miðvikudagur, mars 18, 2009

Búið að bóka ferðina hans Olivers

Well well well
Ekkert smá langt síðan síðast,
Alveg rúm vika og fullt skemmtilegt búið að gerast síðan þá :-))))
Þá er það mál afgreitt. Búið er að panta ferðina fyrir hann Oliver minn, hann fer sem sagt til Danó 3.júlí "dí hvað þetta er spennó".... Miðað við síðustu færslu þá erum við að tala um að það eru 108 daga til stefnu hjá honum Oliver mínum!!!! Og við erum orðin geggjað spennt, fyrsti í fjáröflun gekk bara svona líka alveg ágætlega og meira eftir að gerast.... Fáum aftur lista núna í apríl, svo maí og júní svo hann á enn góða möguleika :-))))
Það er alltaf annað hvort allt í ökla eða eyra hjá okkur, þessi vika er frekra strembin og mikið að gera, próf hjá mér eftir helgina svo synir mínir hitta mig ekki mikið um helgina. En við gerum þá bara eitthvað þeim mun skemmtilegra næstu helgi á eftir.. Þetta verður bara ljúft svo hlakkar okkur geggjað mikið til að fara í páskafrí saman!!! Bara slappa af og slefa, reka við og þefa... Ekki fara neitt og ekki gera neitt!!!!
Okkur er öllum farið að hlakka til að komast í FRÍ :-)) Við þurfum öll virkilega á því að halda. Annars eru þeir synir mínir bara eins og svo oft áður að brillera, báðir mjög duglegir eins og alltaf enda synir mínir svo ekki sé nú meira sagt....
Meðan ég man þá tapaði 5.bekkur (Spurningaliðið hans Olivers) fyrir 7.bekk. 5.bekkur fékk 4,5 stig en 7.bekkur fékk 6 stig (og var Oliver frekar ósáttur fannst þetta ósanngjarnt og það væri verið að spyrja spurningar sem þau hefðu ekki áður lært).. En hann fékk nú alveg að heila það að 4,5 stig væri bara mjög flott (hann svaraði spurningum sem aðrir vissu ekki svör við enda er hann eins og oft áður hefur komið fram SONUR MINN)..
Segjum þetta gott af okkur í bili.
Over and out.

þriðjudagur, mars 10, 2009

116 dagar til stefnu :-))

Well well well,
Við erum sko á fullu í fjáröflun familían ekki spurning. Sko að safna fyrir sumarbúðunum hans Olivers og kannski smá sumarfríi fyrir okkur Kriss (nú á stelpan sko að fara að ákveða hvenær hún ætlar í sumarfrí líka)... Nóg að gera hjá okkur í sumarfríar hugleiðingum!!!!
En annars er búið að vera nóg að gera síðan síðast!!!
Við vorum bara í róleg heitunum á föstudaginn, þeir bræður voru að leika sér við Arnar og Kristófer Jón (sem er bróðir Arnars vinar hans Olivers), voru heillengi út í Kór að leika sér og voru orðnir vel svangir þegar heim var komið!!! Þá var það kvöldmatur svo kósý kvöld!!! Á laugardaginn fór ég í skólann, Kriss með ömmu á rúntinn og Oliver að chilla!!! Við ákváðum svo að elda Ömmukjúlla (ár og aldir síðan hann var í matinn síðast) og ekki klikkar hann!!! Ekkert smá gott, vorum svo bara í róleg heitunum á laugardaginn ég lærði smá meðan þeir bræður léku sér (voða góðir)....
Á sunnudaginn vorum við Oliver bæði ROSALEGA ÞREYTT en hann Kriss okkar fór snemma framúr einn, lék smá við Reynsa frænda sem kom í heimsókn meðan við hin sváfum :-))) Svo kíktum við örstutt með ömmu á bókamarkaðinn áður en við skelltum okkur í leikhúsið að sjá Kardemommubæinn. Það var að sjálfsögðu mjög gaman í leikhúsinu og skemmtum við okkur alveg stórkostlega!!! Eftir leikhúsið skelltum við okkur örstutt í Smáralindina svo heim til Kristínar þar sem við borðuðum öll saman kvöldmat :-) eftir matinn var það bara heim og Kriss í bælið, við Oliver chilluðum smá áður en við fórum að sofa.!!!!
Oliver er sem sagt byrjaður að telja niður í sumarbúðirnar sem er bara yndislegt og hann hlakkar sko mikið til!!!
Á morgun er svo spurningarkeppni í Hörðuvallaskóla og er Oliver (jábbs sonur minn) í Spurningarliðinu fyrir 5-K (ekki langt að sækja það til mín að vera svona bright)...
Þessi vika verður svo frekar mikið róleg hjá okkur sem betur fer, síðasta vika var aðeins og þétt setinn. Ég fæ alla vegana frí annað kvöld :-)
Jæja best að fara að slaka á...
Over and out þangað til næst...
Kv.Ritarinn og synir hennar

föstudagur, mars 06, 2009

Fjáröflun 1.

Fyrsta fjáröflunin
Oliver er að fara í sumarbúðir til Danmerkur núna í sumar, verður hann í sumarbúðunum í 4 vikur (allan júlí mánuð). Er CISV (félagasamtökin sem hann er að fara með) með fjáröflun fyrir krakkana, þar sem þeim stendur tilboða að safna sjálf upp í ferðina sína.
Fjáröflunin hjá Oliver verður mánaðarlega og þarf að leggja inn pöntun fyrir 15.hvers mánaðar svo hún fáist afgreidd. Við skilum svo af okkur pöntunum í kringum 20. hvers mánaðar til ykkar.

Í mars er eftirfarandi í boði:

WC rúllur (48. stk í pakka) – 25m, hvítur, tvöfaldur gæðapappír 3.200
WC rúllur (48.stk í pakka) – frá Danco 3.000
Eldhúsrúllur (24.stk í pakka) – hvítur, munstr. rakadrægur 3.200
Eldhúsrúllur (24.stk í pakka) – hvítur frá Danco 3.000
Matarfilma (30cm*300m) og álfilma (30cm*150m) 3.500,
Sorppokar, svartir ruslapokar 50stk/rl. 2.000
Pokapakki – nestip, heimilisp, svartir ruslap., skrjáfpokar 2.000
Kóluspáskaegg 900gr „stórt egg“ 3.500
Túlípanar 10 stk – Rauðir, hvítir, orange, lilla, bleikir 1.500
Eldbakaðar 11“ pizzur, Margarita eða Pepperoni 1.500
Alþrif – Fólksbílar 7.500
Alþrif – Jepplingar 8.500
Alþrif – Jeppar 9.000
Innifalið í alþrifum : Tjöruþvottur og þurrkun, bón, hreinsuð föls, mælaborð og annar vínill hreinsaður að innan, gljái borinn á dekk og annan vínil að utan, rúður þrifnar að innan og utan, teppi og sæti ryksuguð og mottur þvegnar. Þetta eru þrif hjá Albón, Auðbrekku 32 í Kópavogi.


Harðfiskur frá Ísafirði (mjög góður) bæði Ýsa og Steinbítur. 2.000
Hver poki inniheldur 400 gr. (kemur í flökum).

Tannhirðupakki – inniheldur 1. Tannbursta (boðið upp á 3. stærði, barna, unglinga eða fullorðins). 1. Colgate 100 ml tannkremstúpa og tannþráðspakki. Ef teknir eru 3. auka tannburstar með pakkanum þá koma vörurnar í renndum snyrtibuddum.
Verð á pakka 900
Verð með aukaburstum 1.650

Kaffipakkar frá Kaffitári. Inniheldur 2 * 250gr. af möluðu kaffi eða kaffibaunum (hver og einn ræður því), (hægt að fá sitthvora tegundina eða báða pokana eins) mælt er með kaffi sem heitir Gvatemala og er margbrotið kaffi með eftirbragði af súkkulaði Selebes sem hefur sætkenndan kryddkeim sem minnir á hunang eða rjómakaramellur. Verð 1.500

Tepakkar – inniheldur 20.tepoka (4.tegundir af spennandi te-i og eru 5.pokar af hverri tegund í hverjum pakka). Hægt er að velja úr eftirtöldur te-i: Peaceful Dreams, Refreshing Mint, Cranberry tea, Blueberry tea, Maple herbal tea, Ginko Ginger, Green Tea Rooibos, Energy Nirvana, Imperial White tea, Chai tea, Green tea, Energy Slim Aktiv, Green Tea Chai decaf, Rooibos Chai, White Chai Tea, Licorice Spice, Energy Pomegranate.
Verð 1.000

Allt að gerast....

Það er sko búið að vera stuð á okkur í dag....
Ég sótti Kriss eftir vinnu og hentumst við eftir Oliver sem var að klára blakæfingu og á leiðinni í ljós. Við skutluðumst svo öll með Oliver í ljós.. Eftir ljósin ákváðum við að kíkja á bókamarkaðinn í Perlunni (alveg fastur liður hjá okkur).. Þar fann hann Kriss minn (sem hafði nota bena ákkúrat ekki NEINN áhuga á að fara) sér "matreiðslubók barnanna" ægilega spennandi nú bíð ég spennt eftir því að þeir bræður velji sér eina góða uppskrift úr bókinni og eldi kvöldmat og hafi jafnvel eftirrétt líka :-))))))))))
Eftir markaðsferðina drifum við okkur heim svo ég gæti eldað hrísgrjónagraut fyrir þá í kvöldmatinn en nota bene eins og svo oft áður vorum við á síðasta snúning þar sem við Oliver áttum að mæta á fund í Garðabænum (vissi ekkert hvar þetta var staðsett í þeirri sveit) klukkan 20 og Reynsi frændi vildi koma með okkur....
En auðvita hafðist þetta allt í tíma sérstaklega þar sem við vorum svo heppinn að ramba nánst beint á leikskólann sem fundurinn var haldinn í!!!!! Við vorum sem sagt að fara á fyrsta fundinn af eflaust mörgum útaf sumarbúðunum í Danó. Þar fékk hann Oliver minn að hitta aðra stelpuna sem fer með honum út, strákinn og svo Farastjórann sem mér leist bara rosalega vel á. Við vorum í töluverðan tíma á fundinum fengum frekari upplýsingar um sumarbúðirnar og vorum við bæði orðin rosalega spennt!!! Leist rosalega vel á þetta allt saman. Og þetta verður bara meira spennandi þeim mun nær sem dregur :-))))
Nú erum við svo komin bara í fulla ferð í fjáröflun!!! Jábbs nú á að fara að safna fyrir ferðinni, ekki spurning. Förum á fullt í það en við fáum nýjan sölulista í hverjum mánuði.
Það verður sem sagt fullt spennó að gerast hjá okkur á næstunni, en það á að vera svona hittingur þar sem þau fá að kynnast betur þessi 4 sem eru á leiðinni til Danó og svo má ekki gleyma fararstjóranum sem hann ætlar að kynnast líka. Þau 2 sem mætt voru í kvöld eru bæði árinu eldri en hann Oliver minn. En ég held ég segji þetta gott í bili, ætla að reyna að troða fjáröfluninni okkar hérna inn líka..
Over and out

miðvikudagur, mars 04, 2009

Langt síðan síðast

En dúdda mía,
þeir félagar, þ.e.a.s bekkurinn hans Olivers stóð sig svo vel í afmælispartýinu, ég vissi ekki að þetta gæti orðið svona AUÐVELT. Þeir voru voða góðir allir saman :-) ég sagði svo klukkan 19:30 að nú væri afmælið búið þar sem Kriss minn átti nú bráðum að fara að sofa, strákarnir fóru þá nema Kriss og Arnar þeir fengu að vera aðeins lengur.. Svo var ekkert smá fyndið þegar Kriss minn fór að sofa þá sagði hann við strákana "jæja farið þið heim núna ég er að fara að sofa". hehehehhe
En þeir voru svaka góðir og afmælið heppnaðist svo vel, strákunum var skipt í 2 lið og fóru út í Ratleikinn og svo endaði það þannig að þeir komu tilbaka nánast á sömu mínútunni því var ákveðið að verðlauna ekki eitt lið frekar en annað heldur bara "jafntefli".... Fengu því allir smá verðlaun þegar þeir fóru heim :-))))))
Vikan hefur síðan bara gengið sinn vanagang, allir í skólanum, svo eru það íþróttir, heimalærdómur og vinna. Bara allt gengið voða vel hjá okkur...
Kriss mínum tókst það að "gleyma" gleraugunum í skólanum en það var nú ekki mikið mál þau biðu hans daginn eftir í stofunni hans. Oliver lenti svo í því að týna GSM símanum sínum líka í skólanum og eins var það lítið mál þar sem síminn beið hans í stofunni hans daginn eftir.
Annars er bara SKÍTA kuldi á Íslandi í dag, búið að vera kalt, snjór, frost, hálka og viðbjóður í marga dag (ég var ógeð bjartsýn og hélt að veturinn væri búinn) en NEI svo er nú ekki....
Á morgun förum við Oliver svo á fyrsta fundinn út af sumarbúðunum á morgun, verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu..
Segjum þetta gott í bili..
Over and out.

sunnudagur, mars 01, 2009

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Oliver.......

Dúdda mía
Í dag er Unglingurinn minn 11 ára, jábbs orðinn svo stór, og svo langt síðan hann var lítill síðast :-)))) En svona er það bara með sum börn ekki satt... heheheh
En í dag vaknaði hann við símann þar sem Krissi vildi fá að vita klukkan hvað afmælið hans byrjaði en í dag er strákaafmæli (fyrir bekkinn) jábbs ég verð SVEITT... heheheheh.. En Reynsi bjó til ratleik í gær sem þeir fara í svo er það bíó og pizza :-)) Ekki flókið í dag. En ég vildi bara rumpa þessum afmælum af einn tveir og bingó, nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér.
Við vorum öll voðalega ánægð með daginn í gær og búumst við því að dagurinn í dag verði jafn ánægjulegur....
Segjum þetta gott í dag, þangað til næst :-)))
Óskum bara Unglingnum okkar til lukku með daginn....
Kv. Mammsan sæta, brósinn litli og Afmælisbarnið....

Fyrsti í afmæli búinn :- )))))

Well well well
Vá hvað er langt síðan síðast...
En í dag var fyrsti í afmæil hjá Oliver þar sem hann var með familíu afmælið í dag... Það gekk líka svona svakalega vel!! Dagurinn byrjaði á því að amma fór með Oliver í ljós meðan ég var í skólanum svo var það bara heim í smá afslöppun áður en gestirnir komu en þeir fyrstu komu klukkan 14:00 þegar afmælið byrjaði*!!!! Við fengum sko fullt af góðum gestum og Oliver fékk fullta af peningum og föt í afmælispakkanum, og er hann ægilega ánægður með það!!! En núna eru þeir bræður frekar þreyttir og við eigum nú svolítið eftir að skipuleggja afmælið á morgun en þá koma bekkjarbræður hans Olivers til okkar, verður eflaust svaka fjörugt. En ég lifi nú í voninni að þetta fari að róast þar sem þeir eru nú alveg að verða 11 ára....
Annars er búið að ganga á ýmsu síðan síðast, það er búið að ákveða að hann Kriss okkar þarf að fara í það að láta taka úr sér nefkirtlana (þeir eru of stórir) en hann er ekki með sykursýki. En hann er búinn að fara í sykurpróf svo við vonum að þetta fari nú að taka enda hjá honum en það er búið að vera nóg að gera hjá okkur Kriss í læknaheimsóknum. Þurfum svo að heyra í honum Einari okkar eftir helgina heyra hvenær Kriss kemst að í aðgerðina...
Að öðru leyti er bara nóg að gera hjá okkur öllum í skólanum, íþróttum og skemmtunum. Við kvörtum sko alls ekki yfir aðgerðarleysi hér..
Svo eignuðust þeir bræður annað sett af tvíburafrændum, en hann Óli bróðir hans Bj. var að eignast twins. Svo þeir synir mínir eru komnir með fullt af frændum.
En jæja þá er best að fara í að skipuleggja afmælið á morgun svo við getum gert eitthvað skemmtilegt.
Over and out.
Ritarinn og synir hennar