mánudagur, júlí 28, 2008

Þá er júlí alveg að klárast

Well well well
þá er ein enn helgin búinn á þessu ári, ekkert smá sem tíminn líður hratt ákkúrat núna... Helgarnar gjörsamlega fljúga frá manni, eins og þær mættu nú vera aðeins LENGRI (loksins þegar maður á frí)...
Við stór fjölskyldan náðum að gera alveg FULLT þessa helgina, fórum á föstudaginn í IKEA (I just love that store) og versluðum eitt stykki kommóðu, komum svo heim frekar þreytt en ákváðum samt sem áður að rífa kassann upp og byrja að setja herleg heitin saman.. Hvað haldið þið ljósa kommóðan sem ég taldi mig hafa keypt var HVÍT þegar heim var komið og ég bara hreinlega nennti ekki að skila eða skipta, setti bara saman þessa hvítu kommóðu. Á laugardaginn sváfu þeir bræður ROSALEGA lengi svo ég gerði mér lítið fyrir og reif allt úr gömlu kommóðunni og henti henni út (passlega svo Reynsi gæti farið með hana í Sorpu og strákana í bíltúr). Við kíktum svo í afmælið hennar Snædísar Birnu sem var að halda upp á 2 ára afmælið sitt (ekkert smá flott skvísa) voru þar þangað til tími var kominn til að fara með strákana heim þar sem amma ætlaði að sitja hjá þeim meðan ég skellti mér á Mamm Mia (mæli alveg með henni, ABBA slagarar klikka aldrei)... Meðan ég var í bíó prufuð strákarnir og amma að setja græna litinn á vegginn og ég held þetta komi bara vel út....
Í dag dreif ég strákana á fætur þar sem nota bene allir þurfa á vakna á morgun :-) fórum í Húsasmiðjuna og versluðum hvíta og meira af Kawasaki grænu málingunni. Þaðan var farið í bíó skelltum okkur á Kungfu Panda (mæli alveg með henni líka). Eftir bíóið var það önnur IKEA ferð já trúið þið því, eftir að ég byrjaði að rústa hérna heima þá þarf að gera ýmsar breytingar!!!! Keyptum bókahillu í herbergið hjá Oliver þar sem nú geta Tinnabækurnar ekki lengur verið frammi á gangi... Ég fór svo heim í afslöppun en strákarnir fóru með Reynsa að leika sér (vá fengum líka súkkulaði köku heima hjá Ömmu þar sem Reynsi frændi á afmæli á morgun). Þegar strákarnir komu heim fórum við í það að mála vegginn okkar hvítan (svo við getum málað hann grænan á morgun, málingarvinnan hérna í íbúðinni ekki alveg upp á 10). Fengum okkur að borð, settum saman bókahilluna, svo það er búið að vera alveg nóg að gera... Núna erum við svo öll komin í leti stuð sem er sko bara hið besta mál þar sem við þurfum að vakna í fyrramálið. Reynsi ætlar að aðstoða okkur í vikunni hvað Kriss okkar varðar þar sem Amma mætir í vinnuna í fyrramálið. Já þetta er púsluspil en við reddum þessu eins og vanalega ekki málið!!!!
En ætli sé ekki best að segja þetta gott í bili.
Fara að skoða koddaverið :-))
Látum heyra frá okkur fljótlega aftur.
Kv. Liðið í breytingar stuðinu.

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Sundgarpurinn á heimilinu að MEIKA það....

Já sæll
Það er sko allt að gerast hjá okkur stórfjölskyldunni, er að segja ykkur það við erum svo busy familí að það er ekkert venjulegt :-)))))
Lille man er að meika það feitt á sundnámskeiðinu sínu og finnst rosa gaman, amma fer með hann á morgnanna í sundið og þarf að vekja hann á hverjum degi til að hann geti mætt á réttum tíma. Þetta er allt af því nú er okkar maður í fríi og nýtur þess þá að VAKA LENGI, ekki oft sem hann fær þennan lúxsus enda er hann vel þreyttur á morgnanna. Hann segist gjörsamlega kunna allt á námskeiðinu sem er líka bara gott :-)) Það sem meira er er að hann kann Skáksund (á að vera Skásund) sem hinir kunna ekki, ekki einu sinni kennararnir.... hahahah hehehhehe bara góður og maður reddar sér alltaf fyrir horn jafnvel þó svo maður syndi á ská.... Kriss er svo að chilla með ömmu fram eftir degi. Var á þriðjudaginn með Kristínu og Co að leika við strákana sem var líka bara sport :-) í gær fór hann svo með Reynsa á "leynistað" eftir sundið sem honum þótti nú ekki leiðinlegt!!!!!! Kriss er því bara sprækur sem lækur eins og alla hina dagana. Fullorðnaðist fullt við að setja skólatöskuna á bakið í gær svo þetta er allt að koma!
Unglingurinn er líka á fullu, meikaði sem sagt ekki að vakna á körfuboltanámskeiðið sem var nú bara í góðu lagi en er hins vegar bara að leika sér allan daginn og langt fram á kvöld við vini sína. Er bara í stuði... Stækkar held ég ennþá, vá hann er að verða jafnstór og ég (ekki að það hafi verið erfitt eða mikil vísind og þarf alls ekki mikið til að ná mér).... En hann er bara langflottastur...
Þeir bræður eru svo í því að slá með kylfunum á svölunum nóg að gera hjá þeim alla daginn, kvöld og nóttina í þeim business.....
Við Kriss erum svo á fullu að fara í gegnum fataskápa á kvöldin, náum vonandi að klára þetta í dag eða morgun.
Jæja best ég haldi áfram að gera eitthvað af viti í vinnunni...
Segjum þetta gott í bili.
kv. Berglind og Gormarnir

mánudagur, júlí 21, 2008

Blikar að rústa ÍA "6-1"

Well well well
þá er heil vika síðan síðast var PIKKAÐ eitthvað inn....
En fullt búið að gerast síðan þá, já bara allskonar búið að vera að gerast í okkar lífi, Kriss búinn að vera HEILA VIKU í fríi sem er nú bara frábært fyrir hann. Þeir bræður búnir að njóta þess að SOFA út ég er að tala um að vakna um klukkan 11 á morgnanna er það síðan eðlilegt???? Vikan fór mest megnis í chill, Oliver ætlaði á körfuboltanámskeið en hann var sem sagt eini þáttakandinn svo hann hætti við það!!! Þeir fóru með Reynsa í Maríuhellana og ýmislegt fleira skemmtilegt í þessari viku, vikan leið hratt hjá þeim en mjög svo hægt hjá mér í vinnunni....
Á föstudaginn fórum við með Oliver í klippingu á Supernova og kom hann út með RISA STÓRT bros enda með unglingaklippingu, geggjað coolaður. Ekkert smá ánægður með klippinguna. Við Oliver kíktum þá einn hring í Smáró en versluðum ekki neitt.
Í gær laugardag var svo ákveðið að halda upp á afmælið hans Afa loksins enda pallinn svo að segja tilbúinn hjá þeim, það var ekkert smá flott veisla ég er að tala um að borðstofuborðið svingaði undan kræsingunum, og mættu þar bara flest allir svaka gaman og mikið stuð!!! Kriss fékk svo að fara heim með Kristínu og Co. að prufa tjaldið okkar en þau voru búin að tjalda því út í garði hjá sér (á leiðinni heim talaði Kriss um að fara í útilegu og kaupa dýnur og svefnpoka fyrir okkur) JÁ SÆLL.... Við komum svo rosalega seint heim að það var bara TV gláp og svo allir að sofa...
Í dag sunnudag áttum við von á sól og bongóblíðu en NEI það var ekki upp á teningnum (við vorum búin að ákveða sundferð og alles) en NEI í staðinn sváfu þeir bræður til rúmlega 11 þá fengu þeir sér morgunmat (þegar flestir aðrir voru farnir að huga að hádegismat)... Við ákváðum svo bara að rölta inn í Guðmundarlund og leika okkur aðeins þar fundum nokkur berjalyng og smökkuðum á krækiberum (vá hvað verður stutt fyrir okkur in the future að fara í berjamó, röltum bara í það, ekkert keyra lengst út á land til þess)... hahahahah hehehehe..
Eftir langa göngutúrinn vorum við öll þreytt og löt enda farið að rigna og hvessa mikið svo við fórum heim þar sem þeir bræður horfðu á mynd og léku sér svo (spiluðu, púsluðu og léku sér í golfi á svölunum).... Svo erum við bara búinn að vera í RÓLEG HEITUNUM sem er líka bara svo ljúft...
Á morgun byrjar svo Kriss á sundnámskeiðinu sínu, sem hann hlakkar mikið til að skella sér á svo er hann líka búinn að eignast vin í næstu íbúð við ömmu svo hann ætlar að fara á sundnámskeið og svo að leika við Daníel. Verður stuð hjá honum, Oliver hefur ekki ákveðið hvort hann nenni að gera aðra tilraun við Körfuboltanámskeiðið en það kemur í ljós í fyrramálið fer eftir því hvort hann nenni á fætur eða ekki....
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Over and out.

sunnudagur, júlí 13, 2008

Sumarfrí YES.....

YES nú er sumarfríið að byrja...
Nú er sem sagt 67% af fjölskyldunni komið í sumarfrí og ekki leiddist mínum manni að það væri síðasti dagurinn í leikskólanum á föstudaginn og það sem meira er þetta var STUTTUR dagur, amma sótti alla strákana sína strax eftir hádegismatinn það var sko ekki slæmt. Þeir voru svo allir heima hjá ömmu þangað til við mömmurnar vorum búnar í vinnunni... Við vorum svo hjá ömmu í dágóða stund, þar sem Reynsi og Oliver voru heima hjá okkur, strákarnir fóru svo á rúntinn með Reynsa og kíktu meðal annars við í Endurvinnslunni (græddu þar nokkrar krónur).. Þegar heim var komið var það matur og svo algjör LETI fyrir framan TVið....
Á laugardaginn vorum við frekar löt í RIGNINGUNNI en Flóki kom í heimsókn til Olivers en við Kriss ákváðum að skella okkur í Smáralindina að versla smá meira fyrir skólann sem vantaði (við alveg að verða búinn með innkaupinn fyrir skólann hjá þeim bakkabræðrum) og svo versla ný sundgleraugu fyrir sundnámskeiðið en það er sem sagt ákveðið að Kriss fer á sundnámskeið. Við chilluðum svo smá í Smáralindinni nutum þess og drifum okkur svo að versla eitthvað handa öllu liðinu með kaffinu :-))) Amma kom svo með kvöldmatinn handa okkur og ekki leiddist okkur það nutum þess svo bara að vera í fríi í gærkvöldi.
Í dag sunnudag var farið frekar seint á fætur sem er alltaf bara svo LJÚFT. Svo ákváðum við að skella okkur með Kristínu og Co og Ömmu í sundlaugina í Mosó og sú sló heldur betur í gegn vorum þar alveg heillengi og strákarnir skemmtu sér ekkert smá vel í öllum rennibrautunum. Ég hélt þeir myndu bara ekki vilja koma með mér heim... En við ákváðum að kíkja á KFC einmitt í Mosó líka með risaleiksvæði fyrir börn eftir sundið, og ekki skemmtu þeir sér síður þar... Vorum þar líka frekar mikið lengi sem var líka bara ljúft. Svo var keyrt heim í afslöppun enda allir frekar þreyttir eftir púlið.. Strákarnir fóru saman inn í herbergi og kíktu á bíómynd meðan ég slappaði af en veðrið var sko ekki til að hrópa húrra yfir ÚRHELLIS RIGNING og mjög svo dimmt úti (bara svona ekta haustveður)....
Á morgun ætlar Kriss að vera að chilla með Ömmu meðan Oliver fer á körfuboltanámskeið, já nóg að gera hjá okkur...
Segjum þetta gott í bili....
Over and out.

föstudagur, júlí 11, 2008

Hörðó er það heillinn :-)))))

Já sæll
þá hefur hann Oliver okkar ákveðið að það verði Hörðó núna í vetur. En hann fór sem sagt með Ömmu í verslunarleiðangur í gær þar sem þau versluðu flest allar bækurnar (stílabækurnar) sem þeir bræður þurfa fyrir veturinn. Við vorum búin að prenta út innkaupalista fyrir þá báða, amma vakti eða meira svona dröslaði Oliver á fætur og þau saman út að versla, bara gaman hjá þeim. Oliver fór svo heim með Ömmu og bar á einn stól fyrir hana á pallinum og svo fóru Amma og Oliver saman á leikskólann og ég sótti svo Kriss og Oliver þangað. Oliver er búinn að vera bara að leika þessa vikuna, engin námskeið eða neitt. Á morgun ætlar hann svo að hjálpa Ömmu með alla stubbana en Kriss hættir LOKSINS á leikskólanum á morgun og þá lokar leikskólinn í hádeginu svo amma ætlar að redda okkur.
Kriss er orðinn vel þreyttur á leikskólanum og var í skýjunum í morgun þegar hann fékk að vita það að hann þyrfti bara að vakna EINU SINNI ENN.... En hann eyddi deginum í gær í Nauthólsvíkinni með leikskólanum og það fannst honum skemmtilegt, þau veiddu Krabba, fengu að vaða og alls konar skemmtilegt.
Við erum meiri segja búinn að fá það staðfest að Oliver er VELKOMINN í Hörðó (enda hver vill ekki fá afburðarnámsmann í sínar raðir) ??? Maður bara spyr, en það eru alls konar kostir við það að hann fari í Hörðó númer 1,2 og 3 það er alltaf stutt HEIM, svo getur hann þá sótt bróðir sinn í gæsluna ef þess þarf og getur aðstoðað mömmu sína þá daga sem hún þarf að skreppa í skólann eftir vinnu. Já Oliver er rosalega duglegur strákur og extra duglegur þegar hann þarf að sýna ábyrgð. Svo ég held að veturinn hjá okkur eigi bara eftir að vera skemmtilegur.
Segjum þetta gott af okkur nú erum við bara farin að telja dagana niður í fríið.
Látum heyra frá okkur sem fyrst aftur.
Kv. Berglind, Unglingurinn og Stubbur

mánudagur, júlí 07, 2008

Enn ein helgin búin

Góða kvöldið,
Þá er sko langt síðan við pikkuðum inn síðast svona vægt til orða tekið. Oliver snillingur er búinn að vera á Golfnámskeiði númer 2 núna þessa vikuna og hefur skemmt sér svona líka vel, ekkert smá ánægður með golfnámskeiðin sem hann hefur farið á. Hann hefur sem sagt stundað það þessa vikuna að sofa út og vel það og farið svo á golfnámskeiðið. Fór á 2 Blikaleiki ef ég man rétt og lék bæði við strákana í KÓSK og hérna uppfrá nóg að gera hjá okkar manni. Kriss hefur svo bara verið í leikskólanum (sem hann nota bene er kominn með alveg nóg af). Nema á föstudaginn þá var sko RÆS eldsnemma já klukkan 06 þeir bræður fóru þá með Reynsa frænda á bæði fimleikaæfingu og í Sporthúsið að leika sér, ekkert smá mikið stuð og þeir skemmtu sér báðir Konunglega. Kriss var alveg í skýjunum með þetta allt saman fór ekki í leikskólann fyrr en rétt fyrir 11. En þetta var bara æðislegt og þeir báðir búnir að tala þvílíkt mikið um þetta. Sem sagt vikan endaði ekkert smá vel. Svo í gær laugardag fór Kriss með Kristínu og Co í dagsferð í Þrastarskóg og skemmti hann sér rosalega vel þar, við Oliver vorum bara í róleg heitunum og borðuðum með Ömmu í gærkvöldi. Bara rólegur laugardagur hjá okkur hinum.
Í morgun sunnudag var sko SOFIÐ ÚT við vorum öll greinilega vel þreytt!!!!! Þegar við svo loksins vöknuðum fengum við Kriss okkur að borða já og Oliver svaf áfram!!! Svo ákváðum við að í dag yrði loksins hinn margrómaði Ömmukjúlli í kvöldmatinn, svo við Kriss undir bjuggum hann og ákváðum svo þar sem veðrið var svo fínt fyrir hádegi að við myndum bara fara með matinn yfir til ömmu og borða úti á palli hjá henni!!! Þegar Oliver loksins dreif sig á fætur var farið smá stund til Ömmu í heimsókn svo fóru þeir bræður í afmæli hjá Óla Birni. Eftir afmælið var farið í róleg heit á pallinn hjá Ömmu svo borðuðum við úti, vá hvað það var æðislegt :-))) Eftir matinn var hann Kriss okkar orðinn vel þreyttur svo við fórum heim með hann og beint í bælið!! Oliver ætlar hins vegar að vaka lengur þar sem hann er í fríi á morgun, ætlar samt eitthvað að skemmta sér með Reynsa frænda á morgun :-)))
Segjum þetta gott í bili...
Over and out.