Helgin búin !!!!!
Helgin hjá okkur var sko bara LJÚF, á laugardaginn var sko SOFIÐ ÚT og vá hvað það var nú notalegt við vorum öll húðlöt og vorum á náttfötunum fram yfir hádegið, þá kom amma í heimsókn með nýtt brauð úr bakaríinu, nammi nammi namm.... Fengum okkur að borða og ákváðum svo að kíkja á bókasafnið þar sem það var ekki beint sólbaðsveður, samt sem áður alveg ágætisveður. Fórum á bókasafnið og vorum þar í dágóðan tíma og nutum þess, strákarnir fundu sér fullt af bókum. Eftir bókasafnið var farið í pizzupartý sem var bara notalegt og gott, fórum svo frekar svona seint heim (alla vegana komið sá tími sem Kriss var orðinn þreyttur). Drifum okkur heim þar sem Kriss ætlaði að vera ægilega flottur á því og horfa á mynd (steinsofnaði áður en hún byrjaði, eða svo að segja) unglingurinn vakti eitthvað áfram.. Vá og ekki má gleyma því að kofinn hans Olivers kom heim, var að vísu settur hérna fyrir framan húsið svo nú þarf ég að finna ráð til að koma honum út í garð, á eftir að finna lausn á því máli og taka myndir af kofanum, fer í það á morgun eftir vinnu.
Í dag sunnudag sváfum við aftur út, vá hvað það er notalegt um helgar að bara SOFA þangað til maður er tilbúinn að VAKNA og mér finnst líka rosalega gott að þeir bakkabræður sofa báðir út, ekkert ræs klukkan 07 (ég myndi ekki meika það)..... Við tók allsherjar tiltekt í íbúðinni, strákarnir hjálpuðu mér og léku sér þess á milli. Við ákváðum svo að skella okkur í Hagkaup að skila afmælisgjöfum sem Oliver fékk (já einmitt ekki nema hva tæpir 4 mán síðan afmælið var "sæll")... Oliver fann sér ekkert í Smáralindinni svo við fórum í Holtagarða og ekkert fann hann heldur þar svo það var ákveðið að ég myndi bara kaupa af honum nótuna og hann myndi bara frekar versla sér eitthvað úti (sá einhvern leik sem hann langaði í en var ekki til í PS2 svo hann gafst bara upp).... Eftir búðarröltið skelltum við okkur bara í smá bíltúr og svo heim, þar sem Oliver fór út í golf, en Kriss var inni að leika við frændur sínar sem kíktu í heimsókn. Eftir heimsóknina kláruðum við ég tiltektina meðan þeir bræður elduðu kvöldmat handa okkur!!!! Gott skipulag á heimilinu. Oliver sat svo límdur yfir leiknum meðan Kriss var að chilla þangað til sængurverið kallaði á hann. Sindri kíkti svo á Oliver og kláruðu þeir að horfa á leikinn saman, eftir leikinn var farið út í fótbolta (ekkert smá sem þeir eru duglegir á vellinum strákarnir hérna uppfrá). Nú erum við Oliver svo að fara að skoða augnlokin að innan, þar sem Oliver þarf að vakna á golfnámskeiðið (hann er alveg í skýjunum með að það sé EFTIR HÁDEGIÐ svo hann geti sofið út).. hahahah
Oliver er svo 95% vissum að ætla að skella sér í skólann hérna úti, sem er sko bara hið besta mál. Fæ vonandi loka svar í vikunni svo ég geti þá sent staðfestingu á skólastjórann um að hann vilji fara hérna úti í skólann. En þetta er sem sagt hann sjálfur sem er að taka þessa ákvörðun sem er sko bara hið besta mál.....
Segjum þetta gott af þessari helgi :-))
Over and out.