miðvikudagur, desember 31, 2008

Gamlársdagur.... "Gleðilegt ár"

Dúdda mía,
Hvað er búið að vera gaman fyrir þá bræður að vera í fríi.....
Þeir sofa eins og sveskjur og vaka eins og Unglingar.... Í gær var hringt í mig rúmlega 11 þá voru þeir bræður að vakna. Voru svo bara heima að chilla, amma kom svo við hjá þeim og bauð þeim út í langan göngutúr sem endaði í Smáralindinni þar sem þau fóru á kaffihúsið og fengu sér kakó og með því.... Meðan verið var að borða þá sá amma hvað Kriss varð allt í einu HVÍTUR í framan svo hún sagði honum bara að fá sér ekkert meir (svo hann myndi nú ekki æla yfir allt). Þau löbbuðu svo um Smáró og skoðuðu þangað til ég sótti þau eftir vinnu..... Við drifum okkur heim og þá sá ég hvað hann Kriss minn var HVÍTUR, hann kvartaði um að sér liði eitthvað illa, en það náði nú ekki lengra en það!!!!! Að vísu komum við nú við hjá Ömmu fyrst og þau löbbuðu yfir til mín....
Svo fórum við í það að elda heimabakaða Pizzu bara GOTT... Og við matarborðið fór ekki fram hjá neinum hversu SNJÓHVÍTUR hann Kriss minn var og sjáöldurinn (vona að ég sé að skrifa þetta rétt) í augunum voru svo stór, mjög skrítið en alla vegana þá var hann ekki duglegur að borða en drakk þeim mun meira í staðinn.... Eftir matinn fór minn maður bara í náttfötin var hálf tuskulegur þessi elska.... Svo þegar amma fór þá settist okkar maður á klósettið og sat þar bara dúdda mía komin eina ferðina enn með niðurgang.. Vona bara að hann sé ekki að fara að verða VEIKUR aftur, það var umsamið í DES að það væri komið nóg af veikindum hjá honum...
Í dag á svo að sjoppa flugelda og svona skemmtilegt (já maður er alltaf svo tímanlegur).... Að sjálfsögðu skella sér á brennuna og læti...
Segjum þetta gott í bili...
Óskum ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar á komandi ári.
Familian í Tröllakórnum.

þriðjudagur, desember 30, 2008

Nóg að gerast í jólafríinu :-))))

Hellú
Jepps þá er þessi frídagur senn á enda!!!!
Þeir bakkabræður sváfu í stofunni "ægilega kósý" þeir tóku svefnsófann út og höfðu fullt af sængum og koddum, skelltu Flakkaranum fram og höfðu það geggjað gott!!!
Þegar ég fór út í morgun HRUTU þeir í takt ægilega kósý :-))) Svo var hringt í mig 11:30 ca þá hafði Kriss vaknað fyrst og ekki tekist að vekja Oliver strax svo hann kveikti á TV og við það vaknaði brósinn.. Þeir voru svo bara heima að chilla í dag og höfðu það geggjað gott, með sófann enn út og kósý!!! Amma kíkti svo við hjá þeim þegar hún var búinn í vinnunni sem var bara notalegt svo kom ég eftir vinnu heim og eldaði Kallapönnukökur (ákváðum að nota Kallann í þær svo hann myndi nú ekki enda í ruslinu). Amma var hjá okkur í mat og ákvað svo að drífa sig snemma heim, þeir bræður voru voða góðir að leika sér inn í herbergi. Meðan Simpsons var í gangi ákvað ég að finna til sundfötin á alla svo við gætum skellt okkur í pottinn í smá stund áður en við færum að sofa. Í lauginni hittum við Elísabetu, Ágúst Eir, Bryndísi og Marín Rún, ég gat því chattað við kellurnar meðan synir mínir djöfluðust í innilauginni og rennibrautinni (Ágúst og Marín létu vart sjá sig voru að gera eitthvað skemmtilegt saman). Við vorum svo til 21:30 ca í sund og ákváðum þá að þetta væri komið gott. En þetta var alveg æðislegt enda var hitinn hjá okkur +8°C (já sæll Bjarni eigum við eitthvað að ræða þetta). Þetta var ekkert smá ljúft og komum við endurnærð heim eftir sundferðina. Kriss fór beint inn í herbergi að halda áfram að raða bílum (veit ekki hvort ég geti sofið inni hjá mér í nótt bílar út um allt gólf). Oliver fór hins vegar fram og kíkti á TV.
Nú fer ég svo bráðum að sofa ætli þeir bræður horfi ekki á mynd eftir að ég skelli mér í bælið :-) því þeir mega jú sofa út eina ferðina enn á morgun, ég er ekkert að öfundast út í þá NEI NEI bara frekar mikið FÚL yfir því að þeir megi sofa á sínu græna meðan ég djöflast í vinnunni. En svona er nú bara lífið ekki satt ????
Segjum þetta gott af okkur í bili.
Kv. Berglind og synir

sunnudagur, desember 28, 2008

Madagascar 2

Well well well
Þá er jólafríið alveg að verða búið hjá MÉR "ritaranum" já stelpan þarf að mæta í vinnu á morgun, þvílíkt RUGL:. En við vorum vel löt í dag hele familien!!!! Strákarnir hennar Kristínar ræstu hérna klukkan 08:45 sem okkur þótti nú helst til snemmt, en Oliver vaknaði með þeim og Kristofer fór nú líka fljótlega fram... Þeir lágu sem sagt allir í sófanum inn í stofu og horfðu á TVið bara ljúft.. Ég fékk því að SOFA aðeins lengur þar sem ég fæ ekki að sofa út á morgun. Í kringum hádegið kom amma færandi hendi hafði henst í búð og kom hér með sitt lítið af hverju svo hægt væri að bjóða þeim upp á hádegismat!!!!!! Þeir voru nú voða góðir allir 4. Svo voru þeir bræður sóttir um klukkan 15 og þá langaði syni mína að skella sér í bíó en við erum búin að vera á leiðinni í marga marga daga eða meira margar margar VIKUR... Það var þá ákveðið að þeir bræður myndu skella sér saman á Madagascar 2 meðan ég myndi fara að versla það sem vantaði í búðinni.. Þetta er nú ekki lengur mikið mál þegar maður er með fullorðið barn á heimilinu!!!! Ég mætti svo bara ákkúrat þegar myndin var búinn að sækja þá ekkert smá flott tímasetning hjá mér :-)))))))))))))) Þeir bræður skemmtu sér stór vel saman í bíó og hafði hann Kriss minn frá mörgu að segja eftir bíóferðina :-) Við drifum okkur svo heim (enda orðið ROSALEGA DIMMT úti). Svo var það bara kvöldmatur og hugguleg heit. Núna er Reynsi frændi í heimsókn er að kveðja strákana þar sem hann er að fara út á morgun. Þeir bræður ætla svo að vaka lengi fram eftir í kvöld og SOFA út á morgun, hehehe gott hjá þeim um að gera að njóta þess meðan það er nú hægt....
Við erum svo að hugsa um sundferð eftir vinnu hjá mér á morgun, jafnvel göngutúr eftir matinn ef það verður rigningarlaust.
Áður en við vitum af verður skólinn byrjaður hjá okkur öllum aftur, ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt áfram og þá sérstaklega þegar maður er í FRÍI og á að vera að njóta þess.....
Segjum þetta gott í bili...
Ákvað að vera sérstaklega dugleg að blogga núna meðan við erum í fríinu....
Kv. Ritarinn og gormarnir.

laugardagur, desember 27, 2008

Þriðji í jólum

Dúdda mía hvað tíminn líður alltaf hratt nú eru bara jólin búinn og þetta ár 2008 að verða búið líka!!!! Tíminn líður bara alltof hratt.....
En við sváfum eins og sveskjur í dag ég vaknaði fyrst og dreif mig fram úr til að klára "Myrká" þeir bræður sváfum á meðan. Kriss vaknaði svo rétt fyrir hádegið meðan Unglingurinn svaf og svaf. Við ákváðum svo að drífa okkur á fætur og vekja Unglinginn. Oliver var sem sagt vakinn klukkan 13:30 hefði greinilega getað sofið MIKIÐ MIKIÐ LENGUR en við ætluðum að hendast í Smáralindina og skila bókinni og spilunum 2 sem voru til hér á heimilinu. Við fórum með Grams í Smáralindina og stóðum við Oliver í röð DAUÐANS til að skipta, en sem betur fer gekk röðin mjög hratt!!!! Amma og Kriss voru að spóka sig á meðan í Smáralindinn enda alveg ómögulegt að allir stæðu saman í röðinni. Við fundum svo Ömmu og Kriss þegar við höfðum fengið inneignarnótuna og drifum okkur inn í Hagkaup en þá kom það í ljós að þeim bræðrum langaði í EKKERT inn í Hagkaup (já einmitt hvað kemur til spyr ég nú bara). En ælti þetta endi ekki bara eins og í hin skiptin að ég kaupi nótuna af þeim og þeir fái bara aura inn á bókina sína.
Svo komu þeir Jón Egill og Tómas Ari til okkar seinnipartinn en þeir bræður ætla að gista hjá okkur í nótt (eins gott að þeir sofi út hjá okkur, því okkur finnst svo gott að SOFA)... Nú liggja þeir saman upp í sófa og eru að horfa á Cars. Það verður því pottþétt nóg að gera hjá okkur í fyrramálið... hehehe Oliver hefur boðið sig fram í að vakna með þeim á morgun, verður nú gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga hjá honum :-))))
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

föstudagur, desember 26, 2008

Jólin jólin alls staðar

Dúdda mía hvað er langt síðan ég skrifaði síðast..
En halló búið að vera frekar mikið að gera hjá okkur í desember.. Hann Bjarni H. kom til okkar 1.des og var hjá okkur í 15 daga var heima með stubbnum sínum til að hann myndi ná sér almennilega og var svo bara með strákunum að leika og chilla.. Strákarnir að sjálfsögðu alsælir með það!!! Enda var mikið og margt skemmtilegt að gerast í desember í skólanum hjá þeim. Ég var mjög upptekinn við það að hugsa um hvað ég nennti ekki að læra undir próf en ég fór í próf 20.des. Þeir bræður skelltu sér á jólaball og fullt af skemmtilegu.
Svo komst mamma þeirra LOKSINS í langþráð jólafrí frá skólanum 20.des en þann dag var einmitt haldið upp á afmælið hjá JEP og TAP svo það var geggjað stuð og við komum svona frekar seint heim. En við fórum nú samt í það að setja upp jólatréð og byrja að þrífa íbúðina gera hana klára fyrir jólin.. Við kláruðum svo jólaundirbúninginn 21.des og eftir að allt var klárt fórum við á flugvöllinn að sækja hann Bjarna H. aftur en hann kom til Íslands bara rétt yfir jólin. Og ekki leiddist þeim bræðrum það!!! Gaman að fá karlinn og geta leikið við hann allan daginn meðan mamma var að vinna og þeir komnir í jólafrí!!!!!
Ef við förum mjög hratt yfir sögu þá var kominn aðfangadagur og pakkaflóðið dúdda mía, ég hefði ekki trúað þessu en þvílíkt og annað eins!!! Ekkert smá mikið af pökkum undir trénu þetta árið!!! Við vorum sem sagt heima og með okkur voru Langi, Langa, Amma, Reynsi og Bjarni H. bara gaman og strákarnir gjörsamlega í stuði.. Vorum í lengri lengri tíma að opna pakkana þvílíkt var flóðið!!! Svo var farið MJÖG SEINT að sofa!!! Þeir byrjuðu að kubba fullt af löggustöðinni sem hann Kriss fékk og geggjað gaman hjá okkur. Svo var komin jóladagur þá var farið í jólaboð til ömmu í hádeginu og já hellú við komum pakksödd heim, ég gat þá lagst upp í sófa með Arnaldi (lagði mig að vísu líka) en stubbarnir kíktu í annað jólaboð!!! Svo var komið heim seint og farið í að klára allt kubba dótið þar sem hann Bjarni H. fór heim til sín í morgun. Því var farið ROSALEGA SEINT að sofa og VAKNAÐ eldsnemma til að keyra karlinn út á flugvöll. Kriss okkar átti rosalega erfitt, fannst hundleiðinlegt að kveðja pabba sinn, náði nú svo sem betur fer að sofna í bílnum svo þegar heim var komið þá grét minn maður sig í svefn. Við vöknuðum svo um 11:30 við símann og drifum okkur í sund með Ömmu og Kristínu og Co. vorum þar í dágóða stund og fórum svo heim að chilla.. Áttu fullt af kjöt afgöngum og svo vorum við rosalega heppinn. Það komu í heimsókn til okkar, Rebekka, Gugga, Karen Rakel, Kristín Eva, Mikael Gunnar og Matthías Nökkvi fyrir utan okkur öll. Því fengu allir að borða fyrst og svo var heitt súkkulaði, ísterta, smákökur og nammi í eftirrétt ekki amalegt það :-))))))) Þessi heimsókn dreifði huganum hjá Litla Stubb en það þarf ekki mikið til að leka tár!!!! En hann vonandi nær sér fljótt af þessum söknuði þessi elska þar sem bróðir hans er EXTRA GÓÐUR við hann núna og vorkennir honum mikið!!!!
Á morgun er svo bara komin venjuleg helgi og þá ætlum við að kannski að skella okkur í bíó og fara að skipta spilum. Gaman að því að standa í röð dauðans og skila heheheheheh....
Óskum ykkur öllum lesendur góðir "Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári".
Kv. Ritarinn, Unglingurinn og Sorgmæddi sonurinn

mánudagur, desember 01, 2008

Lungabólga, eyrnabólga og vökvi í Eyra

Well well well.....
Föstudagurinn var alveg ágætur, ég hringdi um leið og opnaði í Domus Medica og pantaði tíma hjá Þórði lækni. Synir mínir sváfum eins og SVESKJUR (vöknuðu rúmlega hádegi)... Fóru þá bara í það að horfa á bíó... Svo kom nú Reynsi frændi að leika við þá og sagði að Kriss minn væri nú mun hressari og ég ætti kannski bara að afturkalla þennan doksa tíma en aldrei þessu vant ákvað ég að nú væri komið NÓG þetta væri ekkert eðlilegt..
Við Kriss kíktum svo til Þórðar (sem við getum sko alveg mælt með þessum yndislega lækni). Vá hvað ég er glöð að ég fór til hans!!! En hann hlustaði Kriss og lét svo vita af því að það bullaði og kraumaði alveg í vinstra lunganu á Kriss, honum leist nú ekkert á hann Kriss. Þórður hringdi niður á barnadeild og fékk upplýsingar um niðurstöðurnar úr myndunum af lungunum. Og þá kom skýring Kriss minn er kominn með Lungabólgu, og það sem meira er þegar eyrun voru skoðuð var þar bæði Vökvi í eyra og eyrnabólga!!!! Sæll, þetta var alveg það sem við þurftum. En Kriss fékk strax sýklalyf svo nú ætti þetta að fara að klárast hjá honum þessari ELSKU.. Hann er alla vegana allur að hressast, fer hægt í að borða!!! Er meira fyrir að drekka en að borða og það er bara allt í góðu, einn biti er nú meira en ekki neitt, við lítum á þetta þannig!!!
En nú vonandi ætti veikindsagan að verða búinn!!! Annars hringdi svo Þórður í mig á laugardaginn til að athuga hvernig hann Kriss minn hefði það og láta okkur vita að ef hóstinn hættir ekki hjá honum þurfum við að koma aftur í hlustun og athuga hvort hann þurfi nokkuð að fara á PÚST en við vonumst nú til þess að losna við það....
En þetta er nú alveg orðið GOTT...
Vonandi fer þessi veikindasaga hans Kriss míns að ENDA....
Við skreyttum hjá okkur í gær, á föstudaginn tókum við til, sóttum allt jólaskrautið í geymsluna og svo var skreytt í gær, útbjuggum aðventukrans og skemmtileg heit.. Á laugardaginn skellti Oliver sér á James Bond aftur, við Kriss ákváðum því að skella okkur í Smáró. Fengum svo fullt af heimsóknum sem var bara skemmtilegt. Í dag sunnudag sváfum við svo ÚT í orðsins fyllstu merkingu, nenntum varla á fætur!!! Fórum svo út og kíktum í Kaffi til Kristínar og Co. Er sem sagt búinn að gera allt annað um helgina en að LÆRA hehehehe, en ég er sem sagt að fara í próf á morgun :-)) gangi mér vel....
Á morgun byrjum við daginn í Hörðu en þar er fjölskylduskemmtun. Hlökkum bara til þess. En við erum búinn að fá desember dagskrá fyrir Hörðó og það á sko bara eftir að vera gaman í skólanum!!!!
Segjum þetta gott af okkur...
Berglind og Co.