mánudagur, ágúst 28, 2006

Afmælisdagurinn hans Kristofers...

Well well well
Nú er komið kvöld hjá okkur og við öll orðin vel þreytt eftir daginn.. Byrjuðum daginn á tómri leti þar sem var farið fram úr og sett á 2 kökur og bakaðar pönnslur í tilefni dagsins... Svo fékk Kriss okkar að byrja að opna pakkana en hann var nú ekki í neinum ham (svona eins og maður hefði búist við) nei ekki alveg, hann opnaði nefnilega fyrst "Verkfærasettið" og þá byrjaði maður bara að dunda sér við það og leika í því áður en lagt var í hina pakkana... Voða rólegur svona.. Svo var farið í restina á pökkunum (Oliver græddi nú líka fékk 4 bækur og rosaflott stækkunargler af því Kriss átti afmæli) og þegar okkar maður sá 3 DVD diska í einum og sama pakkanum var sko brunnað beint niður og fóru þeir feðgar allir með tölu að horfa á Ástrík... Voru ekkert smá ánægðir með hann... Svo fengum við okkur kökur og drifum okkur í bæinn þar sem hann Kriss okkar valdi að eyða afmælisdeginum í Tívólinu í bænum og að sjálfsögðu fékk hann að ráða... Vorum þar í dágóðan tíma (Rabbi, Stella og Enfíma voru með okkur)... Fengum okkur svo að borða kvöldmat í Tívólínu og allan pakkan bara gaman.. Þau fengu heilmikið út úr þessu og skemmtu sér stór vel... Þeir náðu að vinna sér inn eitthvað drasl (byssur, boga, hníf, bangsa og ég held ekkert fleira)... Svo fórum við heim seint og síðar meir úr Tívolínu og fengum Stellu og Enfímu með í heimsókn og gátu krakkarnir leikið sér saman.. Svaka stuð og ekki skemmdi það neitt fyrir að Pabbi og Oliver voru að vinna í því að setja saman nýja flotta Playmóið mitt... Bara gaman... Svo núna eru þær mæðgur farnar heim svo Ma ætlar að skella mér í bælið enda komið LANGT FRAM YFIR SVEFNTÍMAN minn...
Hvað fékk ég í afmælisgjöf????
Amma og Reynsi "pening í bankan"
Amma Dísa "pening í bankan"
Kristín, Palli og Tvíbbarnir "verkfæri og vinnuhanskar"
Ágústa Eir, Heimir Þór og tilbehör "3 DVD diskar"
Amma, Reynsi, Mamma, Pabbi og Oliver "Risa Playmókassi úr viltra vestrinu"
Mamma, Pabbi og Oliver "fullt af fötum og Spil"
Langa og Langi "Rosaflott stílabók"
Óli Björn "pening í bankan"
Held ég hafi talið allt upp, vonandi alla vegana...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Kristofer afmælisstrákur, Oliver og Gamla settið

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Kristofer 4 ára.....

Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Kristofer
Hann á afmæli í dag...

Hann er 4 ára í dag
Hann er 4 ára í dag
Hann er 4 ára hann Kristofer
Hann er 4 ára í dag

Ví hú jú hú jú hú..
Til hamingju með AFMÆLIÐ sæti strákur...
Þess óska þér
Oliver Stór brósi, Mamma og Pabbi....

Setjum svo inn í kvöld hvað við gerðum í dag...
Kv. Berglind

Vá hvað tíminn LÍÐUR HRATT....

Góða kvöldið,
Vá í fyrramálið þá eru liðinn 4 ár síðan hann Kriss okkar fæddist, og mér finnst eins og það hafi hreinlega gerst í gær :-)))))))))))
En annars erum við búin að vera bara rosalega róleg, karlarnir í skúrnum að skrúfa ýmislegt í sundur og setja aftur saman og já ég að þrífa húsið... Að vísu ákvað ég að baka í dag svo við ættum köku handa karlinum okkar á morgun og já henti í eina Formköku líka og þeir bræður borðuð hana á nóinu, voru ekki lengi að klára hana "fannst hún svo rosalega góð"... Svo var það bara smá rúntur, að vísu þrifu þeir og bónuðu bílinn svo já það var bara fínt, skelltum okkur út í smá bíltúr á hreina bílnum...
Kriss okkar getur ekki beðið eftir pökkunum en hann á nokkra inn í borðstofu og hann vill bara drífa þá af en við höfum getað haldið honum frá þeim sem betur fer.. Ma ákvað samt í dag að skella sér í dótabúðina og tók karlana með sér að finna eitthvert spil handa Kriss, fannst alveg vanta spil á heimilið sem Stubbur gæti notað.. Og jú við fundum þetta fína sjóræningjaspil (þetta er svona tunna og hausinn af sjóræningjanum settur ofan á tunnuna, svo eru allir með sverð sem þeir stinga í tunnina og ef hausinn á karlinum poppast upp þá hefur þú tapað)... Mamma gat svo ekki beðið með þetta og gaf Kriss spilið núna áðan svo við gætum prufað það og það var ekkert smá sem við skemmtum okkur yfir spilinu.. Eigum eflaust eftir að nota það oft, en Kriss finnst svo leiðinlegt að geta ekki spilað með þegar við erum að spila FULLORÐINS SPIL..
Annars eru þessir RIGNINGARDAGAR hjá okkur bara búnir að vera rólegir... Vonum að það fari nú að hætt að rigna búið að rigna hérna meira og minna á hverjum degi ALLAN ágúst og ég komin með nóg af því...
Jæja segjum þetta gott þangað til á morgun...
Ef veður leyfir ætlum við nefnilega að kíkja smá í Tívolí...
Kv. Berglind and the boys

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

LOKSINS LOKSINS LOKSINS:...

Well þá loksins sest ég fyrir framan skjáinn, farin að skammast mín hvað er langt síðan við skrifuðum síðast... Fullt búið að gerast síðan þá...
Byrjum á því að Oliver kom heim með fulla ferðatösku af Nammi og ekki leiddist honum Kriss það, getum sagt sem svo að nammidagurinn, dagurinn sem Oliver kom heim þá ÆLDI Kriss af sælgætisáti... Já hvað segir það okkur????? En já þeir bræður voru rosalega glaður að sjá hvorn annan LOKSINS.. Oliver var líka glaður að koma heim en lét okkur nú samt vita af því á Flugstöðinni að hann vildi endilega fara aftur næsta sumar til Íslands og vera þá LENGUR. Enda skemmti hann sér STÓR VEL á Íslandinu GÓÐA!!!!!
Svo á mánudaginn byrjaði "umbunarkerfi" hér á þessu heimili þar sem þeir bræður þurfa að vinna sér inn eitthvað skemmtilegt fyrir góða hegðun, og það hefur gengið alveg vonum framar hjá Oliver en Kriss þarf enn að reyna að vera stilltur allan daginn plús að sofa alla nóttina í sínu rúmi og það gengur svona alla vegana enda gerast GÓÐIR HLUTIR HÆGT ekki satt???? Svo keypti ég líka þessa fínu stóla/pullur í IKEA sem þeir eiga að sitja á fara á ef þeir eru óþekkir... Sem við höfum ekki þurft að nota síðan kerfið var tekið í gagnið, bara hið besta mál...
Já og LOKSINS í gær þá fórum við saman í bæinn kíktum í Sjóræningjagarðinn en í honum er rosa flott sjóræningjaskip sem er búið að setja RISA rennibraut í, fullt af köðlum til að klifra eftir og hanga í og alls konar skemmtilegt fyrir börn.. Eftir góða stund þar fórum við og kíktum á Tívolíð sem var verið að opna niður í miðbæ en það verður til 11.sept hérna í bænum.. Strákarnir fengu að fara saman í klessubílana, svo fórum við öll saman i Parísarhjólið (sem fór milljón hringi mér leist sko ekkert á það), Bjarni og Oliver fóru svo í einhvern RISA ÓGEÐIS Rússíbana meðan Kriss skemmti sér í barnaþyrlunni, bara gaman.. Fórum svo heim þreytt og ánægð eftir góðan dag... Var samt ákveðið á leiðinni út úr Tívolínu að fara fljótlega aftur enda sagtði Ma að þeir þyrftu ekkert að prufa öll tækin strax þar sem það væru svo margir dagar eftir af Tívolínu og við ætlum að kíkja pottþétt aftur þegar hann Kriss okkar á afmælil...
Jæja best að henda sér í frekari tiltekt en það eru ákkúrat allir að taka til núna, karlarnir í bílskúrnum og kjallarnum, en ég að skrúbba húsið....
Segjum þetta gott af okkur í bili..
Vonum að það fyrirgefi okkur allir framtaksleysið undan farna daga og vikur...
Ekki nema 3 dagar í að Kriss okkar verði 4 ára... Vá hvað tíminn líður fljótt..
Kv. Berglind og Karlarnir..

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Oliver verður LENGUR á ÍSLANDI

Hellú,
Ákvað að blogga bara smá, já smá!!! Talaði við Oliver í gærmorgun og ákváðum við þá að hann yrði áfram á Íslandi.. En Róbert besti vinur hans var kominn heim úr sveitinni svo Oliver vildi fá að vera aðeins lengur til að leika við hann, svo það var úr að hann fékk að vera aðeins lengur og kemur því ekki heim fyrr en laugardaginn 19.ágúst, daginn eftir að pabbi hans/þeirra á afmæli.. Svo ég verð áfram i bloggleysinu þangað til hann Oliver okkar kemur heim..
Eigum sko eftir að sakna hans mikið þessa auka daga... En hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt, Oliver langaði að vera lengur svo hann fékk það...
Svona er nú bara lífið þegar maður er BARN ekki satt???
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Berglind "sem saknar Olivers ógeð mikið"

föstudagur, ágúst 11, 2006

Eitt örstutt

Hellú
Já við erum alveg lifandi hérna í Lúxlandinu!!! Bara verst að sólin er held ég bara farin héðan (hey vona samt að hún láti nú sjá sig eitthvað meira hérna) svo það er bara búið að vera skítaveður, kemur svona inn á milli einn og einn ágætur dagur en þessa á milli er bara næstum haustveður nokkuð sem mér líka ALLS EKKI..
Annars eru bara róleg heit hjá okkur, erum bara í því að slappa af og gera mest lítið. Kriss okkar spyr nú frekar mikið um bróðir sinn (vá fyrir utan allt annað sem hann spyr um "Af hverju" "af hverju") en hann Kriss okkar bíður spenntur eftir Oliver og vonar sko heitt og innilega að Oliver mæti með Lakkrís með sér í ferðatöskunni.
Við vitum sko alveg að hann Oliver okkar hefur það bara gott á Íslandinu góða, hann skemmtir sér sko rosalega vel, er alveg að njóta þess að vera á Íslandi, er meiri segja að fara sumarbústaðarferð með Ömmu, Kristínu, Palla og Tvíbbunum um helgina ekki leiðinlegt það!!! Svo er hann víst bara búinn að vera STILLTUR á Íslandi sem er sko bara hið besta mál..
Nú svo er hann Hálfdán hérna í heimsókn, svo hann situr ekki bara uppi með mig þegar Bjarni er að vinna.
Gleymdum að segja frá því að Langa átti afmæli 8.ágúst og óskum við henni til hamingju með daginn og hann Óskar "byggir" frændi á afmæli í dag, óskum við honum líka til lukku með daginn.
En jæja ég nenni ekkert að vera duglega að blogga þegar AÐALKARLINN MINN VANTAR.
Segji þetta bara gott í bili af okkur í Lúxlandinu.
Kv. Berglind

laugardagur, ágúst 05, 2006

Oliver og Amma farin til Íslands

Well well well
Þá eru Oliver og Amma sæta farin... Oliver var sko alveg sáttur og ánægður með það að fara og kysstust þeir og knúsuðust bless já þeir bræður... Kriss var ótrúlega brattur þegar Amma fór, held án gríns að þetta hafi verið auðveldara fyrir alla þar sem Oliver fór með Ömmu.. Erum svona enn að ná áttum hvað þetta varðar en það kemur allt saman. Á sko pottþétt ekki eftir að vera jafn mikið líf og fjör á heimilinu meðan Oliver okkar er að heiman. En hann kemur nú sem betur fer fljótlega aftur. Var bara í stuði í gærkvöld þegar þau voru lent en þá hringdu þau í mig að láta vita hvernig ferðin hefði gengið og Oliver var að sjálfsögðu eins og ljós með Ömmu sinni (held hann sé bara óþekkur þegar við Bjarni erum nálægt alveg merkilegt ha).. Svo náði ég tali af þeim aftur í morgun og voru þau þá mætt í heimsókn til Kristínar, tvíbbarnir eflaust búnir að sakna ömmu sætu mikið. Oliver enn eins og ljós, það sem meira er hann sonur minn vaknaði eldsnemma (mjög svo ólíkt honum).. En auðvita er tímamunur við erum 2 tímum á undan svo kanski hefur það verði málið, og Oliver farið svona snemma á fætur út af því hver veit???
Oliver á pottþétt eftir að vera í góðum málum á Íslandi, efast ekkert um það, fær alla athyglina í heimi og að passa frændur sínar og það leiðist honum ekki...
Segjum þetta gott í bili, ætla að fara í það að skrúbba húsið.
Kv. Berglind sem saknar Olivers

föstudagur, ágúst 04, 2006

Þau fara á morgun

Já tíminn líður alltof hratt, á morgun "annað kvöld" þá eru Amma sæta og Oliver að fara í flugvélina... Alltaf leiðinlegt þegar Góðir gestir fara heim. En svona er þetta bara skal ég segja ykkur.
Af okkur er annars ekkert merkilegt að frétta, búið að vera haustveður núna undanfarna 2 daga frekar fúllt og hundkallt, eins gott að þessi Gula fari að sýna sig fljótt aftur :-) getum ekki verið án hennar svona endalaust!!!! En við erum búin að vera ýmislegt að gera, Oliver búinn að vera á fullu í þeim pakka að hjálpa pabba sínum hjá Óla Disk og losa þar um umfram orku.. Kriss er hins vegar bara búinn að njóta þess að hafa ömmu í heimsókn og fara með okkur kellunum í bæinn og svona skemmtilegt.
Prufaði sú gamla með aðstoð ömmu að bjóða okkur upp á hafragrautinn, og vorum við bræður báðir alveg í skýjunum með hafragraut með kanilsykri, já betra gerist það bara ekki... Oliver fékk sér meiri segja hafragraut í morgunmat aftur í morgun svo ánægður var hann með grautinn.. Annað sem við prufuðum líka að gera það var að baka sjónvarpsköku (keyptum í dönsku búðinni svona Betty dæmi) og var Oliver alveg í skýjunum með kökuna líka, fannst hún sko rosalega góð!!! Merkilegt honum Oliver mínum og reyndar Kriss okkar líka finnst rosalega góður svona "sveitamatur" og gamaldagskökur, nokkuð sem þeir eru sko alls ekki aldnir upp við.
En að allt öðru nú fer bara morgundagurinn í það að pakka niður og slappa af, vona svo að Amma og Oliver fái nú líka eitthvað gott veður á Íslandinu góða. Vitum að Jón Egill og Tómas Ari verða eflaust ánægðir að endurheimta hana Ömmu aftur, en við Kriss eigum eftir að vera sorgmædd þegar við keyrum heim af flugvellinum seint annað kvöld...
Jæja dúllurnar mínar ætla að hætta þessu pikki/röfli í bili..
kv. Oliver, Kriss, Amma og Gamla settið...

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Fórum með Ömmu á spítalan....

Góða kvöldið
Þá loksins fæst kellan til að pikka fyrir okkur.. En það er sko búið að vera eitthvað að gerast hjá okkur, já já Oliver fer núna með pabba sínum á hverjum degi að vinna, já þeir feðgar eru að vinna í húsinu hjá Óla Disk og Eyvör og þar fær okkar maður að útrása sig og finnst það sko bara ekki leiðinlegt.. Bara gaman, kemur sáttur heim... En Kriss okkar fær í staðinn að vera með okkur Ömmu allan daginn og fá ALLA athyglina.
Enda held ég að honum hafi ekki leiðst neitt á sunnudaginn þegar við fórum með þá gömlu á spítalan, hann fékk mikið að skoða og sá þegar Amma var sprautuð... En Amma sæta er búin að vera að drepast í bakinu síðan á fimmtudaginn og var alltaf að draga það að fara til Doksa hérna úti en svo ákváðum við á sunnudaginn að nú væri bara komin tími til að kíkja á þetta og fórum á spítalan (já alveg nýr spítali fyrir okkur þar sem spítalinn hérna í hverfinu var lokaður). Tók þessi heimsókn dágóðan tíma, enda ekki við öðru að búast þar sem hér eins og alls staðar annars staðar í heiminum er alltaf biðröð á slysadeild. En hvaða máli skipti það við vildum nú frekar að Amma yrði hress en nokkuð annað... Amma er sem betur fer að lagast hægt og rólega.
Annars erum við 3 bara hérna í róleg heitum á daginn, að chilla gera bara svona það sem okkur dettur í hug og langar til, fórum aðeins í garðinn í dag þar sem Moldvarpa er orðin fastagestur í beðinu hjá okkur og viljum við endilega losna við hana, eitruðum fyrir henni svo vonandi erum við laus við hana og jú svo settum við niður 2 gerðir af blómum, bara gaman... Svo er náttúrulega farið að styttast í heimferð hjá Ömmu sætu "því miður" erum við alls ekki sátt við það en svona er bara lífið þegar maður býr í útlöndum allar heimsóknir taka einhvern tíman enda, því miður...
En eins og þið sjáið þá hefur nú eitthvað verið að gerast hjá okkur...
Varðandi myndirnar þá er ég sko ENGIN snillingur á þessa myndavél því miður, en við verðum bara að vera duglegri að taka myndir og setja inn á síðuna, því "æfingin skapar jú meistaran"...
Jæja segjum þetta gott af röfli í bili...
Kv. Bebbý, Amma og Ormarnir