fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Afmæli á laugardaginn

Well well well
Þá er komið að því, fyrsta stórafmælið á árinu verður haldið á laugardaginn næst komandi. Þá verður Unglingurinn minn 10 ára. Það verður family veisla á laugardaginn ætli við störtum þessu ekki upp úr klukkan 14 og svo verður annar í afmæli á mánudaginn, þá ætlum við að fara í keilu með strákana í Olivers bekk og hafa gaman af!!!!
Vonandi sjáum við sem flest á laugardaginn.
Kv. Ungamamman, Unglingurinn og Stubbur

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Amma Litla sæta Dúnna

Hellú
Já þá er maður hálf tómur, dofinn en samt veit ég vel að þetta var fyrir bestu en samt auðvita alltaf sárt en Amma Dúnna (þessi litla sæta góða kona) er dáinn.. Sem betur fer þurfti hún ekki að þjást og vitið þið það var fyrir mestu! Ekki það að í allan dag er ég búinn að vita nákvæmlega að hverju stefndi, og amma náttúrulega búinn að vera veik í mörg mörg ár. En hún fær núna sem betur fer að hitta hann Afa aftur, það verður nú bara sætt og gaman fyrir þau. Ég er búinn að vera í stöðugu símasambandi við Skjól í dag til að heyra hvernig henni liðið.
Útskýrði svo fyrir Unglingnum mínum hvað væri að gerast og hann er náttúrulega svo fullorðinn stundum þessi elska og spurði mjög fallega spurninga. Því auðvita á hann minningar um ömmu Dúnnu áður en hún varð mikið veik, þegar hún heimsótti okkur til Ameríku. Man vel eftir henni. Já og ég á fullt af skemmtilegum og fallegum minningum um hana bæði frá því ég var lítil og stór... (hey ekki það að ég sé neitt stór ennþá)...
En svona er nú bara lífið
Að allt öðru og aðeins léttara þá er sem sagt allt við það sama í okkar lífi, við erum að tala um það var karate og fótari í dag og þeir bræður ánægðir með útrásina, eftir æfingu fór ég í haircut (ægilega ánægð með mig) og á meðan passaði Reynsi strákana sem þeim þótti náttúrulega ekki leiðinlegt... Svo þegar ég kom heim þá var Kriss sofnaður og Oliver að bursta tennurnar. Svo það mætti segja að þetta hefði verið huggulegt.

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Óskalisti Unglingsins...

Well þá er best að koma með óskalistann hans strax þá getur fólk hætt að spyrja hvað hann langi í eða vanti..
Annað afmælið fyrir familíuna verður hérna á laugardaginn geri ráð fyrir að við byrjum bara snemma upp úr klukkan 14.
Óskalistinn.
  1. Peningur
  2. Bækur (Tinnabækur, Risaeðlu eða fræðslubækur)
  3. Singstar leikir í PS2
  4. Föt
  5. Planet Earth á DVD
  6. Top Gear á DVD
  7. Simpsons the game
  8. Fartölvu
  9. Playstation 3
  10. Playstation portable
  11. Fifa 08 á PS2
Ef eitthvað fleira bætist við óskalistann munu við bæta því við jafn óðum.
Dúdda mía annars fór ég að kíkja á hana litlu frænku mína og vá hvað hún var LÍTIL og SÆT með FULLT FULLT af hári.. Bara langflottust
Kv. Ritarinn, Unglingurinn og Kriss

laugardagur, febrúar 23, 2008

Vá hvað er langt síðan síðast

Best að stikla bara á stóru!!!
Síðastu helgi þá var ég í Barcelona að skemmta mér og skoða borgina í fyrsta skipti. Strákarnir skiptu sér niður, Unglingurinn var hjá Kristínu frænku og vitir menn konur og börn hann fékk í eyrun hjá henni greyjið á sunnudaginn. Kristín átti sem betur fer verkjalyf svo hún gaf honum bara sjóleiðis og hélt honum gangandi þar sem hann var að fara í aðgerð á þriðjudeginum. Kriss minn var hjá ömmu og fannst það bara notalegt, ákvað samt að þau amma myndu sofa í okkar húsi, því jú heima er BEST...
Aðfaranótt þriðjudagsins kom ég heim, rétt náði að loka augunum svo var það að bruna upp á spítla með Oliver, fékk okkar maður kærileysis pillur og var drep fyndinn þegar pillan var farin að hafa áhrif. Við fórum svo saman á skurðstofuna þar sem mamma fékk að vera með þangað til hann sofnaði. Oliver vaknaði svo ROSA GLAÐUR en þreyttur nokkrum tímum seinna (svaf frekar mikið að mati þeirra á vöknu). Við fórum svo heim í hádeginu og vitir menn þegar við vorum nýkomin heim var hringt já og Kriss komin með í EYRUN (hvað er þetta með þessa syni mína). Við vorum því bara heima á þriðjudaginn... Ég fór að vísu í foreldraviðtal í leikskólanum hjá Kriss og eru miklar framfarir hjá honum sem var bara gaman að heyra. Fékk svo bara að vita að hann væri stríðnispúki og myndi stríða gjörsamlega öllum ef þannig myndi liggja á honum, ekkert sem kom mér á óvart. En gaman að hann er að bæta sig : -))))))))))))))
Miðvikudagurinn rann upp og oh my my my hvað mig hlakkaði til, fór sem sagt með Oliver í foreldaraviðtal og hrósið sem hann fær alltaf drengurinn!!!! Fengum að vita það ef Oliver myndi hætta að vera LATUR ætti hann MÖGULEIKA á því að fá 10 í öllu og það var nú bara til að ýta en frekar undir MONTRASSINN mig... Oliver kom mjög vel út eins og alltaf fékk 8,6 í meðal einkunn og getur maður kvartað yfir því hjá 9 ára gömlu barni... NEI alls ekki...
Restin á vikunni er bara búið að fara í chill, nema hvað, maður enn að jafna sig eftir Barce. En þeir voru nú ánægðir synir mínir þegar ég kom heim, alltaf að gott að fá mömmu sætu aftur og svo hafði mamma líka keypt smá pakka handa þeim, Kriss fannst turquise blái Barcelona búningurinn æðislegur og Oliver fýlaði Vans skóna sem kellan fann.. Bara gaman að gleðja þá. Annars græddi Oliver líka í dag fékk Karate galla (Blika) fórum að skoða þá í dag og okkur leist bara svona stór vel á þá!!!!!!!!!!!!!
En þið getið kíkt á ömmukaffið sem Kriss bauð okkur í á föstudaginn hérna http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/22/ommum_bodid_i_kaffi/ setti linkinn líka hérna undir titilinn á blogginu í dag. En þetta var bara æðislegt...
Jæja ætla að fara að sinna börnunum og skipuleggja hvað við ætlum að hafa í afmælinu hjá Oliver. Það verður ekki eins langt í næsta blogg..
Kv. Ritarinn and the boys.

mánudagur, febrúar 11, 2008

Brjálað að gera hjá okkur

Hellú
Í gær (sunnudag) vorum við últra dugleg já já það var farið á fætur um það leyti sem JEP og TAP komu í pössun til okkar, þeir voru svo fljótlega settir í bælið að leggja sig. Eftir lúrinn hjá þeim fórum við út að labba já strákarnir tóku með sér sína snjóþotu (sem er með 2 sætum) og við tókum sleðann (nýja fína). Og við löbbuðum öll svaka fínan hring, komum svo við í Nettó og keyptum í vöfflur bara huggulegt. Löbbuðum svo heim og drifum okkur í bakstur, fundum nú nokkrar brekkur á leiðinni svo nú vitum við hvert strákarnir eiga að fara næst að renna sér. Fórum heim og biðu þeir allir spenntir meðan amma bakaði vöfflurnar, bara gott. Svo var það heitar vöfflur með rjóma, súkkulaði og sultu sem beið þeirra. Stubbarnir voru þá sóttir og þá var farið að chilla. Fórum í það að finna myndir sem við ætluðum að setja upp á vegg hjá okkur og Amma mætti með borinn til að bora fyrir okkur.. Vorum svaka duglegar settum upp nokkrar myndir og já veggljósið inni hjá Kriss. Þetta fer að verða svaka fínt, ætlum að plata ömmu í aðeins meiri uppsetningu það á eftir að setja upp hillurnar inn hjá Kriss, spegil í forstofuna, myndir inni hjá Oliver og já svona sitt lítið af hverju (en þetta er allt að koma)... Ég er nefnilega orðin svo flink, búinn að setja saman Gasgrill, skrifborð og fatahengi í forstofuna... Já maður getur nú ýmislegt með viljan að vopni.
Eftir uppsetningarnar voru strákarnir settir í bað, svo var það kvöldmatur og bælið. Kriss var ekkert smá montinn með nýja fína ljósið sitt og getur nú ekki beðið eftir því að við setjum upp bókahillur fyrir bækurnar hans og límmiðana á veggina...
En þetta er nóg af okkur í bili.
Smell you later.
Kv. Berglind and the boys.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

MONT

Jepps nú ætla ég að monta mig aðeins MIKIÐ....
Nú er ég sjálf já alveg alein búin að setja saman eitt stk skrifborð fyrir Oliver og eitt stk gasgrill fyrir okkur stór fjölskylduna. Það skal tekið skýrt fram að ég hef aldrei gert svona nokkuð sjálf og hafði enga trú á að ég gæti þetta. En jú jú maður verður víst að prufa hvort maður geti hlutina áður en maður dæmir þetta ógerlegt. Og vitir menn þetta gat ég... Fékk þá bakkabræður til að halda fyrir mig og svona ef það vantaði... En þetta gátum við ÉG...
Er að vísu núna HELAUM í höndunum en það er síðan allt önnur saga...
Skelltum okkur út áðan fyrir kvöldmatinn, vorum nú ekki mjög lengi en ég er að tala um að það komu 2 snjókarlar og 1 snjókerling inn eftir útiveruna, vorum öll hvít frá toppi til táar. Sáum ekki út úr augum þegar við loksins drulluðumst inn... En þetta var nú samt sem áður frískandi og gott að fara svona smá út.
Segjum þetta gott í bili ætla að fara að henda mér í bælið þar sem Tvíbbarnir mæta hérna eiturferskir í fyrramálið...
Over and Out
Stelpan sem kann hlutina.

laugardagur, febrúar 09, 2008

Komin helgi eina ferðina enn

Vú hú við komin í helgarfrí. Við erum að tala um að við spóluðum bara heim í gær, sóttum Oliver á leiðinni heim og fukum svo.. Það var sem sagt eina ferðina enn STORMVIÐVÖRUN á Íslandi og við erum að tala um í vindhviðunum þá voru þetta 35 metrar á sek er það síðan eðlilegt??? Við sáum fullt af flassi og heyrðum vel í rokin hérna í okkar sveit. En við lifðum þetta allt af og gott betur en það voru bara inni undir feldi og höfðum það kósý. Kveikt á fullt á kertum og við að horfa á TV. Oliver tímir ekki að missa af Bullrun á Skjánum og svo er það Bandið hans Bubba....
Í morgun þegar við LOKSINS vöknuðum þá vorum við að tala um allt hvítt og við sáum ekki út (já skafrenningur og læti)... Við Kriss drifum okkur fram svo hann myndi ná henni Dóru á stöð 2+ sem við horfðum saman á fengum okkur svo morgunmat og chilluðum þangað til Oliver vaknaði. Þá tók sko bara við ennþá meiri LETI. Ég og Kriss ákváðum svo bara að drífa okkur með Ömmu í IKEA að versla svona ýmislegt sem vantaði til heimilisins (keyptum aðeins meira en við ætluðum í upphafi) en gerist það síðan ekki alltaf í IKEA... Nú er Oliver að læra og eftir lærdóminn ætlum við að henda okkur smá út í snjóinn (fyrir kvöldmat). Hafa gaman af...
Á morgun ætlum við að reyna að bora eitthvað upp á veggi og setja eitthvað saman (gaman að sjá hvernig það gengur, ætli við fáum ekki bara ömmu í það að hjálpa okkur)... Svo erum við líka að fara að passa JEP og TAP (báðum þá að taka með sér snjóþotu svo við gætum farið eitthvað saman út)....
Svo tekur við bara eina ferðina enn venjuleg vika..
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili..
Ekki má gleyma stór viðburði vikunnar já við fengum litla Frænku "Berglindi sætu" já eiginlega svona ská frænku of flókið að útskýra það allt saman svo við segjum bara sæta hárprúða frænku. Óskum Vigfúsi, Elísabetu, Ágústu Eir og Heimir Þór til lukku með litlu hárprúðu Prinsessuna.
Over and Out.
Berglind og Gormarnir.

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Bolludagur, Sprengidagur á morgun Öskudagur

Góða kvöldið,
enn og aftur erum við búin að setja inn nýjar myndir. Fórum nefnilega á sunnudaginn fyrst í sund þá bara í -3°C löbbuðum heim til að drífa okkur beint til Löngu og Langa í bollukaffi. Já Langa bakaði bollur ekkert smá gott hjá henni... Bara ljúft þurftum sem sagt ekki að hafa áhyggjur af því að baka bollurnar NEI TAKK. Svo um kvöldið kom Amma líka með bollur til okkar svo þetta var eiginlega full mikið af því góða!!!!!!!!!!
En við höfðum það samt sem áður bara notalegt á sunnudaginn, það var svo nefnilega síðasti þátturinn af Pressunni sem við gátum náttúrulega ALLS EKKI misst af.
Á mánudaginn vakti Reynsi frændi strákana með bolluvendinum hans Kriss, og var Oliver þá kominn í vetrafrí en Kriss fór hins vegar í skólann þar sem boðið var upp á Fiskibollur og Rjómabollur. Oliver fór hins vegar með Reynsa á bókasafnið, á æfingu svo eitthvað sé nefnt. Komum svo snemma heim þar sem við elduðum og chilluðum.
Í dag þriðjudag "SPRENGIDAG" var Oliver aftur í fríi en við Kriss fórum út við fyrsta hanagal, Kriss fékk að sjálfsögðu Saltkjöt og baunir í dag nema hvað!!!! Oliver fór á æfingu með Reynsa og eitthvað chill.. Svo var það Fótbolta/Karate æfing í lok dags.
Kriss getur svo ekki beðið eftir morgundeginum, já þá ætlar hann nefnilega að vera í Karatebúningnum sem Amma gaf honum! Oliver ætlar að skella sér á æfingu með Reynsa og svo eflaust í bæinn með honum Runólfi! Það er alla vegana skipulag dagsins á morgun miðað við stöðuna núna.
Annars er svo sem ekkert merkilegt að frétta bara same old same old!!!!
Oliver langaði bara svo að fá að setja inn myndirnar.
Over and out.
Ritarinn og Co.

laugardagur, febrúar 02, 2008

Nýjar myndir komnar

Sælt veri fólkið
Nú erum við loksins búin að setja inn nýjar myndir, eins og áður getið þið bara klikkað á fyrirsögnina og komst þá beint inn á nýja albúmið okkar. Myndirnar eru af Kriss sem er að sýna Bayern Munchen búninginn sinn og nýju klippinguna sína.
Dí við fórum með hann í Klippingu í dag hjá Super Nova í Smáralindinni og við getum sko alveg hiklaust mælt með þeim fyrir Unglinga eða verðandi Unglinga. Við báðum um klippingu fyrir hann þá spurði strákurinn sem klippti mætti ég gera eitthvað cool þá sagði já endileg en Kriss svaraði ég vill eitthvað ROKKARA og hann var svo ríg montinn þegar hann gekk út að það var ekkert venjulegt. Enda er hann geggjað flottur!!!!!
Annars er vikan bara búin að vera venjuleg hjá okkur og fengum við tíma fyrir Oliver í aðgerðinn núna 19.feb (eigum samt eftir að fá endanlega staðfestingu). En sá dagur hentar okkur rosalega vel, það er frí í skólanum hjá Oliver þarna 19.feb ætti að vera foreldraviðtal og afhending einkunna (en við megum bara mæta í herleg heitin 20.feb í staðinn).. Svo við erum bara sátt við þetta.
Já dagurinn í dag þvílíkt og annað eins fórum í morgun í ÖLLU FROSTINU -13°C í sund já einmitt sæll, voða gáfuð, en við ákváðum að vera bara í innilauginni að chilla vorum þar í dágóðan tíma. Eftir sundið fórum við í Smáró þar sem Kriss var klipptur og Oliver verslaði sér sundgleraugu og nýjan snjósleða (lenti í árekstri á hinum svo skíðið á honum er allt brotið). Fórum svo heim bara í róleg heitin, ætla að fá strákana í það að mála mynd fyrir mig/okkur og setja upp á vegg. Sjáum hvernig það kemur út, ætlum kannski í það í dag eða á morgun fer eftir stemmingunni sem verður á heimilinu.
Annars er ekkert að frétta, bolludagurinn á mánudaginn og Kriss búinn að rústa bolluvendinum sínum strax, já og búinn að negla fast á rassa undanfarna daga. En við ætlum ekki að baka neinar bollur, bara sníkja bollukaffi hjá Ömmu! hahhahhahaahha
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili.
Over and out.
Berglind, Oliver og Kriss montrass nýklippti.