Afmælisdagurinn hans Kristofers...
Nú er komið kvöld hjá okkur og við öll orðin vel þreytt eftir daginn.. Byrjuðum daginn á tómri leti þar sem var farið fram úr og sett á 2 kökur og bakaðar pönnslur í tilefni dagsins... Svo fékk Kriss okkar að byrja að opna pakkana en hann var nú ekki í neinum ham (svona eins og maður hefði búist við) nei ekki alveg, hann opnaði nefnilega fyrst "Verkfærasettið" og þá byrjaði maður bara að dunda sér við það og leika í því áður en lagt var í hina pakkana... Voða rólegur svona.. Svo var farið í restina á pökkunum (Oliver græddi nú líka fékk 4 bækur og rosaflott stækkunargler af því Kriss átti afmæli) og þegar okkar maður sá 3 DVD diska í einum og sama pakkanum var sko brunnað beint niður og fóru þeir feðgar allir með tölu að horfa á Ástrík... Voru ekkert smá ánægðir með hann... Svo fengum við okkur kökur og drifum okkur í bæinn þar sem hann Kriss okkar valdi að eyða afmælisdeginum í Tívólinu í bænum og að sjálfsögðu fékk hann að ráða... Vorum þar í dágóðan tíma (Rabbi, Stella og Enfíma voru með okkur)... Fengum okkur svo að borða kvöldmat í Tívólínu og allan pakkan bara gaman.. Þau fengu heilmikið út úr þessu og skemmtu sér stór vel... Þeir náðu að vinna sér inn eitthvað drasl (byssur, boga, hníf, bangsa og ég held ekkert fleira)... Svo fórum við heim seint og síðar meir úr Tívolínu og fengum Stellu og Enfímu með í heimsókn og gátu krakkarnir leikið sér saman.. Svaka stuð og ekki skemmdi það neitt fyrir að Pabbi og Oliver voru að vinna í því að setja saman nýja flotta Playmóið mitt... Bara gaman... Svo núna eru þær mæðgur farnar heim svo Ma ætlar að skella mér í bælið enda komið LANGT FRAM YFIR SVEFNTÍMAN minn...
Hvað fékk ég í afmælisgjöf????
Amma og Reynsi "pening í bankan"
Amma Dísa "pening í bankan"
Kristín, Palli og Tvíbbarnir "verkfæri og vinnuhanskar"
Ágústa Eir, Heimir Þór og tilbehör "3 DVD diskar"
Amma, Reynsi, Mamma, Pabbi og Oliver "Risa Playmókassi úr viltra vestrinu"
Mamma, Pabbi og Oliver "fullt af fötum og Spil"
Langa og Langi "Rosaflott stílabók"
Óli Björn "pening í bankan"
Held ég hafi talið allt upp, vonandi alla vegana...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Kristofer afmælisstrákur, Oliver og Gamla settið