fimmtudagur, desember 27, 2007

Jólagjafirnar í ár....

Dísus Kræst, hér kemur listinn þeirra...

Oliver Unglingur fékk
Ipod frá okkur Kriss
Myndavél frá Ömmu sætu og Reynsa
tösku utan um Ipodinn
tösku utan um myndavélina og kort í hana.
2 gallabuxur
2 Hettupeysur
Bol
4 Bækur
Leður Converse skó
20 Evru seðil
3000kr. inn á bankabók
2 náttbuxur
inniskó
2 Tæknilegó kassa
PS2 leik
30 laga inneign á tónlist.is
Vasaljós
Smásjá
Sængurverasett

Kristofer fékk
Ferðatæki (geislaspilari og kassettutæki) frá Ömmu sætu og Reynsa
Risa stóran Fjarstýrðan bíl frá okkur Oliver
3 hettupeysur
2 Gallabuxur
Vesti
Marga Legókassa hef ekki alveg töluna en hún er í kringum 6 eða 7
Markmannshanska
Bol
5 Evruseðil
Vasaljós
Tafl
2 Náttbuxur
Power Rangers Náttföt
Inniskó
Bók
Sængurverasett

Saman fengu þeir
2 Simpsons seríur
Singstar leik í PS2
Næturvaktina
Astrópíu Spilið
Astópíu á DVD

Held ég hafi munað eftir öllu, en svo að sjálfsögðu á pakkinn frá pabba eftir að koma til okkar en hann er einhvers staðar á leiðinni...
En þetta er ekkert smá mikið af Dóti sem þeir fengu, spurning um hvort maður þurfi ekki að fara að stækka við sig fljótlega :-)))))))

Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

Gleðileg jól......

Vú hú þá er hátíð mín og barnanna LOKSINS genginn í garð og búinn....
Við erum að tala um að aðfangadagur var æðislegur, við sváfum eins og sveskjur (eða þangað til við vorum vakin með símtali, þriðja daginn í röð alltaf verið að trufla svefn okkar með símanum).... Þá var farið í föt og fóru strákarnir yfir til mömmu að pakka inn mínum pakka meðan ég hentist í búð að versla síðustu gjöfina og klára að úthluta síðustu pökkunum. Svo í hádeginu var möndlugrautur hjá ömmu þar vorum við stórfjölskyldan saman komin ásamt Rebekku, Mikael og Matthíasi. Svaka stuð, eftir grautinn komu 2 jólasveinar í heimsókn þeir stúfur og skyr dagmál með hindberja og vanilubragði.is gámur mættir á svæðið og sögðu strákunum til mikillar skemmtunar að ég væri systir þeirra.... Þeir voru með fyndna brandara og töfra okkur til mikillar skemmtunar og voru svo strákarnir allir leystir út með pakka frá jólasveinunum. Bara gaman og stytti þetta biðina LÖNGU mjög mikið. Eftir þetta skrall fórum við heim og þá byrjaði Kriss á því að fara í bað, eftir baðið lagðist hann inn í rúm á náttfötunum og horfði á Shrek 3 sem hann fékk í skóinn. Oliver fór líka í bað og fór svo inn til sín á náttfötunum og horfði á nýju Harry Potter myndina sem hann hafði fengið í skóinn... Svo voru myndirnar að klárast bara rétt um 17 leytið og þá var kominn bara tími á það að fara að leggja á borð og klæða sig í sparifötin. En vá hvað þeir voru nú duglegir að bíða eftir pökkunum fengu ekki einu sinni að opna einn pakka fyrir matinn NEI NEI þeir bara biðu eins og fullorðnir menn. Við vorum svo í lengri lengri tíma að opna pakka þvílíkt var pakka flóðið á heimilinu. En já við ættum kannski að geta þess að Amma, Langa og Langi voru í mat hjá okkur, þetta var sem sagt bara notalegt hjá okkur. Höfðum Kalla í matinn með tilbehör.
Í gær jóladag var svo jólaboð hjá Löngu og Langa þar sem ÖLL stórfjölskyldan var saman kominn og fengu allir hangikjöt og svo kökur í eftirrétt ekkert smá gott...
Í dag komu Kristín og Co. plús Amma í kaffi til okkar bara huggulegt. Svo vorum við bara með kvöldmat og amma með okkur í kvöld (rólegt skal ég segja ykkur) enda venjulegur vinnudagur hjá mér á morgun, Kriss ætti líka að mæta í skólann en Amma og Oliver ætla að leyfa honum að vera bara í fríi á morgun og hinn svo Kriss mættir ekkert í leikskólann fyrr en 3.janúar, bara hugguleg heit á bænum. Enda er hann búinn að snúa sólarhringnum við á þessum nokkru dögum....
segjum þetta gott í bili..
Kv. Liðið í Tröllakórnum.

sunnudagur, desember 23, 2007

Alveg að koma Jól "Þorláksmessa" í dag.

Jæja jæja jæja
Þá loksins pikkar maður inn aftur, langt síðan síðast. Mikið búið að gerast og svona hjá okkur síðan þá. Íbúðin hjá okkur er LOKSINS komin í fínt stand nú er það bara þvottavélin sem fær að púla, ha hahahahah. Við erum að tala um að öll fötin, sængurfötin, handklæðin, teppin osfrv sem var í gámnum er angandi af bensín-, geymslulykt svo það er frekar mikið sem hún þarf að þrífa fyrir okkur!!!! Ekki það að við erum að vera kominn neðst í dallinn, þetta hefst vonandi allt fyrir jólin.....
Strákarnir búnir að vera duglegir og stilltir, þegar ég hef fengið að skjótast í búðir á kvöldin hefur Oliver bara verið heima að passa Kriss og hann er mjög samviskusamur þegar hann er í pössunarhlutverkinu. Svo höfum við ÖLL verið að fara frekar mikið SEINT að sofa, Kristín og Co. komu við hjá okkur nokkur kvöld þar sem Palli var í því að setja upp ljós, myndir, spegil, hillur, tengja sjónvarp og tölvu (eins gott að það er eitt loftnet í fjölskyldunni). Þá höfum við alltaf bara borðað öll saman og kvöldin, þegar svo loksins strákarnir mínir fara að sofa hef ég farið í tiltekt og þvott svo já það er búið að sofa lítið undanfarna daga en það er líka bara allt í lagi við sofum bara út um jólin :-) Ég get svo sem ekkert mikið kvartað, bæði í morgun og gærmorgun vorum við familían vakin (spáði í því) í gær var það rétt fyrir 10 og í morgun 09:30 og ég er að tala um að við vorum öll í fastasvefni, held barasta að hann Kriss sé að fara geta sofið dí hvað það er nú ánægulegt fyrir okkur Oliver svefnburku!!
Nu er annars allt orðið svo klárt hjá okkur að jólin mega bara koma í dag.
Í gær fór mest allur dagurinn í afmæli, það voru Tvíbbarnir okkar sem urðu 3 ára í gær, svaka stuð í afmælinu hjá þeim, fullt af grísum og mikið af látum.. Þegar við fórum heim úr afmælinu fórum við smá bæjarrúnt (en Oliver Unglingur varð eftir þar sem hann var að setja saman kubbadótið sem þeir fengu í afmælisgjöf). Svo var farið heim, þeir bakkabræður horfðu á Christmas Vaccation 2 og hló geggjað mikið, ég fór í það að pakka inn öllum jólapökkunum sem var ekkert smá gaman. Kriss var rosa ánægður í morgun þegar hann kíkt í skóinn jú hvað haldið þið hann fékk Joe boxer náttbuxur í skóinn, það sem honum hefur langað í þær lengi. Sagði svo já Oliver fær svona UNGLINGA náttbuxur í skóinn en hann Kriss minn er jafn forvitinn og mamma sín svo hann kíkir á hverjum einasta morgni í Olivers skó líka og lætur Oliver svo vita hvað er í skónum hans... .Gaman að því!!!!
Annars er svo sem ekkert merkjó að gerast, við erum bara búin að vera í tiltekt, skipulagi og jólaundirbúning. Svo er búið að ákveða það á fara í jólaboð til Löngu og Langa á jóladag en það boð tekur allan daginn og langt fram á kvöld svo verður pottþétt farið bara heim í afslöppun og á annan í jólum ætlum við að vera á náttfötunum takk fyrir ALLAN DAGINN:...
Segjum þetta gott í bili,
Jólakveðja frá okkur í Tröllakórnum.
Kv. Berglind og Gormarnir 2

miðvikudagur, desember 19, 2007

5 dagar í jólin og vinningunum að rigna inn hjá okkur.

Vá hvað er langt síðan síðast en að vísu góð ástæða fyrir því, það er verið að vinna í því að setja upp tölvuna já heimilistölvuna okkar hjá okkur og vantar því miður enn einhverja snúru í hana en því verður vonandi reddað fyrir helgina.

Annars þá er best að byrja á samræmduprófunum hann Oliver sonur minn gjörsamlega brilleraði í stærðfræðiprófinu (greinilega sonur mömmu sinnar) fékk 9 í því ekkert smá flott hjá honum drengnum, íslenskan fór ekki eins vel (var svo sem alveg búið að undirbúa mig undir það, kennarinn hans sá um það) en þar fékk strákurinn 6. Ekki það að þetta sé neitt slæmt alls ekki, bara mjög flott hjá honum stráknum mínum.

Þeir bræður hafa svo tekið þátt í nokkrum leikjum og vann Kriss í litaleik SPRON "Gralli Gormur tölvuleik", þeir unnu svo báðir í bíóleiknum okkar Kriss vann bíómiða fyrir 2 og Oliver vann húfu, Kriss vann svo líka í dagatalinu okkar DVD mynd. Allt að gerast og þeir búnir að græða feitt....

Hvað hefur nú annars á daga okkar drifið já við erum búin að skreyta jólatréð og setja smá jóla jóla hjá okkur. Íbúðin er að verða komin í sómasamlegt horf, það var settar upp nokkrar myndir, spegill og hillur í gær, komið tölvuborð svo þetta er allt að smella enda bara örstutt í jólin. Við erum að verða klár, erum að tala um að við eigum eftir að versla í jólamatinn og pakka inn pökkunum (vona að hann Oliver sæti taki það bara að sér)... Annars erum við bara búin að vera í jólafýling og á chillinu. Strákarnir búnir að fara á jólaball, síðasti dagurinn í skólanum hjá Oliver á morgun svo það er bara allt að gerast. Ekki má gleyma því að hann Oliver okkar keppti í karate síðustu helgi og við fórum öll saman í boði Olivers/karatefélagsins í bíó svaka sport.

Næstu helgi já eða núna um helgina ætlum við að njóta þess að það séu að koma jól, við ætlum að skella okkur í Tvíbbaafmæli, svo á bara að chilla skoða mannlífið og slappa vel af. Ætlum að horfa á bíó saman og njóta þess að vera til..

Segjum þetta gott í bili.

Kv. Berglind

föstudagur, desember 14, 2007

10 dagar til jóla og Crazy veður outside...

Díses kræst,
þetta er ekki einu sinni djók veðrið þarna úti, við erum að tala um alvöru storm. En þetta er svo sem í annað skiptið í þessari viku svo við ættum kannski bara að vera orðin vön.
Annars hvað er nú af okkur að frétta, Kriss duglegi var kominn bæði með eyrnabólgu og streptakokka þegar við loksins fórum til læknis, fékk okkar maður bara sýklalyf og verður vonandi orðinn laus við allt fyrir jólin. Við Kriss vorum heima bæði þriðju og miðvikudag, höfðum það cosý tókum upp úr kössum, redduðum rúminu hans og flokkuðum hvað ætti að fara í geymsluna og hvað mætti vera uppi. Náðum næstum að klára það, nú eigum við bara eftir að jólaskreyta og henda í geymsluna dótinu, förum í það um helgina og þá erum við orðin ready to rock and roll. Kriss var ægilega ánægður fann Kawasaki gallan hans Olivers og ætlaði held ég bara að flytja inn í hann, svo fann hann líka Metallica bolinn hans Olivers og hefur neitað svo að segja að fara úr honum (finnst geggjað cool að vera rokkari í rokkara bol)... En Kriss fékk nú að fara í skólann í gær og var hann bara ánægður með það að komast loksins í skólann. Í dag er svo jólaball hjá stráknum, fær að hitta jólasveina og svoleiðis skemmtilegt.
Jólasveinninn hefur komið við hjá okkur og fengu þeir bræður fyrsta daginn Happaþrennu, svo var það Playmókarlar (f. Kriss) og Oliver fékk 5 evru seðil, í dag voru svo nærföt. En ég er að tala um að Oliver finnst að jólasveinninn eigi að fara að finna hagnýtari gjafir, skil ekki hvað drengurinn var að spá í að ræða þetta svona við mig???? En jólasveinninn átti ekkert heima (var heima allan daginn með veikt barn) þegar hann reddaði sér með 5 evru seðlinum. Já maður verður nú stundum að redda sér fyrir horn!!!!!
Af Oliver er allt fínt að frétta, nú bíðum við spennt eftir að heyra frá samræmduprófunum en það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina. Svo ætlar hann að bjóða okkur Kriss í bíó á sunnudaginn (vann 3 bíómiða í Karate). Eins er hann að fara að keppa í karate á laugardaginn, verður gaman að sjá hvernig honum á eftir að ganga núna!!
Svo er núna bara verið að bíða eftir jólunum og öllu sem þeim fylgir, þeir bræður ætla að skreyta tréð okkar eftir helgina (einhvern dag í næstu viku). Svo á eftir að pakka inn gjöfunum en ég ætla að leyfa Oliver að gera það í ár ef hann hefur áhuga á því.
Helgin framundan er bara skemmtileg, það er matarboð í kvöld, morgun karatemót/jólaball og henda dótinu í geymsluna, sunnudagurinn fer í bíóferð og skreytingar. Bara gaman að því ekki satt???
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Crazy weather outside

Dúdda mía, hvað er að gerast þarna úti, við erum að tala um ÖSKRANDI ROK, GEÐSJÚKA RIGNINGU og TILBEHÖR... Þvílíkt RUGL.
Vá hvað er nú annars langt síðan við pikkuðum síðast alveg fullt búið að gerast hjá okkur, Oliver búinn að taka gráðu/beltapróf í Karate og alls konar skemmtilegt. Gámurinn búinn að koma og fara. Erum að tala um að stofan hjá okkur er overloaduð af dóti (erum samt búin að vera rosalega dugleg að taka upp úr kössum og raða). Það verður sko orðið fínt hjá okkur fyrir jólin og um það snýst málið. Fengum sem sagt gáminn heim á fimmtudagskvöldið eftir mikið þref, og við tæmdum hann á laugardaginn, þeir bræður voru svaka duglegir að hjálpa. Erum kominn langleiðina með að gera Olivers herbergi ready, einnig erum við byrjuð að setja upp rúmið hans Kristofers. Okkar maður voða spenntur með það (hann nær að sofa í því annað kvöld, ég ætla að fara að versla dýnu í rúmið á morgun þar sem ég verð heima (engin vinna)). Ætla að reyna að klára að gera allt ready á morgun. Ástæðan fyrir því að ég verð heima á morgun er sú að Kriss greyjið er með smá hita og búinn að kvarta yfir eyrunum í allan dag. Ætlum að reyna að fá tíma hjá doksa á morgun fyrir strákinn okkar og láta skoða eyrun á honum, en Kriss okkar er búinn að vera kvefaður núna í nokkra daga. Og það eiginlega bara komið mér á óvart hvað hann þraukaði marga daga í leikskólanum (er búin að vera að bíða eftir símtali frá leikskólanum).... Við æltum bara að vera dugleg hérna heima á morgun, sko við Kriss, æltum að sækja svo Oliver í skólann og skutla honum svo á Karate æfingu. Vonandi verður veðrið líka gengið niður svo við getum hent nokkrum pappakössum niður og þvegið þvott, já amma sæta er búin að tengja þvottavélina fyrir okkur svo nú getum því gjörsamlega þvegið eins og MÓFÓ allan þvottinn okkar. Bara allt að gerast hjá okkur þessa dagana.
Eins verður nóg að gera næstu helgi, Oliver keppir í karate á laugardaginn og fer svo í karatebíó á sunnudaginn, hvað við Kriss gerum er ekki alveg ákveðið ennþá en það er búið að bjóða okkur Kriss á jólaball (meiri segja búið að bjóða Kriss á 2 jólaböll). Annars eigum við bara eftir að vera að slappa af, en við nennum ekki að vera að hlaupa um allar búðir eins og MÓFÓ að kaupa jólagjafir, við erum svo að segja búin með okkar kvóta (eigum eftir að kaupa bara eitthvað smá)...
En segjum þetta gott í bili þangað til næst.
Kv. Berglind og Gormarnir

mánudagur, desember 03, 2007

Það var stuð á Gosa

Jæja þá er kominn fyrsti í aðventu.
Vá hvað er gaman að því, við erum að tala um þá vitum við að það fer að styttast í jólin. Dagurinn í dag var bara skemmtilegur að vísu voru þeir bakkabræður ferkar óþekkir, því miður. En dagurinn byrjaði mjög snemma hjá okkur í dag eins og í gær, Kriss okkar vaknaði og fékk mömmu sína með sér fram úr. Við fórum í róleg heitunum fram, kveiktum á TV og ákváðum þar sem Oliver var líka vaknaður að við ættum kannski bara að taka því róleg og skella okkur í sund. Við fórum með ömmu og Reynsa í sund, það var geggjað stuð hjá strákunum. Vorum þó nokkuð lengi í sundi, eftir sundið fórum við í bakaríið að kaupa morgun/hádegismat. Drifum okkur heim og fengum okkur að borða þar sem við þurftum svo að gera okkur klár fyrir leikhúsið líka. Við komumst í þetta allt saman á réttum tíma.
Við vorum með þessi líka fínu sæti í leikhúsinu, sátum frekar mikið framarlega en það var líka bara fínt og skemmtilegra fyrir alla Stubbana (en já með okkur í dag fóru KB,PVJ,JEP,TAP og amma, já hele familien). Kriss okkar skemmti sér stór vel, HLÓ mikið og HÁTT (skyldi svo ekkert í því af hverju Tómas Ari væri ekki líka að hlæja). Okkur fannst öllum mjög gaman, hefðum sko alls ekki viljað missa af þessu skal ég segja ykkur.
En að allt öðru þá er Kriss mjög ánægður með "súkkulaði dagatalið" sitt, finnst ekki amalegt að geta farið á fætur og fengið sér nammi já bara í morgunmat!!!!!! Svo kemur hann þessi elska með einhverja gullmolla á hverjum degi, í gær sagði hann td. "hvaða dagur er í dag? " Oliver svaraði honum laugardagur þá heyrist í okkar manni "jú hú ég bara ELSKA laugardag og þriðjudaga", jú á laugardögum fær hann NAMMI (sem hann alveg elskar) og á þriðjudögum er fótboltinn. Ef Kriss myndi ráða þá væru laugardagar og þriðjudagar alltaf til skiptis (hann myndi vilja sleppa hinum dögunum bara úr)... hahahahahah
Annars er komin smá svona jólaspenningur í þá bræður.
Unglingurinn er að fara að taka beltapróf á fimmtudaginn í Karate og keppa í blaki á laugardaginn (nóg að gera hjá honum). Annars er hann enn með fullt af ofnæmisútbrotum um allan líkama (mest samt á aftan verðum lærunum) gaman að því. Veit ekki hvað ég á að gera í sambandi við þetta, því eftir því sem doksinn sagði okkur þá er ekki auðvelt að finna út fyrir hverju hann er með ofnæmi (sagði að þetta væri eins og að leita af nál í heystakki). En við vonum bara hans vegna að þetta verði búið fljótlega.
Ætli við segjum þetta ekki bara gott af þessari helgi.
Smell you guys later.

sunnudagur, desember 02, 2007

Umh Jólalykt í húsinu okkar....

Well well well
byrjum á byrjuninni, við Oliver skelltum okkur á Ladda á fimmtudagskvöldið í alveg crazy veðri. En vá hvað var geggjað gaman á sýningunni. Þetta var sko bara gaman, við skemmtum okkur stór vel, maðurinn er sko ofvirkur :-)))))
Í gær föstudag, þá var bara venjulegur föstudagur allir í skóla og vinnu í geðveika vindinum. Við Kriss drifum okkur snemma heim og höfðum smá cozy bara tvö ein, drifum okkur svo út í óveðrið að sækja Oliver sem var í afmælispartý. Um kvöldið lærði Oliver nánast allt fyrir vikuna svaka duglegur og Kriss skrifaði fyrir mig nafnið sitt á blað (var að æfa sig í því) og teiknaði myndir handa mér. Svaka fínar!!!!!!
Í morgun "laugardag" var sko ræs fyrir allar aldir, Kriss vakanaður!! En ég náði að plata hann aðeins, við lágum aðeins áfram upp í en það gekk samt ekki mikið lengi. Fórum bara inn í stofu að glápa smá á TV og fá okkur morgunmat. Oliver vaknaði ekki fyrr en löngu seinna. Við Kriss fórum svo á chill í bænum, út um allt eiginlega. Komu svo heim þar sem Oliver beið okkar og var byrjaður að hafa allt klárt fyrir jólabaksturinn. Við bökuðum svo smá, voru þeir bræður rosalega ánægðir með smákökurnar sem við gerðum. Svo var farið í piparkökugerð, komu þá passlega Jón Egill og Tómas Ari í heimsókn, svo þeir fengu allir að skera út nokkrar kökur, þegar þær voru svo bakaðar fengu þeir allir 4 heiður af því skreyta þær nokkrar, var það bara stuð. En við Kriss keyptum í dag eitthvað krem á smákökur og áttum við svo til fullt af skrauti upp í skáp svo þeir fengu allir að skreyta nokkrar kökur líka. Ægilegt sport hjá þeim. Eftir allan baksturinn var kvöldmatur, og bíó. Fljólega eftir bíóið sem var búið mjög snemma sendi ég þá bræður inn í rúm (já snemma á laugardagskvöldi) og sofnaði Kriss á nóinu en Oliver vakti nú eitthvað aðeins lengur.
Á morgun er svo leikhúsið aftur á morgun, ætlum við stór fjölskyldan að sjá Gosa í leikhúsinu. Það verður eflaust stuð. Segjum meira frá því næst.
Nú svo eru við að leggja loka höndina á jólagjafainnkaupinn, allt að verða klárt fyrir jólin, gaman að því enda ekki nema 23 dagar til jóla.
Segjum þetta gott í bili.