Nú fengu Blikar að kenna á því....
Minn maður var ekki ánægður þegar hann kom heim af vellinum í kvöld!!! Blikar töpuðu fyrir Grindavík 6-3 ekkert sérstakt ha..... En svona er nú lífið maður getur víst ekki ALLTAF unnið.
Að allt öðru...
Við Kriss fórum saman í Hörðuvallaskóla í dag og okkur leist ekkert smá vel á skólann, ég náði því miður ekki að tala almennilega við kennaran hans Kriss en Kriss leist vel á kelluna. Svaka sport þau krakkarnir voru lesin upp og fengu svo að fylgja kennaranum sínum inn í sína framtíðarstofu meðan við fullorðnafólkið hlustuðum á miklar ræður!!! Minn maður var ekkert smá ánægður, en hann er sem betur fer í ekki mjög stórum bekk það eru sem sagt 16 nemendur og af því 10 strákar (hvað er þetta með syni mína alltaf fullt af strákum og örfáar stelpur).... Kriss fékk að leysa verkefni hjá kennaranum sem hann kom svo stoltur með fram og sýndi mömmu sinni, við heilsuðum svo upp á hana Berglindi (það heitir yfirmaður dægradvalar) og heyrðum aðeins í henni og kíktum svo við á skrifstofunni, vildum vera viss um að umsóknin um vistun í Dægradvöl fyrir Kriss hefði alveg örugglega borist. Og jú jú hún var á sínum stað, við fáum svo að heyra af því áður en skólinn byrjar hvort hann komist ekki örugglega í fulla vistun. En það sem mér fannst sniðugast er að maður getur skráð sig í mataráskrift bæði í hádegismat, morgunkaffi og síðdegishressingu í skólanum sem er bara snilld, við erum þá að tala um að Kriss þyrfti ekki að taka með sér neitt nesti bara vatnsbrúsa og mér líst ekkert smá vel á það!!! Annað sem mér fannst frábært er samverustund þá mætir allir skólinn saman í salinn og þá er sungið og börnin frædd um það sem er að fara að gerast á næstunni svo notalegt að byrja daginn svona... Ég er mjög sátt, fannst þetta alveg frábært og Kriss fannst þetta einnig allt rosa flott...
Við löbbuðum því ánægð út úr Hörðuvallaskóla í dag og hlakkar Kriss mikið til að byrja í honum í haust.... Þetta á bara eftir að vera gaman fyrir hann!!!!
Annað merkilegt hefur nú ekki gerst hjá okkur í dag...
Segjum þetta gott þangað til á fimmtudaginn þegar útskriftin fer fram...
Over and out.
Mamman, Unglingurinn og verðandi skóladrengurinn..