miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Afmælið búið en hvað með íbúðarmál

Hellú
Nú er afmælið hans Kristofers búið og við búinn að fara út að borða í gær og alles í tilefni dagsins, Kriss fékk að velja staðinn og okkar maður valdi American Style. Svo kvöldmaturinn var þar í gærkvöldi bara gott eins og alltaf. Kriss fékk að opna nokkra pakka sem eftir voru af afmælisgjöfunum og svo var farið á Stælinn. Fórum beint eftir matinn heim þar sem Kriss fór inn í rúm með Ömmu að sofa (amma las fyrir hann Tarzan en hann fékk þá bók í afmælisgjöf). Hann leið svo bara út af eldsnemma eins og alltaf. Bara huggulegt hjá honum, hinn besti afmælisdagur.
Í dag var svo bara venjulegur leikskóladagur þar sem Kriss fór í leikskólann, Oliver skólann og ég í vinnuna.
Oliver fær hins vegar að vaka aðeins lengur, en hann þessi ELSKA vekur Kriss á morgnana og kemur honum framúr svaka duglegur :-)))))

Oliver er strax byrjaður með heimanám í skólanum, er í heimanám í skólanum sjálfum eftir skóla sem er bara fínt fyrir okkur, hann er þá alltaf búinn með heimanámið áður en hann kemur heim, svo þegar ég LOKSINS kem heim þá á Oliver eftir lesturinn og við erum núna enga stund að rumpa því af.

Já að íbúðarmálum, þá á ég að fá að heyra eitthvað um það mál á morgun (síðasta lagi í hádeginu) það verður nú gaman að sjá hvað kemur út úr því. Vonandi að við náum að fá afhent helst með gólfefni og getum þá flutt inn í næstu viku. En nota bene við eigum sko eftir að fá gáminn sendan líka og það sem meira er hann Bjarni H. á líka eftir að panta gáminn og raða inn í hann. Halló, nóg eftir ennþá. Við setjum stefnuna á það að allt verði orði fínt fyrir jól, er það ekki fín stefna.....

Segjum þetta gott í bili.
Over and out.
Kv. Berglind

mánudagur, ágúst 27, 2007

AFMÆLI AFMÆLI Kriss 5 ára á morgun

Hellú
Þá er FYRSTA afmælið hans Kristofers búið, fengum að halda það heima hjá Kristínu frænku þar sem það er allt á hvolfi heima hjá ömmu og við ekki enn búin að fá afhent...
Þetta var sko geggjað gaman Kriss vaknaði og fékk að OPNA ógeð marga pakka sem var frá okkur familíunni, var ógeð ánægður, fékk Henson galla, Takkaskó, bók, kvartsbuxur, 2 stuttermaboli, skyrtu, Hot wheels bíl, Spiderman tatoo græju, sokka og sokkabuxur (fær svo koju frá okkur þegar gámurinn kemur). Kriss var mjög svo rólegur meðan á pakka stússinu stóð var sko alveg sama þó svo við myndum geyma alla pakkana þangað til afmælið byrjaði klukkan 14, ég sagði við hann NEI NEI þú mátt bara opna pakkana og jú jú okkar maður gerði það og það var svo snyrtilega gert einn pakki opnaður og pappírnum hent í ruslið svo næsti, svona koll af kolli þangað til allt var búið. Hann var svo ánægður með Henson gallan og strigaskóna að hann valdi það sem afmælisföt sem var sko bara í góðu. Við fórum svo heim til Kristínar með allar terturnar (sem amma hafði bakað og sett á). Og þar beið bara okkar maður rólegur eftir því að afmælið byrjaði og var ekkert svona PAKKA ÆSTUR eins og mamma hans er. Nei nei var bara rólegur yfir þessu öllu saman, einhverjir komu svo eftir að hann byrjaði að borða og þá bara sat hann rólegur kláraði kökuna og opnaði svo pakkana. Dí hvað hann var hamingjusamur með pakkana sína, Mustanginn frá Didda og Transformerskarlinn frá Nonna og Hrafnhildi sló sko bara í gegn. En annars fékk hann Kawasaki skó, Legó bíl, Mustang bíl, Transformerskarl, marga peninga, Flíspeysu, skyrtu, vatnsbyssur og Batman ljós (held að ég hafi talið allt upp).
Eftir afmælið fórum við heim, vel þreytt eftir daginn (samt fórum við frekar seint að sofa). Kriss alveg rosalega ánægður með sinn dag.
Í dag vaknaði hann svo og fór að leika með bílinn og karlinn svaka stuð, við löbbuðum svo með Ömmu í Smáralindina, chilluðum aðeins þar og kíktum svo í heimsókn til Krístnar og Palla. Fórum þaðan svo labbandi heim þar sem við elduðum kvöldmat, Kriss fór í bað og svo að sofa. Fékk Ömmu til að lesa fyrir sig nýju bókina sem hann fékk í afmælisgjöf.

Unglingurinn okkar sleppti hins vegar Smáralindinni og fór út að leika í staðinn við vini sína, þar sem þeir ætluðu svo saman á leikinn Breiðablik/Víkingur. Oliver var ekki alveg sáttur við það að leikurinn endaði með jafntefli en við stjórnum víst ekki öllu í lífinu eða hvað??? Hann kom svo heim eftir leikinn fékk sér að borða og fer fljólega að sofa...

Oliver er núna búinn að læra það að það er ekki alltaf best að velja þynnstu bókina, hann valdi þunna bók í skólanum fyrir heimalestur og vitir menn það er ÖRSMÁTT letur í henni og rúmlega 100 bls og bókin frekar ÞUNG (um landnám Íslands). Næst ætlar drengurinn því bara að velja sér eina ÞYKKA sem vonadi er þá léttari og ekki með jafn smáu letri.

Annars er svo sem bara fínt af okkur öllum að frétta við fáum vonandi einhverjar fréttir um íbúðina í þessari viku :-)))) um að gera að vera bjartsýn.

Kriss fær svo aðra afmælisveislu í leikskólanum á morgun þar sem hann fær að bjóða sinni deild upp á popp og sungið verður fyrir hann afmæilssöngurinn. Okkar maður ætlar svo að fá að fara út að borða annað kvöld (skreppa á veitingarstað í tilefni dagsins.)
Segjum þetta gott í bili.
Þangað til næst.
Over and out.

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Skólinn að byrja

Jæja þá er komið að skrifum hjá okkur aftur,
Oliver fór í skólann í morgun og fékk stundatöfluna og var svona líka ánægður með hana, leist bara vel á og það höfðu ákkúrat engar breytingar orðið á bekknum!!! Sem er bara frábært þau er svo góð saman og aldrei neitt vesen á þessum bekk sem ég er mjög ánægð með. Eftir að stundataflan var kominn í hús fór hann út að leika nema hvað!

Kriss er náttúrlega bara alltaf eins í leikskólanum og meira en lítið sáttur þar, fékk nýjan deildarstjóra um daginn svo núna er engin Elín, við fengum Siggu í staðin. Vonum að Sigga verði jafn öflug og hún Elín okkar við vorum rosalega ánægð með hana, hún var nefnilega búin að taka hann Kriss okkar á sínar hendur, þar sem hann Kriss er mjög svo líflegt BARN....

Núna í þessum pikkuðum orðum er Kriss að leika sér við Playmó og Unglingurinn fékk að fara með Reynsa frænda á frumsýninguna á "Astrópíu" ekki amalegt það! Oliver fannst það bara snilld að fá að fara með. Ekkert smá ánægður með það, vonum bara að það verði auðvelt að vekja hann í fyrramálið "fyrsta skóladaginn"...

Við erum bara á fullu í því að fara að ákveða hvað á að vera á boðstólnum í afmælinu hjá honum Kriss okkar sem verður haldið á laugardaginn heima hjá Kristínu frænku og Co.

Ætli við látum þetta ekki bara duga að sinni þar sem hann Kriss minn er að fara í bælið...
E.S við bíðum enn eftir íbúðinni okkar í Tröllakórnum. Hvenær ætli við fáum hana afhenta og getum farið að flytja...

Kv. Ritarinn, Unglingurinn og þessi sem er alveg að verða 5 ára

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Betra seint en ALDREI

Hellú everybody,
Þá hef ég ákveðið að blogga smá meira aftur alveg komin tími á það! Svo pabbi gamli geti fengið líka að fylgjast með hvað er að gerast í okkar lífi...
Dagurinn í gær var sko afmælisdagurinn hans Pabba, karlinn orðinn ELDGAMALL.
Við drifum okkur á fætur og fórum í heimsókn til Löngu og Langa stoppuðum þar smá stund svo var það bara að fara að hafa sig til fyrir MARAÞONIÐ... Jú við tókum að sjálfsögðu þátt í því nema hvað. Kriss hljóp Latabæjarhlaupið og hafið bróðir sinn með sér til halds og trausts. Kriss brosti svo hringinn þegar hann kom í mark af því jú hann VANN fékk meiri segja medalíu!!!! Var rosalega ánægður með þetta afrek sitt, brósi fékk hins vegar enga medalíu þar sem hann hljóp bara með Stubbnum sínum svo Kriss sagði "Oliver þú mátt bara eiga medalíuna með mér"..
Eftir sveitt hlaupið kíktum við (eða réttara sagt reyndum við að kíkja á) Latabæjarleikritið, sáum mest lítið svo við ákváðum að drífa okkur bara niður í bæ og kíkja á lífið þar. Það var sko FULLT af fólki í bænum og löbbuðum við í gegnum bæinn og kíktum á mannlífið, margt að sjá tókum sko eftir því að það eru 128 dagar til jóla (já kíktum á markaðinn fyrir utan jólabúðina á Skólavörðustígnum). Fórum svo bara heim þar sem Stubbur var orðinn frekar þreyttur í löppunum. Fórum heim að elda og svo var það bara róleg heit. Kriss leið svo út af í sófanum, skiljanlegt að maður sé þreyttur eftir maraþon hlaup ha!!!!!
Annars er það svona af okkur að frétta að við erum að bíða eftir að fá íbúðina okkar í Tröllakórnum afhenta (hvenæar sem það nú verður), erum að undirbúa afmælið hans Kristofers sem verður næstu helgi (höldum það heima hjá Kristínu frænku þar sem ömmuhús er fullt af pappakössum en hún er sko líka að fara að flytja). Svo fer skólinn LOKSINS að byrja aftur hjá Oliver eftir helgin á miðvikudaginn, Kriss er löngu búinn með sitt sumarfrí.
En segjum þetta bara gott í bili af okkur, nú verður sko styttra í næsta blogg.
Kv. Ritarinn