miðvikudagur, apríl 30, 2008

Beltapróf

Hellú
Það koma að vísu bara 2 myndir í þessu albúmi.. Já einmitt SÆLL ég er alveg LOST í þessu.
Oliver okkar stóð sig að sjálfsögðu eins og HETJA og fékk mikið lof og hrós frá þjálfaranum fyrir prófið sitt, mjög vel allt gert hjá honum, nema hvað!!!! Hann er SONUR minn...
Nú er okkar maður kominn með hálfa appelsínugula beltið, fór glaður heim og sáttur með sitt í prófinu sem er sko bara hið besta mál....
Segjum þetta gott í bili af okkur.
Kv. Berglind og Gormarnir

Nokkrar myndir

Er í smá bögli með þetta nýja myndaforrit svo það urðu allt í einu til 2 albúm með karate myndum.
Já ég veit ég er klár :-))))))))))))))

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Ljóðið sem ég fékk

Skessa eða skvetta, það skiptir ekki neinu
Súper"woman" það ert þú.
Leynivinur laumast, það er á hreinu,
Lillan þú hefur bara ekki "clue".

Kæra Berglind vona að þú eigir góðan dag! Þinn leynivinur.

Nú spyr ég líkist þetta mér??????
Bara gaman að þessu.
Kv. Lillan

Ég HATA ketti !!!!!!!!!!!!!

Vá yndisleg helgi búinn..
Byrjuðum föstudaginn heima hjá Kristínu þar sem við vorum í afmæli á föstudagskvöldið, komum mjög seint heim og ákvað Kriss okkar að gista bara hjá Ömmu sinni um nóttina (bara huggó hjá okkur og þeim).
Laugardagurinn byrjaði vel, já ég ákvað að taka smá til á svölunum og taka meðal annars upp grillburstan sem allt í einu lág á svalagólfinu! Nú byrjar langa sagan!!! Ég lyfti hægt og rólega upp ábreiðslunni á grillinu og hvað sé ég ekki undir grillinu "jú eitthvað loðið og viðbjóðslegt kvikyndi" svo ég ÖSKRA í orðsins fyllstu, við það bregst kvikyndið við og hleypur inn í íbúðina mína, vá þá ÖSKRAÐI ég ENNÞÁ HÆRRA!!! Skipaði kvikyndinu út (við erum að tala um ferfætt viðbjóðslega feitt og ógeðslegt kvikyndi). Oliver greyjið kom með ekkert smá myglaður fram vildi fá að vita hvað væri eiginlega að gerast "þvílík voru ÓPIN í mér". Jú jú þá var kvikyndið ógeðslega á bak á burt.. Það alveg hlakkaði í mér, " já hahahaha hingað kæmi kvikyndið ALDREI ALDREI AFTUR" myndi ekki þola frekari óhljóð!!!
Við förum eftir lætin á fjölskyldudag í leikskólanum og vorum úti að leika í langan tíma og kíktum svo í kökur (annan í afmæli til Kristínar). Fórum svo heim vel þreytt eftir mikinn úti dag. Svo fór restin af laugardeginum bara í afslöppun og já enn hlakkaði í mér þar sem kötturinn væri pottþétt dauður úr hræðslu af klikkuðu kerlingunni sem öskraði svona svakalega.
Svo á sunnudaginn fórum við að fá nýtt hlaupahjól fyrir Kriss þar sem hitt var gallað! Svo ákváðu strákarnir að vera úti að leika sér á hjóli & hlaupahjóli meðan ég skrapp í heimsókn! Já já allt í góðu svo fór ég heim þar sem kellan ætlaði að henda mat á grillið, ég ákvað að drífa mig á undan og byrja að kynda upp í grillinu... Jú jú ég enn pínu hræddi við Kvikyndið tékkaði undir grillið (ætlaði ekki að láta mér bregða aftur) jú jú ekkert kvikyndi undir grillinu svo ég held salla róleg áfram að taka ábreiðuna af, NEI hvað sé ég ekki KVIKYNDIÐ pollrólegt ofan á grillinu og ég held ég hafi ÖSKRAÐ hærra en nokkru sinni fyrr!!!!!! Hljóp inn og sagði Oliver að fara að taka ábreiðuna af grillinu (stjórnaði aðgerðinni allri að innan) GÓÐ!!!! Svo var ég alveg brjáluð eftir að ég var búinn að kynda upp í grillinu og labbaði hér í númer 12 og ætlaði að finna út hver væri með þetta helv.... kvikyndi á sínum snærum!!! Enginn kannaðist náttúrulega við það, en ég sé að kvikyndið bara gengur hér eftir svalarhandriðinu og kemst ekki upp né niður sem segir mér aðeins eitt að kvikyndið býr á minni hæð!!!! Ég er að spá í að OLÍU bera hjá mér handriðið og sjá þegar kvikyndið fellur til jarðar (ha hahahahahah). En sagan endalausa er náttúrulega ekki búinn, NEI kvikyndið reyndi að komast inn á svalirnar mínar seint í gærkvöldi en NEI ég sá það og hljóp í hurðinn og KVÆSTI á hann svo hann hljóp í burtu HA HA ég hafði betur í EITT skipti af ÞREM!!!!! En hér eftir verður ekki sett ábreiðsla á grillið, NEI ég ætla ekki að búa til samastað fyrir þetta ógeðslega kvikyndi (ég hef svona án alls gríns mestar áhyggjur af því núna, hvar ætli kvikyndið geri stykkin sín?? langar held ég ekki að fá að heyra svarið)....
En helgin var sem sagt í alla staði góð, ég hefði eiginlega átt að hafa falda myndavél hérna heima hjá mér bara fyrir ykkur hin að njóta þess að heyra í mér óhljóðin....
Á morgun er svo Beltapróf hjá Oliver í Karate, svo já við verðum ekki alveg aðgerðarlaus.
Kriss vill svo að við drífum okkur í því að versla á hann hlífar svo hann meiði sig ekki meira á hlaupahjólin (já greyjið hann er hrakfallabálkur eins og fleiri í hans fjölskyldu, nefni engin nöfn).
Svo er leynivina vika í vinnunni og ég fékk geggjað ljóð (um skvettuna mig bara gaman að því).
Segjum þetta gott í dag....
Kv. Ég, Karatemeistrinn og Hrakfallabálkurinn.

föstudagur, apríl 25, 2008

Það er komið SUMAR...

Já sæll
Kannski ekki alveg á Íslandi í dag, erum að tala um RIGNINGU en samt getum við ekkert kvartað yfir hitastiginu sem slíku!!! Erum að tala um að í hádeginu var "tveggja stafa tala"....
Vöknuðum í dag svona frekar snemma að okkar mælikvarða (þar sem í dag er frí), vorum ekkert að drífa okkur á fætur vorum bara lazy enda ekkert skipulag hjá okkur í dag. Förum svo framúr og fengum okkur saman morgunmat, eftir matinn var allt liðið sturtað!! Fórum svo í smá heimsókn til Kristínar og Co. drifum okkur svo í bæinn að finna sumardagsgjöf handa þeim bakkabræðrum. Það var ekki eins auðvelt og það átti að vera í upphafi, erum að tala um að Kriss bað um hlaupahjól og þar sem hann átti ekki nógu góðan hjálm þá fórum við fyrst að leita af hjálmi, fundum þennan líka fína hjálm. Þá hófst leitin af hlaupahjóli og við erum að tala um að þetta var orðið uppselt alls staðar, fundum á endanum hlauphjól í Hagkaup Miklagarði og þar var til 1 stk. Þá var Kriss farin að brosa út að eyrum :-)))))))))) Þá áttum við eftir að finna einhvern PS2 leik sem Oliver langaði svo í og ekki var sú leit AUÐVELD dúdda mía, fórum gjörsamlega út um allt að leita af honum og það var eins og að leita af nál í heystakk, ekki fannst leikurinn. Ætlum að halda leitinni áfram um helgina....
Eftir mikinn bæjardag ákváðum við að drífa okkur heim enda allir að KAFNA úr hungri þá kom næsta vesen hvað áttum við að hafa í matinn og ekki gátum við verið sammála um það, enduðum á að taka Pizzu með okkur heim :-))))))))))) Eftir matinn átti að fara í það að setja hlaupahjólið og við erum að tala um að ég get það ekki !!!!! Amma ætlar að koma að hjálpa okkur við það á eftir, ég veit ég er STEIK....
Á morgun fer Kriss í pössun til Kristínar afmælisstelpu þar sem leikskólinn er lokaður. Kriss verður hjá þeim þangað til veislan hefst en við Oliver mætum í tertupartý eftir vinnu/skóla! Hlökkum geggjað til að fá TERTUR!!!
Um helgina á svo bara að slappa af og slefa, ekki gera neitt merkilegt nema eflaust fara út á hjóla/hlaupahjólið þ.e.a.s ef veður leyfir! Minnir að það sé svo fjölskylduhátið í leikskólanum á laugardaginn! Jú jú svo á að skella sér á bókasafnið þar sem Ormurinn er búinn að lesa allar bækurnar og vill endilega komast þangað að sækja nýjar bækur.
Jæja segjum þetta gott í bili úr rigningunni!
Kv. Liðið í Tröllakórnum

mánudagur, apríl 21, 2008

We are the champions my friend !!!!!

Góða kvöldið!!
Best við montum okkur aðeins meira, því hér á heimilinu býr Íslandsmeistari í blaki.... Góður !!!
En sem sagt dagurinn í dag fór allur svo að segja í BLAK, vorum mætt klukkan 10:30 í íþrótthúsið í Mosó og við fórum þaðan út klukkan 16:30 með eitt stk. Íslandsmeistara í farteskinu og að sjálfsögðu FLOTTA MEDALÍU!!!!! Strákarnir í liðinu hans Olivers stóðu sig ekkert smá vel, voru rosalega duglegir, stóðu sig eins og hetjur... Unnu fyrstu 2 leikina með MIKLUM mun svo kom að grýlunni (já ennþá sama grýlan og þegar ég var í blaki hér um árið Þróttur Nes) og það var gert jafntefli 1-1, svo var orðið ljóst að það yrðu HK og Þróttur NES sem myndu slást um úrslitin, fyrsta hrynuna unnu Þróttur NES með 1 stigi, og strákarnir ætluðu ekki að vera þekktir fyrir þetta svo þeir unnu aðra hrynuna með 3 stiga mun og þar af leiðandi sigurvegar í sínum flokki.... Ógeðslega flott hjá þeim og Oliver minn þvílíkt MONTINN.....
Við erum að tala um að drengurinn er búinn að vera síðan "Íslandsmeistara mega nú gera þetta" og svo kom spurningin, "hefur þú eða pabbi einhvern tíman orðið Íslandsmeistarar"?? Gaman þegar vel gengur og þá er líka allt í lagi að MONTA SIG. Svo ég sagði við Oliver "ég á son sem er Íslandsmeistari og það nægir mér alveg" svo montuðum við okkur bara bæði, svo Kriss bætti við "ég á stóran bróðir sem er Íslandsmeistari"!!! Já við urðum öll að njóta þess ;-)))))))) Kriss brosti alveg út að eyrum í bílnum á leiðinni heim þar sem hann fékk að halda á medalíunni, það var alveg nóg fyrir hann!
Amma ákvað að bjóða okkur í ísbíltúr í tilefni sigursins og svo tókum við bara Pizzu með fyrir strákana heim í kvöldmat!!! Já hvað gerir maður ekki fyrir Íslandsmeistara??? Ég bara spyr.
Var að reyna að hlaða inn myndum af mótinu en það gengur eitthvað illa, en ég get lofað ykkur því að það koma myndir.
Annars er mest fátt annað að frétta af okkur. Erum öll vel þreytt eftir langan dag í íþróttahúsinu!
segjum þetta gott af Monti í bili.
Over and out.
Íslandsmeistarinn, mamman og litli bróðirinn
E.S náði að setja myndirnar inn og eins og venjulega þá er bara að fara yfir fyrirsögnina þá komið þið inn í nýjustu myndinar, allt síðan í dag.

sunnudagur, apríl 20, 2008

Nýjar myndir

Góða kvöldið
Setti inn nokkrar nýjar/gamlar myndir!! Þetta eru myndir aðallega úr afmælinu hans Olivers (bekkjarafmælinu þegar við skelltum okkur í Keilu með strákana í bekknum).. Getið eins og áður bara sett bendilinn yfir fyrirsögnina og komist þá beint í nýja albúmið.....
Annars erum bara búin að hafa það náðugt í vikunni, bloggum meira á morgun þar sem Oliver er að fara að keppa á Íslandsmeistaramótinu í blaki á morgun, sem betur fer var hringt núna áðan og tímanum frestað (það var mæting klukkan 08:30 upp í Mosó) en það er alveg búið að seinka því um 2 klst. Vá hvað ég er ánægð með það, við fáum þá að SOFA ÚT (eða sofa aðeins LENGUR)...
Látum heyra frá okkur á morgun.
Kv. Liðið í Tröllakór

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Enn og aftur komin NÝ vika

Well well well
Góða kvöldið, hvað segið þið þá?
Við segjum sko bara fínt og búinn að hafa það mjög gott síðan síðast (alveg heil vika síðan síðast). Við alla vegana erum búin að gera ýmislegt.
Helgin var rosalega fín!!
Á laugardaginn fórum við með Oliver í ljós svo drifum við okkur heim þar sem Jón Egill, Tómas Ari og Heimir Þór voru að fara að koma í heimsókn til okkar. Unglingurinn plataði Reynsa frænda með sér á N1 að kíkja á "Bandið hans Bubba". Þegar allt stóðið var komið hingað ákvað ég að fara með ALLA út á róló að leika, fórum fyrst á græna leikskólann og lékum þar heillengi, löbbuðum svo á leikskólann fyrir utan hjá Ömmu og vorum alveg heillengi þar líka. Eftir mikla útiveru fórum við heim og gáfum strákunum að borða, þeir voru greinilega ALLIR þreyttir eftir labbið og leikinn svo þeir völdu mynd til að horfa á. Stubbarnir vildu sjá Latabæ meðan Heimir og Kriss kíktu á SpyKids. Við Oliver nutum þess bara að slappa af á meðan!!!! Svo var Heimir Þór sóttur en stubbarnir voru áfram hjá okkur þar sem við ákváðum að GRILLA öll saman og hafa það bara huggulegt.
Á sunnudeginum var vaknað frekar snemma miðað við aldur og fyrri störf á sunnudegi!!! Engin var í stuði til að fara á fætur en við vorum nú samt öll komin á ról í kringum hádegið þar sem ég og Kriss ætluðum að skella okkur í skírn en Unglingurinn ætlaði að hendast í það að leika við Flóka vin sinn. Litla skvísan var skírð "Edda Ósk" innilega til hamingju með nafnið sæta mín! Og fengum við Kriss fullt af rosa flottum tertum og hugguleg heitum, vorum við svo alveg komin heim í feitan leti gír þegar Oliver hringdi og var klár til að koma heim! En hann kom bara heim um kvöldmatarleytið. Kriss var mjög slappur í gærkvöldi, fór snemma inn í rúm að horfa á bíó, en hann kvartaði mikið yfir því að sér væri illt alls staðar (eflaust með bein verki) svo þegar ég kíkti á hann eftir að hann sofnaði var hann vel heitur!!! Svo okkar maður svaf bara við OPIN glugga og var fínn í morgun, svo allt liðið fór út að vinna og í skólann.
Vikuna ætlum við svo bara að taka í róleg heitum. Oliver ætlar svo að fara að keppa á Íslandsmeistaramóti í Blaki á sunnudaginn næsta (verður gaman að sjá hvernig það fer). En að sjálfsögðu ætlum við Kriss að mæta til að horfa á okkar mann og hvetja hann til dáða!!!!
Annað skipulag er svo sem ekki í vikunni, ætli við sitjum nú samt ekki límd yfir "Bandinu hans Bubba" á föstudaginn þar sem það eru úrslitin á föstudaginn...
Jú ef snjórinn fer alveg að fara og vorið að koma (Siggi stormur var að spá því) þá förum við eflaust að vera duglegri að skella okkur í sund eftir kvöldmat! Stutt fyrir okkur að fara!
Nú svo er nú ekki nema hva 10 dagar í næsta frí "Sumardagurinn fyrsti". Kriss verður svo í fríi með Kristínu og Co. 25.apríl
Segjum þetta gott í bili, lofa að vera duglegri að blogga oftar...
Over and out.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Vikan hálfnuð !!!!!!!!!!!

Well þá eigum við bara eftir að vakna í 2 daga spáði í því, vikan líður ekkert smá hratt sem betur fer :-))))))))))))))))
Það er búið að vera alveg nóg að gera hjá okkur, Oliver stendur sig eins og hetja að muna eftir ljósnum (svaka duglegur). Fór þangað á mánudaginn!!! Einmitt á leiðinni úr ljósum og heim til Kristínar þá datt Viggó Viðutan ofan í skító kom því VEL BLAUTUR heim til Kristínar (þessi elska).
Í gærmorgun tilkynnti Oliver það að það væri bekkjarkvöld um kvöldið (góður fyrirvari ha), og ég bara já já eiga foreldrara að mæta og jú jú þeir áttu að mæta!! Svo jú ég sagði ekkert mál verðum í bandi eftir skóla/vinnu og ég hitti þig áður en kvöldið byrjar. Jú jú svo hringi ég í hann eftir skóla þá kom næsta "æji já hey mamma maður á að koma með eitthvað, ég gleymdi alltaf miðanum í skólanum" "já þú átt að koma með eitthvað sem var fundið upp í Evrópu á miðöldum". Vá þetta setti mig á GAT ég var gjörsamlega LOST ég er að tala um það var sko ekki neitt sem mér datt í hug, var alveg LOST. Jæja svo ég hringdi í hann Oliver eina ferðina enn var á leiðinni heim úr vinnunni þá sagði hann "æji já foreldrar eiga að mæta klukkan 17:30 svo ég ætla bara að labba með Flóka og Gústa upp í skóla" allt í góðu! Ég spyr hann aftur út í hvað ætti eiginlega að koma með, "já sko Flóki kemur með baunir sem voru fundnar upp í Egyptalandi og Gústi eitthvað kjöt frá Mexíkó". Shit nú var ég fyrst komin í verulegan vanda, svo ég sagði Oliver minn ég hendist í Hagkaup hlýt að finna eitthvað þar frá Miðöldum og kaupi eitthvað handa þér að drekka, sjáumst svo upp í skóla. Dí svo fór ég í Hagkaup og labbaði búðina mörgum sinnum á enda og eins oft tilbaka, var gjörsamleg úti á þekju, ákvað svo að kaupa bara kanelsnúða það borða það allir og þeir voru danskir (frá Evrópu en ekki fundir samt upp á Miðöld). Jú jú svo mæti ég upp í skóla þá voru sko allir með bara Snakk í skálum, pizzur, ávexti, grænmeti ídýfur og eitthvað svona easy going. Já ég hefði klárlega átt að hafa meira fyrir þessu ekki satt???????? Gat ekki annað en hlegið yfir stressinu í mér og Oliver varðandi mat frá Miðöldum.....
En á meðan á bekkjarkvöldinu stóð tók Andrea mig á eintal til að segja mér hversu vel gefin hann sonur MINN væri, hann væri svo duglegur, klár, þroskaður, ábyrgur og hann ætti svo auðvelt með að læra og ætti svo fína vin og svona hélt þetta endalaust áfram (ég brosti alla hringinn því hann er jú sonur MINN og ekki vorum við í foreldraviðtali). Nei hún Andrea vildi bara láta mig vita af þessu því jú þessum greyjum er alltof sjaldan hrósað og Oliver átti alveg hrós skilið!!!!!! Montrassinn ég labbaði út BROSANDI ALLAN HRINGINN.....
Í dag voru það svo bara róleg heit og verða það eflaust á morgun og föstudaginn líka. Vona það alla vegana...
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

sunnudagur, apríl 06, 2008

Þá er enn ein vikan búin

Vá hvað tíminn hratt á gervihnatta öld, hraðar sérhvern daga........
Vikan búin og við ekkert búin að blogga!!!
Gerðum sko ýmislegt í þessari viku, Oliver fór í sinn fyrsta ljósatíma og lærði á allar græjurnar svo er drengurinn náttúrulega bara búinn að fara ALEINN svo duglegur alltaf þessi elska!!! Honum tókst að ná sér í gubbupest (nema hvað) hringi í mömmu sína í vinnuna alveg að drepast í maganum, kella sótti hann og við komumst ekki alla leiðina heim NEI NEI Oliver náði í Nettó og rétt inn á klósettið þar :-(((((((((( Hann fór síðan bara heim og vildi fá að vera einn heima finnst það alltaf best!!!
En þetta var bara rúmlega sólarhringspest sem betur fer!
Svo erum við bara búinn að vera gera þetta venjulega á hverjum degi, Kriss hefur fengið að fljóta heim með ömmu nokkra daga þar sem það var svo mikið að gera í vinnunni!!! Svo tók loksins við FRÍ í fyrradag kominn föstudagur eina ferðina enn og já það er nú bara þannig að það eru ALLIR GLAÐARI í bílnum á föstudögum (sem mér finnst bara fyndið). Á föstudaginn ákváðum bara að vera í LETI eftir vinnu/skóla!
Í gær laugardag vorum við geggjað dugleg, við Kriss ákváðum að labba með Oliver í ljós (hann er í ljósum á Smáratorgi) vorum ca. klukkara á leiðinni þangað niður eftir. Meðan Oliver var í ljósum slöppuðum við Kriss af, eftir ljósin ákváðum við að skella okkur á bókasafnið og löbbuðum extra langa leið þangað þegar við vorum komin þangað er ég að tala um að bókasafnið opnaði ekki fyrr enn eftir klukkara. Svo ég ákvað að við skyldum bara skella okkur í bakaríið setjast inn og fá okkur að borða enda komið hádegi og allir fengið sér lítinn morgunmat. Við sátum þar í dágóða stund, löbbuðum svo smá um í Hamraborginni þangað til bókasafnið opnaði. Strákarnir fundu sér svo nýjar bækur til að lesa og amma sótti okkur á bókasafnið (við Kriss vorum sko vel þreytt, en Oliver nennti alveg að labba heim aftur). Við skelltum okkur öll saman í IKEA þar sem Kriss vantaði nýjan kassa undir Legóið sitt (Oliver var að gefa honum fullt af sínu gamla legói) og okkar maður valdi sér BLEIKAN kassa sama hvað ég reyndi að eiga við hann. Þegar heim var komið útskýrði hann fyrir okkur að litir eru bara litir og það eru ekki til neinir spes stelpu eða strákalitir, þar með var það útrætt og Legóið sett í bleika kassann. Ég segji nú bara það er gott á meðan hann hefur skoðun á hlutunum (það hafði engin áhrif á hann hvað ég sagði við hann í IKEA um að fá sér frekar hvítan eða bláan kassa).
Eftir allan þennan göngutúr þá vorum við þreytt fengum okkur köku þegar við komum heima og svo var smá tiltekt og Oliver lærði restina fyrir vikuna. Kriss og Amma fóru í geymslun að finna bangsana sem við ætluðum að gefa leikskólanum (fundum samt alls ekki alla).
Eftir geymsluna fóru amma og Kriss að finna til það sem ætti að grilla og ég kveikt í grillinu. Fengum okkur svo alls konar grillmat og aldrei þessu vant þá borðaði Kriss mun meira en Oliver og við erum að tala um að Kriss valt sko út úr stólnum eftir matinn og kom sér beint á nærbrókina, lagðist svo upp í sófa alveg búinn á því!!! Ég held án gríns að hann hafi aldrei líkst pabba sínum jafn mikið og þegar hann var með bumbuna út í loftið og á brókinni gjörsamlega búinn á því eftir að borða!!!! Það sofnuðu svo allir seint út frá bíómynd.
Í dag erum við að spá í að KEYRA í sund (við Kriss með miklar harðsperrur eftir gönguna, en við erum að tala um að Kriss sagði mér að honum væri rosalega illt í löppunum í gærkvöldi). Eftir sundið ætlum við að kíkja á Heimir Þór, Ágústu Eir og Snúllu, geri nú samt ráð fyrir því að við löbbum þangað. Svo fara allir snemma í bælið og við tekur venjuleg vinnuvika á morgun.
Það eru samt hva 18 dagar í næsta frí (sumardagurinn fyrsti er 24.apríl) og Kriss fær líka frí 25.apríl. Við fáum svo líka frí bæði 1. og 12. maí (2 frídagar í maí) svo er það bara einn í júní 17.júní engin í júlí og við komin öll í sumarfrí í ágúst (búin að panta okkur ferð til útlanda og alles). Dí hvað verður gaman að komast í ALVÖRU FRÍ í marga daga.
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.