BARA 25 dagar í JÓLIN
Við erum sko bara ALLS EKKI að átta okkur á þessu, það eru bara að koma jól, alla vegana rosalega stutt í þau og við sko alveg komin í JÓLAGÍRINN... Sem er sko bara hið besta mál, prufuðum eina smákökutegund um helgina sem vakti mikla LUKKU hjá strákunum svo ætlum við að leggja í aðra gerð um helgina, höfum bara ekki haft tíma í meiri bakstur þessa vikuna. Ætlum að baka algjört lágmark eina tegund í viðbót um helgina (en á laugardaginn fáum við svo Tvíbbana okkar í næturpössun sem á sko bara eftir að vera stuð og ekkert annað).
Já Oliver er enn að standa sig vel í skólanum og finnst gaman í skólanum og allt sem þarf að læra heima ROSALEGA LÉTT er ákkúrat enga stund með heimanámið sem er sko mikil breyting frá því í Lúx þar sem þar var heimanámið LANGT; MIKIÐ og STEMBIÐ... En hann er samt mjög upptekinn ungur maður og það verður sko gaman að sjá hvernig hann á eftir að eyða tímanum þegar hann byrjar í íþróttunum eftir árámót en það eru 3 greinar sem koma til greina og ef okkar maður fengi að ráða þá færi hann gjörsamlega í allt, sama hvort hann hefði tíma eða ekki.. En Oliver langar í Takewondo, Handbolta og Fótbolta (vá ég er ánægð með Handbolta áhugan þar sem mér persónulega finnst Handbolti mjög skemmtileg íþrótt) en við þurfum bara að skoða betur dagskránna hjá Íþróttafélögunum eftir árámótin og sjá hvernig við getum pússlað þessu öllu saman þar sem ég er ekki lengur heimavinnandi. En annar getur Oliver svo sem alveg reddað sér sjálfur í Blika og HK húsið. En við skoðum þetta betur strax eftir áramótin. Ekki nokkur spurning strákurinn þarf að útrása sig og skella sér í íþróttir þar sem hann hefur bara svo gott af því..
Kriss okkar er mjög svo upptekin líka þessa dagana af skólanum og syngjandi með Ömmu sætu fyrir mömmu sína lögin (sem hún EKKI KANN). Hann er búinn að læra alveg fullt af lögum síðan hann byrjaði í skólanum og finnst ROSA GAMAN í skólanum... Finnst fínt að hafa alla hjá sér í skólanum, fær oft far með Kristínu, Palla og Tvíbbunum heim á daginn ef amma er að vinna lengur eða ef amma er að fara eitthvað, annars fer hann bara heim með ömmu og þau labba heim og það finnst honum Kriss okkar bara æðislegt. Fínt að fá smá ALONE TIME með ömmu sætu.
Í kvöld fengum við svo heiðurinn af því að passa Tvíbbana í smá stund og gekk það náttúrulega bara eins og í sögu, Kriss var svaka góður við Stubbana (sem og auðvita Oliver), Kriss fór í bíló með þeim en að vísu pirraðist hann eitthvað smá á þeim þegar þeir vissu ekki alveg hvernig bíló virkaði en þetta reddaðist allt á endanum. Og þetta var sko bara EKKERT MÁL fyrir okkur að vera með 2 auka börn, okkur munaði ekkert um það!!!!!!!!!!
En já svo er það Ronja um helgina, bakstur og næturpössun. Nóg að gera...
Segjum þetta gott í bili.
Biðjum að heilsa að sinni...
Kv. BGB, OBB og KBB