Jæja jæja jæja
Þá loksins pikkar maður inn aftur, langt síðan síðast. Mikið búið að gerast og svona hjá okkur síðan þá. Íbúðin hjá okkur er LOKSINS komin í fínt stand nú er það bara þvottavélin sem fær að púla, ha hahahahah. Við erum að tala um að öll fötin, sængurfötin, handklæðin, teppin osfrv sem var í gámnum er angandi af bensín-, geymslulykt svo það er frekar mikið sem hún þarf að þrífa fyrir okkur!!!! Ekki það að við erum að vera kominn neðst í dallinn, þetta hefst vonandi allt fyrir jólin.....
Strákarnir búnir að vera duglegir og stilltir, þegar ég hef fengið að skjótast í búðir á kvöldin hefur Oliver bara verið heima að passa Kriss og hann er mjög samviskusamur þegar hann er í pössunarhlutverkinu. Svo höfum við ÖLL verið að fara frekar mikið SEINT að sofa, Kristín og Co. komu við hjá okkur nokkur kvöld þar sem Palli var í því að setja upp ljós, myndir, spegil, hillur, tengja sjónvarp og tölvu (eins gott að það er eitt loftnet í fjölskyldunni). Þá höfum við alltaf bara borðað öll saman og kvöldin, þegar svo loksins strákarnir mínir fara að sofa hef ég farið í tiltekt og þvott svo já það er búið að sofa lítið undanfarna daga en það er líka bara allt í lagi við sofum bara út um jólin :-) Ég get svo sem ekkert mikið kvartað, bæði í morgun og gærmorgun vorum við familían vakin (spáði í því) í gær var það rétt fyrir 10 og í morgun 09:30 og ég er að tala um að við vorum öll í fastasvefni, held barasta að hann Kriss sé að fara geta sofið dí hvað það er nú ánægulegt fyrir okkur Oliver svefnburku!!
Nu er annars allt orðið svo klárt hjá okkur að jólin mega bara koma í dag.
Í gær fór mest allur dagurinn í afmæli, það voru Tvíbbarnir okkar sem urðu 3 ára í gær, svaka stuð í afmælinu hjá þeim, fullt af grísum og mikið af látum.. Þegar við fórum heim úr afmælinu fórum við smá bæjarrúnt (en Oliver Unglingur varð eftir þar sem hann var að setja saman kubbadótið sem þeir fengu í afmælisgjöf). Svo var farið heim, þeir bakkabræður horfðu á Christmas Vaccation 2 og hló geggjað mikið, ég fór í það að pakka inn öllum jólapökkunum sem var ekkert smá gaman. Kriss var rosa ánægður í morgun þegar hann kíkt í skóinn jú hvað haldið þið hann fékk Joe boxer náttbuxur í skóinn, það sem honum hefur langað í þær lengi. Sagði svo já Oliver fær svona UNGLINGA náttbuxur í skóinn en hann Kriss minn er jafn forvitinn og mamma sín svo hann kíkir á hverjum einasta morgni í Olivers skó líka og lætur Oliver svo vita hvað er í skónum hans... .Gaman að því!!!!
Annars er svo sem ekkert merkjó að gerast, við erum bara búin að vera í tiltekt, skipulagi og jólaundirbúning. Svo er búið að ákveða það á fara í jólaboð til Löngu og Langa á jóladag en það boð tekur allan daginn og langt fram á kvöld svo verður pottþétt farið bara heim í afslöppun og á annan í jólum ætlum við að vera á náttfötunum takk fyrir ALLAN DAGINN:...
Segjum þetta gott í bili,
Jólakveðja frá okkur í Tröllakórnum.
Kv. Berglind og Gormarnir 2