miðvikudagur, janúar 24, 2007

Töff, Töff, Töffarinn

Well well well
Best að pikka eitthvað þetta er ekkert að ganga hjá mér, ha.
En já vá hvað hann Kriss okkar varð rígmontinn með sig um daginn, já við Kriss skelltum okkur saman í Smáralindina og létum setja gat í eyrað á honum, vá hvað hann var flottur, svo sagði stelpan sem skaut í hann lokknum þú ert algjör TÖFFARI og minn maður var ekki lengi að gleypa það söng alveg TÖFF TÖFF TÖFFARINN fyrir okkur vinstri hægri fyrstu dagana. Já þetta er bara gaman og ég tala nú ekki um þegar maður er svona ánægður með sig :-)))))

Annars erum við svo sem bara á sama rólinum og alltaf. Oliver á kafi í íþróttum og búinn að bæta skák við herleg heitin hjá sér og að sjálfsögðu í skólanum og leika sér við vini sína. Kriss okkar alltaf eins með Ömmu sætu í skólanum og svo fara þau saman heim og eru algjörar samlokur, enda hefur hann Kriss minn ákveði að þegar við flytjum í framtíðinni í okkar hús þá ætlar hann EKKI að koma með okkur heldur bara halda áfram að búa hjá Ömmu því þar er best....

Um helgina fórum við Kriss svo að horfa á Oliver spila æfingaleik við Fjölnir og auðvita RÚSTUÐU BLIKARNIR leiknum, voru ekkert smá duglegir strákarnir komu mér sko ekkert smá á óvart. Stóðu sig allir eins og hetjur. Olivers árgangi var skipt niður í 4 lið eins var gert með Fjölni og það varð eitt jafntefli en þeir náðu að vinna 3 leiki sem er náttúrulega bara frábær árangur... Já sko BLIKARNIR geta ýmislegt... Kriss æfði sig alla leiðina niður í Fífu "áfram Breiðablik" "áfram Oliver" og svo "Úúúúú" ef Fljönir var með boltan þetta var sko vel æft hjá honum.

Svo fór ég í dag að panta tíma fyrir þá báða í Heyrnarpróf, já það þarf að láta athuga heyrnina í þeim báðum, Oliver fer af því hann er búinn að vera með eyrnabólgur meira og minna frá fæðingu og mælti Einar Ólafs háls-nef og eyrnalæknir með því. Kriss fer hins vegar af því hann talar svo rosalega HÁTT og þær á leikskólanum voru að spá í hvort það gæti virkilega verið að hann heyrði svona illa. Þar sem hann já bæði talar hátt og svarar ekki alltaf kalli. Svo já það kemur í ljós 15.febrúar en þá fengu þeir bræður tíma. Annars eru þeir svo sem að fara í tékk til Einars Ólafs núna 31.jan láta athuga með Oliver fyrst og fremst sjá hver staðan er hjá honum, hann er sem sagt stanslaust með vökva í eyrunum (var síðast þegar við fórum en Einar vildi sjá hvort þetta myndi eitthvað lagast, ef þetta lagast þá er það bara hið besta mál, ef ekki þarf hann að fara í rörin aftur, já ég veit hann er að verða 9 ára en svona eru bara sum eyrnabörn).... Kemur allt í ljós í lok jan og miðjan feb.

Annars er svo sem ekkert merkilegt að gerast hjá okkur. Bara same old same old.
Látum þetta duga í bili. Þangað til næst.
Biðjum að heilsa í bili...
Kv. Ritarinn, Oliver eyrnavesen og Kriss "eyrnalokkur" Töffari

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Geit eða EKKI geit???

Góða kvöldið,
já það er sko spurning er þetta GEITIN sem er sífellt að angra hann Kriss okkar eða er þetta eitthvað annað??? Þar sem eina ferðina enn þá er hann kominn með vibban á hökuna. Sem betur fer á ég krem á lager (en það sem mér finnst svo skrítið er að þetta kemur bara þegar það er mikið frost, snjór og þessi blessaði kuldi). Gæti þetta verið eitthvað annað??? Endilega komið með hugmyndir!!!!!!

Annars gengur lífið bara sinn vanagang Oliver kominn á fullu í íþróttir (fer í fótbolta og karate hjá Breiðablik (lang bestir ef þið vissuð það ekki)), svo ætlum við að athuga með skák í skólanum hjá honum. Stendur sig að sjálfsögðu líka vel í skólanum, fórum á foreldrafund saman í fyrradag og auðvita fékk hann bara HRÓS hún hafði bara gott um hann að segja og eins og alltaf áður þá eigum við ekki að hafa áhyggjur af honum Oliver okkar. Kennarinn talaði líka sérstaklega um það hvað hann væri kominn í góðan félagsskap núna en þeir eru 4 mikið saman og þeir eru bara svaka góðir saman jafn ótrúlegt og það er já 4 strákar sem eru góðir!!!!! En kennarinn er voða ánægður með þennan 4 manna hóp!!!

Við Oliver skelltum okkur saman í bíó um helgina fórum að sjá Eragon og það er sko bara þessi fína mynd. En áður en við skelltum okkur í bíó ákvað Oliver að fá sér aftur eyrnalokka allt í lagi hægt að nota sama gamla gatið og lokknum bara troðið í gegn allt í góðu. En hvað haldið þið jú nú vill Stubbur líka fá BLÁAN eyrnalokk í eyrað, jú ég held ég leyfi honum það bara, Oliver bað um þetta þegar hann var á sama aldri og þá fékk Oliver þetta ekkert mál held ég láti þetta bara eftir Kriss mínum líka en honum finnst þetta GEGGJAÐ COOL núna....

Það er ekki hægt að segja annað en þeir bræður séu bara rosalega ánægðir á Íslandinu góða, Kriss ætlar alltaf að eiga heima hjá Ömmu alveg sama hvað, hann vill bara búa í ömmuhúsi og þegar við í framtíðinni finnum okkar okkar eigið hús þá ætlar Kriss ekki að koma með okkar. Hann er búinn að segja mér þetta svona milljón sinnum hann vill alltaf eiga heima hjá ÖMMU SÆTU GÓÐU.....

Svo er eitthvað smá vesen með kaggan minn, ég bara bíð og bíð eftir honum og greyjið stóra skinnið liggur bara í höfn (sem betur fer hér í Kópavogi). En það er einhver stífla í Tollinum sem vonandi leysist í þessari viku, veit ekki hvort ég hafi ENDALAUSA ÞOLINMÆÐI að bíða eftir honum. Fékk að vita það í dag að vonandi myndi þetta ganga í gegn fyrir helgina. Já við bíðum alla vegana spennt.

Búið að gerast alveg fullt síðan síðast sem ég man svo sem ekki, ekkert svona merkilegt eða þannig.

Annað er svo sem ekki að gerast hjá okkur bara fullt í gangi eða þannig Farið út eldsnemma og svo kemur Oliver heim fljótlega eftir hádegið, fer þá nánast strax út aftur annað hvort á æfingu eða út að leika við vini sína. Við hin erum bara í leikskólanum og vinnunni, hittumst svo seinni partinn öll heima og njótum þess að vera saman. Kriss greyjið er sko uppgefinn eftir hvern einasta dag enda svaka duglegur að leika sér úti og þar fyrir utan eru hann og Amma svaka dugleg og labba oft heim eftir leikskóla, svo hann er alltaf (nema ef gestir eru) sofnaður klukkan 19:30, sem er sko bara hið besta mál....

Jæja segjum þetta gott af okkur þríeykinu í bili...
Over and out.
Berglind, Oliver og Kriss

þriðjudagur, janúar 02, 2007

GLEÐILEGT ÁR....

Hellú everybody,
Vá bara komið 2007 hver hefði síðan trúað því... Já á þessu herrans ári verður hann Oliver minn 9 ára og Kriss minn 5 ára (vá og ég enn bara 20 ára hvað var ég eiginlega UNG þegar ég átti þessi börn mín) já maður bara spyr sig?????

En já það var sko HÖRKU stuð í gær þeir bræður í essinu sínu, fengu að skreppa með Reynsa á æfingu og púluðu komu svo heim til að sprengja smá upp, svo var farið heim að borða og eftir matinn var smá afslöppun þar sem Oliver nuddaði Ömmu og Kriss greiddi henni (já bara lúxsus hjá kellu)... Svo var rölt á BRENNUNA nema hvað... Þar var náttúrulega hörkustuð, hittum JEP, TAP, KB, PVJ, Nonna og Hrafnhildi... Svaka gaman, löbbuðum svo smá með þeim heim, en ákváðum að drífa okkur heim áður en SKAUPIÐ byrjaði..... Því miður verð ég að segja fyrir mína part að Skaupið var ekki að slá í gegn eða fyndið frekar en fyrridaginn... Fannst það bara fúllt. En eftir skaupið var farið í gírinn aftur (Kriss vakinn og við í fötin og út að sprengja) oh mæ god ÞVÍLÍK LÆTI strax eftir skaupið í SPRENGJUNUM... En Kriss fannst þetta bara æðislegt en hann vildi eins og eftir jólin (þá vildi hann fleiri jólasveina til að gefa í skóinn, fleiri jólapakka) en í dag vildi hann FLEIRI SPRENGJUR sem betur fer er til fullt af sprengiglöðu fólki sem er að sprengja og við áttum nokkur stjörnuljós eftir svo hann fékk stjörnuljós í dag... Svo á morgun verðum við ÖLL í FRÍI...

Já við ætlum svo sem að nota daginn á morgun vel, hendast í Smáralindina eftir galla fyrir hann Oliver en hann ætlar að skella sér í Breiðablik núna í vikunni fara bæði í Fótbolta og Karate... En við redduðum 30.des legghlífum, inniskóm og Takkaskóm fyrir fótboltan en eigum eftir að redda dressi og galla fyrir fótboltan og eigum svo eftir að fá listan frá Karateþjálfaranum. En einnig vill Oliver fara að athuga með skák (sem er kennt í skólanum eftir skóla) sjáum til með það á eftir að fá info frá kennaranum hans um það!!! En okkar maður vildi líka fara í Takewondo en því miður þá er ekki hægt að gera ALLT eða hvað??? Einnig þyrfti þá að bæta nokkrum dögum inn í vikuna og klukkutímum í sólarhringinn.... Svo nú er bara fyrir drenginn að fikra sig áfram, um hvað hann vill gera.... Byrjum á fótboltanum og Karatenu (hann veit hvernig Takewondoið er).. Svo gerir hann þetta bara endanlega upp fyrir næsta skólaár hvað á að gera og hvað ekki...

Einnig er Oliver LÖNGU BÚINN að plana afmælið sitt, enda stutt í það oh mæ god, jólin varla búin þegar næsta partý tekur við!!!!!!!!!!!! Kriss mjög upptekin af því að verða 5 ára talar mikið um það að hann sé að verða 5 ára (ekki lengur á næsta ári heldur bara þessu)... Já svona líður tíminn víst fljótt, mér finnst bara eins og það hafi verið í gær sem hann Kriss minn fæddist í henni Ameríku. En það hefur sko ýmislegt víst gerst síðan hann kúturinn okkar fæddist.

Annars erum við bara öll í góðum gír, nóg að gera. Enda jólin rétt búinn en við eigum sko eftir að hafa yfirdrifið nóg að gera á þessu nýja ári líka. Okkur er sko bara farið að hlakka til að takast á við það. Vonandi að ég komist til LON í lok apríl (þá er árshátíð í vinnunni en þar sem ég er svo nýbyrjuð þá er ég á biðlista). Já mín verður að komast til útlanda að versla (já er ekki alveg nauðsynlegt að versla eitthvað í útlöndum alltaf)...
Jú jú svo er kagginn minn kominn í SKIP... Vá hvað mig hlakkar til að fá hann en Audinn fór sem sagt í skip milli jóla og nýárs svo nú bíð ég bara spennt eftir símtali/bréfi frá Atlantsskip um að bílinn minn sé kominn í höfn!!!!... Og inn í bílnum er aukasíðbúinnjólapakki fyrir strákana.. SPENNÓ...

En segjum þetta gott í bili af okkur :-)
Over and out.
BGB, OBB og KBB