Alltof langt síðan síðast, hellú!!!
Dúdda mía,
Ég hef sem sagt ekki verið að standa mig í ritara hlutverkinu!!! Nú verður breyting á!!!
Síðan 13.okt eru liðnar já hvað 11 dagar og fullt búið að gerast síðan þá...
Ritarinn fór td. til USA að sjoppa, alltaf gaman í US and A... Reynsi frændi bjargaði okkur eins og svo rosalega oft áður og sá um strákana meðan ég fór til útlendis. Vikan 13-18 okt var sem sagt venjuleg að öllu leyti, á föstudagskvöldin fengum við Kristínu og Co og Ömmu til okkar í mat þar sem við vorum að skipuleggja USA ferðina. Á laugardeginum drifum við okkur eldsnemma á fætur til að læra þar sem það var seinni parts flug þann dag til útlanda. Í hádeginu dreif Oliver sig í afmæli hjá bekkjarbróðir sínum og Kriss skrapp á handboltaæfingu sem var fínt ég náði að henda í töskuna rétt á meðan. Svo var Kriss sóttur og honum skutlað til Reynsa og ég út á völl.. Þeir bræður höfðu það rosa gott hjá Reynsa á mánudeginum var frí í skólanum svo Oliver svaf út en Kriss skellti sér í Dægradvöl. Svo gekk vikan rosalega vel hjá þeim körlum og ég skoðaði Mall of America og margt annað skemmtilegt í MSP á meðan...
Á fimmtudeginum kom ég svo LOKSINS heim, vá hvað er alltaf gott að koma heim aftur!!! Þeir bræður voru nú líka ánægðir með að sjá hana mömmu sína, fengum bara smá pakka þegar mamma kom heim, að vísu gaf Amma þeim líka pakka!!! En það sem verslað var í útlandi verður bara jólagjöf svo þeir bræður verða bara að bíða í 2 mánuði með að sjá innihald töskunnar :-)))) Í dag föstudag var Kriss sem betur fer ekki alveg síðast barnið sem sótt var í Dægradvöl (en svona með þeim síðustu)... Við ákváðum svo að skella okkur með bílinn í vetrardekk, fórum heim sóttum Oliver og vetrardekkin og skelltum okkur í röð fyrir utan Bílkó!!! Það var nú ekki hræðilega löng biðin sem beið okkar, þetta var rúmur klukkari og þá vorum við komin í burtu aftur með vetrardekk undir kagganum og nýbúið að smyrja kaggann ekki amalegt það!! Fórum heim í algjöra afslöppun, Kriss las lestrahefti númer 2 af mikilli snilld og Oliver kláraði heimanámið sitt en það er sem sagt frekar lítið að læra hjá þeim þessa vikuna þar sem það er foreldraviðtal og vetrarfrí í næstu viku!!! Veit að þeir bræður eiga eftir að sofa eins og SVESKJUR þessa frídaga sem er bara notalegt!!!
Hvað við gerum um helgina er enn alveg óráðið en við gerum örugglega eitthvað skemmtilegt aldrei að vita nema við skellum okkur bara í bíó á Lukku Láka eigum enn eftir að sjá hann.
En þetta er svona það sem er helst að frétta af okkur...
Vá ekki má gleyma fyndnust sögu vikunnar en ég fékk símtal frá skólahjúkkunni sem vill að Kriss kíki til Augnlæknis (allt gott um það að segja, hann fer núna 5.nóv til hans Þorkels). En ég fór svo að ræða þetta við Kriss hvað hjúkkan hefði sagt, þá sagði minn maður (hey honum var mikið niðri fyrir) "mamma veistu hvað, hún færði spjaldið með stöfunum lengst lengst í burtu um leið og ég átti að fara að segja henni stafina (já sæll). Ég sá því ekkert hvaða stafir þetta voru spjaldið var svo rosalega langt í burtu svo ég varð bara að giska á alla stafina"... En ég útskýrði nú fyrir honum að hjúkkan væri ekkert að færa bara spjaldið lengst í burtu þegar röðin koma að honum Oh nei!!! Spjaldið væri alltaf á sama stað og það þyrftu allir að lesa af því á sama stað!
Jæja segjum þetta gott í bili.
Var komin með samviskubit það er svo langt síðan það kom blogg síðast...
Over and out.
Berglind
Ég hef sem sagt ekki verið að standa mig í ritara hlutverkinu!!! Nú verður breyting á!!!
Síðan 13.okt eru liðnar já hvað 11 dagar og fullt búið að gerast síðan þá...
Ritarinn fór td. til USA að sjoppa, alltaf gaman í US and A... Reynsi frændi bjargaði okkur eins og svo rosalega oft áður og sá um strákana meðan ég fór til útlendis. Vikan 13-18 okt var sem sagt venjuleg að öllu leyti, á föstudagskvöldin fengum við Kristínu og Co og Ömmu til okkar í mat þar sem við vorum að skipuleggja USA ferðina. Á laugardeginum drifum við okkur eldsnemma á fætur til að læra þar sem það var seinni parts flug þann dag til útlanda. Í hádeginu dreif Oliver sig í afmæli hjá bekkjarbróðir sínum og Kriss skrapp á handboltaæfingu sem var fínt ég náði að henda í töskuna rétt á meðan. Svo var Kriss sóttur og honum skutlað til Reynsa og ég út á völl.. Þeir bræður höfðu það rosa gott hjá Reynsa á mánudeginum var frí í skólanum svo Oliver svaf út en Kriss skellti sér í Dægradvöl. Svo gekk vikan rosalega vel hjá þeim körlum og ég skoðaði Mall of America og margt annað skemmtilegt í MSP á meðan...
Á fimmtudeginum kom ég svo LOKSINS heim, vá hvað er alltaf gott að koma heim aftur!!! Þeir bræður voru nú líka ánægðir með að sjá hana mömmu sína, fengum bara smá pakka þegar mamma kom heim, að vísu gaf Amma þeim líka pakka!!! En það sem verslað var í útlandi verður bara jólagjöf svo þeir bræður verða bara að bíða í 2 mánuði með að sjá innihald töskunnar :-)))) Í dag föstudag var Kriss sem betur fer ekki alveg síðast barnið sem sótt var í Dægradvöl (en svona með þeim síðustu)... Við ákváðum svo að skella okkur með bílinn í vetrardekk, fórum heim sóttum Oliver og vetrardekkin og skelltum okkur í röð fyrir utan Bílkó!!! Það var nú ekki hræðilega löng biðin sem beið okkar, þetta var rúmur klukkari og þá vorum við komin í burtu aftur með vetrardekk undir kagganum og nýbúið að smyrja kaggann ekki amalegt það!! Fórum heim í algjöra afslöppun, Kriss las lestrahefti númer 2 af mikilli snilld og Oliver kláraði heimanámið sitt en það er sem sagt frekar lítið að læra hjá þeim þessa vikuna þar sem það er foreldraviðtal og vetrarfrí í næstu viku!!! Veit að þeir bræður eiga eftir að sofa eins og SVESKJUR þessa frídaga sem er bara notalegt!!!
Hvað við gerum um helgina er enn alveg óráðið en við gerum örugglega eitthvað skemmtilegt aldrei að vita nema við skellum okkur bara í bíó á Lukku Láka eigum enn eftir að sjá hann.
En þetta er svona það sem er helst að frétta af okkur...
Vá ekki má gleyma fyndnust sögu vikunnar en ég fékk símtal frá skólahjúkkunni sem vill að Kriss kíki til Augnlæknis (allt gott um það að segja, hann fer núna 5.nóv til hans Þorkels). En ég fór svo að ræða þetta við Kriss hvað hjúkkan hefði sagt, þá sagði minn maður (hey honum var mikið niðri fyrir) "mamma veistu hvað, hún færði spjaldið með stöfunum lengst lengst í burtu um leið og ég átti að fara að segja henni stafina (já sæll). Ég sá því ekkert hvaða stafir þetta voru spjaldið var svo rosalega langt í burtu svo ég varð bara að giska á alla stafina"... En ég útskýrði nú fyrir honum að hjúkkan væri ekkert að færa bara spjaldið lengst í burtu þegar röðin koma að honum Oh nei!!! Spjaldið væri alltaf á sama stað og það þyrftu allir að lesa af því á sama stað!
Jæja segjum þetta gott í bili.
Var komin með samviskubit það er svo langt síðan það kom blogg síðast...
Over and out.
Berglind