þriðjudagur, desember 26, 2006

Pakkaflóðið á aðfangadag

Hellú, good morning og allt það,
Vá þvílíkt PAKKAFLÓÐ sem var hérna á aðfangadag!!! Ekkert smá mikið sem þessir drengir fengu í jólagjöf og svakalega ánægðir með allt. Voru sko vægast sagt á útopnu undir það síðasta, þetta var sem sagt helst til mikið....
En hér kemur listinn yfir jólapakkana..

Kriss fékk frá:
Ma, Pa og Oliver : Legó fjarstýrðan bíl, Power Rangers bláan búning, gallabuxur, 2 boli, Barcelona búning (merktum Eiði Smára), Barcelona húfu, bók, mús sem Oliver prjónaði í skólanum og saman fengu þeir Bubba diskinn 06.06.06, fæ svo einn aukapakka með Audinum.
Ömmu sætu: 2 boli, gallabuxur, handklæði með Bubba Byggir, 2 bækur
Reynsa: Garfield 2 á DVD
Jóni Agli, Tómasi Ara og Co. : Legó bíll, Spiderman möppu, Spiderman límmiða og Brother Bear á DVD
Löngu og Langa: Kubbakassa og poka með allskyns hákörlum í.
Tinnu og Guðrúnu: 2 Byssur, byssubelti og tilbehör.
Ágústu Eir og Heimi Þór: Spongebob PS2 leik og bók
Ömmu Dísu og Siggu Löngu: Pening í bankan, Einn ljótan karl og bíl sem þarf að setja saman.
Óla Birni og Co.: Pening í bankan og súkkulaði jólasvein
Heklu og Co. : Spiderman náttföt
Didda og Kristel: Spiderman handklæði
Hálfdáni: bók

Oliver fékk frá:
Ma, Pa og Kriss: MP4 spilara, 2 PS2 leiki, bækur, gallabuxur, bol,DVD mynd, Barcelona búning, barcelona húfu, svo fengu þeir saman Bubba 06.06.06 og svo kemur aukapakki með Audinum
Ömmu sætu: bækur, Manchester United handklæði, 2 boli og gallabuxur.
Reynsa: DVD mynd
Jóni Agli, Tómasi Ara og Co. : PS2 leik og 2 bækur
Löngu og Langa: bók og tafl
Tinnu og Guðrúnu: 2 byssur og tilbehör
Ágústu Eir og Heimi Þór: PS2 leik og bók
Ömmu Dísu og Siggu Löngu: Pening í bankan, bíl til að setja saman og Legókassa
Óla Birni og Co.: Pening í bankan og Súkkulaði jólasvein
Heklu og Co. Meccano (svona dót til að setja saman)
Diddi og Kristel: Bart Simpsons handklæði
Hálfdán: Bók

Sem sagt yfir 20 pakkar á mann þannig þið getið svona rétt ímyndað ykkur brjálaðið... En sem betur fer eru jólin bara einu sinni á ári svo við lifum þetta alveg af...
Nú fer svo bara aftur að styttast í nýtt ár og afmæli hjá Oliver sem verður hvorki meira né minna en 9 ára og mamma hans enn bara rúmlega 20 ára... Hvernig má þetta vera? Já maður bara spyr sig..
En þeir bræður voru rosalega ánægðir með innihaldið í öllum pökkunum sem skiptir sko mestu máli sé ekki fram á að þurfa að skipta neinu sem er náttúrulega bara æðislegt.
Segjum þetta gott í bili.
Jólakveðja
Berglind Ritari, Oliver Unglingur og Kriss Blái Power Rangers.

sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól

Gleðileg jól allir saman,

Well well well þá LOKSINS pikka ég aftur inn, það hefur verið svo mikið að gera að ég hef ekki komið því í verk að pikka inn.

Búið að vera fullt fullt jóla að gera hjá okkur öllum, fórum öll saman á jólaball síðustu helgi þar sem ég RITARINN sjálfur rúllaði Trúðnum upp í sippukeppni sonum mínum til mikillar skemmtunar, nema hvað. Þeir búnir að vera ótrúlega góðir í Desember enda einhver karl sem gefur þeim reglulega í skóinn að vísu fékk hann Oliver okkar "myglaða kartöflu einn daginn" en það kom nú lika bara fyrir einu sinni svo búið. Báðir búnir að fara á jólaball í skólanum sínum og margt annað skemmtilegt jóla jóla í desember.

Svo núna 22.des var svaka veisla í Arnarsmáranum þar sem Tvíbbarnir okkar urðu 2 ára. Svo hefur veðrið ekki alveg verið að leika við okkur, búið að vera Stormur öll kvöld með tilheyrandi rigningu eða haglélum, ekki beint spennandi.

Þeim bræðrum tókst svo báðum að vinna í SPRON jóladagatalinu þetta árið, fengum báðir DVD mynd í sinn hlut ekki amalegt það að fá svona extra jólagjöf fyrir jólin :-)
Svo í dag í hádeginu var Möndlugrautur þar sem Palli rúllaði okkur upp og fékk möndluna sem við öll vildum hafa. Eftir grautinn var dinglað hjá okkur og voru þá ekki þeir Bjúgnakrækir og Askasleikir mættir á svæðið já ótrúlegt en satt og þeir voru sko ekkert smá skemmtilegir og fyndnir karlar, sýndu okkur alls kyns töfrabrögð, sungu fyrir okkur og leystu svo strákana út með jólapakka ekki amalegt það... En þeir frændur voru sko allir í skýjunum með þessa óvæntu heimsókn, enda voru karlanir í rauðufötunum bara fyndnir og skemmtilegir og þvílík læti í þeim. Þegar Jólasveinarnir fóru var farið í smá afslöppun, Kriss okkar er svo búinn að skella sér í bað og jólafötin, Oliver á sturtuna og jólafötin eftir er að fara að drífa í því núna meðan Kriss horfir á Ice Age 2 sem hann fékk í skóinn í morgun, en við vorum svo heppinn að þeir bræður fengu jólanærföt, jólasokka og DVD mynd í skóinn í morgun ....

Jæja segjum þetta gott í bili...
Óskum ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Já nennti ekki að skrifa jólakort þetta árið...
Látum heyra frá okkur á morgun eftir Pakkaflóðið...
Kv. Berglind Ritari og strákarnir sem bíða spenntir eftir pakkaflóðinu.

föstudagur, desember 15, 2006

Giljagaur og Stúfur líka búnir að koma...

Hellú,
Já þá kom hann Giljagaur og gaf Kriss okkar Playmókarl sem var Draugur ekki amalegt það!! Oliver fékk hins vegar Legó bíl lítinn "Racers" þeir voru náttúrulega sáttir við það...
Næstur kom svo Stúfur og gaf hann þeim LabbRabb tæki fékk Oliver aðra talstöðina meðan Kriss fékk hina TÖLUSTÖÐINA!!

Annars mest lítið að gerast þeir bræður bara stilltir enda þessi tími árs og ekki vill hann Kriss okkar fá Kartöflu, ekki til umræðu..

Á morgun Föstudag er jólaball í skólanum hjá Kriss og svona Litlu jólin hjá Oliver þar sem þau fá smákökur og heitt kakó. Næsta vika er svo bara chill hjá Oliver, jólaballið á þriðjudaginn ef ég man rétt og svo bara gert eitthvað skemmtilegt á mánudaginn og vitir menn konur og börn þá er UNGLINGURINN á heimilinu kominn í jólafrí (langþráð) þarf að fá smá svefn og svona..

Æltum að reyna að skella okkur á James Bond um helgina. Að vísu er dagskráin frekar þétt skipuð það er Klipping fyrir okkur öll á laugardaginn, svo fara strákarnir á jólaball með Ömmu Dísu og sunnudaginn erum við hele familien með ömmu og Stínu og co á jólaball bara stuð þessa helgina... Spáið í því svo eru jólin bara helgina eftir... Ógeð stutt í þetta...

Jæja endum þetta á að óska ömmu Dísu til hamingju með daginn í dag...

Segjum þetta gott í bili Gamli minn...
Over and out

miðvikudagur, desember 13, 2006

Stekkjastaur kom fyrstur....

Vú hú
Það var sko tóm gleði hérna í morgun skal ég segja ykkur, hann Kriss minn dó sko úr hlátri þegar hann sá hvað hann fékk í skóinn og fór að prufa það!! Já hvað haldið þið að hann hafi fengið??? Jú Stekkjastaur gaf honum PRUMPUBLÖÐRU svo Kriss var í því að setjast á hana í morgun og láta hana PRUMPA ekkert smá sem honum fannst þetta skemmtilegt.... Oliver fékk hins vegar PRUMPUSLÍM sem var ekki síður skemmtilegt alla vegana eru þeir bræður búnir að skemmta sér stór vel í dag, þökk sé Stekkjastaur.....
En ekki má gleyma því að þeir voru SVAKALEGA STILLTIR í gær og var Reynsi að passa þá smá og voru þeir eins og ljós á meðan..

Annars erum við Kriss búin að vera frekar slöpp aðallega ég samt, vorum bæði með æluna um helgina og svo fór ég í vinnuna í gær og Kriss í skólan (ég hélt ég væri orðin hress) fór svo á kaffihús smá í gærkvöldi sem var í góðu lagi á leiðinni heim hélt ég að ég væri að deyja en ákvað bara að hlamma mér í stól fyrir framan TV og hreyfa sig ekki NEITT.... En jú engu að síðar þá byrjaði ÆLAN aftur svo sú Gamla var heima í dag. Tók á móti Oliver og Sigfinn þegar skólinn var búinn og fékk þá báða til að læra hjá mér (voru svaka góðir saman eins og alltaf)... Lærðu og fór svo í smá í PS2....

Kriss fór eins og alltaf í skólan í dag, fór í Grasagarðinn með skólanum svaka stuð hjá honum, fékk heitt kakó og epli í Grasagarðinum og fannst fiskarnir skemmtilegastir.... Reynsi frændi sótti svo Kriss, Tómas Ara og Ömmu í skólan og skutlaði öllum heim... Ekki má gleyma því að í gær þá labbaði Amma sæta heim með bæði Kriss og Tómas Ara (já í allri hálkunni) en hann Jón Egill rækjan okkar var í aðgerði í gær svo Amma tók að sér Tómas Ara líka, sem var sko svaka ánægður með að fá að fara heim með Ömmu og Kriss algjört sport...

Í kvöld fóru svo þeir bræður báðir ELDSNEMMA í bælið og báðir búnir að vera svaka stilltir enda kemur hann Giljagaur í nótt og gefur í skóinn og ekki vilja þeir bræður fá SKEMMDA KARTÖFLU eða TÁFÝLU SOKK, nei kemur ekki til greina... Nú er bara að vona að þeir bræður standi sig eins og hetjur næstu daga svo það verði alltaf eitthvað í skónum þeirra....

Segjum þetta gott í bili...
Over and out..

laugardagur, desember 09, 2006

Loksins skrifum við aftur....

Hellú
Örugglega fullt fullt búið að gera síðan síðast en vonandi munum við eitthvað!!!!

Kriss er að standa sig eins og HETJA (ef svo mætti að orða komast) í ÆLUNNI hann gjörsamlega er ælandi á fullu út af ótrúlegustu hlutum, við höfum ákveðið að byrja á því að taka Pylsur alveg út (fær ekki svoleiðis aftur, ælir alltaf eftir að hafa fengið sér svoleiðis vibba)... Svo er bara að sjá hægt og rólega hvað hann þolir og hvað ekki.... En ég er alltaf á leiðinni með hann í Heilsubúðina í Hafnarfirði og sjá hvort þau geti leiðbeint mér eitthvað með matarræðið hans... En ég hef komist að því að það er eitthvað tengt FITU en hvernig fitu veit ég ekki alveg, þolir heldur ekki Rjóma... Annars tókst honum að slá í gegn í Nettó í dag "ældi út um allt þar inni" vá hvað ég er glöð að vera ekki að vinna í Nettó núna þar sem ég lét þá gjörsamleg um að þrífa gubbið hans. Við Ma tókum hann úr fötunum thank god að hann var í sokkabuxum og 2 bolum (hann fór út úr búðinni á sokkabuxum og síðermabol og jú kuldaskóm annað var útatað)... Skemmtilegt ha....

Annars er hann Kriss okkar svaka sáttur á Íslandi og fá að vera með henni Ömmu sætu svona mikið finnst æðislegt þegar hann og amma labba saman heim úr skólanum.. Syngur núna jólalögin alveg á fullu og fékk að fara með Leikskólanum að syngja fyrir Eldri borgarana í Gullsmáranum og það fannst okkar manni sko sport... En annars er hann búinn að vera með í maganum undanfarna daga en það hefur ekki haft áhrif á skólagöngu hans hann hefur alltaf mætt enda alltaf hress og kátur þegar hann vaknar á morgnana hann notar kvöldin, nóttina og helgar í veikindi "vel skipulagt hjá okkar manni"....

Oliver Unglingur er bara úti allan daginn, sést varla heima og ég er sko þvílíkt þakklát þegar hann tekur síman með sér út svo ég geti nú fylgst með ferðum hans... Nú vill hann fara að athuga með skák en það er í boði skák "eftir skóla" svo við ætlum að tékka á því eftir helgina, að vísu er náttúrulega að koma Jólafrí.... En hann verður í skólanum alla næstu viku svo fer hann mánudag og þriðjudag vikuna eftir svo er komið FRÍ.... Ekkert smá stutt í jólafrí. En þeir eru duglegir að leika sér saman eftir skóla strákarnir svo við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af honum þó svo við höfum ekki fengið pláss í Dægradvöl. Eins ætlum við að fara í það um eða eftir jólin að athuga hvað íþróttir drengurinn ætlar í eftir áramótin... Nóg að gera hjá honum, nú býður hann spenntur eftir því að við skellum okkur á James Bond í bíó.

Annars erum við mest bara upptekin af jólaundirbúning núna, erum að klára jólagjafirnar og jólabaksturinn um helgina, næstu helgi er svo jólaball og jólaklipping fyrir alla svo já það er alveg nóg að gera hjá okkur... Orðið ótrúlega stutt í jólin ekki nema 15 dagar...

Við Oliver fórum í dag og keyptum Magna á CD sem Oliver ætlar að senda honumSam vini sínum í Lúx ætlum að kynna fyrir honum og kanski bekknum "Íslenskri tónlist"... Bara gaman að þessu ekki satt?????
Fórum í Jólamyndatöku til hans Palla Vigga í dag... Verður gaman að sjá hvernig það tókst sjáum við það sem fyrst!!!!!!!!

Jæja segjum þetta gott úr BRJÁLAÐA VEÐRINU á Íslandi.. Veðrið alveg Crazy
Over and Out...
Berglind, Oliver og Kriss