mánudagur, maí 30, 2005

Bara 10 dagar :-)

Jú hú hvað er stutt í þetta hjá okkur...
Annars var þessi helgi bara fín mikið búið að vera að gerast hjá mér. Á föstudagskvöldið fórum við Kriss með Reynsa í langan göngutúr svo þegar heim var komið ákvað ég já þessi stóri strákur að elda kvöldmatinn opnaði frystirinn fann 1 pizzu setti ofan á hana fullt af pepperoni og svörtum olívum já og ost bað svo Ma að kveikja á ofninum og meðan mamma setti Kriss í sturtu fylgdist ég með pizzunni já ég get allt sjálfur... Þegar amma kom svo heim um klukkan 21 var ákveðið að klippa okkur bræður og við erum sko bara ekkert smá sætir svona krúnurakaðir :-)
Svo á laugardaginn þá var ræs snemma og farið var í sund ég, Kriss, Ma, Amma og Reynsi skelltum okkur í laugina vorum þar í dágóða stund hentumst svo í bakaríð, drifum okkur heim og hringdum í Löngu og Langa og buðum þeim í kaffi til okkar. Já svo komu Kristín og Tvillarnir labbandi í kaffi líka svo það var fínt, ég náði að passa Tvillana aðeins áður en hann Pálmi bekkjarbróðir minn kom í heimsókn (í hádeginu) en við ákváðum að skella okkur út að leika þar sem það er ákkúrat EKKERT dót eftir hérna heima. Við vorum heillengi út fundum Flóka og Ágúst og vorum að leika við þá, svo labbaði ég með Pálma heim. Já kom svo heim í smá stund rétt til að borða eina Jógúrt og ákvað svo að drífa mig til Róberts og leika við hann. Mömmu fannst þetta nú ekkert smá skrítið hún hitti mig bara ekkert bara í sundinu svo búið en hún ákvað að skella sér á Laugarvatn í mat svo hún hringdi bara í mig og sagði mér að koma heim um klukkan 19. En já svo þegar ég var ekki kominn heim þá meiri segja rúmlega 19 þá hringdi Reynsi frændi og sagði að nú væri tímabært að koma heim en ég fattaði náttúrulega ekkert hvernig tímanum leið þar sem ég var að leika mér og það var svo ægilega bjart úti.
Svo í dag sunnudag svaf ég unglingurinn til hádegis ég er að tala um klukkan 12 á hádegi en ég var þá búinn að sofa í hátt í 14 tíma og geri aðrir betur. Svo þegar ég var almennilega vaknaður ákváðum við Ma, Amma og Kriss að fara í bíltúr til Löngu og Langa þar sem amma var að fara með einhvern pakka til þeirra og þegar við komum þangað þá ákváðu þau að bjóða okkur öllum í ísbíltúr og við bræður segjum sko bara ALLS EKKI NEI við svoleiðis löguðu svo við þáðum það. Eftir ísinn var ákveðið að kíkja á nýja húsið hjá Rebekku og Óskari sem var bara fínt. Svo var farið aftur til Löngu og Langa og við fórum heim þar sem það var að koma kvöldmatur og ég átti eftir að læra (já í fyrsta skipti í sögunni átti ég eftir að læra á sunnudegi, þvílíkt harlem!!!!) en svona er það nú bara.... Svo já fór ég í það að hjálpa honum Reynsa að flytja dótið sitt en hann er að flytja á milli herbergja hjá okkur fá sér stærra herbergi þar sem við erum öll að fara að fara. Svo var það sturta svo flokkuðum við Reynir peninga til að gefa til fátækra barna. Svo bælið !!! Þetta var sko alveg brilliant helgi, svo er bara 1 vika eftir af skólanum, svo get ég farið í Dægró þangað til við förum út og við mamma erum búinn að ákveða það að ég skelli mér þangað á daginn svo tíminn verði nú bara alls ekki lengi að líða.....
En jæja nú ætlar Pikkólína að pikka fyrir Kriss og fara svo í bælið...
Over and out.

föstudagur, maí 27, 2005

12 dagar í flugvélina

12 dagar 12 dagar
Vá hvað er stutt í það að ég fari í flugvélina til hans Pabba... Ekkert smá stutt í það skal ég segja ykkur...
Annars er það nú af mér að frétta að í gær fékk ég að fylgjast svona aðeins með Idolinu svo sýndi mamma mér bara á netinu hver myndi vinna þar sem ég var orðinn svo þreyttur á þessu sjónvarpsglápi og þegar ég vissi það gat ég alveg farið inn að sofa... Sofnaði mjög fljótt eins og hina dagana, er eitthvað sov þreyttur, ekki skrítið við erum úti alla daginn og förum svo út með Reynsa þegar við komum heim svo já það er ekki mikil orka eftir þegar ég er búinn að borða kvöldmatinn... En þá verð ég nú alltaf að læra smá, svo ég mæti ekki í skólan ólærður...
En það er nú bara eins og það er ekki satt????
Annars er svo sem ekkert merkilegt að gerast hjá mér.. Er bara að verða meiri UNGLINGUR með hverjum deginum sem líður...
Vá ég sagði nú eitt fyndið í gær, mamma spurði mig hvort mig langaði að sjá Star Wars í bíó og ég hélt það nú svo sagði ég “mamma langar þig að sjá hana” því svaraði kellan um hæl “Nei Oliver ég er ekki þessi Starwars stelpa” þá sagði hann “ekki ég heldur Mamma en ég er sko BARDAGASTRÁKUR þess vegna langar mig að sjá hana”. Já maður getur nú átt sínar stundir eins og aðrir...
Núna er ég kominn í skólan og læra, ekkert smá ánægður með það að í dag er sund J mér finnst það sko bara skemmtilegt...
En nú ætlar ritarinn minn að fara að vinna...
Over and out.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Ekki nema 14 dagar ")

Helló,
Vá hvað þetta styttist nú hratt hjá okkur, við erum öll orðin svakalega spennt fyrir Lúxferðinni okkar enda ekkert annað hægt, við að fara að búa með honum Pabba mínum loksins aftur og já mér finnst það sko bara ALLS EKKI leiðinlegt enda finnst mér karlinn bara nokkuð skemmtilegur. En það á sko eftir að vera rosalega gaman ég fæ STÓRT herbergi sem ég verð í ALEINN og ekki skemmir að herbergið mitt verður beint fyrir ofan bílskúrinn Vá það er bara BRILLI...
Annars var dagurinn í dag bara fínn eins og allir hinir dagarnir, ég fór með VW rútunni í skólan svo var það skóli sem var bara skemmtilegur eins og svo oft áður (enda var bæði sund og leikfimi í dag og mér leiðist það nú alls ekki) og að honum loknum var það Dægró svo labbaði ég heim (enda orðinn FULLORÐINN svo ég sé bara um mig sjálfur ekki satt???)... Svo stuttu eftir að ég kom heim þá bauð Reynsi frændi okkur Kriss í göngutúr og það var sko langur göngutúr mamma var bara farin að hafa áhyggjur af okkur en við komum nú heim á endanum og þá var kellan búinn að leggja á borð og henda restinni í SORPU (var smá eftir sem átti að henda, kemur allskonar drasl í ljós þegar maður fer að flytja svona)... Svo var borðað og við matarborðið sömdum við mamma nýtt lag um Reynsa frænda það var "Reynir var einn í tölvulandi á internetið var snjall" við ægilega fyndin (kanski man einhver eftir laginu um Tóta tölvukarl).. Já svo fékk ég að glápa á Simpsons og Strákana og eftir það píndi mamma mig í bælið en já ég var nú rosalega fljótur að sofna enda ekki skrítið þar sem ég hreyfði mig svo ægilega mikið í dag... En þetta er bara fínt enda eru ekki svo margir dagar sem við eigum eftir að vera á Íslandinu kalda...
Þangað til næst
Over and out...

miðvikudagur, maí 25, 2005

Ekki nema 15 dagar í Lúx

Helló
Jæja þá er þessi yndislegi dagur að kveldi kominn og ég kominn í bólið og farinn að sofa... Fékk að vaka aðeins lengur í dag þar sem Fear Factor var í TV í kvöld og ég tími sko alls ekki að missa af því og mamma leyfði mér að vaka lengur þar sem ég er búinn að vera svo góður að fara að sofa undanfarin kvöld og já búinn að vera duglegur að læra það skiptir líka miklu máli...
Dagurinn í dag var sko bara frábær, fór í skólan "fékk far með mömmu strætó" í morgun sem ég er sko alveg að fýla.. Svo já var það skóli og eftir skóla var það Dægró og í dag var smíð mér finnst það sko LANG SKEMMTILEGAST og ég kom heim með þetta fína FLUGNAHÚS og er byrjaður á nýju dóti en mér finnst bara skemmtilegt í smíði..... Svo labbað ég heim og beið þangað til Reynsi kæmi heim með Kristofer en mamma fór til Doksa svo já okkur var reddað af Ömmu og Reynsa eins og svo oft áður enda bara fáir dagar eftir hjá okkur á Íslandi ekki nema bara 15 dagar þá erum við farin í flugvélina til Lúx.....
Við þ.e.a.s ég, Reynir og Kristofer fórum saman í göngutúr og það var sko ekkert smá gaman og þegar við komum heim þá fór ég beint i lærdóm sem er náttúrulega bara skemmtilegt er að gera svo skemmtilegt núna lestrabókin mín nýja er alveg frábær þar sem ég þarf að teikna og skrifa (skálda) smá við hverja sögu. Ég er sko nokkuð ánægður með það....
En annars er svo sem ekkert mikið að gerast hjá okkur þessa dagana, eða jú GÁMURINN fór í dag og fer í skip á fimmtudag svo þetta er allt að gerast sem betur fer...
Jæja nú ætlar Pikkólína að hætta þessu pikki og fara í bælið :-)
Þangað til næst
10 4

mánudagur, maí 23, 2005

Gámur Gámur


Gámur Gámur
Vá hvað er búið að vera mikið að gera hjá mér í dag! Já ég er sko búinn að vera svaka duglegur að hjálpa henni Mömmu minni að raða í gáminn. Fékk að vaka lengi á föstudagskvöldið og svo já vaknaði ég í kringum hádegi á laugardag og byrjaði strax að bera dót út í gáminn þar sem gámurinn kom á föstudaginn, og það var sko hörku vinna skal ég segja ykkur. Við ákváðum svo að taka smá pásu á gámnum og mamma fór og viðraði okkur bræður fór með okkur í fínan göngutúr þ.e.a.s mig og hann Kriss okkar (síðan hans er http://www.kristoferbergmann.blogspot.com/ ). Svo já horfði ég á Eurovision með öðru auganu var frekar mikið upptekinn af því að spila Rommý við hann Reynsa frænda. Við ákváðum svo að gera allt tibúið fyrir morgundaginn (sunnudaginn) fyrir gáminn svo já við byrjuðum að merkja það sem upp á vantaði! Svo já í dag (sunnudag) kláruðum við gáminn vorum búinn í kringum hádegi og þá fór mamma út með okkur að vísu fór ég fyrst út með Reynsa og Tinnu (hundunum hennar Guðrúnar) svo já fórum við Ma með Kriss í göngutúr og fórum sko langan göngutúr. Svo já var farið heim og þá var ákveðið að skella TVinu inn í gáminn og gera hann ready fyrir lok lok og læs og allt í stáli.... Sem gekk vel svo var bara slakað á að vísu fékk ég að fara í bíltúr með Reynsa meðan Kriss var svæfður ") svo fór ég upp í rúm DAUÐÞREYTTUR og sofnaði á mettíma að vísu kíkti ég smá í Steina Sterka en það voru nú ekki margar síðurnar. Svo þetta var frekar strembinn dagur hjá mér í dag. En vonandi fer gámurinn á morgun og þá mætti segja að við séum bara kominn í hálfgert FRÍ....Nú ætlar ritarinn minn að skella sér í bælið.
Þangað til næst...

föstudagur, maí 20, 2005

Dagur 1

Helló...
Ég heiti Oliver og er 7 ára, ákkúrat núna er ég í 1-Y í Kópavogsskóla en þegar skólinn er búinn þá flyt ég til Lúxemborgar þar sem hann pabbi minn er, en karlinn flutti þangað og fann hús fyrir okkur, svo við ætlum að drífa okkur til hans...... En ég flyt 8. júní þá förum ég, Ma og Óþekktarormurinn hann Kristofer minn í flugvélina til Lúx svaka skemmtó.....

Oliver i Luxemborg

Ég heiti Oliver og er 7 ár er í 1-Y í Kópavogsskóla og 8.júní flyt ég til Lúxemborgar og þá fer ég í skóla þar kem til með að læra Frönsku, þýsku og lúxemborgísku. Pabbi minn hann Bjarni býr núna í Lúxemborg og bíður spenntur eftir að fá okkur til sín, hann er búinn að finna fínt hús fyrir okkur þar sem ég er með STÆRSTA HERBERGIÐ. Herbergið mitt er beint fyrir ofan bílskúrinn!!!
Mér finnst gaman í Gameboy það er mjög heitt þessa dagana og já svo erum við að fara að búa til heimasíðu handa mér svo vinir mínir á Íslandi geti fylgst með mér og hvað er að gerast í mínu lífi.
Þetta er bara prufa til að sjá hvernig síðan mín lítur út....

Mamma hans Olivers...