Við komin til Íslands
Þá erum við stór fjölskyldan komin til Íslands. Komum á föstudaginn og mjög svo óvænt þá kom pabbi með okkur líka, en honum leist ekkert á allan farangurinn sem við vorum að taka með okkur til Íslands svo hann sá að það væri bara ódýrara að koma með okkur heldur en að borga yfirvigtina... Svo jú við komum öll..
Föstudagurinn var bara skemmtilegur strákarnir fengu báðir að fara með kökur í skólan eftir hádegi og Unglingurinn okkar fór í Frönsku próf fyrir hádegi og fékk að vita það að hann fékk 45 stig (sem sagt 7,5 á íslenskum mælikvarða) á prófinu stóð sig ekkert smá vel, enda kom kennarinn og talaði við mömmu í hádeginu bara til að segja henni hversu vel gefinn og rosalega duglegur hann Oliver okkar væri, hrósaði honum ekkert smá og sagði að við hefðum sko ekki þurft að hafa áhyggjur af stráknum okkar í 3.bekk þar sem byrjun lofaði svona góðu, hann var ALDREI lægstur í sínum bekk á prófunum, sem er náttúrulega bara frábær árangur þar sem hinir krakkarni eru öll fædd og uppalinn í Lúxemborg og eiga foreldar sem geta hjálpað þeim með námið en þetta segir Mömmu Montrass að strákurinn hennar hefur erft eitthvað frá henni... Kriss okkar var svo leystur út með fullt af teikningum en allir í hans skóla teiknuðu myndi svo hann ætti einhverjar minningar um þau... Oliver fékk hins vegar að fara með myndavél og taka myndir af krökkunum og kennararnum, en kennarinn mætti líka með myndavél og ætlar að senda Oliver myndirnar þegar hann verður búinn að framkalla... Bara gaman hjá þeim síðasta daginn...
Eftir skóla var bara farið heim slakað á (eða ekki) í smá tíma og svo var lagt af stað til Frankfurt. Strákarnir voru báðir góðir í vélinni á leiðinni út, að vísu fékk hann Oliver okkar svakalega í eyrun og var því ekki beint skemmtilegur það sem eftir lifði ferðarinnar en hann var nú svo heppinn að rellan var ekki full svo okkar maður gat farið aftast og lagt sig til að losna við eyrnaverkinn..... Svo lentum við hérna (að sjálfsögðu klukkutíma seinkun nema hvað) seint og þá var farið beint í ömmuhús með allan farangurinn og svo farið að sofa fljótlega eftir það.
Í gær laugardag þá fórum við snemma til Kristínar og Co. og kom þar stórfjölskyldan hennar Ömmu að hitta okkur, fengum okkur saman að borða og svona skemmtilegt.... Seint um síðir fórum við svo heim að leika við Reynsa meðan kellurnar fóru á Handverkssýninguna í Ráðhúsinu. Svo var bara róleg heit og slappað af, Kriss leið útaf í fanginu á ömmu meðan hún söng fyrir hann en Amma er að kenna Kriss okkar íslensk lög sem krakkarnir á skólanum eru að syngja.... Við Oliver hentumst hins vegar aðeins til Kristínar og pössuðum Tvíbbana í smá stund.
Í dag vöknuðum við aftur ELDSNEMMA og fórum í sund oh hvað það var nú bara GOTT. Fórum í heita pottinn, Oilver snillingur synti og fór í rennibrautina meðan kuldskræfurnar lágu í bleyti. Svo komu Kristín, Palli, Jón Egill og Tómas Ari áðan í mat til okkar fengum ekta íslenskan SVEITAMAT (umh bara gott)....
Svo er það bara skóli hjá okkur á morgun, þar sem Oliver okkar byrjar klukkan 08 sem er sko bara gott fyrir hann... En Kriss okkar fer ekki fyrr en klukkan 10 (enda fyrsti dagurinn í aðlögun hjá honum)....
Segjum þetta bara gott í bili...
Þangað til næst
Liðið á Íslandi í Ömmuhúsi