sunnudagur, október 29, 2006

Við komin til Íslands

Well well well
Þá erum við stór fjölskyldan komin til Íslands. Komum á föstudaginn og mjög svo óvænt þá kom pabbi með okkur líka, en honum leist ekkert á allan farangurinn sem við vorum að taka með okkur til Íslands svo hann sá að það væri bara ódýrara að koma með okkur heldur en að borga yfirvigtina... Svo jú við komum öll..
Föstudagurinn var bara skemmtilegur strákarnir fengu báðir að fara með kökur í skólan eftir hádegi og Unglingurinn okkar fór í Frönsku próf fyrir hádegi og fékk að vita það að hann fékk 45 stig (sem sagt 7,5 á íslenskum mælikvarða) á prófinu stóð sig ekkert smá vel, enda kom kennarinn og talaði við mömmu í hádeginu bara til að segja henni hversu vel gefinn og rosalega duglegur hann Oliver okkar væri, hrósaði honum ekkert smá og sagði að við hefðum sko ekki þurft að hafa áhyggjur af stráknum okkar í 3.bekk þar sem byrjun lofaði svona góðu, hann var ALDREI lægstur í sínum bekk á prófunum, sem er náttúrulega bara frábær árangur þar sem hinir krakkarni eru öll fædd og uppalinn í Lúxemborg og eiga foreldar sem geta hjálpað þeim með námið en þetta segir Mömmu Montrass að strákurinn hennar hefur erft eitthvað frá henni... Kriss okkar var svo leystur út með fullt af teikningum en allir í hans skóla teiknuðu myndi svo hann ætti einhverjar minningar um þau... Oliver fékk hins vegar að fara með myndavél og taka myndir af krökkunum og kennararnum, en kennarinn mætti líka með myndavél og ætlar að senda Oliver myndirnar þegar hann verður búinn að framkalla... Bara gaman hjá þeim síðasta daginn...

Eftir skóla var bara farið heim slakað á (eða ekki) í smá tíma og svo var lagt af stað til Frankfurt. Strákarnir voru báðir góðir í vélinni á leiðinni út, að vísu fékk hann Oliver okkar svakalega í eyrun og var því ekki beint skemmtilegur það sem eftir lifði ferðarinnar en hann var nú svo heppinn að rellan var ekki full svo okkar maður gat farið aftast og lagt sig til að losna við eyrnaverkinn..... Svo lentum við hérna (að sjálfsögðu klukkutíma seinkun nema hvað) seint og þá var farið beint í ömmuhús með allan farangurinn og svo farið að sofa fljótlega eftir það.

Í gær laugardag þá fórum við snemma til Kristínar og Co. og kom þar stórfjölskyldan hennar Ömmu að hitta okkur, fengum okkur saman að borða og svona skemmtilegt.... Seint um síðir fórum við svo heim að leika við Reynsa meðan kellurnar fóru á Handverkssýninguna í Ráðhúsinu. Svo var bara róleg heit og slappað af, Kriss leið útaf í fanginu á ömmu meðan hún söng fyrir hann en Amma er að kenna Kriss okkar íslensk lög sem krakkarnir á skólanum eru að syngja.... Við Oliver hentumst hins vegar aðeins til Kristínar og pössuðum Tvíbbana í smá stund.

Í dag vöknuðum við aftur ELDSNEMMA og fórum í sund oh hvað það var nú bara GOTT. Fórum í heita pottinn, Oilver snillingur synti og fór í rennibrautina meðan kuldskræfurnar lágu í bleyti. Svo komu Kristín, Palli, Jón Egill og Tómas Ari áðan í mat til okkar fengum ekta íslenskan SVEITAMAT (umh bara gott)....

Svo er það bara skóli hjá okkur á morgun, þar sem Oliver okkar byrjar klukkan 08 sem er sko bara gott fyrir hann... En Kriss okkar fer ekki fyrr en klukkan 10 (enda fyrsti dagurinn í aðlögun hjá honum)....

Segjum þetta bara gott í bili...
Þangað til næst
Liðið á Íslandi í Ömmuhúsi

þriðjudagur, október 24, 2006

Enn BRILLERAR Oliver...

Vá best að monta sig EINA FERÐINA ENN.. Já hann Oliver sonur mömmu sinnar þessi elska kom heim með þýskuprófið í dag og nota bene okkar maður fékk 47 stig (eða 7,8 á íslenskum mælikvarða)... Þesi elska er sko ekki að klikka á hlutunum og svo fékk hann 51 stig á Stærðfræðiprófinu (eða 8,5) mamma hans var ekkert í skýjunum með það en þegar hún sá að það voru BARA 3 villur þá fannst henni þetta nú helst til mikill frádráttur fyrir fáar villur, og takið eftir þetta voru allt fljótfærnis villur!!! En auðvita erum við ALLTAF stolt af honum Oliver okkar vitum hvað hann getur, drengurinn er greinilega rosalega vel gefin enda ÉG mamma hans!!! ha ha ha. En þetta eru líklegast síðustu prófin hans hérna (eða hvað veit maður svo sem það hafa ýmist verið 1 eða 2 próf í viku svo við sjáum til kanski tekur hann eitt próf enn)... Nú þurfum við bara að finna aðferð til að viðhalda Þýskunni hans á Íslandi.. Finnum pottþétt eitthvað út úr því...

Annars erum við sko bara BÚIN að pakka eigum að vísu eftir að pakka ÖLLUM fötunum okkar ofan í ferðatösku, en allt annað er komið í kassa sem fer heim. Svo við höfum verið dugleg í þeim pakkanum, eigum bara eftir að þrífa húsið svo það sé sómasamlegt þegar við förum héðan. Svo náttúrulega alla pappírsvinnuna bara gaman... En við höfum svo sem nokkra daga í þetta svo ég er alveg pollróleg.

Nú eru bara örfáir skóladagar eftir og krakkarnir í Olivers bekk vita núna að hann er á leiðinni heim. Ætlum að athuga hvort hann megi ekki koma með köku síðasta daginn í skólan, hafa smá gaman. En krakkarnir hérna eru svo að fara í vikufrí, ekki Oliver NEI hann byrjar bara beint í skólanum á mánudeginum, ekkert frí á okkar bæ. Eins vita krakkarnir í KÓSK að hann er á leiðinni heim, bíða spennt eftir honum, við búin að fá stundatöfluna hans og hvað á að versla fyrir skólan. Allt að verða klappað og klárt.

Já það er sem sagt ekkert neitt svakalega spennandi að gerast hjá okkur, vildi bara MONTA MIG svona eins og áður.. Láta ykkur þarna úti vita að hann Oliver er sonur MINN það fer ekkert á milli mála, þó fólk geti alveg efað það þegar það sér okkur hlið við hlið!!!!

Jæja segjum þetta gott í bili...
Hlökkum til að sjá ykkur öll..
Kv. Berglind Montrassgat og Co.

sunnudagur, október 22, 2006

Síðasta helgin í Lúx búinn

Well well well
Þá er nú heldur betur farið að styttast í heimferð hjá okkur og ég held án alls gríns að við séum öll SVAKA SPENNT enda fullt nýtt að fara að gerast í okkar lífi.. Við að fara að flytja AFTUR til Íslands (vonandi í síðasta skipti millilandaflutningar hjá okkur) og allir að fara að gera eitthvað nýtt, Oliver í KÓSK að vísu í sama gamla bekkinn en að læra fullt nýtt, Kriss að fara í Ömmu skóla og kynnast nýjum krökkum og Ég að fara í nýja vinnu, kynnast nýju fólki og læra fullt fullt nýtt. Bara gaman að takast á við ný verkefni, ekki satt???

Annars erum við ALVEG að verða búin að PAKKA (vá pínu lítið eftir) ég sem hélt að þetta myndi ALDREI taka enda (var alveg hætt að lítast á þetta var sem þetta drasl okkar myndi vaxa ekki minnka)... En já þetta er að verða búið á bara pínu lítið eftir í eldhúsinu og svo Legóbíl frá Oliver þá er það BÚIÐ... Jú hú vá hvað það er gott..

Vá svo átti að gera svo mikið um helgina, í gær var RIGNING og þar af leiðandi ekki hægt að fara í Tívóli svo við Oliver fórum LOKSINS að skila Legóbílnum hans (vantaði kubba í hann) og hann fékk sér voða flottan og fínan Technic Traktor og þeir feðgar kubbuðu hann meðan við Kriss fórum að chilla en hann fór með mömmu sinn í smá bíltúr og græddi á því einn bíl. Svo var bara chill á okkur í gær í rigningunni að sjálfsögðu fór karlinn að vinna en Oliver hafði bíókvöld horfði á Nanny MacPhee í TVinu í gær.

Í dag átti svo að gera aðra tilraun við Tívolíið en vitir menn karlinn þurfti að vinna í nánst allan dag en við náðum samt smá bíltúr til Frakklands áður en hann fór að vinna svo við ákváðum að þeir fengu svo lítið út úr Tívolínu að sleppa því og fara frekar með þá eða alla vegana Oliver í bíó í vikunni... Höfðum það bara gott eftir bíltúrinn og náðum að fara í gegnum dótið út í garði og flokka það og pakka því niður. Elduðum svo fínan mat og fengum okkur gott að borða öll saman og svo var það bara bað og bælið fyrir Stubb. Oliver fór hins vegar í bað og er að horfa á TV núna með karlinum pabba sínum. Svo er bara að sjá hvenær karlarnir hafa tíma fyrir bíó og klippingu í vikunni. Því miður er engin teiknimynd í gangi svo við Kriss horfum bara á bíó í TV meðan karlarnir fara á alvöru bíó en þeir eru með tvær myndir í huga "Talladega...." eða "Nacho Libre". En þetta eru því miður ekki myndir fyrir okkur Stubb...
En nú er sko rosalega stutt í það að við fáum að hitta ykkur öll á Íslandinu góða, hlökkum rosa mikið til... Enn þá meira til jólanna vitandi það að við verðum í Ömmuhúsi með familíunni á jólunum.

Jæja segjum þetta gott í bili.
Sjáumst eftir nokkra.
Berglind and the boys.

þriðjudagur, október 17, 2006

10 dagar í Ísland...

Hellú
Já þá er nú heldur betur farið að styttast í Íslandsferðina hjá okkur,vá hvað tíminn líður hratt. Maður er bara á kafi í pappakössum búið að ganga ótrúlega vel samt!!! Núna er ég búin að klára Kristofers herbergi líka og næstum búin með borðstofuna. Svo það er ekki mikið eftir, jú eldhúsið, smá í sjónvarpsherberginu, smá í borðstofunni og smá í svefnherberginu okkar... Vá þetta tekur engan tíma, ætla samt að vera búin að gera allt nokkrum dögum áður en ég fer svo ég fái nú smá FRÍ áður en ég fer heim...

Svo erum við búin að ákveða að daginn eftir að við lendum þá byrjum við í sundi, já fara í heita pottinn ótrúlegt hvað maður saknar þess alltaf. Kemur svo bara í ljós hvað við gerum þegar líða tekur á daginn, það verður nú eflaust einhver familíu hittingur. Bara gaman, svo byrjar ballið á mánudeginum Oliver fer í skólan, Kriss fer í leikskólan og ég að hlaupa á milli stofnanna að henda inn pappírum til að koma okkur inn í íslenska kerfið aftur. Verður sko alveg nóg að gera.

Annars ætluðum við sko að gera fullt síðustu helgi, fara á Krossaran en þá var brautin lokuð, ákváðum svo að hendast í Dýragarðinn en vitir menn hann var líka LOKAÐUR og opnar ekki aftur fyrr en næsta sumar. Þetta endaði því bara sem bíltúr til Trier, ekkert merkilegra en það. En næstu helgi ætlum við að reyna að komast annað hvort í Tívolí eða Circus sjáum hvort verður ofan á... En við ætlum að reyna að gera eitthvað svona skemmtilegt áður en við förum heim.

Annars er mest lítið að frétta Oliver fór með Kriss okkar bæði á laugar- og sunnudeginum á róló að leika bara gaman hjá þeim. Oliver svaka duglegur að nenna með Stubbinn okkar út.

Nú erum við bara farin að telja niður í Íslandsferðina og Jólin, vitið þið hvað það er stutt í þau. Við alveg elskum jólin..

Jæja dúllurnar mínar segjum þetta gott í bili... Ætla að henda í pappakassa meðan strákarnir eru svona góðir.
Segjum þetta gott í bili.

Over and out
Berglind

laugardagur, október 14, 2006

Jæja komin helgi og ekki nema 13 dagar í Ísland

Well well well,
Þá er komin helgi hjá okkur, búið að vera brjálað að gera vá ég hefði bara ekki trúað því... En það er náttúrulega bara alltaf sama rútínan, skóli með tilbehöri. Jú svo er ég búin að vera að pakka á fullu, eða já svona eftir NENNU... Það er alveg nóg eftir enn... En ég er að vinna í þessu og það skiptir sko miklu meira máli en eitthvað annað.

Svo var dagurin í gær bara skemmtilegur eða þannig, það var skóli bæði fyrir og eftir hádegi og allt í góðu með það. Þegar við vorum að labba heim úr skólanum, þá var Kriss eitthvað svona já "boring" var ekki eins og venjulega (venjulega hleypur hann alla leiðina heim uppfullur af lífi og fjöri) nei í gær var það öðruvísi. Við vorum svo varla kominn inn þegar BALLIÐ BYRJAÐI, vá hann byrjaði að gráta og grét og grét og grét (endalaust mikið og hátt) svo rakst Oliver í hann og ekki var það til að bæta ástandið NEI sko ALLS EKKI. En hann kvartaði bara undan hausverk, mátti ekkert koma við hann og hann vildi fá að stjórna sínu stellingum. Ma mátti svo á endanum láta ískaldan þvottapoka á ennið á honum (sem betur fer). Á endanum hringdi svo Ma í Pa og bað hann að hendast í apótekið eftir verkjalyfum því þetta var bara ekki hægt. En Pa ákvað að koma bara heim úr vinnuni og hendast með Kriss til Doksa (þar sem hann Kriss okkar er búinn að fá frekar oft upp á síðkastið höfuðverk og kvarta undan því en samt ALDREI neitt í líkingu við það sem var í gangi hérna í gær). Svo við drifum okkur til Doksa og komumst mjög fljótt þar að sem betur fer, en þá var Kriss náttúrulega bara orðinn HRESS var bara eins og hann væri með MÓÐURSJÚKA mömmu. En hann var skoðaður hátt og lágt... Fengum að vita að hann er með stíflað nef (vissum það svo sem alveg fyrir) og Doksinn spurði út í það hvort það væri mikið um höfuðverk í familíunni (og þá gátum við víst ekki neitað því) þá sagði hún að kanski væri hann bara með Mígreni (en mamma hans hélt nú ekki mér finnst frekar mikið ótrúlegt að svona ungbörn skynji höfuðverk hvað þá fái mígreni) en Doksi sagði að það væri nú alveg verið að greina yngri börn með þennan VIBBA.... En engu að síður fórum við út með lyfseðil upp á "sprey" í nefið og "sýróp" já verkjalyfið sem hann fékk var sýróp með svaka góðu bragði. En við eigum ekki að gefa honum sýrópið nema hann sé mjög slæmur... En samt sniðugt að gefa börnunum svona sýróp í stað þess að hrúga alltaf í þau töflum. En já ég var ekkert hrifin af því að fá sýróp fyrst (las mér svo til að það er algjörlega sykurlaust) svo ég varð sátt.... Nú er bara úðað vinstri/hægri í nefið á Kriss... En Doksinn hélt að höfuðverkurinn hefði kanski orðið svona rosalega slæmur þar sem hann væri kvefaður með stíflað nef.

Í dag er okkar maður bara hress og kátur... Oliver er bara alltaf eins með UNGLINGAVEIKINA á mjög svo háu stigi... Bara gaman.. Hann fer að verða jafnstór og ég (svo er ég bara 20M ára og svo ungleg að bráðum fer fólk að halda að hann sé pabbi minn) ha ha ha ha ha ha ha..

Jæja segjum þetta gott í dag... Endum þetta á því að óska henni Ágústu Eir til hamingju með afmælið á morgun (en skvísan er að verða 9 ára á morgun en með veislu í dag, vonum að hún verði svaka ángæð með innihaldið í pakkanum sínum)....

Over and Out.
Berglind and the boys.

miðvikudagur, október 11, 2006

Eitt herbergi búið og 16 dagar í Íslands....

Well well well,
Þá er ég LOKSINS búinn að klára eitt herbergi alveg í húsinu, já maður má nú til með að monta sig af því... Jú er búinn með háaloftið/geymsluna líka. En núna er svo að segja allt tómt inni hjá Oliver, hann heldur TVinu, DVD spilaranum, PS2, rúminu, skrifborðinu, fataskápnum og kommóðunni annað er komið í KASSA... Ég hélt ég myndi nú ekki meika þetta í dag, þar sem ég var þreytt og löt í morgun og leyfði mér að leggja mig (enda skvísan orðin 20M ára) svo þegar ég mætti að sækja Kriss minn þá var mér tilkynnt það að hann væri orðinn VEIKUR... Já þessi elska er búinn að vera HORAÐUR en þeim fannst hann vera eitthvað sljór í morgun en ekkert alvarlegt svo byrjaði hann að hósta svo mikið hjá þeim en þeim fannst það nú í lagi, en eftir útiveruna þá var drengurinn orðinn SJÓÐHEITUR, en þær ákváðu að leyfa honum að klára daginn fram að hádegismat (en það var svo stutt í það) svo við Kriss löbbuðum heim (já ég fór labbandi að sækja hann) heim í kuldanum og okkar maður skreið undir sæng og liggur fyrir framan TVið. Mamma hans var löt með honum fyrst en ákvað svo að sparka sér af stað og í gírinn... Þýðir ekkert annað því það telur víst hratt niður núna..

En hann Kriss minn er ekkert eins og hann sé veikur, hóstar smá (ekkert til að tala um þegar við erum að ræða um Íslending á annað borð) og HORAÐUR. Svo hann fer pottþétt í skólan aftur á morgun, mæli hann bara í kvöld áður en hann fer að sofa. Eflaust er þetta bara út af miklum hitabreytingum, ískalt á morgnana (með miklum raka) og svo hitnar hratt þegar þetta Gula sýnir sig.

Oliver er bara alltaf eins kominn með UNGLINGAVEIKINA á mjög hátt stig enda búinn að vera með veikina núna í 6 ár. En er alltaf jafn duglegur í skólanum og nennir sko alveg að hjálpa mömmu sinni að pakka niður fyrir Íslandsferðina enda er hann jafn spenntur fyrir þessu og Mamma gamla og Kriss.

Annars er svo sem ekkert nýtt og spennandi að gerast bara PAKKÍ PAKKÍ PAKK og VERSLÍ VERSLÍ VERSL. Bara gaman að vera til.

Endum þetta á því að óska henni Þórhildi til hamingju með daginn, verst að við missum af svaka tertupartýi hjá henni í dag...

Kv. Berglind "Pakk", Oliver "Unglingur" og Kriss "Veiki"

mánudagur, október 09, 2006

Oliver ALLTAF sami SNILLINGURINN.....

Hellú,
Já þá get ég eina ferðina enn MOTNAÐ mig af honum syni mínum, jú í dag fékk hann Frönsku prófið með sér heim og Snillingurinn minn var ekkert að láta Frönsku slá sig út af laginu NEI HEY okkar maður fékk 42 stig á prófinu (sem sagt 7,0 á íslenskum mælikvarða). Og mér þótti þetta nú alls ekki leiðinleg AFMÆLISGJÖF... Var náttúrulega rígmontinn eins og alltaf !!! Svo stóð hann sig líka svo rosalega vel í Orkuátakinu (já áttum aukabók svo drengurinn var settur í átak) að hann fékk að velja sér verðlaun og jú jú hann ætlar að velja sér LORDI geisladisk... Enda á hann það sko alveg skilið... Búinn að standa sig rosalega vel á þeim prófum sem hann hefur tekið núna í skólanum fyrir utan náttúrulega Orkuátakið...
Annars þá er búið að vera bara rólegt hjá okkur undanfarna daga, við Oliver horfðum saman á Bleika Pardusinn (með Steve Martin) og mæli ég sko með henni fyrir þá sem ekki hafa séð hana, Oliver drapst næstum úr hlátri yfir myndinn.

Og í dag hafa þeir bræður verið mjög svo duglegir við það að föndra handa mömmu sinni afmælisgjafir, Oliver skar broskarla út í spýtur, gerði eitt skúlptúr, og skrifaði "mamma sæta" á eina spýtu. Kriss okkar gerði svaka fín listaverk handa mömmu sinni í skólanum og kom með þau heim handa henni.. Ekki amalegt að eiga svona góða stráka að.

Annars er svona mest lítið annað að gerast hjá okkur, bara pakkí pakk og venjuleg rútína. Orðið frekar mikið kalt hérna á morgnanna en hitnar sem betur fer þegar líða tekur á daginn og þetta GULA sem ég sakna sko mikið er farið að sýna sig.

Jú ekki nema hvað 18 dagar í HEIMFERÐ og okkur farið að hlakka geggjað mikið til, og ekki nema 23 dagar í nýju vinnuna mína. Vá þetta verður bara snilld og gaman fyrir okkur að komast aftur heim á klakann.

Endum þetta á afmæliskveðjum, í gær 8.okt var hann Matthías Nökkvi 2 ára, í dag á ég sjálf afmæli er 20M ára í dag(alltaf stór afmæli hjá minni), á morgun 10.okt á hún Gulla sæta pæja afmæli og 11.okt á hún Þórhildur vinkona okkar afmæli. Óskum þeim öllum til hamingju með daginn, verst við komumst ekki í afmæli á þessu ári en við bættum það bara upp á næsta ári og borðum þá TVÖFALDAN SKAMMT.

Over and Out.
Berglind afmælisstelpa og Karlarnir hennar.

fimmtudagur, október 05, 2006

Oliver Snillingur....

Jæja þá LOKSINS fékk Snillingurinn okkar stærðfræðiprófið sitt heim já síðan í síðustu viku og vitir menn, konur og börn hann Oliver okkar fékk hvorki meira en 55 stig (eða 9,2 á Íslenskum mælikvarða) sem er sko bara ekkert smá FLOTT... Að vísu var ég frekar svona fúl þar sem hann fékk 1 villu fyrir stafsetningu (rétt reiknað dæmi) svo var annað aulaskapur hann reiknar dæmið út rétt og allt saman en gleymir að skrifa niðurstöðurnar á línuna sem þýðir VITLAUST (ekki einu sinni hálfur hvað þá meira) svo var eitt bara klaufavilla... Svo mér fannst hann fá frekar mikið dregið af sér fyrir eitthvað sem var rétt.. En engu að síður eru við sko bara SÁTT við þessa niðurstöðu og strákurinn búinn að fá mikið hrós. Verð nú að segja ykkur það var sagt HÁTT og SKÝRT yfir allan bekkinn hvað einkunn hver nemandi fékk.. Æji mér finnst þetta leiðinlegt fyrir þá sem illa gengur. Finnst þetta svolítið ljótt.

Svo var annað stærðfræðipróf í morgun (hann fær þá kanski að vita úr því í næstu viku) svo á morgun (föstudag) er Frönsku próf. Já BALLIÐ greinilega byrjað. Ekkert verið að taka því rólega NEI NEI bara FULL FERÐ.

Annars er nú bara búið að vera mest lítið að gerast hjá okkur. Bara kalt á morgnana og kalt á daginn og kvöldin.. Komið HAUST veður að mínu mati. En það er líka bara allt í lagi kominn Október og svona. Í dag átti svo bekkjarsystir hans Olivers afmæli og jú jú skvísan mætti með köku handa öllum og Oliver var svo góður að hann fékk sneið með heim handa bróðir sínum. Ekki amalegt það :-) Annars er bara búið að vera letilíf hjá okkur, við höfum svo sem alveg nóg að gera erum bara að fara að finna tíman í þetta allt saman, en við höfum engar áhyggjur þetta gengur allt upp hjá okkur!!!!!! Við getum gert það sem við viljum gera, heyr heyr!!!!!
Over and Out.
Mamma Mont og Strákarnir

þriðjudagur, október 03, 2006

Oliver Duglegur eins og ALLTAF!!!! Kriss alltaf jafn fyndinn :-))))

Góða kvöldið
Þá er ég búin að ná af mér Sólheimabrosinu... Í dag eftir skóla var ég boðuð á foreldrafund hjá Oliver og að sjálfsögðu fór Mamma MONT að heyra hvað nýji kennarinn hefði um hann Oliver minn að segja... Karlinn svakalega elskulegur og góður maður, spurði mig svo hvort hann Oliver væri virkilega bara búinn að búa rúmt ár í Lúxemborg. Jú jú það passaði en þá fór hann að segja mér hversu svakalega klár og vel gefinn hann Oliver minn væri (vá ég veit hann er ekki sonur minn fyrir ekki neitt og ég veit hann getur allt sem hann vill gera, já hefur það frá Mömmu MONT) en alla vegana þá sagði hann að Oliver væri alveg fluent í Lúxemborgísku og stæði mjög vel í Þýsku en það væri ekki kominn nein reynsla á frönskuna hjá honum og að sjálfsögðu stæði hann sig rosalega vel í Stærðfræðinni.. Já það þarf ekki mikið til að GLEÐJA MIG en ég rölti heim með RISA BROS á vör í rigningunni. Sagði líka að oft væri það að börn sem væru ekki allan fyrsta bekk eða færu ekki í fyrsta bekk væru svolítið eftir á hvað þýskuna varðar en NEI það var sko ekki að trufla hann Oliver minn.. NEI hann STENDUR SIG ALLTAF EINS OG HETJA.. Ég var alla vegana ríg montinn með hann son minn...
Kriss okkar er náttúrulega bara fyndinn, hann er í því þessa dagana að syngja TRALLA LA LA LA TRALLA LA LA LA hástöfum (alveg ærandi hátt) segir svo þegar við Oliver biðjum hann að lækka í sér að svona syngi kennarinn hans... Og þá bara gerir hann það líka, eða hvað??? Svo sagði hann í dag "mamma kennarinn sagði eitthvað við mig" svo ég sagði já nú hvað "bara eitthvað" sem segir mér að hann skyldi hana ekki sem mér fannst bara fyndið. Svo sagði hann kennarinn sagði líka eitthvað við Victor "nú hvað" "bara eitthvað" (hann varð sko alvöru pirraður að ég væri alltaf að spyrja hvað kennarinn væri að segja).. En hann tekur samt þátt í öllum leikjum í skólanum og finnst rosalega gaman þar. Hann lærir tungumálið bara seinna það kemur allt saman. Höfum engar áhyggjur af því!!!!
En annars þá var ekki þoka í morgun hjá okkur nei við fengum rigningarúða í morgun og svo þegar líða tók á daginn kom RIGNING DAUÐANS skemmtilegt ha... Svo finnst mér byrjað að kólna svona helst til mikið hérna á kvöldin, ekki fyrir KULDASKRÆFUNA MIG.
Annars erum við enn að bíða eftir stærðfræðiprófinu hans Olivers skiljum ekkert hvað er að gerast með það. Ég var svo MONTINN og ÁNÆGÐ með son minn að ég gleymdi alveg að spyrja um prófið þegar ég var í foreldraviðtalinu. Já MONTRASSINN ÉG, ekta ég að gleyma bara öllu fyrir MONTIÐ...
Að öðru leyti hefur bara bæði dagurinn í dag og helgin verði öll hin rólegast. Oliver fékk Dylan og Jason í heimsókn á laugardaginn og fóru þeir út um leið og sáust ekki heima fyrr en í kringum kvöldmatarleytið. Við hin vorum hins vegar bara í afslöppun... Í gær sunnudag fóru Pabbi og Kriss í bíltúr meðan Oliver og Mamm fór saman í skógarferð, já Oliver var að finna efnivið í afmælisgjöf handa mömmu sinni, en hann ætlar að föndra eitthvað og vantaði efni. Svo já það mætti segja að hér sé bara allt í róleg heitunum..
Segjum þetta gott í bili dúllurnar mínar.
Biðjum bara að heilsa ykkur þangað til næst
Kv. Berglind