Afmælið búið en hvað með íbúðarmál
Hellú
Nú er afmælið hans Kristofers búið og við búinn að fara út að borða í gær og alles í tilefni dagsins, Kriss fékk að velja staðinn og okkar maður valdi American Style. Svo kvöldmaturinn var þar í gærkvöldi bara gott eins og alltaf. Kriss fékk að opna nokkra pakka sem eftir voru af afmælisgjöfunum og svo var farið á Stælinn. Fórum beint eftir matinn heim þar sem Kriss fór inn í rúm með Ömmu að sofa (amma las fyrir hann Tarzan en hann fékk þá bók í afmælisgjöf). Hann leið svo bara út af eldsnemma eins og alltaf. Bara huggulegt hjá honum, hinn besti afmælisdagur.
Í dag var svo bara venjulegur leikskóladagur þar sem Kriss fór í leikskólann, Oliver skólann og ég í vinnuna.
Oliver fær hins vegar að vaka aðeins lengur, en hann þessi ELSKA vekur Kriss á morgnana og kemur honum framúr svaka duglegur :-)))))
Oliver er strax byrjaður með heimanám í skólanum, er í heimanám í skólanum sjálfum eftir skóla sem er bara fínt fyrir okkur, hann er þá alltaf búinn með heimanámið áður en hann kemur heim, svo þegar ég LOKSINS kem heim þá á Oliver eftir lesturinn og við erum núna enga stund að rumpa því af.
Já að íbúðarmálum, þá á ég að fá að heyra eitthvað um það mál á morgun (síðasta lagi í hádeginu) það verður nú gaman að sjá hvað kemur út úr því. Vonandi að við náum að fá afhent helst með gólfefni og getum þá flutt inn í næstu viku. En nota bene við eigum sko eftir að fá gáminn sendan líka og það sem meira er hann Bjarni H. á líka eftir að panta gáminn og raða inn í hann. Halló, nóg eftir ennþá. Við setjum stefnuna á það að allt verði orði fínt fyrir jól, er það ekki fín stefna.....
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.
Kv. Berglind
Nú er afmælið hans Kristofers búið og við búinn að fara út að borða í gær og alles í tilefni dagsins, Kriss fékk að velja staðinn og okkar maður valdi American Style. Svo kvöldmaturinn var þar í gærkvöldi bara gott eins og alltaf. Kriss fékk að opna nokkra pakka sem eftir voru af afmælisgjöfunum og svo var farið á Stælinn. Fórum beint eftir matinn heim þar sem Kriss fór inn í rúm með Ömmu að sofa (amma las fyrir hann Tarzan en hann fékk þá bók í afmælisgjöf). Hann leið svo bara út af eldsnemma eins og alltaf. Bara huggulegt hjá honum, hinn besti afmælisdagur.
Í dag var svo bara venjulegur leikskóladagur þar sem Kriss fór í leikskólann, Oliver skólann og ég í vinnuna.
Oliver fær hins vegar að vaka aðeins lengur, en hann þessi ELSKA vekur Kriss á morgnana og kemur honum framúr svaka duglegur :-)))))
Oliver er strax byrjaður með heimanám í skólanum, er í heimanám í skólanum sjálfum eftir skóla sem er bara fínt fyrir okkur, hann er þá alltaf búinn með heimanámið áður en hann kemur heim, svo þegar ég LOKSINS kem heim þá á Oliver eftir lesturinn og við erum núna enga stund að rumpa því af.
Já að íbúðarmálum, þá á ég að fá að heyra eitthvað um það mál á morgun (síðasta lagi í hádeginu) það verður nú gaman að sjá hvað kemur út úr því. Vonandi að við náum að fá afhent helst með gólfefni og getum þá flutt inn í næstu viku. En nota bene við eigum sko eftir að fá gáminn sendan líka og það sem meira er hann Bjarni H. á líka eftir að panta gáminn og raða inn í hann. Halló, nóg eftir ennþá. Við setjum stefnuna á það að allt verði orði fínt fyrir jól, er það ekki fín stefna.....
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.
Kv. Berglind