mánudagur, september 22, 2008

Ein enn helgin búin....

Well well well
allt að gerast hjá okkur þessa dagana eins og alla hina!!!!
Vikan búin að líða MJÖG hratt en við teljum saman niður dagana sem þarf að vakna og okkur leiðist aldrei þegar kominn er fimmtudagur og við bara eftir að vakna einn dag (we just love it).... En núna á föstudaginn skellti Kriss sér aftur með skólanum á fótboltaæfingu en þau eru víst nokkuð mörg sem labba yfir á mánu- og föstudögum algjör snilld að hafa þetta svona tengt þ.e.a.s dægradvölina og íþróttaæfingu!!!!! Á föstudaginn vorum við sko bara LÖT öll saman, við Kriss drifum okkur heim og elduðum bara mjög fljótlega kvöldmatinn, Oliver okkar kom seint um síðir heim (var úti að leika). Við kíktum svo saman á Mænusöfnunina og svo á Singing BEE með Jónsa!!! Við Kriss sofnuðum svo mjög fljótlega eftir það í sófanum, ég rumskaði svo og skellti Kriss inn í rúm og vitir menn, Oliver náði svo líka að sofna í sófanum (en svoleiðis lagað er mjög sjaldgæft hjá Oliver en fastir liðir eins og venjulega hjá okkur Kriss)!!! Kriss vaknaði svo óvenju snemma á laugardagsmorguninn sem ég var sko bara ekkert að nenna en við drifum okkur fram úr, áður en ég fór svo að í verkefnavinnu rumskaði Oliver!!! En þeir bræður fóru svo saman í strætó á Handboltaæfingu!!!! Amma sótti svo strákana eftir æfingu og bauð þeim heim til sín í hádegismat. Þau röltu svo yfir stuttu áður en ég kom heim! Við tók önnur leti á laugardagskvöldinu enda ég þreytt eftir lítinn svefn, strákarnir líka en við lögðumst saman í sófan og kíktum á fjölskyldubíóið!!
Í dag sváfum við sem betur fer MUN LENGUR, ég elska að sofa lengi um helgar.. Við vorum svo öll frekar löt að fara á fætur en þegar Flóki hringdi og sagðist vera á leiðinni dreif mannskapurinn sig á fætur. Við Kriss skutluðumst í endurvinnsluna, Smáralindina (að redda Kriss húslykli af húsinu nokkuð sem hann hefur þráð í langan tíma) og kíktum svo á bókamarkaðinn. Á heimleiðinni ákváðum við að kíkja á bensínstöðin og sjá hvort kústarnir væru úti og jú jú þeir voru það, og meðan ég sápaði bílinn var Kriss á kústinum og já það mætti segja að ég hafi verið VEL BLAUT eftir þessa ferð!!! En meðan við vorum að þrífa bílinn rigndi ekki neitt, svo ákváðum við að ryksuga svona létt yfir bílinn og jú hvað gerist þá, kemur ÚRHELLIS RIGNING... Kriss þakkaði fyrir að sitja bara inn í bíl heheheheheh en ég varð því ennþá BLAUTARI (gaman að því)...
Eftir öll þrifin ákváðum við að hendast heim, fengum við þá bara Kristínu og Co. og ömmu í heimsókn! Þegar við vorum svo búinn að borða kvöldmat þá var farið í það að leita af Oliver og jú jú þá höfðu þeir félagar ákveðið að skella sér á Blika leikinn og þeir Flóki haldið bara áfram að leika eftir leikinn. En það var sko alveg á tæru að drengurinn varð að vera kominn heim fyrir 19:40 þegar Svartir Englar byrjuðu því Dagvaktin byrjaði sko strax á eftir og ekki ætluðum við Kriss að missa af þessu!!! Amma var svo ákkúrat að fara í bíltúr svo hún pikkaði Oliver upp fyrir okkur!!!
Við komum okkur svo huggulega fyrir og fylgdumst með þessum íslensku þáttum sem ég var bara nokkuð ánægð með, komu strax nokkrir sterkir brandara í Dagvaktinni, hann Ólafur Ragnar er hreinlega bara SNILLINGUR... Eitt orð hægt að segja um hann...
Á morgun (fyrramálið eftir nokkra klst) er svo komin ný vinnuvika hjá okkur, strákarnir búnir með heimanámið sitt og alles (á vísu á Oliver eftir að skrifa í stílabókina sína þar sem hann gleymdi henni í skólanum) en Litla dýrið er sko búinn með sitt, svaka duglegur, hann heimtaði að klára það á föstudaginn og við að sjálfsögðu gerðum það!!! Um að gera að drífa þetta af meðan hann nennir...
Annars er svona mest lítið spennandi að gerast hjá okkur, kannski eitthvað meira bitastætt í næstu viku...
segjum þetta gott í bili.
Over and out.

þriðjudagur, september 16, 2008

Fótari og mont...

Well well well
Er ekki alveg ægilega langt síðan ég MONTAÐI mig!! Alveg örugglega en mig langaði svo að monta mig á því hversu ægilega duglegir synir mínir BÁÐIR eru.... Oliver stendur sig gjörsamlega eins og hetja en hann þessi elska kemur þeim bræðrum í skólann á hverjum degi, ég hringi og segji þeim hvenær skuli lagt af stað og sér Oliver um rest!!! Þeir báðir rosalega duglegir að labba í skólann og sjá svona um sig sjálfir!!!! Oliver er náttúrulega líka svo duglegur, hann sér sjálfur um að koma sér á allar æfingar, það er tekin strætó í Kópavogsskóla á blakæfingar og svo fer hann í Fífuna á Karateæfingar ekkert smá duglegur.. Ekki má gleyma því að hann sér líka um það sjálfur að koma sér heim :-))) Ekki margir strákar á hans aldri svona duglegir!!!!
Litla dýrið fór svo í fyrsta skipti á fótboltaæfingu með HK hérna út í Kór, það var labbað með liðið úr dægradvölinni og yfir í Kórinn sem er bara snilld... Svo af því upptekna mamma hans er í skólanum á mánudögum þá labbaði hann þessi elska sjálfur heim og svo kom Amma og sótti hann ekkert smá duglegur!!! Það eru sko alls ekki margir á þeirra aldri sem eru svona duglegir!!! Best að taka það alveg skýrt fram að þetta er sko bara alls ekki sjálfsagt að börnin manns séu svona dugleg!!!
Kriss minn var sáttur á fótboltaæfingunni og ætlar að skella sér aftur á föstudaginn, já maðurinn sem ætlaði ekki á íþróttaæfingar þennan veturinn er kominn bæði í hand- og fótbolta, já fólk hefði átt að hafa meiri áhyggjur af þessu og tala meira um þetta, en ég mamman var alveg pollróleg yfir þessu sagði bara ef hann langar ekki að æfa íþróttir þá er það bara allt í lagi, ég sé engan tilgang með því að pína hann á æfingar sem hann hefur engan áhuga á að mæta á!!! Að vísu vildi ég sjálf að hann myndi prufa handbolta en ég er að tala um að mér finnst fáar íþróttir skemmtilegar en mér finnst geggjað gaman að horfa á handbolta og mér finnst rosa gaman að horfa á blak (já af því ég kann það)... Svo ég er rosalega ánægð með það val þeirra bræðra þ.e.a.s handboltann og blakið!!!! Finnst bara eitt leiðinlegt það er hve lítið úrval er enn sem komið er af íþróttum hérna út í Kór, snilldin væri náttúrulega að hafa þetta allt þar svo þeir bræður gætu bara labbað á æfingu og heim á milli ef svo bæri við!!!!
En best að segja þetta gott af montni og fréttum í bili...
Pikkum inn meira fljótlega...
Kv. Mamma Mont og Co.

sunnudagur, september 14, 2008

Heimalærdómur í fyrsta skipti.

Well well well
bara aftur komin helgi, tíminn líður sko bara ALLTOF hratt þessa dagana, brjálað að gera í skólanum og ég sé fram á það að ég læri bara helgina fyrir próf, hef eiginlega ekki tíma til þess fyrr... Annars var vikan rosalega fljót að líða, þeir bræður svaka duglegir eins og alltaf og Reynsi mikið að hjálpa okkur!!! Lendir allt á ömmu, Reynsa og Kristínu að aðstoða mig en annars má sko alls ekki gleyma því hvað hann Oliver minn er nú bara duglegur og ábyrgur!!! Hann getur sko það sem hann vill og ætlar sér, það er ekki nokkur spurning!!!!
Kriss var rosa glaður Tannálfurinn kíkti við hjá honum með 500 kr. svo var það bara venjulega vika hjá okkur. Í gær föstudag kom hins vegar Stubbur minn heim með sitt fyrsta heimanám, vá föstudagurinn byrjaði vel svo kom upp að dægradvöl var ekki opin þar sem allir kennararnir voru veikir (Reynsi gat sem betur fer bjargað okkur). En þegar ég loksins komst heim þá var ákveðið að hendast með Oliver á karateæfingu og meðan Oliver var á æfingu fórum við Kriss saman í heimanámið hans, ekkert smá gaman hjá okkur og rosa flott hjá honum!!! Honum fannst þetta líka alveg æðislegt að vera kominn með heimanám!!!! Eftir karateæfinguna fór Oliver með Flóka og Gústa í bíó svo hann kom ekki heim fyrr en geggjað seint!!!
Í morgun vorum við svo frekar svona LÖT og sváfum svona aðeins lengur en venjulega!!! Oliver náði nú að læra sitt heimanám áður en við fórum út (svo ægilega leiðinlegt að hafa heimanám hangandi yfir sér alla helgina). Þegar við vorum svo loksins öll ready drifum við okkur á handboltaæfingu en Kriss líst rosalega vel á þær. Svo var farið í bíó já stór fjölskyldan fór saman á "Síðasta bæinn í dalnum" var spes sýning og gaman að fyrir þá bræður að sjá loksins þá marg um töluðu mynd!!! Það var bara fínt enda mörg ár síðan ég sá hana síðast!!!! Eftir bíóið var farið að versla þar sem það var hungursneið í ísskápnum okkar!!! Svo komu amma, Reynsi, Jón Egill og Tómas Ari í mat til okkar!! Bara gaman að því!
Í fyrramálið ætlar Kriss með Ömmu, Jóni Agli og Tómasi Ara í heimsókn til Löngu og Langa ég held ég haldi mér heima í tiltekt eða lærdómi í staðinn!!! Svo verður bara komin aftur venjuleg vika hjá okkur...
Nú ætlum við að athuga með fótbolta líka fyrir Kriss en dægradvölin og HK bjóða upp á það að krakkarnir labbi sjálf (öll saman) úr dægradvölinni og yfir í Kórinn á fótboltaæfingu með HK, við ætlum að skoða það mál en það byrjar þá núna á mánudaginn. Líst bara rosalega vel á það!!! þarf bara að skoða þetta með hver gæti sótt Kriss á æfingu klukkan 16 í Kórnum á mánudögum! Að vísu er minn maður að fara fram á það að eignast sjálfur sinn húslykil af Konungshöllinni okkar, því hann vill verða sjálfstæður eins og bróðir sinn, fá að fara heim sjálfur úr dægradvöl og stjórna þessu aðeins þ.e.a.s hvenær hann fer heim!!!!
Well segjum þetta gott af þessari helgi...
Over and out.

mánudagur, september 08, 2008

Búin að missa AÐRA tönn....

Dúdda mía
hvað Stubbur var glaður í morgun þegar hann var að tannbursta sig :-) já já maður bara burstaði tönnina úr og beint í lófan á sér :-))) hann brosti sko ALLAN hringinn... Ekkert smá gaman að missa tönn, missti aðra í neðri góm svo nú er hann með risa stórt gat, komumst að því að það væri hægt að leggja RISA bíl í gatinu.. hehehhehehe
Annars er alveg fullt búið að vera að gerast hjá okkur, ég í skólanum á FULLU og þeir bræður voða duglegir að sjá um sjálfan sig!!!! Oliver er sko rosalega duglegur að hjálpa mér, fer flesta daga að sækja Kriss í dægradvöl og er með hann þangað til ég kem heim, á miðvikudaginn fóru þeir td. saman í strætó til Kristínar, Kriss varð þar eftir meðan Oliver var á karateæfingu og þetta var sko ekki mikið mál. En Oliver er að standa sig þvílíkt vel þessa dagana!!
Á föstudagskvöldið fékk Kriss LOKSINS afmælisgjöfina sína þetta líka fína hjól, var ekkert smá ánægður með það BROSTI allan hringinn og gott betur en það.. Við vorum svo öll í mat hjá Kristínu og Co. á föstudagskvöldið bara stuð!!! Á laugardaginn var farið svona frekar seint á fætur (sem betur fer) við drifum okkur á fætur og í fötin svo Kriss kæmi nú ekki of seint á sína fyrstu handboltaæfingu og leist stráknum bara nokkuð vel á það, mér leist voða vel á stelpurnar sem eru að þjálfa sem er náttúrulega bara flott því mér finnst það skipta svo miklu máli. Við drifum okkur svo heim eftir æfingu þar sem Kristín og Co + amma voru á leiðinni til okkar. Fengum okkur að borða og drifum okkur svo út að hjóla á nýja hjólinu sem var bara sport. Ég fór svo að læra með stelpunum en strákarnir voru eftir hjá ömmu og Kristínu. Við vorum svo öll vel þreytt á laugardagskvöldinu það sofnuðu sem sagt ALLIR í stofunni!!!!
Í morgun var svo sú gamla rosa þreytt en Kriss alveg í essinu sínu, kjaftaði af honum hver tuska. Á endanum drifum við okkur út með ömmu en Oliver fór hins vegar með Reynsa í bíó bara gaman hjá honum. Svo var það að sjálfsögðu snemma í bælið í kvöld þar sem það er skóli hjá öllum á morgun og tannálfurinn ætlar að kíkja við hjá honum Kriss okkar...
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Mamman og gormarnir

miðvikudagur, september 03, 2008

Takk fyrir drenginn

Dúdda mía
hvað er langt síðan síðast.. Á laugardaginn var sko HÖRKU stuð í afmælinu ekkert smá gaman hjá okkur, komu fullt af góðum gestum og Kriss okkar fékk fullt af pökkum, var rosalega ánægður með alla pakkana sem hann fékk... Fannst þetta rosalega skemmtilegur dagur!!!
Á sunnudaginn sváfum við út og skelltum okkur svo í sund þar sem Kriss varð að prufa nýju kafaragræjurnar sem hann fékk í afmælisgjöf! Vorum þó nokkuð lengi í sundi og nutum þess sko bara. Svo var bara chill þangað til farið var að sofa á ný!! Fengum líka gesti í afganga á sunnudeginum sem var líka bara alveg æðislegt (alveg nauðsynlegt svo allir afgangarnir myndu ekki enda í tunnunni)..
Svo var bara venjulegur skóladagur í gær (mánudag) og þegar mamma loksins kom heim úr skólanum var Kriss kominn upp í rúm (en amma var hjá honum) og Oliver var að sjálfsögðu á leiknum KR - Breiðablik!!!! Það fóru því allir frekar mikið seint að sofa í gær sem varð til þess að það var svona frekar erfitt að vekja liðið í morgun en það hófst sem betur fer á endanum.
Þeir bræður eru enn voða ánægðir í skólanum sem er náttúrulega bara alveg æðislegt. En ég fékk nú samt símtal frá kennaranum hans Kriss í gærkvöldi en hún vildi láta mig vita af því hvernig Kriss fékk kúlu á hausinn (ég mamman hafði náttúrulega ekkert séð barnið mitt svo ég sagði henni bara eins og væri að ég hefði ekki séð neitt þar sem hann var farinn að sofa þegar ég kom heim). En hún sagði mér hvernig gengi hjá Kriss í skólanum og ræddum við heillengi um strákinn okkar sem var bara ljúft og fannst mér alveg æðislegt að kennarinn skyldi hringja í mig heim og láta mig vita hvað hefði gerst í skólanum. En málið var að það eru til fleiri SKAPSTÓR börn en mín :-))) og var Kriss að skipa einhverjum dreng fyrir að ganga frá tening og brást sá eitthvað illa við og kastaði teningnum beint í Kriss (fékk hann teninginn í ennið og úr varð þessi fína kúla) ekkert alvarlegt og bara alveg eðilegir árekstra. Skil samt ekki bara af hverju drengurinn hlýddi Kriss bara ekki í fyrsta ;-))) hahahah hehehehe
Annars er nú svo sem bara allt gott af okkur að frétta! Því miður tapaði Breiðablik leiknum í gær en Oliver lifði það nú alveg af þó svo hann hafi ekki verið sáttur!!! Gera bara betur næst ekki satt???
Á morgun byrjar svo Karate hjá Oliver (er það ekki alveg týpískt að hann er á æfingum um leið og ég er í skólanum?) Ég ætla svo að fara með Kriss á svona eins og eina handboltaæfingu um helgina og sjá hvernig honum líst á það!! Langar svo að hann fari að æfa einhverja íþrótt honum veitir ekkert af að losa um þessa AUKA orku sína...
segjum þetta gott í bili...
Over and out.