föstudagur, september 29, 2006

Við ennþá LIFANDI....

Well þá loksins sest ég til að Blogga smá. Er búinn að vera að bíða eftir að Oliver fái stærðfræðiprófið tilbaka en það er eitthvað ekki að gerast svo ég pikka bara smá núna. Þeir bræður eru búnir að standa sig rosalega vel í því að vakna (þarf ekki nema ýta einu sinni við Oliver og svo kalla á hann og þá fer hann fram úr, það eru sko miklar framfarir) og Kriss okkar kemur bara niður sjálfur eða vekur mömmu sína þegar hann vaknar (vaknaði 05:46 í morgun svo Ma sagði honum bara að koma upp í til sín að kúra þangað til vekjaraklukkan myndi hringja sem hann og gerði sem betur fer)... Og okkur hefur bara gengið rosalega vel að vera bara ein í húsinu, bíllaus já hver hefði trúað því. Við höfum labbað í skólan og það hafa bara ALLIR GOTT af því skal ég segja ykkur, jafnvel þó svo það sé KALT hérna á morgnana núna ég er að tala um ALVÖRU KALT, Kriss hefur farið í úlpu í skólan og Oliver á hettupeysu. En alla vikuna er búin að vera ROSA ÞYKK ÞOKA þegar við förum út svo þegar líða tekur á daginn fer þokan og sólin fær að skína og hlýja okkur. Þurfum sem sagt ekki úlpu eftir hádegið þá bara farið á peysunni í skólan. Þeir báðir búnir að vera svaka duglegir í skólanum og þeir báðir ánægðir með LANGA DAGA, Kriss finnst svaka sport að fara 2 sinnum í skólan og Oliver veit að þegar það er langur dagur er lítið sem ekkert heimanám, já hann er með mjög svo sanngjarnan kennara núna. En það sem er náttúrulega mesta böggið núna það er þessi DJÖ blekpenni sem hann þarf að nota í allt (að vísu má hann skrifa með blýant inn í kennslubækurnar sjálfar) en mér finnst þetta bara RUGL að þau séu látinn nota blekpenna í stærðfræði þætti þetta allt í lagi í skriftartímum (þó svo hann sé nú ekki í svoleiðis) en ég er alls ekki sátt við þetta RUGL.. Svo er hann alltaf útataður í BLEKI ef hann skiptir um blek í pennanum.. Þetta er bara SUBBULEGT og EKKERT ANNAÐ... En auðvita hefur hann samt sem áður gott af því að læra að nota svona penna og jú jú hann passar betur upp á villurnar þegar hann er að skrifa (flýtir sér ekki eins mikið) en fyrirgefið mér finnst GALLARNIR við þennan penna bara mun meiri en kostirnir.
Nóg um þennan penna.
Í morgun fór Oliver í þrekpróf í leikfimi (já hvernig finnst ykkur það 8 ára í þrekpróf) en hann varð að standast prófið til að geta verið í leikfimi í 3. bekk (það er ekki eitt það er bara allt) en já þau sem sagt náðu því öll bekkurinn (en ein fékk að vita það að hún hefði bara rétt slefað prófið og þyrfti að bæta sig og heyrði allur bekkurinn þegar hún fékk ræðuna, smekklegt ha).. En mér finnst þeir hérna í Lúx ekki alltaf passa upp á hvað er sagt við börnin í návist hinna. Eins og þegar það er lesið upp yfir allan bekkin hvað hver og einn fékk eftir prófin (vá við þurfum ekki að hafa áhyggjur af okkar SNILLING en ef hann væri ekki að standa sig svona vel væri ég alls ekki sátt og myndi ræða við kennaran). Finnst þetta niðurlægandi fyrir krakkana og þetta brýtur þau bara niður!!! Heyr heyr... En sem betur fer er hann Oliver minn "Snillingur" svo þetta hefur ekki leiðinleg áhrif á hann. En maður á náttúrulega líka að hugsa um hina sem gengur ekki eins vel. Held án gríns að það hafi meira áhrif á okkur Oliver þegar við sjáum að einhver þarf að sitja bekkinn aftur heldur en krakkana sjálfa (það er ein að sitja aftur 1.bekk, ein aftur 2.bekk og svo framvegis).. Held það hljóti að vera LEIÐINLEGT að sitja sama bekkinn tvisvar.
Nóg um skólan :-))))))))))))))) Fullt af kostum hér líka.
Nú eru þeir bræður búnir að vera að föndra gjöf handa pabba sínum í skólanum, held það sé svona pabbadagur "feðradagur" um helgina. Skil ekki af hverju það er ekki Mæðrardagur einu sinni í mánuði (já mér þætti það sanngjarnt), finnst svo leiðinlegt þegar karlinn fær pakka og ekki ég..
Vikan er bara búinn að fara í skóla, lærdóm, þreytu og hreyfingu, bara gott fyrir alla og gaman.
Ætla að hætta þessu RUGLI núna og vona að Oliver komi með prófið heima á eftir.
En nota bene Oliver lærði ekki neitt undir prófið svo það verður gaman að sjá hvernig það gekk. Hann sagðist nefnilega kunna þetta allt saman "SVO KLÁR ÞESSI ELSKA" og svo fékk hann heiðurinn að fara með 1-10 sinnum töflurnar fyrir mömmu sína og auðvita gat hann það eins og allt annað. Hann er ekki sonur mömmu sinnar fyrir ekki neitt. Hlakka sko til þegar þeir verða báðir komnir í skóla og fara báðir að koma heim með svona frábæran árangur. Enda báðir SYNIR MÍNIR... ha ha ha ha ha ha Fengu því miður ekki útlitið frá mér en bara gáfurnar í staðinn...
Jæja er hætt í bili.
Over and out
Berglind..

þriðjudagur, september 26, 2006

Fagur fiskur í sjó

Fagur, fagur fiskur í sjó,
með rauða kúlu á maganum,
brettist upp á halanum.
Vanda, branda,
gættu þinna handa
vingur, slingur,
vara þína fingur.
Nú skal högg
á (litla lófann) hendi detta.........

Og hafðu nú þetta !!!!!!!!!!!

Var næstum búin að gleyma þessu... Já svona er maður orðinn "gamall" UNGUR... Bara hafa það á hreinu.
Annars er mest lítið að gerast hérna í Lúx bara allt við það sama, karlinn farinn að vinna í Frankfurt og verður þar alla virka daga, við hin njótum þess bara og SLÖPPUM AF. Svo er það bara skóli hjá strákunum og svo skemmtilega vill til að hann Oliver minn er að fara í sitt fyrsta próf í 3. bekk á morgun vonandi gengur honum bara vel þessari ELSKU MINNI...
Jæja segjum þetta bara gott í bili.. Er ekki í heavy blogg stuði en vildi endilega setja inn þessa vísu/leik.
Over and Out.
Berglind and the boys

mánudagur, september 25, 2006

Helgin búin....

Well well well,
Ritarinn er eitthvað ekki alveg að standa sig alltaf, orðin eitthvað löt við að pikka um hvað á daga okkar drífur... En hún ætlar að reyna að standa sig betur núna :-))))))))
FÖSTUDAGUR
Á föstudaginn var bara venjulegur skóladagur, Kriss fékk að fara með sínum skóla að heimsækja vínberjabónda in the hood og fengu þau að týna vínber og sjá hvað væri að gerast hjá svona vínberjabóndum, svaka stuð.. Þurftu ekki að mæta með neitt nesti, kennararnir sáum um allt það eina sem þurfti var stígvél í poka svo þau gætu verði að vaða um allt í drullunni.. Hann var ægilega montinn þegar Gamla settið mætti að sækja hann í hádeginu. Hjá Oliver var bara ósköp venjulegur skóladagur ekkert svona skemmtilegt í gangi þar. Eftir skóla kom svo Kriss heim með fulla fötu af vínberjum (og jú jú hann er sko búinn að vera duglegur að skila vínberjunum). En þau fengu öll svona herleg heit með sér heim svaka gaman fyrir þau. En við fórum svo bara heim á föstudaginn að slappa af.. Enda bara yndislegt veður (heitt, vindur samt ekki sól).. Chilluðum bara og nutum þess að það væri komin HELGI...
LAUGARDAGUR.
Þá gerðum við nú mest lítið, skelltum okkur í verslunarferð (ísskápurinn var eitthvað farinn að ARBA) en við Oliver gerðum matseðil fyrir vikuna og fórum svo að versla. Vorum svo bara í leti mest allan daginn.. Jú jú fórum eitthvað út og svona venjulegt. Oliver var svaka góður að passa bróðir sinn stóran part úr deginum (enda er staðinn oft nú sú að Kriss spyr ef við erum að fara út æji má ég ekki bara vera heima hjá Oliver, þar sem Oliver nennir yfirleitt ekki með vill bara vera heima að chilla, og jú í dag ef Oliver leyfir fær Kriss líka að vera heima hjá honum). Við enduðum svo nammidaginn bara á PIZZU sú Gamla rölti út eftir pizzu meðan við bræður vorum einir heim, pabbi kom svo bara rétta á undan mömmu heim...
SUNNUDAGUR...
Við búinn að vera að dunda fullt, búinn að vera út í garði enda aftur í dag heitt, samt ekki sól og jú jú vindur á staðnum. Fórum og hentum rusli (pappa og glerjum), á rúntinn og eitthvað chill.. Fundum til í skólatöskurnar fyrir strákana (eigum bara eftir að smyrja nestið í fyrramálið). Kriss fór svo í bað og fljótlega eftir baðið fór Kriss upp að sofa og fékk Oliver til að lesa smá fyrir sig. Oliver skellti sér svo í baðkarið og bælið.. Svo verður nú gaman að sjá hvernig vikan gengur hjá okkur en sá Gamli var að skipta um vinnu og er núna að vinna í Frankfurt (Germaníu) svo hann fór í kvöld og kemur vonandi erum ekki alveg viss heim næstu helgi. Svo við verðum bara ein í kotinu en það er líka bara fínt, þá kemur maður mun fleiri hlutum í verk... Vá svo má ekki gleyma aðalatriðinu SNÚLLA frænka fékk í dag nafn og heitir skvísan "Snædís Birna" ekkert smá flott/sætt nafn handa sætir stelpu. Til hamingju með nafnið sæta mín.
Segjum þetta annars bara gott í bili..
Kv. Berglind "ritari" and the Boys.

miðvikudagur, september 20, 2006

Á STÓRT og RISASTÓRT barn...

Góða kvöldið,
Vá þá hef ég komist að því að ég á 2 stóra stráka "Ungling" og "Fyrrverandi Stubb"... Já hann Stubbur minn hefur stækkað og þroskast mikið síðan hann byrjaði í SKÓLANUM.. Já hann hefur stækkað þessi elska. Honum finnst rosa gaman í skólanum og virðist ekki vera neitt feiminn þar sem er sko bara hið besta mál, byrjaður að læra hvað sumir krakkar heita og svona svo þetta verður alveg örugglega fljótt að koma hjá honum, áður en ég veit af þá tala synir mínir bara útlensku... Eins gott að fara að viðhalda íslenskunni góðu almennilega við, hef svo sem alltaf passað mig á því að leiðrétta þá þegar þeir segja ekki alveg rétt..
Get sagt ykkur að þeir bræður leiðast í skólan á morgnanna og sú Gamla labbar á eftir þeim með töskuna/töskurnar. Sem er sko bara hið besta mál, en þeir vilja sko alltaf flýta sér. Bara gaman svo er Oliver búinn að sýna Kriss vini sína í skólanum og segja honum hvað þeir heita og svona. Þeir bræður fara nefnilega saman í frímínútur (að vísu fær Kriss oftar og lengur frímínútur) þar sem Oliver okkar duglegi fær bara 1 frímínútur fyrir hádegi og svo aðrar eftir hádegi.. Já ekkert of mikið af fríi hér í skólanum.. Get sagt ykkur að í gær var mikið fagnað enda lítið um heimanám en það var nú svolítil önnur saga hérna í dag get ég sagt ykkur og eflaust á þetta bara eftir að AUKAST næstu daga.
En Oliver er mikið að breytast gagnvart Kristofer núna (kanski finnst honum hann bara hafa elst hver veit) nennir meira að leika við hann, en hann nennir nú samt ekkert að hafa hann inni hjá sér þegar hann er með vini í heimsókn (sem er nú alveg skiljanlegt, Kriss gengur hér um allt ýmist í nærbrók eða nakinn (merkileg árátta hjá honum) og svo talar hann bara íslensku við alla og skilur ekkert í þessum skrítnu strákum að svara sér ekki)..
Svo skelltum við Kriss okkur til Belgíu í dag þar sem hann vantaði íþróttaföt fyrir leikfimi og hann var sko alveg ákveðinn hvað hann vildi já fórum fyrst í Nike þar valdi hann sér RAUÐAN BOL (vildi ekki sjá neitt annað) já einhver Manchester United bolur (já ég einmitt svo mikið inn í þessu ha), svo ákváðum við að kíkja í Intersport líka á íþróttaföt og þar fann hann sér dress og það var svona Manchester United (vona bee, sem sagt ekki ekta dress) en flott samt hann vildi sem sagt bara rauðan bol og svo hvítar stuttbuxur og var þetta saman í kassa og okkar maður labbaði út í skýjunum með verslunarferðina.
Enda get ég sko sagt ykkur að skólinn tekur á hjá honum Stubb okkar hann fer í rúmið núna milli 19:30 og 20:00 sofnar alltaf mjög fljótt og er sko sofandi þegar ég vek hann á morgnanna og er ekki að nenna framúr... Já það er erfitt að vera í skóla.
Oliver er bara alltaf jafn duglegur er að kenna mömmu sinni FRÖNSKU þessa dagana en þau eru að læra svo mikið í frönsku þessa dagana... Svo er hann greyjið byrjaður að skrifa allt með svona GAMALDAGS BLEKPENNA og já já það er reiknað og allur pakkinn með þessu. Að vísu er hann með annan penna svo hann geti strokað út... En hann fær nú að nota blýant í sjálfa stærðfræðibókina en þau dæmi sem þarf að skrifa niður og setja í stílbók þá þarf hann að nota blekpennan já þetta er ekkert djók/grín... Svo annað sem mér finnst alveg stórskrítið hérna það er notaðar reikningsbækur í öllum fögum (já með svona rúðum í) hann notar svoleiðis í þýsku, frönsku og lúxemborgísku, finnst ykkur þetta ekki skrítið??? Svo þarf hann að telja hvað eiga að vera margar rúður milli orða... Þetta fannst mér stór merkilegt alveg...
En já svona er nú margt ólíkt Íslandinu góða...
Jæja dúllurnar mínar ég ætla að segja þetta gott í bili...
Bið að heilsa í bili
Kv. Berglind Stoltasta MAMMA í heimi.

mánudagur, september 18, 2006

Allt að gerast, MYNDIR, SKÓLI & BÍÓ...

Góða kvöldið
þá sest ég fyrir framan skjáinn aftur enda alveg kominn tími á það.. Við búin að gera ýmislegt síðan síðast...
Byrjum á föstudeginum...
Vá þann dag stækkaði hann Stubbur minn mikið, vá ég er svo "UNG" en á FULLORÐINN börn hvernig má þetta vera??? Bara spyr?? En já við löbbuðum saman öll familían í skólan og þá fór Pabbi með Oliver (hann var með svo mikið dót með sér) en Mamma og Stubbur fóru saman í "stóra skólan hans Stubbs". Þar hittum við kennaran hans en hann fær 2 kennara þær Lony og Yvette. Okkur leist bara vel á þær og fór Kriss strax að leika við krakkana meðan kellurnar töluðu um starfið í vetur og hvað krakkarnir þyrftu að hafa með sér í skólan (og já jafn lygilegt og það er þá skyldi Ma næstum allt, lennti í veseni þegar kellan þuldi upp símanúmerið í skólanum á frönsku). En okkur leist rosalega vel á þetta allt saman og eftir smá tíma þá áttu allir foreldrar að fara og krakkarnir bara að vera eftir og var Kriss sko alveg sáttur við það. Ma mætti svo og sótti hann klukkan 11;40 og var hann ekkert smá sáttur sagði Ma hvað þau hefðu verið að gera í skólanum og hvað hefði verið gaman!!! Við Kriss löbbuðum svo saman á móti Oliver og voru þeir bræður í góðum fýling á leiðinni heim þar sem Kriss var að segja Oliver hvað hann hefði gert í skólanum og svo fékk Oliver tækifæri til að segja okkur hverngi honum leist á sinn nýja kennara "Guy" og hvað þau hefðu gert, en það er hefð fyrir því hérna í Lúx að daginn sem skólinn er settur þá fara allir í kirkju "messu" bara flott!!! En þeir fengu báðir stuttan dag á föstudaginn....
Laugardaginn... Var bara afslöppun eða já hjá okkur flestum að vísu fórum við að versla fyrir skólan hans Kriss en hann á að mæta með glas og disk í skólan. En Oliver nennti ekki með hann vildi frekar vera úti að leika og já já Mamma hélt hann væri bara fluttur að heiman, að vísu kom hann smá inn þar sem hann vildi fara smá hring á Krossaranum sínum á akrinum en meira var það nú ekki.. Hann var bara úti að leika, kom smá heim í mat og svo bara út... Bara duglegur strákurinn...
Í dag sunnudag. Gerðum við ýmislegt skemmtilegt, Oliver stóri duglegi bauð bróðir sínum með sér út á róló og voru þeir þar í dágóða stund komum svo heim og ákvað Ma þá að bjóða okkur í bíó, við skelltum okkur á "Cars" bara skemmtileg... Skemmtum okkur stór vel í bíó og myndin skemmtileg svona ekta stráka mynd!! Eftir bíóið fórum við heim hengdum upp þvott og svo út aftur ákváðum að fara saman Öll á róló með bolta að leika okkur og skemmtum okkur stór vel. Löbbuðum svo heim þegar Ma fattaði hvað klukkan var orðin mikið, svo var bara matur "mjög fljótlegur" sturta og bælið fyrir Kriss meðan Oliver fékk að horfa á Yu-Gi-Oh þátt áður en hann fór í bað og svo í bælið.. Enda þurfum við að vakna eldsnemma í fyrramálið fyrir skólan..
Þetta er sko bara búin að vera SKEMMTILEG helgi hjá okkur enda var engin heimalærdómur, sko eins gott að nýta sér það, það á nú eflaust ekki eftir að vera oft svona hjá Oliver..
Mamma setti inn nokkrar myndir af okkur í "SEPTEMBER 2006" albúmið, endilega kíkjið á þær.
En annað er það svo sem ekki í bili.. Verður gaman að sjá hvort Kriss okkar haldi sér lengi á fótum á morgun en á morgun fer hann í skólan frá 08-11:40 og svo aftur 14-16. Svolítið langur dagur en hann hefur bara gott og gaman af því...
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Berglind and the boys

föstudagur, september 15, 2006

Orkuátak, við elskum alveg Orkuátak.

LOKSINS LOKSINS LOKSINS
Já betra seint en ALDREI, loksins sest ritarinn og fer að pikka...
Eflaust slatti búinn að gerast hjá okkur síðan síðast. Kíktum á vínhátíðina í Grevenmacher síðustu helgi voða flott allt þar (risa skrúðganga sem minnir um margt á GayPride á Íslandi, nema hvað það er ekki eins mikið lagt upp úr búningum og bílum (hér er það yfirleitt traktor sem keyrir) og hér eru allir að bjóða upp á hvítvín að smakka eða vínberjadjús) mjög gaman að kíkja á þetta.. Svo er þetta GULA búið að vera að sýna sig vinstri/hægri. Bara búið að vera notalegt skal ég segja ykkur...
Við ákváðum að taka ORKUÁTAKIÐ upp aftur á þessu heimili, áttum til Orkuátaks bók (sem amma sendi okkur) svo við ákváðum bara að nota hana, Oliver er nefnilega alls ekki duglegur að borða grænmeti og ávexti og borðar ekki mjög reglulega svo núna á að reyna að taka á því. Samt alveg merkilegt hvað svona átak hefur mikil áhrif, fyrsta daginn þá byrjaði hann á ávöxtunum og er búinn að vera að drekka vatn á fullu.. Bara hið besta mál!!! Já og sem betur fer eigum við eina enn bók til svo við getum aftur farið í átak áður en átakið sjálft byrjar.. Æji hann Oliver hefur bara svo gott af þessu...
Svo í kvöld þá var sko mikil spenna í gangi enda er skólinn loksins að fara ða byrja á morgun. Kriss var þvílíkt spenntur enda er hann að fara í alvöruskóla ekki leikskóla, fer í nýjan skóla fær því nýjan kennara og hittir nýja krakka. Fullt nýtt að gerast hjá honum, en þetta er sem sagt undirbúningur undir fyrsta bekk bara stuð hjá honum.. Hann mikið spenntur og hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi gleyma að finna til Svampur Sveinssons töskuna sem amma hefði gefið honum.. En auðvita fundum við allt til áður en farið var í bælið...
Oliver er hins vegar mun rólegri yfir þessu öllu saman en hann fær nýjan kennara og já besti vinur hans Dylan hættir í bekknum og svo er það ein stelpa sem ekki náði 2. bekk (svo vitum við ekki hvort það séu einhverjir nýjir í hans bekk sem ekki náðu 3.bekk síðast kemur í ljós á morgun).. En áður en hægt var að henda honum í bælið fórum við í það að merkja alla hluti sem hann átti að taka með sér í skólan og var sko af alveg nægu að taka.. Frekar mikið sem hann fer með á morgun (fyrsta daginn).
Vá og sem betur fer byrjar fyrsti dagurinn ekki fyrr en klukkan 09 (það hefur verið svona frekar erfitt fyrir Oliver að vakna undanfarna daga að vísu var það ekki mikið mál í morgun sem betur fer) svo verður dagurinn bara stuttur enda fyrsti dagurinn.. En við vitum svo sem ekkert hvernig þetta verður með Kriss (sumir hafa lennt í því að þurfa að fara með börnin sín í aðlögun þar sem nú lengist dagurinn svo mikið úr sem sagt 3 dögum í viku í 5 daga og svo eru þau núna fyrir og eftir hádegi 3 daga í viku) en það kemur svo sem allt bara í ljós á morgun. Kriss bíður líka spenntur eftir listanum um hvað hann eigi að kaupa, hann skilur ekkert í því að Oliver sé að taka svona mikið og hann bara með töksu.. Eða já við leyfðum honum að velja sér nýja málingarsvuntu fyrir veturinn svo hann fer með hana og töskuna á morgun. Ég vona að það verði bara kennarinn sem versli allan pakkan og við bara borgum henni. Já já mér finnst gaman að versla en ekki skóladót!!! Ekki mitt favorite.
Auðvita erum við búin að vera að gera allskonar sem ég man bara ekki nákvæmlega hvað er núna..
Svo á Cars myndin LOKSINS að koma í bíó um helgina svo við ætlum að hendast í bíó næstu helgi. Kriss getur ekki beðið endalaust lengi eftir henni.
En ælti sé ekki best að ég fari að henda mér smá fyrir framan Kassan þar sem það eiga allir að fara snemma að sofa í kvöld svo við ORKUM að vakna í fyrramálið...
Segjum þetta gott í bili...
Látum svo vita um helgina hvernig skólinn gekk...
Kv. Berglind and the boys

mánudagur, september 04, 2006

September kominn og lítið að gerast...

Well well
þá er september loksins kominn og veðrið hefur jú skánað eða já alla vegana þangað til í dag!!! Já í dag fengum við rok, rigningu og grámyglulegan himinn... En við höfðum ákveðið Dýragarðsferð í dag en sökum veðurs hættum við, við að fara!!!! Málið er að karlarnir fóru í bíó í gærkvöldi og var Kriss okkar alls ekki sáttur við það að fá ekki að fara með (en þeir fóru sko á bannaða mynd) svo Kriss valdi það að fara í dýragarðinn í dag sem gekk ekki alveg nógu vel. Svo við ákváðum að kíkja í Keiluhöllina í Belgíu í staðinn sem var sko bara alls ekkert sniðug. Nei bara nokkrar keilubrautir (og ekki gert ráð fyrir Stubbum þar) og svo örfáir spilakassar þá er ég að tala um 1 stafa tölu ekki 2ja stafa tölu... En Ma ákvað nú að leyfa strákunum sínum að prufa einhvern bílaleik (kappakstursleik) Kriss fannst það sko geggjað var mjög upptekinn af því að klessa á og rústa bílnum meðan Oliver einbeitt sér eins og hann gat....
Eftir bíltúrinn fórum við bara heim þar sem þeir bræður voru eitthvað óþekkir í bílnum.. Fórum bara heim í afslöppun öll nema Kriss sem var út í garði að leika við stelpurnar hinum megin. Bara stuð hjá honum :+)))))
Annars er sko mest lítið búið að vera að gerast hjá okkur bara same old same old. Fórum jú í Grillvinnupartý til Gogga og Elísabetar á fimmtudaginn og svo var Elli í mat á föstudaginn svo jú jú við höfum eitthvað verið að gera.. Annars er bara veðrið búið að vera svo leiðinlegt að við höfum mest lítið gert. Verið í bílskúrnum að vinna eða bara leika okkur... Verið dregnir út annað slagið af þeirri gömlu við mis góðar undirtektir en það er svona eins og það er... Hún náði okkur nú um daginn í H&M þar sem hún náði að versla vetrarúlpu á Kriss og smá föt á báða, komumst nefnilega að því að Oliver var buxnalaus og það er ekki hægt að mæta á nærbrókunum í skólan eða hvað... Jú svo styttist náttúrulega í skólan líka, já hjá okkur báðum en við byrjum í skólanum 15.sept...
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili þangað til næst, vonum að það verði ekki alveg jafn langt í þau skrif....
Biðjum að heilsa ykkur í bili...
Kv. Oliver, Kriss og Gamla settið