Enn og aftur VINNUR Oliver í SPRON leik
Það mætti halda að ég hefði einhver ítök í þessum leikjum hjá SPRON, en við erum að tala um að hann Oliver hefur ekki tekið þátt í leik hjá okkur öðruvísi en að vinna. Erum að tala um það það er sko talað um það í mínu útibúi að sonur minn sé alltaf að vinna í einhverjum leikjum og enn og aftur vann drengurinn. Eflaust fáir sem hafa unnið jafn oft og hann á þessu ári en ég er núna 1.nóv búinn að vinna í SPRON í 1 ár. Hann vann núna DVD disk sem er svo sem ekkert slæmt.
En þeir bakkabræður hafa verið duglegir við að vinna í okkar leikjum, sem er nú líka bara gott og gaman fyrir þá!!!! En fínt að þeir séu heppnir en ég í svona leikjadæmi... Ég hef bara einu sinni á ævinni unnið í svona leik og þá var það nú utanlandsferð!!!
Annars kyngdi niður snjónum hér á klakanum í dag ég er að tala um HLUSSU snjókorn, en vitir menn, konur og börn þá byrjaði að RIGNA og nú er snjórinn allur farinn en það eru svo sem hálkublettir á stöku stað. Mér leiðist það náttúrulega bara ekki neitt.
Dagurinn í dag er samt svona eins og allir aðrir dagar, allir fóru á fætur og í skóla/vinnu. Oliver fór svo í Karate eftir skóla í dag sem var bara fínt eins og alltaf, við sóttum hann svo á æfingu, fékk Kriss að kíkja á meðan í smá stund á fótboltaæfingu, leist líka svona vel á æfinguna. Sagði að hann ætlaði að mæta á næstu æfingu en hann þekkti nokkra dúdda á æfingunni, og leist líka svona vel á æfinguna. Sagði mér að hann gæti sko miklu meira en hinir strákarnir.
Eftir æfinguna var farið heim í kvöldmat og svo svefn hjá Kriss okkar meðan Oliver fær að vaka aðeins lengur til að læra og horfa á TV.
Segjum þetta gott í bili
SÆLL...