Þá er júlí alveg að klárast
þá er ein enn helgin búinn á þessu ári, ekkert smá sem tíminn líður hratt ákkúrat núna... Helgarnar gjörsamlega fljúga frá manni, eins og þær mættu nú vera aðeins LENGRI (loksins þegar maður á frí)...
Við stór fjölskyldan náðum að gera alveg FULLT þessa helgina, fórum á föstudaginn í IKEA (I just love that store) og versluðum eitt stykki kommóðu, komum svo heim frekar þreytt en ákváðum samt sem áður að rífa kassann upp og byrja að setja herleg heitin saman.. Hvað haldið þið ljósa kommóðan sem ég taldi mig hafa keypt var HVÍT þegar heim var komið og ég bara hreinlega nennti ekki að skila eða skipta, setti bara saman þessa hvítu kommóðu. Á laugardaginn sváfu þeir bræður ROSALEGA lengi svo ég gerði mér lítið fyrir og reif allt úr gömlu kommóðunni og henti henni út (passlega svo Reynsi gæti farið með hana í Sorpu og strákana í bíltúr). Við kíktum svo í afmælið hennar Snædísar Birnu sem var að halda upp á 2 ára afmælið sitt (ekkert smá flott skvísa) voru þar þangað til tími var kominn til að fara með strákana heim þar sem amma ætlaði að sitja hjá þeim meðan ég skellti mér á Mamm Mia (mæli alveg með henni, ABBA slagarar klikka aldrei)... Meðan ég var í bíó prufuð strákarnir og amma að setja græna litinn á vegginn og ég held þetta komi bara vel út....
Í dag dreif ég strákana á fætur þar sem nota bene allir þurfa á vakna á morgun :-) fórum í Húsasmiðjuna og versluðum hvíta og meira af Kawasaki grænu málingunni. Þaðan var farið í bíó skelltum okkur á Kungfu Panda (mæli alveg með henni líka). Eftir bíóið var það önnur IKEA ferð já trúið þið því, eftir að ég byrjaði að rústa hérna heima þá þarf að gera ýmsar breytingar!!!! Keyptum bókahillu í herbergið hjá Oliver þar sem nú geta Tinnabækurnar ekki lengur verið frammi á gangi... Ég fór svo heim í afslöppun en strákarnir fóru með Reynsa að leika sér (vá fengum líka súkkulaði köku heima hjá Ömmu þar sem Reynsi frændi á afmæli á morgun). Þegar strákarnir komu heim fórum við í það að mála vegginn okkar hvítan (svo við getum málað hann grænan á morgun, málingarvinnan hérna í íbúðinni ekki alveg upp á 10). Fengum okkur að borð, settum saman bókahilluna, svo það er búið að vera alveg nóg að gera... Núna erum við svo öll komin í leti stuð sem er sko bara hið besta mál þar sem við þurfum að vakna í fyrramálið. Reynsi ætlar að aðstoða okkur í vikunni hvað Kriss okkar varðar þar sem Amma mætir í vinnuna í fyrramálið. Já þetta er púsluspil en við reddum þessu eins og vanalega ekki málið!!!!
En ætli sé ekki best að segja þetta gott í bili.
Fara að skoða koddaverið :-))
Látum heyra frá okkur fljótlega aftur.
Kv. Liðið í breytingar stuðinu.