miðvikudagur, janúar 30, 2008

Eyrnabarnið mitt STÓRA

Well well well
Nú er bara allt að gerast, við skruppum til hans Einars Ólafs. eyrnalæknis (mæli með honum ef ykkur vantar góðan háls-nef og eyrnalækni) á mánudaginn. Og vitir menn, konur og börn Unglingurinn minn þarf að fara í RÖR aftur, er slæma eyrað hans EKKERT að lagast því miður og verðum við því að koma honum í aðgerð helst í febrúar (hringi á morgun og fæ tíma á aðgerðina). Einar vill koma Oliver að sem fyrst í aðgerð þar sem honum líst ekkert á ástandið. Reyndi að útskýra fyrir mér aftur að Oliver er með suð í eyranu allan sólarhringinn meðan það er svona mikill vökvi í eyranu (þá er svo mikill þrýstingur líka). Svo já það er ekkert val, og auðvita vill ég líka að hann sonur minn heyri betur en þetta hefur allt saman áhrif á heyrnina hans. Kriss minn var líka með eyrnabólgu og vökva í slæma eyranu sínu, en það var ákveðið að bíða aðeins og sjá með hann þar sem hann er betri en Oliver, nú á ég að hringja inn info þegar Kriss fær eyrnabólgu svo Einar geti haldið skrá yfir þetta allt saman og svo sjáum við til með framhaldið eigum að koma aftur í kringum páskana og þá á að skoða þá báða (þá ætti Oliver að vera kominn með rörin og meta ástandið á honum Kriss mínum). Já einmitt við erum í áskrift hjá honum Einari (er þetta í lagi þegar maður á Ungling og stórt barn að vera að standa endalaust í þessum eyrnabólgupakka)....
Eins ætlum við að meta ástandið með Kriss þar sem þeir virðast báðir vera komnir með mjög háan sársaukaþröskuld hvað eyrnabólguna varðar að vera ekki að fá pensilín fyrir Kriss nema ég vilji, en hann þurfti það ekki núna síðast en þeir bakkabræður kvarta svo lítið undan verkjum, þegar hann kvartar er kannski bara nóg að gefa honum verkjalyf og svo búið. Þeir eru sjálfir að vinna vel á eyrnabólgunni. Svo nú er bara að vona að Kriss lagist og Oliver verði betri við að fá rörið.....
Nóg af eyrnaveseni. Við áttum góða helgi sem betur fer þrátt fyrir LEIÐINDAVEÐUR. Fórum í mat til Löngu og Langa á sunnudaginn (nammi nammi namm það var hangikjöt, uppstúf og tilbehör). Svo á mánudaginn var það bara eyrnalæknirinn, fórum svo heim að elda vorum öll svo rosalega svöng, þar sem við vorum kominn heim í seinnafallinu útaf doksatímanum var það bara matur og bælið fyrir Kriss en Oliver lærði og horfði svo á Idol með mömmu sinni. Í dag þriðjudag var það fótari hjá Kriss sem er bara hið besta mál (var vel sveittur og flottur eftir æfinguna) og Oliver skellti sér í afmæli í Keiluhöllinni og kom ekki minna sveittur heim. Þegar Oliver kom heim var Kriss sofnaður, búinn að borða og skella sér í sturtu. Oliver fór líka í sturtu og horfði svo á Amazing Race. Á morgun er bara venjulegur miðvikudagur, vonum að það verði stuttur dagur hjá okkur öllum svo við getum komið við í búðinni til að fylla á eyðimörkina hér á bænum.
Annars er svo sem mest lítið af okkur að frétta, Oliver er farinn að spá mikið í afmælið sitt sem er bara hið besta mál, er að spá í að hafa familí partý á laugardeginum 1.mars og svo veit hann ekki með bekkjarpartýið en hann og Júlli ætla kannski að vera með sameiginlegt afmæli sjáum til, en það koma náttúrulega páskar og svona vesen inn í mars mánuði svo við sjáum bara til. En ef þeir ætla að halda þetta tveir saman þá vilja þeir bara Laser Tag (en ég á eftir að tala við þá og sjá hvort þeir taki svona crazy boys þar sem þeir eru svo ungir). Annars höfum við heilan mánuð til að skoða þetta mál, Oilver er líka farinn að spá í hvað Mammsý eigi að baka fyrir afmælið um að gera að koma með óskir. Ætli maður þurfi ekki að fara að byrja að baka þar sem ég verð frekar busy í febrúar en auðvita hefur maður alltaf tíma til í að henda í tertur eða tvær.
Já svo verður þetta frekar svona stutt vika hjá okkur, ég verð ekki að vinna allan daginn á föstudaginn þar sem Leikskólinn er lokaður, en það er lika bara ljúft að geta lengt helgina svona aðeins.
En ætli ég segji þetta ekki bara gott af okkur í bili.
Informum ykkur næst þegar kominn er tími á aðgerðina.
Over and out.

sunnudagur, janúar 27, 2008

Vá janúar alveg að verða búin

Dúdda mía
Hvað tíminn líður hratt, þetta er alveg ótrúlegt áður en ég veit af verður litla barnið mitt bara byrjað í skóla já spáið í því.
En að allt öðru, gangi lífsins. Nú vikan gekk bara ótrúlega vel og ekkert svona sérstakt sem gerðist þannig fyrir utan að allt var komið á KAF í snjó. Aðfaranótt föstudagsins byrjaði svo ballið já Kriss greyjið var að reyna að vekja mig heillengi svo ég á endanum opnaði augun og jú jú þá var okkar maður að DREPAST í EYRANU (já slæma eyranu) svo ég drattaðist á fætur gaf honum verkjalyf, var samt ákveðinn í því að við færum bara í skólann daginn eftir (myndum svo skella okkur á næturvaktina) en NEI það var því miður ekki hægt að vekja Kriss á föstudagsmorgninum og hann enn að drepast svo ég ákvað að ég gæti bara ekki boðið barninu upp á það að mæta í leikskólann í þessu ástandi, svo var þar fyrir utan GEÐVEIKT VEÐUR outside svo ég hringdi bara í skólann hjá Oliver og sagði að hann yrði líka heima (en ég skutlaði ömmu í vinnuna og á köflum sá ekki út ég vissi ekkert hvert ég var að fara og keyrði svona meira eftir minni).....
Við vorum því heima í tómri leti á föstudaginn og fengum svo á endanum tíma hjá Doksa sem taldi sig sjá gröft í eyranu á Kriss (en ég tel mig þekkja þetta betur og held að þetta sé bara vökvinn sem er alltaf í eyranu sem hann sá, en svo benti hann mér á að fara með Kriss til sérfræðings og sem betur fer eigum við tíma fyrir Oliver á mánudaginn hjá honum Einari Ólafs vini okkar svo þeir verða báðir teknir í skoðun hjá honum) en að sjálfsögðu var Kriss með eyrnabólgu en hann vildi ekki gefa honum neitt við því útaf þessum greftri sem hann sá!!!!! Við ákváðum þar sem við vorum svo lengi hjá Doksa og það var nú bóndadagurinn að uppfylla óskir þeirra bakkabræðra og hafa Pizzu í kvöldmatinn (amma bauð í pizzu). Svo það mætti segja að þetta hafi verið svona ALVÖRU LETIDAGUR á okkar heimili.
Í gær laugardag var ástandið svona aðeins betra. Ég fór alla vegana út og svo kíktum við öll í heimsókn til Kristínar og Co. Svo var bara chillað, og ákveðið að við myndum labba í sund þegar við myndum vakna í dag en nota bene þar sem það er ENN EINN STORMURINN að fara yfir landið þá löbbum við ekki neitt í sund í dag enda geðveikt rok sem sagt og klikkuð rigning. Við erum að fara í mat til Löngu og Langa á eftir svo við hendumst kannski í sund eftir það þ.e.a.s ef veðrið hefur lagast en það eru þvílík læti í veðrinu núna... Þetta er ekki einu sinni fyndið.
Á morgun er svo bara skóli/leikskóli svo Einar Ólafs. Verður gaman að heyra hvort hann sjái líka þennan gröft í eyranu á Kriss. En annars er ég alveg ákveðinn í því ef Einar vill setja rör aftur hjá Oliver að biðja hann að taka Kriss með í pakkann þar sem Kriss er búinn að vera óvenju slæmur núna eiginlega verri en Oliver. Sjáum hvað karlinn segir á morgun.
En jæja segjum þetta gott ætla að henda mér í sófan hjá Kriss og horfa á teiknimyndir með honum.
Kv. Berglind and the boys

mánudagur, janúar 21, 2008

Helgin búin :-((((((((((((((((((((

Well well well
Þá er enn ein helgin búin (spáið í því janúar er líka að verða búinn, vá hvað tíminn líður ALLTOF hratt)....
En já nóg um það þras, það er búið að gerast nokkuð mikið eða svona hjá okkur þessa helgi, byrjaði með símtali á föstudaginn þegar hringt var í mig frá leikskólanum þar sem hann Kriss okkar var orðin veikur (var kominn með hita, ólíkur sjálfur sér og leið ekki vel). Reynsi frændi fór því og sótt litla barni á leikskólann, mamman hringdi svo í strákinn sinn sem vildi ekkert fá hana heim, sagðist bara ætla að sækja hana í vinnuna þegar vinnan yrði búinn, en hann var þá ekki mjög málglaður (mjög ólíkt Kriss) en það glaðnaði mikið yfir honum þegar mamma bauðst til að kaupa eitthvað handa honum, já og okkar manni langaði í NAMMI, LAKKRÍS og auðvita reddaði mamma því. Þegar ég var svo sótt þá var Kriss sofandi í bílnum, þegar hann svo vaknaði þá var hann ekki mjög málglaður og vel heitur. Við sóttum Oliver og drifum okkur heim, þar sem Kriss var áfram mjög ólíkur sjálfum sér, þreyttur fór beint inn til Olivers að horfa á Næturvaktina. Ég náði nú samt sem áður að koma ofan í hann einum hamborgara í kvöldmatinn og fékk okkar maður sér lakkrís í eftirrétt (fljótlega eftir það fór hann inn á kló og ældi ekkert smá mikið), kom svo fram í stofu lagðist upp í sófa og sofnaði fljótlega eftir það!!!!!
Á laugardeginum var Kriss enn latur (mjög svo ólíkt honum) svo ég hringdi í mömmu plataða hana til að hendast í apótekið eftir panodil (fljótandi þar sem Kriss kom töflunum ekki niður) og keypti amma líka hóstasaft. Kriss fékkst nú til að borða morgunmat (sem ég var mjög ánægð með) og ég dældi bara í hann hóstasafti og panodil, það var samt ekki fyrr en um kvöldið að hann fór svona aðeins að hressast. En þeir bakkabræður voru inni í allan gærdag þar sem Kriss var veikur og Oliver greyjið farinn að gelta líka. Það lifnaði líka aðeins yfir Kriss þegar Kristín og co. komu í heimsókn í gær en Palli var að setja upp nokkur ljós fyrir okkur!!!!
Í morgun var Kriss greinilega orðinn hitalaus en við ákváðum nú samt bara að vera LÖT þeir bakkabræður voru í tölvunni að leika sér alveg á fullu (en ég veit ekki hvor er hooktari á leikjaneti/leikjalandi). Reynsi frændi kom svo eftir hádegið þeim til mikillar gleði og dróg þá með sér út, þeir fóru út að renna á snjósleðanum og á bókasafnið, voru ekkert smá ánægðir með að komast bara út, á meðan mamma crazy var heima að þrífa. Þeir komu svo heim seint um síðir þá var það bara bað, kvöldmatur og bælið (Kriss sofnaði sko rosalega fljótt eftir að ég las smá fyrir hann) eflaust búin á því, þar sem þeir voru svo lengi úti með Reynsa í dag.
Á morgun fara svo allir í skóla/leikskóla en ætli Kriss verði ekki bara inni á morgun svo honum slái nú ekki niður, megum nú ekki við því, enda finnst Kriss ekkert gaman að hanga svona heima hjá sér.
Þetta var sem sagt mjög svo róleg helgi á okkar bæ, enda alveg nauðsynlegt að hafa svoleiðis helgar inn á milli ekki satt...
Nú þurfum við bara að fara að skrifa niður lista hvað vantar í hvaða herbergi hér í húsinu, mæla og svoleiðis skemmtilegt. Sumt er svona á meira nauðsyn en annað svo nú þarf maður að fara að flokka þetta og setja niður lista þá gleymist það alveg örugglega ekki... Það fer nefnilega alveg bráðum að verða ROSA FÍNT hjá okkur, munar ekkert smá miklu eftir að Rússaperurnar í stofunni voru teknar niður.
Jæja segjum þetta gott í bili, vonum að þessi vika verði mun skemmtilegri en helgin...
Over and out.

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Einn sterkur meðan ég man hann...

Vá ég er nú bara stundum svo GLEYMIN...
En við vorum að tala um það á sunnudaginn að nú þyrftu þeir bakkabræður sko að fara að drífa sig í klippingu og jú jú það var rætt fram og tilbaka. Allt í einu veltur upp úr Kriss "æji mamma þarf ég endilega að fara í klippingu" og jú jú ég hélt það nú sagði að hann væri kominn með svo sítt hár að þetta gengi bara ekki lengur, þá sagði hann "en mamma mig langar ekkert að vera svona SKOLÓTTUR eins og Diddi vinur hans Bjarna sem heimsótti okkur í Lúx". Svo ég gjörsamlega drapst úr hlátri en við erum að tala um að Diddi litli bróðir hans Bjarna kom í heimsókn til okkar til Lúx og hann drengurinn er orðinn frekar mikið þunnhærður og greinilega tók Kriss eftir því....
Já það er nú vonandi að hann Kriss minn verði ekki skolóttur ekki það að það sé eitthvað þunnt hár í minni ætt!!!!!!!!!!!
That all for now.
Smell you later.

Ný vika hafin..

Gaman að því, eigum við að ræða það eitthvað!!!
Alla vegana er kominn mánudagur í okkar sveit (já sveitin uppfull af snjó). Dagurinn í dag gekk bara vel við komumst á áfangastað ekki það að ég væri neitt SPENNT fyrir veðrinu úti. Við drifum okkur samt sem áður út!!! Strákarnir voru báðir þvílíkt glaðir :-)) Já fullt fullt af snjó upp í sveit, minnkaði svo aðeins snjórinn þeim mun nær sem við drógumst höfuðborginni....
Við hentum þeim bakkabræðrum út, Kriss í leikskólanum og Oliver í skólanum. Ég fór svo bara að vinna eins og alla hina dagana og var sko hugsað mikið til orða Kristofers um sólarströndina þegar ég sá allan snjóinn falla til jarðar, leist ákkúrat ekkert á þetta!!!!! Svo rétt áður en ég fer að leggja af stað heim hringir Unglingurinn "mamma mig vantar pening á kortið" já þá hafði hann drifið sig í klippingu sem ekki veitti af, drengurinn var bara kominn með HJÁLM hárið á honum var orðið svo svakalega STÓRT....... Og hvað gerði mamman jú jú hún lagði inn hjá stráknum svo hann gæti nú borgað fyrir hair make overið... Svo sagðist hann bara ætla að labba niður í Smáró þar sem Kriss og amma voru, jú ekkert smá duglegur í dag strákurinn.. Þegar ég svo sótti þau í Smáró þá var Oliver greyjið vel blautur og kaldur (enda skítkallt úti), en hann kom sem sagt rétt á eftir mér í Smáró. Honum var því bara boðið upp á eina með öllu til að koma smá hlýju í kroppinn og svo var miðstöðin sett á FULLT BLAST í bílnum. Við fórum svo smá rúnt áður en við drifum okkur bara heim í heiðardalinn. Þegar heim var komið fór Oliver að prjóna smá (eins gott að mamma er þolinmóð en hún kunni mun betur að aðstoða okkar mann með það þegar það varð lykkjufall)... Hann prjónaði nokkra garða (en hann er að prjóna bangsabuxur).. Svo var nú bara chill þangað til liðið sofnaði.
Vá ekki má gleyma að segja frá því að Kriss er orðin jafn hooktur á leikjalandi og bróðir sinn og hann hefur ekkert smá gaman af þessum leikjum (er alltaf að segja við Oliver við eigum bara að gera til skiptis) og er bara orðinn nokkuð fær í þessum bransa drengurinn, já litla barnið mitt er að FULLORÐNAST þó svo ég sé ekkert tilbúinn í þann pakka, hann er bara að fara að verða Unglingur og byrja í skóla!!!!!!!
Jæja best við segjum þetta bara gott í bili...
Kv. Berglind, Sjálfstæði Unglingurin og Unglinga vona bíið..

laugardagur, janúar 12, 2008

MONT MONT MONT....

Vú hú hvað var gaman hjá mér já MÉR í vinnunni í gær (föstudag), við erum að tala um að dagurinn endaði ÆÐISLEGA já ég í alvörunni ÆÐISLEGA. Mín já ég sjálf vann ferð til Barcelona, vá hvað er gaman að því, og það sem er mun skemmtilegra er að ég fer bara eftir nokkrar vikur eða í febrúar fer ég til Barcelona. Já ekki kvarta ég yfir því!!!! Þegar ég sá að ég hefði unnið ferð hringdi ég í mömmu og tilkynnti henni að ég væri að fara til Barcelona og spurði í leiðinni hvort hún gæti nú ekki alveg örugglega passað fyrir mig!! Jú jú auðvita ætlar mamma, Reynir og Kristín að redda þessu fyrir mig eins og ALLTAF. Kriss var með mömmu í bílnum þegar ég hringdi í hana svo hann sagði við mömmu "hvað ætlar hún þá að kaupa handa mér"???? Þau sóttu svo montrassinn mig í vinnuna við fórum svo og pikkuðum Oliver upp á leiðinni heim. Þegar Oliver var kominn í bílinn sagði ég Oliver tíðindinn og bætti svo við ég get þá bara keypt afmælisgjöfina þína í útlöndum, þá heyrðist í dýrinu "en ég, á ég ekki að fá pakka líka"???? Svo ég fór að spyrja Kriss sem fannst hann eitthvað útundan já hvað ætti ég að kaupa handa þér?? Jú honum vantaði nýja fótboltasokka svona eins og eitt par (hvíta sokka með rauðum röndum)... Og auðvita getur maður að sjálfsögðu reddað því enda ekki verið að fara fram á mikið... Við kláruðum svo þessa umræðu mjög fljótt.
Þegar heim var komið tók bara við matur, tölvuleikir á leikjaneti og svo að lokum lærdómur hjá Oliver. Þegar við vorum svo orðin 3 heima og komin í róleg heita fýlinginn þá fór nú óskir hans Kristofers svona aðeins að stækka, já við erum að tala um að hann á engan Ipod, heldur enga GSM síma (sagði halló þú færð bara svoleiðis græju í afmælisgjöf þegar þú verður 6 ára). Já svo þetta var heldur betur fljótt að breytast úr einu sokkapari í heilan Ipod...... :-))))))
Svo í dag erum við búin að láta okkur dreyma FEITT.... okkur langar sem sagt til útlanda í sumar en við sjáum bara hvað gerist í sumar, ætlum bara að hugsa það mál... Var að stríða Oliver sagði að við Kriss færum bara út í ágúst þar sem Kriss ætti afmæli þá og hann hefði aldrei t.d. farið til USA. Já gaman að búa með okkur!!!!!
En alla vegana er komin utanlandsferð fyrir mig þetta árið sem ég er ekkert smá ánægð og glöð með!!!!
Nú erum við bara í helgarfríi og ætlum að hafa það gott, strákarnir fóru með dósir/flöskur í morgun og náðu að safna sér fyrir DVD mynd svo það verður bíókvöld hjá okkur í dag.
Segjum þetta gott í bili....
Over and out.

föstudagur, janúar 11, 2008

Pósturinn að brillera, Jólapakkarnir LOKSINS komnir í hús.

Vú hú,
Já ég fékk heiðurinn af því að tapa GEÐHEILSUNNI einu sinni enn og fá aðeins FLEIRI GRÁHÁR allt get ég þakka þetta póstinum. Já þessir Hel..... bjánar, gleymdu pakkanum, fundu hann ekki og allt þar á milli og gott betur en það!!! Já við erum sem sagt að tala pum jólpakkann frá honum Bjarna H. En í gær þá annan daginn í röð hellt ég mér yfir yfirmann þjónustuvers og fór fram á það að pakkinn þeirra yrði sendur til mín í vinnuna og það var ekkert hægt að ræða það neitt sérstaklega við mig, pakkinn kæmi hingað og útrætt mál þar sem ég treysti þeim ekki til að keyra hann út að kvöldi til!!! Og jú jú ég fékk það í gegn og pakkinn kom í vinnuna til mín fyrir hádegi (vá trúið þið því)....
Svo ég var með jólapakka fram eftir í vinnunni svo í bílnum hjá mér. Fór nefnilega á fund eftir vinnu og fékk Oliver að fara til Kristínar og Kriss fór heim með ömmu. Það var því tóm gleði á bænum þegar ég loksins kom heim með jólapakkana. Annars mátti ég nú til með að stríða Oliver aðeins á leiðinni heim sagði við hann að pakkarnir yrðu ekkert opnir fyrr en bara á sunnudaginn, þá myndum við setja upp jólatréð aftur og fá svona jólastemmingu þegar þeir yrðu opnir, önnur hugmynd væri líka bara að geyma þá fram að næstu jólum þar sem jólapappírinn á þeim væri alveg heill. Oliver var ekki alveg ánægður með mömmu sína, var samt ekkert fúll eða þannig, var ekkert að mótmæla þessu, en sagði svo ertu kannski bara að djóka, ég neitaði því náttúrulega sagði að við yrðum að bíða þangað til á sunnudaginn og hann samþykkti það alveg, þá gat ég nú ekki annað en sprungið úr hlátri. Þá fattaði þessi elska að mamma hans var að djóka!!! Oliver ætlaði svo að vera geggjað fyndinn og reyna sama húmor við Kriss þegar við komum heim en NEI TAKK Kriss hlustaði ekkert á bróðir sinn og reif pakkann sinn upp.. Sagði svo hey nú vantar mig alveg nýja fótboltaskó, en Kriss fékk sem sagt Bayern Munchen galla, sokkahlífar, legghlífar, Bayern Munchen fótbolta og bakpoka. Hann var sko geggjað ánægður með þetta skal ég segja ykkur, svaf meiri segja í dressinu í nótt ægilegur montrass. Er sko ákveðinn í því að mæta í dressinu á næstu æfingu og taka dressið í bakpokanum. Unglingurinn var líka ROSALEGA ánægður með SINN PAKKA, fékk svona græju til að setja Ipodinn sinn og þá er þetta bara alvöru græjur. Hann fór í það strax að tengja þetta allt saman og hlusta og settu þeir bræður svo Lordi á fóninn og ROKKUÐU MEÐ. Hann var rosa ánægður með sitt. Það var því vel þess virði að bíða eftir pökkunum frá pabba.
Það var því tómgleði á heimilinu hjá okkur í gær.
Nú á svo að reyna að setja þá bakkabræður í klippingu í dag eða morgun, Oliver er orðin eins og LUKKUTRÖLL og það bara gengur ekki lengur, sagði við Oliver í gærkvöldi að við þyrftum eiginlega að taka af honum svona BEFORE and AFTER myndir.... hahahahahha
Segjum þetta gott af okkur í bili.
Over and out.

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Pósturinn ALVEG að GERA SIG .....

Well well well
Nú er sko ýmislegt búið að gerast síðan síðast. Halló... Jólin kláruðust og eru komin ofan í kassa hjá okkur, ekki að okkur þætti það skemmtilegt (hvorki að jólin væri búin eða setja dótið allt ofan í kass aftur, bæði jafn leiðinlegt).. Vorum öll stór fjölskyldan í mat hjá Ömmu á laugardaginn já tókum sem sagt forskot á þrettándann hjá henni, strákarnir fengu að skjóta upp einhverjum sprengjum og svona skemmtilegt ha. Sunnudagurinn fór í niður pökkun á jólaskrauti hjá okkur Kriss en Unglingurinn okkar hann fór í bíó með vinum sínum.
Svo byrjaði alvöru regla hjá okkur í gær mánudag, já já bara skóli og alvöru púl. En við höfum svo sem bara gott að vera aftur komin í okkar FÖSTU RÚTÍNU, að vísu hafa þeir bakkabræður átt rosalega erfitt með að vakna.
Já ekki má ég gleyma því að ég var boðin með honum Kriss mínum í 10 ára afmæli Arnarsmára sem sagt leikskólinn þeirra ömmu, Kriss og Tvíbbanna orðinn 10 ára. Var svaka fín veisla og söng meðal annars kórinn fyrir alla viðstadda en Okkar maður hann Kriss er í kórnum en í honum eru sem sagt öll ELSTU BÖRNIN (getið séð það á myndunum). En já ég bjó til nýtt albúm "þrettándinn og Arnarsmári 10 ára" getið líka bara klikkað á titilinn og þá farið þið beint inn á myndirnar (svona eins og seinast).
Í dag þriðjudag var svo Fótari hjá Kriss og Karate hjá Oliver. Allir biðu svo spenntir eftir pakkanum frá póstinum en já jólapakkinn þeirra átti að koma í dag (já loksins ekki nema 6 dagar síðan pakkinn barst til Íslands og ég bara búin að vera að röfla í þeim síðan). Ég sem sagt hringdi í póstinn í dag og fékk þær upplýsingar að pakkinn okkar yrði keyrður út í dag milli 17 og 22, þar sem strákarnir voru báðir að fara á æfingu fékk ég Reynsa til að vera heima frá klukkan 17 ef pósturinn skyldi koma á meðan en NOTE BENE pósturinn lét ekki sjá sig í dag frekar en fyrri daginn (við erum að tala um að á morgun þegar pakkinn væntanlega verður keyrður út er liðin vika já heilir 7 dagar síðan pakkinn kom til Íslands er það síðan eðlilegt að pósturinn geyma pakkana hjá sér í heila viku???? Shit hvað ég er búinn að hella mér yfir þá og vá hvað verður gaman hjá mér þegar ég HELLI mér eina ferðina enn yfir þá á morgun).... Ég er sko 100% viss um það að pósturinn er VERNDAÐUR VINNUSTAÐUR. Þoli ekki svona heimskt lið, ætli Ólafur geti ekki fengið vinnu hjá þeim (þarf nauðsynlega að losna við hann).....
En nóg af röfli stelpa. Reynsi kom heim frá USA í dag með þessa líka geggjuðu skó fyrir þá bakkabræður (já mín gat ekkert geymt að gefa þeim þá). Unglingurinn fékk geggjaða Iron Maiden skó (Vans), stubbur sem var nánast orðinn skólaus fékk eina svarta með gylltum hauskúpum og aðra svarta með rauðum/gulum eld á (Vans líka). Oliver var geggjað ánægður með sína skó og fór í þá strax. Stubbur minn fær ekki sína skó fyrr en í fyrramálið þegar hann vaknar, hann á pottþétt eftir að verða ánægður líka þar sem honum finnst allt með hauskúpum eða eld FLOTT núna, ætli það sé ALDURINN maður bara spyr sig????
Jæja segji þetta gott í bili.
Læt ykkur svo vita hvernig gengur með crazy peoplið hjá póstinum :-))))))))))
Kv. Þessi þolinmóða og synir hennar.

föstudagur, janúar 04, 2008

Það leið yfir Dúdda....

Oh boy,
Við erum að tala um að undanfarna daga hefur Kriss farið MJÖG SEINT að sofa að okkar mati, og ekki verið neitt mál fyrir hann að vaka sem er sko mjög ólíkt honum. Í gærkvöldi fór hann inn í rúm um 21 með Oliver og Oliver las fyrir hann, allt í góðu með það, en okkar maður vaknaði og ég er að tala um GLAÐVAKNAÐI klukkan 23:30 og var í stuði. Ég fór bara inn með hann sem varð til þess að hann sofnaði einhvern tímann aftur!! Það var því frekar MIKIÐ erfitt að vekja hann í morgun til að fara í leikskólann en ég þakka nú fyrir það að hann Kriss minn er ekki mjög morgunfúll tappi!!!
Við fórum sem sagt í leikskóla og vinnu í dag. Um klukkan 11 í morgun hringdi ég svo og greinilega vakti Oliver sem vildi nú ekki alveg kannast við það að hafa verið að vakna! En ég leyfði honum að njóta vafans og fór bara að vinna svo ákvað ég nú klukkan rúmlega 15 að hringja aftur í strákinn og heyra í honum hljóðið og jú jú hann svaraði eftir MARGAR MARGAR hringingar þar sem hann fann ekki símann og var að borða morgunmat sem ég hneykslaðist nú mikið á!!! En þá var málið að Unglingurinn SOFNAÐI aftur og var nýlega vaknaður!! Já sæll - eigum við að ræða það eitthvað!!!!!!! En þegar ég kom loksins heim rúmlega 18 þá var hann sko Unglingurinn orðinn ferkar mikið þreyttur aftur!! Eftir hvað spyr ég nú bara!!!
Við fengum strákana og Kristínu í heimsókn til okkar sem var mikið stuð og ég Kriss sýndi þeim hvað maður gerir á klósettinu þegar maður er að gera númer 2. Já okkar maður fer alltaf með bókasafnið og ekki fannst Jóni Agli það leiðinlegt þegar hann þurfti líka á klóið, fullt af skemmtilegum bókum á klóinu. Er það síðan eðlilegt að 5 ára Gutti sé með bókasafnið með sér á klóinu???? Ég bara spyr????
Svo þegar strákarnir fóru þá horfði Kriss á Simpsons og Næturvaktina (sem er í miklu uppáhaldi hjá honum þessa dagana hann missir ekki af þætti á kvöldin fyrir utan hann er búinn að horfa alla vegana einu sinni ef ekki tvisvar sinnum á alla þættina á DVD).. Er svo að segja mér góða slagara úr þættinum, eins horfði hann á 70 mínútur með Oliver um daginn og ég hélt að hann myndi pissa í sig á hlátri ekkert smá sem hann hló af þeirri vitleysu!!! Eftir herleg heitin í TV þá fór hann beint inn í rúm og sofnaði á mettíma, ég er að tala um að ég las 1 og hálfa blaðsíðu sem er náttúrulega bara ekki neitt... En núna sefur hann vonandi þangað til í fyrramálið. Unglinga veikin mín fær að vaka eitthvað aðeins lengur áður en hann fer inn... En það verður EKKI gaman hjá mér í fyrramálið að ræsa þá bakkabræður í skólann...
Segjum þetta gott í bili úr gervabælinu.
Kv. Ritarinn og co.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Allt að verða vitlaust...

Díses
Já árið byrjar greinilega vel hjá okkur, vorum húðlöt framan af í gær en skutluðum okkur nú svo á brennu enda ekkert annað hægt urðum að sjá fínu flugeldasýninguna hjá Skátunum. Höfðum það nú annars bara náðugt í gær. Nú þarf maður sko að byrja að kutta á vökutímann, við erum að tala um að það gekk frekar erfiðlega í gær, Kriss þurfti að tala út í eitt og Oliver var ekkert ÞREYTTUR. En þetta hófst á endanum, ég sofnaði samt held ég fyrst. Í morgun þá vaknaði ég líka LANG FYRST, Kriss fór á fætur í kringum 10:30 og Oliver rétt rúmlega 11. Við ákváðum svo að skella okkur í bæinn þar sem við Kriss náðum að stúta LYKLABORÐINU okkar í gær, og okkur nauðsynlega vantaði nýtt lyklaborð. Þetta verður greinilega svona ár eyðileggingar hvað okkar heimili varðar :-))))))))))))))))
En við sem sagt hentumst í bæinn redduðum nýju lyklaborði og Oliver fann sér þessa fínu United íþróttatösku (vantaði svo íþróttatösku fyrir allar æfingarnar sínar). Fórum svo í stóra verslunarferði í Svínið!!! Erum að tala um að það var ekki til neinn venjulegur matur á þessu heimili eins þurfti að versla inn fyrir nestið þar sem já skólinn byrjar á föstudaginn hjá honum Oliver okkar.
Vá hvað þetta er nú samt búið að vera notalegt frí. Við erum búin að vaka alla dagana fram eftir og sofa svo í orðsins fyllstu út.. Já meiri segja Kriss svaf eins og sveskja.... Bara búið að vera notalegt en eflaust á dagurinn á morgun eftir að vera ERFIÐUR... Já við Kriss þurfum að mæta fyrir allar aldir í vinnu/leikskóla!!! Oliver fær hins vegar að sofa einum degi lengur en við hin, en sem betur fer er stutt í helgina þannig við getum rétt okkur af. Erum að spá í að nota helgina kannski bara í bíóferð! Hvernig væri það!!! Jú og svo kubbana, eigum eftir að kubba smá ennþá, ætlum að klára það um helgina. Svo já það verður nóg að gera þessa helgina eins og alla hina dagana.
Nú svo er bara að telja niður í næsta frí hvenær ætli næsti rauði dagur sé. Oliver fer alla vegana í skólafrí í byrjun febrúar og svo eru páskarnar í mars. Já gaman að því.
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

þriðjudagur, janúar 01, 2008

Gleðilegt ár...

Gleðilegt ár, kæru lesendur...
Óskum ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
Settum LOKSINS inn nýjar myndir á myndasíðuna okkar, þær eru í albúminu "jól og áramót 2007" . Já nú er Oliver farin að taka myndir á FULLU... Gaman að því.
Getið líka klikkað á fyrirsögnina "gleðilegt ár" og þá komist þið beint inn í nýja albúmið okkar, algjör SNILLD prufið það!!!!!!!
Kv. Ritarinn og synir