fimmtudagur, nóvember 30, 2006

BARA 25 dagar í JÓLIN

Vá hvað tíminn líður hratt hjá okkur,
Við erum sko bara ALLS EKKI að átta okkur á þessu, það eru bara að koma jól, alla vegana rosalega stutt í þau og við sko alveg komin í JÓLAGÍRINN... Sem er sko bara hið besta mál, prufuðum eina smákökutegund um helgina sem vakti mikla LUKKU hjá strákunum svo ætlum við að leggja í aðra gerð um helgina, höfum bara ekki haft tíma í meiri bakstur þessa vikuna. Ætlum að baka algjört lágmark eina tegund í viðbót um helgina (en á laugardaginn fáum við svo Tvíbbana okkar í næturpössun sem á sko bara eftir að vera stuð og ekkert annað).

Já Oliver er enn að standa sig vel í skólanum og finnst gaman í skólanum og allt sem þarf að læra heima ROSALEGA LÉTT er ákkúrat enga stund með heimanámið sem er sko mikil breyting frá því í Lúx þar sem þar var heimanámið LANGT; MIKIÐ og STEMBIÐ... En hann er samt mjög upptekinn ungur maður og það verður sko gaman að sjá hvernig hann á eftir að eyða tímanum þegar hann byrjar í íþróttunum eftir árámót en það eru 3 greinar sem koma til greina og ef okkar maður fengi að ráða þá færi hann gjörsamlega í allt, sama hvort hann hefði tíma eða ekki.. En Oliver langar í Takewondo, Handbolta og Fótbolta (vá ég er ánægð með Handbolta áhugan þar sem mér persónulega finnst Handbolti mjög skemmtileg íþrótt) en við þurfum bara að skoða betur dagskránna hjá Íþróttafélögunum eftir árámótin og sjá hvernig við getum pússlað þessu öllu saman þar sem ég er ekki lengur heimavinnandi. En annar getur Oliver svo sem alveg reddað sér sjálfur í Blika og HK húsið. En við skoðum þetta betur strax eftir áramótin. Ekki nokkur spurning strákurinn þarf að útrása sig og skella sér í íþróttir þar sem hann hefur bara svo gott af því..

Kriss okkar er mjög svo upptekin líka þessa dagana af skólanum og syngjandi með Ömmu sætu fyrir mömmu sína lögin (sem hún EKKI KANN). Hann er búinn að læra alveg fullt af lögum síðan hann byrjaði í skólanum og finnst ROSA GAMAN í skólanum... Finnst fínt að hafa alla hjá sér í skólanum, fær oft far með Kristínu, Palla og Tvíbbunum heim á daginn ef amma er að vinna lengur eða ef amma er að fara eitthvað, annars fer hann bara heim með ömmu og þau labba heim og það finnst honum Kriss okkar bara æðislegt. Fínt að fá smá ALONE TIME með ömmu sætu.

Í kvöld fengum við svo heiðurinn af því að passa Tvíbbana í smá stund og gekk það náttúrulega bara eins og í sögu, Kriss var svaka góður við Stubbana (sem og auðvita Oliver), Kriss fór í bíló með þeim en að vísu pirraðist hann eitthvað smá á þeim þegar þeir vissu ekki alveg hvernig bíló virkaði en þetta reddaðist allt á endanum. Og þetta var sko bara EKKERT MÁL fyrir okkur að vera með 2 auka börn, okkur munaði ekkert um það!!!!!!!!!!

En já svo er það Ronja um helgina, bakstur og næturpössun. Nóg að gera...
Segjum þetta gott í bili.
Biðjum að heilsa að sinni...
Kv. BGB, OBB og KBB

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Minna en mánuður í Jólin....

Vá hvað tíminn er nú fljótur að líða, innan við mánuður í jól og rúmur mánuður í 2007, sem þýðir að Oliver er að verða 9 ára hver hefði síðan trúað því að svona Ung skvísa eins og ég ætti svona gamalt barn???? Það er síðan eitt að eiga svona gamalt barn, það er svo allt önnur Ella að það er sko rosalega stutt í það að Oliver minn (já litla stóra barnið mitt) verði jafn stór eins og ég!!! Ekki nógu gott, spurning um að skella sér til Rússlands í Plankastrekkjarann????
Nóg af Röfli frá mér....

Dagarnir frá síðust færslu hafa bara verið skemmtilegir og mikið að gerast, Amma gaf strákunum sínum öllum bók um daginn og fékk Oliver okkar "Gátu bók" og er búinn að vera að brillera að spyrja mömmu sína út. Hann hefur bara gaman af þessu!!! Svo fékk Oliver TV hjá Kristínu og Palla svo hann er kominn með TV í herbergið sitt svo hann dreif sig í því að setja PS2 inn til sín svo nú getur hann stjórnað því sjálfur (svo að segja) hvenær hann fer í tölvuna, sem hann er ekkert smá ánægður með. Getur líka horft á DVD inni hjá sér og svona haft það cosý, fengið frið fyrir Stríðnispúkanum okkar"!!!!

Annars hringdi Oliver í mig í vinnuna á fimmtudaginn og spurði hvort hann mætti ekki skella sér í partý sagði að það væru allir í skólanum að fara í partý svo mamma hans spurði hann aðeins útúr og samþykkti svo að hann myndi skella sér í partý (hélt að þetta væri á vegum skólans eins og Oliver) en svo þegar okkar maður mætti með Róbert vini sínum þá var partýið haldið í kirkjunni og var náttfatapartý en þeir höfðu gaman af því að kíkja á þetta og það er nú fyrir mestu ekki satt??? En Oliver er enn eins og áður bara nánast úti allan daginn, er sem betur fer oft heima með mömmu sinni um helgar (fer eitthvað með henni um helgar) en ég varla hitti hann nokkuð á virkum dögum þar sem hann hefur ekki tíma er upptekinn við eitthvað allt annað sem er sko bara hið besta mál.. Hann rumpar heimalærdómnum af á nokkrum mínútum (tókum tíman um daginn og hann var max 2 mín að reikna 1 bls í stærðfræði sumum náði hann á 1 mín. ekkert smá frábær árangur hjá okkar stóra strák).... Er búinn að lagast mikið í heðgun heima fyrir sem er sko bara hið besta mál enda fær hann núna LOKSINS að vera BARN og leika sér og vera áhyggjulaus!!!!!!!!!!!

Kriss okkar er bara og verður alltaf Kriss okkar, hann er rosa glaður í skólanum hjá Ömmu finnst svaka gaman þar, fær þar að smakka íslenskan mat gott dæmi hann fékk SLÁTUR í vikunni og fannst það sko ROSALEGA GOTT (veit ekki hvenær hann smakkaði svoleiðis síðast veðja á að það séu sko komin rúmlega 2 ár)... Að vísu eru þeir stubbarnir okkar 3 oft að keppast um athyglina og þá sérstaklega athyglina hennar Ömmu sætu, en það er bara sætt og fyndið"! Já og í gær laugardag var Jólaföndur í leikskólanum hjá Kriss svaka gaman heyrðum jólalög, föndruðum, fengum heitt kakó, piparkökur og kleinur, bara gaman og gott"! Eigum eftir að klára smá föndur og erum að spá í að klára þetta allt saman í dag (eftir bíóið)::.... Kriss er enn með svaka REYKINGAR Hósta en þetta fylgir því bara að vera á Íslandi, ekki satt (partur af prógrammet)....

Annars er svona mest lítið af okkur að frétta, ætlum ef við nennum eftir bíóið að byrja á smákökubakstrinum fyrir jólin. Því auvðita verðum við að fara að byrja á því þar sem við ætlum að skella okkur í leikhúsið næstu helgi,kíkja á hana Ronju, svo er búið að panta bíóferð á Santa Claus 3 fyrir utan náttúrulega Borat og hvað þetta nú allt saman heitir. Sé fram á að verða SVEITT ALLAN DESEMBER. En það er nú svo sem bara hið besta mál við höfum þá alla vegana eitthvað að gera ekki satt???
Endum þetta á því að óska honum Palla Vigga til hamingju með daginn!!

Jæja segjum þetta gott af okkur í bili...
Látum frá okkur heyra síðar..
Kv. Ma, Oliver og Kriss.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Óskalistinn fyrir JÓLIN, já alveg að koma Jól.

JÓLALISTI

Oliver
PS2: Wild Wild Racing
PS2: Hot Wheels World Race
PS2: Singstar Legends
Ps2: Lilo og stitch
PS2: Ratchet gladiator
PS2: Need for speed underground 2
PS2: Over The Hedge
PS2: Pro evolution soccer 5
PS2: Tony Hawk underground
PS2: Ant Bully
PS2: Kingdom Hearts 2
PS2: Family Guy
PS2: Need for speed Carbon
PS2: NBA Live 07
PS2: Simpsons Hit and Run
DVD Nýju Simpsons seríuna
Tinnabækurnar 2 sem mig vantar
Tæknilegó
Þýskar bækur

Kristofer
PS2: Shrek 2
PS2: Finding Nemo platinum
PS2: Open Season
PS2: Shrek superslam
PS2: Ice Age 2
Ps2: Creature from the Krusty Krab Spongebob
PS2: Chicken Little
PS2: Buzz Junior Jungle Party
PS2: Crazy Frog Racer
PS2: Moto PG 3 eða 4
PS2: Pacman World 2 eða 3
Playmó og Legó
Íslenskar bækur

Vona að þetta hjálpi eitthvað þeim sem eru í vandræðum með okkur bræður!!!
Kv. Oliver og Kristofer

P.S. Ef þið viljið láta Ma vita hvað þið verslið þá getið þið sent henni tölvupóst með infói á svo hún geti þá tekið leikinn eða annað af listanum! Ég reyni svo að taka þá út jafn óðum!! Kv. Berglind

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Úti er alltaf að SNJÓA ekki gráta elska mín ........

Vá hvað okkur brá þegar við VÖKNUÐUM í morgun, já vá það var sko gjörsamlega allt á KAFI í snjó. Oh mæ god en jú við erum svo sem á Íslandi megum sko alls ekki gleyma því en halló þegar við fórum inn í gærkvöldi þá var þetta HVÍTA ekki út um allt en greinilega breytist það allt meðan við sváfum. En þeir bræður dóu úr GLEÐI þegar þeir sáu allan SNJÓINN. Oliver fór strax út að moka með Reynsa frænda, loksins gat hann notað snjóbuxurnar sem við keyptum úti en Oliver kom ekki inn fyrr en hann var orðinn vel KALDUR OG BLAUTUR.

Kriss fékk hins vegar ekki að fara út þar sem Mamma boring sagði hann of kvefaðan. En hann fékk að setjast smá stund með mér út í bíl hjá Reynsa meðan þeir Oliver og Reynsi ýttu okkur. Svo þegar við fórum inn fannst mér Kriss með svo heitan skrokk (og jú okkar maður hafði enga matarlyst sem er mjög svo ólíkt honum) og jú ég mældi hann og okkar maður með 38,2°C svo við vorum bara inni í allan dag og Kriss rosalega latur og þreyttur í allan dag, ekkert líkur sjálfum sér, lagði sig meiri segja áðan í sófanum og allt sem hann er búinn að borða í dag er eitt brauð með osti og svo drekka Kók. Sem sagt verið mjög lystarlaus í allan dag.

Oliver hins vegar græddi feitt fór með Ömmu sætu að hitta familíuna hennar heima hjá Kalla frænda og þar var sko allt yfirfullt af kræsingum og flott heitum, en Kriss var hundfúll yfir því að mega ekki fara í partýið og þurfa að vera heima með Mömmu sinni.

Annars er þetta búið að vera bara þessi fína helgi, fórum saman í gær í Smáralindina að skoða hvað þeim bræðrum langar í í jólagjöf og virðist PS2 vera heitast hjá þeim (eða já leikir í PS2). Svo já var það lærdómur hjá Oliver sem tók náttúrulega engan tíma á laugardaginn... Jú og á föstudaginn fórum við í svaka veislu hjá henni Elísabetu vinkonu minni en hún átti afmæli skvísan og þvílíkar veitingar já hún klikkar ekki á þeim frekar en fyrridaginn og eftir afmælið hennar var farið heim í X-faktor partý en Jón Egill, Tómas Ari og Kristín voru hjá okkur um kvöldið bara stuð á okkar heimili.

Svo er nú bara að vona að Kriss verði hressari í fyrramálið svo hann komist í skólan og ég í vinnuna. En við höfum svo sem engar áhyggjur af Oliver sem er sko bara hress þessa dagana, enda nóg að gera hjá honum....

Jæja segjum þetta gott af RÖFLI í bili...
Sendum síðbúnar afmæliskveðjur til Elísabetar.
Pikkum eitthvað fljótlega aftur.
Kv. Ritarinn og Co.

laugardagur, nóvember 18, 2006

Oliver alltaf úti og hefur erft Bingó hæfileika móður sinnar

Góða kvöldið GAMLI KARL...
Þá er sko allt á FULLU hérna í KULDANUM vá það er sko frost DAUÐANS hérna á Íslandinu góða en hvað með það við erum sko MIKIÐ MEIRA en SÁTT hérna svo við látum ekki kuldan á okkar fá.... Það er bara svo Ljúft líf að vera á Íslandi...
Hann Oliver okkar er sko í sæluvímu hann er bara ánægður, hann er sko úti að leika 24/7 fer heim úr skólanum og er að leika þangað til ég kem heim eða þangað til hann er beðinn um að koma heim í kvöldmat bara æðislegt. Er byrjaður að leika sér lang mest með Sigfinni, Flóka sem er sko bara hið besta mál. Honum gengur bara vel í skólanum, nema hvað (sonur hennar mömmu sinnar). Finnst lífið ekkert mál á Íslandi og heimalærdómurinn bara djók!!!!!!!!
Kriss okkar er að brillera á leikskólanum og já þar fyrir utan, er hann að sýna ÞRJÓSKU sem er bara gott eða hvað, NEI alls ekki skil ekki hvaðan hann hefur þetta skap eða réttara sagt ÞRJÓSKU eða jú ég veit það alveg EKKI FRÁ MÉR....
Ég er náttúrulega bara SVAKALEGA ánægð í bankanum bara gaman og ég rosa glöð þar, elska alveg að vera í miðbænum og skoða mannlífið og hvað hefur breyst mikið síðan ég vann þarna síðast (sko in the hood)....
Við erum öll rosalega glöð hérna á klakanum...
Svo var Bingó kvöld hjá Oliver í gærkvöldi en því miður komst ég ekki með honum var alveg miður mín yfir því en það var fundur í vinnunni og ég komst ekki frá en Oliver fékk að fara með Sigfinni vini sínum og pabba hans og okkar maður jafn HRIKALEGA HEPPINN og mamma sín í spilum og kom heim með 2 vinninga gaf Ömmu Sætu (jólaskrautið) og Kriss (liti) ekkert smá góður og sætur í sér, gaf báða vinningana sína....
Annað er svo sem ekki að frétta af okkur, við að komast í jólagírinn og svona...
Jæja segjum þetta gott í bili...
Kv. Berglind Bankakona, Oliver Unglingur og Kriss Leikskólastrákur

föstudagur, nóvember 10, 2006

Heimalærdómurinn tekur alveg 15 mín....

Hellú
Spes skrifað fyrir Karlinn sem var að KVARTA....
Nú erum við að koma okkur fyrir á Íslandi og allir svaka ánægðir, sú Gamla í nýju vinnunni (fær loksins að gera eitthvað allan daginn), Oliver í skólanum (með Gamla bekknum sínum) og Kriss í Ömmuleikskóla...

Oliver er ekkert smá ánægður með lífið og tilveruna á Íslandi, hann fer í skólann á morgnanna, labbar sko sjálfur ekkert mál. Kemur svo heim sjálfur þar sem hann hefur enn ekki fengði pláss í Dægradvöl og fer að leika sér, er að gjörsamlega allan daginn kemur svo heim seint og fer þá að læra enda tilgangslaust að byrja að læra um leið og maður kemur heim úr skólanum enda tekur heimalærdómurinn bara 15 mín. ekkert smá lítið... Og nú er hann Oliver okkar að upplifa hvernig það er að vera BARN, vera FRJÁLS og njóta þess að leika við vini sína. Enda fór hann um daginn í kuldanum hérna með honum Róbert vini sínum í sund (já bara þeir tveir). En hann er sko alveg í essinu sínu hérna líður greinilega mjög vel.

Kriss er náttúrulega alveg í skýjunum með nýja skólan sinn, finnst rosalega gaman, fær að fara labbandi oft með ömmu heim og það finnst okkar manni sko bara sport. Hann er náttúrulega bara alltaf eins og finnst rosalega gaman að lífinu. Hann er náttúrulega bara Emil og því fær engin og ekkert breytt.
Verð að koma með Nokkra djóka á kostnað Kristofers, hann var að kenna ömmu Frönsku (sagði Amma á ég að segja þér hvernig maður segir Amma á Frönsku og sú Elsta hélt það nú "þá sagði Kriss ógeð flott Rósalind" já drengurinn kann þetta.... Svo sagði hann í gær Mamma veistu hvað "ein stelpa í skólanum kallaði mig Kristofer DREKI" en ég sagði henni að ég héti bara Kristofer, (en djókurinn er að það heitir einn strákur í skólanum Kristofer BREKI..... Og mamma hans drapst gjörsamlega úr hlátri í bæði skiptin. Hann er sko bara FYNDINN.

Annars lítur út fyrir að VEÐRIÐ þessa helgina verði eins og síðustu STORMUR, með heavy MIKLU ROKI. Annars kom þó nokkuð mikið af Hagli í dag og svo smá snjór núna seinni partinn. En við erum sem sagt búinn að fá Snjó, Haglél, Rok, Rigningu og KULDA síðan við komum en hvað getum við kvartað, kominn 10.nóvember og ógeð stutt í jólin!!!!!

En jæja segjum þetta gott í bili.
Man ekki eftir meiru í dag.
Kv. Gamli góði ritarinn og Co.