þriðjudagur, maí 27, 2008

Nú fengu Blikar að kenna á því....

Já sæll
Minn maður var ekki ánægður þegar hann kom heim af vellinum í kvöld!!! Blikar töpuðu fyrir Grindavík 6-3 ekkert sérstakt ha..... En svona er nú lífið maður getur víst ekki ALLTAF unnið.
Að allt öðru...
Við Kriss fórum saman í Hörðuvallaskóla í dag og okkur leist ekkert smá vel á skólann, ég náði því miður ekki að tala almennilega við kennaran hans Kriss en Kriss leist vel á kelluna. Svaka sport þau krakkarnir voru lesin upp og fengu svo að fylgja kennaranum sínum inn í sína framtíðarstofu meðan við fullorðnafólkið hlustuðum á miklar ræður!!! Minn maður var ekkert smá ánægður, en hann er sem betur fer í ekki mjög stórum bekk það eru sem sagt 16 nemendur og af því 10 strákar (hvað er þetta með syni mína alltaf fullt af strákum og örfáar stelpur).... Kriss fékk að leysa verkefni hjá kennaranum sem hann kom svo stoltur með fram og sýndi mömmu sinni, við heilsuðum svo upp á hana Berglindi (það heitir yfirmaður dægradvalar) og heyrðum aðeins í henni og kíktum svo við á skrifstofunni, vildum vera viss um að umsóknin um vistun í Dægradvöl fyrir Kriss hefði alveg örugglega borist. Og jú jú hún var á sínum stað, við fáum svo að heyra af því áður en skólinn byrjar hvort hann komist ekki örugglega í fulla vistun. En það sem mér fannst sniðugast er að maður getur skráð sig í mataráskrift bæði í hádegismat, morgunkaffi og síðdegishressingu í skólanum sem er bara snilld, við erum þá að tala um að Kriss þyrfti ekki að taka með sér neitt nesti bara vatnsbrúsa og mér líst ekkert smá vel á það!!! Annað sem mér fannst frábært er samverustund þá mætir allir skólinn saman í salinn og þá er sungið og börnin frædd um það sem er að fara að gerast á næstunni svo notalegt að byrja daginn svona... Ég er mjög sátt, fannst þetta alveg frábært og Kriss fannst þetta einnig allt rosa flott...
Við löbbuðum því ánægð út úr Hörðuvallaskóla í dag og hlakkar Kriss mikið til að byrja í honum í haust.... Þetta á bara eftir að vera gaman fyrir hann!!!!
Annað merkilegt hefur nú ekki gerst hjá okkur í dag...
Segjum þetta gott þangað til á fimmtudaginn þegar útskriftin fer fram...
Over and out.
Mamman, Unglingurinn og verðandi skóladrengurinn..

sunnudagur, maí 25, 2008

Hvað gerist í kvöld hjá Blikum????

Well well well
Þá er helgin að verða búin og við búinn að vera á FULLU alla helgina (eða já í gær laugardag)...
Vikan gekk bara sinn vanagang Oliver byrjaður í prófum og lærir náttúrulega ekki neitt undir þau enda kann hann þetta allt saman að eigin sögn!!!!!! Kriss var í fríi í leikskólanum á föstudaginn og var ég þá heima með hann og Tvíbbana.... Við skelltum okkur til Sýslumanns að fá nýjan passa fyrir kappann og svo í Smáralindina... Höfðum það svo bara notalegt allan föstudaginn, skutluðum svo JEP og TAP heim og sóttum Oliver sem var að leika við Hadda....
Í gær "laugardag" vöknuðum við frekar snemma miðað við aldur og fyrri störf, Amma kom og sótti Kriss sem var að fara með henni til Löngu og Langa að grafa. Við Oliver vorum bara eftir heima, Oliver taldi flöskur og chillaði, svo drifum við okkur í röð dauðans að losa okkur við flöskurnar. Svo fórum við til Löngu og Langa og þá var Nonni ákkúrat að mæta með litlu gröfuna svo var mokað og grafið og unnið og unnið. Langi var búinn að elda ofan í allt stóðið svo þetta var ekki amalegt. Við vorum þar að vinna þangað til tími var kominn til að drífa sig heim í Euró partýið.....
Í dag sunnudag er svo afmæli og já Oliver ætlar á völlinn að fylgjast með sínum mönnum og sjá hvernig leikurinn fer....
Á morgun mánudag förum við Kriss í heimsókn í Hörðuvallaskóla og hlakkar okkur mikið til...
Svo á fimmtudaginn er útskriftin hjá Kriss.... Allt að gerast...
Ætla að reyna að muna eftir myndavél á fimmtudaginn....
Segjum þetta gott í bili, erum að fara í kaffi til Ömmu...
Kv. Unglingurinn, Mamman og Bráðum skólastrákurinn....

fimmtudagur, maí 22, 2008

Blikar unnu í gær og allt að gerast í Tröllakórnum

Well well well
Það var sko ánægður drengur sem ég sótt í gærkvöldi eftir leikinn.. En Blikar unnu KR sem var náttúrulega bara ÆÐISLEGT og minn maður var ekkert smá ánægður með sína menn. Best að minnast á þetta hér þar sem ég er búinn að vera í essinu mínu í dag (en með mér vinna nokkrir KRingar sem ég gat strítt í allan dag og oh mæ hvað það var gaman)....
En nú að allt öðru, tökum Oliver fyrst fyrir.....
Já þessi elska hann Viggó minn viðutan. Hann kom heim í dag með Próftöflu fyrir Vor 2008 ekki frásögu færandi nema það er eitt próf af þeim búið ("æji já ég gleymdi þessu alltaf í skólanum") já ég veit hann er elska hann Oliver. En hann á sem sagt 4 próf eftir og 2 próf búinn (sem ég veit af eflaust eitthvað farið fram hjá mér og Oliver gleymt að segja mér)..... En það er sem sagt enskupróf, íslenskupróf, stærðfræðipróf og kristinfræði sem eftir er, en ég veit að náttúrufræði og lestur/lesskilningur og skrift er búið....
Kriss minn var ekkert smá glaður í dag en hann fékk póst frá Hörðuvallaskóla, já minn litli drengur er sem sagt bara að fara í skóla!!!!! En við Kriss eigum að mæta á mánudaginn í Hörðuvallaskóla og hitta kennaran hans Kriss, skólastjóran, kellurnar úr Dægradvöl, bekkjarfélagana og svona mætti lengi áfram telja. Bara gaman og Kriss finnst þetta bara æðislegt. En það verður sko gaman að sjá hvað kemur út úr þessu og hvernig mér á eftir að líka. Annars fór hann Kriss líka í afmælið hennar Hrafnhildar Hólm (sem er með honum í leikskólanum) í gær fannst þetta rosa flott hjá henni. Gat ekki annað en hlegið en við fengum boðsmiðann í afmælið á Vorhátíðinni svo við drifum okkur eftir leikskóla í fyrradag að versla afmælisgjöf og minn maður vildi bara fara í Toys"r"us ekkert annað og jú við fórum þangað og þá ætlaði hann bara að gefa henni Trampólín... Já sæll, honum fannst það nú ekkert of mikið, eftir mikið þref og dágóðan tíma í búðinni fann hann á endanum Bratz hest sem hann gat sæst á að gefa henni.... Svo fór hann sko sæll og ánægður í afmælið hennar strax eftir leikskóla í gær og ég er að tala um afmælið var til 19:00 ekkert smá flott!!!!! Kriss fannst þetta bara stuð svo hann var að spá í hvort við ættum bara ekki að halda afmæli fyrir leikskólann, afmæli fyrir Hörðuvallaskóla og afmæli fyrir familíuna (já NEI TAKK því nenni ég ALLS EKKI).... Hann fær 2 afmælisveislur eina fyrir bekkinn og aðra fyrir familí svo er það afgreitt.....
Jæja ætlaði nú ekki að setja svona mikið inn...
En segjum þetta gott þangað til næst, heyrist örugglega frá okkur um helgina og svo alveg pottþétt á mánudaginn eftir Hörðuvallaskóla heimsóknina.
Kv. Berglind, Unglingurinn og Litla barnið sem er að fara í skóla....

þriðjudagur, maí 20, 2008

Vorhátíðin

Örstutt blogg núna...
Það var svaka stuð á Vorhátíðinni í dag, ég var mætt á svæðið áður en þau byrjuðu að syngja svo ég náði öllu showinu. Kriss skemmti sér alveg konunglega, í lok dags var svo boðið upp á Trópi og Pizzu og ekki þótti okkar manni það leiðinlegt.....
Klikkið á fyrirsögnina og þá sjáið þið nokkrar myndir frá því í dag. Sjáið kannski að Kriss nennti ekki mikið að taka þátt í söngnum í dag (að eigin sögn var hann búinn að syngja nóg þennan daginn)....

Segjum þetta gott í bili.
Kv. Tröllakórs gengið

mánudagur, maí 19, 2008

Enn ein helgin búin

Well well well
Þá kom að því, já ég fer að pikka!!!!!
Öll vikan búin sem er svo sem bara ágætt þetta var náttúrulega styttri vinnuvika sem var líka bara mjög gott :-))) á miðvikudeginum fór leikskólinn í "Sveitarferðina" og já já mér var ekki boðið með! Nei takk hann Kriss minn vildi ekki hafa foreldar með, hann er orðinn svo STÓR! En allt í góðu með það, þau fengu alveg yndislegt veður og Kriss fannst rosalega gaman í sveitinni. Miðvikudagurinn 14.maí var líka merkilegur fyrir annað já Afi/Langi varð 75 ára á þeim degi (gat því miður ekki haldið veisluna núna þar sem hann var á spítalanum á afmælinu sínu) en við vitum að við fáum pottþétt veislu síðar (þegar karlinn er orðinn hress)..... Vikan leið svo alltof hratt! Byrjaði með því að Kriss var veikur á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu en fór engu að síður í leikskólann á þriðjudeginum enda orðinn mikið hressari og nennti ekki að hanga inni. Svo var það bara sveitaferð og róleg heit.
Svo kom að helginni já loksins var komið helgarfrí en við elskum það öll að fá að sofa út. Í gær laugardag þurfum við samt að vakna til að hendast með Oliver í ljós en það var vekjaraklukka sem vakti okkur í það (já ég veit svefnburkur). Eftir ljósin kíktum við í kaffi til Löngu og Langa (þar fékk Kriss að sjá skurðinn hans langafa og hefur mikið talað um heftin sem eru í fætinum á honum). Við vorum svo bara á chillinu, um kvöldið grilluðum við öll saman svaka stuð, fullt af góðum mat og gaman. Þegar gestirnir voru farnir þá lögðumst við í sófann og horfum á mynd (bara svo gott).
Í dag sunnudag þá vöknuðum við aftur við vekjaraklukku þar sem Oliver var að fara í óvissuferð með Karatedeildinni. Við Kriss fórum svo heim í morgunmat eftir að hafa skutlað Oliver. Amma bauð svo Kriss með sér í sund (en Kristín og Co. voru líka í sundi) bara huggulegt hjá þeim. Eftir sundið fóru allir til Kristínar þar mætti ég svo á svæðið! Við Kriss fórum svo að versla í matinn eftir kaffið hjá Kristínu þar sem ísskápurinn hér á heimilinu var með GARNAGAUL dauðans! Drifum okkur svo heim í leti þar sem ég dormaði og Kriss lék sér í bíló. Kriss var svo orðinn virkilega svangur og bað um að við myndum elda kvöldmat, þar sem við sáum það að Oliver var ekkert á leiðinni heim á næstunni (enda fínt veður á íslenskum mælikvarða) þá elduðum við matinn, borðuðum og gerðum Kriss klárann fyrir svefninn þegar það allt saman var klárt hringdi Oliver loksins og við sóttum hann!!!!!!
Svo er núna LÖNG vika hjá okkur "euróvika". Þá ætlum við öll snemma í bælið :-)) Það er líka VORHÁTÍÐ í leikskólanum hjá Kriss á morgun og þangað ætla ég sko að mæta.
Segjum þetta gott í bili, vona að það verði ekki alveg svona langt á milli hér eftir.
Over and Out.
Ritarinn og Gormarnir

sunnudagur, maí 11, 2008

Hvítasunnuhelgin hafin....

Vú hú Mæðradagurinn í dag....
Byrjum nú samt sem áður á vikunni sem bara leið MJÖG HRATT áttuðum okkur vart á því hvað tíminn leið hratt. Allt í einu bara kominn föstudagur og við á leiðinni í frí eina ferðina enn og trúið mér "okkur leiðist það ekki"....
Í gær byrjaði svo fríið við sváfum svona semi lengi, fórum svo á fætur og hentumst í Smáralindina að athuga hvort Oliver kæmist í klippingu og jú jú okkar maður gat fengið tíma klukkan 17. Víst við höfðum svo góðan tíma drifum við okkur fyrst í Ellingsen að sækja nýjan hitamælir í grillið (er að tala um að hinn var ekki nothæfur lengur, allt of langt að útskýra af hverju hér). Svo við ákváðum að skella okkur í Keilu þar sem Oliver átti boðsmiða fyrir einn. Vá við skemmtum okkur þvílíkt vel, og ótrúlegt en satt þá VANN ég ekki. Nei Oliver var í fyrsta sæti, Kriss í öðru sæti og ég gjörsamlega á botninum, þeim þótti það sko alls ekki leiðinlegt, hlógu mikið á leiðinni heim af því að mamma hefði tapað... Komumst að því að við verðum endilega að fara oftar, því við skemmtum okkur Öll kannski við tökum bara ömmu með næst hver veit???? Eftir keiluna fórum við og hittum ömmu í Smáralindinni, Oliver ákvað að við myndum kíkja í Zink og fá bara föt í sumardagsgjöf (vá ekki þótti mér það leiðinlegt) fann sér rosa flottar gallabuxur, skærgrænan bol og skærgræna Puma hettupeysu. Er rosa flottur líka gaman að vera í sovna lit þegar maður er kominn með smá lit í andlitið. Oliver var svo klipptur er núna með Unglinga hárgreiðslu, mæli sko hiklaust með "Supernova" og stráknum sem ég veit ekki alveg hvað heitir og vinnur þar hann gefur sér sko góðan tíma og er sko að gera cool unglinga greiðslur, Kriss var í skýjunum þegar hann fór til hans og Oliver labbaði þvílíkt ánægður út í gær, enda geggjað flottur.
Þegar við svo loksins fórum heim var farið bara beint í það að elda kvöldmat, en þeir bakkabræður lögðu inn pöntun fyrir "hakki og Spaghetti" fyrr um morguninn og auðvita redduðum við því, Kriss hafði meiri segja boðið ömmu í mat, þeir borðuðu ekkert smá mikið amma kom svo með snúð handa þeim í eftirmat og við héldum án gríns að maturinn myndi flæða út úr Kriss en nei sú var sko ekki rauninn. En þeir biðja oft um Hakka og Spaghetti og borða þá alltaf báðir 2 rosalega mikið. Spurning um að hafa það kannski oftar í matinn :-))))))))))
Við horfðum svo öll saman á fjölskyldubíóið og höfðum það bara náðugt fyrir framan imbann.
Í dag er svo Hvítasunnudagur "mæðradagur" og alles. Kriss bjó til kort handa Ömmu en við gáfum henni að sjálfsögðu pakka í tilefni dagsins, amma kom líka með pakka til mín (frá strákunum), annars var Oliver búinn að láta mig vita að gjöfin mín væri því miður ekki tilbúinn en ég myndi fá hana í næstu viku (en það er eitthvað sem þeir Kriss ætla að gefa mér). Svo ég var alveg róleg, svo eru þeir búnir að lofa því að vera geggjað stilltir í allan dag :-)))))))
Að öðru máli þá erum við byrjuð að skipuleggja aðeins sumarið, Oliver ætlar að fara á 2 Golfnámskeið hjá GKG (aðra vikuna í júní og fyrstu vikuna í júlí) svo ætlar hann á Smíðanámskeið 23-27 júní (þ.e.a.s ef ég man þetta rétt). Kriss verður á leikskólanum til 14.júlí þá byrjar okkar maður í fríi og kemst þá vonandi fljótlega á sundnámskeið. Við verðum svo saman fjölskyldan í fríi í ágúst, bara gaman að því....
Jæja segjum þetta gott í bili.
Látum heyra frá okkur fljótt aftur...
Kv. Berglind og Gormarnir

miðvikudagur, maí 07, 2008

Alltof langt síðan síðast.......

Dúdda mía hvað ritarinn er búinn að vera LATUR:....
Það er náttúrulega fullt búið að gerast síðan síðast, vorum bara í chillinu 1.maí þar sem það var frídagur, svo kom helgin (okkur finnst alltaf svo gott að sofa um helgar). Að vísu vaknaði Kriss á mjög svo ókristilegum tíma einn daginn já klukkan 07:40 svo mamma lata sagði bara nei nei Kriss sofum lengur og já okkar maður vaknaði ekki fyrr en 2 tímum seinna!!!! Já þetta er ekkert smá huggulegt þegar maður á svona svefnburkur.
Á laugardaginn fór ég á árshátíð svo Kriss var með ömmu (hittum hana og Kristínu í hádeginu hjá Löngu og Langa) og Oliver fór með Kristínu þá heim!!! Svo ég var alveg í vandræðum með hvað ég ætti að gera EIN í svona LANGAN tíma.... Svo þegar ég var orðin sæt og fín (klár fyrir árshátíðina) fékk ég Ömmu til að skutla mér í partýið og jú jú þetta var ágætis fjör. Kriss var í góðu yfirlæti hjá Ömmu og Reynsa, hringdi nú samt snemma heim á sunnudeginum og spurði mömmu sína hvort hann mætti ekki bara koma heim (var greinilega eitthvað farin að sakna mín)... Oliver kom ekki heim fyrr en seint um síðir enda var hann bara á chillinu með Kristínu og Co. alla daginn.
Á sunnudagskvöldið fengum við svo Ömmu í mat sem var bara notalegt.
Í gær mánudag var svo uppskeruhátið hjá Blakdeild HK og vitir menn haldið þið ekki að Oliver og Co. (Íslandsmeistararnir) hafi ekki verið leystir út með gjöf, fengu allir rosa fína íþróttatösku að sjálfsögðu merkta HK. Bara flott hjá þeim og þeir voru sko í bananastuði þegar ég sótti þá en við tókum Flóka og Gústa heim í leiðinni....
Svo ætlum við bara að hafa það huggulegt núna um helgina, kannski við skellum okkur í Keilu eða Bílasýninguna sem verður hérna út í Kór um helgina....
Við erum að skipuleggja sumarið en Oliver er búinn að skrá sig á smíðanámskeið hérna í Salaskóla (eina vikuna) svo ætlar hann að taka 2 námskeið í Golfi í sumar. Svo já ætlar hann að passa Kriss og fara með hann á sundnámskeiði (vá og þá er ég bara farin í sumarfrí). En planið er sem sagt að Kriss fari á sundnámskeið þarna í júlí (vonandi verður eitt námskeið frá 14 júlí til 1. ágúst en það kemur í ljós núna í lok maí þegar hægt verður að skrá á þau.
Ekki má svo gleyma aðalatriðinu, Kriss já litla barnið mitt er byrjaður á GULLDEILD, byrjaði á henni í gær!!! Bara flott hjá honum, þetta er fyrir stubbana sem eru að fara í skóla í haust, ógeðslega spennandi.....
Jæja ég ælta að fara henda Kriss í bælið.
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Ritarinn, Íslandsmeistarinn og Gulldrengurinn