laugardagur, janúar 31, 2009

Aftur komin helgi... Við elskum HELGARFRÍ

Well well well
Þá er þessi vika búinn og við komum í helgarfrí.
Í vikunni sem leið þá fór Oliver til Dr. Saxa og á að byrja í ljósum aftur þessi elska, reyna að koma í veg fyrir að exemið dreifi sér meira. Hann byrjar í ljósum strax eftir helgina. Svo fór ég líka með Kriss "sjúkling" til Dr. Saxa. Nóg að gera í þessum eilífu læknaheimsóknum!!!! En hann Kriss minn er búinn að vera svo mikið veikur í höfðinu undanfarnar vikur að nú ákvað ég hingað og ekki lengra nú förum við til læknis. Við kíktum til hans Jóns, sem vill að nú verði extra vel fylgst með Litla barninu mínu, Kriss fékk fyrirbyggjandi mígrenilyf sem hann á að taka inn á morgnanna áður en hann fer í skólann (ef það dugar ekki þá prufum við að taka þau bæði kvölds og morgna), ef það dugar heldur ekki þarf hann að vera á fyrirbyggjandi og fá önnur lyf við köstunum sem hann er að fá. En ekki nóg með það hann Jón vill taka mynd af höfðinu á honum Kriss mínum og sjá hvort það er eitthvað annað að hrella hann!!!! Eins vill hann að það sé vel fylgst með háls og nefkirtlunum þar sem honum finnst Kriss ekki anda alveg nógu djúp (en svo heppilega vildi til að Kriss var ákkúrat að fá kvef í gær (ef heppilegt mætti kallast)). Og já þetta er ekki búið eins vill hann að við flýtum aftur heimsókninni til auglæknisins en Kriss átti að fara aftur í eftirlit í vor (apríl/maí) en honum Jóni fannst eins og vinstra augað hans Kriss væri frekar lazy en við sjáum hvað kemur út úr því (ætla að láta höfuðmyndatökuna ganga fyrir núna) svo tekur augnlæknirinn við af því. Eins vill hann láta athuga hvort hann Kriss minn sé með asma, fannst hann anda eins og asma börn (já ég veit sagan endalausa)... Svo nú er Kriss minn kominn í alsherjar aðhald hjá honum Jóni, svo er það að kíkja til Einars eyrnalæknis fljótlega og Þorkels augnlæknis.. Eins gott að vita um góða lækna á þessum síðustu og verstu :-))))
En ég ætla að vona Kriss vegna að það sé bara nóg að taka inn fyrirbyggjandi og það lagi allt. Kemur í ljós fljótlega!!!! Bíð bara eftir símtali frá Jóni eftir helgina varðandi myndatökuna (eða þeim sem ætla að mynda drenginn minn)....
Að skemmtilegri hlutum, í gær föstudag þá var frí í Hörðó en Kriss minn fór þegar hann vaknaði í Dægró og Oliver fór að leika við vini sína. Ég sótti svo Kriss á fótboltaæfingu og við kíktum til Jóns. Aðrir dagar vikunnar hafa bara verið venjulegir og ekkert merkilegt sem gerðist sem ég man eftir!!!!
Um helgina er svo frí hjá okkur í dag þannig lagað (við gerum nú örugglega eitthvað skemmtilegt) á morgun er svo skóli hjá mér og lærdómur (hópaverkefni) já meðan ég man allir að svara skoðunarkönnunni okkar http://cs.createsurvey.com/publish/survey?m=zg7EbU&s=3106 ) Kriss fer svo að keppa í fótbolta á morgun við ÍR (telur að þeir muni RÚSTA þeim, hey gott að hafa sjálfsálitið í lagi ekki satt).. heheheheheh
Svo ætlum við bara að hafa það huggulegt heima annað kvöld...
Nú svo er ný vika á mánudaginn.. Bara gaman að því..
Segjum þetta gott í bili..
Over and out

miðvikudagur, janúar 21, 2009

Vikan byrjuð

Þá er komin þriðjudagurinn 20.janúar spáið í því búnir 20 dagar af nýju ári og mér finnst bara eins og jólin hafi verið í síðustu viku....
Annars þá var dagurin í gær frekar ÞREYTTUR hjá okkur, var frekar erfitt að vakna fyrir alla en þetta hafðist sem betur fer allt saman. Mamma sótti Kriss og Oliver sá um að koma sér sjálfur á æfingu og heim :-) nema hvað svaka duglegur eins og alltaf þessi elska.. Ég var sem sagt í skólann alveg að sofna !!!! En þetta hafðist allt saman.. Þegar ég kom heim var Reynir að skoða hvað Oliver ætti að læra fyrir prófið í dag og Kriss kominn upp í rúm, já bara lúxsus.....
En sem sagt Oliver byrjaði í prófum á mánudaginn, byrjaði með einu stafsetningarpróf í dag voru hins vegar 3 próf það var lestur, málfræði og enskuprófi frekar mikið á einum degi en Oliver fannst það bara í góðu lagi, kvartaði ekkert yfir því..
Ég sótti svo Kriss eftir skóla í dag og leiddist honum það ekki lét mig vita af því að hann hefði komið heim með "bangsabrauð" sem hann hefði bakað og var það rosa flott hjá honum og bragðgott var Kriss 100% vissum að það væri bara svona gott af því að hann hefði bakað það og enginn annar..
Annars voru það bara róleg heit hjá okkur í kvöld, Oliver fannst hann ekkert þurfa að læra þar sem það væri stærðfræðipróf á morgun!!! Kriss las eins og alltaf fyrir mig og nú er það bara heimalærdómur hjá mér, skila inn verkefni á morgun :-)))
Well well well
Segjum þetta gott í bili..
Over and out

mánudagur, janúar 19, 2009

Sunnudagskvöld

Oh þá er helgin búin!!!!!
Jábbs þá er það bara vinna, skóli, íþróttir og þetta venjulega sem tekur við í fyrramálið :-) En við erum búin að eiga alveg yndislega helgi. Á föstudagskvöldið fékk Krissi vinur hans Olivers að gista hjá okkur sem var bara skemmtilegt fyrir þá! Á laugardagsmorguninn vaknaði hann Kriss minn ALLTOF SNEMMA (er farin að halda að þetta hafi bara verið veikindin sem fengu hann til að sofa svona mikið í jólafríinu og desember) oh og það er búið, nú er bara "good morning sunshine":-))))
En alla vegana var bara chill hjá þeim á laugardaginn og voru Oliver og Krissi dulegir að leyfa honum Kriss að vera með sér... Við Kriss fórum svo á rúntinn 2 saman og strákarnir voru heima að leika sér, kíktum svo í smá heimsókn til Grams. Um kvöldið kom svo Reynsi og var með strákunum og var svaka gaman hjá þeim.
Í morgun "sunnudag" var farið fyrir allar aldir á fætur "alltof snemma" þar sem Oliver var að fara að keppa í blaki upp í Digranesi og Kriss var að fara á vinamót í fótboltanum í dag, við erum að tala um að það átti að vera mættur á báða staði klukkan 08:30. Kriss og Co kepptu svo nokkra leiki í morgun ég er að tala um að drengurinn hljóp stanslaust í 2 klst. Eftir mikið stuð í boltanum þá fórum við Kriss að kíkja á Oliver keppa en þá átti liðið hans Olivers ekki að byrja að keppa fyrr en klukkan 12:00 (svo ég drapst alveg úr hlátri) en hann gat svo sem hjálpað í morgun. Hjá Kriss var í morgun engin stig talin (en það voru bæði tapaðir leikir, unnir leikir og svo jafntefli). En hjá Oliver voru að sjálfsögðu talin stig og lenti hans lið í 3.sæti sem er bara stórglæsilegt.
Eftir íþróttaviðburðinn þá var farið í heimsókn til Kristínar og Co. þar sem okkur var boðið í pönnslupartý. Eftir langa heimsókn ákváðum við að enda daginn í sundlauginni sem var bara ljúft. Svo var farið heim í smá afslöppun áður en Kriss fór í bælið og nú er Oliver á sömu leið.
Næsta vika er svo prófvika hjá Oliver og verður gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga...

laugardagur, janúar 17, 2009

Aftur komin helgin

Já sæll
Vá hvað tíminn líður hratt hjá okkur....
Aftur komin helgi og við komin í helgarfrí sem okkur þykir ekki LEIÐINLEGT.. Verst að við þurfum öll að vakna GEGGJAÐ SNEMMA á sunnudaginn Oliver fer að keppa í blaki og Kriss spilar vinaleik í fótboltanum (um að gera að mæta með hann meðan hann hefur áhuga, er á meðan það er)... heheheh
Annars er vikan búin að líða hratt og örugglega hjá okkur, á mánudaginn sá amma um strákana þar sem ég fór í skólann. Þriðjudaginn þá voru við saman í róleg heitunum og ekkert merkilegt þannig gert. Á miðvikudaginn fór ég aftur í skólann og þá sá Reynsi frændi um strákana. Svo var það fimmtudagurinn þá voru Reynir og Amma hjá þeim þar sem ég fór út að chilla. Svo var það dagurinn í dag Kriss fór aftur á fótboltaæfingu og skemmti sér vel og þegar ég kom heim úr vinnunni þá var hann Kriss minn ákkúrat að koma heim og mér fannst hann bara hafa stækkað um MÖRG NÚMER. En það verður ekki tekið af þeim bræðrum að þeir eru báðir rosalega duglegir og sjálfstæðir!!!! Við Kriss skelltum okkur svo smá út í bíltúr svo var það bara heim að læra þar sem hann Kriss minn vill alltaf læra á föstudögum sem er bara fínt þar sem ég á eftir að gera heavy mikið fyrir skólann hjá mér (fullt af skilaverkefnum sem á að skila á mánudaginn). Ég lærði smá og Kriss fullt..
Oliver var bara að leika við strákana eins og alltaf :-)))))))) sem er bara hið besta mál.
Svo það mætti segja að við séum búin að hafa það mjög gott í vikunni og vikan liðið rosalega hratt.
Í næstu viku byrjar Oliver svo í prófum svo hann slapp við heimanám þessa vikuna eða þannig bara læra undir próf í staðinn .. heheheheheh
Fullt af skemmtilegum hlutum að gerast hjá okkur...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Látum heyra frá okkur á sunnudaginn
"over and out"....

mánudagur, janúar 12, 2009

Þá er helgin ÞVÍ MIÐUR búin

Well well well þá er komið sunnudagskvöld í okkar sveit....
Helgin því miður búin, en við erum nú búin að gera sitt lítið að hverju og bara frábært að fá FRÍ í 2 daga...
Í dag vöknuðum við Kriss ekki fyrr en 10 sem var sko bara ljúft, Oliver svaf hins vegar mun LENGUR en við enda Unglingur.... Við Kriss fórum bara fram í tóma leti. Í kringum hádegisbilið kom Unlingurinn svo fram þá var ákveðið að skella sér í bílakjallarann og þrífa kaggann.... En kagginn var svo geggjað skítugur að það gekk mest illa... Við ákváðum því bara að þrífa hann að innan og ryksuga.. Skelltum okkur svo í bíltúr með kaggann og á þvottastöðina og vorum þar í heavy bið en ákváðum að láta það ekkert á okkur fá.... Bílinn skyldi verða HREINN í dag...
Eftir þvottinn drifum okkur heim með bílinn, rifum motturnar út og ákváðum að skella okkur út. Oliver fór á hjólinu og Kriss á hlaupahjólinu (já ég veit það var hálka, snjór og vesen úti en þeir vildu fara út á faratækjum)... Við ákváðum svo að kíkja á Ömmu og Reynsa (vekja hann) þar sem Reynsi var að koma frá USA í morgun.. Við stoppuðum hjá þeim í dágóða stund og skelltum okkur svo út aftur (að vísu var Oliver náttúrulega löngu farinn kíkti til hans Krissa vinar síns).. Við Kriss löbbuðum heim og var þá kominn meiri snjór og orðið frekar kallt svona að okkar mati. Fórum heim og í það að elda kvöldmatinn og hafa allt klárt fyrir morgundaginn,svo var hringt í Oliver og hann fenginn heim svo hann kæmist heim í heitan mat... Svo var bara róleg heit með kvöldmat og afslappelse....
Kriss okkar er núna kominn inn í rúm (er að hlusta á geisladisk).. Oliver fær að vaka aðeins lengur áður en hann verður sendur inn í bæli....
Á morgun er svo langur dagur hjá okkur öllum, ég fer í skólann, Oliver á æfingu og Amma ætlar að sækja hann Kriss okkar í skólann....
Segjum þetta gott í bili.

sunnudagur, janúar 11, 2009

Laugardagskvöld....

Nú er laugardagskvöld já og gleðin við VÖLD... heheheh
Jábbs best að halda áfram að vera DUGLEG að BLOGG (fer svo kannski að verða latari í næstu viku þegar skólinn byrjar hjá mér)....
En í gærmorgun (föstudag) þá vöknuðu bakkabræður við vekjaraklukkuna "ekkert mál, fyrir Jón Pál" og sáum um sig alveg sjálfir... lögðu af stað í skólann en þegar þeir voru komnir niður þessar ELSKUR þá fattaði Kriss það að hann hafði gleymt skólatöskunni uppi.. hehehe En þetta fattaðist sem betur fer áður en þeir mættu í skólann.... Eftir skóla var Oliver að leika við Auðunn en ég sótti svo Kriss seint um síðir í Dægró sem var bara fínt. Við Kriss drifum okkur heim og ætluðum að vera ægilega dugleg en NEI við nenntum því ekki heldur skelltum okkur bara í heimalærdóminn sem Kriss leysti hratt og örugglega. Kriss las svo fyrir Ömmu, var mjög fljótur að leysa sitt heimanám og það sem meira er, Kriss var bæði með heimanám (sem var í desember þegar hann var veikur) og nýtt heimanám sem honum þótti ekkert tiltöku mál. Við vorum svo bara að chilla, Oliver bað mig svo að sækja sig til Audda þar sem það var byrjað að snjóa og minn maður eins og alltaf bara á peysunni (ekki það var líka skítkalt) og jú jú auðvita sótti ég minn mann. Þeir voru svo að leika og fékk Oliver að horfa á Wipe Out áður en hann byrjaði með sitt heimanám en þeir bræður kláruðu það á föstudaginn.... Svo gott að klára það bara strax!!!!
Föstudagurinn fór sem sagt bara í LETI...
Í dag laugardag vaknaði Kriss minn óvenju snemma eða 09:30 og dúdda mía hvað okkur hefði langað að sofa meira, en NEI Kriss vildi að við myndum fara fram og fá okkur morgunmat og svona huggulegt... Jú jú við drifum í þeim pakka enda var ekki mikið val í boði... Eftir morgunmatinn ákvað ég svo að fara í tiltekt, byrjaði á því að skipta um á sænginni hjá Kriss og þrífa hjá okkur þar sem Unglingurinn SVAF. Við vorum geggjað dugleg í tiltektinni... Enda er geggjað hreint og fínt hjá okkur núna :-)))))) Þeir bræður voru voða góðir mest allan tímann meðan ég tók til.. Svo ákvað ég að skella mér í spinning tíma seinni partinn og það var nú ekki mikið mál þar sem þeir bræður skelltu sér bara saman í sund á meðan (engin smá munur að eiga svona stórt barn sem maður getur treyst 100%) Oliver var að láta Kriss synda fyrir sig, fór með hann í rennibrautirnar og heita pottinn og ekki leiddist litla dýrinu það... Eftir sundferðina skelltum við okkur í mat til Kristínar og Co. nammi nammi namm fengum hangikjöt og tilbehör og það klikkar náttúrulega ALDREI...... Þegar við komum svo heim eftir matinn ákváðum við að klára tiltektina og hafa svo cosýkvöld...
á morgun þá sofum við nú vonandi MUN LENGUR og það gerist líka nokkuð skemmtilegt já Reynsi frændi kemur LOKSINS heim. En Kriss hefur spurt mikið um hann undanfarna daga og hvort hann ætlaði ekkert að fara að drífa sig heim!!!!
En segjum þetta gott á þessu laugardagskvöldi.
Over and out.
Ritarinn og Co.

föstudagur, janúar 09, 2009

Alveg að koma helgi :-)))

Dúdda mía hvað við erum ánægð með það að það er alveg að fara að koma HELGARFRÍ. Geggjað stutt í það þurfum bara að vakna EINU SINNI meira þá er komið 2 daga frí!!!!
Dagarnir hérna ganga bara vel, í morgun þá prufuðum við í fyrsta skipti að láta þá bræður vakna við vekjarklukku (síma) og það gekk líka svona ljómandi vel svo nú á að prufa það aftur á morgun. Já þeir synir mínir eru orðnir ekkert smá duglegir, þroskaðir áður en ég veit af verða þeir fluttir að heiman og komnir með börn og buru.... heheheheheh
En þeir bakkabræður löbbuðu saman í skólan í morgun eins og alla hina daga og ákvað hann Stubbur minn að fara í takkaskóm og vindgallanum (svo gott að vera í strigaskóm í rigningu ekki satt). Ekki það að þegar þeir fóru út í morgun var engin RIGNING en svo kom hún náttúrulega eins og alla hina daga. En það er ekkert smá drungalegt á Íslandi í dag, það er svarta myrkur þegar maður fer í vinnuna á morgnana og aftur allt orðið svart þegar maður fer heim og ekki er rigningin eða þokan að koma með neina auka birtu!!!! NEIBBS... En hey hvað getum við kvartað þegar hér er ekki heavy frost og snjór, ég bara spyr!!!
Oliver duglegi dreif sig svo heim úr skólanum og beint á blakæfingu (tók strætó aðeins of snemma) svo hann kíkti bara við hjá Flóka áður en æfingin byrjaði. Ég sótti Kriss í dægró og við drifum okkur saman í HÍ að sækja skólabókina mína og var Kriss nokkuð ánægður með skólann ég fór með hann smá sightseen um skólann. Við Kriss drifum okkur svo bara heim, þar sem Kriss las fyrir mömmu sína, við Kriss komum okkur svo vel fyrir í sófanum (vorum bæði frekar þreytt) og dúdda mía við steinsofnuðum í sófanum :-)))) amma kom svo sem betur fer við hjá okkur og vakti okkur. Kriss fór þá í það að búa til kvöldmat okkur (sá um hann) það var sem sagt "Ostabrauð" þá setur hann tómatsósu og ost á brauð og inn í örbylgjuofnin, stráir svo kryddi yfir ægilega fínt hjá honum. Ekki amalegt að þeir bræður kunni að elda, Oliver geggjaður í hakkbollunum og Kriss í ostabrauðinu...
Oliver fór heim með Flóka eftir æfinguna og fékk hjá honum grjónagraut ekkert smá ánægður með það... Svo var hann sóttur seint um síðar....
Svo var bara smá TV hjá honum og svo bælið...
Nú sofa þeir bræður eins og ljós og ætla að reyna að vakna við vekjaraklukkan í fyrramálið...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Ritarinn og co.

fimmtudagur, janúar 08, 2009

Jólin búinn!!!!!

Well well well
Þá er komin dayly rútína hjá okkur.... Strákarnir farnir að mæta í skólann og stelpan lufsast í vinnuna (skólanum hjá mér var frestað um viku svo ég byrja ekki fyrr en næsta mánudag). Ekki það að það er búið að setja upp plan fyrir næsta námskeið og ég held ég eigi eftir að verða SVEITT (skylda að mæta með tölvu með sér í tíma) svo ég verð bara að standa mig, þýðir ekkert annað....
En aftur að strákunum, þeir bræður eru búnir að vera svakalega duglegir að vakna og Oliver búinn að vera sérstaklega góður við bróðir sinn. En Kriss alveg tekur út fyrir dægradvöl þessa dagana og vill bara sleppa henni Oliver vorkennir bróðir sínum svo mikið að hann sækir hann snemma á hverjum degi :-) Í gær sóttu Oliver og Krissi hann, tóku hann með sér heim og voru að leika við hann, voru samt mest í einhverjum leik á Fésbókinni. Hefðu samt geta sleppt því að taka hann með sér heim en NEI NEI hann fékk að fljóta með þeim. Kriss var ekkert smá ánægður með það :-) þeir voru svo rosa góðir saman 3 heima þegar ég kom. Kriss las svo fyrir mig og er bara að verða nokkuð góður í lestrinum (sé alla vegana miklar framfarir hjá honum). Svo gaf ég þeim öllum að borða og svo var bara afslappelse (ekki nenntu þeir á þrettánda brennu og horfðu bara á flugeldana út um gluggann).. Kriss gekk aðeins betur að fara að sofa í gær en fyrradag.
Í dag fóru þeir svo aftur í skólann já í rigningunni (rigning 2 daga í röð) löbbuðu saman út í skóla og ekkert mál. Oliver hringdi svo í mig eftir skák æfingu og sagði að hann hefði bara ákveðið að sækja Kriss í dægró og þeir væru saman á leiðinni heim. Dúdda mía hvað ég var glöð, hann getur sko verið svo duglegur hann Oliver minn og góður við bróðir sinn ef á því þarf að halda. En ég er að tala um að hann Oliver minn á alveg heiður skilið, ekki margir 10 ára sem hægt er að stóla svona á og geta tekið svona ábyrgð. Þeir voru svo bara heima að chilla þegar ég kom heim úr vinnunni. Þeir bræður lásu svo báðir heima, svo var farið í það að elda kvöldmat og taka saman jólin. Já það var kominn alveg tími á það (jólin kláruðust náttúrulega í gær). Ég sótti alla kassana niður í geymslu í gær og svo var farið í það að henda í þá í kvöld og taka niður jólatréð. Nú er aftur orðið tómlegt heima hjá okkur (ekkert jólatré) en halló ekki svo margir dagar í næstu jól :-)))))))) Kriss fékk að taka niður smá skraut af trénu áður en hann fór í bælið og minn maður sofnaði mun fyrr í kvöld en hin 2 kvöldin (já nú fer hann eflaust að fara að finna fyrir þreyttunni).. Ekki það hann vildi fá að vaka lengur í kvöld þar esm það var svo geggjað stutt í helgarfríið "góður, það mátti alla vegana reyna ekki satt"!!!!!!!
Nú á bara að taka því rólega næstu daga vikur og mánuði. Förum bara bráðum að telja niður í páskafríið okkar en það er sko næsta frí hér á bæ!!!
Að lokum þá getur hann Kriss minn ekki beðið eftir helginni því þá LOKSINS kemur Reynsi frændi heim frá USA og Kriss hlakkar geggjað mikið til að hitta hann!!!!
Segjum þetta gott í bili..
Over and out.

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Jólafríið á enda...

Dúdda mía hvernig ætli þeir bræður fari að því að vakna á morgun....
Í dag mánudag var vaknaði 12:40 sæll. Við erum að tala um að Kriss er að sofa geggjað marga tíma á sólarhring :-))))) Oliver var svo góður að hann leyfði bróðir sínum að vera heima með sér í allan dag, bara þeir 2 að chilla eða já svo kom Krissi vinur hans Olivers yfir til þeirra og það var nú ekki mikið mál að leyfa Kriss að vera með!!!! Góðir strákar hér á ferð... Þeir fóru svo allir saman á blakæfingu þar sem Krissi og Kriss horfðu á og var Kriss víst geggjað góður, hlýddi þeim í einu og öllu í strætóferðinni niður eftir og allan pakkan... Já hann Kriss minn getur alveg hlýtt ef þess þarf.... Eftir blakæfingu keyrðum við Oliver og Krissa heim til Krissa en við Kriss minn fórum bara heim, enda alveg spurning um að hann fari snemma að sofa svona einu sinni svo hann vakni nú í fyrramálið (ekki það að það er ekki alveg að gera sig minn maður er enn að koma fram)... SÆLLLLLL
Á morgun er svo loksins bara komin EÐLILEG RÚTÍNA hjá okkur, skóli og vinna, er það bara ljúft skal ég segja ykkur, fínt að komast aftur í eðlilega rútínu... Við höfum öll svo gott af því...
Annars eru undanfarnir dagar bara búnir að fara í að það að SOFA út og njóta þess. Oliver passaði smá fyrir okkur á laugardaginn þegar við mæðgur skelltum okkur í geðsýkina í Smáralindinni (dúdda mía,þakka fyrir að börnin voru ekki með) en það var sko allt Ísland að versla í einu!!!! Annars vorum við bara í róleg heitum alla helgina og sváfum fram yfir hádegi báða dagana (vá hvað ég ELSKA ÞETTA LÍF)....
Nú verður gaman að sjá hvernig morgundagurinn fer, ætli þeir bræður geti vaknað í skólann.. dadadada ra.....
Að lokum við viljum við óska Didda dísel og Kristel til lukku með prinsessuna sem fæddist í dag.
Segjum þetta gott í bili..
Over and out.
Berglind og Gríslingarnir

föstudagur, janúar 02, 2009

Gleðilegt ár

Góða kvöldið......
Vá þá er komið árið 2009 vá hvað tíminn líður alltof hratt á "gervihnattaöld"...... en það var sem sagt stuð hjá okkur í gær. Þegar ég kom heim rúmlega 12 þá voru þeir bakkabræður NÝVAKNAÐIR sem var nú bara gott hjá þeim, þeir fengu sér að borða og gerðu sig klára fyrir flugelda söluna. Við kíktum á skátana um að gera að styrkja gott málefni ekki satt????? Við keyptum miklu meira hjá þeim en ég ætlaði í upphafi (æji er það svo sem ekki líka alltaf þannig)... heheheheh.. Drifum okkur svo heim eftir verslunarleiðangurinn og gerðum allt klárt fyrir matinn, sprengdum nokkar innisprengjur til að gera matarborðið rosa flott og svona skemmtilegt. Við fengum okkur svo að borða (það var hammari með tilbehöri) sem var ekkert smá gott (nammi nammi namm). Eftir matinn var það smá afslappelse áður en eftirrétturinn og brennan tóku við. Við kíktum að sjálfsögðu á brennu í okkar heimabyggð nema hvað og fengum að sjá þessa líka flottu flugeldasýningu hjá Skátunum (heyrði að þetta hefði verið eitthvað annað en kreppusýninginn í Perlunni) eftir sýninguna drifum við okkur heim og horfðum á skaupið sem var bara la la (þyrfti eiginlega að sjá það aftur svo hægt væri að meta það almennilega).... Svo ákváðum við að drífa okkur yfir til Grams og sprengja upp þar þar sem þaðan er mun betra útsýni og vá hvað einn karl í blokkinni hjá ömmu var með flotta sýningu dúdda mía, við þurftum nánast ekkert að skjóta upp nutum þess bara að horfa á hann :-))))))))))))) vorum sem sagt mikið til "laumufarþegar" í gær (vona að einhverjir skilji aulahúmorinn minn hahahahahah).. Eftir skotárás fórum við heim og var vakað mikið lengi (ég sofnaði fyrst)... Svo dreif ég alla í rúmið í von um það að við myndum vakna á kristilegum tíma í dag, en hvað haldið þið já einmitt við SVEFNBURKU fjölskyldan vöknuðum um 12:40 leytið við símann í dag, þegar vinur hans Olivers hringdi og ræsti fjölskylduna (áður en ég vissi hvað klukkan sló var ég ekki að skilja hvað foreldrar hans væru að leyfa honum að hringja snemma hahahahhaha). Hvernig finnst ykkur þetta við erum orðin ALLTOF GÓÐU VÖN.. við sem sagt ELSKUM AÐ SOFA.. haahahah Við ákváðum því að drífa okkur og á fætur, Oliver fór út að leika en við Kriss höfðum okkur til fyrir matarboð....
Við fengum svo geggjað góðan mat og franska súkkulaði kakan sem Oliver bjó til í gær var alveg að slá í gegn í dag :-))) slurp slurp... Oliver er bara búinn að vera að leika sér, sprengja og eitthvað meira skemmtilegt í allan dag. Í þessum pikkuðum orðum er hann í bíó en við Kriss minn erum bara heima 2 að chilla ekki amalegt það :-)) Verður gaman að sjá hvenær við förum á fætur á morgun þar sem ég þarf ekki að fara að vinna fyrr en í hádeginu (ætli borgi sig ekki að stilla vekjaraklukku heheheh)....
Verður gaman að sjá hvað árið 2009 býður okkur upp á, en við tökumst á við það ár með bros á vör og gleði í hjarta ekkert annað hægt. Þökkum fyrir að vera heil heilsu og eiga yndislega fjölskyldu og vini að.
Segjum þetta gott í bili.
Óskum ykkur öllum gleðilegs árs vonum að árið 2009 verði mun betra en árið 2008.
Kv. Ritarinn, Unglingurinn og Stubburinn