miðvikudagur, október 31, 2007

Enn og aftur VINNUR Oliver í SPRON leik

Sæll, á ég að gera eitthvað í því......
Það mætti halda að ég hefði einhver ítök í þessum leikjum hjá SPRON, en við erum að tala um að hann Oliver hefur ekki tekið þátt í leik hjá okkur öðruvísi en að vinna. Erum að tala um það það er sko talað um það í mínu útibúi að sonur minn sé alltaf að vinna í einhverjum leikjum og enn og aftur vann drengurinn. Eflaust fáir sem hafa unnið jafn oft og hann á þessu ári en ég er núna 1.nóv búinn að vinna í SPRON í 1 ár. Hann vann núna DVD disk sem er svo sem ekkert slæmt.
En þeir bakkabræður hafa verið duglegir við að vinna í okkar leikjum, sem er nú líka bara gott og gaman fyrir þá!!!! En fínt að þeir séu heppnir en ég í svona leikjadæmi... Ég hef bara einu sinni á ævinni unnið í svona leik og þá var það nú utanlandsferð!!!
Annars kyngdi niður snjónum hér á klakanum í dag ég er að tala um HLUSSU snjókorn, en vitir menn, konur og börn þá byrjaði að RIGNA og nú er snjórinn allur farinn en það eru svo sem hálkublettir á stöku stað. Mér leiðist það náttúrulega bara ekki neitt.
Dagurinn í dag er samt svona eins og allir aðrir dagar, allir fóru á fætur og í skóla/vinnu. Oliver fór svo í Karate eftir skóla í dag sem var bara fínt eins og alltaf, við sóttum hann svo á æfingu, fékk Kriss að kíkja á meðan í smá stund á fótboltaæfingu, leist líka svona vel á æfinguna. Sagði að hann ætlaði að mæta á næstu æfingu en hann þekkti nokkra dúdda á æfingunni, og leist líka svona vel á æfinguna. Sagði mér að hann gæti sko miklu meira en hinir strákarnir.
Eftir æfinguna var farið heim í kvöldmat og svo svefn hjá Kriss okkar meðan Oliver fær að vaka aðeins lengur til að læra og horfa á TV.
Segjum þetta gott í bili
SÆLL...

þriðjudagur, október 30, 2007

FULLT FULLT af SNJÓ

Sæll
Vá hvað er mikill snjór úti núna, við erum að tala um FULLT FULLT af þessu HVÍTA. Já Kriss skemmtir sér vel yfir því, ekki finnst Oliver það heldur leiðinlegt en mér leiðist þetta mjög mikið við erum að tala um að vera bíllaus í SNJÓ, hvernig ætli aumingjans Audinum okkar líði?????
Í dag var Oliver greyjið heima aleinn en hann var að drepast í magnum og svaf ekki mikið í nótt sökum þess, var alltaf að vakna og kvarta eða hlaupa á klósettið. Svo hann fékk að vera heima í dag meðan við hin fórum út í snjóinn. Kriss var ekkert smá glaður þegar hann sá þetta hvíta úti sagði "vá ég fer út í snjóinn í dag og í íþróttahúsið "Fífuna" að leika mér". Ekkert smá gaman hjá honum í dag, að vísu fannst honum verst að þau gátu ekki farið almennilega úti að leika sér i snjónum í dag þar sem þau löbbuðu í Fífuna úr leikskólanum í dag, fengu að útrása sig þar inn í staðinn. Sem er líka bara gott!!!!!!
Oliver var heima að chilla að leika sér í tölvunni og hafa það huggulegt, fá að stjórna hér í íbúðinni meðan við vorum öll í burtu. Það er líka bara gott fyrir hann að vera húsbóndi á heimilinu (fær það þegar ákkúrat enginn er heima).
Oliver slapp líka vel eða hvað? Við áttum að mæta í foreldraviðtal í dag en það var ekkert af því þar sem hann var veikur heima, en hann sleppur svo sem ekkert það bara frestast bara um eina viku, við förum bara eiturfersk næsta mánudag í viðtal!!! Verður gaman að heyra umsögnina um Oliver núna, hann þessi elska hefur ekki fengið eina kvörtun það sem af er árinu inn á mentor.is sem ég er ekkert smá ánægð með, ekki verið neitt til að kvarta yfir. Að vísu veit ég að hann er með stuttan þolimæðisþráð, sem kom bersýnilega í ljós þegar hann var að kenna krökkunum i bekknum um daginn en þetta er bara eitthvað sem lærist einhvern tíman á ævinni ég er enn að læra þetta, og verð það eflaust næstu árin (eins er karlinn pabbi hans ekki með langaþráð svo kannski skiljanlega er hann Oliver okkar með stuttan þráð).
En segjum þetta gott úr þessu hvíta á Íslandinu góða.
Sæll

mánudagur, október 29, 2007

Næturvaktin

Já SÆLL...
Næturvaktin er bara SNILLD.
Við Oliver gjörsamlega DÓUM úr hlátri....
Þetta er bara fyndið....
Þið sem hafði so far ekki verið að flygjast með þessu, farið endilega að gera það...
Þetta er sunnudagsskemmtun okkar Olivers.
Mátti til með að láta ykkur vita af þessu....
Kv. Við sem erum að jafna okkur á hlátrinum :-))))))))))))))))))))))

sunnudagur, október 28, 2007

Helgin að klárast....

Dúddi minn þegar við vöknuðum í morgun þá var bara HVÍTT úti, trúið þið því??? Við erum að tala um að sjálfsögðu var Morgunhanninn náttúrulega LÖNGU vaknaður og byrjaður að horfa á TV þegar ég fór fram úr en það var bara FULLT af HVÍTU úti. Það eiginlega leið hálfpartinn yfir mig en ég var svo sem bara sátt því þá vitum við að nú styttist óðfluga í jólin. Þegar Unglingurinn var svo vakinn var að koma hádegi, við ég og Unglingurinn fórum inn í rúm með TV og flakkarann og fórum að horfa á TV fram eftir (ég sofnaði langt á undan unglingum :-)))
Þegar Unglingurinn var svo búinn að borða fórum við út að skoða þetta hvíta og já ákváðum að kíkja í Jólalandið í Blómaval, alltaf jafn flott hjá þeim og við vorum sko að fullu að skoða hvaða lit við ættum að hafa í aðventukransinum okkar og erum held ég sirka komin með niðurstöðu í þeim málum. Eftir að hafa kíkt á Jólalandið fórum við aðeins á Smáratorgið að versla. Svo drifum við okkur heim þar sem það þurfti að gera ALSHERJAR tiltekt á heimilinu, erum að tala um það var allt tekið í gegn. En Oliver var hins vegar svo heppinn að Kristín frænka hringdi í hann og bað hann að passa fyrir sig í smá stund svo hann slapp við alla tiltekt. Kriss fór svo út með Reynsa frænda í göngutúr í snjónum!!! Svo ég var ein í tiltektinni til að byrja með, við erum að tala um að það var ALLT (já ekki að það sé mikið inni hjá okkur) tekið út og viðrað, rúmin tekin í sundur og sett út í viðrun líka. Svo var allt þrifið hátt og lágt og að sjálfsögðu skúrað. Við Kriss kveiktum svo á fullt af ilmkertum svo það er rosalega góð lykt inni hjá okkur. Eftir tiltektina, þá var Kriss settur í bað. Hann var svo þreyttur eftir HEITA baðið að hann vildi bara fá að borða og drífa sig inn í rúm, við erum að tala um að hann sofnaði fyrir klukkan 19. Oliver Unglingur er hins vegar enn ekki kominn heim. Er enn hjá Kristínu og Palla, finnst fínt að fara þangað og fá frí frá okkur Kriss.
Nú var Unglingurinn að detta inn svo honum var hent í baðkarið svo hann verði jafn hreinn og allt annað inni hjá okkur :-)))))
Annars erum við Oliver að fara á morgun í foreldraviðtal útaf honum, gaman að heyra hvað kemur út úr því, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af honum hvað námið varðar, þá gæti verið kvartað yfir einhverju öðru eins og hegðun!! Kemur í ljós á morgun, ég bíð spennt.
Nú svo er Næturvaktin í kvöld og við Oliver ætlum að fylgjast spennt með því, þýðir ekkert annað.
Jæja segjum þetta gott, ætla að fara að heyra hvernig passið gekk hjá Unglingum.
Biðjum að heilsa að sinni.
Over and out.

laugardagur, október 27, 2007

Vá það eru bara 58 dagar til jóla

Dúdda mía, hvað það er stutt eins gott að gámurinn með ÖLLU okkar jóladóti og jólagjöfinni hans Kriss verði komið hingað fyrir jól, ef ekki þá eigum við eflaust öll eftir að tapa geðheilsunni.
En já nú fer gámurinn vonandi af stað fyrstu vikuna í nóvember, fáum vonandi að vita það betur strax eftir helgina, en þeir bakkabræður eru orðnir eins og ég frekar þreytt á því að bíða eftir honum. Þeim vantar báðum rúmið sitt og dótið sitt. Eru farnir að sakna þess mikið.
Annars gengur lífið svo sem bara sinn vanagang, það er vinna og skóli svo heim að chilla fyrir svefninn. Oliver er að vísu búinn að vera í vetrarfríi í skólanum, fór samt á blak og karate æfingu síðasta fimmtudag svo sótti mamma hann og við fórum öll saman heim. Í gær var hann úti að leika smá og fór í göngutúr með Reynsa frænda og fundu þeir smá snjó hér í efri byggðum og gat skotið í hvorn annan ægilegt sport!!!!!!!!!!
Svo er náttúrulega búinn að vera slydda hér annað slagið í morgun. Hvernig ætli aumingjans Audinn hafi það í kuldanum? Enginn að hugsa um hann greyjið!!!!!
Kriss er búinn að spyrja mikið um það síðan við komum heim af hverju við drífum okkur ekki bara aftur í heimsókn til pabba eða hvenær pabbi ætli eiginlega að koma í heimsókn!! Vill fá að leika meira við karlinn. En hann hittir hann bara seinna enda er núna búið að við hver á hann MEST og hver sé BESTUR, ég vissi það svo sem alveg að þetta væri bara bóla sem myndi springa um leið og við kæmum heim! Já þeir vita það báðir bræðurnir að MAMMA er BEST í heimi og ELSKAR þá báða LANG MEST... Enda svo gott að knúsa stelpuna. Kriss búinn að fræða mömmu sína um það að það sé ENGIN mamma jafn sæt og æðisleg og ég. Enda elskar hann mig lang mest og vill vera kærastinn minn.....
Nóg af montni. Við æltum að fara að koma ÖLLU liðinu í föt en Jón Egill og Tómas Ari sváfu hjá okkur í nótt, og við ætlum að fara að skella okkur í heimsókn til Löngu og Langa. Að vísu sefur unglingurinn og ég held ég leyfi honum bara að gera það áfram en við vorum að horfa á TV fram eftir þ.e.a.s ég og Unglingurinn.. við kannski kíkjum bara á Næturvagtina í kvöld. Fýlum hana í tætlur. Verðum að fara að læra meira slang úr henni svo ég geti sagt ykkur brandara.
segjum þetta gott í bili.
Over and out.

fimmtudagur, október 25, 2007

Komin heim í heiðardalinn

Well well well
Þá erum við stór fjölskyldan kominn aftur heim í Tröllakórinn og það var sko bara notalegt. Ekki það að okkur hafi leiðst neitt úti, þið vitið bara hvernig þetta er það er bara alltaf GOTT að komast heim til sín í sitt rúm.
Ferðin í gær gekk frekar erfiðlega, lögðum af stað frá Nurnberg fljótlega eftir hádegið og okkur tókst að villast FEITT á leiðinni við erum að tala um 100km sem var keyrt í vitlausa átt, já gaman að þessu eða þannig!!! Vorum öll með tölu orðin frekar pirruð á bílferðinn en þetta hafðist nú á endanum og við vorum öll orðin rólegri þegar á flugvöllinn var loksins komið! Þá var karlinn kvaddur og við inn í relluna. Vorum varla sest inn þegar hann Kriss okkar leið út af, enda vel þreyttur eins og við hin eða já alla vegana ég, ég sofnaði líka, vaknaði svo við það að Oliver var að vekja mig og biðja mig um hjálp í ensku bókinni. En við erum að tala um að Oliver lokaði ekki augunum í 1 mín á leiðinni heim í flugvélinni, var í stuði alla leiðina. Svo var farið í dúddabúð að versla og völdu þeir bræður sér ýmislegt gott sem þeim langaði í. Svo voru töskurnar sóttar og dótinu troðið í ömmubíl en Reynsi frændi sótti okkur á völlinn. Fljótlega eftir að við brunuðum í bæinn sofnaði Oliver loksins (erum að tala um að klukkan var 00:30 þegar við lögðum af stað frá Keflavík) Oliver vaknaði svo inn í bílageymslu og var þá kominn í sama stuðið og Kriss en Kriss talaði alla leiðina í bæinn. Drifum okkur inn með allt dótið og strákarnir töluðu smá við Ömmu og Kriss og drifu sig svo í bælið. En ég ákvað að ganga frá dótinu þoli illa að hafa allt ófrágengið, en strákarnir fóru að sofa rúmlega 01, voru svo vaktir í morgun í skólann ekkert smá duglegir og gekk mjög vel að vekja þá í morgun.
Í dag tók svo bara við venjulegur skóladagur, Oliver fór í skólann og skák, lék sér svo við strákana þangað til Mamma fór heim úr vinnunni þá var hann pikkaður upp. Kriss fór í leikskólann, sagði krökkunum frá Dýragarðinum sem við kíktum í og eflaust hvað karlinn væri æðislegur. En núna er "pabbi gamli" í miklu uppáhaldi, hann vill helst kíkja í heimsókn aftur sem fyrst, segir að pabbi sé skemmtilegastur og sætastur í öllum heiminum. Talar um karlinn eins og dýrling alla vegana í dag, ætli það breytist á morgun. En Kriss byrjaði sko að ræða það í flugvélinni í gær (áður en hún fór í loftið) hvenær við ættum að fara næst í heimsókn til pabba. Vill endilega að við kíkjum til hans sem fyrst aftur. Hver veit kannski heimsækjum við hann aftur???
Núna er hann Kriss okkar sofnaður og Oliver í nýja PS2 leiknum sem hann keypti sér, ekkert smá ánægður með hann (enda leikurinn á ensku).
Jæja segjum þetta gott í bili..
Later gater.
Kv. Tröllakórsgengið

mánudagur, október 22, 2007

Þá erum við í útlandinu

Góða kvöldið
Gott fólk þá erum við í Útlandinu, já og við sem vissum ekki neitt. Mamma hafði ekki sagt okkur neitt sagðist ætla að sækja okkur karlana sína snemma á föstudaginn í skólann, biðum meðan Oliver unglingur kláraði samræmdaprófið í stærðfræði. Svo var farið af stað, þeir bakkabræður héldu að við værum á leiðinni í Bláa Lónið en svo var keyrt fram hjá því, þeim til mikillar undrunar. En svo var stoppað fyrir utan Leifstöð með fullan bíl af töskum og haldið af stað í flug til Lúxemborgar. Þar tók sá Gamli á móti okkur og við brunuðum heim til hans, enda komið mikið kvöld samt horfðum við á bíó áður en við fórum að sofa. Svo eldsnemma næsta dag var farið af stað í Mallið að versla, Oliver fékk þá flugu í hausinn að honum langaði í BMX hjól og við að skoða það gjörsamlega út um allt. En auðvita þurfti sú GAMLA líka að komast í H&M að skoða. Versluðum ekkert GEÐVEIKT á okkar mælikvarða fyrsta daginn, Oliver fann samt hjól sem hann hafði áhug á. Svo var ákveðið að við skyldum bara kíkja á nýja heimilið hans Bjarna H. svo við brunuðum til Nurberg að kíkja á hans nýju heimaslóðir. Ákváðum svo á í gær sunnudag að skella okkur í Dýragarðinn hérna í sveitinni þar sem halló það er allt LOKAÐ hér á sunnudögum eins og í Lúx. Það var svaka stuð í dýragarðinum, en líka MJÖG KALLT. En við lifðum það af, drifum okkur svo bara heim í lok dags erum að tala um að við vorum í nokkra klukkara í dýragarðinum svo já svona er nú bara lífið. Í dag mánudag fórum við svo í bæinn með karlinum, kíktum hér á Mallið Oliver enn að skoða BMX hjól og svona. Fórum svo í bæinn að rölta eftir Mallið þar sem karlinn þurfti að fara að vinna GAT EKKI FENGIÐ FRÍ og þeir bræður voru nú ekki alveg sáttir við það en svona er nú bara lífið við ráðum víst ekki öllu. Vorum heillengi á röltinu í bænum og enn og aftur var farið í H&M þar sem Kriss fann sér coolista brækur og úlpu (verðu nú að segja að það sem uppúr stendur í þessari ferð okkar er að þeir bræður eru jafn KAUPSJÚKIR og mamman, finnst ekki leiðinlegt að velja sér EITTHVAÐ sjálfir). Svo já ég hef nú ekki verslað mér mikið eða feitt. Við erum samt búin að kaupa eitthvað redda smá jólagjöfum, fann þessa líka fínu jólagjöf fyrir Kriss í dag, stóran fjarstýrðan jeppa. Gaman að því skal ég segja ykkur.
Annars erum við bara búin að vera að ganga af okkur ALLT VIT. Búin að labba gjörsamlega út um allt og skoða og sjá allskonar nýtt. Eitt samt slæmt við að hafa farið til Nurberg og það er að Oliver hefur ekki náð að hitta vini sína og nær því væntanlega ekki í þessari ferð!!!!!! En svona er nú bara lífið maður getur ekki alltaf gert allt sem manni langar til!
Ætli við segjum þetta ekki bara gott úr kuldanum héðan í Germaníu.
Over and out.

miðvikudagur, október 10, 2007

Mamma Afmælisstelpa

Góða kvöldið
Þá er afmælið hennar mömmu búið, en við héldum smá veislu í kvöld heima í nýja húsinu okkar í tilefni dagsins bara gaman og fyrsta veisla sem við höldum. Fengum fullt af góðum gestum og bara stuð, við bræður fengum að vaka lengur fyrir vikið en það slökknaði á okkur um leið og við lögðumst á koddann þegar gestirnir voru farnir.
Annars er búið að vera alveg fullt að gerast Kriss fór í dag í Heiðmörk með leikskólanum og fékk líka heimsókn af Slökkviliðinu og hefur geta sagt okkur ýmislegt um hvernig maður á að bregðast við ef það kveiknar í. Bara gaman að því.
Oliver er bara alltaf eins, góður, duglegur og fallegur eins og mamma sín. Búin að vera rosalega stilltur undanfarna daga og á alveg heiður skilið fyrir. Er duglegur að læra heima og er byrjaður að æfa blak á fullu, mætir sem sagt í blak, leikfimi og karate (eftir jólin bætist sundið við hjá honum)..
Já á sunnudaginn fengum við gesti í mat sem var líka bara notalegt. Erum orðin voða heimakær og okkur líður öllum svaka vel í nýja húsinu okkar.
Oliver er svona að huga að því að skipta um skóla, en ég passa mig sko á því að vera ekki með neinn þrýsting hann fær að stjórna þessu alveg sjálfur þessi elska mín. Er svona að spá í áramótin en ég veit ekkert hvernig það endar hjá honum! Hann er búinn að fara nokkrum sinnum út í skóla (hérna) og leika sér.
Annars er nú bara mest lítið að frétta af okkur, bara same old same old.
Ætlum að fara í vikunni og panta gardínur og skoða rúm fyrir mömmu.
Segjum þetta bara gott í bili.
Kv. Pikkólína og Gormarnir

laugardagur, október 06, 2007

Vá hvað ég er fyndin mamma

Hellú
Shitturinn Titturinn hvað ég get nú oft verið fyndin. Já ég var að drepast úr hlátri áðan en ákvað að þagga niðri í mér og vera ALVARLEG....
Málið er að Oliver kom heim í dag með matseðil frá skólanum (svona segul) svo fer hann að skoða matseðill og þá stendur hvað á að vera í matinn 24. des og 25. des sem og alla aðra daga ársins svo Oliver spyr mig rosalega hneykslaður "er skóli á Íslandi um jólin" og jú hverju svaraði ég "já Oliver minn það er búið að breyta öllu hérna á Íslandi og það er bara skóli allan ársins hring, þið fáið að vera styttra í skólanum 24.des og svo er bara að borða jólasteikina, rífa upp pakkana og snemma sofa þar sem það er skóli daginn eftir" minn maður var ekki beint ánægður... Svo ég ákvað að bæta við skáldskapinn sagði honum að ef þau myndu ekki standa sig vel á samræmduprófunum þá yrðu þau bara tekin aftur og aftur þangað til öllum myndi ganga vel. Og að það yrði ekkert skólafrí eftir samræmduprófin ef þau myndu ekki standa sig vel" ha ahha hahahah já ég er bara fyndin. Svo honum leist held ég bara ekkert á þetta allt saman. Vera endalaust í skólanum og aldrei neitt frí. Og nota bene ég er enn ekki búin að leiðrétta þetta!!!! Geri það eftir samræmduprófin!
En að allt öðru þá eru þeir bræður búnir að vera duglegir að vakna á morgnanna og koma sér út. Oliver búinn að standa sig eins og hetja, er að heiman fram að kvöldmat og oft gott betur en það, svo ég þakka fyrir GSM síman (sem er að vísu alveg að gefa upp öndina hjá honum). Þurfum að fara að skoða nýjan síma fyrir hann, bara einhvern cheap!! Oliver tekur bara strætó heim og er búin að vera holdvotur þegar hann kemur heim á kvöldin þar sem hér HLAND RIGNIR alla daga. Er oftast búinn að læra allt þegar hann kemur heim svo það er bara að borða og glápa á Simpsons áður en farið er í bælið og næsti dagur tekur við. Annars er Oliver að spá í að fara að æfa líka Blak í vetur, fór á æfingu í vikunni og leist bara nokkuð vel á það, sjáum hvað hann gerir í næstu viku. Nú þarf ég líka að fara að drífa í því að finna einhverja íþrótt fyrir Kriss svo hann geti líka farið að útrása sig.
Kriss er bara alltaf Kriss, breytist mjög lítið þessi elska sem er líka bara alveg ágætt, hann ELSKAR mömmu sína (kærustuna sína mest) sem er líka bara alveg æðislegt. Kemur og knúsar og kyssir mömmu alltaf þegar við hittumst eftir langan dag en undantekninga laust kallar hann mig "Berglindi"... Óþolandi alveg, ég vill að hann kalli mig "MAMMA"... Hann fékk að koma í smá stund í bankann til mín um daginn og leist honum rosalega vel á hana, fann þar konfekt og ákkúrat þann dag vorum við að byrja að gefa krökkum sem eru í viðskiptum hjá okkur DVD myndir svo Kriss fékk DVD mynd með sér heim og ekki þótti honum það leiðinlegt. Fannst líka frábær öll athyglin sem hann fékk frá öllu liðinu í bankanum :-))))))))
Þetta er svona það sem er helst af okkur að frétta og segjum við þetta bara gott í bili...
Biðjum bara að heilsa ykkur að sinni.
Kv. Berglind

miðvikudagur, október 03, 2007

"Ég þarf að kenna þér að elda"

Góða kvöldið
Þá er komið þriðjudagskvöld og hvað er búið að vera að gerast hjá okkur?
Já svo sem ekkert merkilegt þannig. Keyptum okkur skáp inn á bað og svo fóru þeir bræður saman í fótbolta út í skóla hérna í sveitinni bara gaman, eftir boltan fórum við í fínan göngutúr svo heim að elda. Svo var það bara bað og bælið!!!!
Í gær mánudag komu Kristín og Palli við hjá okkur eftir vinnu þar sem Palli festi fæturnar undir baðskápinn og kom honum upp fyrir okkur, svo við gátum raðað inn í hann og svona skemmtilegt í gærkvöldi. Strákarnir fóru svo bara báðir snemma að sofa í gærkvöldi, Oliver kom að vísu mjög seint heim og var mér alveg hætt að lítast á þetta en hann sem sagt var bara svo upptekinn við að leika sér að hann gleymdi alveg stund og stað! Kom heim 19:30 og þar sem það verður frekar dimmt snemma hérna heima þá leist mér ekkert á þetta og ekki vildi hann láta sækja sig, NEI hann ætlaði bara að koma sér sjálfur heim með strætó. Allt í góðu með það hann komst heim á endanum.
Svo í morgun þá var enn eina ferðina skítaveður með rigningu, roki og viðbjóði!!! Er greinilega komið mikið HAUST hérna og komin langleiðina inn í vetur líka þar sem það er yfirleitt dimmt þegar við förum út á morgnanna (samt ekki alveg svart) og stuttu eftir að við komum heim er aftur allt orðið dimmt... En nóg um það.
Þegar við komum heim í dag þá fórum við Kriss að undirbúa matinn og brjóta sama þvott meðan Oliver kláraði æfinguna sína. Svo var borðaður matur ekki frásögu færandi nema það var Píta í matinn og ég er að tala um ég varð að hendast eftir hakki í pítuna þar sem Kriss útskýrði það fyrir mér að það væri alltaf Hakk í Pítu. Svo eftir matinn þegar Kriss var farinn inn í rúm að sofa og ég að koma mér í stellingar til að lesa þá segir minn maður "mamma ég þarf nú að fara að kenna þér að elda" já svo var hann með langa lýsingu á því hvernig hægt væri að gera góða pítu (finnst bara eins og hann hafi verið að segja mér á fínan hátt, maturinn var ekki góður). Svo var það bara bælið fyrir okkar mann og hann sofnaði MJÖG FLJÓTT þessi elska. Dreif mig svo fram til að lesa yfir samræmdaprófið sem Oliver var að byrja á en hann gerði svona fyrri hluta í íslenski prófi (verð nú að viðurkenna að mér fannst þetta ekkert geggjað auðvelt fyrir svona ungbörn, annað mér fannst krossaspurningarnar vera svona frekar snúnar og oft var það sem það komu 2 möguleikar mjög sterklega til greina). En Oliver stóð sig með ágæti á þessu prófi, hefði mátt flýta sér aðeins minna en þetta voru nú ekkert svakalega margar villur.
Núna eru svo allir farnir í bælið og við þurfum að komast í það á morgun eða hinn að leigja sög til að skera flísarnar og fara í það að panta okkur gardínur í stofuna/eldhúsið...
Segjum þetta fínt í bili
Over and out.