Gamlársdagur.... "Gleðilegt ár"
Hvað er búið að vera gaman fyrir þá bræður að vera í fríi.....
Þeir sofa eins og sveskjur og vaka eins og Unglingar.... Í gær var hringt í mig rúmlega 11 þá voru þeir bræður að vakna. Voru svo bara heima að chilla, amma kom svo við hjá þeim og bauð þeim út í langan göngutúr sem endaði í Smáralindinni þar sem þau fóru á kaffihúsið og fengu sér kakó og með því.... Meðan verið var að borða þá sá amma hvað Kriss varð allt í einu HVÍTUR í framan svo hún sagði honum bara að fá sér ekkert meir (svo hann myndi nú ekki æla yfir allt). Þau löbbuðu svo um Smáró og skoðuðu þangað til ég sótti þau eftir vinnu..... Við drifum okkur heim og þá sá ég hvað hann Kriss minn var HVÍTUR, hann kvartaði um að sér liði eitthvað illa, en það náði nú ekki lengra en það!!!!! Að vísu komum við nú við hjá Ömmu fyrst og þau löbbuðu yfir til mín....
Svo fórum við í það að elda heimabakaða Pizzu bara GOTT... Og við matarborðið fór ekki fram hjá neinum hversu SNJÓHVÍTUR hann Kriss minn var og sjáöldurinn (vona að ég sé að skrifa þetta rétt) í augunum voru svo stór, mjög skrítið en alla vegana þá var hann ekki duglegur að borða en drakk þeim mun meira í staðinn.... Eftir matinn fór minn maður bara í náttfötin var hálf tuskulegur þessi elska.... Svo þegar amma fór þá settist okkar maður á klósettið og sat þar bara dúdda mía komin eina ferðina enn með niðurgang.. Vona bara að hann sé ekki að fara að verða VEIKUR aftur, það var umsamið í DES að það væri komið nóg af veikindum hjá honum...
Í dag á svo að sjoppa flugelda og svona skemmtilegt (já maður er alltaf svo tímanlegur).... Að sjálfsögðu skella sér á brennuna og læti...
Segjum þetta gott í bili...
Óskum ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar á komandi ári.
Familian í Tröllakórnum.