laugardagur, október 25, 2008

Alltof langt síðan síðast, hellú!!!

Dúdda mía,
Ég hef sem sagt ekki verið að standa mig í ritara hlutverkinu!!! Nú verður breyting á!!!
Síðan 13.okt eru liðnar já hvað 11 dagar og fullt búið að gerast síðan þá...
Ritarinn fór td. til USA að sjoppa, alltaf gaman í US and A... Reynsi frændi bjargaði okkur eins og svo rosalega oft áður og sá um strákana meðan ég fór til útlendis. Vikan 13-18 okt var sem sagt venjuleg að öllu leyti, á föstudagskvöldin fengum við Kristínu og Co og Ömmu til okkar í mat þar sem við vorum að skipuleggja USA ferðina. Á laugardeginum drifum við okkur eldsnemma á fætur til að læra þar sem það var seinni parts flug þann dag til útlanda. Í hádeginu dreif Oliver sig í afmæli hjá bekkjarbróðir sínum og Kriss skrapp á handboltaæfingu sem var fínt ég náði að henda í töskuna rétt á meðan. Svo var Kriss sóttur og honum skutlað til Reynsa og ég út á völl.. Þeir bræður höfðu það rosa gott hjá Reynsa á mánudeginum var frí í skólanum svo Oliver svaf út en Kriss skellti sér í Dægradvöl. Svo gekk vikan rosalega vel hjá þeim körlum og ég skoðaði Mall of America og margt annað skemmtilegt í MSP á meðan...
Á fimmtudeginum kom ég svo LOKSINS heim, vá hvað er alltaf gott að koma heim aftur!!! Þeir bræður voru nú líka ánægðir með að sjá hana mömmu sína, fengum bara smá pakka þegar mamma kom heim, að vísu gaf Amma þeim líka pakka!!! En það sem verslað var í útlandi verður bara jólagjöf svo þeir bræður verða bara að bíða í 2 mánuði með að sjá innihald töskunnar :-)))) Í dag föstudag var Kriss sem betur fer ekki alveg síðast barnið sem sótt var í Dægradvöl (en svona með þeim síðustu)... Við ákváðum svo að skella okkur með bílinn í vetrardekk, fórum heim sóttum Oliver og vetrardekkin og skelltum okkur í röð fyrir utan Bílkó!!! Það var nú ekki hræðilega löng biðin sem beið okkar, þetta var rúmur klukkari og þá vorum við komin í burtu aftur með vetrardekk undir kagganum og nýbúið að smyrja kaggann ekki amalegt það!! Fórum heim í algjöra afslöppun, Kriss las lestrahefti númer 2 af mikilli snilld og Oliver kláraði heimanámið sitt en það er sem sagt frekar lítið að læra hjá þeim þessa vikuna þar sem það er foreldraviðtal og vetrarfrí í næstu viku!!! Veit að þeir bræður eiga eftir að sofa eins og SVESKJUR þessa frídaga sem er bara notalegt!!!
Hvað við gerum um helgina er enn alveg óráðið en við gerum örugglega eitthvað skemmtilegt aldrei að vita nema við skellum okkur bara í bíó á Lukku Láka eigum enn eftir að sjá hann.
En þetta er svona það sem er helst að frétta af okkur...
Vá ekki má gleyma fyndnust sögu vikunnar en ég fékk símtal frá skólahjúkkunni sem vill að Kriss kíki til Augnlæknis (allt gott um það að segja, hann fer núna 5.nóv til hans Þorkels). En ég fór svo að ræða þetta við Kriss hvað hjúkkan hefði sagt, þá sagði minn maður (hey honum var mikið niðri fyrir) "mamma veistu hvað, hún færði spjaldið með stöfunum lengst lengst í burtu um leið og ég átti að fara að segja henni stafina (já sæll). Ég sá því ekkert hvaða stafir þetta voru spjaldið var svo rosalega langt í burtu svo ég varð bara að giska á alla stafina"... En ég útskýrði nú fyrir honum að hjúkkan væri ekkert að færa bara spjaldið lengst í burtu þegar röðin koma að honum Oh nei!!! Spjaldið væri alltaf á sama stað og það þyrftu allir að lesa af því á sama stað!
Jæja segjum þetta gott í bili.
Var komin með samviskubit það er svo langt síðan það kom blogg síðast...
Over and out.
Berglind

mánudagur, október 13, 2008

Allt að gerast og mánudagur á morgun

Góða kvöldið,
þá er enn ein helgin og vikan búin hjá okkur!!! Tíminn líður ekkert smá hratt!!
Þessi vika líka, við búinn að vera á fullu alla vikuna, skóli, vinna og já bara hið daglega líf!!! En þessi vika var nú pínu skemmtileg þar sem ég RITARINN átti afmæli!! Við vorum með smá afmæliskaffi og fengum nokkra góða gesti.
Strákarnir standa sig sko eins og hetjur alla virka daga, Oliver sér um að þeir bræður komi í skólann á réttum tíma á hverjum einasta degi og stendur sig ekkert smá vel í sínu starfi!!! Að vísu sjáum við Oliver mest lítið fyrr en bara á kvöldin þar sem hann er nánast aldrei heima hjá sér, alltaf úti að leika...
Svo kom nú loksins FÖSTUDAGUR það var alveg langþráð enda vikan búinn að vera frekar erfið í vinnunni... Ég komst svo seint úr vinnunni að Kriss greyjið var seinasta barniður úr skólanum á föstudaginn... Við drifum okkur þá heim og fengum okkur afganga úr afmælinu svo settumst við Kriss við borðstofuborðið og dreifðum úr öllum skólabókunum okkar og við fórum öll að læra (Oliver líka þegar hann kom heim) svo kláruðu allir heimanámið sitt og sofnuðum við óvenju snemma öll á föstudaginn... Á laugardaginn var farið frekar seint á fætur, enda við þreytt öll saman, Oliver dreif sig svo yfir í KÓSK að leika við strákana þar meðan við Kriss skelltum okkur í afmæli til Þórhildar og Ágústu Eirar ekkert smá flott sem við fengum þar :-)))) Eftir afmælið var haldið heim á leiði til að finna til náttföt og tannbursta þar sem Kriss og Oliver sváfum hjá Ömmu og Reynsa... Við frænkurnar vorum sem sagt með frænkuhitting heima hjá okkur sem gekk líka svona glimmrandi vel....
Í dag sunnudag var sko RÆS eldsnemma þar sem Oliver var að fara að keppa í blaki í morgun, hann stóð sig eins og hetja á vellinum og spilar rosalega vel og fínan bolta.. En það gerir sem sagt ekki allt liðið hans svo liðið hans lennti í 5. sæti á mótinu í dag!! Frekar fúllt... Eftir leikinn fórum við til Ömmu í mat og svo fórum við Kriss heim en Oliver út í skóla að leika...
Svo var að sjálfsögðu Dagvaktin í kvöld já og Svartir Englar... Ég var að sofna yfir herleg heitunum, Kriss sofnaði svo um leið og hann lagðist á koddann og nú er Oliver á leiðinni inn í rúm...
Segjum þetta gott af þessari helgi...
Over and out.

mánudagur, október 06, 2008

Helgin búin :-((

Well well well
Þá er fyrsta helgi október mánaðar búinn, og fullt búið að gerast þessa helgi. Á föstudaginn þá var sko allt crazy á Íslandi (nenni nú ekki alveg að fara út í þá sálma en er ég nokkuð vissum að sá dagur verði skráður í sögubækurnar og ég get sagt barnabörnum mínum frá þeim degi í framtíðinni :-)))))
En á föstudaginn þá sótti amma Kriss í dægradvölina og fór Kriss heim með ömmu greinilega alveg búinn á því eftir vikuna (við erum að tala um að Stubbur sofnaði yfir TVinu hjá ömmu í smá stund). Oliver var bara að leika við vini sína, þar sem ég fór á fund eftir vinnu. Þegar ég kom svo loksins heim þá voru allir heima en greinilega líka vel þreyttir. Oliver var eins og klessa í sófanum og Kriss fyrir framan tölvuna (þar sem hann er nánast öllum stundum). Oliver var búinn með heimanámið sitt en Kriss hafði farið heim með ömmu og því ekki búinn með sitt. Við vorum svo þreytt öll að við lögðumst öll upp í sófa þegar amma var farinn og ALLIR sofnuðu í sófanum. Gaman að því :-)) ekta föstudagur á mínu heimili.
Á laugardaginn fór Oliver með bróðir sinn á handboltaæfingu, ég og amma sóttum þá svo á æfinguna og fórum heim að borða. Eftir smá leti ákváðum við að kíkja á kuldaskó fyrir Kriss sem kvartaði mikið yfir því í snjónum að eiga ekki almennilega kuldaskó. Við drógum ömmu með okkur í búð að skoða kuldaskó og græddi Kriss minn eitt par (ægilega ánægður með nýju kuldaskóna sem hann þarf svo ekki að nota alveg strax, já fór einmitt að rigna í dag sunnudag). Við ákváðum svo víst við vorum kominn á rúntinn að kíkja í nýja Mallið á Íslandi í dag "Korputorg" Kriss langaði svo ægilega að kíkja í Toys"R"us. Við kíktum sem sagt í dótabúðina þar sem Kriss sýndi ömmu allt sem hann langaði í. Fórum svo heim þar sem klukkan var orðin frekar mikið, Kriss rumpaði heimalærdómnum af ægilega duglegur. Það var eldaður kvöldmatur og svo var bara afslöppun þar sem það var Simpsons, Latibær og Fjölskyldubíó. Að vísu tók ég til í herberginu hjá strákunum og setti hreint á öll rúm (já maður er svona að nota tímann áður en skólinn byrjar aftur).
Í morgun (sunnudag) vaknaði svo hann Kriss minn alltof snemma (vá hvað ég var ekki að nenna því) en gallinn við hann Kriss er að hann vill ekki vera EINN frammi og ekki var Oliver vaknaður svo ég fór með honum fram ákkúrat engan veginn að nenna því!!!!! En við fórum fram og vorum enn þreytt. Drifum okkur svo á fætur ætluðum á rúntinn með Kristínu og Ömmu áður en við myndum skella okkur í bíó. Jú jú við fórum út um allt og vitir menn konur og börn þegar við mættum í Laugarásbíó þá var UPPSELT á Lukku Láka svo það var engin bíóferð í dag!!!! Frekar mikið FÚLLT.... En við prufum bara aftur næstu helgi. Svo var bara þetta venjulega sjónvarpsgláp á sunnudegi þ.e.a.s Svartir Englar og Dagvaktin. Kriss sofnaði svo nánast um leið og hann lagði höfuðið á koddan og Oliver minn var greinilega líka þreyttur þar sem hann var að sofna inn í stofu!!!!
Þetta var helgin okkar...
Kriss kom með einn gullmola í gær "mamma ég vildi óska þess að pabbi ætti heima á Íslandi, hjá okkur. Myndi ekkert vinna þá gæti hann alltaf sótt mig klukkan 13:30 í skólann" já það er gott að maður lifi í draumaheimi svo ekki sé nú meira sagt. Annars bíður Kriss spenntur eftir næstu heimsókn frá pabba sem við vitum ekkert hvenær verður!!! Hann hlakkar bara mikið til að fá hann til sín!!! Algjört krútt, en hann sagði mér svo í óspurðum fréttum í morgun að hann saknaði þess nú að hafa pabba ekki hjá sér!!! Já lífið er ekki alltaf dans á rósum...
Segjum þetta gott í bili.
Over and out..
Kv. Ritarinn og co.

föstudagur, október 03, 2008

Snjókorn falla á allt og alla

Dúdda mía,
það er sko alltof alltof langt síðan stelpan bloggaði síðast.. Við erum að tala um að það er sko fullt full búið að gerast síðan síðast.. Karlinn hann Bjarni H. kom í heimsókn til Íslands að kíkja á strákana sína og gefa mér kost á því að lesa undir próf. Kriss var ekkert smá glaður, hann vaknaði bara á miðvikudagsmorguninn (24.sept) við það að pabbi vakti hann, vá hvað hann var GLAÐUR.. Svo fékk hann frí í dægradvölin í marga daga þar sem þeir pabbi voru saman að chilla á daginn, bara yndislegt og ljúft fyrir Stubb minn sem elskar pabba sinn rosalega mikið!!! Meira svona dýrkar hann og dáir... Enda var hann mjög svo MEYR í gær eftir að pabbi fór aftur heim til sín, saknar hans MJÖG MIKIÐ!!! Svolítið erfitt að skilja þetta allt saman en Kriss vill hafa pabba sinn alltaf hjá sér og hafa hann ROSALENGI ekki bara í nokkra daga.... Hann lærir vonandi að lifa með þessu :-))))
En svo kom helgin og þá fengum við alla í grill til okkar á laugardeginum og á sunnudeginum þá voru þeir feðgar á rúntinum allan daginn.. Mánudaginn 29.sept fór ég svo í próf og gjörsamlega skeit á mig!!!!
Vikan sem pabbi var í heimsókn leið alltof hratt, en þeir feðgar náðu nú samt að bralla mikið saman en um það snérist málið...
Kriss minn er mjög upptekinn af því að maður eigi að gera sinn heimalærdóm á föstudögum sem er náttúrulega bara frábært og hann stendur sig eins og hetja við heimalærdóminn, rumpar honum af á föstudögum þegar heim er komið! Hann er að stækka mikið og þroskast mikið, enda maður orðinn 6 ára...
Unglingurinn Oliver fór LOKSINS í klippingu og þvílíkur munur maður sér bara framan í barnið!! Veit ekki hversu mikið barn hann er svo sem ennþá en hann er orðinn 153 cm sem segir mér að ég verð ekki mikið lengur STÆRST í fjölskyldunni.... hahah heheheh
Oliver fór út í skóla í kvöld í fótbolta sem var nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að það byrjaði að SNJÓA og það bara kyngdi niður snjónum... Ég skellti mér svo örstutt út áðan og hvað haldið þið "bílar fastir út um allt, sem sagt kominn fljúgandi hálka og FULLT af snjó" já svona er Ísland í dag....
Við fengum fyndið bréf frá skólanum í dag en þar sendi kennarinn hans Kristofers bréf og sagði hann hefði mætt úlpu laus í skólann í dag og þegar kennarinn fór að ræða það við hann og hann gæti orðið veikur fyrir vikið var minn maður fljótur að svara " það er svo gaman að vera veikur því þá fær maður alltaf kanelsnúð" já sæll ég veit ekki hvaðan hann hefur þær upplýsingar!!!! En hann er sem sagt algjör JÓKER drengurinn...
Þeir bræður eru td. mjög duglegir við það að gleyma að skila heimanáminu til kennarans tilbaka á mánudeginum, en þeir eru alltaf búnir með það þá en já það er bara spurning um að muna þetta og svo segji ég þeim á hverjum einasta degi muna að skila heimaverkefni en NEI þeir geta ekki munað það!!! Alveg ótrúlegir...
En núna er ég búinn að skrifa smá!!
Skrifa meira um helgina...
Kv. Pikkólína.