Vá hvað tíminn hratt á gervihnatta öld, hraðar sérhvern daga........
Vikan búin og við ekkert búin að blogga!!!
Gerðum sko ýmislegt í þessari viku, Oliver fór í sinn fyrsta ljósatíma og lærði á allar græjurnar svo er drengurinn náttúrulega bara búinn að fara ALEINN svo duglegur alltaf þessi elska!!! Honum tókst að ná sér í gubbupest (nema hvað) hringi í mömmu sína í vinnuna alveg að drepast í maganum, kella sótti hann og við komumst ekki alla leiðina heim NEI NEI Oliver náði í Nettó og rétt inn á klósettið þar :-(((((((((( Hann fór síðan bara heim og vildi fá að vera einn heima finnst það alltaf best!!!
En þetta var bara rúmlega sólarhringspest sem betur fer!
Svo erum við bara búinn að vera gera þetta venjulega á hverjum degi, Kriss hefur fengið að fljóta heim með ömmu nokkra daga þar sem það var svo mikið að gera í vinnunni!!! Svo tók loksins við FRÍ í fyrradag kominn föstudagur eina ferðina enn og já það er nú bara þannig að það eru ALLIR GLAÐARI í bílnum á föstudögum (sem mér finnst bara fyndið). Á föstudaginn ákváðum bara að vera í LETI eftir vinnu/skóla!
Í gær laugardag vorum við geggjað dugleg, við Kriss ákváðum að labba með Oliver í ljós (hann er í ljósum á Smáratorgi) vorum ca. klukkara á leiðinni þangað niður eftir. Meðan Oliver var í ljósum slöppuðum við Kriss af, eftir ljósin ákváðum við að skella okkur á bókasafnið og löbbuðum extra langa leið þangað þegar við vorum komin þangað er ég að tala um að bókasafnið opnaði ekki fyrr enn eftir klukkara. Svo ég ákvað að við skyldum bara skella okkur í bakaríið setjast inn og fá okkur að borða enda komið hádegi og allir fengið sér lítinn morgunmat. Við sátum þar í dágóða stund, löbbuðum svo smá um í Hamraborginni þangað til bókasafnið opnaði. Strákarnir fundu sér svo nýjar bækur til að lesa og amma sótti okkur á bókasafnið (við Kriss vorum sko vel þreytt, en Oliver nennti alveg að labba heim aftur). Við skelltum okkur öll saman í IKEA þar sem Kriss vantaði nýjan kassa undir Legóið sitt (Oliver var að gefa honum fullt af sínu gamla legói) og okkar maður valdi sér BLEIKAN kassa sama hvað ég reyndi að eiga við hann. Þegar heim var komið útskýrði hann fyrir okkur að litir eru bara litir og það eru ekki til neinir spes stelpu eða strákalitir, þar með var það útrætt og Legóið sett í bleika kassann. Ég segji nú bara það er gott á meðan hann hefur skoðun á hlutunum (það hafði engin áhrif á hann hvað ég sagði við hann í IKEA um að fá sér frekar hvítan eða bláan kassa).
Eftir allan þennan göngutúr þá vorum við þreytt fengum okkur köku þegar við komum heima og svo var smá tiltekt og Oliver lærði restina fyrir vikuna. Kriss og Amma fóru í geymslun að finna bangsana sem við ætluðum að gefa leikskólanum (fundum samt alls ekki alla).
Eftir geymsluna fóru amma og Kriss að finna til það sem ætti að grilla og ég kveikt í grillinu. Fengum okkur svo alls konar grillmat og aldrei þessu vant þá borðaði Kriss mun meira en Oliver og við erum að tala um að Kriss valt sko út úr stólnum eftir matinn og kom sér beint á nærbrókina, lagðist svo upp í sófa alveg búinn á því!!! Ég held án gríns að hann hafi aldrei líkst pabba sínum jafn mikið og þegar hann var með bumbuna út í loftið og á brókinni gjörsamlega búinn á því eftir að borða!!!! Það sofnuðu svo allir seint út frá bíómynd.
Í dag erum við að spá í að KEYRA í sund (við Kriss með miklar harðsperrur eftir gönguna, en við erum að tala um að Kriss sagði mér að honum væri rosalega illt í löppunum í gærkvöldi). Eftir sundið ætlum við að kíkja á Heimir Þór, Ágústu Eir og Snúllu, geri nú samt ráð fyrir því að við löbbum þangað. Svo fara allir snemma í bælið og við tekur venjuleg vinnuvika á morgun.
Það eru samt hva 18 dagar í næsta frí (sumardagurinn fyrsti er 24.apríl) og Kriss fær líka frí 25.apríl. Við fáum svo líka frí bæði 1. og 12. maí (2 frídagar í maí) svo er það bara einn í júní 17.júní engin í júlí og við komin öll í sumarfrí í ágúst (búin að panta okkur ferð til útlanda og alles). Dí hvað verður gaman að komast í ALVÖRU FRÍ í marga daga.
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.