sæll ég myndi ekki lifa það af, ég vill helst vera svæfð áður en ég fer til tannlæknis.... En minn maður fann ekkert til. Hann var svo ekkert smá sáttur þegar hann mátti kíkja ofan í körfuna hennar Siggu og skoða dótið sem var í boði fyrir dugleg börn. Hann labbaði svo sæll og glaður út frá henni Siggu okkar (já einmitt ég hef aldrei gert það, fæ í magann áður en ég fer til tannlæknis svona alveg kvíðahnút dauðans og finnst allt vont sem hún gerir sama hversu lítið og ómerkile gt það er)..... Sem betur fer eru þeir bræður ekki kettlingar eins og mamma sín þegar kemur að tannlæknum...
Svo er bara komin aftur ný vika og allskonar skemmtilegt að fara að gerast. Oliver fer í vorferð með skólanum á morgun, fær svo frí á miðvikudag og fimmtudag sækir svo einkunnarblaðið á föstudaginn (bara gaman að því). Byrjar svo á golfnámskeiðinu næsta mánudag (allt að gerast) áður en ég veit af erum við farin í SUMARFRÍ..... Júhú...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Endilega kíkjið á myndirnar af honum Kriss okkar..
kv. Fjölskyldan í Tröllakórnum

Myndir af útskriftinni hans Kriss

Hellú,
Skrifa á eftir meira...
Sett inn til að byrja með myndir frá útskriftinni hans Kriss úr Arnarsmára.
Kv. Berglind

Vá já búinn í vinnunni, það var sem sagt útskriftinn hans Kriss okkar sem var bara æðisleg. Krakkarnir dönsuðu og sungu, þetta var ekkert smá flott hjá þeim og gaman að sjá þau öll svona svaka stillt. Að vísu voru þau öll voða spennt, en ekki hvað!!!! Stóðu sig sko eins og hetjur :-) Eftir showið fengu þau öll rós og útskriftarplagg, eftir athöfnina var okkur svo boðið í vöfflur og heitt kakó ekkert smá flott!!! Við Kriss fórum svo eftir herleg heitin að þrífa kaggann okkar og svo heim að taka mestu moldina af svölunum (ekki það að það er komið jafn mikið af vibba hjá okkur aftur núna en það er aftur önnur saga).... Um kvöldið sóttum við Oliver og KFC á leiðinni heim. Þetta var allt á fimmtudaginn 29.maí.
Á föstudeginum var svo útskriftarferðin hans Kriss en þau fóru í Heiðmörkina og skemmti okkar maður sér alveg stórkostlega vel þar.....

Kv. Berglind upptekni ritarinn