Aftur komin helgi... Við elskum HELGARFRÍ
Þá er þessi vika búinn og við komum í helgarfrí.
Í vikunni sem leið þá fór Oliver til Dr. Saxa og á að byrja í ljósum aftur þessi elska, reyna að koma í veg fyrir að exemið dreifi sér meira. Hann byrjar í ljósum strax eftir helgina. Svo fór ég líka með Kriss "sjúkling" til Dr. Saxa. Nóg að gera í þessum eilífu læknaheimsóknum!!!! En hann Kriss minn er búinn að vera svo mikið veikur í höfðinu undanfarnar vikur að nú ákvað ég hingað og ekki lengra nú förum við til læknis. Við kíktum til hans Jóns, sem vill að nú verði extra vel fylgst með Litla barninu mínu, Kriss fékk fyrirbyggjandi mígrenilyf sem hann á að taka inn á morgnanna áður en hann fer í skólann (ef það dugar ekki þá prufum við að taka þau bæði kvölds og morgna), ef það dugar heldur ekki þarf hann að vera á fyrirbyggjandi og fá önnur lyf við köstunum sem hann er að fá. En ekki nóg með það hann Jón vill taka mynd af höfðinu á honum Kriss mínum og sjá hvort það er eitthvað annað að hrella hann!!!! Eins vill hann að það sé vel fylgst með háls og nefkirtlunum þar sem honum finnst Kriss ekki anda alveg nógu djúp (en svo heppilega vildi til að Kriss var ákkúrat að fá kvef í gær (ef heppilegt mætti kallast)). Og já þetta er ekki búið eins vill hann að við flýtum aftur heimsókninni til auglæknisins en Kriss átti að fara aftur í eftirlit í vor (apríl/maí) en honum Jóni fannst eins og vinstra augað hans Kriss væri frekar lazy en við sjáum hvað kemur út úr því (ætla að láta höfuðmyndatökuna ganga fyrir núna) svo tekur augnlæknirinn við af því. Eins vill hann láta athuga hvort hann Kriss minn sé með asma, fannst hann anda eins og asma börn (já ég veit sagan endalausa)... Svo nú er Kriss minn kominn í alsherjar aðhald hjá honum Jóni, svo er það að kíkja til Einars eyrnalæknis fljótlega og Þorkels augnlæknis.. Eins gott að vita um góða lækna á þessum síðustu og verstu :-))))
En ég ætla að vona Kriss vegna að það sé bara nóg að taka inn fyrirbyggjandi og það lagi allt. Kemur í ljós fljótlega!!!! Bíð bara eftir símtali frá Jóni eftir helgina varðandi myndatökuna (eða þeim sem ætla að mynda drenginn minn)....
Að skemmtilegri hlutum, í gær föstudag þá var frí í Hörðó en Kriss minn fór þegar hann vaknaði í Dægró og Oliver fór að leika við vini sína. Ég sótti svo Kriss á fótboltaæfingu og við kíktum til Jóns. Aðrir dagar vikunnar hafa bara verið venjulegir og ekkert merkilegt sem gerðist sem ég man eftir!!!!
Um helgina er svo frí hjá okkur í dag þannig lagað (við gerum nú örugglega eitthvað skemmtilegt) á morgun er svo skóli hjá mér og lærdómur (hópaverkefni) já meðan ég man allir að svara skoðunarkönnunni okkar http://cs.createsurvey.com/publish/survey?m=zg7EbU&s=3106 ) Kriss fer svo að keppa í fótbolta á morgun við ÍR (telur að þeir muni RÚSTA þeim, hey gott að hafa sjálfsálitið í lagi ekki satt).. heheheheheh
Svo ætlum við bara að hafa það huggulegt heima annað kvöld...
Nú svo er ný vika á mánudaginn.. Bara gaman að því..
Segjum þetta gott í bili..
Over and out