Bara 10 dagar :-)
Annars var þessi helgi bara fín mikið búið að vera að gerast hjá mér. Á föstudagskvöldið fórum við Kriss með Reynsa í langan göngutúr svo þegar heim var komið ákvað ég já þessi stóri strákur að elda kvöldmatinn opnaði frystirinn fann 1 pizzu setti ofan á hana fullt af pepperoni og svörtum olívum já og ost bað svo Ma að kveikja á ofninum og meðan mamma setti Kriss í sturtu fylgdist ég með pizzunni já ég get allt sjálfur... Þegar amma kom svo heim um klukkan 21 var ákveðið að klippa okkur bræður og við erum sko bara ekkert smá sætir svona krúnurakaðir :-)
Svo á laugardaginn þá var ræs snemma og farið var í sund ég, Kriss, Ma, Amma og Reynsi skelltum okkur í laugina vorum þar í dágóða stund hentumst svo í bakaríð, drifum okkur heim og hringdum í Löngu og Langa og buðum þeim í kaffi til okkar. Já svo komu Kristín og Tvillarnir labbandi í kaffi líka svo það var fínt, ég náði að passa Tvillana aðeins áður en hann Pálmi bekkjarbróðir minn kom í heimsókn (í hádeginu) en við ákváðum að skella okkur út að leika þar sem það er ákkúrat EKKERT dót eftir hérna heima. Við vorum heillengi út fundum Flóka og Ágúst og vorum að leika við þá, svo labbaði ég með Pálma heim. Já kom svo heim í smá stund rétt til að borða eina Jógúrt og ákvað svo að drífa mig til Róberts og leika við hann. Mömmu fannst þetta nú ekkert smá skrítið hún hitti mig bara ekkert bara í sundinu svo búið en hún ákvað að skella sér á Laugarvatn í mat svo hún hringdi bara í mig og sagði mér að koma heim um klukkan 19. En já svo þegar ég var ekki kominn heim þá meiri segja rúmlega 19 þá hringdi Reynsi frændi og sagði að nú væri tímabært að koma heim en ég fattaði náttúrulega ekkert hvernig tímanum leið þar sem ég var að leika mér og það var svo ægilega bjart úti.
Svo í dag sunnudag svaf ég unglingurinn til hádegis ég er að tala um klukkan 12 á hádegi en ég var þá búinn að sofa í hátt í 14 tíma og geri aðrir betur. Svo þegar ég var almennilega vaknaður ákváðum við Ma, Amma og Kriss að fara í bíltúr til Löngu og Langa þar sem amma var að fara með einhvern pakka til þeirra og þegar við komum þangað þá ákváðu þau að bjóða okkur öllum í ísbíltúr og við bræður segjum sko bara ALLS EKKI NEI við svoleiðis löguðu svo við þáðum það. Eftir ísinn var ákveðið að kíkja á nýja húsið hjá Rebekku og Óskari sem var bara fínt. Svo var farið aftur til Löngu og Langa og við fórum heim þar sem það var að koma kvöldmatur og ég átti eftir að læra (já í fyrsta skipti í sögunni átti ég eftir að læra á sunnudegi, þvílíkt harlem!!!!) en svona er það nú bara.... Svo já fór ég í það að hjálpa honum Reynsa að flytja dótið sitt en hann er að flytja á milli herbergja hjá okkur fá sér stærra herbergi þar sem við erum öll að fara að fara. Svo var það sturta svo flokkuðum við Reynir peninga til að gefa til fátækra barna. Svo bælið !!! Þetta var sko alveg brilliant helgi, svo er bara 1 vika eftir af skólanum, svo get ég farið í Dægró þangað til við förum út og við mamma erum búinn að ákveða það að ég skelli mér þangað á daginn svo tíminn verði nú bara alls ekki lengi að líða.....
En jæja nú ætlar Pikkólína að pikka fyrir Kriss og fara svo í bælið...
Over and out.