Við ennþá LIFANDI....
Nóg um þennan penna.
Í morgun fór Oliver í þrekpróf í leikfimi (já hvernig finnst ykkur það 8 ára í þrekpróf) en hann varð að standast prófið til að geta verið í leikfimi í 3. bekk (það er ekki eitt það er bara allt) en já þau sem sagt náðu því öll bekkurinn (en ein fékk að vita það að hún hefði bara rétt slefað prófið og þyrfti að bæta sig og heyrði allur bekkurinn þegar hún fékk ræðuna, smekklegt ha).. En mér finnst þeir hérna í Lúx ekki alltaf passa upp á hvað er sagt við börnin í návist hinna. Eins og þegar það er lesið upp yfir allan bekkin hvað hver og einn fékk eftir prófin (vá við þurfum ekki að hafa áhyggjur af okkar SNILLING en ef hann væri ekki að standa sig svona vel væri ég alls ekki sátt og myndi ræða við kennaran). Finnst þetta niðurlægandi fyrir krakkana og þetta brýtur þau bara niður!!! Heyr heyr... En sem betur fer er hann Oliver minn "Snillingur" svo þetta hefur ekki leiðinleg áhrif á hann. En maður á náttúrulega líka að hugsa um hina sem gengur ekki eins vel. Held án gríns að það hafi meira áhrif á okkur Oliver þegar við sjáum að einhver þarf að sitja bekkinn aftur heldur en krakkana sjálfa (það er ein að sitja aftur 1.bekk, ein aftur 2.bekk og svo framvegis).. Held það hljóti að vera LEIÐINLEGT að sitja sama bekkinn tvisvar.
Nóg um skólan :-))))))))))))))) Fullt af kostum hér líka.
Nú eru þeir bræður búnir að vera að föndra gjöf handa pabba sínum í skólanum, held það sé svona pabbadagur "feðradagur" um helgina. Skil ekki af hverju það er ekki Mæðrardagur einu sinni í mánuði (já mér þætti það sanngjarnt), finnst svo leiðinlegt þegar karlinn fær pakka og ekki ég..
Vikan er bara búinn að fara í skóla, lærdóm, þreytu og hreyfingu, bara gott fyrir alla og gaman.
Ætla að hætta þessu RUGLI núna og vona að Oliver komi með prófið heima á eftir.
En nota bene Oliver lærði ekki neitt undir prófið svo það verður gaman að sjá hvernig það gekk. Hann sagðist nefnilega kunna þetta allt saman "SVO KLÁR ÞESSI ELSKA" og svo fékk hann heiðurinn að fara með 1-10 sinnum töflurnar fyrir mömmu sína og auðvita gat hann það eins og allt annað. Hann er ekki sonur mömmu sinnar fyrir ekki neitt. Hlakka sko til þegar þeir verða báðir komnir í skóla og fara báðir að koma heim með svona frábæran árangur. Enda báðir SYNIR MÍNIR... ha ha ha ha ha ha Fengu því miður ekki útlitið frá mér en bara gáfurnar í staðinn...
Jæja er hætt í bili.
Over and out
Berglind..