2 dagar 2 dagar 2 dagar
Helló
Vá hvað er langt síðan hún pikkólína vann vinnuna sína... Eins gott að það sé einhver sem fylgist með henni :-) en já alla vegana þá er síðasta helgin mín á Íslandi liðinn og gott betur en það. Ég gerði nú alveg slatta um helgina eins og allar aðrar helgar. Fór á laugardaginn til Ömmu Dísu í heimsókn og gat þar kvatt fjölskylduna hans Pabba en þangað mættu allir til að kveðja okkur og mér til mikillar lukku mætti hann Óli Björn frændi minn líka svo ég gat leikið við hann meðan fullorðna fólkið talaði saman. Þegar við fórum þaðan þá keyrði Ma mig til Kristínar og Co. og ég varð þar eftir hjá Ömmu, svo löbbuðum við amma bara heim þar sem Ma var heima með Kriss sofandi.. Svo var farið í það að leika við Reynsa frænda bæði fyrir og eftir mat svo þegar allir voru sofnaðir nema ég, Ma og Reynsi þá ákváðum við Ma að fara út í göngutúr seint um kvöldið (mömmu fannst eitthvað dularfullt að löggan keyrði 3 sinnum fram hjá okkur hún beið eftir að löggan myndi koma og ræða við okkur og láta Ma vita um útivistartíma barna, en við sluppum í þetta skipti), já og ég græddi nammi ís í þessari gönguferð svo komum við heim og gláptum aðeins á imban.
Sunnudagurinn var RÆS snemma og allir brunnuðu í sund saman sem var nú bara fínt ég fór með Reynsa frænda í bíl og við fórum aðeins seinna af stað þar sem við vorum ekki alveg tilbúnir þegar kellurnar og Kriss voru komin út í bíl. En já það var fín sundferð í Salalaugina í Kópavoginum og að henni lokinni var það bakaríið mér til mikillar gleði. Svo kom hún Rebekka frænka í heimsókn og kvaddi okkur (mér til mikillar gleði mér finnst svo gaman að kyssa kellur, yeah right!!!!).. Mamma ákvað svo að draga okkur bræður út í langan og góðan göngutúr sem var nú bara fínt enda ágætis veður hjá okkur (kanski ekki alveg sólarlandafýlingur en samt fínt miðað við Ísland). Þegar við vorum svo að koma heim hringdi Reynsi frændi og bauð okkur bræðrum með sér og henni Tinnu í göngu- og bíltúr sem við þáðum með þökkum, alltaf fínt að hreyfa sig ekki satt!!!! Þegar við komum heim var Kristín komin í heimsókn með Tvíbbana sem var sko bara snilld ég fékk sko að hugsa um hann Jón Egill en ég tók mig til og klæddi hann úr fötunum, skipti á bleyju á honum og klæddi hann í náttfötin og byrjaði svo að gefa honum pela fyrir nóttina.... já þetta get ég, er sko algjör BARNAKARL og ekkert smá góður við þá. Mamma segir nú að ég hafi alltaf staðið mig eins og hetja þegar hann Kriss okkar var lítill alltaf fyrstur til að hlaupa af stað ef það heyrðist píp frá honum, þá rauk minn maður bara upp tók hann upp sama hvort hann var í rúminu sínu eða stólnum það vantaði sko ekki handtökin hjá honum Oliver mínum... Ég tek sko bara eins á tvíbbunum ef þeir eru vælandi í bílstólnum, ömmustólnum eða rúminn þá er ég mættur á svæðið og ríf þá gjörsamlega upp... Hef þetta greinilega bara svona í mér "meðfættt"..... Svo var farið rosalega seint að sofa.....
Og í dag Mánudag þá var ég vakinn klukkan 09 svo ég myndi ná rútunni en já ég fór sem sagt í skólaferðalag í dag og ég var ekki alveg að meika það að vakna en vitir menn ég meikaði það og náði meiri segja rútunni, við fórum að skoða Árbæjarsafnið (mér fannst ekkert rosalega gaman við fórum inn í eitthvað 600 ára gamalt hús og eitthvað allt bara gamalt) en ég fór nú í fyrra þarna með leikskólanum mínum svo ég var ekkert spenntur fyrir þessu aftur.. En eftir skólaferðalagið fór ég í Dægró og þar var sko gaman eins og alltaf... Þegar ég svo var sóttur drifum við okkur heim en Kriss okkar var svona frekar mikið þreyttur enda búinn að vera að hendast með mömmu milli staða í allan dag ákvað ég bara að njóta RIGNINGARINNAR og vera áfram úti fór til Róberts að leika við hann og Davíð Nóa svo heim... Var svo bara rólegur í kvöld að spila við Reynsa og svona chill chill... Svo fór sú gamla með okkru bræður inn í rúm og las fyrir okkur en Kriss heimtaði lestur og ákvað ég þá að bruna með þeim inn til að heyra lesturinn líka ALDREI LEIÐINLEGT að láta lesa fyrir sig.... Annars er sko fullt af drasli upp á borðstofu borðinu hjá Ömmu en þetta er víst pappírsdót sem Ma þarf að fara í gegnum hún ætlar að reyna að komast í gegnum þetta meðan Kriss leggur sig í hádeginu á morgun "gangi henni vel".... Annars er kominn svona smá kvíði í mig en ég veit að ég er að fara að missa alla vini mína og mig hlakkar nú alls ekki til þess.... En ég fékk að vita að 11.júní sem sagt næstu helgi verði 17.júní gleði haldi í Lúx sem hentar mér bara vel verð sem sagt bara nýlenntur þegar ég fæ að sjá alla strákana sem búa þar sem er náttúrulega bara snilld ekki satt???????
Svo ætla ég að vera duglegur að hjálpa Ma með Kriss á flugvellinum og í flugvélinni....
Over and out
Oliver barnakarl með meiru.....
Vá hvað er langt síðan hún pikkólína vann vinnuna sína... Eins gott að það sé einhver sem fylgist með henni :-) en já alla vegana þá er síðasta helgin mín á Íslandi liðinn og gott betur en það. Ég gerði nú alveg slatta um helgina eins og allar aðrar helgar. Fór á laugardaginn til Ömmu Dísu í heimsókn og gat þar kvatt fjölskylduna hans Pabba en þangað mættu allir til að kveðja okkur og mér til mikillar lukku mætti hann Óli Björn frændi minn líka svo ég gat leikið við hann meðan fullorðna fólkið talaði saman. Þegar við fórum þaðan þá keyrði Ma mig til Kristínar og Co. og ég varð þar eftir hjá Ömmu, svo löbbuðum við amma bara heim þar sem Ma var heima með Kriss sofandi.. Svo var farið í það að leika við Reynsa frænda bæði fyrir og eftir mat svo þegar allir voru sofnaðir nema ég, Ma og Reynsi þá ákváðum við Ma að fara út í göngutúr seint um kvöldið (mömmu fannst eitthvað dularfullt að löggan keyrði 3 sinnum fram hjá okkur hún beið eftir að löggan myndi koma og ræða við okkur og láta Ma vita um útivistartíma barna, en við sluppum í þetta skipti), já og ég græddi nammi ís í þessari gönguferð svo komum við heim og gláptum aðeins á imban.
Sunnudagurinn var RÆS snemma og allir brunnuðu í sund saman sem var nú bara fínt ég fór með Reynsa frænda í bíl og við fórum aðeins seinna af stað þar sem við vorum ekki alveg tilbúnir þegar kellurnar og Kriss voru komin út í bíl. En já það var fín sundferð í Salalaugina í Kópavoginum og að henni lokinni var það bakaríið mér til mikillar gleði. Svo kom hún Rebekka frænka í heimsókn og kvaddi okkur (mér til mikillar gleði mér finnst svo gaman að kyssa kellur, yeah right!!!!).. Mamma ákvað svo að draga okkur bræður út í langan og góðan göngutúr sem var nú bara fínt enda ágætis veður hjá okkur (kanski ekki alveg sólarlandafýlingur en samt fínt miðað við Ísland). Þegar við vorum svo að koma heim hringdi Reynsi frændi og bauð okkur bræðrum með sér og henni Tinnu í göngu- og bíltúr sem við þáðum með þökkum, alltaf fínt að hreyfa sig ekki satt!!!! Þegar við komum heim var Kristín komin í heimsókn með Tvíbbana sem var sko bara snilld ég fékk sko að hugsa um hann Jón Egill en ég tók mig til og klæddi hann úr fötunum, skipti á bleyju á honum og klæddi hann í náttfötin og byrjaði svo að gefa honum pela fyrir nóttina.... já þetta get ég, er sko algjör BARNAKARL og ekkert smá góður við þá. Mamma segir nú að ég hafi alltaf staðið mig eins og hetja þegar hann Kriss okkar var lítill alltaf fyrstur til að hlaupa af stað ef það heyrðist píp frá honum, þá rauk minn maður bara upp tók hann upp sama hvort hann var í rúminu sínu eða stólnum það vantaði sko ekki handtökin hjá honum Oliver mínum... Ég tek sko bara eins á tvíbbunum ef þeir eru vælandi í bílstólnum, ömmustólnum eða rúminn þá er ég mættur á svæðið og ríf þá gjörsamlega upp... Hef þetta greinilega bara svona í mér "meðfættt"..... Svo var farið rosalega seint að sofa.....
Og í dag Mánudag þá var ég vakinn klukkan 09 svo ég myndi ná rútunni en já ég fór sem sagt í skólaferðalag í dag og ég var ekki alveg að meika það að vakna en vitir menn ég meikaði það og náði meiri segja rútunni, við fórum að skoða Árbæjarsafnið (mér fannst ekkert rosalega gaman við fórum inn í eitthvað 600 ára gamalt hús og eitthvað allt bara gamalt) en ég fór nú í fyrra þarna með leikskólanum mínum svo ég var ekkert spenntur fyrir þessu aftur.. En eftir skólaferðalagið fór ég í Dægró og þar var sko gaman eins og alltaf... Þegar ég svo var sóttur drifum við okkur heim en Kriss okkar var svona frekar mikið þreyttur enda búinn að vera að hendast með mömmu milli staða í allan dag ákvað ég bara að njóta RIGNINGARINNAR og vera áfram úti fór til Róberts að leika við hann og Davíð Nóa svo heim... Var svo bara rólegur í kvöld að spila við Reynsa og svona chill chill... Svo fór sú gamla með okkru bræður inn í rúm og las fyrir okkur en Kriss heimtaði lestur og ákvað ég þá að bruna með þeim inn til að heyra lesturinn líka ALDREI LEIÐINLEGT að láta lesa fyrir sig.... Annars er sko fullt af drasli upp á borðstofu borðinu hjá Ömmu en þetta er víst pappírsdót sem Ma þarf að fara í gegnum hún ætlar að reyna að komast í gegnum þetta meðan Kriss leggur sig í hádeginu á morgun "gangi henni vel".... Annars er kominn svona smá kvíði í mig en ég veit að ég er að fara að missa alla vini mína og mig hlakkar nú alls ekki til þess.... En ég fékk að vita að 11.júní sem sagt næstu helgi verði 17.júní gleði haldi í Lúx sem hentar mér bara vel verð sem sagt bara nýlenntur þegar ég fæ að sjá alla strákana sem búa þar sem er náttúrulega bara snilld ekki satt???????
Svo ætla ég að vera duglegur að hjálpa Ma með Kriss á flugvellinum og í flugvélinni....
Over and out
Oliver barnakarl með meiru.....